Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.09.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. SEPTEMBER 1927. Bls. 5 Dodds nýrnapillur eru beata nýrnameðalið. Lœkna og gigt bak- v«rk, hjartabilun, þvajteppu og önnur veikindi, «em stafa frá nýr- unum. — Dodd'fl Kidney Pillt koflta 50c askjan eða #«x ðakjur fyrir |2.50, of fáet hjá öllmn lyf- aölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. sagt aldrei öílugri verið en sein- ustu árin, þekkingin, vitið, mál- snildin, stilþrungnin er hvergi meiri en í siðustu ljóðunum, sem líklega eru þó sÍ9t hæf til að verða almenn- ingseign. Þau minna mig á fjalliö Herðubreið, sem stendur langt uppi á íslándsöræfum og gnæfir hæst yfir, en upp þangaö klífa ekki nema einstöku menn, sem kaupa vilja dýrlegt útsýni við allmiklu erfiði. En almennast gildi hygg eg þau ljóðin muni hafa, þegar landneminn mikli leggur frá sér lúðurinn og tekur langspilið ofan af hyllunni. Þvi hann kann líka aS strjúka veika strengi og þýða og hann strýkur þá skálda léttast og mjúkast, eins og væri hann að leika fyrir harm- þrungin brjóst. • Nú skal strjúka hlýtt og hljótt hönd við streng sem blær í viðnum, grípa vorsins þrá og þrótt — þungafult en milt og rótt — úr þeim söng, sem sumarnótt syngur djúpt i lækjamiðnum. Það er holt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sinum þrátt sólskinsrönd um miðja nátt, aukið degi í æfiþátt aðrir þegar stóðu á fætur. Hann var stórt fyrirbrigði þessi íslenski vökumaður þessi norræni landnemi i óbygðum Vestursins og má það vera oss í senn stolt mikið og fögnuður að hafa att hann. Hann hefir gefið okkur rétt til þess að trúa á niátt mannsins og dýrð. til að trúa á sigur mannsins yfir féndum mannsins. Lúður hans sem langspil er túlkun þess. sem æðst er og háleitast í eðlisfari hins norræna kynstofns. Göfugustu kendir i barmi vorum eru það, sem hlusta a bergmálið dvína af síðustu fóta- tökum hans meðal vor. Dauðinn hefir kallað hann, þessi gamli, góði félagi, sem dokar við þröskuld okk- ar allra. Og okkur er það eitt skil- ið eftir. að biðjk Guð að blessa fuglana, sem kvaka yfir leiði hans vestur frá. Halldór Kiljan Laxness. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. Nú lögðu Englendingar alt kapp á þáð að ná á sitt vald helztu stór- vígjum Erakka og vinna þeim sem mest ógagn er kostur var á. Sendu þeir herflokka til Fort Niagara og herstöðva þeirra upp með Champ- lain vatninu og Beauséjour í Aca- dia, til Fort Niagara komust her- sveitirnar aldrei, ‘ en Beauséjour gafst upp, Baron Diékau, einn af hinum nafntogaðri herforingjum Frakka var handtekinn. Colonel WSlIiam Johnson, sem stýði her- sveitum nýlendumanna enskra og Mahawks Indíána vann sér mikið frægðarorð i þessum leiðangrum; hann var að ýmsu leyti nafntogáður maður og hafði mikil áhrif og völd hjá þessum Indiána-flokki, giftist hann seinna konu úr þeirra hópi. MoIIy Brant,, sem merk hefir verið í sögunni, systur Joseph Brant, þóðhöfðingja þessa kynflokks, sem mikið kemur við söguna og var Englendingum góður haukur *i horni á meðan hann sat uppi. Wil- liam Johnson fékk riddara-nafnbót fyrir þessar sigurvinningar. 