Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 2
BIs. 2 LöCiHL'ftG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMEER 1927. ^KZ525M2resas“25HSHr’SZSE5H5ÍS2S2SE52SE5E5Z5SSZ5aSa52525H525H5a52S25a5HSara5íS252SE5aS2Sa5E5í5aSHSES2Sa5a52S2Sa5aíiB525a5H5HSZSZSasasaSHS2S25ÍScISH3a5H5E52Sí!Sí5ai-?«rt Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga a 3 G 3 G a sasasasas?':’. Te.t‘itsasH5asasH5H5HSHSHsasasa5a5HSH5asasa5Hsasa5asasasasHsas?sHsa? SHsasasasasasasasHsasasasasassasasasasasHSHsasasHsasasHsasasasasasHSHSHsasasHSH sasasasasasas! tfUAÆ MAMMA? SOLSKIN Hátt hann kallar, hýr á brá, ^ “Hvar er mamma!” I Eins og liggi lífið á, “Hvar er mamma!” { Alt af spyr hann, áleitinn, j Elsku litli hnokkinn minn, ( Daginn út og daginn inn: i “Hvar er mammaf” t Heim frá leik hann hraðar sér: “Hvar er mamma!” Fyrsta spurning ávalt er: [ “Hvar er mamma!” Ef að hana’ er hvergi’ að sjá, Hrynja óðar tár af brá. Sárgljúp hrópar hjartans þrá: “Hvar er mamma!” Meðan það ei frétt hann fær, ' " “Hvar er mamma!” Ekkert gaman gleði ljær. “Hvar er mamma!” Þetta hrærir huga minn, ARð heyra litla veslinginn Sífelt hrópa sorgbitinn: “Hvar er mamma!” Meðan saman sitjum hér, ✓ “Hvar er mamma?” Sælt oss báðum lífið er. “Hvar er mamma!” En hverfi eg alveg eitthvert sinn, ó, þá heyr þú, Drottinn minn! Er hann hrópar harmþrunginn: “Hvar er mamma!” María G. Árnason. ENGILBARNIÐ. Mín dvöl var hjá þér, mamma, sem dagrenning og kvöld! hver dagur reisir elskendunum gleði- og sorg- artjöld: Þau rök, sem til þess leiða—ei ræður þú um sinn— þá ráðgátuna skil eg vel. Engillinn minn! / ó, heyrðu mig, pabbi! þín hönd strauk vanga minn, sem hélu dauðans vildir þú strjúka burt af kinn. Þá líknar hönd þín ekki lengur náði til — kom lífgjafarans hendi, með fjör og kraft og 71- Þá steig eg yfir dvalann, það dauða og lífsins mót, þar dafnar og vex upp hin sterka 'lífsins rót. Eg vaknaði við ljósin, sem vorblóm móti sól. Ja! var hún mamma komin að prýða tímans jól? Nei, ekki var það mamma! og ekki amma mín!— Það undarlega bregður fyrir stærri sýn- Hið hvelfda húsið bláa. — Hver það eiga skal? Þeir hvítu engla skararnir byggja þann sal. Kom hingað í friðinn, vort kæra barn frá jörð! —svo kváðu við raddir í prúðri engla hjörð. Og skarinn í líking—við ljósöldu foss. Þá lagði mig dreglum og stjörnum og kross. Og sjá! mælti engill, þá sólsteyptu höll, hin saklausu börnin, hún rúmar þau öll. Og vísdómur englanna, um efni og afl, eru þeirra fræði, við spekinnar tafl. 1 ljósgeisla flóði um lágnætur skeið þú lest mína kveðju á himmsins leið. Þá sólirnar dansa um djúp-hvolfin blá — svo dýrðina guðsbarna megir þú sjá. Sigurjón Bergvinsson. Feginsdagur. (Niðurl.) Upp frá þessu snerist Broadhurst algjör- lega hugur. Hann sannfærðist um andstyggi- lega yfirsjón sína, og sá, að hann hafði komið þeim manni á kaldan klaka, sem átti gott skilið. Hann fór að finna bústýru Churtons, sem með sakargift sinni hafði átt svo mikinn þátt í að fella Longmore, áminti hana um að segja hið sanna, og leiddi henni þetta svo rækilega fyrir sjónir, að hún skalf og titraði, en stóð þó fast- ara en fótunum á framburði sínum. Bráðum kom það upp, að hún hafði gifzt Fillmer, sem var orðinn eigandi að fasteign Longmores. Hann var ósiðlátur maður, og þetta hjónaband vakti grun um, hvemig á framburði hennar stæði. Hér um bil ári síðar lagðist hún veik, og or- sakaðist sjúkleiki hennar bæði af illri aðbúð og samvizkubiti. Hún sendi þá til Broadhurst og beiddi hann að finna sig sem fyrst, og þegar hann kom, játti hún í votta viðurvist, að hún hefði unnið rangan eið. Broadhurst ásetti sér nú að gjöra alt, sem í sínu valdi stæði, til að bæta það aftur, sem hann hafði brotið. Hann