Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.10.1927, Blaðsíða 1
iiðbefii. 40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1927 NÚMER 41 Canada. ' Síðustu þrjá daga af vikunni :sem leið, mintist Manitoba háskól- jnn rækilega hálfrar aldar afmæl- is síns, með hátíðahöldum, sem mikill fjöldi þeirra, sem útskrif- ast hafa af skólanum fyr og síð- ar, tóku þátt í . Var mjög gest- kvæmt af "lærðum" mönnum í Winnipeg þá dagana. Voru marg- ar samkomur haldnar bæði af há- •skólnum sjálfum og þeim öðrum skólum, sem standa í sambandi ~við hann. Er þar sérstaklega að minnast afar fjölmennrar sam- komu, sem haldin var í Walker Teikhúsinu á föstudagsmorguninn og sæmdi háskólinn þar tíu menn með því að veita þeim heiðurstit- ilinn "Doctor of Laws", (LL.D.), og voru þeir þessir: Erkibiskup S. P. Matheson, Rev. Henri Bour- que, fyrrum rector við St. Boni- face College; Rev. James Endi- cott, Rev. John G. Anderson bisk- up, Hon. John Bracken, forsætis- ráðherra í Manitoba; Hon. James Oarfield Gardiner, forsætisráð- herra í Saskatchewan, Hon. D. A. Macdonald, yfirdómari í Manito- ba, Hon. James McKay, dómari í Saskatchewan, Dr. E. W. Mont- gomery, ráðherra í Manitoba, og Dr. D. A. Stewart, forstöðumaður heilsuhælisins í Ninette, Man. Manitoba háskólinn byrjaði með að eins 17 stúdentum; nú eru þeir orðnir fleiri heldur en við nokk- urn annan háskóla í Canada, að einum undanskildum. Að undan- teknum læknaskólanum og búnað- arskólanum, eru byggingar þær, sem háskólinn hefir til afnota enn, mjög ófullkomnar og þess mikil þörf að komið sé upp nýjum og myndarlegum háskólabygg- ingum. * * * ¦Landstjóri Canada og frú hans voru í Winnipeg síðari hluta vik- unnar sem leið, nema hvað land- stjórinn fór norður að Manitoba- vatni til að skjóta fugla. Þau komu vestan frá .British Columbia, og eru á heimleið til Ottawa. Þessi ferð landstjórans er skemtiferð, en ekki gerð í embættiserindum. * * * Syfroide Lapointe, faðir núver- andi dómsmála^ráðherra, Hon. Er- nest Lapointe, dó hinn 9. þ.m. að' St. Eloie, Quebec, 85 ára að aldri. * * * Byggingaleyfi, sem tekin hafa verið út í Winnipeg á þessu ári, nema nú ....6,900,000, og er búist við að þau hækki enn um eina miljón eða meira. óhætt er að fullyrða að það, sem ógert var af Hudson Bay byggingunni í árs- byrjun, hafi kostað að minsta kosti $1,000,000. Þar að auki hafa verið bygðar byggingar f ná- grenni við Winnipeg, svo sem í St. Boniface, St. Vital, St.-James og víðar, sem munu kosta um $1,000,000. Það mun því láta nærri, að á þessu ári verði í Win- nipeg og grendinni varið til bygg- inga sem næst $10,000,000. * » • Manitoba Power Co., hefir í sumar vafið ærnu fé til að auka og endurbæta raforkustöðvar sín- ar við Winnipegána. Segir for- seti félagsins, Mr. McL'imont, að það sé ekki vafa bundið, að þess verði ekki langt að bíða, að Win- nipeg þurfi á miklu meiri raforku að halda, heldur en enn sé fyrir hendi. Sú frétt var í blaði e'inu í Mont- real nýlega, að kartafla, sem rækt- uð var í Riverton, Manitoba, hafi verið tvö pund og þrettán lóð að þyngd. Sá sem ræktaði þessa stóru kartöflu, er nefndur Mr. Torrie.' Frá 1. janúar til 30. september hafa 37 menn í Winnipeg verið fundnir sek'ir um að keyra bíla án þess að vera algáðir. Hefir það töluvert farið í vðxt upp á síðkastið. Sumir " af þessum mönnum hafa verið dæmdir til