Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. NÓYEMBER 1927. BU. i Dodds nýrnapillur eru beata nýrnameðalið. Lœkna og gigt <bak- verk, ihjartabilun, jrvapteppu og önnur vei'kindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pille koata 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.60, og fást hjá öllu'm lyf- •ölum eða frá The Doddfs Medi- eine Conipany, Toronto, Canada. heilaga hvöt til þess með lifandi trú á frelsarann og hans sann- leiksorð að vinna að því, að sann- arlegt alþýðufrelsi verði hjá oss ráðanda, frelsi, sem rekur allan óguðleik og alla heimsku og allan skrílshátt út úr hjörtum og heim- iium, en bindur menn við Jesúm Krist hinn krossfesta í lífi og dauða. — (J“Sam.” í febr. 1895.) Leiðrétting. Framnes P.O., 31. okt. ’27. Herra ritstjóri:— Villur hafa slæðst inn í grein mína í síðasta blaði Lögbergs (27. okt.), sem eg bið yður að leiðrétta. Þar stendur í þriðja dálki: “Helgi svarti”, en áttd að vera: Illugi svarti. 1 sama dálki stendur: “Arnór gerlingarnef son Bjarnar Höfða-Þórissonar”, átti að vera: Arnór kerlingarnef, son Bjarnar Höfða-Þórðarsonar. 1 fimta dálki stendur: “svo var hann ráðvand- ur“, en átti að vera: svo var hann siðavandur (nefnil. ólafur kon. Tryggvason). Þessar tvær síðari villur eru ekki nema smámunir, sem eg hefði ekki skeytt mikið um, ef Helgi svarti hefði ekki skotist þar inn, og gert hér glund- roða og greinarspjöll. En, um það get eg mest sjálfum mér kent: 11 hefir orðið of líkt H-i. Með vinsemd, Magnús Sigurðson. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. Framh. frá-Lögb. 27. okt. Vegir voru í þá daga engir, nema af náttúrunnar hendi og brýr eng- ar á ám eða lækjum, mistu þeir einn kálf á leiðinni, sem druknaÖi í læk. Þeir félagar láu í tjöldum um nætur, en ónotaleg var sú æfi, en allir voru glaðir og kátir, því von- arljósið um betri og bjartari daga brann þeim í hjarta, og þeir sáu í huga framtíðarlandið framundan. 1 Winnipeg staðnæmdist flokkurinn um tima. Þorsteinn var peningalaus og þótti óráðlegt að halda áfram að svo stöddu og tefla á tvær hætt- ur, leitaði hann sér að vinnu og fékk brátt atvinnu við motor og múrsteinsvinnu, og var lofað -1.50 um daginn til að byrja með, en Þorsteinn var dugnaðarmaður og var kaupið fljótlega hækkað í tvo dali yfir daginn, og dró hann nú með sparnaði saman alldrjúga skild inga því kona hans, sem var einnig hinn mesti víkingur, hafði fengið atvinnu á Gestgjafahúsi í borginni og hafði í kaup $1.00 til $1.25 fyrir dag hvern, tvo mánuði staðnæmd- ust þau í Winnipeg og var ferðinni því næst haldið áfram. Þorsteinn lét konu og börn fara með lestinni til Portage La Prairie en sjálfur fylgdi hann griparekstrinum, en þegar til Portage La. Prairie kom og hann fór að svipast um eftir fjölskyldu sinni sem komin var á undan, fann hann hana alla fár- veika i tjaldi, hafði fengiö mislinga sem lagðist þungt á konu og börn. Nú voru góð ráð dýr, en Þorsteinn hefir aldrei orðið ráðalaus um dag- ana, en hér var ekki til setu boðið. Réðist hann þá í það að kaupa sér kerru (Red River Cart) naut hann þar aðstoðar vinar sins