Lögberg - 20.10.1927, Síða 1

Lögberg - 20.10.1927, Síða 1
40 ARGANGUR Canada. Flokksþing íhaldsmanna Það stóð yfir, þegar síðasta blað vort var prentað, og var því ekki hægt að skýra frá gerðum þess nema að litlu leyti. Þess var þar getið, hverjir væru í vali um leiðtogastöðuna, en kosningar fóru ekki fram fyr en seint á miðviku- daginn, síðasta þingdaginn. Féll kosningin þannig, að kosningu hlaut Hon. R. B. Bennett, lög- fræðingur og þingmaður frá Calgary, Alberta. Næstur honum gekk að atkvæðafjöldavHon. Hugh Guthrie, sem verið hefir leiðtogi flokksins síðastliðið ár. Hinir höfðu lítið fylgi. Mr. Bennett er enn á bezta skeiði, rúmlega fimtugur, hraust- ur og unglegur, svo það er ekki ólíklegt, að hann endist lengi til að vera leiðtogi flokksins. Hann er fæddur og uppalinn austur í Strandfylkjum, en skömmu eftir að hann var orðinn lögmaður, fluttist hann til Calgary, og hefir átt þar heima síðan. Má hann því vel teljast Vestanmaður, þar sem þar er heimili hans og hefir verið alt af síðan hann komst á þroskaaldur. Fátækur kom hann til Calgary, en er nú einn af auð- ugustu mönnum í Vestur-Canada. Mr. Bennett hefir langa reynslu sem þingmaður, bæði í Alberta og einnig í Ottawa. Það virðist vera .einkennilega líkt á kom'ið að mörgu léyti með núverandi leiðtogum hinna tveggja miklu stjórnmálaflokka í Canada. í blaðinu “Manitoba Free Press” gerir D. B. MacRae þann samanburð á þessum mönn- um, sem hér fer á eftir, þó þýð- ingin kunni að vera dálítið “laus- leg” sem kallað er: “Hon. W. L. Mackenzie King stjórnarformaður, er einn af hin- um fimustu mönnum í Canada í þeirri iðju að taka stóra bita af enskri tungu, leggja þá saman og skjóta þeim á tilheyrendur eins og maskínubyssa, sem aldrei hef- ir heyrt um Þjóðbandalagið getið eða takmörkun hers og flota. Hon. R. B. Bennett, hinn nýi leiðtogi Conservatíva, er prýðis- vel að sér í sömu iþrótt. Það hefir verið sagt, að Mr. King hafi lent á rangri hyllu, þeg- ar hann varð stjórnmálamaður, því hann hefði átt að verða aftur- hvarfs prédikari. Það hefði Mr. Bennett líka get- að verið og hefði líklegast orðið það, ef hann hefði ekki lent í öðrum éins stað eins og Calgary. Mr. King getur talað í þrjá klukkutíma í einu, þegar hann þarf á því að halda — og þegar hann þarf þess ekki. Mr. Bennett getur líka haldið ræðu í þrjá klukkutíma, hvort sem ástæða er til þess eða ekki. Mr. King er tamt að vitna í biblíuna. Mr. Bennett er tamt að vitna í bilíuna. Mr. King er ókvæntur. Mr. Bennett er ókvæntur.” Samanburðurinn er nokkuð lengri, en niðurstaðan verður sú, að helzti munurinn sé í því fólg- inn, að Mr. King er leiðtogi lib- erala og hefir nú völdin. Hinn er leiðtogi Conservatíva og er valdaulaus. Þing þetta gerði, eins og öll önnur samskonar þing, ýmsar yf- irlýsingar og samþyktir viðvíkj- andi stefnu flokksins, en naumast verður sagt, að þar kenni nokk- urra nýrra hugsjóna í stefnu flokksins inn á við eða út á við, og manni finst að flestar þessar samþyktir séu gamlir kunningjar og að maður hafi