Lögberg - 03.11.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.11.1927, Blaðsíða 4
H!s. 4 LöCBERG, FIMTUDAGINN 3. NOVEMBER 1927. íogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T.l.imar. N-6327 oi N-6328 Einar P. Jónsson, Editer Utan&skríft til blaSainc THE COLUMBIH PHESS, Ltd., Box3l7i, Wiimlpog. M»H- Utan&akrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 3171 Winnipag, M&»- Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Ths •'L.öffbor*” ia printad a.nd publlshsd by Tha Columbla Praaa, Ldmitad, in tha Coiumbla •uildlng. CtS Sarfrant At«., Wlnnlpeg, Manltoba. Karlmenska. Hvorki eru þau fá né óveruleg, dæmin í sögu landans, er vitna um karlmensku og hyggju- þrek. Er eitt slíkt að finna í hinu stolta svari Gunnlaugs Ormstungu: “Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir.” Var þá þó svo liáttað með Gunnlaug, að hann hafði sull einn mikinn á fæti, er valdið myndi hafa mörgum manninum alvarlegrar helti. Óttinn og ósigurinn eru skyldgetnir bræður. Karlmenskan í skapgerð hinnar íslenzku þjóðar, hefir verið ein sú megintaug, er hefir haldið henni vakandi gegn um kúgun og kvöl, bóluna, svartadanðann og raunir elds og ísa. Sönnu karlmenni vex ásmegin við eldraun hverja, um leið og hinu hugdeiga kræ^lumenni, verður alt að fótakefli eða fjörlesti. Margur er sá, er heim kemur blóðjárnaður af hólmgöngusviðinu, án þess að krympa sig minstu vitund, — án þess að stinga við. Hann er ímynd norrænnar karlmensku, — maður, sem ekkert óttast, annað en ístöðuleysið sjálft. “Að standa eins og foldgnátt fjall í frernm alla stund, hve mörg sem á því skruggan skall, sú skyldi karlmannslund.” * * * Sérhver sá, sem komast vill áfram og upp á við, verður að leggja fulla rækt við meðfætt eðli karlmenskulundar sinnar, það er honum var í brjóst lagið. Hver getur lýst fögnuðin- um, sem því er samfara, að finna til innri styrks, þegar í krappan kemur og barningur- inn verður torsóttur? Sá, sem tekur með jafnaðargeði hverju því, er að höndum ber, og hugsar málin vandlega ofan í kjölinn, siglir sjaldan skipi sínu í strand. Hver þrekraun eykur lífsgildi hans, og flytur honum nýjan, innihaldsríkan fögnuð. Hann lítur ávalt land fyrir stafni, og færist því meir í aukana, er ágjöfin vex. Allir þeir, er ákveðið markmið hafa í lífinu, tefla djarft og dreyma hátt. Hættan er þeim knýjandi hvöt til dugs og dáða. Þeir eru vor- menn, hvaða þjóðar, sem er, — sannir Ijósber- ar hins nýja heims. Lífið opinberar þeim á- valt nýjar og nýjar dásemdir, þar sem sam- ræmið stjórnar einu og öllu. Markmiðslausir menn, eru eins og stýrislaust fley, þeir eru ó- samstiga við samfélag sitt og lífstilganginn mikla. Það stendur öldungis á sama, hver verka- hringnr mannsins er. Allsstaðar er nægt rúm fyrir markmið. Það geta ekki allir orðið ríkir, eða fylt flokk hinna svokölluðu æðri stétta. En markmið þeirra getur verið jafn-göfugt fyrir því. Það er, til dæmis, óendanlega dýrlegt markmið, að temja sér góðhug til allra manna, og forðast særandi orðbragð eða ónærgætni í umgengni. A slíkum einkennum er sönn karl- menska grundvölluð. Stundum hefir mönnum hætt til, að skoða það karlmensku einkenni, að tala digurbarka- lega og berast mikið á. Er slíkt þó tvímæla- laust skyldara ómensku, en nokkru öðru. Sönn karlmenska, er yfirlætislaus og prúð, og henn- ar traustustu rætur liggja í jarðvegi rólegrar yfirvegunar og heilbrigðs vitsmunalífs. # # # Sá, sem hræðist fjallið og