1756 hófst sjö ára stríðið í Ev- rópu og þá hófst aftur fyrir alvöru baráttan úm yfirráðin í vesturheimi. Þá var það að Frakkar sendu vest- ur um haf til þess að taka við yfir- greifa, sem var snjall hershöfðingi, hugrakkur og þrautseigur og dreng- lyndis maður hinn mesti. Eins og nú stóðu sakir stóðu Englendingar betur að vigi hvað mannafla og all- an útbúnað snerti, og einnig fjár- hagslega, en það hnekti þeim stór- lega að herstjórn og formenska mála allra hér var í höndum ónýtra manna. Jarlinn af London yfirhers- höfðingi þeirra var bráðónýtur maður, og Abercrombic, annar af fremstu hershöfðingkjunum yar engu betri. Montcalm náði i Os- wega úr höndum hans fyrirhafnar- litið. en stærstan ósigur biðu Eng- lendingar við George vatnið, þar gafst upp alt varnarliðið í William Henry hervirkinu. Varnarliðið gafst upp með því skilyrði að það bæri ekki vopn á móti Frökkum í 18 mánuði, var það látið í friði fara, og lofaði Montcalm því vernd gegn ofsókn Indíánanna, sem þó brást. Indíánarnir æstir af brenn- andi stríðslöngun og hefndarhug réðist á varnarliðið og drap eða tók til fanga flest af því. Mont- calm og embættismenn hans gátu engu tauti á komið og réði ekki við neitt—hryðuverkin við Fort W!il- liam Henry 9. ágúsf 1757—kannské mesta sneypuför fór þó London við Louisbourg er hann reyndi að taka hana herskildi með miklu liði bæði á Iandi og só. Borgina varði Dru- cour hershöfðingi, sem ódauðlegt nafn vann sér í sögunni, ekki ein- ungis fyrir hersnild og hugprýði, heldur lika fyrir drenglund og mannkosti. Eftir allar ófarir ensku hershófðingjanna vaf auðséð að breyta þurfti til, ef duga skvldi. William Pitt hinn eldri var þá ný- tekinn við stjórn utanrikismála á Englandi, og lét hann nú mikið til Sín taka, hann var ákveðinn í því að reka Frakka frá völdum í Can- ada, og til þess að koma skipulagi á alla herstjórn vestra, vék hann úr sæti öllum hinum ónýtu hershöfð- ingjum nýlenduhersins Abercrom- bic, er þar sást honum yfir að hann var ekki líka rekinn. » Amberst var skipaður yfirhers- höfðingi en Bowscavcn hét sá. sem yfirstjórn átti að hafa á flotanum. Wolfe, Lawrence og Whitemore hétu ungir og efnilegir foringjar, sem áttu að vera þeirra önnur hönd. Wolfe var þeirra frægastur, vann hann sér ódauðleika í sögunni sem vitur herstjóri og sigurvegari og drengur góðilr. Amberst og Wolfe sigldu vestur yfir Atlantshaf 150 skipum og 12,000 manns, var það fríðastur floti, sem fram að þessum tíma hafði siglt yfir hafið. Lansburg var sérstkt vígi Frakka á austur- ströndinni, annað en Quebec og var herflotanum fyrst stefnt þangað, og umsátur hafið um staðinn, sem stóð í sjö vikur. Drucour höfuðs- maður staðarins varði Louisburg drengilega svo lofsorði var lokið á komu hans, bæði gagnvart sínum eigin mönnum og fjandmönnunum. Staðurinn gafst upp eftir 7 vikna umsát og herliðið 5,637 manns gel*k Englendingum á vald. Var það lið alt sent til Englands sem stríðs- fangar. — Louisburg var úr sög- unni, hin sterka kastalaborg þátím- ans, sem Frakkar höfðu bygt sínar vonir á um voldugt riki í vestrinu, sem tók 25 ár að byggja og kostaði iprjátíu miljónir livra, var nú í rústum. 