fangelsisVistar í 7—30 daga hver, en flestir verið sektaðir um $50. » * * Heilbrigðisdeild stjórnarinnar í Ottawa, er að skipa tuttugu lækna til að líta eftir heilsufari þess fólks, sem er í þann veginn að flytja til Canada. Þessir læknar eru allir canadiskir og setjast þeir að í ýmsum borgum í Norð- urálfunni. * * * Aukakosningar fara fram, h'inn 17. þ.m., í Nelson kjördæminu í British Columbia fylki, til að kjósa þar fylkisþingmann í staðinn fyrir Oliver forsætisráðherra, sem dó í sumar. Hvaðanœfa. Látinn er fyrir skömmu í Stokk- hólmi, prófessor Svante Arrheni- us, nafnkunnur eðlisfræðingur, 68 ára að aldri, sá er hlaut Nobels- verðlaun,, árið 1908. Reit hann mikið um' vísindaleg efni, og ferð- aðist allmjög erlendis. Flutti meðal annars fyrirlestra við Ber- keley og Yale háskólana í Banda- ríkjunum, sem og við Sorbonne háskólann í París. Var hann tal- inn í roð allra fremstu vísinda- frömuða á Norðurlöndum. * * « Uppreisnir, bardagar og blóðs- úthellingar í Mexico eru naumast annað en vanalegar fréttir þaðan. Hafa þær fréttir nú borist þaðan rýlega, að nokkur ríki hafi hafið uppreisn og orustur hafi átt sér stað milli uppre'isnarmanna og stjórnarhersins. Fréttirnar eru mjög óljósar og lætur stjórnin svo, sem hún eigi í fullum hönd- um við uppreisnarmenn og að ýmsir leiðtogar þeirra hafi þegar verið teknir af lífi. Aftur koma þær fréttir úr öðrum áttum, að það liggi ekki nærri að uppreisn- in sé bæld niður og má segja, að báðar hliðar þykist hafa betur í þessum viðskiftum.' Þar* er nú eins og oft áður vefið að berjast um völdin, og er talið heldur lík- legra, að stjórnin muni bera hærra hlut. * * * Systir Vilhjálms fyrrverandi Þýzkalandskeisara, 61 árs að aldri, er nú í þann veginn að giftast 27 ára gömlum rússneskum stúdent, og hafa þau nýlega opinberað trúlofun sína. Frúin var áður gift, en misti manninn 1916. * » « Sex almennar þingkosningar hafa farið fram í lrlandi á síðast l'iðnum sex árum, oz voru hinar síðustu seint í sum*. Hið ný- kosna þing mætti hinn 10. þ.m. Lögðu allir þingmenn nú af sinn hollustueið til konungsins strax í þingbyrjun, Eamon de Valera og hans félagar, eins og aðrir. Létu þess þó jafnframt getið að það væfi, eftir sínum skilningi, að eins þýðingarlaus siðvenja. ------------------.v Bizaar Kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar heldur Bazaar í samkomusal kirkjunnar, sem byrjat á þriðju- dagskveldið hinn 18. þ.m. Verð- ur sölunni haldið áfram næsta dag hinn 19., síðari hluta dagsins og að kveldinu. Félagið hefir marga eigulega muni til sölu fyr- ir lítið verð. Einnig verður þar seldur heimatilbúinn matur af ýmsu tagi. Ve'itingar verða þar einnig til sölu og þar á meðal skyr og rjómi. Það skal sérstaklega tekið fram, að á einu borðinu verður til sölu ýmiskonar prjónafatnað- ur fyrir yngri og eldri, sem allur tilheyrir gamalmennaheimilinu Betel. Verða sjálfsagt margir til að skoða þann varning og kaupa hann. kosni E. N. Rhodes, stjórnarfor- maður í Nova Scotia og senator C. P. Beaubien Á hinn síðarnefndi vaf alaust sérstaklega að líta ef tir því sem fram fer á frönsku. Webb borgarstjóri bauS gestina velkomna til Winnipeg og Bracken stjórnarformaður bauð þeim að koma og skoða þinghúsið. Síðari hluta fyrsta dagsins kom Mr. Meighen á þingið. Var honum vel fagnað, og þar sem þá stóð svo á að beÖið var eftir nefndaráliti, eða