áður séð það sem í þeim felst, hjá öðrum hvor- um flokknum. Þó er tvent nýtt, en sem hvorugt hefir mikla þýð- ingu fyrir framtíð þessa lands. Annað er, að reisa minnisvarða á leiði Sir John A. Macdonalds í K'ingston, Ont., og hitt, að byggja heimili í Ottawa handa leiðtoga íhaldsflokksins.. Það var óneitanlega ánægju- legt, að Winnipeg var valin til að halda þar þetta fjölmennasta flokksþing, sem nokkurn tíma hefir haldið verið í Vestur-jCan- ada, eða kannske nokkurs staðar í þessu landi. Hingað kom fjöldi manlfa frá Austur-Canada, sem sjálfsagt skilja eitthvað betur eft- ir en áður þarfir og hugsjónir Vesturlandsins. Vér hér vestra höfum líka fyrir þetta þing átt þess kost, að kynnast nokkuð Austanmönnum, sem margir eru mikils metnir og mikils ráðandi. Er því ekki ólíklegt, að þetta mikla flokksþing verði til þess að draga saman hugi manna í þessu afar- víðlenda og strjálbygða landi. Vélstjórar á járnbrautum í Can- að hafa f^ngið hækkuð laun sín sem svarar 5 prct., frá 1. júlí að telja. Það eru um 7,000 menn, sem njóta þessarar launahækkun- ar. # * * Sérstakur umboðsmaður páfans, Cassulo biskup, er nú að ferðast um Canada og Nýfundnaland til að líta eftir hag kaþólsku kirkj- unnar. Hann kom til Winnipeg á laugardaginn og hefir honupi verið mjög vel fagnað af kaþólsk- um mönnum í St. Boniface og Win- nipeg. * # » Á fimtudagskvöldið í vikunni sem leið, flutti hinn mikilhæfi stjórnmálamaður, <Sir George Fos- ter, langa og merkilega ræðu í Walker leikhúsinu í Winnipeg, um Alþjóðabandalagið. Samkom- an var haldin undir umsjá Winni- peg deildarinnar af League of Na- tions Society í Canada. Forseti deildarinnar, Rev. Dr DaVid Chris- tie, stjórnaði fundinum, en Sir James Aikins gerði áheyrendum ræðumanninn kunnugan. Af því sem hann sagði, mun það sérstak- lega hafa vakið athygli, að þegar um brezka ríkið væri að ræða, þá vildi hann halda fast við “Em- pire” nafnið,, en var mjög illa við að kalla ríkið “Commonwealth of Nations”, eins og nú væri farið að gera. Ekki fanst honum það neitt ólíklegt, að Ottawa yrði einhvern tíma miðstöð ríkisins í staðinn fyrir London. Sir George Foster skýrði ýtarlega frá Alþjóðabanda- laginu, stefnu þess og starfi. Sagði hann meðal annars, að það væri fjarri sanni, sem sumir héldu fram, að þjóðirnar færu í atríð, ef þeim byði svo við að horfa, hvað sem Bandalagið segði eða gerði. Sagði hann, að það hefð'i nú þegar greitt úr mörgum vandamálum og jafnað mörg á- greiningsmál. Þær þjóðir, sem nú tilheyrðu Bandalaginu, sagði Sir George að væru 55 og hefðu þær allar bundist föstum samtök- um um að jafna ágreiningsmál sín án þe^ að fara í stríð hver við aðra. Sagði hann, að þessi samtök væru nú orðin svo sterk, að það væri mjög ólíklegt, að það gæti komið fyrir, að þjóðirnar lentu aftur í stríð, sem kostuð#* tíu miljónir manna lífið, eins og raun hefði á orðið fyrir fjórum árum. En til þess að Alþjóða- bandalagið gæti komið að fullum notum, yrðu þjóðirnar, sem það mynduðu, að styðja það öflug- lega og því væri