1760 var Kapteinn John Byron, afi Byrons stórskálds Breta, skipaður af George II. og Pitt, sem formaður herliðs og sjómanna til þess að slétta Louisbourg við jörðu. Þar sem áður var auður og fjár- munir þar sem áður var frægð og drenglund, þar sem áður var sótt og varist af kappi, er nú auðn og náttúrufriður, og grasið sprettur i næði og kyrþey í rústum fornrar frægðar í grafreit franskra vona um stærð og auðlegð á vestrænum Atlantsströndum. Þrátt fyrir sigur Englendinga við Louisbourg, voru þeir ekki allstaðar sigursælir inni í landi, máttu því lúta i lægra haldi undir stjórn Abercrombics, sem áður er getið. Við Ticonderoga, v.ið Camplain vatnið leiddi hann 2000 hrausta hermenn í dauðann með heimskulegri herstjórn og skamm- sýni, átti hann þar við Montcalm að etja, sem enn á ný sýndi að hann átti yfir hersnild og vitsmunum að ráða, og gekk hann sigri hrósandi af hólmi. Forbes hershöfðingi gjörði tilraun til þess að taka Fort Du Quesne herskildi en varð frá að hverfa sökurn veikinda. Var hann fluttur veikur austur yffr AHeg- hany-fjöll. Sendi hann George Washington, og tók hann vígið 25 nóv. 1758 án þess að til orustu kæmi. Var nú breytt um nafn og vigið kallað Fort Pitt, til virðingar Wílliam 'Pitt stjórnmálagarpjnum fræga, sem við völd sat á Englandi Upp af rústum virkis þessa spratt hin fræga Pittsburg í Pennsylvania. höfuðborg iðnaðar og framkvæmda, stórborg með meira en 600,000 í- búa. Stríð til sóknar hófst nú meir en áður af hálfu Englendinga. Sir William Johnson tók Fort Niagara herskildi. Amberst sigraði Ticon- deroga án mikillar mótstöðu, en aðalþrautin var að sigra Quebec og því þrekvirki var Wolfe hershöfð- ingja trúað fyrir. Um sumarið 1759 sigldi Wolfe frá Louisbourg til Quebec með því sem næst einu þúsundi manna. Þeir Sanders og Holmes vóru flotaforingjar, en æðstir að völdum, næstir Wolfe. voru þeir Townsend, Monckton og Murray. Montcalm var vel búinn —no other food compares with SPEIRS PflRNELL BREflD Speirs Parnell Baking Co., Limited Phones: 86 617-86 618 við áhlaupi, hafði hann beitt öllu sínu viti til útbúnaðar til að mæta áhlaupi, en hann átti við ramman reip að draga. Hinn alræmdi Bigot landstjóri var versti níðingur og blóðsuga í allri sögu Frakka i Can- ada, sem svældi á allar lundir fé út úr fátækum almenningi til þess að auðga sig og gæðinga sína, hafði komið landinu og stjórn þess í þá aumustu niðurníðslu, sem hægt var að hugsa sér, og dró úr landslýð alla dáð til varnar. Þrátt fyrir það stóð Montcalm sig vel. Wolfe setti lið sitt á land á Orleans eyjunni neðan við Logina og gerði þaðan ítrekað- ar tilraunir til þess að ná fótfestu í borginni, en var jafnan hrakinn til baka af Montcalm og herliði hans, sem hafði rækilega bygt varnar- virki 'með allri ströndinni, og hafði þar að auki miklu meira liði á að skipa. Frakkar reyndu árangurslít- ið að eyðileggja flota Englendinga, og Englendingar skutu á borgina og gerðu stór skörð í hana en að öðru leyti sat alt við það sarna. Wolfe náði fótfestu á Levi tang- anum gagnvart borginni og þar bjó Mohckton um sig sem best hann gat, en nú var að verða áliðið sum- ars og útlitið ekki sem glæsilegast, jók það Wlolfe áhyggjur, sem áður var þjakaður af sjúkdómi. Þá var það að Townsend liðsforingja hug- kvæmdist það að hægt væri að klifra bakka St. Lawrence fljótsins fyrir ofan borgina, 3 mílur, og á þann hátt leggja til orustu við vamarliðið