Halldórs Árnasonar, sem hann ber söguna hið bezta. Setti hann nú fjölskyld- una í kerruna og beitti uxa fyrir og lagði svo að stað, fylgdi hann kerr- unni, og hlúði að þeim sjúku eftir föngum, hafði hann fult í fangi, en að gefast upp kom ekki til neinna mála, það var ekki þá og var aldrei á stefnuskrá Þorsteins eða fjölda margra hinna eldri frumherja. Halldór Árnason var leiðsögu- maður ferðarinnar og foringi gripa- rekstursmannanna, áttu þeir tnikl- um erfiðleikum að mæta á þessari leið. Assinaboia áin var stærsta vatnsfallið á leiðinni, og ekki til að tala að sundreka skepnurnar, en ferja var á ánni suð-vestur frá Portage La Prairie, sem var nú í óstandi svo ekki var tiltök að nota hana. Tókst nú þeim félögum að gera samning við kynblendingq tvo sem bjuggu skamt þarna frá að flytja gripina aftan i róðrarbát yfir ána. Yar það hættulegt, erfitt og mjög tafsamt verk, og fóru tveir dagar i það að koma skepnum og farangri yfir ána. Kostaði þaö land nemana $25.00, sem strax þurfti að borga, og tók það peninga aleigu sumra Jæirra, sem i hópnum voru, var nú haldið áfram um vegleysur, forir og flóa, en Ioks náði hópurinn til landnáms síns, menn og skepnur þrekaðar og illa til reika en að öðru levti jafngóðir eftir ferðavolkið. Landnamsmaðurinn Þorsteinn Jónsson fylgdi kerru sinni og uxa, sem flutti fólkið alla leið. Tjald- aöi hann um nætur, hafði hann eld-. færi, sem þó voru mjög ófullkomin '■var hann 15 daga í þessum leið- angri og fagiíaði hann þeirri stund, er hann náði til heimilisréttarlands síns, settist hann nú að á hæð á landi sínu. sem umflotið var af vatni, og hafðist við í tjaldi um sumarið. \’egna vatnsins gat hann ekki náð að sér bjálkum úr skógin- um til að koma sér upp húsi eins og aðrir frumbyggjar höföu gert. vatnið umkringdi hann á allar hlið- ar, var þvi eina úrræðið að grafa inn i hæðarbarðið fyrir ibúð, hlóð hann upp úr hnausum og refti yfir, en hafði hey og mold í þakið, lét hann fyrir berast í þessum hýbýl- um fyrst um sinn, eða þar til hag- ur hans batnaði. Um sumarið sótti hann heyskaparvinnu af kappi, sló með orfi og ljá að íslenzkum sið og tók saman með heykvísl. Fékk hann nóg hey handa skepnum sínum. Bygði hann yfir þær á sama hátt og íbúðarhúsið—úr hnausum. Undi hann nú vel hag sínum og horfði fram á veginn. Ekki var álit manna að hægt væri að plægja meir en 12 ekrur á landi Þorsteins á þeim tima er hann kom til landsins síns, mest af landinu var umflotið vatni ,eins og áður er sagt, því þá voru bleytur miklar, en austur hluti Argyle-býgðarinnar fremur láglent, en grasvöxtur var feykilegur og enginn vandi að fá gnægð af heyjum handa búpeningi. Hefir þetta nú alt breyst fyrir löngu, skurðir voru grafnir að til- hlutan stjórnarinnar, þó án tilfinn- anlegs kostnaðar, sem þurkaði land- ið upp og má heita að alt lálendi, sem áður var undir vatni séu nú ræktaðir akrar, sem bera mikinn á- vöxt. $15.00 átti Þorsteinn í sjóði sínum er hann kom i bygðina, var það afgangur af því, sem þau hjón unnu sér inn þá tvo mánuði, er þau unntt í Winnipeg, auk ferðakostn- aðar, þótti sumum þetta allvæn upp- hæ'ð, því allflestir komu alveg fé- lausir. Þorsteinn nefndi bæ sinn á “Hólmi” og heldur bærinn því nafni enn og húsbóndinn er alkunn- ur víða um bygðir íslendinga sem Þorsteinn á Hólmi. Hefir Hólmur verið og er enn eitt af helztu höf- uðbólum austur-bygðarinnar í Ar- gyle.