Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1927. Bls. 7. Mæður! hafið gát á hörundi Barnanna GEFIÐ nanar gætur að því, að börn yðar hafi hreina, fallega og heilbrigða húð. Látið ekki fleiður eða sár breiðast út. En notið hið góðfræga Zam-Buk. Það græðir fljótt og áreiðan- ,Þar að au,ki. dre^ur Það ur sársaukanum og varnar því areiðnlega, að sárin verði að hættulegum sjúkdómum. Gerið strax við skurði og fleiður, Sem meðal við sárindum í gómnum, væru í höfði, eczema, hringormi og öðru slíku, sem algengt er að börn fái, er Zam- Buk oviðjafnanlegt. Það dregur úr sársaukanum, varnar eitr*- un og gerir húðina heilbrígða og áfreðarfallega. Notið ZanríBuk við öllum skurðum, mari, bruna og öðr- um meiðslum. Það stöðvar blóðrásina, eyðir bólgu og sárind- um og græðir bæði fljótt og vel. Er líka hjálp við blóðeitrun, kýlum, 'illkynjuðum bólum, bólgu og gylliniæð og öðru slíku._ 50c. askjan alstaðar. Þorgerður Jónsdóttir Guðmundsson f. 24. okt. 1864 — d. 18. júní 1927. ÆFIMINNING. Hinft átakanlegi atburður, er varð í Vatnabygð síðastlið- mn 18. júní, er alþjóð manna enn í fersku minni. Gekk þar þá yrír hinn ægilegi fellibylur, er valdur var að eignatjóni, meiðslum og — mannskaða. Var rækilega um það ritað, bæði í íslenzk og ensk blöð. Húsfreyjan Þorgerður Jónsdóttir, kona Friðriks Guð- mundssonar, að Mozart, Sask., var sú, er lost'in var til bana af hrammi þessa tröllslega náttúru fyrirbrigðis. Lauk þar merk- um æfiferli, og hlýðir að rekja hann að nokkru. Þorgerður var í þenna heim borin 24. október 1864, að Eiði a Langanesi, Norður-Þingeyjarsýslu; var dóttir Jóns bónda Danielssonar, og konu hans Arnþrúðar Jónsdóttur, er lengst af bjuggu að E'iði, siðar þó að Ytri-Brekkum, sömu sveit. Móð- urforeldrar Þorgerðar voru hjónin Jón Sigurðson, góðkunni olærði” lækmrinn, og Guðlaug Guðmundsdóttir frá Kollavík í Þistilfirði. Þau bjuggu, í sína tíð, að Syðra-Lóni. Hjá foreldrum sínum ólst Þorgerður upp, og fluttist með þeim að Ytrí-Brekkum, er hún var nálægt tvítugsaldri. Snemma, á unglingsárunum, tók að bera á ákafri mentaþrá og framgirni hjá henni. En eigi voru foreldrar hennar svo efnum búin, að þess sæjust nokkrar horfur, að þeim draumum hennar yrði fullnægt. Og vafalaust rættust þeir að eina að nokkru leyti. En samfara fróðle'ikslöngun hennar, kom í Ijós ábærileg hneigð til hjúkrunarstarfa. Fyrir því varð það, að veturinn 1886 — að nokkru fyrir atfylgi Guðmundar móðurbróður henn- ar ai® hún dreif sig til Vopnafjarðar og nam ljósmóðurfræði hjá Einari Guðjohnsen, héraðslækni. Um vorið fór hún til Akureyrar, lauk þar prófi hjá Þorgrími Johnsen, fjórðungs- lækni, og tók við ljósmóðurstörfum í Sauðaneshreppi, þá um sumarið. Árið 1890 giftist Þorgerður Friðríki Guðmundssyni, bónda að Syðra-Lóni, og fluttist þangað. En árið 1897 lét hún af Ijósmóðurstörfum. Hafði hún þá orðið mjög stórt heimili til umsjar. Maður hennar rak bæði landbúnað og sjávarútveg, og hafði kaupfélagstjórn á hendi., Mannahald heimilisins var þvi mikið, gestkoma ærin, og barnahópurinn tekinn að stækka. Fékk Þorgerður þá ekki framar annað tímafrekum