Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1927. B)«. 7. Ferðapistill. Við lögðum af stað frá Church- bridge að morgni kl. 10 á laugar- daginn 27. ágúst, eftir nýafstaðið kveðjumót heima hjá mér um nóttina áður. Halldór, yngsti son- urokkar, vildi, með guðs hjálp, sjá okkur, gömlu foreldrunum sín- um, borgið fyrsta áfangann af leið okkar, sem fyrst var fyrir- huguð inn til Langruth og Amar- anth í Manitoba, bar sem tvær dætur okkar voru, Þórunn, kona Guðmundar ólafssonar, Guð- mundssonar prests að Arnarbæli fyrir austan, sem búa í grend við smábæinn Amaranth, sem eg tók eftir að væri eins og 14 mílur norður frá Langruth, þar sem Stefanía dóttir okkar lifir með eiginmanni sínum, séra Hirti J. Leó, sem er þar að vinna prests- verk fyrir söfnuðinn, sem bæði er prestur úti á landsbygðinni og í bænum, sem hann bæði hefir get- ið sér svo góðan orðstír fyrir. Halldór minn og við lögðum á stað í drottins nafni, á mínum eigin bíl, og fórum við fyrst 4 mílur suður, svo 8 mílur austur og eína mílu norður. Komum þá til Langenburg; fórum svo eina mílu suður og 5—6 austur til Maxwell og eina mílu suður og svo 14 míl- ur austur til Russell; þá eina mílu suður til Binscarth, 12 mílur suð- ur, og þaðan líka fjórar mílur suður. En alt fyrir það, með öll- um þessum krókum, vorum við enn ekki komin nema einar 40 mílur áleiðis. Eg sé því engan gróða í því, að fara að telja alla þessa króka, sem voru líkir þessu alla leið til Minnedosa og Neepa- wa. Þaðan kom góð akbraut alla leið til Gladstone, og svo þaðan til Westbourne, og þá loks fanst okkur vera farið að skila áfram. Mig minnir að kl. væri eitthvað á áttunda tíma, þegar við komum til Westbourne og hittum hinn góða, kunna mann Sigurð Sölva- son, póstafgreiðslumann, sem við fengum leiðsögn hjá til Langruth og meira að segja tók okkur inn í hús, þar sem við mættum hans ágætu konu, Guðrúnu Pétursdótt- ur frá Felli fyrir austan, og svo dóttur þeirra. Þetta fólk alt saman tók okkur tveim höndum. Engin undanfærsla að borða með þeim ágætan kvöldmat, og kaffi, og svo tilsögn til Langruth. Okkur, gömlu vesalingunum, þótti hvíldin góð og alúðlegheitin og hin frábæra gestrisni. En eins og oft vill verða, að tíminn beið ekki, svo það leiddi til þess, að við komumst ekki á stað fyr en tók að skyggja, og þrátt fyrir góða tilsögn Sigurðar héldum við, eft- ir svo sem 4 til 5 mílur, í norður- átt. Sá eg okkar kost vænstan, að snúa til baka og aftur flýja á náðir Sigurðar og vega í sama knérunn, sem okkur reyndist þó gott. Og þrátt fyrir það, að fólk- ið var komið í bólið, dreif það sig á fætur til að veita okkur Inndælt gistihús, og rúm, sem við urðum svo fegin, og háttuðum fljótlega og bróðir dauðans tók okkur þeim heljar tökum, að við vissum hvorki í þenna heim né annan, fyr en sól var nærri komin í dag- málastað næsta morgun, sem var isunnudaguir, ( ífagur og inndæll Og nú var um að gera að hafa hraðan á, til að vera komin norð- ur til Langruth kl. 10, því kl. 11 byrjaði séra Hjörtur þar guðs- þjónustu sína, eins og vani hans var, allan tímann sem hann var í Langruth; vegalengdin er álitin að vera 24 mílur, en meiri partur af því góð akbraut. Þegar við kvöddum þau góðu því með blessaðan magann út- troðinn ekið heim og lesnar allar