Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 3
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 20. QKTÓBER 1927. Bls. B. Mrs. Julia Coffin “Hvert ertu farin, hin fagra, og blíða? Fórstu, Rakel, í svipanna heim? Fyrir sunnu sé íg nú líða svarta flóka, og dimmir 1 géim.” Þessi orð skáldsins áttu sérstaklega vel við og lýstu hugar- ástandi móður, bróður og og annara ástvina konunnar, Mrs. Juliu Coffin, þegar hún, í blóma lífsins, síðastliðið sumar var af engli dauðans frá þeim tekin. Yið þá óvæntu heimsókn þess guðlega sendiboða dró ský saknaðarins og sorgarinnar fyrir ánægjusól lífs þeirra og myrkvaði hana. En, guði sé lof, þó að myrkur mannlífsins grúfi oft dimm yfir sálum vorum, getur þó “ljósið náðar” rofið þau og vísað okkur leið heim, þangað, sem skilnaðurinn á sér ekki stað og saknaðartárin “þorna fyrir geislum kærleikans.” Julia heitin Cað fullu nafni Guðrún Júlíana) var fædd í Winriipeg, Man., 3. janúar 1889. Foreldrar hennar voru Bjcrn Stefánsson, ættaður úr Víðidal í Húnavatnssýslu, og Guðrún Andrésdóttir frá Kirkjuhvammi. Hún misti föður sinn, þegar hún var á ifyrsta aldurs ári. Tveggja ára fluttist hún með móður sinni vestur til Seatle, Wash. Þar g'iftist móðir henn- ar seinni manni sínum, Sigfúsi Salómon, syni Jónasar Kort- sonar, ættaður úr Þingeyjarsýslu. Árið 1898 fluttist Julia heit. með móður sinni og stjúpföður til Marietta, og þaðan eft- ir stutta dvöl, til iPoint Roberts, Wash. Þar ólst hún upp, þar til hún var átján ára. Þá tók hún að nema hjúkrunarfræði við St. Josephs spítalann í Bellingham, Wash. Þaðan útskrifaðist hún þremur árum síðar, 1910. Næstu þrjú árin stundaði hún hjúkrunarstörf. Árið 1913 fluttist hún til Rossland, B. C., og giftist þar Dr. J. W. Coffin. Dr. Coffin var vel látinh og góður læknir og drengur hinn bezti. Julia heit. tók mikinn þátt í starfi manns síns og aðstoðaði hann með alúð og áhuga. Mann sinn misti hún síðastliðið hust, eftir langvarandi heilsulas- leik. Eftir það stríð og þann missi, náði hún sér aldrei. Lík- amskraftar hennar léttf undan þeim þunga. í mai síðastl. vor flutti hún til Vancouver, B.C., og mánuði seinna fór hún til Honolulu, samkvæmt læknisráði, til að leita sér heilsubótar, en kom til baka aftur úr þeirri ferð 22. júlí, og dó á spítala í Van- couver þ. 28. s.m. Hún var jarðsungin af kaþólskum prestum þar í borginni, því hún var meðlimur þeirrar deildar kristn- innar. Juliu heit. og manni hennar varð ekki barna auðið, en tvær dætur bróður síns tók hún að sér og unni þeim og annaðist þær sem bezta móðir. Og fólki sínu öllu reyndist hún frábærlega góð og hjálpfús á allan hátt, sem hún gat við komið. Julia he'it. var fríð sýnum, kát og alúðleg og yfirlætislaus í framkomu gagrivart öllum. Hún átti því marga vini, sem syrgja hana og sakna hennar. Hún var vel og einlæglega krístin kona. Mitt í mótlætisstríði sínu átti hún það traust á kærleiksríkrí forsjón Guðs, sem eg hefi óvíða orðið var. Það er gróði að hafa þekt hana og átt hana fyrir vin, og endurminn- ingin um hana er vinum hennar dýrmætur fjársjóður. Far þú vel, Julia. Þú ert farin heim — heim til sælli bú- staða; heim til ástvinarins, sem þú unnir svo heitt; heim til 'Drottins