Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1927. Bls. S. Öræfi og Örœfingar. Eftir Sigurð prófessor Nordal. I. Einn hinn landfróðasti íslend- ingur, sem nú er uppi, kvað einu sinni svo að orði við mig, að sá hefði ekki séð ísland, sem hefði ekki farið um Skaftafellssýslu. Reyndar liggur mér við að full- yrða, að svipað mætti til sanns vegar færa um hvert hérað á landinu. Fjölbreytnin er syo tak- markalaus, að varla er hægt að finna tvö nauðalík bæjarstæði, 'hvað þá svipaðar sveitir. En samt gæti það verið hyggilegt fyrir mann, sem færi hringferð um sveitir landsins, og vildi treina sér undrunina alla leið, að byrja ferðina í Suður-Múlasýslu, fara norður og vestur um land og geyma sér Skaftafellssýslu þang- að til seinast, ljúka förinni í ör- æfum og Hornafirði. Undir eins og kemur á Sólheima- sand, þar sem -----Jökulsá spinnur úr jaka- toga band og jökullinn í hafið gægist niður, finnur ferðamaðurinn, að hann er að koma í nýjan heim. Og leiðin liggur um hið þröngva hlið, milli skriðjökuls og brimgarðs. Áður var þar illur þrándur í götu, Fúlilækur, sem sagt er að hafi orðið fjórum tugum manna að bana á tveim síðustu öldum. Nú er sú torfæra brúuð. Mýrdalur- inn er að vísu ein hin vingjarn- legasta og bldhilegasta sveit, en þó er erfitt að gleyma því, að hún ei í helgreipum vanstiltrar nátt- úru. Enn er skamt frá briminu við ströndina, sem brotið hefir portið á Dyrhólaey og sorfið ut- an af Reynisdröngum, til jökuls- ins, sem mænir yfir sveitina. Og óhemjurnar Hafursá og Klifandi, sem lagt hafa mikið graslendi og fagurt í auðn, bera boð frá jökli til hafs. Fyrir austan Mýrdalinn tekur við Mýrdalssandur. Að- komumaðurinn gefur jöklinum hornauga og dettur ósjálfrátt í hug erindi Bjarna: “Forðastu að ríða þann feigðarsand, í fjallinu er Katla og ætlar þér grand.” Hann herðir reiðina og vill vera sem skemst á þessum ömurlegu malarflesjum. En sandurinn er alt of breiður til þess að ríða hann í einum spretti. Hér er staður, þar sem allir fara af baki, þótt ekki sé þar stingandi strá. Það er breið bunga úr hraunhell- um og sandi, þar sem siður er, að hver vegfarandi hrófi upp dálitlu vörðubroti. Á þessum hól stóð til forna bærinn Laufskálar í Dyn- skógahverfi. Þegar .kemur y*fir Hólmsá, tekur Skaftártungan við, og enginn skógur ilmar betur en hríslurnar í Hrífnesslandi eftir ferðina um Mýrdalssand. í Tung- unni er hvert býlið öðru blóm- legra, þó að sandskaflarnir frá siðasta Kötlugosi sé enn ógrónir fyrir utan túngarðana. En það er skömm leið um Tunguna þvera. Við túnið á Ásum beljar Eldvatn- ið fram og síðan tekur við Eld- hraunið mikla þar sem þræða verður brautina milli mosavax- inna klungra alla leið austur í Landbrot. Fyrir ofan Landbrot- ið tekur Síðan við. Hún er nafn- toguð fyrir fegurð, og óvíða á ís- landi er meiri sveitasæla. Bæ- irnir standa undir lágum hlíðum, grösug tún, engjaflæmi fyrir neð- an, brekkur með grónum smá- stöllum, sem Skaftfellingar kalla paldra og móbergsbelti fyrir ofan. En Öræfajökull gnæfir við aust- ur og setur tignarbrag á aJt land- i?,. Austur á Síðu má heita, að allar torfærur séu brúaðar, nema Þverá og Markarfljót. Þar er all- fýsilegt að snúa a|tur, fara upp Skaftártungu o$ Fjallbaksveg hinn nyrðra, upp með Skaftá og Eldhrraunin fyrir nrðan Torfa- jökul og Heklu ofan á Land. Þá er riðið 18 klukkutima um tómar eldtsöðvar að kalla má, Hvergi hefi eg séð slíkar litbreytingar. Fellin eru rauð og gul, skriður úr gráhvítum vikri ög kolgljáandi hrafntinnu, hraun á öllum aldri og með ýmiskonar blæ. Þar verpá svanir við heitar' laugar