sá félagsskapur stofnaður, sem til þessarar sam- komu hefði efnt. Fjöldi manna gengu í deildina á þessum fundi. * * * Frétt frá Calgary, Alta., segir, að þar í grendinni sé þðrf fyrir r.okkur hundruð menn til að vinna hjá bændum að uppskeru, en þeir séu ekki fáanlegir. Samt séu að minsta kosti 150 menn í Calgary, sem þykj'hst vilja vinna, ef þeir fái $8.00 á dag, en bændur vilja ekki borga nema $6.00 á dag, sem þessum mönnum þykir alt of lítið kaup og vilja ekki við því líta. * * * Trésmiðir í Toronto gerðu verk- fall hinn 4. þ.m. og hafa ekki unn- ið síðan. Var haldið að aðrir iðn- aðarmenn, sem að byggingum vinna, myndu gera hið sama, en nú hafa þeir, sem leggja múr- stein, afráðið að taka ekki þátt í þcssu verkfalli og er búist við, að aðrir farii a« þeirra dæmi. * » * Ruth Elder ætlaði að verða fyrsta konan til að fljúga yfir At- lantshafið. Hún og félagi henn- ar, George Haldeman, lögðu af stað frá New York í loftfari, sem héitir, eða hét, “American Girl”, og ætluðu að lenda í Paris. Þessi leið er talin að vera 3,800 mílur, en þegar þau voru komin 2,600 mílur, bilaði vélin, og vildi þá svo heppilega til, að skip var þar nærri og bjargaði þeim, en “Ame- rican G'irl” fór í eldinn og sjóinn. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1927 NÚMER 42 Auka-kosningar fóru fram hinn 17. þ.m. í Nelson kjördæminu í British Columbia til að kjósa fylk- isþingmann í staðinn fyrir Hon. John Oliver, sem dó í sumar. Fóru þær þannig, að kosningu hlaut J. A. McDonald, liberal, með 29 at- kvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn, Dr. L. E. Borden, conserva- tive. Á þinginu í British Colum- bia eru nú 23 liberalar, 17 con- servatívar og 8, sem öðrum flokk- um tilheyra. * * * Verkfall var hafið í Drumheller kolanámunum í Alberta á mánu- daginn var. Hversu víðtækt það er, verður ekki vel séð af þeimj fréttum, sem enn hafa borist. Or- sökin mun vera einhver ágrein- ingur út af viðurkenningu á fé- lagsskap námamanna þar vestra. Bandaríkin. Coolidge forseti hefir skipað öldungaráðsþingmann Oscar W. Underwood, í nefnd þá, er eftirlit slíal hafa með skuldaskiftum Frakka og Bandaríkjaþjóðarinnar. Leiðandi menn Democrata í Arizona, California, Idaho, Mon- tana, Nevada, New Mexicö, North Dakota, South Dakota, Oregon, Utah, Washington og Wyoming, hafa lýst óskiftu trausti sínu á Alfred Smith, ríkisstjóra í New York, sem forsetefni flokks síns, við kosningar þær er fram eiga að fara 1928. Fyrrum öldungaráðs- þingmaður, Joseph Chez, frá Utah, einn þeirra manna, er harð- ast unnu að útnefningu Williams G., McAdoo, fyrir síðustu kosning- ar, hefir nú eindregið hallast á sveif Smiths rikisstjóra, og telur hann vera eina manninn, er líkur séu tii að sann-frjálslyndir kjós- endur í hinum vestlægari ríkjum, muni geta sameinað sig. Eiga þeir tvéir menn að ýmsu leyti ósam- merkt, þar sem Smith ríkisstjóri er kaþólskur andbanningur, en Mr. Chez eindreginn vínbanns- maður mótmælendatrúar. * * # iSamkvæmt nýútkominni skýrslu frá Federal Council