einatt undan snýr, fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinjim megin býr. En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðar- myndin, þeir brjótast upp á fjallið, já upp á hæzta tindinn.” Landinn hefir aldrei haft orð á sér fyrir að vera hamrahræddur. Hann hefir klifið þrítug- an hamarinn, án þess að kenna til svíma. Það er vígði þátturinn, — karlmensku þátturinn — í skapgerð hans, sem jafnan hefir firt hann grandi, hvort heldur sem sporin lágu heima eða erlendis. Þakkarhátíðin. Sá hefir siður viðgengist hér í álfu, að halda almenna þakkarhátíð í kirkjum landsins, að loknum uppskeruönnum. Verður þessi hin næsta, haldin á mánudagskvældið, þann 7. nóv- ember. Ekki er hátíð þessi íslenzk að uppruna, en vera mun hún nú orðin óaðskiljanlegur þáttur vors vestræna lífs. Að þessu sinni, engu síður en að undan- förnu, er margs að minnast, og margt það, er þakka ber. Sumarið nýliðna, hefir verið með hagstæðasta móti, afurðir landsins miklar og verðlag gott. Heilsufar fólks hefir verið upp á það allra .bezta, og er nú bjartara drjúgum yfir þjóðlífinu, en venja hefir verið til frá sorgarárinu 1914, er heimsstyrjöldin mikla braust út. A sviði iðnaðar og atvinnumála, hefir komið í ljós gleggri skilningur og meiri samúð, en nokkuru sinni fyr, verkföll fá og þeim flestum ráðið skjótt til lykta með gagn- kvæmum skilningi allra aðilja. Hið canadiska þjóðfélag, hefir notið ótruflað ávaxta iðju sinn- ar, og glætt bræðralagshugsjónina, bæði inn- byrðis og út á við. Vér höfum verið keltubörn friðaðs þjóðfélags, og fyrir það, ber oss ekki hvað sízt að þakka. Drep í korni og garðávöxtum. Tímarit hveitisamlagsins í Manitoba, The Scoop-Shovel, október heftið, lætur þess getið, að hinn fyrsta dag þess mánaðar, hafi gengið í gildi lög þau, er Agricultural Pests ’ Act nefn- ast, og afgreidd voru á síðasta sambandsþingi. Er samkvæmt þessum lögum, hverjum verk- smiðjueiganda, er býr til efnablöndu til útrým- ingar drepi í korni eða garðávöxtum, eða flyt- ur liana inn, gert að skyldu að láta skrásetja vöru sína í Ottawa. Er þetta gert, með það sér- staklega fyrir augum, að útiloka eins 'og fram- ast má verða, sölu á svikinni, og ef til vill bráð- ónýtri efnablöndu, er bændur hafa þrásinnis verið gintir til að kaupa dýrum dómum. Sam- kvæmt þessum nýju lögum, skal skýr forskrift standa á hverjum pakka, eða hverri flösku, svo og það, hvort blandan sé skaðvænleg mönnum og dýrum eða ekki. Auk þess skal tekin fram nákvæm vigt eða únzufjöldi. Ekki er það nokkrum minsta vafa hundið, að með nýmæli þessu hefir stjórn og þing stig- ið spor í rétta átt, hvort sem fullnægjandi reyn- ist eða ekki. Nákvæmar rannsóknir hafa leitt það í ljós, að á þessu mikla meginlandi, Norð- ur-Ameríku, fer árlega forgörðum tveggja hiljón dala virði af fæðutegundum, af völdum margvíslegs plöntudreps. Hefir það og sann- ast, að starf miljóna manna, hefir áf sömu á- stæðum, að litlu sem engu orðið. Eftirspurnin eftir efnahlöndu, til útrým- ingar drepi í korni, hefir, eins og gefur að skilja, verið geysimikil. Af því hefir það leitt, að glæframenn og lyfjasullarar, hafa undir fölsku yfirskini, hrúgað á markaðinn, hinni og þessari ólyfjan, er til ills eins leiddi. Urðu bændur oft og einatt, að kaupa ófagnað þenna við ránsverði. Meginið af framleiðslu bóndans, er selt við flokkun á opnum markaði. Kaupandinn geng- ur þess eigi dulinn, hvað hann fær fyrir pen- inga sína. En um vörur