undir Torfajökli og klöngrast fjaðra- sárir og stirðfættir yfir brattar hraunkvíslir til þess að komast á kalt vatn. En þó er enn girnilegra til fróð- leiks að halda áfram förinni lengra austur. öræfajökull seið- ir. Eg sá hann fyrst af hlaðinu á Kirkjubæjarklaustri, roðinn í síðdegissól eftir margra daga votyiðri. Þarna gnæfði þessi geysimikla bunga, með tindum og hnjúkum upp úr, en skíiðjöklarn- ir féllu eins og fossar niður hlíð- arnar og breiddust fram á lág- lendið. Svipmeiri sjón er ekki til á íslandi. Og það eykur enn á- hrif hennar, að hugurinn veit um meira en augað sér. Undir þess- um jökulrótum er mannabygð, milli falljöklanna eru bæir — öræfasveitin. II. öræfajökull er á höfða miklum, sem gengur suður úr miðjum Vatnajökli. Hann er hæsta fjall á íslandi og það vill svo einkenni- lega til, að hann blasir við skipa- leiðinni til Norðurálfu. Hann sendir íslendingnum, sem utan fer, síðustu kveðju og fagnar honum fyrstur, þegar hann hverf- ur heim aftur. Niður úr fannbungunni ganga skriðjöklar á þrjá vegu. Þó að hér sé einhver veðursælasti blett- ur á landinu, ganga skriðjöklarn- ir alveg fram á láglendið, niður undir sjávarmál. Snjóþunginn er svo mikill efra og hlíðarnar svo brattar, að ísinn gengur fram jafnótt og hann þiðnar. Undir fjallsrótunum eru fáeinir gras- blettir innan um atyðnir og jökla. á þessum blettum standa bæirnir í hálfhring, átta að tölu. Þetta er öræfasveitin. Frá Skaftafelli, insta bænum að vestan, að Kvía-’ skerjum, austasta bænum, eru nærri fimm mílur danskar og margar illar ár á leiðinni. Bæirnir í Öræfum eru því býsna einangraðir. Hitt er þó meira, hversu einangruð sveitn í heild svnni er frá umheiminum. Fyrir norðan er' Vatnajökull, sunnan hafnlaus strönd Atlantshafsins (öræfi þýðir hafnleysa í fornu máli), austan Breiðamerkursand- ur, vestan Skeiðarársandur. Eg ætla að lýsa Skeiðarársandi ofur- lítið. Yfir Breiðamerkursand hefi eg ekki farið, en hann mun sízt vera minni torfæra. Það er al- kunnugt og átakanlegt dæmi um einangrur, sveitorinnar, að engar mýs eru í Öræfum. Hefir því lengi verið trúað, að gömul álög væri því valdandi. Eins og gefur að skilja, hafá því öræfingar ekk- ert að gera með ketti, og ber það vott um sómatilfinning kisu, að henni er þar ekki líft. Eru ýms- ar sögur um það. Nýlega tók ör- æfingur kött af skipstrandi og reiddi heimleiðis á hnakknefinu. Var kisa hin hressasta, þegar hann kom að Skeiðará, en á leið- inni yfir ána varð hún bráð- kvödd. Jafnvel tófan, sem ann- ars lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna, hefir aldrei unnið það tfl lambakjöts öræfinga, 'að leggja á sandana. Nærri má geta, að þessi einangrun hafi mikla örð- ugleika í för með sér. Sú var tíð- in, að öræfingar urðu að sækja kaupstað alla leið vestur á Eyr- arbakka eða austur á Djúpavog. Seinna var sótt til Papóss og Vík- ur. Nú flytur Skaftfellingur vör- urnar upp að sandinum og er þó fullerfitt að nálgast þær. Lækni verður að sækja vestur á Síðu eða austur í Hornafjörð. 1 fyrra var var veik stúlka, sem þurfti að komast í sjúkrahúsið á Breiða- bólsstað, flutt á kviktrjám yfir Skeíðarársand. Riðu tólf menn lausríðandi með kviktrjánum alla leið. III. Fyrir austan Síðuna og eystri kvísl Eldrhaunsins mikla tekur Fljótshverfið við. Það er fá- menn sveit, en fögur og fjöl- breytt, fólkið kjarngott og merki- legt. Austasti bær í Fljótshverfi er Núpsstaður. Þar blasir Lóma- gnúpur við, þverhníptur að fram- an, um 2500 fet á hæð og nærri því eitt standberg niður á sand. Fyrir austan gnúpinn, milli hans og Skeiðarárjökuls, falla