lofgjörðarbænir, sem til voru í pokahorninu og lagst til svefns og sofið áhyggjulaust þar til sól var risin hátt á loft næsta dag. Litlu fyrir miðjan dag var svo lagt upp af okkur fimm á tveimur bílum norður til dóttur okkar, sem áður er minst. Eg hefi aldrei komið til Egyptalands, á eyði- mörkina, en innra með sjálfum mér fanst mér hún nauða lík þessu eyðilandi, þar sem eg gat ekki í námunda séð neitt hús nema gamla kofa tóma, sem biðu eftir forlögunum þeim, að verða her- fang þess rauða og varma, eða þá handanna, sem gera sér gott af því, sem víðsvegar liggur 1 hirðu- leysi, og ætti að vera allra þeirra gagn, sem manndáð hafa til að keppa við þann rauða. En svo, þegar eg gáði að, þá gat þetta ekki verið Mósesar eyðimörkin mikla, því þarna var svo mikið gras, að hvergi hefi eg séð annað eins, að undanteknu Hvanneyrar flæði- engi á íslandi. Enda léku þeir Guðmundur og synir hans sér að því, að losa í kring um 20 hlöss af heyi á dag, auðvitað stundum lítið minna. Svo þegar talað er riðadóttur Jóhannsonar, sá ekki manninn og vissi ekki um heiti hans; og þar sá eg aðra dóttur ,1. Loptssonar, var kona efnabónda þar skamt frá, sonar Kjartansons- hjóna, sem áður er á minst; og seinast til Guðrúnar Friðbjörns- dóttur, og þar hjá henni hitti eg Friðbjörn, gamlan vin, sem lengi var verzlunarmaður í Amaranth, með góðum árangri; mann Guð- rúnar sá eg ekki, því allir sem vetlingi gátu valdið, voru í hey- skap. Á þessum nefndu heimilum var okkur sýnd gestrisni og al- úðlegheit eftir megni. Við Frið- björn gamli mintumst talsvert á gamla tímann okkar í Þingvalla, og var gott að heimsækja gamla manninn. Einu sinni fórum við frá kirkju með séra H. J. L. og þeim hjónum til Mr. og Mrs. J. Þórðarsonar, gamalla vina frá Þingvalla, og var okkur tekið þar tveim hönd- um, allar kræsingar á borði, nema mjöðurinn hans Bárðar á Búr- felli hafði alveg gleymst. En bót í máli, að nú á tímum er búið að finna upp á svoleiðis góðgerð- um, sem ekki stíga eins til höf- uðsins og á fyrri árum. Menn nú að því skapi meir friðelskandi, og afleiðingin því vinsamlegri, þótt án W3- hefi eg tæplega séð, öH8 aldrei gæist ,á könnunni. Sv0 annað eins buland, hyað grasjvorutn yið teWn fögt> gömlu hj6n. snertir. Enda sannaðist þar vel, þegar litið var til skepnanna, sem þar voru mjög vænar að sjá, nær 200 fjár í einum hóp koma heim á kvöldin sjáfhala, í einum hóp, án nokkurrar stygðar; allur hóp- urinn lagðist milli fjóss og bæj- ar, lömbin, sem búið var að selja, komin um og yfir 100 pund; 10 kýr leit eg þar sívalar af spiki, en mjólkuðu svo smjörríkri mjólk, að eg er ekki viss um að fyrst í Þingvalla nýlendu hafi verið annar eins kostur, og þótti okkur þó nýkomnum að heiman hann góður; 10 ungviði sá eg á fyrsta og öðru ári, og voru þau flest al- in fyrir markað; 12 hross sá eg lagleg að útliti, en sum ekki feit; enda var dagana 20, sem við dvöldum þar, oftast slegin, rökuð og dregin heim, í tveggja mílna fjarlægð, frá 8 til 10 hlöss á dag. Þeir voru fjórir feðgar, elzti sonur, Björn, mannsefni gott, kominn í gegn um 11. bekk, við sex fet á hæð. Eg held eg yrði ekki sagður ýkj'a það, að eg ætti brausta drengi að hlaða heyi á grind. En af þeim fáu vagnhlöss- um, sem eg tók á móti, fanst mér hart að gera upp á milli