Þorsteinn, sem var mesti bús- höldur tók fljótt til óspiltra mál- anna við búskapinn, lagði hann alla áherzlu á það að koma fyrir feig góðum gripastól, því á það vildi hann byggja í fyrstu, en strax er þornaði um og inenn fóru að stunda akuryrkjuna var hann fremstur í flokki og lagði þar frant alla sína atorku, í fyrstu var þaö ntiklum erfiðleikum undirorpið, þvi þá höfðu menn aðeins sláttu- vélar, sem skáru hveitið en bundu ekki (Reapers), fylgdu þeim vana- lega fjórir menn, sem bundu hveit- ið jafnskjótt og vélin kastaði því úr sér í akurinn. Var því kostnað- arsamt að hirða uppskeruna, járn- brautir voru líka í mikilli fjarlægð Vortt næstu járnbrautarstöðvar Manitou, Pilot Mound og Brandon, frá 40 til 60 mílur. Batnaði mikið lkr$cúia£fitead ftfr$)&rýSfread- Borðið meir 45 ára dagleg þjónusta að útbýta brauðum í Winnipeg. SPEIRS MRNELL BRE/ÍD hagur nýbyggjanna þegar járn- brautin komst til Glenboro 1886 og þegar sjálfbindarinn, sem skar og ibatt hveitið alt í einu kom á mark- aðinn, mun Þorsteinn á Hólmi hafa verið einn með þeim fyrstu að kaupa sjálfbindara og hagnýta sér hann. Samkvæmt lögum átti Þor- steinn Jónsson ásamt mörgum fleir- um rétt til að taka annað heimilis- réttarland. Hagnýtti hann sér það tækifæri. Kastaði hann heimilisrétt á land í svo kallaðri “Hólabygð” í Cypress sveitinni 13 mílur frá hinu fyrra heimilisréttarlandi sínu, var það hálent og gott til akuryrkju, en sumt erfitt að vinna, því það var með blettum skógi vaxið. Sýndi Þorsteinn mikinn dugnað við að leggja það undir plóg. Vann Þor- steinn land þetta árum saman með sínum heimalöndum þrátt fyrir fjarlægðina, og blómgaðist hagur hans ár frá ári, Níu jarðir hefir hann eignast allar verðmætar, húsa- kynni bötnuðu fljótt og frumbýlis- háttur hvarf. Þar sem gamli mold- ar.kofinn stóð hefir risið upp veg- legt stórhýsi úr múrsteini, lét hann byggja það fyrir stríðiö þegar efni- viður og verkalaun voru mikið lægri en nú er og kostaði þó frek- lega $7,000.00, er það að öllu leyti hið vandaðasta og veglegasta og þar situr nú öldungurinn frumherj- um, og horfir yfir farinn veg. Hann er nú kominn hátt á níræðis aldur, er fæddur 6 október 1838, er enn furðu ern og hefir alla sálar sansa. Þorsteinn er fyrir flestra hluta salar einn af allra merkustu mönnum í vestur-islenzkum bænda- hóp, duglegur með áfbrigðum, fyr- irhyggjusamur og ráðagóður og vel lesinn höfðingi í sjón og raun og í hvívetna hinn besti drengur. Hann hefir haft meira líkamsþrek en flestir samferðamennirnir. Hann er einn af mörgum, sem hefir sannað það að Vestur-Canada er farsæld- arreitur, ef menn vilja eða nenna að hagnýta sér gæðin. Tækifærin eru enn ótakmörkuð, og biða eftir mönnum, ator.kusömum eins og Þorsteini Jónssyni á Hólmi til jiess að grípa þau tveim höndum. Framh. Mannadýrkun. Þegar menn hverfa frá því að dýrka