of- Churches of Christ í Ameríku, þá hefir tala mótmælenda þar í landi ver- ið að aukast jafnt og þétt. Eru tuttugu og fimm kipkjudeildir til- nefndar, er aukið hafa félagatölu sína um 60 af hundraði á síðast- liðnum tuttugu og fimm árum. » * * Mrs. Bertha K. Landes, bo’rgar- stýra i Seattle, Wash., hefir ný- lega lýst yfir því, að hún ætli að verða í kjöri við næstu bæjar- stjórnarkosningar. Þykir hún yf- irleitt hafa staðið mæta vel í stöðu sinni. * * * geta, eru þeir margir, sem ekki geta f-allist á þessa kenningu. * * * Kona ein í Austin, Minn., Mrs. M. J. Mayer, 76 ára að aldri, stakk nál í fingurinn á sér fyrir 30 ár- um. Nálin brotnaði og varð brot af henni eftir í fingrinum. Fyrir skömmu varð henni ilt í stóru- tánni og þegar læknirinn fór að athuga hvað að henni gengi, þá kom það í ljós, að þar var nálar- brotið komið, einn fjórði hluti úr þumlungi að lengd, það sama, sem stungist hafði í fingurinn á kon- unni fyrir 30 árum. * * * Indíánar í Nevada eru óánægð- ir mjög og láta ófriðlega út af því, að þeir hafi ekki fengið kýr og kindur. eins og þeim hafi verið lofað, ef þeir greiddu atkvæði með vissum mönnum. Kýrnar eru ókomnar enn og kindurnar sömu- le'iðis og Indíánunum er farið að lítast alvarlega illa á að þær muni nokkurn tíma koma. Eftir því, sem fréttin segir, á þetta loforð að hafa verið gefið við rík- iskosningar í fyrra, en hver það var, eða hverjir, sem lofuðu þess- um kúm og kindum, veit náttúr- lcga enginn. Bretland. Glasgow blaðið “The Herald”, getur um það í ritstjórnargrein, að R. B. Bennett hafi verið kos- -inn leiðtogi íhaldsflokksins í Canada. Finst blaðinu það benda í þá átt, að flokknum sé sérstak- lega umhugað um að vinna at- kvæði bændanna. Annars finst blaðinu að allar líkur séu til þess, að íhaldsflokkurinn, sem í Canada sé aðal útvörður alls þess, sem brezkt er, komist fljótlega til valda, ef hann kynni sér vndlego allar þarfir fylkjanna og sé til þess búinn að bæta úr þeim eftir beztu föngum. * * * Blöðin fluttu nýlega þær frétt- ir, að ensk stúlka, sem Dorothy Logan heitir og er læknir í Lon- don, hefði synt yfir Ermarsund á styttri tíma heldur en Miss Gert- rude Ederle frá New York gerði í fyrra. Nú hefir Miss Logan viðurkent, að þetta hafi ekki ver- ið annað en tál, því hún hafi í raun og veru verið í bátnum, sem fylgdi henni, mikið af leiðinni, en það hafi þeir einir vitað, sem með henni voru. Virðist hún helzt hafa gert þetta til að sannfærast um, hve auðvelt það væri að draga almenning á tálar. Hún fékk þús- und sterlingspund sem verðlaun fyrir sundið, en hefii* nú skilað þeim peningum aftur: Hvaðanœfa. Fjörutíu manns biðu bana og margir sættu meiri og minni meiðslum, í árekstri aðfaranótt hins 15. þ.m., milli sporbrautar- vagns og vöruflutningsbíls í borg- inni Indianapolis. * * * Á ársþingi verkamanna sam- bandsins amériska, American Fed- eration of Labor, höldnu í Los Angeles, Cal., í vikunn'i sem leið, var William Green endurkosinn til forseta í einu hljóði. Þingið afgreiddi