þessa pilta og minna drengja, og er það það vel að verið af 18 ára dreng; hinir, ólafur 16 ára og Arthur Douglas 14, eru báðir afbragð fyr- ir sinn aldur. Eyðimerkurlífið er holt og gott; hver sem árætt hefði vegna kulda að búa á Arnarvatnsheiði á ís- landi, hefði getað eignast þar gott sauðfé, góðar álftir, góðan silung, og margt benti til að mætti rækta þar skóg; sami jarðvegur sýndist þar og í tungunni; og eins var með fornu afdalina, sem forn- sögurnar lýsa svo vel, og eitthvað gott hefir hún haft kvígan hans Örlangs gamla á Esjubergi, á Kjaiarnesi, sem kom fram úr skóginum eftir tvö ár, með tvo kálfa. — Svo sleppi eg því, þessu innskoti um eyðimerkur og land- nám, og bið afsökunar á. Á meðan við ihjón vorum hjá in og höfð í gisling, þar til undir sólsetur daginn eftir, þó með því móti að lofa að koma aftur og dvelja þá lengri tíma, sem líka var gert. Það er því öllum kunnugt, að þessir herrar hafa lesið og breytt eftir ólafi konungi Tryggvasyni, aðferð hans við þá Gissur og fé- laga hans, árinu áður en kristni var lögtekin á íslandi 1000. En svo mikið vann hann þó til að losna við okkur að láta flytja okkur upp til Þórunnar okkar. Svo eftir allar góðar veitingar hjá Þórunni dóttur okkar og kær- leiksrík alúðlegheit þeirra allra, fórum við þaðan, eins og áður er sagt, eftir 20 daga, til Langruth, og þar gekk úr rúmi fyrir okkur hinn eðallyndi mannvinur, ívar Jónasson; minnist eg ekki að hafa heyrt um aðra eins sorgarsögu og þá, sem hann á að baki, búinn að missa þrjár góðar og elskuríkar konur, sem allir er þeim kyntust, elskuðu og virtu; svo misti hann líka ástúðlega fullorðna dóttur, sem hann sjálfur hefir sagt mér að ofan á alt hitt hefði sér fund- ist þó sárast, því mér skildist svo á honum,- að nærri því hefði ver- ið komið, að líf hans félli fyrir sorginni, hefði þá ekki huggar- inn hár að ofan gert kraftaverk af náð sinni, eins og oftar, gefið honu sælufrið í sál sína og vakið hann til að kannast við, að allar mótlætingar þessa tíma miða að eins til góðs frá Drottins hendi, því þeim er sigurinn vís og fögn- uðurinn við sælu samfundinn á- samt með öllum sínum, því þeirra er himnaríki. “Guð huggi þá, sem hrygðin elær, hvort þeir eru fjær eða nær; kristnina efli og auki við, yfirvöldunum sendi lið; hann gefi oss öllum himna frið. — Þetta er af innilegri einlægni minni óskað til vinar mins fvars og allra. Þegar til Langruth var komið, tók við heimboð, fyrst frá þeim, sem eg áður þekti í Þingvalla, bæði í bænum og (íti á landi, tal- dóttur okkar Þórunni, þá keyrði l ig eftir röð sem næst átti sér þeirra allra. Fólkið hér í kring um Langruth er eitt það allra bezta, sem eg hefi kynst, og hefði eg nú munað lýsingu þá, sem séra Hjörtur gaf af nefndu fólki á sunnudaginn var, 4. sept., á stólnum í Lundar kirkju, það var einlæg sönnun þess, sem eg er hér með að þakka, öll þessi stóru heimboð, því alstaðar vorum við látin fylgja iþeim hjónum. — Það var eín góð kunningja- kona mín, sem eg gat aldrei fund- ið, hún var svo langt frá. Það var Mrs. Guðrún Th. Eyvindson; hana bið eg afsökunar, en skal reyna næst að gleyma henni ekki. Um búskap og plássið er hart að segja mikið ábyggilegt. Land- ið er víða fallegt og sléttur mikl- ar og allar ræktaðar, en of víða komið í