Núps- vötn og er allur sandurinn fyrir neðan Núpsstað flóandi 1 vatni. Vegurinn út á sandinn liggur undir Lómagnúpi og verður mað- ur að setja ihnakkann aftur á bak til þess að sjá upp á brún- ina. Núpsvötn eru geysimikið vatns- fall og geta verið hin verstu yfir- ferðar. En þegar eg fór yfir þau í fyrra sumar, lágu þau vel og vorum við ekki meira en rúman fjórðung stundar að ríða þau. Síðan tekur Skeiðarársandur við. Hann er víðáttumesti jökulsand- ur á landinu, 17 fermílur, en leiðin yfir hann frá Núpsstað að Skaftafelli rúmar fjórar mílur. Hann er staksteinóttur, allur með holum eftir ísjaka, urinn af hlaupunum. Skeiðárjökull hleyp- ur á 5—12 ára fresti. Þá æsast vötnin og flóa yfir mikinn hluta af sandinum með flugi og jaka- burði. Koma hlaupin fram á ýms- um stöðum, svo að sandurinn fær hvergi næði til þess að gróa. Fyr- ir síðgasta hlaup stóð sæluhúsið á hrygg á miðjum sandinum. Var þar nokkur gróður í kring og þótti álitlegur staður. En eftir hlaupið var þar kominn slakki í sandinn, sem húsið hafði staðið. Á Skeiðarársandi er ömurlegt. Skriðjökuliinn liggur fram á hann að norðan, lágur og breiður, kol- mórauður af möl og leiri, svo að varla grillir í ísinn. Engin lif- andi vera, nema geðvondir skúm- ar á sveimi, sem gera sig líklega til að berja mann. Engin til- brejding á veginum, nema fáein- ar kolmórauðar kvíslar, sem stundum grafa sig svo niður í sandinn, að þær »ru hvimleiðar yfirferðar. Það má gera sér í hugarlund, hversu ægilegt er fyr- ir erlenda sjómenn að koma þarna af strandi um hávetur, sjá ekki til bæja og vita ekki, hvert leita skal, ráfa um þessa sand- fláka, milli sjávar og jökuls, Núpsvatna og Skeiðarár, og finna ófærur á allar hliðar. Austast á sandinum er Skeið- ará. Hún hefir fært sig nær og nær bæjunum í Skaftafelli í seinni tíð, svo að þurft hefir að færa þá ofar. Hún er sýnu meiri og agalegri en Núpsvötn. Þar sem hún beljar í einum streng fyrir neðan túnið í Skaftafelli, dökk og úfin, sollin um miðjuna af straumþunganum, þykir manni furðu gegna, að hún skuli vera riðin nokkur hundruð föðmum neðar. En þar breiðist hún út á sandinn og þar er lagt í hana. Þeir, sem ekki eru aldir upp við slík vötn, standa ráðalausir eins og börn gagnvart þeim. Vatns- magnið er ótrúlegt. Það tekur oft hér um bil klukkutíma að riða Skeiðarár, lengst af neðan á siðu og á miðjar síður. Straumurinn er svo þungur, að hesturinn má leggjast fast upp í hann, tíl þess að láta hann ekki kasta sér, og það má ekki dýpka mikið til þess að skelli yfir. Vatnið er nístandi kalt, svo að kuldinn smýgur allan fótabúnað. Á þessum ám er ekk- ert vað. Þær breyta sér í sífellu. Það verður að sjá á straumlaginu, hvar fært er í hvert skifti. Sand- bleytan er hættulegust. Það má oft ekki muna hestbreidd, hvort maður lendir í henni eða ekki. Þá vita skaftfellsku hestarir, hvað við liggur. Þeir brjótast um eins og um lífið sé að tefla, og þá er ekki annað betra fangaráð, en að taka báðum höndum í faxið og hanga meðan hægt er. Skaft- fellingar ríða isandvötnin sem grieðast, bæði vegna kuldans og bleytunnar, hvetja hestana og gefa þeim slakan taum, því ekki þarf að varast stórgrýtið, Það má fullyrða, að Skeiðará fari enginn án fylgdar nákunn- ugra manna. Frá Skaftafelli sést niður yfir ána, þar sem vant er að ríða yfir hana. Eg gisti þar nóttina áður en eg fór vestur yf- ir. Um kvöldið gátu heimamenn sagt nágvæmlega, hvernig áin hefði legið á hverjum tíma dags. Það var gaman að heyra þá tala um ána við Svínfellinga. Þeir gátu rætt um hana tímunum sam- an og sögðu aldrei annað en h ú