á Völlunum fyrir ofan. Lukkaðist Wólfe að koma liðinu þarna upp að næturlagi, komst hann fram hjá var^mönnunum, sem héldu að hér væri á ferð liðsauki frá Montreal. Var kalli varðmanna svarað á frönsku, alveg rétt sam- kvæmt visbendingu gefinni af frönskum liðhlaupa. Þann 13. sept. 1759 stóðu herdeildir Wolfes reiðu- búnar að leggja til orustu á Abra- hams völlum. Þegar Montcalm varð þess var hvað í ráði var hélt hann til orustu með það af liði, sem hann náði til. Stóð þar hin fræga úrslita orusta um bresk og frönsk yfirráð í Canada. Báðar hliðar sóttu fram af kappi en Englendingar sigruðu, báðir herforingjarnir Montcalm og Wolfe særðust til dauða á vígvell- inum. Wolfe lét í ljósi gleði sína yfir sigrinum áður en hann dó, og sömuleiðis Montcalm þakkaði fyrir að hann fengi að deyja áður en borgin gengi Englendingum á vald. Báðir börðust eins og hetjur, báð- ir dóu eins og hetjur við góðan orðstír og báðir hafa verið meth- ir i sögunni hlið við hlið sem sann- ar hetjur og bestu drengir, þótt hvor um sig þjónaði sínum herra og sínum málstað og gæfu sig á vald herguðinum, sem var og er enn í dag dýrkaður, en sem hefir sett svartan blett og svívirðingar á mannlífið alt í gegn um söguna, en það var aldarandinn þá og engir menn, sem dáð var í komust hjá hermannalífi. , Framh. Lyfið undir sverðs- hjöltunum. Þess er getið í sögum, að til hafi verið eitruð sverð. En oft er það látið fylgja með, að undir hjöltum þeirra hafi verið falin lyf — einskonar lyfsteinar—sem var það eina, er grætt gat sár þau er ölík eitruð sverð veittu. Tunga þjóðanna er einskonar sverð. Salómon segir, að orð sumra manna séu eins og “spjóts- stungur”, og fornar og nýjar bók- mentir tala um eitiandi tungur, en einnig græðandi og lífgaíndi. Tungan er margvíslega notuð. Oft eru'fluttar ræður, skrifaðar greinar, gefnar út bækur, sem særa og eitra svo að ilt er að græða. En sverðið mikla, — tals- gáfan, — á þó til græðilyf undir hjöltum sínum. Oft heyrir mað- ur ræður, les greinar og bækur, sem menta, bæta og lífga. En sögurnar geta þess, að það hepn- aðist mönnum ekki æfinlega, að ná í lyfin undir hjöltunum og geta skafið steinana niður í sárin, og svo ber við þann dag í dag. Það hefir oft verið sagt, aR stríðstal sé skaðlegt. Haldi að eins stríðshugmyndinni vakandi og tefji fyrir þeim, er friðinn “semja” og “flytja”. En það er til annað tal, sem er enn þá hættu- legra. ÁÞað er ekki einungis jarðneskt, heldur líka, eins og þar stendur, “djöfullegt”. Það rekur ætt sína til svartaskólamenningar Það er gáleysistalið um óyfirstíg- anlegt djúp staðfest milli æsku og elli, um afnám hjónabands og heimila. Hvort heldur það eru frægir dómarar eða fræg skáld, sem tala þessu máli skrílmenning ar, þá er það draugsrödd undir- ajúpsins og hinna yztu myrkra. Ef það er satt, sem vera má, að bilið sé breiðara milli æskulýðs ,og gamalmenna, eða að eins for- eldra, en verið hefir áður, Þá ættu menn ekki að veras vo myrkir í huga, að álíta þetta djúp óbrúan- legt. En þegar komið er svo langt að æskulýðurinn þrífst ver í nær- veruyrfbreldra sinna, en sjóskepn an á þurru landi, og þetta er tal- ið framfarir, eftirsóknarverðar og órækar, þá kastar fyrst tólfun- um. Er það líklegt, að mann skepnan