órækt, og það svo, að eg heyrði að stöku menn væru bún- ir að gefa upp hveitirækt; einn, sem eg man eftir, var sonur Gunn- ars Kjartanssonar, sem á dóttur J. Loptssonar, og er nú fiskikaup- maður, og gerir það vel. En akra hans sá eg og var ljót sjón, al- gulir af sáðþistli. En þetta sást víðar og mest hjá annara þjóða fólki. Þistillinn sýnist vera óvið ráðanlegur, þar sem hann er fyr- ir alvöru kominn, en hart að segja hvort uppræta megi til fullnustu með þriggja ára plægingu og svo oft öll sumurin. Það tekur meiri efnalega krafta en eg hygg þar sé fyrir hendi, að undanteknum J. Þórðarsyni og B. Jónssyni, sem mér sýndist, eftir húsaskipun og ökrum að dæma, vera efnuðustu bygðarmennirnir. Þeim öllum, er eg kom til, sýndist líða vel, vera í góðum efnum, ekki ríkir, en viljugir að bera hvers annarg byrði, þegar á lá; öll hjálpsemi og félagsskapur bygður á grund- velli kristilegs kærleika og trú- rækni, sem kom út í góðu og vin- samlegu viðmóti við alla, og fé- lagsskap og kirkjurækni. Svona komu allir fyrir mínar sjónir og reynd í bygðum og bæjum, kring um Langruth og Amaranth. Ein- læg kveðja og þakklæti til þeirra allra. Eg er svo hjartanlega sam- dóma herra J. J. Bildfell í því er hann sagði um bygð þessa eftir jjóðhátíðina hér, sem hann var aðal ræðumaður á fyrir nokkru síðan, og einnig herra Halldóri Daníelssyni í lýsingum hans um bændafólkið hér í bygð 1924. Blessunaróskir til allra. B. Jónsson. er kvæntur Halldóru Magnúsdótt- ur frá Reykjavík. Sigurjón sál. var jarðsunginn 30. maí af séra Carli J. Olson. Húskveðjan var flutt á heimili dóttur hans, Soffíu Sigurbjörn- son, nálægt Leslie, en aðal athöfn- in fór fram í kirkju Immanúels- safnaðar að Wynyard. Fjöldi fólks var viðstaddur til að heiðra minningu þessa valmennis. C. J. O.. Leiðrétting. 1 síðasta blaði Lögbergs er grein, “Endurminningar” eftir “Mývetn- ing.” í greininni eru nokkrar slæm ar ritvillur. Þessar meðal ann- ars: í fyrsta dálki: Fjallaloftið var henni geðfelt, á að vera: Fjalla- lofitð er henni geðfelt.— Hvoru-^ tveggja í einu, smalasæld og þraut, á að vera: smalans sæld og þraut. — Manni finst sig langa til, á at5 vera: manni finst sig langi til o.s.frv. 1 öðrum dálki—Andfuglinn söng sín morgunljós, á að vera: söng sín morgunljóð. í þriðja dálki—Væntandi vin- anna heim úr verunni, á að vera: úr verinu o.s.frv. >— Reynist það þrautabeita, á að vera: þrauta- beit. S.S.C (Mývetningur.) XHSHBHXHSHZKXHZHSHZHSHSHZMZHXHZMSHSHSHZHSHSHXHXHEHEMS g M Rjómasendendur veitið athygli! Sendið oss næsta rjómadunkinn. Munuð þér verða meira en ánægðir með árangurinn. Vér höfum aldrei haft óánægð- an viðskiftavin enn, og munum aldrei hafa. Vér greiðum hæsta markaðsverð og ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með viðskifti vor. Skrifið oss og biðjið um merkiseðla. Modern Dairy Ltd. ST. BONIFACE, MAN. H Z H S H Z H X H H X ■ X H S H X H X | z H X M ZHSKSKBKBPXfrBHXMXHXHaMZMSMSMSHBMXKSHSMZHZMZMXMZKgMXMH hún út með okkur; drengir henn- ar stýrðu bílnum og gerðu það vel, eftir að Halldór minn var búinn að sýna þeim hvað nauð- synlegt var, því Þórunni minni gaf eg bílinn, en Halldór minn fór með lestinni til baka um hjón, Mr. og Mrs. Sölvason, fanst kvöldið vestur á föðuíland sitt, mér allra hluta vegna