þær, er bóndinn kaup- ir, er nokkuð öðru máli að gegna. Er þar oft ■ og iðulega alveg undir hælinn lagt, hvort hann kaupir köttinn í sekknum, eða það gagnstæða. Að því hlýtur að draga, fyr en síðar, að stjórnirnar láti efnastofur sínar, rannsaka vís- indalega sérhverja vörutegund, áður en hún er boðin til kaups, svo ekki verði unt að efast um gildi hennar. Með þeim hætti einum, verður til fullnustu trygður hagur kaupandans. Það er fyrir meira en löngu tími til þess kominn, að hverjum og einum, óprúttnum vöru- skrumara, líðist ekki átölulaust, að þrengja inn á almenning, hinu og þessu sulli, og nota til þess vísindi að yfirskyni. Öpið bréf. Eins og kunnugt fjr, hefir sú hugmynd kom- ið fram, að reisa minningarkirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á legstað Halígríms Péturs- sonar, í heiðurs- og virðingarskyni við þetta mikla trúarskáld vor íslendinga. Hugmynd þessari var vel tekið og söfnuðust þegar í nokkrum sýslum nokkur þúsund króna, sem méð vaxandi viðbót og vöxtum er nú nm 13 þús. kr. — Einnig hefir Saurbæjarsöfnuður skuldbundið sig til, er til fram^væmda kemur, að leggja 5 þús. kr. til þessarar kirkjubygg- ingar. Vér undirrituð höfum nú gengið í nefnd, til þess, ef verða mætti, að hrinda þessari fögru hugmynd í framkvæmd og heitum nú á alla Is- lendinga, að leggja dálítinn skerf, meiri eða minni, til þessa fyrirtækis. Mest er um vert, að þátttakan verði almenn, því að “kornið fyllir mælirinn. Vér teljum æskilegt, að þeir, sem eitthvað vilja leggja af mörkum, sendi gjafir sínar til gjaldkera nefndarinnar, frú Halldóru Bjarna- dóttur, Háteigi, R.vík, eða einhvers nefndar- manna fyrir árslok 1928. Mun þá kirkjubygg- ingin þegar hafin, ef nauðsynleg við.bót fæst, en hún telst oss muni vera 12—15 þús. krónur. Reykjavík í október 1927, Virðingarfvlst, Einar Thorlacius, próf. (form. nefndarinn- ar). Björn Þórðarson, hæstar.ritari. Friðrih Friðriksson, framkv.stj. K.F.U.M. Guðmund- ur Finnbogason, landsbókav. Tlaraldur Níels- son, prófessor. HaUdóra Bjarnadótir, ritstj. Matthías Þórðarson, fornmenjavörður. Sigur- björn A. Gíslason, ritstjórr. Sigurður Nordal, prófessor. Þorsteinn Gíslason, ritstjófi. Bréf það frá íslaiídi, sem prentað er hér að ofan, höfum vér verið beðnir að .birta, ásamt nokkrum orðum frá vorri hálfu. Bréfið skýrir sig sjálft. Tilgangurinn sá, að veita Vestur- Islendingum kost á, að leggja eitthvað af mörk- um, til byggingar minningarkirkju, í heiðurs- og virðingarskvni við mesta trúarskáld íslenzku þjóðarinnar, að fomu og nýju, séra Hallgrím Pétursson. Vestur-íslendingar hafa oftar en einu sinni stutt að framgangi nauðsynjamála á Fróni. Hér er mál, sem alla íslendinga varðar, hvar í heimi seon eru. Hallgrímur Pétursson fékk íslenzku þjóðinni ódauðleg meistaraverk í arf, og nú er það þjóðarinnar, að greiða vextina. En sú vaxtagreiðsla, skal verða minningarkirkjan að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, fullger á al- þingishátíðinni 1930. Og hver er sá, er eigi vildi eiga hlutdeild í minningarmerkinu yfir hann, “er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng,” Þeir, sem eitthvað kynnu að vilja láta af hendi rakna í minningarkirkjusjóðinn, geta sent tillög sín til ritstjóra Lögbergs, er kvitta mun fyrir þau í blaðinu. Nýmœli. Sérhverjum þeim, er ant lætur sér uan sam- gönugumálin hér í landi, hlýtur að verða það fagnaðarefni, hve mikill áhugi virðist vera fyr- ir því vaknaður, að