flýtti sér að lýsa því yfir, að eftir nýjum gögnum, sem hann hefði fengið, liti hann nií alt öðru vísi á það mál, sem hann hefði flutt með svo miklu kappi. Hann gjörði Longmore þessa játningu, beiddi hann fyrirgefningar, og lofaði að stuðla til þess af öllum kröftutn, að hann næði aftur rétti sínum. “Hann er mikið hrakmenni,” sagði Long- more; “hann hefir unnið alt sem liann gat unn- ið, þegar hann svifti mig eign minni, og nú ætl- ar hann að græða á því, að útvega mér hana aftur.” Játning bústýrunnar gjörði ekki annað, en auka hatur hans við Broadhurst, sem fyrst sagði honum frá þessu og bað hann að nýju að fyrirgefa og gleyma. Kona og dóttir Long- mores vonuðu nú, að heift hans og hatur myndi sefast, og unga stúlkan fór að skoða ókomna tímann eins og indælan vormorgun eftir illviðr- isnótt. Þetta fékk líka á Longmore, svo hann bar sig betur en áður; en hann varð ekki rólegur né glaðari, heldur fyltist hann enn meiri þjósti og hefndargirni, og þegar honum var samfagnað með hin nýju skilríki, sem fram voru komin í máli hans, kallaði hann upp og sagði: “þessir heimskingjar og varmenni! Eg vissi vel, að það voru svívirðileg samtök, og hefðu þeir þá ekki átt að vita það, sem þóttust vera vinir mínir og hafa þekt mig í fjörutíu ár? Gátu þeir ætlað, að eg alt í einu yrði fantur og vildi með undirferli svæla undir mig eigur annars manns? 1 veröldinni er ekki annað en svik og iygí-” Þannig hugsaði og talaði Longmore. Nú voru átta vikur liðnar frá því, er bústýran með- gekk brot sitt; en hann hafði ekkert gjört til þess að ná aftur eign sinni. Það var eins og hann vildi sýna veröldinni, að hann hirti ekki um auð né fjármuni, og vér höfum séð í hverju skapi hann var í kirkjunni á jólamorguninn. Á nýársdag æRaði hann að borða miðdags- mat hjá systur sinni, frú Banford. Hún var sú einasta, sem hann trúði og treysti. „ Um morguninn fór hann á stað að finna hana. Hann grunaði ekki, að Broadhurst um sama leyti steig upp í vagn sinn og fór sömu leið. Hefði hann vitað um það, mundi hann hafa læst sig inni heima hjá sér og hugsað, að nú væri engum að treysta, fyrst systir sín hefði líka prettað sig. Broadhurst hafði fleira en eitt í hyggju með að sækja frú Banford heim þenna dag. Sonur hans og dóttir Longmores höfðu sem sé lagt ástarhug hvort til annars- Frú Banford hafði fljótt komist að þessu og vildi bæði stuðla til þess, að þau næðu saman, og að útkljáð vrði mál bróður síns. Þess vegna hafði hún boðið bróður sínum og hinum gamla málaflutningsmanni til sín á nýársdag. Þetta var hætturáð, sem bæði María, hinn ungi Broad- hurst og frú Longmore voru hrædd við; en frú Banford var huguð og einbeitt kona og vildi fara sínu fram. Hún hafði verið ekkja í nokk- ur ár, var vel fjáð og átti skrautlegt hús, sem stóð á hárri hæð. Longmore reið yfir s!étt- lendi það, sem er milli Boston og Blantferm; veður var gott og snjór á jörðu. Einni stundu eftir nón kom hann að húsi systur sinnar; var þá farið að skyggja og veðrið að kólna með nokkru fjúki. Systir hans hafði tiltekið mið- j aftan, sem borðunartíma, en hafði beðið bróð- ur sinn að koma fyr, til að tala við sig. Þegar hann kom inn ídagstofuna, fann hann þar syst- ur sína og heilsuðust þau blíðlega. Litlu síðar lauk hiín upp salnum og bað hann að ganga inn á undan sér; en varla var hann kominn á þrösk- uldinn, þá hann hrökk í ofboði aftur á bak og kallaði: “það er djöfullinn!” stökk út í for- stofuna og greip hatt sinn. Hvorki gátu bænir systur né dóttur haldið honum aftur, heldur þaut hann út úr húsinu. Hinn gamli Broad- hurst sagði þá við frú Banford: “Sendið eft- ir bróður yðar; eg vil ekkert friðarbrot gjöra í húsum yðar. Eg fer til gestaherbergisins.” Að svo