skylda mín að sýna lit á að þægja þeim fyrir állan greiðann og hjálpina, því eg hafði þeim áður aldrei gott gert, og heldur ekki líklegur til að muna það lengi. En það var ófáanlegt, að þau tækju við einu centi, og er það meir en maður getur búist við af vandalausum manni. Það var mikill greiði, þó það hefði verið borgað. Ferðin gekk vel norður og kom- umst við til Langruth kl. 10, með ánægjulegustu viðtökum og góð- gerðum. Var svo haldið til kirkju kl. 11. Það var regla séra Hjart- ar, að byrja guðsþjónustur í Lang- futh kl. 11, en niður á Herðu- breið eða Pig Point, kl. tvö og hálf, tvær messur flutjar yfir daginh; útkoman að hlusta á séra Hjört var sama og áður. Eftir messuna var okkur boðið heim til Mr. og Mrs. Bjarna Ingimundar- sonar, og þáðum við þar öll fimm alls lags góðgerðir, kaffi og kaffi- brauð, og svo á heimleið farið til Mr. og Mrs. Magnús Pétursson- ar; var þar myndarlega á borð borið af alls lags réttum, sem við líka gerðum góð skil. Það tók meira upp líka fyrir það, að prest- ur og bóndi höfðu fjörugar og fræðandi samræður, eins og þeim báðum er meðskapað, en það gef- ur betri lyst, stýtti svo tímann, að þar sem hann rekur laglegan og skuldlausan búskap á löndum for- eldra sinna, við góð efni. Eins og áður er sagt, yorum við 20 daga hjá Þórunni dóttur okkar, og keyrðum við tvo daga norðaustur fyrir Amaranth; fanst mér það langt; Guðmundur var með í förinni og spilti það ekki til, því bæði þau hjón eru svo lífsglöð, að hvorki óánægja né bölsýni komast að til að depra vonarljósið né eyða kjarkinum, sem þetta svo oft ertfiða búsum- stang hefir í för með sér, og mörgum reynst ofjarl. En traust- ið á mátt sinn og útsjón, undir guðs vernd og með blessunar krafti hans, hver sá er svo gjör ir, fer með óskarðan hlut af hólmi í öllu því stríði lífsins, sem mörgum hefir sýnst ofraun. Fyrst komum við til Mr. og Mrs Gunnar Kjartansson, eða mig minnir að hann heiti Gunnar; kona hans er systir Björns Þor- leifssonar, sem lengi var góður og vel kristinn nágranni minn í Þingvalla. Þau hjón og börn þeirra tóku okkur ágætlega vel, sýndu okkur alt inni og úti, Og svo framreiddar ágætis góðgerð- ir, sem við neyttum með ánægju og þakklæti. Sama sagan var með alla hina, sem þau góðu líjón fóru með okkur til, sem voru Mrs. HRASL. við vissum ekki fyr en kvöld var Guðný J. Loptson og dóttir henn- komið og farið að skyggja. Var ar Sólvör, og svo Ingibjargar Ind- stað: Við fjögur fórum aftur til Jóns Þórðarsonar, og vórum aft- ur þar sólarhring, fórum við séra } Hjörtur að róa með Jóni út á Manitobavatn, ekki Genesaretvatn með Pétri. Ekki var fiskiríið mikið betra hjá okkur en Pétri; aftur gekk mannveiðin hjá okkur Jóni ver en Pétri; með Leó vil eg segja sem minst um, nema sjálf- an mig. Næst fórum við til Frí- manns, sonar Jóns Þórðarsonar og hans góðu konu, dóttur ívars, sem nefndur er hér áður, Mr. og Mrs Bjarni Tómasson. Næst til Mr og Mrs. Jóhann Jóhannsson yngri Mr. og Mrs. Böðvar Jónsson, Mr, og Mrs. Valdi Bjarnason, og svo kvöddu þau okkur með skínandi kvöldmat, Magnús Pétursson og Ingibjörg ólafsdóttir, á sunnu- dagskvöldið, og enduðu þar með öll þeimboðin þar úti á landinu. En svo voru heimboðin öll í fcænum, hjá Jóhanni Jóhannssyni eldra, þrisvar matur og kaffi