þingsályktunartillögu, er á það gekk, að beita öllu afli sínu Við næstu forsetakosningar, án þess þó að blanda sér inn í flokkapólitíkina, heldur stuðla að útnefningu þess forsetaefnis og þeirra þingmannaefna, án tillits til flokka, er kunnir væru að því, að bera hag verkamanna fyrir brjósti. * * * ,John D. Rockefeller yngri, vill að háskólar, og aðrir slíkir skól- ar, sem veita hærri mentun, hækki svo skólagjöld sín, að þau nægi til að bera allan kostnað við skólana. Færir hann það til, að nú gangi menn aðallega á þessa hærri skóla til að njóta hins skemtilega og frjálslega skóla- lífs og í annan stað til að búa sig undir að geta aflað meiri peninga handa sjálfum sér. Sú hugsun, að afla sér hærri mentunar til þess að geta orðið þjóð sinni og almenningi að sem mestu liði, sé nú orðin sjaldgæf. Með öðr- um orðum: Menn komi ekki út af skólunum með þeim ásetningi, að þjóna öðrum, heldur að láta aðra þjóna sér. Þess vegn sé það ekki nema rétt og sanngjarnt, segir Mr. Rockefeller, að stúdentarxir borgi sjálfir það, sem skólaganga þeirra kostar. Eins og“hærri má Sú frétt hefir borist frá Buc- harest, að Ileana prínsessa, sú sem ferðaðist hér í landi í fyrra með móður sinni, Maríu Rúmeníu drotningu, hafi nú eins 6g Carol bróðir hennar, brotið hirðsiðina og gefið ástinni lausan tauminn og í stað þess að giftast einhverj- um konungssyni, þá hafi hún nú yfirgefið hirðina og farið burt með elskhuga sínum, sem er for- ingi í herflota Rúmeníumanna, ungur maður og glæsilegur, og sem stúlkunni hefir vafalaust lit- ist betur á heldur en þessa kon- ungasyni, sem sagt er að verið hafi að biðja hennar. • # * Sendiherra Albaníu í Czecho- Slovakia, var myrtur í Prague hinn 14. þ.m., þremur dögum eftir að hann var þangað kominn til að taka við embætti sínu. Sendi- herrann sat að máltíð í»veitinga- húsi, þar sem margt fólk var sam- an komið, þegar 18 ára gamall stúdent frá Albaníu gekk þar að honum og skaut þar á hann, og dó hann á leið til sjúkrahússins. Pilturinn var þegar tekinn fastur og sagði hann að það væri fjarri því að hann iðraðist þess verks, því hann hefði komið til Prague með þeim ásetningi að ráða sendi- herrann af dögum. * * # Mussolini hefir lýst yfir því á stjórnarráðsfundi, að hann mundi taka til sinna ráða, ef kaupmenn færðu ekki niður verð á vörum sín- um í samræmi við það sem gjald- evri landsins hefir hækkað í verði. og sem hefir valdið því, að kaup- gjald hefir lækkað. Einnig lét hann í ljós ánægju sína yfir þvi, að á ítalíu hefði enginn órói orð- ið út af aftöku þeirra Sacco og Vanzetti. 0r bœnum. Mr. Carl Thorlakson og Miss Valdheiður Benjamínsson, voru gefin saman í hjónaband hinn 15. þ.m. Rev. D. N. Buntain gifti. Heimili þeirra hjóna er að Ste. 12*4 Vinborg Apts. Mr. Eggert Oliver, frá Cypress River, var staddur í borginni í vikunni sem leið. Mrs. Anna Baker, frá Langruth, Man., andaðist í Portage la Prairie síðastliðið mánudagskveld, hin mesta merkiskona, hátt á ájötugs- aldri, Var hún systir Mrs. Aug. Polson hér í