einhverju af því tægi, þá var Mr. Meighen strax beðinn að halda ræðu og gerði hann það og talaði í nálega klukkutíma. Vék hann þar, að sinni marg umtöluðu, svo nefndu Hamilton ræðu, þar sem hann lýsti yfir því að ef hann væri stjórnar- formaður^ mundi hann aldrei senda menn í stríð, nema fyrst að fá til þess samþykki þjóðarinnar. Mr. Meighen fékk góða áheyrn. en ekki hafði hann fyr lokið tölu sinni, en að Hon. Howard Ferguson stjórn- arformaður frá Ontario reis á fæt- ur og réöst all-óþvrmilega á Meig- hen fyrir það, að hann væri enn að réttlæta þessa óverjandi TTamilton ræðu sína. En hann komst ekki langt, áður en svo að segja öll járn stóðu á honum og hrópað var til hans af mörgum í einu: "Sestu nið- ur," "þegiðu," "farðu út," og annað ])ví um líkt. Þótt Mr. Ferguson virðist ekki vera neitt veikgeðja maður eða lítill fyrir sér, þá fór hér sem oftar, að "enginn má við margnum" og varð nú forsetinn að skerast í leikinn og stilla til friðar. Eftír það gat Mr. Ferguson talað um stund, on það leyndi sér ekki að orð hans féllu í ófrjóva jörð á þess- um fundf og hafði hann lítinn sóma af málinu. Síðustu fréttir af þessu flokks- þingi eru þær ,að þa<S hefir útnefnt sex menn, . sem leiðtoga-efni og verður kosið um þá þegar þar að kemur. Þessir menn eru: Hon. Hugh Guthrie, C. H. Cahan, Hon. Robert Rogers, Hon. Henry Drav- ton, Hon. R. B. Bennett og Hon. R. I. Manion. Frekari frásagnir af þessu flokks- þinei, verða að bíða næsta blaðs.— setja miðstöðvarhitun :í skólann og var unnið að því í sumar. Brúarfoss fer í þessum mánuði fyrsta sinni með fryst og kælt kjöt til Englands, sennilega til London. Kjötið verður tekið á Akuryeri, Hvammstanga og í Reykjavík. Flokksþing íhaldsmanna Allsherjar flokksþing í halds- flokksins í Canada var sett í Winni- peg á máudagsmorguninn í þessari vikti, og stendur enn yfir, þegar þetta er skrifað og því ekki hægt niS skýra frá gerðum þessa mikla þings í þetta sinn, nenia að litlu íeytí, og alls ekki frá því, sem er aðal verkefni þingsins, en þajj er að kjósa flokknum nýjan leiðtoga, því 1 lon. 1 [ugh Guthrie, s^i nú gegnir því starfi, er aíSeins kosinn lil bráða- bvrgfia. T>ing þetta er afar fii">1- ment, um 1500 fulltrúar frá öll- um fylkjum landsins. Kr ])ar margt stórmenni pessa lands samankomitJ o£r þár á meðal tveir af fyrverandi leiðtogum flokksins og forsætisrátS- herrum, ])eir Sir Robert Borden og Ifnn. Arthur Meighen. Mr. Guthrie setti þingið og var forseti kosinn N. K. Boyd til bráfta- byrgða metSan verið var að koma skipulagi á þingið, en síðan voru Frá Islandi. 15. þ. m. anda^ðist frú Margrét Jónsdóttir frá Vesturhópshólum á heimili sonar síns, Jóns Þorláks- sonar, fyrv. ráðehrra, níutíu og tveggja ára að aldri. Tómas er bráðgreindur, stálminn- ugur og fróður um margt, en hæg- ur í fasi og fremur óframgjarn. Cuðrún Jóhannesdóttir kona hans hefir þótt fyrirmyndar húsfreyja og mann'i sínum mjög samboðin. Þau hjón höfðu í mörg ár gistihús á eignarjörð sinni, Engimýri við íslendingafljót. Var þar oft mann- kvæmt af gestum, því ferðamanna straumur var mikill, sérstaklega á vetrum. Húsakynni voru rúm- góð og stór og urðu að vera það, sökum aðsóknar ferðamanna. Höfðu margir orð á því, hve mik- ill fyfirmyndar bragur væri á öllu á Engimýri og hversu hús- freyjunni þar færi öll hússtjórn frábærlega vel úr hendi. Þau Tómas og Guðrún eiga