á víxl; tvisvar til Mr. og Mrs. Þor- steins Björnssonar, Th. Olson; tvisvar til Mr. og Mrs. Jón Hall- dórsson, Mr. og Mrs. ólafur Þor- lewifsson, Mr. og Mrs. Gísli Jóns- son, Mr. og Mrs. Jóhannes Bald- vinson, Mr. og Mrs. Finnbogi Er- lendsson, Mr. og Mrs. Carl Lin- dal, Mr. og Mrs. Árni Jónsson, Mrs. Guðný Sakaríasson, Mrs. Ragnheiður Á. Þorsteinsson, og Mr. Stefán Thorson. Þetta eru nú þeir, sem eg man að buðu okkur og við heimsóttum og þáðum allar hinar beztu við- tökur hjá, og áttum innilegrar gestrisni að fagna. Þessu vel gerðafólki okkar þökkum við hjón af innilegu hjarta, og vona eg og bið að góður guð blessi framtíð Til Sig. Júl. Jóhannessonar, fyrir minn part: Engin merk hér eigum vé— en oss þú hefir mælt úr hnefa, og þú spyrð hvar sálin sé— svarið er mér ljúft að gefa: Hér okkar líkams liggja spor— þér löngum hættir við að gleyma, sérðu ei að sálin vor situr enn við fjöllin heima. Til spillvirkjans. Þú ert að heyja óþarft stríð, andans megin fólks að brjála, ef þú teygir æskulýð út á veginn nautna hála. Flugan. Þér nirflar bægja af nægta braut, ei neitt þær vægja ‘hreður, undralagin óðs við þraut. þú allan daginn kveður. Frá íslandi. Hinn 11. þ.m. andaðist ekkjan Þórdís Þorbjarnardóttir, Neðra- nesi í Borgarfirði.. Hafði hún búið langa hríð við rausn og skörungsskap, en var nú mjög þrotin að heilsu. Akureyri 5. ágúst. Útgerðarm.félagið á Akureyri og nokkrir sunnlenskir útgerðar- menn sendu Einar Olgeirsson til Kaupmannahafnár í síldarsöluer- indum. 1 samráði við íslenzka sendiherrann á hann að vinna að síldarsölu til Rússlands og víðar, eftir því sem vænlegt þykir. Er þetta gert í samráði við atvinnu- mála ráðherra. — Síldveiðin er stöðugt mikil og geta verkstniðj- urnar ekki lengur tekið við síld til bræðslu nema með löngum bið- um skipanna. Margir tregir að salta. — Votviðrasamt síðustu dagana. — Vísir. ögmundur Sigurðsson er ný- kominn úr 42ja daga ferðalagi með enskum prestshjónum, séra Murray og frú hans. Þau fóru alt austur í Suður-Þiugeyjarsýslu. •— Vísir hafði tal af ögmundi, og lét hann vel af veðráttu nyrðra. Hann ságðist aldrei áður hafa séð jafn- miklar breytingar og umbætur í sveitum eins og nú. Fyrst væri vegagerð og brúagerð ríkissjóðs, en ekki bæri minna á framtaks- semi einstakra manna. Þó kvart- að væri um fólksleysi, þá risi nú viða upp ný hús á bæjum, tún stækkuðu til mikilla muna, girð- ingar væri komnar um tún, engj- ar og heimahaga, akvegir víða heim að bæjum frá aðalvegum, o. s. frv. — Vísir. Akureyri, 6. ágúst. Þrjár stúlkur úr Reykjvík, Sig- ríður ólafsdóttir, Sigríður Elín Þorkelsdóttir og Elín Guðnadótt- ir, komu hingað í gær og höfðu þáer riðið á hjólhestum úr Borg- arnesi. 1 för með þeim var Jón Gíslason úr Gróðrarstöð Reykja- víkur, en hann hafði farið á hjól- hesti alla leið úr Reykjavík, og slegist í för með stúlkunum á Blönduósi. Lagði hann af stað mánudag, en þær á þriðjudag. Ferðin hafði gengið ágætlega. Yfir ár, sem ekki voru brúaðar, var vaðið. Stúlkurnar fara suð- ur aftur með íslandinu. Síldarafli síðustu viku í Akur- eyrar umdæmi: 15,162 tn. saltað- ar, 3,018 kryddaðar, 24,000 mál í bræðslu. Tuttugu og fimm skip liggja nú á Krossanesi og bíða afgreiðslu. Getur verksmiðjan nú ekki lengur tekið við síld þeirri, er ‘henni berst og kaupir að eins af samningsbundnum skiþum. —■ Vísir. um vetri. — Það væri mikill feng- ur fyrir Háskólann, ef hann fengi slíka fræðslu um norskar bók- mentir.