störfum, og skyldubundnum, utan heimilisins. Árið 1905 fluttust þau hjón til Vesturheims, og börn þeirra, öll nema tve'ir drengir, Jóhann og Jón; en 30. apríl kvöddu þau heimilið, ekki allskostar glöð. Sú var bótin ein, fanst þeim, að blindhríð var á, og sá hvergi um. 13. júní komu þau til Winnipeg, og setust þar að. Fékk Friðrik þegar góða atVinnu við smíðar, og dvöldu þau þar fyrst, við góðiar horfur. Um þær mundir var íslenzka landnámið að opnast í Vatnabygð, sem varð, og var mikið af því látið. Fór Friðrik strax um haustið, og nam heimilisréttarland, skamt suðaustur af Mozart-þorpi, sem nú er. í septembermánuði árið eftir fluttist fjölskyldan þangað út. Nokkuð var aðkoman erfið, þrátt fyrir ótrautt lið- sinni Jóhannesar Gislasonar, systursonar Þorgerðar, er þar var fyrir, nýlega seztur að í nágrenninu. Drifið var í því að koma upp skýli yfir hópinn. Var það að hálfu Ieyti grafið í hól, og þess vegna all-hlýtt, iþótt ekki væri það1 sem rúmbezt. Síðan varð Friðrik jafnharðan að hverfa brott í atvinnuleit. Þarna var því Þorgerður ein með börnin, í ókunnugum eyðiskógum, fram eftir vetrinum, en — kveinkaði sér hvergi. Vinir voru líka á næstu grösum. Jóhannes, fyrnefndur, leit til þeirra daglega . Og næstu ár hraðbygðist svo umhverfið af íslend- ingum. r Skjótt kvisaðist, meðal læknislausra frumbyggjanna, er þarn fluttu inn í hópum, um Ijósmóðurmentun Þorgerðar. Leið skamt til þess, er hennar var stöðuglega vitjað, að annast sængurkonur og sjúka. Án þess að vanrækja sitt eigið heimili, mun hún hafa náð að sinna flestra bón. Og svo var háttað högum flestra þá, að í forföllum húsmæðrnna varð Þorgerður að taka á sig, jafnframt hjúkrunarstörfunum, pll innanhúss- verk, — umhirðu barna og matreiðslu. Furðaði þá, er þektu, hve mikilli vinnu hún fékk afkastað. í Mozart-bygð hafa þau Friðrik og Þorgerður ávalt dvalið síðan 1906, með þeirri undantekningu, að þegar þau brugðu búj, fyrir nokkrum árum síðan, fóru þau til Winnipeg, mest í þeirri von, að læknar þar gætu bætt, eða varðve'itt sjón Frið- riks, er þá var tekin að bila. En ekki dvöldu þau þar nema lítið. Síðan hafa þau verið* til heimilis hjá Guðmundi syni sín- um, og Þorgerður haft þar hússtjórn á hendi. í Mozart hefir þeim löngum liðið vel. Þau hafa verið virt og vinsæl, og lengst af buið við hagstæð efnakjör. — Af þeim skuggum, sem á veginn bar, hefir sá ef til vill verið þyngstur, að á skömmum tíma misti Friðrik sjónina. Þrjú síðustu æfiár sín hjúkraði Þorgerður manni sínum blindum. Alls varð þeim hjónum 10 barna auðið, sem öll eru á lífi og uppkomin nema eitt. Þau eru: Guðmundur, bóndi að Moz- art, Sask.; þá Guðrún, þá Helga, gift Jens Elíassyni, ósland, B.C.; þá Jónas, dó í bernsku á íslandi; þá Jakob, þá Jóhann, kom frá íslandi með föður sínum 1919, sem þá ferðaðist heim, stundar guðfræðinám, kvæntist Kristrúnu G. Jónsdóttur Hornfjörð, frá iLeslie, Sask., en hún andaðist síðastl. 