átta börn, sem öll eru gift og búa við íslendingafljót. Þau eru: Hclga, kona Thorvaldar Thorarinssonar. Jónas yngri á Lóni, á annarar þjóðar konu, Victofiu Flett að nafn'i; Ingibjörg, maður hennar Kristján ólafsson; Rannveig, gift J. P. McLennan; Tómas, á fyrir konu Helgu Magnússínu, dóttur Jóns og Cuðrúnar Borgfjörð, er búa í grend við Árborg; Jóhannes, á fyrir konu Lilju Hólmfríði, dótt- ur Guðmundar Davíðssonar; Sig- urbjörg, gift Thos. Doherty, og Sigurbjörn Óskar, á fyrir konu Láru dóttur Jóns'og Guðrúnar Borgfjörð, systur konu Tómasar bróður síns. öll fjölskylda þeirra Tómasar og Guðrúnar er nú sextíu og f jór ir manns, að þeim sjálfum með- töldum, átta börn, fjörutíu og þrjú barnabörn og ellefu barnabarna börn. Var haft orð á því af Sveini kaupm. og öðrum, hvað merkilega vel að þessi stóri hópur hefir haldið sig saman og lítið dreifst, því allur þessi skyldmennahópur er búsettur innan einnar fermílu í þorpinu Riverton og þar rétt hjá. Munu ef til vill fá dæmi, eða kannske engin, að jafnstór ætt- mennahópur sem þessi, sé búsett Gullbrúðkaup Tómasar Jónassonar og Guðrúnar Jóhannesdóttur, í Riverton. Gullbrúðkaup þeirra hjóna, eða öllu heldur fimtíu og sex ára gift- ingarminning, fór fram í River- ton þ. 29. sept. Hófst milli kl. 3 og 4 síðdegis og var fjöldi fólks viðstatt. Sveinn kaupm. Thorvaldsson setti mótið með ræðu, bauð gesti velkomna og skýrði frá tilefni samsætisins. Fór þá næst fram sálmasöng- ur, biblíulestur og bænargjörð, er séra Jóhann Bjarnason stýrði. !Let þá veizlustjóri, Sveinn Thorvaldsson, næst afhenda gull- brúðhjónunum heiðursgjafir, er til hafði verið efnað. Var fyrsta gjöfin, vönduð stundaklukka, frá börnum þeirra hjóna; þá næst prýðilegar gjafir frá barnabörn- um, og barnabarnabörnum, og loks gullsjóður ál'itlegur, frá vinum og nágrönnum. Fylgdi ræða hverri gjöf. Fyrstu ræðuna flutti séra Jóhann Bjarnason, þá næstu Jóhann Briem, þá þar næstu Thor- valdur Thorarinsson og þá loks veizlustjóri sjálfur. Þegar afhending heiðursgjaf- anna var lokið og ræðuhöldum, þeim er þar með fylgdu, fóru fram veitingar hinar prýðilegustu. Sat fjöldi manns að borðum og var veitt hið rausnarlegasta. Á með- an á veitingum stóð spilaði lúðra- sveit Rivertonbúa, undir stjórn Sigurbjörns kaupm. Sigurðsson- ar. Er það ef til vill fremur ó- venjulegt, að í smáþorpi, eins ogj ur sv0 þétt saman, og er það ekki Guðmundur aðslæknir í fengið lausn nóv. að telja. Guðmundsson hér- Stykkishólmi, hefir frá embætti frá 1. Aðalfundur Leikfélags Reykja- víkur var haldinn á sunnudaginn var, og var stjórnin endurkosin: Indriði Waage formaður, Frið- finnur Guðjónsson ritari og Borg- þór Jósefsson gjaldkeri. Frú Guðlaug Araáon hefir nú kent í 37 ár í barnaskóla Rvíkur, en lætur nú af starfinu þar. Hef- ir bæjarstjórnin samþykt að veita henni 2000 kr. eftirlaun með dýr- tíðaruppbót í viðurkenningarskyni fyrir langt og vel unnið starf. Frá Stykkishólmi er símað 13. þ.m.: Indælis tíðarfar, hlýindi og þurrviðri. — Héðan voru sendir bátar út á Sand. Voru keyptir þar 10 hvalir. Verð 30 aura kg. spik, en 12 aura kjöt. Mótorbátur dró hvalina hingað, hafði 7 aftan í, en þrír voru skornir upp á Sandi, á þilfari. — Hey skapur í þann veg- inn að hætta, þó er stöku maður að enn þá. Víðast heyjastvel og nýting góð. Frá Borgarnesi er eímað 13. þ. m.: Bezta tíð vikuna sem leið. IVtenn eru