canadiskum þjóðvegum sé haldið opnum að vetrarlaginu til afnota fyrir fólks- og vörunutningshíla. Því var lengi vel haldið fram, að slíkt myndi ekki svara kostn- aði. En nú er, sem betur fer, nokkuð annað komið á daginn. Samkvæmt skýrslu yfir-vegamálastjórans í Ontario, var átta hundruð mílum þjóðvega, þar í fylkinu, haldið opnum til bílferða síðastliðinn vetur. Kostnaðurinn við það, nam eitthvað sex tíu og átta þús. dala, og þótti mjög lágur, er tekið var tillit til viðskiftaveltunnar allrar, er stafaði beint frá notkun téðra vega yfir vetrar- tímann. Bílasala hefir aukist að mun við ný- breytni þessa, auk þess sem viðskiftin yfirleitt, hafa gengið greiðara, en ella myndi verið hafa, að ógleymdum ferðamannastraumnum, sem aukist hefir stórkostlega með þessum hætti. Til þess að fyrirbyggja að vegirnir lokuð- ust, voru bygðir allháir snjógarðar til beggja hliða, er reyndust yfirleitt upp á það allra bezta. Er nú í ráði, að svipaðir garðar muni verða hlaðnir í vetur, og nái yfir margfalt stærra svæði. Hafa stjórnarvöld Quebecfylkis nú tekið mál þetta til alvarlegrar íhugunar, og gera ráð fyrir að halda, að minsta kosti tveim megin- brautum opnum, milli þess fylkis og Bandaríkj- anna, nú í vetur. Blaðið Familv Herald og Weekly Star telur nýjung þessa vel til þess fallna, að auglýsa Canada út á við, og kveðst sannfært um, að álit erlendra þjóða á staðháttum hér, myndi þar með breytast til batnaðar að drjúgum mun. Skyldi Manitobastjórnin hafa íhugað þessa nýbreytni fylkisstjórnarinnar í Ontario? Því þó snjólétt sé hér í fylkinu, hlyti það þó .að vera kleift, að byggja snjóvegg suður til Emerson, eða norður til Selkirk. Albertafylki. Náttúruauðlegð Alberta-fylkis, er bæði mikil og margbrotin, og af því leiðir það, að atvinnuvegirnir eru einnig fjölbreytilegir. Námur eru þar miklar, beitilönd góð og skilyrðin fyrir gripa- og kornrækt, víða hin ákjósanlegustu. Þótt Hudson’s Bay verzl- unin hefði smá útibú í hinum norðlægari héruðum, þegar á árunum 1778 til 1795, svo sem Fort Chipe- wayan og Fort Edmonton, og keypti þar grávöru, þá má samt með sanni segja, að suðurhluti fylkisins hefði fyrst bygður verið og að jarðræktin hafi svo smá-færst þaðan norður á bóginn. Þeir er fyrstir . fluttust til Suður-fylkisins og tóku sér þar varan- lega bólfestu, voru griparæktarmenn frá Bandaríkj- unum. Og það var ekki fyr en árið 1900, að menn fóru að skygnast um í suðurhluta Albertafylkis og norður við Red Deer ána, og nema lðnd. Þótt hinir fyrstu griparæktarbændur væru Bandaríkjamenn, þá hófst brátt innflutningur til fylkisins frá brezku eyjunum og voru margir nýbyggjar þaulæfðir í öllu því, er að griparækt laut. Settust þeir að og komu sér upp griparæktarbúum í Lethbridge, Macleod, Pincher Creek, High River, Calgary, Bow River og í kring um Red Deer. Um 1880 hófst þar fyrst sauðfjárrækt, en fremur gekk útbreiðsla hennar seint. f Suður-Alberta gengu gripir að mestu leyti sjálf- ala, þegar á hinum fyrstu landnemaárum og gera svo víða enn. Mest var þar um buffalo gras, þun^h gras og blue joint. En þær tegundir eru allar mjög bráðþroska. Fyr á árum var það aðal starf bóndans, að afla fóðurs handa skepnum sínum, en nú skipar þó kornræktin víða fyrirrúm, þótt á öðr- um stöðum sé griparæktin stunduð jöfnum höndum. Áhrifum Chinook vindanna, er það að mestu leyti að þakka, að veðráttan er svo góð, að skepnur geta gengið úti allan ársins hring. Stundum hef- ir það komið