15. júlí; þá Ingólfur, kvæntur Ester Larsen, frá Vogar, Man.; þá Jón, kom ásamt föður sínum og Jóhanni frá íslandi 1919; þá Arn- þrúður, gift Halldóri Stefánssyni kennara, að Kandahar; þá Aðalbjörg, sem ein systkinanna er fædd Vestan hafs. Einu sinni sem oftar var Þorgerður kölluð til yfirsetu. Var móðirin svo veik, að ekki Þorði Þorgerður að' leggja hinn nýfædda svein á brjóstið. Fór hún með hann heim til sín og fól hann umsjá dætra sinna. Það varð úr, að drengurinn í- lengdist þar á heim'ilinu, og er enn í fóstri og umsjá fjölskyld- unnar. Hann heitir Björn Hafstein, sonur hjónanna Kristínar og Sigtryggs Kristjánssonar, Gimli, Man. Þorgerður heitin bar nafn sitt með rentu. Hún var Þórs- leg að’þreki og að marki gerðarleg. Þó var hún vart meðal- há að vexti. En andlitsfallið var afar þróttmikið, — næstum því um of, til að rúma mýkt ábærilegs fríðleiks. En yfir hinni sterk-meitluðu ásýnd, lá oft sérkennilegt, fallegt bros, er bjó yfir stillingu, vitsmunum og—gæðum. Það segja ýmsir, að Þorgerður hafi öðrum konum fremur mint þá á atkvæðakonur fornaldar. Hún var gædd heilbrigð- um vitsmunum, æðrulausri athugun á hættustundum, og frá- bæru, næstum því hörkulegu sálar og líkamsþreki. En þessu sam- fara, og engu síðri, var ríka, móðurlega líknarlundin, hjúkrun- areðlið. Sá, sem þetta ritar, kyntist Þorgerði töluvert, og minnist þeirrar kynningar með þöldc og virðingu. Getur og fúslega tek- ið undir það, er einn kunnur mentamaður Vestur-lslendinga, er Þorgerði þekti vel, hefir um hana sagt, — að hann teldi hana með sjaldgæfustu og eftirtektaverðustu konum, er hann hefði þekt, sakir dugnaðar, drengskapar og vits. — Orðlagt er hrein- lyndi Þorgerðar. Og stundum kann einurð hennar að hafa misskilist af þeim, er þektu hana lítið. í raun og veru hefir hún ekki verið auðþekt. Mikinn skapgerðarþroska þarf til þess, að skilja óvenjulega þroskaða skapgerð, — eins og upp- lýst listavit þarf til skilnings á æðri list. En vitnlega hefir líknariðjan hjálpað mörgum til þess að sjá persónu hennar í réttu Ijósi, jafnvel þótt þeir sættu-einurð hennar og bersögli. Og fjölda tryggra vina átti hún og á. Þorgerður var, eins og maður hennar, félagslynd.' öll sín dvalarár í Mozart vr hún öflug stoð kvenfélgsins þar, sem jafn- an hefir starfað myndarlega og vakað yfir menningu og bróð- erni bygðarinnar. Þrátt fyrir öll sín störf utan þeimilisins, var hún góð og skyldurækin heimilismóðir, mikið virt og.elskuð af börnum sínum. Á því er enginn vafi, að samlíf hennar og manns hennar var mjög heilbrigt; og hamingjusamt, þótt þess yrði vart, að bæði voru mikil fyrir sér um skaplyndi og skoð- anir, og litu ekki alla hluti sömu augum. Lítið lét Þorgerður yfir trú einni. Víst er um það, að með játningum og öðrum hugsanahöftum hafði hún enga sam- úð. Ærleg ekoðanaþróun, ákveðin og öruggleg afstaða þess- arar íslenzku bóndadóttur í trúrefnum er, á ýmsa lund, eftir- tektaverð í samanburði við þau táknin, er tíðast sjást á hug- arhimni amerískrar alþjóðar. Mestalla æfi var Þorgerður ágætlega héilsuhraust. En eigi fanst henni að hún óttaðist dauðann. Lét hún oft í ljós þá ósk sína, að þurfa ekki að “lifa sjálfa sig.” Óskin sú rættist 18. júní, sem leið. Hún var á seinni hluta 63. aldursársins, er sviplega kall'ið kom. — Fréttin um hinn fágæta