mæltu fór hann burt. Þetta var óskemtilegt borðhald á nýársdag og óheppileg sátta-umleitun. Frú Banford sendi ekki boð eftir bróður sínum; hún vissi, að það mundi vera árangurslaust; hún revndi einungis að hugga Maríu og sagði henni, að fram úr þessu mundi greiðast og það fara vel Longmore þaut út í hesthús, lagði á hest sinn og fór á stað. Þá var komin mikil snjó- hríð, nístandi næðingur blés framan í h&nn, svo hvorki hann né he,sturinn gat í náttmvrkrinu ratað né fundið veginn. Þegar svo var komið, lét Longm'ore hestinn ráða; sneri hann þá aft- ur og staðnæmdist hjá gestaherberginu. “Sjáið um hestinn minn!” mælti hann og gekk rakleiðis að stofudyrum- “ Afsakið!” sagði gestgjafinn, “það er bú- ið að taka þessa stofu.” “Látið mig þá fá þessa”, svaraði Longmore og lauk upp annari stofu. “Hér er kalt,” svaraði gestgjafinn. “Leggið þá að í ofninn!” kallaði Longmore byrstur og settist niður á hvílubekk eins og hann var allur snjóugur. Kona gestgjafans flýtti sér að kveikja Ijós, en gat ekki fengið eld- inn til að loga í ofninum. Longmore beiddi hana að fara burt og var í mjög slæmu skapi. Hann heyrði mannamál í næstu stofu og að ein- hver ókunnugur var að tala við gestgjafann, og er hann heyrði þá nefna sig oft á nafn„ fór hann að hlusta eftir. “Það lítur þá svo út,” sagði gestgjafinn, “að Longmore geti náð aftur eign sinni. Það er mælt, að kerlingin hafi farið mel) lygi. En hafi henni verið mútað áður, má miita henni aftur, og Longmore er séður maður.” “Þegið!” svaraði hinn, og Longmore þekti málróm Broadhurst, og brá honum mjög. “Þeg- ið! Eg get ekki leyft yður að tala eitt orð Long- j more til hnjóðs. Eg get sagt það með V ;ssu, að j hann hefir orðið fyrir óttalegum rangindum. og lygi óráðvandrar konu hefir komið honurn á kaldan klaka. Longmore er göfuglyndur mað- ur og bezti drengur. Eg vildi alt til vinna, að eg gæti bætt það, sem hann hefir orðið að þola, og eg vona, að Guð gjöri gott úr því.” “Er það mögulegt?” mælti gestgjafinn. “Er þetta full alvara yðar?” “Já,” svaraði Broadhurst, “eg verð aldrei glaður, fyr en eg er búinn að kippa þessu í lag.” “Þegar Longmore. heyrði þetta samtal, fölnaði hann upp; hann sá nú alt í einu, hve ó- ókristilegt hatur sitt og langrækni hafði verið, og varð óvenjulega hnugginn. Því næst stóð hann upp, gekk inn í stofuna, þar sem Broad- hurst var, rétti að honum höndina og mælti: “Eg hefi heyrt játningu yðar og trúi yður. ”— Málaflutningsmaðurinn starði snöggvast á hann agndofa, en því næst kallaði hann upp og sagði: “Guð almáttugur veri lofaður! Nú fer alt vel.” “Já, nú fer alt vel,” svaraði Longmore. “Komið þá og borðið með mér; eg hefi svo margt að segja yður,” mælti Broadhurst. “Nei,” svaraði Longmore, “við getum ekki verið hér; munið til þess, hvernig við skildum við systur mína og þá, sem hjá henni voru. Við verðum að fara til hennar.” “Það er satt,” svaraði Broadhurst. Skömmu seinna komu þeir til frúarinnar eins og bræður og beztu vinir. María sat þar mjög sorgbitin, og hinn ungi Broadhurst stóð hjá henni og var að hugga hana. Frúin hafði sezt í hægindastól, þreytt og uppgefin. 1 hús- inu var hljótt og kyrt, eins og þetta væri hrygð- ardagur. Alt í einu var hurðarbjöllunni hringt. María rak upp hljóð af hræðslu og frúin þaut út í stofudyrnar. Hurðinni er lokið upp, og Longmore og Broadhurst ganga inn og haldast í hendur. “Alt fer nú vel”, segir Longmore og faðmar systur sína- Þar eftir kyssir hann dóttur sína og tekur alúðlega í hönd hins unga Broadhurst. Fyrst gleymdist miðdegismatur- inn sakir fagnaðar og gleði; en því næst lét frú Banford bera á borð alls konar dýrindis rétti og kræsingar. Á augabragði hafði Longmore slept öllum f jandskap og