—Vísir. Kensla í nýnorsku við Háskóla íslands. Heilsufræði hjóna. heitir nýútkomin merkileg bók, eftir Kristiane Skjerve. íslenzku •þýðinguna hefir gert Dýrleif Árnadóttir, cand. phil., en Stein- dór Gunnarsson pretnsmiðjustjóri er kostnaðarmaður. — Bókinni er skift í tíu kafla, auk inngangs, og eru þeir þessir: 1. Kynferðislíf nú á tímum; 2. Andlegur og líkam- legur mismunur karls og konu; 3. Eyðsla kynorku; 4. Ungu hjón- in; 5. Þegar fram líða stundir; 6. Sérstök vandkvæði á samlífi hjóna; 7. Takmörkun barnsfæð- inga; 8. Barnið; 9. Hversdagslíf- ið á heimilinu; 10. Hjónaskilnaðir. Pyófessor, dr. Kr. Brandt, • í Osló, hefir skrifað á þessa leið um bókina og eru orð hans höfð að formála fyrir íslenzku útgáfunni: Árið 1916 gaf sami hðfundur Anders Skásheim, bankaritari í Björgvin, sem hér var á ferð í sumar, hefir ritað greinar í ‘<Ber- út “Heilsufræði ungra kvenna”. gens Tidende” um sambandið milli j>essi ágæta bók hlaut maklega Noregs og Islands. Segir hann að viðurkenningu og náði geysilegri íslendingum sé i brjóst borin vel- útbreiðslu. vild til Noregs, og þekki þeir bet- “Heilsufræði hjóna” er að vissu ur sögustaði í Noregi en margur Jeyti áframhaid hennar. Hún er Norðmaður gerir. Þó varar hann menn við að leggja of mikið upp úr vináttunni í öðrum efnum, því að íslendingar sé írjálshuga þjóð og vilji sjálfir ráða málum sínum. En þótt Islendingar beri hlýjan hug til Noregs, segir Skásheim, að margt mætti betur fara um skiln- ing og samúð milli landanna. Einkum sejjjir hann, að mörgum Islendingum hætti við að sjá norsku þjóðarvakninguna gegnum dansklituð gleraugu; ýmsir þeirra álíti ný-norskuna réttlausan mál- blending, enda þótt þeir, sem lært hafa málið, hafi fest ást á því. Til að bæta úrþessu, vill Skásheim að Norðmenn, og þá einkum hin- ir þjóðlega sinnuðu, geri meira til að fræða íslendinga um norsk efni. “Aðrar framandi þjóðir hafa sendikennara við Háskólann í Reykjavík, til þess að halda fyr- irlestra um ættlönd sín. En Nor- egur hefir ekki enn þá sent slíkan talsmann til íslands — — Við Há- skólann í Reykjavík þarf að halda vísindalega fyrirlestra um norsk- ar bókmentir og norskt mentalíf, frá sjónarmiði þeirra, sem vinna vilja að þjóðlegri vakningu í Nor egi.” — Skásheim álítur, að það gæti máske verið nóg fyrst í stað að sendikennari væri hér í tvo mánuði á hverju hausti eða hverj- rituð af frábærum kennarahæfi- leikum, miklum fróðleik og lífs- reynslu, næmum fegurðarsmekk og siðferðisþunga. Margt gott er hér sagt, sem öllum er holt að hlýða. Vafalaust mun hún geta gefið mörgum ungum manni og konu svar við spurningum, sem vafist hafa fyrir þeim, og verið þeim leiðarstjarna í hinum afar- vandasömu og þýðingarmiklu kynferðismálum. Þar sem eg þekki ekki neina aðra bók betri um þessi efni fyrir almenning, vil eg eindregið mæla með henni.”