þíns, sem þú treystir svo innilega og vildir þjóna. Hann hefir leitt þig í friðarhöfn. “Svo vertu kvödd með hrygðarblöndnu hrósi; vér hermum drotni lof, sem tók og gaf, öll lífsins straumvötn hverfa að einum ósi, í undrasæinn, guðlegt kærleiks-haf.” Kolbeinn Sæmundsson. Máttur sólar. | Fyrirlestur fluttur af Jónasi Krist-1 jánssyni héraðslœkni í Kvennaskól- anum á Blönduósi um sumarmálin 1925. Framh. Af öllum greinum læknisfræðinn- ar er sjálfsagt sú skemst á veg kom- in, er kennir oss hvernig vér eigum að lifa, og hvað vér eigum að leggja oss til munns, til þess að varðveita líkamlega og andlega hreysti til æfiloka, því hefur til skamms tíma verið haldið fram, að fæðutegund- irnar væru aðeins þrjár, sem sé kol- vetni, fita og eggjahvíta, og til þess að halda við lífinu þyrfti maðurinn aðeins ákveðinn fjölda af hita ein- ingum í þessum fæðutegundum. Reynsla siðari ára hefur þó kent oss, að þetta nægir ekki. Fæðan getur innihaldið allar þessar þrjár fæðutegundir i hæfilegum mæli og nægilegum fjölda af hitaeiningum, °g þó þrífast menn ekki af þeim. Nú vita menn, að fyrir utan sölt, sem þurfa að vera í allri fæðu, þarf líka að vera í henni gnægð af “vita- mina” eða lífgjafaefnum. Ennfrenj- ur þarf að vera í fæðunni nægilega mikið af ómetanlegum úrgangsefn- um fcellulose). Lífgjafaefnin hefi eg kallað sólargeislana í fæðunni, því þau virðast hafa samskonar á- hrif á líkamann og svipaða þýðingu fyrir velfc;r5 hans og sólin. Ung- viði, sem alið er upp í sólarlitlum, köldum og rökum húsakynnum, fær beinkröm. Skorti lífgjafaefni í fæð- una, þá á nákvæmlega hið sama sér stað. Sólarljósið og lífgjafaefnin geta að miklu leyti komið hvert í annars stað, og bætt hvert -annað upp, svo flest bendir til að þau séu eitt og hið sama. Sé tilfinnanlegur skortur á sólarljósi geta lífgjafaefn- in bætt úr því að miklu leyti. Á svipaðan hátt getur sólarljósið bætt úr skorti á lífgajafaéfnum á fæð- unni. Með öðrum orðum, önnur teg- und sólargeislanna verkar á yfir- borð líkamans, hin eða sólargeisl- arnir, sem bundnir eru í lifgjafa- efnum fæðunnar, verka innvortis á líkamann og valda innvortisgeislun. Ef lífgjafaefnin, sólargeislarnir i fæð^rini, eru deydd með oflangri suðu eða á annan hátt numin burtu, þá lifir ekki dýr á henni til lengdar. Menn og dýr hlíta hinu sama Itf- fræðilega lögmáli, og eru útbúnir frá hendi náttúrunnar með svipuðum kröfum. Sólin við heldur öllu, sem lifir og nærir alt á svipaðan hátt og móðir sem hefur barn sitt á brjósti. Það hefir lengi verið draumur vísindamanna, sérstaklega efna- fræðinganna, að búa til lífræn efni úr ólifrænum, án þess að nota sótar- ljósið til hjálpar. Engin líkindi eru til þess, að það muni nokkurn tíma takast, og jafnvel þó tækist að setja saman efni með svipaðri bygg- ingu og jurtirnar hafa, er sólin hef- ir látiö va>;á úr skauti jarðarinnar, þá mundu þau þó aldrei'geta'orðið hæfileg fæða handa mönnum og dýrum. Efnafræðingar mundu aldr- ei geta blásið þeim lifsneista í efnið, sem sólinni er einni unt að gera. í þessu liggur munurinn á lífrænum og ólífrænum efnasamböndum. í fæðu manna og dýra verða að vera, ekki að eins lífræn efnasambönd, heldur verður hún að vera lifandi sjálf, með