atburð, er Þorgerði varð að bana, en börnum hennar og gestum að meiðslum, barst þegar hratt og víða. En fréttin sú var raunar vart meira en hálfsögð saga. Um það atriðið, sem í eðli sínu er eftirtektaverðast, fóru engar hraðfréttir. En—í farveg fellibylsins, er braut niður og særði, leið hægur, blíður blær, er bygði upp og græddi. Og hvor er nú máttugri, sá, er brýtur niður, eða sá, er byggir UPP. sá, er særir, eða sá, er græðir? Ekki er það jörð, né heldur vatn né vindur, sem “mestur og sterkastur er í heimi”, heldur hinn mjúklyndi kærle'ikur mannshjartans. — Samúðaraldan, sem reis í hjörtum bygðarmanna og annaré, var í þetta sinn afar máttug og hrein. Sjaldan er það svo al- ment fundið og fúslega játað sem gert var þá, að mennirnir eru, þrátt fyrir alt, — bræður, og kemur öllum óendanlega mikið við sorg, lán og líf hvers annars. — Jarðsetningin fór fram í fögru veðri, miðvikudaginn 22. júní. Var þar saman komin ein hin allra stærsta líkfylgd, er sézt hefir hér um slóðir. Kirkjulega aðstoð veitti undirritað- ur. Hr. J. B. Jónsson flutti ávarp á ensku. Hr. Sigfús Hall- dórs frá Höfnum söng einsöng. Að síðustu reis maður hinnar látnu úr sæti sínu, og þakkaði með fám orðum allan auðsýnd- an kærleika sér og sinum. Sýndi hann, og f jölskyldan öll, frá- bært sálarþrek á þessum einstæðu, átakanlegu reynslutímum. Friðrik A. Friðriksson. I Þorgerður Jónsdóttir Guðmundsson Mozart, Sask. Dáin 18. júní 1927. Til feðranna svifin á framtíðarlönd! Og fjarhrifin þekki eg eigi. En nágrennið man þína nærgætnu hönd; eg nýt þín á sérhverjum degi. Hjá börnunum okkar eg bezt næ til þín, blessaða, framliðna ástrína mín. ' Eg fann það, á meðan þú fórnaðir þér. Þó finn eg það betur en áður, hve hönd þín var fljót til, og framboðin mér, og fóturinn þörf minni háður. Eg skil það hve augun þín önnuðust mig. Hve aflvana’ eg stend, síðan misti eg þig! Eg véit það — af himni þú hugsar til njín, hvort hreinn sé og greiður minn vegur. Og alt, sem þér leyfist, og áhrifin þín, úr ofríki myrkursins dregur. Eg skil hversu fegin þú léðir mér ljós, og íéðir mér jarðbundnum himneska rós. Sem hugurinn finnur ei hita né frost, og hefst yfir kletta og boða, ■— þá líkaminn sefur, á sálin þess kost hin sólbjörtu draumlönd að skoða. ISvo vakir minn andi og víðförull er, og væng'ina hnitar, þá leitar að þér. Með trúna á huganum, traustið í .sál, í tilbeiðslu af hjarta míns rótum, eg hlusta’ yfir sundið — og heyri það mal, sem hljómar á kærleikans nótum: “Hún vina þín gistir þann gullfagra lund, sem geislar af samúð við ástvina fund. Og svo, þegar kallið er komið að mér, og komið er sólskin á veginn, og Iskoðað er fleira, en skilið er her, og skýlan til hliðar er dreg'in, _ og kærleikans faðir mig kallar til sm^ þá—kem eg í lundinn þinn, ástvma mm. Ó, fullkomna gleði, sú fagnaðartíð, sá frábæri, andlegi styrkur! __að þekkja’ ekki áhyggjur, þrautir né srtið, og þurfa’ ekki’ að óttast neitt myrkur. Og konungur sannleikans, sendu nú þinn sjóngjafar aflstraum í skilninginn minn. Svo kveð eg þig, brúður mín. Kvödd varstu burt, og kölluð á svipstundu héðan En mikið var aðgjört — þott aftur sé kjurt, og ástæðum raskað á meSan._ Eg kveð þig með djörfung, þvi dyröm er oll í dygðanna ríki um sólkonungs holl. Friðrik Guðmundsson. að veita Mrs. Pitnicki $25 fátækra- styrk i næstu þrjá mánuði.