— Vísir. Bókahlaða íyrir AlþjcðabanáalagiS iNokkrir Bandaríkjamenn hafa boðist til að leggja fram tvær mnljónir doll. til að byggja bóka- hlöðu fyrir Alþjóða bandalagið, og til að halda henni við. Hefir þetta boð þegar verið þegið með þakklæti, eins og eðlilegt er, en ókunnugt er enn, hverjir þeir eru, sem svo eru örlátir, að leggja fram þetta mikla fé. Má af þessu marka, eins og fleiru, a ðAlþjóða- bandalagið á góða vini í Banda- ríkjunum, þó þjóðin tilheyri því ekki, enn sem komið er. Tíminn. Tíminn þræði trausta- skar, tíminn bræðir steininn, tíminn næði takmarkar, tíminn græðir meinin. Heilræði. Lát hugann doka, horfðu í kring. hrintu oki’ af dáðum, sízt má þokast sannfæring, sjá við Loka ráðum. Til Jóhannesar Stetfánssonar. Þú kyngiljóðum kastar inn á kvenna palla, hugnæmt er að heyra svona hörpu gjalla. Ærinn frá þér andar kalt að æðstu hnossum, þó viltu lauga lífið alt í ljúf- um kossum. R. J. Davíðson. ♦^ ♦♦♦ Bóndinn sem tilheyrir Hveiti- Leiðréttingar. Slæmar villur hafa því miður slæðst inn í æfiminningu Sigur- jóns sál. Jónssonar, er birtist í Lögbergi nýlega, og eru hlutað- eigendur vinsamlega beðnir af- sökunar á því. 1. Hann var fæddur á Háreks- stöðum, en ekki á Hlíðarenda, 2. Sigurjón sál. og kona hans fluttu til Ameríku frá Húsavík í Norður-Múlasýslu, en ekki frá Hvannstóði. 3. Lárus, sonur hins framliðna, er kvæntur Bandaríkjakonu, Mable að nafni. J t x f i f ,f ,f f ♦ t f f samlaginu. Hann er meðeigandi í hinum mikilfenglegasta félagsskap í heimi. Þar sem fram- leiðendurnir selja frajnleiðshi sína í samlögum. Hann er meðeigandi að kornhlöðum, bæði í sveitunum og við hafnirnar, sem halda hér um bil fimftíu miljónum mæla hveitis >og annara korntegunda. Hveiti hans er selt fyrir hann með eins litlum kostn- aði eins og mögulegt er, og þar sem Hveitisamlagið er ekkert gróðafyrirtæki, þá gengur allur arðurinn af hveitinu til framleiðandans sjálfs. Það er honum sjálfum, og öllum öðrum, sem hveitisamlaginu tilheyra, til hags- muna, að hann láti Samlagið selja korn sitt; það hjálpar til að gera verðið stöðugt í staðinn fyrir, að kasta frá sér uppskerunni fyrir hvaða verð, sem fyrir hana kann að fást' að haustinu. f f f f Bóndinn, sem ekki tilheyrir Hveitisanlaginu, en selur hveiti sitt hveitikaup- mönnum, hann fær þeim í hendur vopn, ssm hveitikaupmaðurinn getur notað á Samlagið, og vinnur þannig sjálfum sér tjón og öllum öðrum hveitibændum, með f því að keppa við nábúa sinn í stað þess að vinna í samlögum við hann. Hann borg- $ ar fyrir kornhlöður, sem einstakir menn eða félög eiga, en hann fær ekkert af á- X góðánum, sem allur fer í .vasa félaganna í stað þess að renna í vasa framleiðand- ans. Hans hveiti er notað til að keppa við hveiti Samlagsins og getur verið notað X f f f ♦♦♦ til þess að lækka hveitiverðið á heimsmarkaðinum. Bóndinn, sem íætur hveitikaup- menn braska með hveiti sitt, hefir áhvggjar af því, vikum og mánuðum saman, hvaða verð hann geti fengið fyrir það. Bóndinn, sem tilheyrir Samlaginu, veit að hann fær sanngjarnt meðalverð, sem lians eigin félagskapur getur bezt fengið fyrir hveitið, sem er miklu hærra heldur en hann gat með nokkru móti vonast eftir, áður en Hveitisamlagið komst á fót. Hví ekki að ganga í Hveitisamlagið og hjálpa nábúa yðar, % stað þess að vinn-a honum tjónf Manitoba Wheat Pool Saskatchewan Wheat Pool Alberta Wheat Pool Winnipeg, Man. Regina, Saskatchewan. Calgary, Alta. ♦;♦ f f f 4. Stefán Pétur, bróðir Lárusar,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.