mannhatri. Allir voru hjartanlega glaðir og ánægðir, og Longmore var kátur og fjörugur eins og hann átti að sér. Hann náði aftur eign sinni, byrjaði að nýju verzlun sína, og gaf hinum unga Broadhurst með glöðu geði dóttur sína. — Smásögur P. P. SONARAST. Hershöfðingi nokkur prússneskur dvaldi lengi í Ulm í Schwaben, til að ráða menn til herþjónustu. Þeir, sem vildu verða hermenn, sneru sér til hans, og hver, sem honum geðjað- ist að, fékk þegar í stað festarperiing og var tekinn í herlið Prússa. Eitthvert kvöld kom ungur hmaður til hans í þessu skyní. Hann var hár vexti og réttvax- inn, fríður sýnum, kurteis og látprúður, en í svo ákaflegri geðshæringu, að hann titraði all- ur eins og hrísla, þegar hann kom inn til hers- höfðingjans. Hershöfðinginn spurði hann, hvers vegna hann væri hræddur. “Eg er hræddur um, að þér gjörið mig aft- urreka,” mælti ungi maðurinn. “Því fer fjarri,” svaraði hershöfðinginn, “mér þykir vænt um að fá yður fyrir liðsmann. Hví voruð þér hræddur um, að eg mundi gjöra yður afturreka?” “Af því að eg hlýt að setja upp mikið fest- arfé,” sagði unglingurinn. Hershöfð.inginn spurði, hve mikið hann vildi fá. “Eg get ekki,” mælti hann, látið mér lynda minna en hundrað gyllini, og geti eg ekki fengið svo mikið hjá yður, er eg aumastur allra manna.” “Hundrað gyllini, er að sönnu mikið,”svar- aði hershöfðinginn, “en mér geðjast vel að yð- ur, og eg held, að þér verðið duglegur og góður liðsmaður, og þess vfegna ætla eg ekki að þjarka um þetta við yður. ” Því næst fékk hann honum peningana og mælti: “Á morgun för- um við af stað héðan.” Hinn ungil maður varð frá sér numinn af gleði og bfiiddi herforingj- ann um leyfi til að mega enn þá einu sinni bregða sér heim til sín, til að gegna helgri skyldu, og lofaði að koma aftur að stundu liðinni. Hershöfðinginn reiddi sig á ráð- vendnis-svip hans og leyfði honum að fara. En af því að honum þótti aðferð hans kynleg, fór hann í humátt á eftir honum, og sá nú, að hann gekk rakleiðis til fangelsins; þar barði hann að dyrum og var lokið upp fyrir honum. Hershöfðinginn gekk líka in nog fékk nú að vita, hvers vegna hinn ungi maður hafði gjörzt hermaður. Faðir hans var sem sé í fangelsi, af því að hann var skuldugur um 100 gyllini, sem hann gat ekki borgað. Þetta fékk svo mjög á son haris, sem unni honum heitt, að hann tók loks það ráð, að ganga í herþjónustu, ef hann gæti fengið 100 gyllini í festarfé, til að kaupa föður sinn lausan. Þegar hann kom inn í fang- elsið, talaði hann við umsjónarmanninn, og fékk honum féð til geymslu; því næst flýtti hann sér inn til fijður síns, hljóp um háls honum og sagði honum hvar komið var. Hershöfðinginn, sem hafði læðst á eftir honum,,sá nú, hvernig hinn gamli maður faðmaði son sinn þegjandi Professioi ial Cards DR. B. J. BRANDSON 7J16-220 Medical Arta Blds. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 Ui Ofílce Umar: 2 ] Helmili: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísh lögfrseðingar. Skrlfstcfa: Room 811 MoArthor Bullding, Portagre Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840 COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka éheralu «. «8 eelja meCul eftir forskxiftum leekna. Hin beztu Iyf, sem hœgt er aC f4 eru notuC elngöngu. fegar þér kómiC meC forskriftlna til vor, megiC þér vera vlsa um, aC f& rétt þaC iem lœknlrinn tekoir tfl. Notre Dame and Sherbrooke Phones: 87 669 — 87 66« Vér seljum Giftingaleyfisbréf JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. Phone 22 768 DR 0. BJORNSON 916-220 Múdical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phones: 21 824 Offlce tlmar: 2—8. Heimlll: 764 Vlctor St. Phone: 27 684 Wlnnipeg, Manitoba. LINDAL, 6UHR & STEFÁNSON lslenzldr lögfræðlngar. 