n, eins og sum hjú hafa sagt h an n, um húsbóndann og sumar konur um menn sína. H ú n er höfuð- skepna í lífi öræfinga. Og þeir hafa gert sér það að íþrótt og vís- indum að þekkja hana. Það er menning Fljótshverfina og öræf- inga til ærins sóma, að enginn maður skuli hafa druknað í Skeðiará síðustu rpannsaldrana. Það er ekki af þvfi, að hún sé í raun og verú minni torfæra en Jökulsá á Sólheimasandi. Þvert á móti. Það^er af því, að enginn hefir lagt 'í hana fylgdarlaust og fylgdarmennirnir hafa verið frá- bærir menn að gætni og glögg- skygni og haft afbragðs hesta. Þó er ekki svo að skilja, að ldrei sé lagt á tæpasta vaðið. Sumir beztu vatnamennirnir hafa verið svo hætt komnir í henni, að meir hefir borgið þeim gifta en for- sjá. Mætti segja um það ýmsar sögur, ef rúm væri til. IV. Þegar kemur yfir Skeiðará, eru tveir skriðjöklar beint fram undan, Skaftafellsjökull og Svína- fellsjökull. Þeir falla niður hvor sinu megin við Hafrafell, fletjast út á láglendið og mætast fyrir neðan fellið. úr Skaftafellsjökli kemur Skaftafellsá, sem þætti mikið vatnsfall, ef ef maður væri ekki nýkominn upp úr Skeiðará. Fyrir neðan bana fríkkar landið. Þar er stórvaxinn gróður, víðir og vallgresi, alveg upp að öldunum framan undir jöklinum. Svína- fellsjökull hlýtur að vera falleg- asti skriðjökull í veröldinni. Hann kemur ofan af sjálfum Hvannadalshnúk, hæsta tindinum á öræfajökli, er tárhreinn til að sjá, en brúnin að framan alsett bláhvítum tindum, eins og sæi í langa röð Alpahnúka. Undan honum kemur Svínafellsá, vatns- lítil hcersdagslega , en ströng og stórgrýtt og hið mesta forað, ef vöxtur er í henni. Þegar yfir 'hana er komið, blasir túnið á Svínafelli við. ;Bærinn stendur undir grænu felli, túnið er stórt og fallegt og mikið graslendi fyr- ir neðan. En norðan við túnið gengur skriðjökullinn fram, svo að heita má, að það sé sjálfgirt af honum á þann veg. Nú sést ekki til hájökulsins, heldur er út- sýnið alt til vestlrs og suðurs, Þar sést sjórinn, Uigólfshöfði eins og eyja í vatnafláka Skeiðar- ar, Síðufjöllin og Lómagnúpur, sem knapir yfir sandinn. trt úr honum kom Járngrímur í draumi Flosa. Niður í gegn um túnið á Svína- felli renna tveir lækir. í giljun- um eru stórvaxnar og blómlegar hríslur. Þær eiga álfar og það hefir hlíft þeim. Þar er yndislegt að sitja undir bjarkaliminu við laufadyn og fossanið, svo að fáir eru sælli staðir á íslandi. En ef upp er litið, gín við jökullinn og grettar malaröldur, steinsnar frá túnjaðrinum. Hér eru sömu and- stæður grimdar og mildi sem í skapi Hildigunnar og Flosa. Eng- inn sögustaður talar enn í dag skýrara máli. Og það er gott að- sjá, að garður Flosa er betur setinn en garður Gunnars og ýms forn höfuðból. Svínafell er að vísu skift milli fjögurra bænda, að sið öræfinga, en þar er myndarsvipur á öllu. Enn er jafngott og áður var, að “knýja á hurðir Flosa”. Allir ís- lendingar gera mikið fyrir gesti sína. Öræfingar hafa alveg sér- stakt lag á að láta manni finnast þeir vera að gera það alt fyrir sjálfa sig. Eg kom á fjóra bæi í öræfum, fyrir utan Svínafell. Skaftafell er in-st. Bæirnir standa nú uppi á ávalri bungu, en Skeiðará renn- ur undir brekkunni. Þar er skóg- ur talsverður, gil í túninu með fossum og hríslum og forkunnar fallegir blettir. í Skaftafelli eru þrjú býli og €00 fjár á einu bú- inu. Næst fyrir utan Svínafell er prestssetrið Sandfell. Þar er einbýli og mjög bert í kringum túnið, en jörðin er þó talin góð. Þar fyrir utan er Hof, kirkjustað- urinn. Það liggur í skjóli undir grasi vaxinni brekku, túnið er stórt, enda standa