—Samþ. John Toker að Hnausa óskaði að kaupa landið S.E. 31-21-3E. fyrir $250. Finnson og Ingaldson lögðu til, að þar sem nú hvíldi skuld á andinu er nemur $323.47, og þar sem landið sé vel þess virði, þá sé þessu boði hafnað. — Samþ. Nefnd frá Riverton mætti á fund- inum og krafðist þess, að haldið sé áfram með Lord Selkirk brautina milli Hnausa og Riverton. Fram- sögumaður nefndarinnar, Dr. S. O. Thompson, fór fram á það, að sveit- in tæki fasta ákvörðun í þessu máli, t. d. að ljúka við tvær mílur á ári, þangað til brautin er fullgerð. Mr. Eyjolfson sagði, að á þessu ári | hefði sveitin eytt eins iniklu á /þessa Ibraut, eins og til þess þyrfti að byggja tvær mílur af brautinni. Finnson og Meiers lögðu til, aíS 'þar sem engir peningar væru nú fyrir hendi til aö vinna þetta verk, þá sé málið lagt yfir til óákveðins tíma. — Samþ. Sigmundson og Eyjolfson lögðu til að vegabótanfendin sé beðin að byggja eina mílu af Lord Selkirk brautinni austan við 29-22-4E. Þessi tillaga var feld. Halldór J. Austman óskaði að kaupa lóðirnar 9 og 10 Block 5, Plan 2212 Riverton, fyrir $20 hvora lóð. Finnson og Meier lögðu til, að selja Halldóri J. Austman fyrnefnd- ar lóðir fyrir þetta verð.—Samþ. S. S. Johnson 'kvartaíSi um, að skurður á Nelson línunni væri miklu minni a?S sunnan heldur en að norð- anveríSu, og þar af leiðandi flæddi vatn yfir land sitt og annara. Ósk- aíSi hann að við þetta væri gert sem fyrst, því annars væri hann neyddur til aS krefjast skaðabóta frá sveit- inni. Samþykt að fela Mr. Ingaldson ætta mál. Mrs. Harry Sunka bað um fá- tækrastyrk. Sveitarráðið sá sér ekki fært að veita hann. Oddviti skýrði frá, afS sveitarráðið hefði betSið The Good Roads Board um að gera skurð beint austur town- ship línuna norðan vitS Sec. 32-22-3E og stækka skuríS norðan við Sec. 36 og 3-22-3E. til að taka við vatni út í Crooked Lake. Þetta hafi egabóta- nefndin ekki fallist á, en viljaíS stækka gamla skurðinn. Samt hefði hún nú fallist á, að fyrnefpdur skurb- ur væri gerður og væri sveitarráðið því nú að taka á móti tilboðum í atS gera þetta verk. Ingaldson og Sigmundson lögtSu til að fela skrifara að auglýsa eftir til- boðum í þetta verk og atS honum og Mr. Ingaldson sé falið að gera samn- inga um þetta verk. TilbotS öll séu komin til skrifara fyrir 30. sept. 1927. — Samþ. Ingaldson og Sigmundson lögðu til atS fela skrifara að auglýsa eftir til- boSum um að gera braut og skurð austan við iSec. 11 og nokkurn hluta af Sec. 2-22-2E. Oddvita, skrifara og Mr. Ingaldson sé falið atS gera samninga um verkið og aS öll til- boS séu komin til skrifara fyrir 30. sept. 1927. — Samþ. Eyjolfson og Finnson lögSu til, aS Wojchychyn sveitarráSsmanni sé gefiS leyfi til aS byggja einnar mílu braut norSan viS Sec. 25-21-lE án þess aS sveitin leggi þar nokkuS til, og sé brautin gerB meS eftirliti verk- ■MSHZHZHXHZKSMZMXHZHZHZHXHSHZHXHXHaMXHZHSNSHXHSHSNZHa