þeim lífsneista ekki út- kulnuðum, sem sólarljósið hefir í efnið geislað. Fæðan má ekki missa í matreiðslunni þá byggingu, sem sólarljósið hefur skapað í hana. Þess vegna verða menn að gæta þeirrar varúðar í matreiðslunni, að skemma sem minst þetta verk nátt- úrunnar, en það getur langvinn suða meðal annars gert að verkum. Við sykurgjörðina eyðileggjast líggjafa efnin, svo vanalegur reyrsykur er algjörlega sneyddur þeim efnum, og þó að sykur hafi mikið hitagildi og sé mjög nærandi, er hann þó óholl- fæða, bæði vegna skorts á lifgjafa- efnum og ekki síður vegna hins, að hann ertir innýflin og meltist upp til agna, og veldur þannig kyr- stöðu í þörmunum. Þegar menn nxala korntegundir, og skilja hýðið frá, og neyta aðeins kjarna kornsins, hveitisins, vinna menn óhappaverk. Við það að neyta ekki hratsins með, fara menn á mis við lífgjafaefnin, sem undir hýðinu eru. Enn fremur fara menn á mis við kalk- og járnsambönd, sem í korntegundunum eru, ef menn kasta burtu hratinu eða hýðinu utan af korninu. Kalksamböndin eru nauðsynleg til byggingar beinanna og viðhalds þeirra, og jámsam- böndin em nauðsynleg til blóð- myndunar. Þar að auki eru trjáefn- in í hýði korntegundanna “sellu- lose,” nauðsynleg í fæðuna til þarm- fylla, til þess að ýfa þarmana til hæfilegrar hreyfingar. Tómir þarm- arnir liggja að mestu hreyfingar- lausir, en þarmar með hæfilegu innihaldi geta notið vöðvanna i veggjum sínum til þess að ýta á- fram til tæmingar þarminnihaldinu. Það er einmitt þetta, sem fyrirbygg- ir óeðlilega innvortis rotnun. Þetta hefir einmitt regin mikla þvðingu fyrir heilsu manna og þrif, bæði líkamlega og andlega. Eg hefi áður tekið það fram, að það er jafn árið- andi að maturinn og hinar ómeltan- legu leyfar hans fari með eðlileg- um hraða gegnum þarma eins og að blóðið fari með eðlileg|um hraða gegnum æðar likamans. Við hvoru- tveggja það starf vinnst það tvent: Fyrst, að flytja öllum frumum lík- amans næringu, og í öðru lagi, að flytja burtu brennsluefni, sem valda eitrun í líkamanum, komist þau ekki nægilega fljótt burtu, á svip- aðan hátt og eldurinn kafnar, ef reykurinn kemst ekki burtu. Það er því óhætt að fullyrða, að fóðrun manna er meira vandaverk en í fljótu bragði virðist eða marg- an grunar. Fyrir allar syndir og yfirsjónir á þessu sviði taka menn út hegningu i einhverri mynd. Yfir sjónirnar eru eflaust margvíslegar. Eg skal hér aðeins nefna tvær eða þrjár. Er þar fyrst að telja ofnautn. I öðru lagi brottnám lífgjafaefn- anna. I þriðja lagi brottnám úr- gangsefnanna eða trjáefnanna, sem ómeltanleg eru. Hér við má og bæta því að vanalega inniheldur fæðan ofmikið af eggjahvítuefnum. Allar þessar yfirsjónir leiða til hins sama: Of mikillar kyrstöðu í þörm- unum og. ræktunar rotnunar og bólgumyndandi gerla í þörmunum, í stað mjólkursýrugerla. Eiturefnin ftoxin), sem myndast við meltingu og bruna þessarar fæðu, komast ekki uægilega ört burt úr líkamanum, svo þau valda skaSa og skemdum á líffærunum, á svipaðan hátt og reykurinn skemmir húsið, ef hann kemst ekki út um reykháfinn. Reynsla vor á dýrum færir oss heim sanninn um þetta. Því fer fjarri, að það bæti úr skák fyrir mönnum, þótt þeir þykist upp úr því vaxnir að