í því sjö bæir. Þeir eru allir úr torfi og eins kirkjan, og auk þess er fjölda af smákofum dreift um alt túnið, að gömlum sið, sem nú er víðast lagð- ur niður. Þetta helzta sveita- þorp á íslandi er nú mjög hlýlegt og skemtilegt yfir að líta, en eitt timburhús væri nóg til að spilla samræminu. Næst fyrir utan Hof er Fagurhólsmýri. Sá bær stendur frammi á hamrabrún, sem sjór hefir gengið upp að fyrrum. Þá er komið út fyrir jökulinn og skamt til Ingólfshöfða og sjávar. (Meira). Ástœðan fyrir auðlegð Bandaríkjamanna. Auðlegð Bandaríkjamanna, eins stórkostlega og henni er lýst af mörgum ferðamönnum, kemur fólkinu í Evrópu til að hugsa al- varlega um það, og reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig á þessari miklu velgengni geti stað- ið. Það er alment viðurkent, að Bandaríkjamaðurinn njóti meiYi lífsþæginda og geti látið meira eftir sér, heldur en fólk getur gert í nokkru öðru landi í heiminum. Er þá átt við fólk upp og ofan, verkafólk, almenning, en ekki að eins hina tiltölulega fáp, sem hafa komist yfir stórkostlegan auð: Blaðið “London New Statesman”, segir, að auðlegð þjóðarinnar hafi síðustu árin vaxið hraðara held- ur en nokkru sinni fyr, og að það séu engin merki þess, að sú mikla framför verði fyrir nokkrum veru- legum hnekki fyrst um sinn, þó því hafi fyrir skömmu verið ótæpt spáð. Auðvitað geta einhverjar hindranir fyrir auðsafninu kom- ið í veginn, segir blaðið, en yfir- leitt standi iðnaður og öíl fram- lieðsla þjóðarinnar, að minsta kosti eins föstum fótum, eins og hjá nokurri annari þjóð, og í raun og veru séu líkurnar allar í þá átt, að atvinnuvegir Banda- ríkjamanna séu í minni hættu staddir, heldur en atvinnuvegir flestra annara þjóða, eftir því sem “The New Statesman” segir. Til að færa sönnur á mál sitt, segir blaðið meðal annars: “Hverjar eru þá aðal ástæðurn- ar fyrir hinni miklu velgengni Bandaríkjamanna? Sumar þeirra liggja í augum uppi. Náttúruauð- legð landsins er meiri heldur en nokkurs annars lands, og það er tiltölulega auðvelt að færa sér hana í nyt. En auðlegð sú, sem í landinu er fólgin, er ekki nægileg til þess að gera þjóðina ríka, þó hún sé éitt af skilyrðunum fyrir því, að þjóðin geti orðið auðug, ef hún kann með þann auð að fara og hefir dugnað og hyggindi til að framleiða hann úr jörðinni. Hvað eigum vér Englendingar t. d. ekki kolunum að þakka? Banda- ríkin eiga í ríkum mæli svo að segja alla auðlegð jarðar, nema togleður og fáeinar aðrar tegund- ir, sem tiltölulega er hægt að flytja inn. Hér hefir maður þá eina af ástæðunum fyrir auðlegð Bandaríkjamanna. Önnur ástæðan er sú, að hvergi í heiminum, er eins stórt og fjöl- bygt land, þar sem verzlunin er algerlega frjáls og óhindruð af öllum tollgörðum. Bandaríkja- maðurinn hefir svo að segja ótak- markaðan heimamarkað fyrir alt sem hann framleiðir og þarf engn toll að gjalda. Ekkert því- líkt á sér stað nokkurs staðar í Evrópu. Bandaríkin eru alþekt fyrir sína afarháu verndartolla. En iðnfélögin hafa miklu stærra svigrúm, til að selja vörur sínar þar heima fyrir tollfrítt, því víð- ast hvar reka þau sig fljótlega á tollgarðana, er þau eru að koma út vörum sínum. Það er nokkuð öðru máli að gegna með bænd- urna, því þeir þurfa að selja tölu- vert af sinni framleiðslu til ann- ara landa. En þrátt fyrir alla vel- gengnina á töluverð óánægja sér stað. Hinn mikli tollgarður er til lítils hagnaðar fyrir t. d. þann, sem er að reyna að selja bómull- ina sína fyrir hærra verð heldur en Englendingar geta staðið sig við að greiða fyrir hana. Toll- garðurinn er iðnfélögum þar á