H S Rjómasendendur veitið athygli! Sendið oss næsta rjómadunkinn. Munuð þér verða meira en ánægðir með árangurinn. Vér höfum aldrei haft óánægð- an viðskiftavin enn, og munum aldrei hafa. Vér greiðum hæsta markaðsverð og ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með viðskifti vor. Skrifið oss og biðjið um merkiseðla. Modern Dairy Ltd. ST. BONIFACE, MAN. H X H H ■ H ■ H Z H Z H Z H ■ H ■ H ■ H ■ H X H ■ H X H Z H Z H SHSKaHKMSSlEHEHSHæHæMZHæHSHæHSHSHZKSHæMBHZHSMSMZHEMEM* snerti öll sveitafélög i fylkinu, þá væri sanngjarnt, aS þau öll tækju þátt í kostnaðinum viS aS áfrýja mál- fræSings.—Samþ. Bænarskrá kom frá gjaldendum viS Riverton, þar sem fariS var fram á, aS gefinn væri eftir helmingur af i inu til hæstaréttar Canada. Samþykt þessa árs skatti, þar sem flætt hefSi ■ var, aS greiSa Union of Manitoba yfir IandiS. Municipalities ársgjald sveitarinnar, Og önnur bænarskrá kom fráj$20. gjaldendum í Howardville, þar sem; Finnson og Ingaldson lögSu til, aS beSiS er um uppgjöf á öllum þessa; fela lögmanni sveitarinnar aS skrifa árs skatti af sömu ástæSum. [ Union og Manitoba Municipalities og Sigmundson og Ingaldson lögSu til *ara frarn á þaS, aS sá félagsskapur ' ' ’ h * * ......... taki aS sér aS greiSa kOstnaSinn viS Stadnek máliS, þar sem þaS varSaSi öll sveitafélog í fylkinu hvernig þaS færi fyrir hæstarétti.—Samþ. Finnson og Meier lögSu til aS fela oddvita og skrifara aS mæta fyrir sveitarinnar hönd á þingi Union of Manitoba Municialitieí.—Samþ. Ingaldson og Wojchychyn lögSu til að fela lögmanni sveitarinnar aS semja aukaíög um þaS, hve hart megi keyra bila í þorpunum Arborg, Riv- erton og Hnausa. — Samþ. Eyjolfson og Ingaldson lögSu til, aS aukalög viSvíkjandi Lord Selkirk brautinni No. 278, séu nú lesin fyrsta, annaS og þriSja sinn og samþykt. — Samþ. Eyjolfson og Ingaldson lögSu til að fela skrifara aS komast eftir hvaS einstakar bygSir í sveitinni skulduSu fyrir vegavinnu og hvaS þaS kost- aSi, sem þær hefSu ákveSiS aS gera og fá lögmanninn svo til aS semja aukalög sem heimiluSu lántöku til aS borga þessar skuldir og gera þaS verk, sem ákveSiS væri, enn enn ó- klárað. — Samþ. Finnson og Ingaldson lögSu til aS $68.30 séu gefnir eftir af eftirstöSv- um af skatti á byggingu á Lot 23, Bl. 2, Pl. 1542 í Arborg, tilheyrandi Mrs. Lator, meS því skilyrSi aS afgangur- inn sé borgaSur strax og skattur ekki látinn safnast upp aftur. — Samþ. Oddviti skýrSi frá, aS ráðherra opinberra verki kæmi til Arborg 20. sept og sveitarráSiS gæti þá fundiS hann að máli. aS fela oddvita og sveitarráSsmönn unum fyrir 2. og 8. deild, aS kynna sér þetta mál og gefa álit sitt um þaS á næsta fundi.