læra af dýrum, sem ennþá heyra rödd náttúrunnar. Því ]iað kostar þá árekstur þar til þeir sjá að sér. — Erlendis eru hestar fóðraðir með höfrum eða byggi eða korni. En xeir þrífast ekki á því eingöngu til lengdar vegna innvortis kyrstöðu og rotnunar sökum skorts á nægilega miklu af úrgangsefnum. Þeir verða aS fá hálm með til þess að þrífast. Hálmurinn er að mestu leyti ómeltanlegur. En hann hefur mikið af trjáefni “Sellulose” sem fyllir þarnxana og ýfir þá til hreyf- ingar og tæmingar, og það fyrir- Jxyggir innvortisrotnun. Þegar eg var drengur heirna í foreldrahúsum, tók eg eftir því, þegar grös stóðu í sem mestum blóma og voru safarík- ust, að hestar átu þurt torf úr veggjum þegar þeir voru reknir heim í hlað; sérstaklega þeir hestar sem gengu á mýrlendi. Mig furðaði á þessu. Nú veit eg, að hestarnir voru að fá sér úrgangsfóður, eða ó- mehanlegt fóSur, til þess að bæta sér upp skort á “Sellulose.” En af því fengu þeir ekki nægilega mikið úr tnýrgresinu meðan það var sem safaríkast. HJestarnir eru börn nátt- úrunnar og heyra hennar rödd. Mannskepnan er orðin of siviliser- uð til þess að heyra x^idd fóstru sinnar og er ekki að furða þó það kosti áiekstur. Margir hafa veitt því eftirtekt, að ungbörn eru stundum sólgin í að eta ösku. Það stafar af því, að þau vantar kalk, og ef til vill fleiri sölt, og eSlisávísunin vísar þeim rétta leið meðan menningin hefur ekki sljófgað hana. Vilhjálmur Stefánsson landkönn- uður segir frá því í einni af ferða- sögum sinum, að hann og félagar hans urðu matarlausir af öðrum mat en selspiki. En þeir þoldu ekki spikið eintómt, og fann hann þá upp á því að eta fiður með spikinu til þess að konxast hjá innvortis rotnun, sem hefSi sjálfsagt riði'ð þeim að fullu, því spikið meltist upp til agna, en fiðrið var úrgangs- fóður, sem kom þvi til leiðar að það gekk úr þeim. Eífgjafaefni og úrgangsefni fylgjast mjög oft að í fæðunni, til dæmis í korntegundum. Það er því ekki að furða þó þaS kosti árekstur þegar hvörttveggja er runnið burtu úr fæðunni, og hins neytt, kjarnans, sem þar að auki skortir bæði járn og kalksambönd, sem nauðsynleg eru likamanum til blóð- og bein- myndunar, ekki sist börnum og ung- lingum, sem eru að taka út vöxt. Fyrir hér um bil tveim áratugum var þeirri kenningu mjög haldið fram af einstökum mönnum innan læknastéttarinnar erlendis, að best og heppilegast væri aS nærast á sem kröftugastri fæðu, fæSu, sem taki sem minst rúm og meltist svo að segja upp til agna. Það var talið á- riðandi að tyggja matinn vel, sem og rétt er, þar til hann væri orðinn fljótandi. Trefjuefni, sem í honum voru, átti helst að taka burtu, og neyta þeirra alls ekki. Sá hét Horace Fletcher, sem þessi kenn- ing var kend við í Englandi og í Ameríku. Margir urðu til þess að taka upp þessa siði í mataræði, þar á meÖal heimspekingurinn William James. En bæSi hann og aðrir urðu að leggja þessa siði niður aftur, vegna þess að þeir ollu þeim kyr- stöðu i þörmunum og þar af leið- andi innvortis rotnunar. Á síðustu árum hefir enn betur sannast, að þetta er hin argasta villukenning. Þeir menn, sem hana tóku upp og reyndu að lifa eftir henni, gátu ekki hægt sér svo vikum skifti. Hægð- irnar urðu harðar og