fyrir, að útigangsgripir hafa fallið, en þó eru þess tiltölulega fá dæmi. Nú má svo heita, að hver einasti bóndihafi nægan fóðurforða fyrir allar skepnur sínar, og er útigangsgripum oft gefið á skalla. Hey er yfirleitt kjarngott í fylkinu og beitin ágæt. í Suður-Alberta er að finna suma allra beztu sláturgripi, sem þekkjast í Canada. Frá árinu 1870 og fram að aldamótum, var gripa- ræktin vitanlega ekki búin að ná því hámarki, sem nú á sér stað. En um árið 1900, var þó farið að senda ágæta gripi á enskan markað frá Calgary, High River, Claresholm, Pincher Creek, Macleod, Lethbridge, Medicine Hat, Bassano og Langdon. •Árið 1902 var stofnað The Alberta Railway og Irri- gation Company, með höfuð aðsetur í Lethbridge. Keypti félag þetta lönd allmikil af sambandsstjórn- inni og tók að gera tilraunir með ávgitu í Spring Coulee og Chin Coulee héruðunum, og sömuleiðis á svæðunum umhverfis Magrath, Raimond, Stirling, Lethbridge, Coldale og Chin, en þó mestmegnis aust- ur af Lethbridge. Um þær mundir var tekið að girða inn lönd með vír. Árið 1903 var stofnað The Canadian Pacific Irrigation félagið, er það takmark hafði fyrir augum, að veita vatni yfir svæðin austur af Calgary. Var vatnið tekið úr Bow River. Árið 1907 var enn stofnað félag, er Southern Alberta Land 4 Company nefndist, með aðsetur í Medicine Hat', er tókst á hendur áveitu á lönd vestur af þeim bæ. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Offlce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK 1 Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E laegri verður starfrækslukostnaðurinn, En vörugæðin = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem Kenni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg,Manitoba = F7i 1111111111 i 111111111111111111111111111111111111111111 ■ 11111111 i 11111111111111111111111111111111 ■ 111117= Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Associ- ation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau, LICENSED AND BONDED By Board of Grain Commissioners of Canada Columbia Grain Co. Limited Telephone: 87 165 144 Grain Exchange, Winnipeg ÍSLENZKIR BŒNDUR! Munið. eftir íslenzka kornverzlunar-félaginu. það getur meir en borgað sig, að senda oss sem mest af korn- vöru yðar þetta ár.—Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum “option” fyrir þá tem óska þess. Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upplýsingum. Hannes J. Lindal, Eigandi og framkvæmdarstjóri. Landflæmi þau, er nefnd félög eiga, nema til samans því nær þrem miljónum ekra. Skifta má spildu þessari í fjóra megin- hluta. (Hlnar vestlægaxi lend- ur Canadian Pacific félagsins, austur af Calgary, en norðan við Bow River. lEr svæði það um 40 mílur frá norðri til suðurs, en 65 mílur austur á bóginn. Um 223,000 ekrur eru hæfar til á- veitu. Hefir meginið af löndum þessum nú verið selt. Suðaust- ur af spildu þessari liggur önnur landeign sama félags, er hefir inni að halda um 1,245,000 ekra. Þar hefir vatni verið veitt á 400,000 ekrur. Töluvert er enn ó- selt af landi í fláka þessum. Árið 1908 náði Canadian Pacific félagið í hendur sínar umráðum yfir miklu af þeim lendum, er Al- berta land Irrigation félagið í Leth- . briclge átti. Svæíi það er 499,000 og vatni verið veitt á rúmar 120,000 ekrur. Mest af landi þessu hefir þegar verið selt. Annað áveitu svæði má tilnefna, er liggur í Suffield héraðinu. Er það eign The Canada Land og Ir- rigation