—Samþ. Ingaldson og Eyjolfson lögSu til aS fela Jóhanni Sæmundson aS gera veg austan viS Sec. 36-23-3E. fyrir lOc. hvert yard. KostnaSurinn skift- ist milli 2. og 8. deildar. Joseph Oberik baS um, aS veitt væri fé til skurSar á Nelson línunni og til aS stöSva vatnsrensli mili Sec. 3 og 10-24-2E. Var Meier sveitar- ráSsmanni faliS aS líta eftir því. Joseph Oberik baS um uppgjöf á skatti af SE 9-24-2E vegna flóðs. Wojchychyn og Ingaldson lögSu til aS Vegaótanefnd sé beSin aS kom- ast eftir hvernig gangi meS verk, sem Joseph Oberik, Kusima og Den- eka séu aS vinna austan við Sec. 4- 24-2E. og láta sveitarráSiS vita um þaS. — Sarriþ. Nicola Chapel og Drytro Chuter- buk báSu um uppgjöf á skatti af löndum sínum. SveitarráSiS var ekki á því, aS j verSa viS þessul tilmælum. Oddviti ; lofaSi aS sjá ráSherra obinb. verka j og tjá honum í hvaSa ástandi Nel- , s°u línan væri og fá aS vita hvort j nokkuð væri hægt aS gera viSvíkj- j andi því, aS stækka skurSinn, sem : væri fjórum fetum víSari aS norS- j an heldur en aS sunnan. Eyjolfson o_g Meier lögSu til aS fela i þetta mál þeim Finnson og Ingald- j son. —i Samþ. 1 John Suska IbaS um aS gerSur sé vegur milli Sec. 27 og 34-21-lE. — SveitarráSiS sá sér ekki fært aS gera þetta, þar sem peningar væru ekki fyrir hendi og viShald vega yrSi aS ganga fyrir nýjum vegum. BeiSni frá gjaldendum í Geysir- bygS um $100 til aS gera veg milli Sec. 26 og 35-223E- gegn $50 frá þeim. Málið faliS sveitarráSsmanni fyrir deild 2. 1 sambandi viS bréf frá Union of Manitoba Municipalities gat oddviti þess, aS þar sem Stadnek máliB Eyjolfson og Wojchychyn lögSu til aS iSigvaldason bræSrum sé borg. 11 c. aukaborgun fyrir hvert yard af 585 yards sem unniS hefSi veriB af P. Polyk á Sec. 32-2-23-3E. Samþ. Samþykt var aS fela sveitarráSs- manni frá 4. deild aS sjá um bygg- ingu Hamrlik brautarinnar. ('Niðurl. á bls. 8) Fjölda af hitunarvélum setja menn inn SVIFTIR Fundargerð Sveitarstjórnarinnar í Bifröst. Sjöundi fundur var haldinn i Ar- borg 14. sept. 1927. ViSstaddir voru: B. I. Sigvaldason oddviti, G. Sig- mundson, M. Wojchychyn, T. Ing- aldson, S. Finnsori O- Meier, F. Ha- konson. Oddvifi setti fundinn kl. 10 f. h. Fundargerningur frá sSasta fundi lesinn og samþyktur. B. Marteinsson frá Hnausa, o. fl., mættu á fundinum, viSvíkjandi um- bótum á veginum meS fram vatninu norBur frá Hnausa. SagSi hann aS til væru $200 af tillagi fylkisstjórn- arinnar og fór fram á, aB sveitin veitti aSra $200 til þessara vegabóta. Mr. Sigmundson sveitarráSsmaSur fyrir 1. deild, var þvi hlyntur, aS veita jafn mikla peninga, eins og fylkiS legSi fram og vildi verja $200 til þessara vegabóta af því fé, sem ætlaS væri 1. deild, ef hlutaSeigendur vildu bíSa þangaS til 1928. Sigmundson og Ingaldson lögSu til aS veita $200 til þessa vegar af þeim peningum, sem 1. deild væru ætlaðir. Rev. Father Saos talaSi um aS framlengja Lord Selkirk brautina austan viS Sec. 29-22-4E. Var því máli frestaS aS sinni, þar sem von var á nefnd frá Riverton til aS tala um þetta mál. Nefnd frá Arnes mætti á fundin- um og fór fram á $150 fyrir merkja- línuna milli sveitanna Gimli og Bif- rost. . Eyjólfson og Ingaldson lögSu til aS fela þetta má Mr. Sigmundson, sveit- larráSsmanni fyrir 1. deild. — Samþ. Mr. I. Sigurdson frá Arnes mætti á fundinum og fór fram á fátækra- styrk fyrir Mrs. Lena Johnson og sagSi, aS maSur hennar hefSi van- rækt hana og börnin. Meier eg Eyjolfson lögSu til, aS veita Mrs. Lenu Johnon $10 til. aS byrja meS og jafnframt, aS henni