lyktarlausar, vegna þess að öll rotnun fór inn í líkamann, og er það vel skiljanlegt, hvort þaS hefur valdið vellíðan einni. Það er nokkurnveginn áreiðanlegt að þeir menn eldast betur og endast lengur sem hafa örar hægðir, held- ur en hinir, sem tregar hægðir hafa. Eitt af því, sem veldur kyrstöðu í meltingarfærunum og þar af leið- andi rotnun í ristlinum, er ónóg hreyfing eða kyrrsetur. Það, að menn hafa ekki nægilegt líkamlegt erfiði úti undir beru lofti, eða eru ekki nægilega mikið á hreyfingu eða viS starf háðir áhrifum lofts og sól- ar. Starf og hreyfing úti undir beru lofti örfar efnaskifti líkamans, til þess að leysa starf sitt betur af hendi. Menn anda dýpra, melta betur, hafa örari hægðir og losna fljótar við öll þau eiturefni, sem lífsbruninn framleiðir, ef menn eru iðulega háðir áhrifum lofts, sólar og líkamlegs erfiðis. Fjöldinn allur af kvennfólki hér á landi, og ekki sist húsmæðrum lifa kyrsetulífi í húsum inni. Er ekki ólíklegt að þetta kyrsetulíf, oft i lélegum húsa- kynnum hafi haft veiklandi áhrif á þjóðina. Berklaveikin er tíðari í konum en körlum hér á landi. Það stafar efalaust mest af því, að kven- fólkið hefur nxeiri kyrstööu strax frá barnsaldri i köldum og sólarlitl- um húsakynnum. Enn er ótalinn einn mjög svo al- gengur kvilli, er eg fyrir mitt leyti efast ekki um að stafi af mataræð- inu. Sá kvilli er tannpinan eða tann- skemdirnar. Oft heyrist fólk hafa orð á því, hvað tennur í fólki séu orðnar ónýtar. “Ekki veit eg til hvers Guð er að skapa tennur í börnin, fyrst þær eru syona ónýtar og börnunum aðeins til kvalar. Þeim er ekki fyr sprottin tönn í góm en hún eyðilegst og holast. Þetta var ekki svona áður.” Menn finna saldnast orsakir til meinsemdanna hjá sjálfum sér. Læknum kernur saman um orsakir tannskemdanna Að minu áliti er það tvent, sem veldur tannskemdunum, þó fleira geti komið til gteina. Fyrst og fremst er það skortur gnægð líf- gjafaefna í fæðunni ásamt lífræn- um söltum, sem lífgjafaefnum eru ætíð samfara. Þessi skortur veldur tregum hægðum meðal annars, og þar af leiðandi rotnun í innýflum og truflun á meltingu. Á hinn bóg- inn veldur slík matreiðsla kalk- skorti í beinum líkamans og þar á meðal í tönnunum. Þetta hefi eg oft haft tækifæri til að athuga á börnum, sem hafa litla eða ónóga mjólk, og eru nærð á hafraseyði, tvibökum og annari lifgjafasnauðri fæðu, sem vantar jafnfranxt bæði kalksölt og járnsambönd. Tennur þessara barna skemmast strax og þær koma í ljós. Þær eru móleitar, næstum því skíðislinar og tanngler- ungurinn örþunnur. Vanalega er munnur á mönnum gerlasnauður eða því nær ef melt- ing er í lagi og munnvatn þar af leiðandi ríkulegt og eðlilegt. En þegar óeðlileg kyrstaða á sér stað i innýflum, er mergð af gerlum í öll- urn meltingarveginum, þar á meðal i munni, og þar setn tannglerungur- inn er og tannbeinið þar undir laust i sér, möskvar þess meir og minna bandvefskendir í stað kalks, þá er opin leið til tannskemdanna. Þa&'er kunnugt að tennur skemmast mest á konum meðan þær ganga með fóstur. Það stafar af því, að þær þurfa að rniðla fóstrinu miklu af kalki og jámsamböndum. Þar að auki hafa þær vanalega tregar hægð- ir. Þar af leiðandi verður meiri rotnun