víðast hættir heyskap, þó ekki á öllum bæjum. útlit með uppskeru úr görðum ágætt, bæði með rófur og kartöflur, og eru menn farnir að taka upp úr görð- um. Talsvert hefir verið sent suður af garðávöxtum, t. d. frá Hvanneyri. — Heilsufar er gott. — Bátur kom hingað með 20 tonn af hval frá Sandi og eru sveita- menn að byrgja sig upp. Spik var selt á 40 aura kg. og kjöt á 12 au. Þegar stjórnarskiftin urðu, tók Hallgr. Hallgrímsson magister við ritstjórn Tímans til bráðabirgða, efi nú er afráðið að "Jónas Þor- bergsson, ritstjóri Dags, taki við blaðinu og er hann væntanlegur hingað suður bráðlega. ÞóróKur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi verður ritstj. Dags fyrst um sinn. Landstjórnin hefir ákveðið að láta setja loftræstingarútbúnað með rafdælu I Mentaskólann, það verður þá fyrsta opinbera bygg- irgin í landinu, sem hefir ný- tízku loftræstingu. Aður hafði fráfarandi stjórn ákveðið, að láta Riverton er, skuli vera til lúðra- sveit jafn myndarleg og þaulæfð, eins og sú, er þeir þorpsbúar þar hafa haft í mörg ár undanfarin. Hefir lúðrasveit þessi stundum farið til annara bæja til að spila og jafnan hlotið lof fyrir, Við fslendingadagshald hér norð- ur frá er hún næstum æfinlega viðstödd. Virðist það sjálfsagt, að Rivertonbúar - og aðrir nær- lend'is kunni að meta listfengi og kunnáttu lúðrasveitarinnar og hlynni að hag hennar eftir föng- um. Heillaóskaskeyti sendu þau Mr. og Mrv Árni Eggertsson í Win- nipeg. Sömuleiðis þau Mr. og Mrs. Jóhann Stephanson f Kanda- har, Sask. Ræður í samsæti þessu fluttu, auk þeirra Sveins kaupm. Thor- valdssonar og séra Jóhanns, er báðir töluðu tvisvar, þau Sig- tryggur Jónasson, bróðir Tómas- ar, B. L. Baldwinson, Bjarni Marteinsson, O. S. Thorgeirsson, Mrs. Valgerður Sigurðsson, G. J. Guttormsson, Dr. S. O. Thompson og Jón S. Pálsson, er las upp heillaósk í ljóðum til þeirra hjóna. Síðasta ræðan í samsæt- inu var hin seinni tala séra Jó- hanns. Talaði hann fyrir hönd þeirra gullbrúðhjóna. Hafði Tóm- as beðið hann, sökum frændsemi og góðrar vináttu, að hafa orð fyr- ir þeim hjónum, og gjörði hann það, bar fram þakklæti gullbrúð- hjóna fyrir vinsemd og virðing þeim sýnda og sömuleiðis fyrir kostulegar gjafir, er þeim höfðu verið gefnar. Mintist hann gull- brúðhjóna um le'ið, sömuleiðis þeirra heiðurshjóna Mr. og Mrs. Jónasar Jónassonar, er sátu á aðra hlið gullbrúðhjóna, en Sig- tryggur Jónasson og B. L. Bald- winson á hina. Mintist og séra Jóhann þeirra beggja frænda um leið, þess frama er þeir hefðu hlotið og hversu þeir, hvor í sínu lagi, hefðu orðið þjóðflokki vor- um til sóma. Var ánægjulegt að sjá þá þrjá bræðurna þarna, Tómas, Jónas og Sigtrygg (hér taldir eftir aldri), sem allir eru merkir menn og hæfileikum bún- ir, hver á sinn hátt. Kona Jón- asar er Helga Hallgrímsdóttir, á- gæt kona. Kona S'igtryggs var, sem kunnugt er, Rannveig, fædd Briem, systir þeirra Jóhanns Briem, Valdimars biskups og þeirra systkina, gáfuð ágætiskona, látin fyrir nokkrum árum. Þau Tómas og Guðrún kona hans hafa búið í fimtíu ár við fslendinga- fljót, og jafnan notið virðingar og vinsælda í nágrenni og héraði. lítið ánægjuefni fyrir hjónin öldr- uðu, að hafa ástvinahópinn stóra svo stöðugt og þétt í kringum sig. Á milli ræðannna voru sungnir íslenzkir gamansöngvar og spilaði Miss Helga ólafsson, dótturdóttir þeírra gullbrúðhjóna, er spilar á- gætlega. Salurinn var fagurlega skreyttur. Alt veizluhaldið fór fram hið bezta, bæði að stjórn og að allri tilhögun. Mun samsæti þetta leifgi verða í minnum þeirra er þarna komu saman.