geti orðið svo ónáttúr- legt dýr, að hennar meðskapaða eðlishVW; missi alt vald? Að sú eðlishvöt, er kemur í ljós hjá fuglum loftsins, sem byggja hreiður sín, friðskjól fyrir unga sína, hverfi algerlega úr mannfé- laginu? Á maður að trúa þessum hrakspám? Lambinu þykir gott að leika sér á fjöllunum, þó er ekkert frelsi því svo glæsilegt, að það kjósi ekki heldur návist móð- ur sinnar. Og hefir nokkur mað- ur nokkru sinni séð unga skepnu eða ungt dýr kjósa heldur sam- félag annara ungra dýra, heldur en móður sinnar? Hafa ekki all- ar skepnur, já öll kvikindi, lag á því, að hæna unga sína að sér? Ætti mannskepnan a$ reynast hinum öllum óhæfari í þeirri list? Og getur nokkur annar en keypt- ur falsspámaður sett fram jafn- sundurleita hugsun og þá, að mannfélagið geti orðið ein sam- feld heild, stórt heimili, gott sam- félag manna, þegar hin fyrsta, þelgasta og meðfædda félagshvöt mannssálarinnar er svo að þrot- um komin, að henni geðjast ekki að nærveru þeirra, sem bönd blóðsins tengja hanafastast við, geispa yfir nærveru foreldra og nánustu vina? En eins og máttur sólarinnar verður oftast yfirsterkari hrak- spám veðurfræðinga, svo má og jafnvægi tilverunnar sín ávalt meira en allur skáldskapur manna. Eins og áður er sagt, eru orð sumra manna mjög skaðleg, en orð annara aftur heilnæmið' sjálft, og þeim flokkinum tilheyr- ir ræða frú Ingibjargar J. Ólaf- son, sem birtist í Lögbergi 28. júlí s. 1., undir yfirskiftinni: “Heimilið”. Þar er enginn harð- snúinn orðaleikur á ferðinni, sem hinir orðhvössu ritdómendur finna sig knúða til að rita langa lofgerðarpistla um. Ekki heldur nein ný kenning, heldur að eins vel sagður hinn eldgamli og bless- unarríki sannleikur, sem er e’ins heilnæmur fyrir hvert manns- hjarta, er af volgu blóði hreyfist, eins og sólskinið blessað er holt öllu því, er lifir og hrærist. Það er annars stór furða, að menn- irnir, — sem ráðast á stofnanir þær, er reynsla allra alda hefir þó trygt, svo sem hjónabandið, heimilið, helgustu og beztu trúar- brögð manna og ýiúsa helga siði, og álíta sig þar velta miklum Grettistökum, hégómadýrð sinni til frægðifr, — skuli geta notast við vora eldgömlu sól. Hún er þó eldri en alt hitt, sem þeir ráðast á og fordæma, að eins vegna þess að það er gamalt og forsmáð af skrílræðisandanum. Þegar maður snýr sér frá ritgjörðum þessara manna og að gre'inum eins og “Heimilið”, þá er sem komi mað- ur úr norðan kuldanæðingi, í skjól sunnan undir fjallgarði, þar sem blessuð sólin skín. Hin hollu orð frúarinnar um heimilið, eru andlegt sólskin, sem félagslíf vorra tíma þarfnast mjög, og sjálfsagt geta þau vegað á móti einhverju af óheilnæminu, sem vor á meðal birtist í ræðu og riti á yfirstandandi ári. Má eg spyrja? Hvað ætla skáld- in, er spá afnámi heimilanna, að gera við skáldskap sinn á meðal kynslóðar,, sem ver öllum fáanleg- um frístundum sínum í það, að “lyfta sér upp?” Verður þá ekki lítið um sögulestur? Hættu þessa hefir frú Ingibjörg víst séð vofa yfir, því hún kemst svo að orði í ræðu sinni: “Er það ekki ómet- anlegt tap að þau (börnin) fari á mis við allan þann fjársjóð, sem íslenzk skáld hafa géfið þjóð sinni?” Fyrir utan þessi heil- brigðu orð, er greinin rík af öðr- um enn þá fallegri: “Þýðingar- mesta starfið okkar er að vaka yfir sálum barnanna, sem drott- inn trúði þér og mér fyrir.” .... “Höndin, sem ruggar vöggunni, stjórnar heiminum.” .... “Heim- ilið er elzta stofnunin, sem heim- urinn á. ... . Það er konungsríkið okkar . . . Frá því hfa sumar okk- ar fengið það veganesti, sem bezt hefir dugað, og af hrærðu hjarta þökkum við Guði fyrir þær mæð- ur, sem vel reyndust í eldraun- inni.” .... “Sú þjóð, sem á mis- lukkuð heimili, á enga framtíð fyrir höndum.” .... “Hver ein- asti unglingur sýnir, að einhverja leyti, hvaða andrúmsloft er heima fyrir.” .... Gimsteinarnir eru börnin, sem Guð hefir trúað okkur fyrir. Takmark okkar er því að halda þeim hreinum, fága þá og prýða.” .... “Það er hlut- verk þítt 0g mitt að hjálpa til þess að heimilin eigpiist aftur sinn forna mátt.” Eg treysti því, að frú Ingibjörg misvirði það ekki við mig, að eg hefi gert ræðu hennar að umtals- efni, og endurtekið nokkurar fall- egar setningar. Mér þykir vænt um allan þvílíkan boðskap, og eg vona, að afstaða mín í flokksmál- um blindi mig aldrei svo, að eg geti ekki metið rétt ágæti hlut- anna. Eg þori að spá því um yngri kynslóðina, og heimilið, að þeg- ar yngri kynslóðin hefir drukkið svo af nautnabikar lífsins, að henni er orðið óglatt, þá mun hún, með tárin í augunum syngja eins og skáldið fræga, á götuhorni vegamóta og tímamóta: “Enginn staður í heiminum jafnast á við heimilið, hversu fátæklega sem það kann að vera”. (Be it ever so humble, there is no place like home). Pétur Sigurðsson. FRÆGÐ. Það er hvorttveggja, að menn þeir, sem vilja að frægð og met- orð gildi mikið í heimi þessum, eru margir þeirrar trúar, að menn séu frá klifdýrum—öpum—komn- ir, enda hneigjast þeir menn mjög að þeirri list, að klifra og hreykja sér hátt. Vafalaust hafa stuðl- arnir í vöggu forreðra þeftra J— eikur-frumskóganna — verið há- vaxnir. Menn gera mikið að því að byggja turnhús og háreistar hallir, en margur babelsturninn hrynur, þegar hið lágdeista stendur. Það þykir mikils vebt, að geta talist frægur eða í hópi frægra, en íann, sem heimurinn keppist mest við að heiðra, kendi þó, að aðal velferðarskilyrði mannanna, væri þa%, að auð- mýkja sig, beygja sig og gerast þjónustufús. Margur frægur maður á skilið að teljast frægur * fyrir þjónustufúsleik og dygð. En oft fer það svo, að minst ber á þeim, er mesta gagnið vinna. Allir taka meira eftir turninum á húsinu, en undirstöðusteinunum, sem oft eru huldir í jörðu, en undirstöðusteinarnir gera þó meira gagn en turnarnir. Það hefir æfinlega verið sérstakur flokkur manna, sem verið hefir undirstaða mannfélagsins, og það eru hinir dygðaríku. Mennirnir, se msykra og salta mannfelagið, sem fæða af sér alt gott og gefa heiminum nýta og dygðuga syni. En þa’ð ber oftast minna á þeim n?