og gerlagerð í ristli þeirra, og meira um gerla í öllum melting- arveginum. Hin orsökin er svipaðs eðlis. Hún er sú, að x fæðu manna vantar úrgangsefnin “Sellulose” eða trjáefni. Með öðrum orðum, fæðan of sterk, of “concenteruð,” og skilar ekki nægum úrgangi til þess að ýfa þarnxana til eðlilegs starfs, og fljótrar tæmingar til þess að fyrirbyggja rotnunina. Tannát- an er fyrst og fremst starf rotnun- argerlanna, árangur af starfi upp- leysandi og ibólgumyndandi gerla. Þeir, sem neyta iðulega súrs skyrs fá miklu síður tannskemdir, vegna þess, að skyrgerlarnir og mjólkur- sýrugerlarnir eyðileggja rotnunar- og bólgumyndandi gerla i þörmum Pg örva þarmavöðvana til eðlistarfs og tæmingar. Mjólkursýrugerlarnir eru eins og áður er frarn tekið, sá eðlilegi og náttúrlegi gerlagróður þarmanna. Rotnunargerlarnir eru verstu og skæðustu óvinir mannlífs- ins. Lífið er stöðug barátta við þá fá vöggunni til grafarinnar, þar sem ýmsir mega betur. Sjúkdómar flestir eru bráðabyrgðasigur gerl- anna, og dauði nxanna er fullnaðar sigur þeirra. Þá verður likaminn þeim að bráð fyrir fult og alt. Læknisráðin er þekking i þeirri hernaðariist, að verjast ásókn þess- ara ósýnilegu óvina. í þessari bar- áttu er sólarljósið í raun og veru lang-öflugasta eða jafnvel eina vopnið, ef vér aðeins höfum þekk- ingu, getu og vilja til þess að not- færa það oss til heilsubótar og hags- muna. Áður var það eðlisávisun, sem oftast benti mannkyninu á rétta braut. Það lítur út fyrir að þeirra áhrifa gæti minná nú orðið en áður var. En þá verður þekkingin, vis- indaleg þekking og reynsla að koma í staðinn. í öllum skólurn, ekki sist kvenna- skólum, þyrfti lifeðlisfræði fbio- logi) og heilsufræði (diygiene) bygð á nýjustu vísindalegri þekkingu, að vera fyrsta og helsta námsgreinin, kend af þar til hæfum lærðum mönnum. Mæður þyrftu að fá miklu meiri fræðslu en nú er kostur á í eðlisfræði meltingarinnar. Truflun á meltingu ungbarna sökum óheppi- legs fæðis er mjög algeng. Því veld- ur miklu fremur fáfræði en fátækt. Yfirhöfuð er öll matreiðsluþekking á lágu stigi hér á landi eins og vér íslendingar stöndum öðrum þjóð- um að baki í verklegum fram- kvæmdum og verklegri þekkingu. Við alla matreiðslu þarf fyrst og fremst að taka tillit til þeirra at- riða, er nú skulu talin: 1. Efnasanxsetning fæðunnar. Að i henni sé hæfilegt hlutfall milli eggjahvitu, kolvetna og fitu. 2. Að í matnum sé gnægð líf- gjafaefna, ásamt þeim söltum, sem likaminn þarfnast, svo sem kalk og járnsölt í lífrænu efnasambandi. 3. Að maturinn innihaldi hæfi- legan fjölda af hitaeiningum sniðið eftir þörfinni. 4. Að maturinn sé lifandi. Það er að segja, að frumubyggingunni í 'honum sé hvorki raskað né breytt, hvorki með ofmikilli suðu né á ann- an hátt. 5. Að í matnum sé nægilega mik- ið af ómeltanlegum úrgangsefnum í hverri máltið, svo trygging sé fyr- ir eðlilegri tæmingu. 6. Að nokkuð af matnum sé að minsta kosti þannig úr garði gjörð- ur, að hann útheimti áreynslu tann- anna, eða þurfi að tyggjast. 