móti til hins mesta hagnaðar.” Þá telur blaðið það þriðju á- stæðuna fyrir velgengni Banda- ríkjamanna, að nú lengi hafi vinnukraftarnir verið heldur litl- ir í samanburði vjð þörfina fyr- ir vinnu. Af þessu leiðir, að auð- félögin hafa aldrei getað keypt vinnuna fyrir lítið. Þau hafa ekki komist upp með það, að borga lágt kaup. Jafnvel þótt verka- mannafélögin séu ekki vel traust, þá hefir þörfin fyrir vinnufólk verið svo mikil, að kaupið hefir hækkað, eins og áf sjálfu sér og á eðlilegan hátt. Greinarhöfund- urinn heldur svo áfram: “En þetta hefir komið iðju- höldunum til að hugsa alvarlega um það, hvernig þeir geti fengið sem allra mesta vinnu fram- kvæmda, fyrir það háa verð, sem þeir verða að borga fyrir hana. Það hefir komið þeim til þess að auka vélakraftinn sem mest má verða. og haga honum þannig, að vinnumaðurinn yrði að leggja fram hverja ögn af því vinnu- þreki, sem i honum býr, og með þessu móti hefir framleiðslan aukist næstum ótrúlega fljótt. Þetta hefir hann getað gert, vegna þess að möguleikarnir hafa verið svo afar miklir til að selja vör- urnar þar innan lands og án þess að reka sig á tollgarða annara þjóða. Framleiðandinn virðist alt af geta selt meira og meira af vörum, ef hann að eins getur framleitt þær nógu ódýrt. Enn hefir ekki hepnast að koma þess- ari aðferð eins vel við, þegar um búskap eða náma iðnað er að ræða, eins og annarstaðar, og því eru þeir, sem búskap stunda eða námaiðnað ekki eins fljótir að græða fé, eins og aðrir iðnrekend- ur eða kaupmenn. Þau héruð, þar sem búskapur er stundaður, eða þá námagröftur, eru líka þau einu í Bandaríkjunum, þar sem vel- gengnin vex ekki hröðum skrefum. Nú síðustu árin má þó sjá merki þess, að iafnvel í Bandaríkjunuip eru takmörk fyrir því, hve mikið er hægt að seljn af iðnaðarvörum. Ford verksmiðjurnar hafa ekki haft eins mikið að gera eins og áður. Bílarnir, þótt ódýrir séu, geta orðið of margir eða fleiri, en hægt er að selja. Af þessu verð- ur þó engin almenn ályktun dreg- in. Menn hafa fundið nýjar og nýjar aðferðir til að minka kostn- aðinn við að búa til bíla, og viss félög hafa gert alt, sem hugsan- legt var til að keppa við Henry Ford og komast fram fyrir hann ef mögulegt væri. Hvernig geng- ið hefir hjá Henry Ford, síðast- liðin ár, sannar því ekkert í þá átt, að 'stóriðnaður Bandaríkja- manna sé í nokkurri afturför yf- irleitt. Það er ekkert líklegra heldur en að Ford félagið eigi enn eftir að framleiða einhvers- konar iðnað, bíla eða eitthvað annað, í enn stærri stíl heldur en noklfru sinni fyr. Það sem Mr. Ford hefir nú við að stríða, er kannske rétt að líta á eins og nokkurs konar viðvörun. En að byggja á því þá ályktun, að iðn- aður Bandaríkjamanna sé í nokk- urri afturför, það tekur enga tali. — Lit. Digest. Frá Islandi. Fyrir skömmu voru Magnúsi Guðbjörnssyni hlaupara sendar iooo kr., er var verðlaun úr hetju- sjóði Garnegies, og honum tilkynt, að síðar fengi hann sendan verð- launapening. Þessi verðlaun fær Magnús fyrir framúrskarandi dugn- að og hreysti, er hann sýndi sum- arið 1919, við björgun tveggja pilta frá druknun austur á Reykjarfirði. Atburður þessi skeði 19. júlí 1919. Tveir unglingar, Edvard Jónsson og Sæmundur Þórðarson, báðu Magnús að koma með sér á snrábát yfir fjörðinn. Þeir ætluðu að sigla sér til skemtunar. Þeir sigldu yfir fjörðinn og var þá nokkuð farið að hvessa. Þar stigu þeir á land og settu hæfilega segl- festu i bátinn, og héldu síðan á stað heimleiðis aftur og settu upp öll segl. Siglingin gekk vel til að hyrja nreð. Talsverður ósjór var kominn, og byrjað