félagsins, er áður var kall- að Southern Alberta Land Com- pany, með aðalskrifstofu í Medi- cine Hat. Enn eitt áveitusvæði liggur í Bow Island héraðinu. Sam- tals nema lendur þessar 530,000 ekrum og eru þar af 203,000 hæfar til áveitu. í þessu héraði hafa lönd aðeins fengist til kaups síðan 1919. í Suður hluta fylkisins, er ávalt verið að gera frekari og frekari til- raunir t9 áveitu. Var þar stofnað eitt slikt félag 1919, er Taber Ir- rigation Association nefnist, er tek- ið hefir* sér fyrir hendur að veita vatni á 17,000 ekrur í nánd við Taber. Fleiri fyrirtæki í sömu átt, eru í undirbúningi víðsvegar um fylkið. Hagnaðurinn af áveitunni hefir þegar orðið mikill í Suður- Alberta. Hafa þar víða risið upp blómleg bygðarlög, þar sem áður voru gróðurlitlir harðbalar. Er þar viða ræktað mikið af alfaalfa og öðrum kjarngóðum fóðurtegund- um. Nokkuð er af auðugum gripa- ræktarbændum í Suðurhluta fvlkis- ins, einkum þó kringum Olds, Mag- rath, Raymond og Coutts og norð- ur og suður af Medicine Hat. Víð- ast hvar eru beitilönd fyrir gripi girt inn með vír. í Suður Alberta er mikið um sauðfé, er gengur sjálfala í reglulegri afrétt og smal- að er saman á vissum tímum. Sauð- fjárræktin er stöðugt að blómgast, og verður vafalaust mjög arðsöm, er stundir líða. Alifuglaræktin hefir gefið af sér feikna mikinn auð og hefir reynst bændum regluleg féþúfa. Korn- ræktin er altaf að útbreiðast með hverju ári er líður, svo þar sem áð- ur voru tiltölulega léleg béitilönd, blasa nú við blómlegir akrar. í Suður Alberta seljast óræktuð lönd í áveituhéruðum fyrir þetta fimtán dali ekran en' ræktuð áveitu- lönd frá 75—120 og fimm ekran. En í hinum þurrari héruðum má kaupa ekruna fyrir fimtán til fim- tiu dali. Svæðið frá Cardston til Pincher Creek og norður á bóginn til Calgary og Macleod og Edmon- ton járnbrautarinnar, er einkar vel fallið til blandaðs búnaðar, enda fylgist þar að jöfnum höndum grip og kornrækt. Claresholm liggur í austurjaðri þessarar landspildu. Bæir á þessu sviði, eru Nanton, High River, Okotoks, Crossfield, Didsbury, Olds og Innisfail. 1 héruðunum umhverfis þessa bæi, er mikið um griparækt og framleiðslu mjólkur- afurða. Heyskapur er þar víðast hvar mikill og góður. Blandaður Iandbúnaður, er kom- inn á hátt stig i Mið-Alberta. Með lagningu Canadian Pacific járn- brautarinnar, er kom til Calgary ár- ið 1885, tók landið umhverfis mjög að byggjast. Varð Calgary þá þeg- ar allmikill verzlunarbœr og hefir verið það jafnan síðan. Landið hef- ir verið að byggjat norður á bóg- inn jafnt og þétt. Er jarðvegurinn þar næsta auðugur. Fyrsta auka- lína Canadian Pacific félagsins á þessu svæði, var lögð í norður frá Calgary árið 1891. Siðan lagði Canadian National járnbrautarfé- lagið brautir bæði í norður og suð- ur og er landið með fram þeim eitt hið frjósamasta í öllu fylkinu.' S'taðháttum í Mið-Alberta hagar nokkuð öðruvísi en í Suðurfylkinu. Nýbyggjar i Mið-fylkinu hafa alla jafna átt nokkru örðugra með að koma sér fyrir og hafa haft meira af örðugleikum lanclnema lífsins að segja. En landkostir eru þar fult eins góðir. Ræktað er þaj; mikið af höfrum og byggi og sömuleiðis margskonar fóðurtegundum. Er framleiðsla kjöts, ullar og alifugla afarmikil, í þeim hluta fylkisins. Edmonton, sem liggur á milli 53. og 54. breiddarstigs, er orðin all- stór nýtízkuborg, með fullar 60 11111111111 i 11111111111111

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.