skáparann, þá tilbiðja þeir skepnuna. Þeir gerást “hégóm- legir í hugsunum sínum”, þeirra “skynlausa hjarta hjúpast myrkri”, þeir þykjast vera “vitr- ir,” en gera sig að “heimskingj- um.” Þannig var það með mennina fyr á tímum. Þeir höfðu öðlast þekking á Guði, en “hirtu” ekki um að “varðveita” hana. Sem skynlausar verur sneru þeir sér frá skaparanum og “göfguðu og dýjrkuðu” skepnuna, menn eða kálfa. Hvort heldur það heitir ímynd- pð tröll, jsiðspilt dansmær eða kálfur, þá er það alt sama skepnudýrkunin. Það getur ekki verið verra, að tilbiðja mállaus- an kálf, en að dýrka siðspilta og guðlastandi mannskepnu. Til þess að menn betur geti sáð skyldleikann með nútíðar og for- tíðar skepnudýrkun, þá skal hér gerð ofurlítil sundurliðun. Forn- aldar skepnudýrkendum er lýst þannig: * 1. Þektu Guð, 2. elskuðu hann ekki, 3. hirtu ekki um að varðveita varðaveita þekkinguna á hann. 4. Þeirra skynlausa hjarta hjúp- aðist myrkri, 5. þeir kváðust vera vitrir, 6. en urðu heimskingjar, 7. tilbáðu skepnuna-í stað skap- arans, 8. smánuðu sín á milli sína eig- in líkami, 9. ofurseldu sig ósæmilegu hug- arfari. Nú getur hver sem vill, leitað að þessum einkennum hjá manna- eða skepnudýrkendum nútímans. Það bregst aldrei, að þegar menn snúa sér frá skaparanum, þá dýrka þeir skepnuna. Manna- dýrkunin er römmust einnig á vorum dögum, hjá þeim mönnum, sem lítið hafa hirt um að varð- veita þekkinguna á Guði, og sem þykjast vitrari öðrum mönnum, en gera sig að heimskingjum, til- einka mönnum heiður þann, sem alvísum Guði einum ber. Þeir sletta svo um leið óvægum og heimskulegum dómum um þá, sem ekki vilja tilbiðja með þeim dauða eða lifandi manninn, og dómar þessir koma jafnan frá þeim, sem hæst gala um frjálslyndi. Hvernig geta menn ætlast til þess, að vér, sem ekki viljum taka þátt í mannadýrkun þeirra, tök- um þegjandi á móti jafn fífls- legri vitleysu og þeirri: ða vér hvorgi getum þekt kærleikshjarta Guðs eða Frelsara vorn, ef við ekki krjúpum þessum holdslíkn- eskjum þeirra. Að vér þá verð- um ofurseldir andlegu volæði, að ráfa um eyðimerkurhjarn van- þekkingar og snapa blágrýtis-fóð- ur heimsku og hleypidóma. Já, mikið má bjóða lítillátum, en af öllu má þó of mikið gera. Mér er sama, hver í hlut á, og hve mikið eg óvingast við menn fyrir það, að segja þeim sannleik- ann. Eg staðhæfi, að þeir geri sig að heimskingjum með slíkum kjánalegum sleggjudómum. Eg er viss um, að mörg góð, fá- fróð sál, sem aldrei hefir drukkið þessar ímynduðu ódáinsveigar, er þeir gorta af að þeir bergi á, — mun komast fram fyrir þá marga, í vönduðu viðskiftalifi, sannsögli, dygðum og fögru, eftirbreytnis- verðu líferni. öld eftir ðld hafa menn átt kost á að færa sér í nyt þá dásam- legustu speki og kenningu, sem nokkuru sinni mun boðuð verða á meðal manna. Menn hafa því ekki þurft að standa á endlegum klaka í þeim efnum. Kenning Krists og lærisveina hans var: ' “Verið fullkomnir”, “Elskið ó- vini yðar,” “Blessið en bölvið ekki,” “Biðjið fyrir þeim, sem of- sækja yður”, “Gerið þeim gott, sem yður hata,” “Gefið”, “Verið miskunnsamir”, “Fljótir til sátta,” “Elskið