að gefa á hát- inn. Sæmundur stóð í austri, en Edvard aðgætti seglin. Alt í einu skall brotsjór á bátinn; hann fylti og tók að sökkva samstundis. Þvoið yður Er nokkuð rangt við hörundið ? Mun fijótt lækna það. með Zam-Buk læknislyfja sápu. Hvorki Edvard né Sæmundur kunnu að syoda. Magnús sá Ed- vard halda sér í bátinn, en Sæmund- ur losnaði strax frá honum. — Magnús synti fyrst til Sæmundar og náði honum þar sem hann var að sökkva, og synti með hann að “nótabáts”-árum, sem höfðu verið í bátnum, en flutu nú á sjónum. LagSi hann Sæmund upp i loft á árarnar. Var nú báturinn sokkinn og Edvard horfinn. En Magnús sér honum skjóta upp þar skamt frá og syndir til hans og nær honum. Édvard hafði mikinn krampa, og átti Magnús erfitt með að halda honum uppi. Eftir nokkra fetund misti Edvard meðvitund og synti Magnús þá með hann til Sæmund- ar, þar sem hann lá á árunum, og bað hann að hjálpa til að halda Ed- vard uppi, því að bátur væri i nánd, er mundi bja(ga þeim. — Var Magnús nú aðframkominn af þreytu, og gat með naumindum haldið sér uppi. í árarnar mátti hann ekki taka, því þá sukku þær. Misti Magnús svo meðvitund, og vissi ekki af sér fvr en í bát á leið til lands. Hafði bátur komið þar að og bjargað pjltunutu af árunum, en menn af “íslendingnum”, er þar var viðstaddur, björguðu Magnúsi. —Mbl. ' í Ákureyri ,6. ágúst. Spretta i meðallagi i Eyjafirði, í góðu meðallagi i Skagafirði. Síð- ustu viku daufur þurkur. Mikil hey úti. Tún óhjrt óvíða. Útlit með kartöflu-uppskeru gott. Kaupgjald karlmanna víðast 40 —45 ikr. fyrir vikuna, en kvenna 25 kr. ; Seyðisfirði 6. ágúst. Grasspretta kemur seint vegna vorkulda. Tún tæplega í meðallagi sprottin en útengi lakar. Heyskapur gengur erfiðlega vegna óstöðugra þurka. Um garðuppskeru er ekki hægt að segja enn. Kaupgjald hér við síldarsöltun, 1 kr. á tunnu af hafsild og kr. 1,25 af smásíld. Síklveiði á Austfjörðurji óvenju mikil. Alls hefir verið saltað 15000 Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Sild- veiðin hefir hingað til verið mest utanfjarða, en nú útlit fyrir, að firðirnir séu að fyllast. Landnótaveiði byrjuð. —Vísir. Biblían er útbreiddust allra bóka í heimi. Á 111. ársþingi ameríska biblíufélágsins í vor sem leið var sagt frá þvi, að á síðasta ári hafi verið dreift út 9,917,361 eintaki, og var það hálfri miljón meira en næsta ár á undan. HöfSu þá sam- tals verið sett i umferð undir um- sjón tfélagsins 184,028,860 biblíu- eintök.. í þessum tölum eru ekki taldar með þær biblíur, er önnur félög fiafa dreift út. Á 123. þingi breska og erlenda biblíufélagsins, sem nýlega var háð i Lundúnum, var skýrt frá þvi, að salan til Kina eins hafi numið nokkuð yfir 4 miljónir eintaka, og að félagið hafi gefið út á árinu 10,128,087 eintök af biblíunni, á ekki minna en 592 tungumálum. —Visir. Kcnsla í ný-norsku við háskólamt í Revkjavtk Anders ) Skásheim bankaritari í Björgvin, sem hér var á ferð í sumar, hefir ritað greinar i Ber- gens Tidende um sambandið milli Noregs og íslands. Eru þær ritaðar af miklum skilningi og góðum hug til íslands. Segir hann að íslend- ingum sé í brjóst borin velvild til Noregs, og þekki þeir betur sögu- staði í Noregi en margur Norðmað ur gerir. Þó varar hann menn við að leggja of mikið upp úr vinátt- unni í öðrum efnum, því að ís- lendingar séu frjálshuga þjóð og vilji sjálfir ráða málum sínum. En þótt íslendingar beri hlýjan hug til Noregs, segir Skásheim, að margt mætti betur fara um skilning og samúð milli landanna. Einkum seg- ir hann að mörgum íslendingum hætti yið að sjá norsku þjóðarvakn- inguna