356 Main St. Tala.: 24 962 356 Maln Bt. Tals.: A-4961 feir hafa eirvnlg skrifatefor aO Lundar, Riverton, Glmll og Plney og eru þar aC hitta ft. eftlrfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mlGvlkudaf Riverton: Pyrsta fimtuda*. Gimll: Fyrsta miðvikuda*. Piney: þriBja föstuda* 1 hverjum mftnuCt. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Pane: 21 884 Office Hours: 8—6 Helmili: 921 gherbume 8t. Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræó Lngnr Hefir rétt tll aC flytja piftl b»Cl í Manito,ba og Saskatchewan. Skrlfstofa: Wynyard, Bask. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bidg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phole: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjökdóma.—Er aö hitta kl. 10-12 f.h. og 2-6 e. h. Heimili: 373 River Ave. æals. 42 691 Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina v5ar til vor. Þaulæfðir Bér- fræÖingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunnl. DR. A. BLONDAL Medlcal Arte Bldg. Btundar sérstaklega Kvenna og ' Barna sjúkdóma. Hír aC hltta fr& kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Otíioe Phone: 22 298 Heimili: 806 Victor St. * Slmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation I.lfe Bldg. WENNEPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta iparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skriístofusími: 24 263 Heimasimi 33 328 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlæknlr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimllis Tals.: 38 626 J. J. SWANSON & CO. IdMITED R e n t a 1 B Insurance Real Estate Mortgagea 600 Paris Building, Winnlpeg Pohnes: 26 349—26 34« DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 614 Someraet Block Oor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889 Emil Johnson SERVIOE BHÆCTRIO Ralmagnt Oontracting — ABe- kyns rafmaganáhöld teld og oið pau gert — Bg tel Moffat og McCUvry Eldavélar og hefi Petr til »i>nit i verkttæO< mlnu. 524 RAlMiENT AVK. (ff&mla Johnson's byg8ringln vlfl Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Hetma.: 27 986 Giftlnga- og JarSarfara- Blóm nieC lltluin íyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 8 Verkst. Tals.: Helma Tala.: 28 383 96 284 G. L. STEPHENSON PIITMBER Ailskonar rafm&gnsAhöld, oro Hra stranjárn, víra, allar tegundlr »f glösum og aflvaka (battertoe) VERKSTOPA: 676 HOME M. A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkklstur og annast um út- fiarir. Ailur útbúnaCur aá, bezúl. Enn fremur seíur hann allskonar mlnnlsvarCa og legsteina. Skrif-srtofu tala. 86 607 Helmilis Tals.: 58 302 Islenzka bakaríið Selnr beztn vörur fyrir IngMs verð. Pantanhr aferelddar taeW fljótt 08 vel. Fjölbrertt úrvat. Ilrein og lipur vlSskiftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnlpe*. Phone: 34 988 i Tals. 24 153 NewLyceum Photo Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. og grátandi að sér. Þett hann gekk inn í stofuna mennið: Verið hughrau taka son yðar frá yður; I a fékk mikið á hann og og sagði við gamal- stur, eg ætla ekki að íann er laus allra mála og eg sé ekki eftir þessu fé, fyrst því er svo vel varið.” Þeir féllu nú báðir á kné fyrir honum, og hinn ungi maður bað hann að ráða sig samt sem áður til hermanns, því að hann vildi ekki baka honum fémissi. Én hinn göfuglyndi her- foringi bannaði honum að yfirgefa hinn gamla föður sirin. Þessu næst leiddi hann þá sjálfur út úr fangelsiun, og lagði á stað frá Ulmhneð glöðu bragði, því að hann vissi með sjálfum sér, að hann hafði gjört tvo góða menn far- sæla. — Smásögur P- P.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.