hvern annan innilega af hjarta,” “Verið gestrisnir”, “Þjón- ið hver öðrum,” “Berið hver ann- ars byrðar”, “Umberið hverir aðra,” “Verið ávalt glaðir,” “Þakk látir,” “Nægjusamir,” “Bindindis- samir,” “Þolgóðir,” “Hógværir,” “Skrýðist lítillætinu hver gegn öðrum,” “Sigrið ilt með góðu,” '“Gjajdið'. öllum það, sem skylt er,” “Virðið alla menn,” “Enginn hafi af “bróður sínum”, “Forðist alla ásælni,” “Alí"sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þqr og þeim gjöra.” “Dæm- ið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir,” “Verið ekki á- hyggjufullir,” “Skoðið akursins liljugrös, hversu þau vaxa,” “Lít- ið til fugla himinsins”. “Það er vitað verður um Guð, er augljóst .... með því að það verður skil- ið af verkunum.” — Og hvað ætti eg að halda áfram að telja, alt hið fagra, sem mannleg tunga getur nefnt, og alt sem mannlegt hjarta þráir, var boðað og boðið mönn- um af honum, sem faðirinn smurði og hinum sönnustu og mestu sið- bótamönnum heimsins, — læri- sveinum hans. Hvað eru menn svo að skvaldra um andlega fá- tækt í fortíðar-kenningum, þar sem himinhá auðlegð rís á báðar hendur. Hið sorglegasta við þessa mannadýrkun er þó það, að hún fer öll fram á kostnað guðstrúar annara. Því varla er manni svo hælt á vorum dögum, hvort held- ur er íslending, Gyðing eða Hin- dua, að ekki þurfi að níða trú manna og guðsdýrkun um leið. Og þegar svo langt er farið, að skapari allra heima og geima, lífs og ljóss, — hinn eilífi, álvísi, algóði og almáttugi kraftur, höf- undur sannleikans, er látinn lúta einhverju, og hverjum meðal- manni er líkt við vizkunnar Guð cða Frelsara mannanna, — þá er velsæmi mannvits og smekks og allri ómengaðri dómgreind svo misboðið, að gyllingarnar verða viðbjóðslegar. Þegar menn grípa til þeirra vandræða, að klæða vissa menn í skrautlega málað auglýsinga- skrum, er vanalega svo miklu hrúg- að utan á þá, að þeir kafna eða grafast í auglýsingaruslinu. Það, sem gott á að gera, gerir þá skaða. Þegar hrósið verður of sætt, þá velgir alla menn við því. Dæmi: Bóksölumaður er að bjóða bóka- vini bók til sölu. Tilvonandi kaup- andi er að hugsa sig um og líta á bókina. Bóksalinn lætur dæluna ganga: “Þetta er inndæl bók, sú allra bezta bók, sem til er í heimi, enginn getur talist fróður maður, sem ekki hefir lesið hana. Hún er fullkomin að fegurð, vizku og gæðum. Þú mátt til með að kaupa hana. Þú getur ekki þekt Rose theatre, Mánu-, Þriðju-, Miðvikudag. næstu viku. Guð eða neitt gott án hennar. Þú getur ekki lifað sem andlega heil- brigður maður án þessarar bók- ar. Þessi bók segir að eins sann- leikann, gerir alla rétttrúaða, hún er guðleg og ofar, öllum. Þú ert vesalingur, asni og andlega vilt- ur maður, ef þú kaupir hana ekki.” Mundi ekki hver heilvita maður snúa sér með viðbjóði frá þvílíku meðmælaskrumi. En sanngjörn og stillileg lýsing á góðum hlut, getur æfinlega komið bjóðanda að góðum notum. Menn, sem svo klaufalega fara með málstað sinn eða annara, sýna með því, að þeir hafa lítið lært, af því er þeir hrósa mjög. Menn kasta hnútum í það, sem þeir kalla blinda alþýðu, en hvað mundi