gegnum dansk-lituð gler- augu; ýmsir þeirra álíta ný-norsk- una réttlausan málblending, enda þótt þeir, sem lært hafa málið. hafi fest ást á því. Til að bæta úr þessu, vill Skásheim að Norðmenn, og þá einkum hinir þjóðlega sinnuðu, geri meira til að fræða íslendinga um norsk efni. “Aðrar framandi þjóðir hafa sendikennara við Háskólann í Reykjavík, til þess að halda fyrir- lestra um ættlönd sin. En Noregur hefir ekki ennþá sent neinn slíkan talsmann til íslands .... Við Há- skólann í Reykjavík þarf aö halda vísindalega fyrirlestra um norskar bókmentir og norskt mentalíf, frá sjónarmiði jæirra, sem vinna vilja að þjóðlegri vakningu í Noregi.” Skásheim álítur, að það gæti máské verið nóg fvrst i stað, að sendi- kennarinn væri hér 2 mánuði á hverju hausti eða hverjum vetri. Það væri mikill fengur fvrir Há- skólann, ef hann fengi slika fræðslu um norskar bókmentir. —Vísir. Æfiminning. Jakobína Sigurðardóttir Thorláksson. Þessi góða og göfuga kona var fædd 7. maí 1893, nálægt River- tonbæ í Manitoba. Faðir hennar hét Sigurður Guðmundsson og móðir hennar heitin Ingveldur Jósefsdóttir. Þau hjón voru bæði ættuð úr Húnavatnssýslu á ís- landi, og þau bjuggu lengi í Fram- nesbygð í Nýja íslandi. Mrs. Thorláksson ólst upp hjá foreldr- um sínum og naut alþýðuskóla- mentunar. 31. des. 1914 giftist sín- Þau hjón bjuggu í Framnesbygð þar til þau fluttu til Wynyard árið 1923. — Næstliðið haust hafði tæring, því miður, byrjað í henni og hún lézt af þeim voða sjúkdómi 13. júní þ.á. á heilsuhælinu í Sas- katoon, og var jarðsungin af séra Friðrik Friðriksyni og séra Carli J. Olson 15. júní að fjölmenni viðstöddu. Mr. og Mrs. Thorláksson varð þriggja barna auðið og heita þau: Karl Ingvar Sigurður (11 ára': Haraldur Charles Lindal (7 ára), og Aðalheiður Lillian (6 ára). Móðir hennar er enn á lífi og dvelur hjá börnum sínum í Fram- nesbygð. Þessi systkini hennar hafa líka kvatt hana með sárum söknuði: Steinvör Jóhanna Schram, Wynyard, Sask.; Ingi- björg Kristín Karvelsson, Fram- nesbygð; Friðhólm Ingvar Sig- urður, Framnesbygð; Susaanr.a Sigurrós Jóhanneson, Wynyrad; Óskar Guðmundur í Framnes- bygð, og Ragnheiður Kristín Jón- ína Pálsson í Framnesbygð. Jósefína sál. var sérlega trúuð kona, traust hennar á frelsara sínum var óbifanlegt. Hún var góð eiginkona og móðir. Hún var skyldurækin í öllu og átti góða greind líka til brunns að bera. Hún er sárt syrgð af öllum ást- vinum sínum og vinum. Blessuð sé minning hennar! C. J. 0. Hvíldarleysi og Þrtíytu- Verkur á Morgnana. Það, sem fyrst af öllu bendfr í þá átt, að heilsan sé að bila og kraftarnir að þrjóta, er þessi þreyíutilfinning, þegar maður vaknar á morgnana og skortur á áhuga og dugnaði. Þeir sem svo er átsatt fyrir, hafa vanalega við að stríða litla matarlyst og slæma meltingu; eru að léttast og bæði nýrun og lifrin eru í ólagi; þeir h'afa blöðrusjúkdóma, gas í mag- anum, höfuðverk, svima, and- remmu, óhreina tungu og fleira því um likt. Nuga-Tone er ágætis heilsulyf, eins og þúsundir manna og kvennaj sem reynt hafa, geta bor- ið um. Það gerir blóðið rautt og heilbrigt, taugarnar styrkar og vöðvana stælta og allan líkamann hraustan og heilbrigðan. Nuga- Tone er bezta meðalið, sem þekt er, til að auka matarlystina og kom meltingunni í lag og gera menn hrausta. Fáðu þér flösku og muntu sannfærast. Forðastu eft- irlíkingar; vertu viss um að fá hið ekta Nuga-Tone. tunnur, þar af á Seyðisfirði 450°, Eskifirði 50CX1. hitt á Nojrðfirði, hún eftirlifandi eiginmanni um, Dagmar Thorlákssyni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.