borginni. Jarðarför- in fer fram í Langruth. Tvær íslenzkar hjúkrunarkonur. Thelma Tait. Clara Tait. Þær tvær ungu stúlkur, er hér um ræðir, eru Thelma og Clará, dætur merkíshjónanna Magnúsar Tait, og Þórunnar konu hans, að Antler, Sask. Clara útskrifaðist síðastl. vor af Almenna sjukra- húsinu í Winnipeg, en Thelma stundaði hjúkrunarfræði í Chicago og lauk þar prófi, og stundar, sem stendur, hjúkrunarstörf í borginni Denver í Coloradoríki. Báðar þessar meyjar útskrifuð- ust með lofsamlegum vitnisburði. Mr. J. Ragnar Johnson, lögfræð- ingur, hefir nú tekið upp mála- færslustörf, með þeim McMurray og MeMurray, að 410 Electric Railway Chambers, sími 26 821. Mr. Johnson, er bráðvelgefinn og mentur ungur maður, sem óhætt er að treysta fyrir viðskiftum. Bréfum og fyrirspurnum svarað á íslenzku, ef æskt er. Séra Hjörtur J. Leó kom til borgarinnar í vikunni sem leið, á leið til Langruth, þar sem hann prédikaði á sunnudaginn. Kom aftur á mánudaginm Um mán- aðamótin næstu verður hann norð- ir við Manitobvatn. Mr. og Mrs. Sveinbjörn Lofts- son frá Bredenbury, Sask., komu til borgarinnai á þriðjudagsmorg- uninn. Mrs. Loptsson er að leita sér lækninga, og býst við að dvelja hér um tíma. Með þeim er dóttir þeirra, hjúkrunarkona, sem ætlar að stunda móður sína með- an hún er veik. Síðastliðinn laugardag, voru gefin saman í hjónaband, þau Jacob Hall, sonur Mr. og Mrs. Jónas Hall, að Gardar, N. Dak., og Miss Rúna Kinarsson, hjúkrun- arkona frá Grafton. Fór hjóna- vígslan fram á heimili foreldra brúðgumans. Séra Haraldur S’ig- mar gifti. Brúðhjónin lögðu af stað til Winnipeg, þegar að af- lokinni hjónavígslu athöfninni. og dvöldu hjá bróður brúðgum- ans, Mr. S- K. Hall og frú bans, þar til á þriðjudaginn, er þau hurfu heimleiðis. Mr. Aðalsteinn Kristjánsson er nú kominn til New York, og hygst að hafa þar vetursetu. Hefir hann ferðast fullar tíu þúsund mílur, frá því er hann fór frá Winni- peg, þann 11. maí síðastliðinn. Mjólkurverð hækkaði á þriðju- daginn í Winnipeg og gi^endinni; var áður 12c potturinn, en er nú 13«v Merkurglösin vörða seld fyrir 7c eins og áður. Er sagt, að þessi verðhækkun gangi til þeirra sem mjólkina framleiða og að þeir fái nú 30c. meira fyrír hver 100 pund af mjólk heldur en þeir hafi fengið, eða $2.47 i staðinn fyrir $2.17, eins og verið hefir. MADE-IN-MANITOBA. Það er sérstaklega ætlast til þess, að í þessari viku sé gert alt sem hægt er til að kynna fólkinu í Manitoba hvaða vörur það geti fengið heima fyrir og þurfi því ekki að sækja til annara frekar en það sjálft vill. Vitanlega er við því búist, að þetta leiði til þess, að meira verði kéypt af vörum, sem framleiddar eru í Manitoba, held- ur en verið hefir, og að menn læri að skilja, að það er ekki nauðsyn- í logt að sækja alla hluti, er maður þarf á að halda, út fyrir'fylkið, þar sem maður á heima. Þetta er ekki gert tll þess að einangra þetta j fylki á nokkurn hátt, eða varna því, að íbúar þess hafi viðskifti við aðra út í frá, heldur til að styðja að eðlilegum viðskiftum