7. Að forðast alt krydd annað en matarsalt, svo sem mustard, pipar, edik o. s. frv. 8. Að forðast alla skemda fæðu, fæðu, sem orðið hefur fyrir breyt- ingu af ýldu eða rotnun. Það er ekld óalgengt að kalla þann mat góðan og fínan, sem mik- ið er kryddaður og breyttur, þar sem flestar þessar meginreglur eru brotnar. Fjöldinn allur af fólki heldur að það saki ekki, hvernig það lifir og á hverju það lifir. Líkami mannsins hafi hæfileika til þess að laga sig eftir öllum mögulegum skilyrðum, ' þó brotið sé x bág við lögmál nátt- úrunnar á flesta lund. Ef líkaminn sjálfur er þess ekki megnugur þá eru lyfin og læknarnir. Þetta minn- ir mig á auglýsingu, sem eg sá suð- ur x Kaupmannahöfn fyrir mörg- um árum. Hún var svona: “Ödelæg kun gang?ke rolig Deres Mave, Islandsk Bitter gör den god igen.” En þetta er alröng skoðun. Ef vér brjótum til muna í bág við lög- mál náttúrunnar, þá verðum vér fyrir |árekstxi í mynd gjúkdóma. Ef mikið kveður að þessu og lengi, kemur hegningin fram í úrkynjun og aldauða. Vér verðum að taka það til greina, að sólin er hin mikla lif og orkulind alls jarðlifsins, Og lifa samkvæmt því. En þó lif mann- anna barna sé stutt, er leiðin villu- gjörn. Oss hættir við því, að vill- ast út úr ljósinu og birtunni út í myrkrið, að velja skuggana í stað sólskinsins. Vér erum oft glám- skygnir á hið sanna manngildi. Vér eltum hrævarelda tískunnar í flest- um greirium en afrækjum sól sann- leikans. Fyrsta sporið til aftur- hvarfs í þeim efnum, er að sjá hvert stefnir, og þá er auðveldara að snúa við í rétta átt. Hilda Sigurbjörg Guðmundsdóttir Kristjánsson. f. 24. jan. 1922—d. 22. maí 1927. Hilda Sigurbjörg var að eins fimm ára og fjögra mánaða, er hún dó.“’Æfin var ekki löng, æfi- sagan verður það ekki heldur. En þeir sem urðu henni samferða, þessa stuttu lífsleið, hafa þó svo margs að iriinnast og margt um hana að segja. Og ljúft væri þeim, er þetta ritar, að mega varpa yfir hug lesndans, nú eða síðar, örléttum, hlýjum andblæ veru hennar og lífs. 1 t Hún fæddist að Kristnesi, Sask,] þ. 24. janúar 1922. Foreldrar hennar eru hjónin Guðmundur Kristjánsson, Stefánssonar frá Þorvaldsstöðum í Vopnafirði, og Emma Sigurðardóttir Stefánsson- ar. Af fimm dætrum sínum hafa þau nú mist tvær. Hallfríður dó 1921. Hilda Sigurbjörg var sú þriðja í röðinni. Hún var löngum hraust, fjörmikil og glaðsinna. En á útmánuðum síðastliðinn vetur sýktist hún af liðag'igt, er síðar veiklaði hjarta hennar. Hún and- aðist árla morguns 22. maí og var jarðsungin þrem dögum síðar, með aðstoð undirritaðs. Hún var að sögn sérlega skýrt barn, að greind, eftirtekt og næmi; og minni hafði hún svo trútt, að þá furðaði á, er til þektu. Hýr og sviflétt sólskinsvera; svolítill lífsgláður ljósálfur; efni- legt, bráðvaxta barn, — það var Hilda litla Sigurbjörg — öllum ástvinum og samferðamönnum. Hún var von og yndi forledra sinna, og augasteinn afa og ömmu. Friðrik A. Friðriksson. ULUSTIO ■ M Hafið þér heyrt j|| | um Peps? Pepstöfl- urnar eru búnar til sa’xn- kvæ*mt strangvísindalegum reglu'm og skulu notaðar við hósta, kvefi, hálssárindum og b rjóstþy ngsl um. Peps innihalda viss lækning- arefni, sem leysast upp á tung- unni og verða að gufu, er þrýst- ir sér út í lungnapipurnar. Gufa þessi mýkir og græðir hina sjúku parta svo að segja á svip- stundu. Þegar engin önnur efni eiga aðgang að lungnapí^unum, þá þrýstir gufa þessi sér viðstöðu- laust út í hvern einasta af- ki’ma og læknar tafarlaust. — Ókeypis reynsla. Klippið þessa auglýsingu úr blaðinu aendið hana með pósti, ása’mt 1 c. frimerki, til Peps Co., Tor- onto. Munum vér þá senda yð- ur ókeypis reynsluskerf. Fæst hjá öllu'm lyfsölum og i búðum 50 cent askjan. ?