— (Fréttar. Lögb.). Mr. og Mrs. W. H. Paul- son. heiðruð með samsæfi. Sunnudaginn 25. september, var Mr. og Mrs. W. H. Paulson, í Leslie, Sask., haldið veglegt sam- sæti, í tilefni af þrjátíu ára gift- ingarafmæli þeirra, og líka í því skyni, að votta Mr. Paulson þakk- ir fyrir störf hans sem þing- manns í* Wynyard kjördæmi. Mr. Árni G. Eggertsson, lögmaður í Wynyard, stóð fyrir samsætinu, en séra Carl J. Olson stýrði því á staðnum, og fórst honum það, sem vænta mátti, vel og sköru- lega. Mótið var haft í fundarhúsi Lesliebæjar og kom þangað fólk úr ýmsum áttum, alla leið vestan frá Kandahar, um 40 milur, og svo að austan frá Foam Lake, auk fjölda bygðarmanna við Leslie. Sökum þess, að þátttaka manna í þessu samsæti náði út fyrir Is- lendinga, fór prógramið fram á báðum málunum. Forseti setti samkomuna með því að láta syngja íslenzkan brúð- kaupssálm og flutti bæn. Því næst söng Mrs. Sigríður Thorsteinsson, söngkonan góð- kunna, og gerði það mæta vel. Þá talaði Mrs. Rannveig K. G. Sigbjðrnsson og niintist á hve mikil heill og heiður bygðarbúum hefði stafað af veru þeirra hjóna í LesTie, og hve mikils góðs þeir og aðrir hefðu notið af manngæð- um þeirra, hæfileikum og gest- risni, og hve mikil prýði og hug- næmi væri ávalt að Mrs. Paulson í hópi kvenna sem annars staðar. Næst talaði Mr. McMillan, lög- maður frá Wadena og fyrverandi þingmaður fyrir Wadena kjör- dæmi,. í Saskatchewan þinginu, og því samverkamaður Wilhelms, sem nú er þingmaður á fjórða kjör- tímabili fyrir Wynyard kjördæmi. Mr. McMillan sagðist ágætlega. Á ferð um Vesturheim. Á ferðinni er fegurð að líta, á fjöllum, við strendur og sund, þar hef ja þau linjúkana hvíta í hvirfing um glóaldinlund. Um akranna iðgrænu geima, með útbreiddan, sólhlýjan faðm, ber lævirkjans himnesku hreima, sem hljóma frá laufguðum foaðm. En betra er en vordýrðin bjarta um .broshýr og algróin lönd, að hitta hér alíslenzkt hjarta og huga og tungu og önd. n. Og handtakið er svo hlýtt og þétt, sem hönd sú yrði' yfir djúpið rétt að græða hvern blett og bræða klett unz brosir Fjallkonan djásnum sett. III. 1 útlegð ótal rasta útlendings í rann, alt hið íslenzkasta ósvikið eg fann. Ljómar minning manna mér í huga glatt. Ást til átthaganna okkur saman batt. Siðir, tunga, saga, sálar dýrast gull, sætt að sölum Braga sælu drukkið full. Trygðaband ei brestur. Bera gleðiklökk víðboð hugar vestur vinarkveðju og þökk. t m Eflist alt, sem tengir íslenzk trygðabönd. Alheims stillist strengir sterkri alvalds hönd. Steingrímur Arason. initn......iil........niiin iDii iinmmiinmniiuiiiiurS^ Hann talaði um Mr. Paulson með hlýhug og aðdáun, mintist á starf hans frá því fyrsta er W. H. P. kom á þing og fram á þenna dag. Kvað hann W. H. P. hafa kynt sig í þingstörfum öllum hinn nýtasta mann og ágætan dreng. "Hann er bardagamaður," sagði hann, "og hvort sem segja mætti, að hann berðist með réttu eða röngu; það fer eftir því sem á er litið, þá hefir hann æfinlega sýnt sig að vera mann." Þá talaði Mr. Abbot frá Foam Lake, og fórust honum svipað orð. Forseti samkvæmisins afhenti þá, með nokkrum velvöldum orð- um, Mr. Paulson lykil að vand- aðri bifreið, sem