innan fylkis’ins. Dorkas félagið hefir ákveðið að halda sinn árlega jóla-Bazaar í samkomusal Fyrstu lút. kirkju, ! föstudgskvöldið 2. des. Verður nánar auglýst síðar. fslenzka Stúdentafélagið held- j ur Halloween Social í fundarsal j Fyrstu lút. kirkju, og býður til | öllu íslenzku námsfólki hér í ; borginni. Verður þar um marg- j breytta skemtun að ræð, er eng- . inn má af missa. Um Stefán frá Mjóadal “Þann flaðrara-fans, þú fyrirleizt sjálf yfir leiði hvers manns, siem leirugum loftungum blaðra.” Þannig kvaddi hann andaðan ættingja sinn í óði. Mun nokkur þess minnugur nú, þegar um hann verður ort og skrifað? Eg hefst ekki máls, til að gjalda skilyrðislaust jáyrði við öllu, sem Stephan G. Stephansson hefir sagt. Eg gerí það heldur ekki, til að auka orðstír hans. Verk hans eru óbrotgjarnir bautasteinar, en athugasemdir mínar og annara falla fljótt í gleymsku. Eg geri það ekki til að auka mér frama, því aðrir, mér meiri, munu eftir hann mæla. Enn síður kem eg fram sem málsvari kirkjunnar, til uppbótar á hinu umliðna. Eg ber enga ábyrgð á orða-viðskiftum annara, en sjálfur hefi eg alls engin afskifti haft af trúardeil- um manna. Eg gríp pennann, af því mér finst eg standa í skuld Við skáld- ið. Sé það gott, að vera örfaður til umhugsunar um alvarleg efni, hefir þessi andlegi einbúi verið mér þarfur maður. Sé það satt, að allir læri þó eitthvað af góð- um og göfugum mönnum, þá hef- ir Alberta-bóndinn veríð mér kennari, og eg er eitthvað ofur- lítið vitrari og betri, af því hann notaði sínar andvökur til að yrkja. Eg hefi verið góðlátlega á það mintur, æði oft, að margt mundi miður prestlegt í mínu fari. Eg er eiginlega orðinn í vandræðum með að vita, hvað stöðunni hæfi— finst enda, að alt lífið mundi í það ganga, að standa vörð yfir sjálf- um mér, gæfi eg gaum að þeim umvöndunum. Nú veit eg. t. d. ekki, hvort það er viðeigandi fyr- ir mig, að fara að skrifa um St. G., andaðan — af því hann fylti ekki okkar flokk. En hvort mun nú meiru valda á dómþingi ei- lífðarínnar: hlutfallslega réttur eða rangur skilningur einstak- linganna á dýpstu rökum tilver- unnar eða manndáð manna? Uppeldi og undirbúningnr. Bókmenta prófessorinn við há- skóla íslands talar um kotið, sem framleiddi St. G., og bætir svo við: .... “höfum við efni á, að leggja þvílikar jarðir í eyði, rétt ’eins og töðuvöllurinn Kirkjubóli sé skáldafrjór og Klettafjalla- skáldið hafi vaxið þar upp með sóleyjunum. Það er hvorki Kirlcju- ból né nokkurt annað einstakt ból, sem framleiðir hugsjónamennina og skáldin, heldur landið alt, þjóð- in öll og saga hennar frá því fyrsta til h'ins síðasta, með öllum sínum frostavetrum og fellisár- um, eldgosum og drepsóttum, út- lendri kúgun og etein slysni, vetr- arstriti og sumarvonum >— það sameinast alt í veru skáldsins. Að vísu mun æskuheimilið og útsýnið í heimahögum, hafa djúp- tæk áhrif á vaxandi mannssál, en það eitt mótar sjaldan eða aldrei manninn. St. G. átti ýmsa kenn- ara, og af þeim öllum hefir hann eitthvað lært. Náttúran