se bent á, aS hún verSi aS gera nauS- synlegar ráSstafanir til aS neySa ^ bónda sinn til aS framfæra hana og börnin. Fred. Polka mætti fyrir sveitar- ráSinu og tilkynti því, aS einar 16. fjölkyldur 1 Shorncliffe, ‘ héraSinu \ mundu ekki geta borgaS skatta sina í ,haust vegna þess skaSa, sem þeir hefSu orSiS fyrir í sumar af vatns- flóSum. Oddviti gat þess, aS ef hinn fyrir- hugaSi skurSur frá Grundarlínunni til Washon árinnar yrSi gerSur næsta sumar, þá kæmi hann í veg fyrir hættu af vatnflóBum framvegi í norSurhluta sveitarinnar. Hitt geti ekki komiS til mála, aS sveitin gefi eftir) skatta, þótt hændur verSi fyrir skaSa af vatnsflóSum. Eyjolfson og Sigmundson lögSu til aS tiíkynna Sigvaldason bræSrum og Bergmann bræSrum, aS þeir yrSu aS byrja á þeim vegabótum, sem þeir hefSu tekist á hendur aS vinna, inn- an 48 klukkutma, eSa aS öSrum kosti! hefSu þeir fyrirgert rétti sínum til vinnunnar. — Samþ. Feodor Stefak mætti viSvíkjandi sölu á landi S.E. 28-213-E. Wojchychyn og Sigmundson lögSu til aS veita þessum manni $57.31 fá- tækrastyrk, sem komi upp í skattinn, en $10.70 auk kostnaSar falli niSur. —Samþ. Eyjolfson og Ingaldson lögSu til, Vísindin hafa fundið tvent, sem mikla þýðingu hefir viðvíkjandi hitun heimilanna. Fyrst og fremst að mest öll óþægindi við hitunina safa af því að hitunaráhöldin eru ekki rétt set inn. Hitt er—að það er eilsusamlegasta og ódýr- asta aðferðin, að hita með heitu lofti. Afleiðingin af þessu er sú, að sérfræðingar, í þessum efnum hafa samið “Stendard Code”, eða CODEINSJALLED vissar reglur fyrir ..því hvernig eigi að setja inn Furnaces, sem hiti með heitu lofti, sem eru miklu fullkomnari en áður þektust. Nú þarf enginn húseigandi lengur að láta gera þetta í blindni. Mc- Clary’s Sunshine Furnace s eru nú sett inn samkvæmt þess- um reglum, og er þar með trygging fengin fyrir betra verki, heilsusamlegri hita og ódýrari heldur en áð- ur hefir þekst. McClary’s eru hinir einu i Canada sem tilheyra National Warm Heating and Ventilating Association, sem er f«ag, sem hefir viðtekið fvrnefndar reglur fyrir iimsetning hitunarhækja. Ef þér sjáiC um aö fá. McClary’s “Code Installed” Sunshine Furnace, þá f&i8 Þ^r Furnace, sem kostar minna í fyrstunni, heldur en þeasi marghrotnu hitunartBeki og þarf minni eldivið, en geíur samt 70 stiga hita I hverju herbergi. Laftleiðslan er aðal atriðið við MlClary’s Sunshine Furnaoe, sem brenna linkolum jafnt eins og harðkolum, coke eða við. J?au breyta gasinu úr linkolunum í loga og varna sóti og ryki og koma I veg fyrir óþarfa eyðslu. Fyllið út og sendið oss meðfylgjandi miða og vér sendum yður nafn og utanúskrift næeta manns, sem selur McClary’e vörur og sem ábyrgist yður að hitavélarnar séu svo upp- • settar að þér séuð ánægður með þær alla æfi. MAIL, THIS COUPON The McClary Mfg'. Co., London, Canada. Please send name of nearest McClary’s deater who installs Sunshine Fumacea according to Standard Code. Name ... Address M^CIarys SUNSHINE FURNACE Á það má einnig setja Miles Automatic Furnace Fan, ef óskað er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.