*ps Frá Færeyjum. Frá Þórshöfn í Færeyjum, er símað til danskra blaða, að flest færeysku Grænlandsfaranna séu nú um það bil að hætta veiðum, og hafa þeir fullhlaðið öll skip- in. Einnig er sagt, að Færeying- ar hafi fiskað vel hér við land, og að mörg þilskip þeirra séu komin heim af Islandsveiðum með góðan afla. Togarinn “Royndin” er lagður af stað til Grænlands í nýja veiðiför, og hefir að þessu sinni fengið leyfi til að taka kol á Grænlandi frá námunum þar. Hyggja menn að þetta geti orðið til miKÍls sparnaðar fyrir útgerð- ina. — Á miðum Færeyinga heíma fyrir, hefir aflast vel í sumar og betur en menn rekur minni til. Hafa ensku togararnir leitað til færeysku fiskimiðanna frá Norð- ursjávarmfðunum.—Vísir 27. ág. Bezta Meðalið, Þegar Kraftarnir Eru að Minka. Þegar kraftarnir eru að. minka og taugarnar og vöðvarnir eru að gefa sig, þá er það vegna þess, að blóðið er ekki í góðu lagi, eða það : kemur af of mikilli vinnu og á- j reynslu á taugarnar, eða því, aðv maður fer of seint að hátta og fær. of lítinn svefn, eða þá að ellin er j að gei’a manni lífið erfitt. Nuga-j Tone bætir ótrúlega vel úr öllu' þessu og hefir hjálpað millíónum manna til heilsu og styrkt krafta þeirra, þótt annað hafi brugðist. í 35 ár hefir NugaTone stói’kost- lega bætt heilsufar þess fólks, sem mist hefir andlegt og líkam- legt þrek vegna þess að líffærin hafa gefið eftir og vinna ekki fyllilega sitt verk. Allir lyfsalar selja þér það með fullri trygg-. ingu um að það reynist eins og sagt er, eða það, að öðrum kosti, j kosti þig ekki neitt. Fáðu þér flösku strax í dag og reyndu það fyrir sjálfan þig. Hafnaðu eftir-! líkingum. Vertu viss um að fá^ Nuga-Tone. Það erii kaupa 2 vegir til að brúkaðan bíl 1. —Að fara úr einum stað í annan og eyða tíma, kaupa svo bíl frá hinum og þessum ókunnum, sem ef til vill er ekki hægt að reiða sig á. eða 2. —Þegar þér eruð í Winnipeg, að fara þá beint til elzta og bezt þekta bif- reiðafélagsins í Canada, THE Mc- LAUGHLIN MOTOR CAR COM- PANY, LIMITED Þér keyptuð beztu kerruna hjá okkur, og nú getið þér fengið hjá oss bezta bíiinn. 1925 Star Sedan ...... $695 1924 Maxwell Sedan .... 770 1925 Essex Coach ...... 545 1924 Chevrolet Touring 345 1924 Oakland Touring ... 595 1924 Oakland Four Pass Coupe ............... 795 1824 Hudson Coach..... 795 1921 Willis Knight ..... 695 1921 Nash Touring ..... 650 1926 Oldsmobile Sedan $995 1925 McLaughlin Master Six Coach..............1250 Light S i x 1923 Studabaker Six Touring .... 1922 McLaughlin Touring ...... 1925 Dodge Coupe 1923 Spec. Six Studabekar with winter top ..... 650 1923 McLaughlin 7 Pas- senger Touring ....... 800 550 450 850 Ef þér kaupið hjá oss bíl, og framvísiðþess- ari auglýsingu^ þá endurgreiðum vér járn- brautarfargjald yðar. Show Room & Used Car Lot Used Car Show Room Cor. Maryland and Portage 216 Fort Street.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.