var honum barna- skóli. Eg hygg það hárétt hjá Sigurði Nordal, að hinir hreinu litir og glöggu, pfmörkuðu línur í íslenzku útsýni, örfi eftirtekt- ina og þroski góða greind hjá al- þýðu vors ættarlands. Þessi ein- kenni koma greinilega fram í flestum ljóðum Stephans. Dóm- greindin er óvenjulega skýr, at- hugunin nákvæm og skörp, hugs- unin föst. Þar eru engar máðar línur eða úrfellismerki í rökfærsl- unni, það er einnig ljóst, að hann hefir elskað náttúruna: fossa og fjöll, ár og úthöf, víðfeðmi merk- urinnar og hina draumdjúpu ró frumskóganna. ISeinna mun eg reyna að færa rök fyrir því, að hann hafi verið meðal allra snjöll- ustu náttúruskálda, sem á íslenzku hafa kveðið. . Honum gafst, í æsku, nokkurs konar töfralykill að fegurð og yndi fósturlandsins — í kvæðum eldri skáldanna. Sá maður hlýt- ur að vera gjörsnéiddur allri skáldgáfu, sem getur lesið “Hulduljóð” t. d. án þess að sál hans fari að syngja undir — þó hann máske nái aldrei laginu. Þvílík ljóð hamla íslenzkum al- þýðumanni frá að horfa með orð- lausri undrun á heim fegurðar- innar. Þessir skólameistarar tóku við Stephani á frumvaxtarskeiði. Sá þriðji kemur litlu seinna til sög- unnar; nefnilega íslenzku þjóð- sögurnar um huldufólk í hólum, álfa í björgum, útilegumenn á fjöllum og undramenn í útlegð og álögum. Hvergi var auðn né tóm. Al- staðar var líf og alstaðar gerðu3t æfintýri. Börnin ortu upp þessi æfintýri í barnaleikjum sínum. Telpurnar léku Ásu, Signýju og Helgu, eða sömdu sína eigin út- gáfu af hinni burtnumdu bónda- dóttur, hjá tröllunum. Hrepps- (Framh. á bls. 5.) HEIMSÓKN. Sunnudaginn 25. september 1927, gerðu konur úr kvenfélagi Sel- kirk safnaðar, fjölmenna héim- sókn að “Betel”, Gimli, Man. Auk kvenfélagskonanna fjölmentu Sel- kirkbúar við þessa heimsókn. Kvenfélagskonurnar veittu heim- ilisfólkinu á Betel mikinn mann- fagnað með miklum og góðum veitingum. Eftir að veitinganna var neytt, hófst prógramið: séra Jónas A. Sigurðsson flutti snjalla og hlý- lega ræðu. Sálmur"var sunginn fyrir og eftir ræðuna. Fyrir hönd kvenfélagskonanna, afhenti séra Jónas forstöðufólk- inu á Betel, peningagjöf, $32, til Betel. Með afhendingunni mælti séra Jónas velvrflin orð. Fyrir hönd héimilisins fluttl séra Sigurður ólafsson þakklæt- isorð: til kvenfélagskonanna fyr- ir peningagjöfina og rausnarlegan mannfagnað, jafnframt þakklæti til allra heimsóknarmanna, fyrir komuna. Klemens Ííónasson frá Selkirk og Halldór Daníelsson tóku báðir til máls. Eftir að heimsóknarfólkið hafði skemt með fögrum söng, sem fleiri tóku þátt i, flutti séra Jón- as gullfallegt, frumsamið kvæði, um svefninn. Enn var sungið og síðan kvaðst með hlýjum kveðj- um og góðum óskum. Heimsókn þessi þakkast hið allra bezta, öllum sem tóku þátt í henni, og unnu að henni; þeim öllum, konum pg körlum, óskað allrar blessunar fyr og síðar. — Sérstaklega þakkast kvenfélags- konununl, fyrir, mannfagnað og peningagjöfina; öHum þakkað og öllum óskað árs og friðar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.