verða um alt skrumið þeirra, ef sú alþýða væri eigi umburðarlynd- ari við þá, en þeir eru við hana. Vafalaust sér alþýða tómleikann og óhollustuna í þessari háværu mannadýrkun, en vonandi verður hún einhvern tíma svo tápmikil, að hún snúi sér algerlega frá þeim ófögnuði. Pétur Sigurðsson. Gifting. Gefin voru saman í hjónaband, að kvöldi þess 30. okt. s.l., þau Magnús Christopher Magnússon, ættaður úr Dakota, og Miss Hólm- fríður Margrét Nielson. Séra Jó- hann Bjarnason gifti og fór hjóna- vígslan fram að heimili móður brúðarinnar, Mrs. Bjargar Níels- son, skamt norðvestur af Árborg. Á eftir hjónavísluathöfninni fór fram skemtilegt samsæti þar á heimilinu, er þátt tóku í nál. sex- tíu manns. Var skemt með ræð- um, söng og kvæði, er dr. S. E. Björnsson hafði orkt og las upp sjálfur. Ræður fluttu, auk séra Jóhanns, er fyrstur talaði og stýrði samsætinu, þau Mrs. Hólm- fríður Ingjaldsson, Ingimar Ing- aldson, Snæbjörn S. Johnson 0g Tryggvi Ingjaldsson. Var góður rómur gerður að ræðunum, söngn- um og snjöllu kvæði læknisins. — Samsætinu slitið laust fyrir mið- nætti. Framtíðarheimili Mr. og Mrs. Magnússon verður i grend við Árborg. tilboði tekið vill félag manna norður við Eyjafjörð ganga inn í kaupin á tveimur þúfnabönun með tilheyradi varahlutum. — Nú hefir stjórnarnefndin sent Árna G.' Eylands verkfæraráðu- naut til Svíþjóðar, til þess að skoða það, sem í boði er, og hefir hann umboð til þess að taka boð- inu eða hafna, eftir því sem l.on- um lízt. Hæstaréttarlögmennirnir Pétur Magnússon og Guðm. Ólafs^pn hafa nú hitt ritstj. Alþ.bl. fyrir sáttanefnd, en sættir tókust ekki og fer málið nú fyrir dómstólana. Lögmennirnir krefjast, að Hallbj. Halldórss. greiði þeim fyrir álits- spjö 25 þús. kr. ísenzkar (um 20 þús. danskar kr.). Ritstjórinn bar | það fyrir sáttanefnd, að hann ætti óhægt með að greiða þá upphæð. Lögmennirnir kváðust vilja teygja sig það langt til samkomulags, að bíða eftir f járupphæðinni unz næsta skip kæmi frá Danmörku, en ritstj. lét sér fátt um finnast boðið, og hafnaði því. 1 háskólanum eru í vetur 150 stúdentar, í Mentaskólanum 28C nemendur, í Kennaraskólanum 60, í Verzlunarskólanum 103, í Sam- vinnuskólanum um 40, í Iðnskól- anum 150, í Vélstjóraskólanum 23, í Stýrimannaskólanum 15, í Kven- naskólanum liðl- 100. — í barna- skólanum eru rúm 2000 börn. — ' Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökur og annað kaffi- brauð, það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. Barnaskóli Hafnfirðinga hinn nýi var vígður 2. þ.m. að viðstöddu fiölmenni. Skólinn er hinn reisu- legasta bygging, þvílyft, og stæð- ið vel valið á skjólgóðum bletti upp'i undir hrauninu. — Einar Erlendsson teiknaði húsið, en Ás- geir 'Stefánsson stóð fyrir bygg- ingu þess. Hefir það kostað um 200 þús. kr. með miðstöð, leikvöll- um og frágangi öllum. Skólastof- urnar eru 8 að meðtöldum smíða- og matreiðslukenslustofunum, all- ar rúmgóðar og vistlegar. Raf- magnsloftræsting er í skólanum. Stjórnin hefir skipað Guðm Davíðsson kennara oddamann í nefnd þá, er ákveðá á hvar Suð- urlandsskólinn skuli reistur, en auk