önnum, heldur en á hinum, sem hátt gnæfa í ljósadýrð heims- menningarinnar, og oft hafa hreykt sér upp á kostnað undir- stöðuflokksins. Mörg fátæk og guð^Iskandi móðir hefir gefið heiniinum heimsfrægan son, en svo hefir þeim fræga syni oft mishepnast að gefa heiminum aft- ur frægan niðja. Frægðin ein er ekki aðal atriðið. Það er hægt að vera heimsfrægur hnefleikamað- ur, heimsfrægur sundkappi, heims frægur söngvari, , steinafræðing- ur, efnafræðingur, flugmaður, eða heimsfrægur í einhverri annari list, án þess að vera mikils virði fyrir utan þá einu list. Rousseau var frægur maður, en þess er sjaldan getið um hann, að hann mitt í frægðarljóma sínum varð að skjótast um götur Parísar, í myrkrinu, með sitt fimta óskil- getna barn til þess að láta það í körfu, sem sett var út í því augna- miði, af spítala fyrir föðurlaus börn. Marga fleiri fræga menn mætti nefna, sem ólu og ala ald- ur sinn í álíka vgsaldóm. Það er heilög skylda sérhvers manns, að sækja fram til þeirrar fullkomnunar, sem unt er að ná, en manngildi má ekki meta ein- unfis eftir útliti manna. Það Hvar sem þér kaup- ið og hvenær sem þér kaupið Magic bökun- arduft, vitið þér, að það er ætíð hægt að reiða sig á það og er hið besta, ávalt á- byggilegt og hreint. BÚIÐ TIL I CANADA MACIC BAKINC POWDER er ekkert undur þótt heimurinn hossi sínum. Göfugir menn sækj- ast sjaldan (eftir iupphefð, og tala sjaldan hátt um upphefð sína eða vina sinna. Eitt sinn las eg í blöðunum um sæmdarauka einhvers eða ein- hverra, og varð mér þá að orði: Hlyntur reynist heimur enn, höfðingjunum fínum. Heimur sæmir heimsins menn .heiðursmerkjum sínum. Pétur Sigurðson. Á Wonderland Fimtu- Föatu- ogLaugftrdag þeasa viku. Frá Tilgátum til Vísindalegrar vissu FRESH AIR CODE installED MoClary’s eru hinir einu I Canada, sem tilheyra National Warm Air Heating and Venti. iating Association, sem er leiðandi iðnféLag, sem hefir tekið upp þessa vísindalegu reglur við að setja upp hitun- artæki. Með því að fá Mc- Clary’s “'Code Installed’’ Sun- shine Furnace, f&ið þér áreið- anlega þau hitunaráhöld, sem kosfia minna I fyrstunni, held- ur en önnur margbrotniari og það kostar minna að hita með þeim, og þau tryggja yður 70 stiga hita í hverju herbergi, hvemig sem veður er. Flestir húseigendur skelia skuldinni á furnace-ið; því er kent um háan eldiviðarreikning, kvef og hústa og húskulda. Samt er Fumace-inu sjaldnast um að kenna. Sé þaö réttupp sett, þ& «r hita-lofts Fumace besta hituniartækið sem til «*. En þrátit fyrir alla þess kosti, er það ekki fullnægjandi, nema það sé sett inn samkvæmt vissum reglum. “Code Installed” þýðir aðferð, sem er bygð & vísindalegri reynslu, og sem ekki er vikið frá. pessi aðferð er trygging fyrir þvl að þér fáið hinn heilsusamiegasta og belsta hita I húijiim yðar, með minstum kostnaði og gerir hitun með Iheitu lofltd þ& æskilegustii hltunaraðferð, sem nokkursstaðar þekkist í þessu lan<fi. Loftleiðslan er aðal atriðið við MlClary’s Sunshine Furnace, sem brenna linkolum jafnt eins og harðkolum, coke eða við. Pau breyta gasinu úr llnkolunum i Joga og varna sóti og ryki og koma I veg fyrir óþarfa eyðslu. Fyllið út og sendið oss meðfylgjandi miða og vér sendum yður nafn og utan&skrift næsta manns, sem selur McClary’s vörur og sem áhyrgist yður að hitavélarnar séu svo upp- settar að þér séuð ánægður með þær alla æfi. MAIL, THIS COUPON The McClarý Mfg. Co., London, Canada. Please send name of nearest McC’.ary’s deater who installs Sunshine Furnaces according to Standard Code. Name .. Address McClarys SUNSHINE FURNACE Á það má einnig setja Miles Automatic Furnace Fan, ef óskað er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.