þeim hjónum var gefin í þakka- og heiðurs skyni, fyrir þeirra vel unna starf hér í héraði. Eftir það söng Mrs. Thorsteinsson aftur. Þá flutti ræðu, skóla eftirlits- maður Mr. Björn Hjálmarsson, og sagðist mæta vel, sem hann er kunnur að. Mintist hann sem aðr- ir mannkosta þeirra hjóna og benti á hve mikill styrkur væri starf- andi manni, einkum í opinberri stöðu, að eiga konu sem Mrs. W. H. Paulson væri, á heimili og ut- an þess. Allar ræðurnar voru á ensku. — Þá söng karlakór Leslie á ís- lenzku. Mrs. Sofía S'igbjörnsson flutti prýðisfallegt perlu-brúðkaups kvæði, — því svo er kallað þrjá- tíu ára brúðkaup. Var það á ís lc-nzku, frá Lárusi skáldi Sigur jónssyni í Chicago, bróður henn- ar; flutti hún það vel og skðru lega. >— Miss Josephina Johnson spilaði undir allan söng á sam- komunni, af þeirfi list, sem hún er vel þekt fyrir hér um slóðir. f upphafi samsætisins, afhenti Miss Þórunn Paulson, sonardótt- ir þeirra Mr. og Mrs. Tómasar Paulsonar, og því frændkona þingmannsins, brúðurinni fagran blómavönd. Það sagði einhver um Mr. W. H. Paulson, er fyrst fréttist um samsætið: "Eg skal veðja, að hann verður ekki í vandræðum með að þakka fyrir sig." Átti sá er talaði, við hina alþektu mál- snild Wilhelms. Satt reyndist það. Mr. Paul- son gat þakkað fyrir sig; gerði það vel; en það hefir áður verið sagt, að þakklætistilfinningin væri ein af göfgiskendum mann- anna. Hún gerði nú Wilhelm H. Paulson veikari fyrir til ræðu- haldsins en ella, því all'ir, sem flytja eða reyna að flytja ræðu, vita, að fullkomið vald yfir sjálf- um sér, er eitt af aðal skilyrðun- um þar. Mr. Paulson mintist margs góðs, sem þeim hjónum hefði verið sýnt á Iífsleiðinni á opinberan hátt, bæði í Winnipeg pg hér, vinagjaf- ir, er þau ættu frá þeim tímum, kærleikans og þakklætisins, er hann og þau hjón bæri í huga, til allra þeirra, er svo vel höfðu glatt þau. Hann kvað sig skorta orð til að þakka nú. "Til hafa verið þeir tímar," sagði hann, "að eg hefi ekki ver- ið hræddur við tilheyrendur mína, en nú stend eg óttabland- inn hér frammi fyrir ykkur, svo vel hafið þið gert til okkar." Hann mintist þess einnig, að áður en þau hjón voru sérstaklega he'iðruð hér í Leslie, hefðu dapr- ir tímar verið yfir sér, en vin- áttuhótin hefðu aukið sér gleði og kjark. Til svars upp á það, sem sagt var í garð konu hans, sagði Mr. Paulson: "Gæfustjarna Mrs. Paulson hef- ir ávalt skinið skært, mér skær- ast, þegar mín var daufust." Svo þakkaði hann á ný með mörgum hjartnæmum orðum vel- Vildina, er þeim hjónum væri sýnd og gjöfina. Séra Carl gat þess, við afhend- íngu bifreiðarinnar, að nokkrir vinir þeirra hjóna í Winnipeg, hefð'i lagt í sjóðfnn fyrir henni. Að afloknu prógrammi var sungið "God Save the King". Svo var brúðhjónunum óskað heilla á ný- Rausnarlegar veitingar voru. fram reiddar, er fólk hafði flutt með sér á staðinn, en kvenfélag Síons safnaðar í Leslie stóð fyrir framreiðslu. Brúðarkakan var smekklega prýdd perlum og blómum og á henni stóðu ártölin 1897—1927. Fólk skemti -sér hið bezta og gladdist yfir því, að hafa tæki- ] færi til þess að heiðra þau Mr. og Mrs. Paulson., sem æfinlega eru | reiðubúin góðu málefni til lið- sinnis og nýtra starfa, og ávalt halda opnum hurðum húss síns, með alúð og gestrisni handa hverjum þeim sem að garði ber. Gestur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.