hans skipa nefndina fjórir I fulltrúar úr sýslunefndum Árnes- | og Rangárvallasýslna. Mun nú: ! nefndin vera um það bil að hef ja; störf sín. Frá Islandi. CANADIAN NATIONAL Reykjavik, 8. okt. 1927. Sig. Briem póstmeistari, sem eins-og kunnugt er, nú er formað- ur bankaráðs Landsbankans, hef- ir sagt af sér formensku gengis- nefndar. Stjórnin hefir skipað Ásg. Ásgeirsson formann nefnd- arinnar. Búnaðarfélag íslands tilkynnir: Jónas Jónsson ráðherra hefir til- kynt stjórn Búnaðarfélagsins, að þar sem hann nú um stund muni eiga sæti bæði í stjórn landsins og stjórn Landsbankans, sem bankaráðsmaður, og óski ekki að fá tvíborguð laun frá landinu, til sjnna eigin þarfa, þá hafi hann ákveðið, að meðan svo háttar, gangi bankaráðslaunin í sérstak- an sjóð, er háður verði fyrirmæl- um stjórnar Búnaðarfélags ís- lands þegar hann hefir afhent féð með skiplagsskrá. — Tilgang- ur sjóðsins skal vera sá, að vinna að því, að köma upp tilraunastoð í sveit, þar sem ungir menn geti með verklegu námi búið sig und- ir einyrkjabúskap hér á landi. — A-B. Hugo Hartvig í Sviþjóð hafa boðið Búnaðarfélaginu til kaups fjóra þúfnabana lítið notaða og töluvert af varahlutum fyrir 10 þús. kr. sænskar. — Yrði þessu hefir sérstakar já.rnbrautarlestir og svefnvag'na I nóvemljer og desejnber, sem koma til hafnarstaðanna á réttum ttma til að ná t skip, sem sigla til Bretlands og anniara landa í Evrópu. ANNAST VERÐUR T' • A. / UM VEGABRÉF * fySSÍð Idr jf OG FAIÐ PANNIG BESTA Dll SEM íiægt er að HAFA LÁGT FAR í DESEMBER —Til— HAFNARBÆJ A NNA The Ca.nadian Na- tional félagið selur farbréf með öllum skipalfnum yfir At- lantshafið og ráðstaf- ar öllu viðvtkjandá ferðinni með skipun- um og jámbrautar- svefnvögnunum. EF ÞÉR EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU FARBRÉF TIL OG FRA Allra staða I HEIMI SEM PÉR VTLJIÐ HJALPA TIL AÐ KOMAST TIL pESSA LANDS, I pA KOMIÐ OG SJAID OSS. VÉR GERUM ALLAR NAUÐSYNLEGAR RADSTAF- ANIR. ALLOWAY & CHAMPION 667 MAIN ST., WINNIPEG, SlMI 26 861 Umboðsmenn fyrir CANAÐIAN NATI0NAL RAILWAYS Heim til Gamla Landsins FYRIR JÓLÍN O G NÝÁRIÐ Ferífist með Sérstakar Lestir tiT Hafnarstaða Lág Fargjöld Allan Desembermánuð til Hafnarstaðar FER FRA WINNIPEG Klukkan 10.00 i. m. .NÁ SAMBANDI VIÐ JÓLA-SIGLINGAR Frá Winnipeg— Nov.23—S.S. Melita frá Des. 3 — S.S. Montclare “ Des. 6 — S.S. Montrose “ Des. 11 — S.S. Montnairn " Des. 12 — S.S. Montcalm “ Montreal — Nov. 25 til Glasgow, Belfast, Liverpool St. John — Des. 6 " Belfast, Glasgow, Liverpool — Des. 9 " Belfast, Glasgow, Liverpool “ — Des. 14 “ Cobh., Cherb. Southampt. “ — Des. 15 “ Belfast, Liverpool < VID LESTIR 1 WINNIPEG TENGJAST SVEFNVAGNAR FRA ED- MONTON, CALGARY, SASKATOON, MOOSE JAW OG REGINA og fara alla leið austur að skipsfjöl. Frekari upplýsingar gefa allir umboðsmenn vorir Uitv ■' ' ' '"| Cor. Main and Portage Phone 843211-12-13 > V np City Ticket Office. Ticket Office A. Calder & Co. J. A. Hebert Co. C. P. R. Station Phone 843216-17 663 Main St. Phone 26 313 Provencer & Tache St. Boniface CANADIAN PACIFIC

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.