Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 6
Bls. « LÖGTSBRG. FIMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1927. Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. “Dáinn? Það er hann líklega ekki? Það getur hann ekki verið, nei, nei?” spurði Filia, reif sig úr faðmi hennar og horfði á hana með blikandi augum. “Kæra Filia!—” “ó, frú Möhl, segið mér hvað það er!” Hún þaut aftur til hennar og tók hana í faðm sinn. “Jú, Filia, hann er—dáinn, móðurbróðir— séra Krog, alveg skyndilega af hjartveiki.’ 0g frú Möhl rétti henni bréf með ókunnri rithönd. Filia tók við því þegjandi, sneri sér við og gekk til herbergis síns. Hún opnaði bréfið táralaust og þegjandi og las: ? “Ungfrú Sidonius! Það er orðið mitt þunga og undarlega hlut- skifti, að verða að segja yður frá láti þess manns, sem eg veit að orsakar yður ómælilegr- ar sorgar. Séra Krog er skyndilega dáinn í gær, rétt fyrir rökkur.byrjun. Hann og eg höfðum geng- ið eftir sjávarbakkanum, eins og við vorum vanir, og mér fanst það harla undarlegt, að á leiðinni reikaði hann stundum, gat ekki dregið að sér andann og greip handlegg minn, þegar hann talaði, og var rödd hans seinlát, þrevtu- leg og erfið. Þegar við komum heim, virtist hann jafn- góður. Eg bað samt gömlu konuna Olsen að láta sækja lækninn. Eg veit ekki hvers konar hugboð það var, sem kom mér til að fara til hans. Þegar eg kom til hans, sagði hann alúðlega: “Eg hefði nú í raun réttri átt að skrifa Filiu minni í dag, daginn eftir morgundaginn er afmælisdagur hennar; en eg held að eg verði að bíða til morguns, þó það sé synd—” Eg veit ekki, hvort hann ætlaði að ganga að skrifborðinu sínu, eða hvað, en á sama augna- bliki féll hann. Eg greip hann í faðm minn um leið og hann datt. “Færið henni kveðju mína! Gætið hennar! Vakið yfir henni! — Það er búið!” sagði hann. Já, það var búið. Þér sjáið, að hans síðustu hugsanir og orð voru hjá yður. Hann varð fyrst var við hjartvæikina þann dag, sem þér fóruð frá Ásdal, og verulega frísk- ur hefir hann naumast verið síðan. En hann hafði alveg óvanalegan kjark til að bera þján- ingar sínar og gleyma þeim. Þess vegna tók enginn eftir veiki hans, og þó segir læknirinn, að hann hafi stundum þiáðst mikið. Eg er svo hryggur vfir láti hans, að eg hefi ekki neitt huggandi orð að segja vður, sem eg hekl að gagni geti komið. “Yðar vin, yðar föður, yðar prest”, kallaði hann sig sjólfan með þessu blíðubrosi, sem fór honum svo vel. Eg finn það ásamt yður, að þér hafið mist einn af þeim vinum, sem maður kynnist sjaldan, og sem naumast nokkur annar getur ,bætt yður til fulls.' Þessir tveir mánuð- ir, sem eg hefi verið samvistum við hann, eru þeir skemtilegustu og í ýmsu tilliti þeir gagn- legustu, sem eg hefi lifað. Að mánuði liðnum kem eg til Fjóns, og skal þá segja yður, ef þér viljið það, frá hinum síð- ustu æfidögum hans. Allir eru svo gagnteknir af sorg, að þeir hafa beðið mig að skrifa þetta bréf. Þegar þér fáið að hejrra hve góðar samvistir okkar voru, vona eg að þér finnið ekkert ósæmandi við það, að eg tók þetta starf að mér. Eg er sá síðasti og eini, sem var hjá honum á dauðastundinni, og eg hlaut, eins og þér hafið þegar séð, það hlutverk: að flytja yður kveðju hans og að — vaka yfir yður! Með mikilli samhygð, virðingu og vinsemd, Knud Storm.” Þegar hún var búin að lesa þetta, varð hún afar sorgbitin. “Mig hefir alt af grunað það, síðan eg fór frá Asdal, að við mundum aldrei sjást fram- ar,” kveinaði hún, “hann fékk því aldrei að vita, hve vænt mér þótti um hann. Hvers vegna er eg svo ung, að mín æfi ætlar aldrei að enda! — einsömul, einmana! — nú er enginn á þess- ari jörð, sem þekkir mig. Hann þekti mig, að einu undanteknu, annars hefði hann aldrei sagt: “Barn augnabliksins, sem safnar sigur- vinningum!” — eg vildi að eg væri barn augna- bliksins, þá væri eg máske ánægðari. Nei. nei, eg vil ekki hafa skifti, jafnvel ekki nú, þegar hann er farinn — frá mér — og einhvem tíma skal hann fá að sjá, hvemig þetta augnabliks- bam minnist hans, einhvern tíma, þegar alt þetta líf liggur bak við mig eins og horfinn draunmr!” Þegar frú Möhl kom upp, fann hún hana næstum því meðvitundarlausa liggjandi á gólf- inu. Hún varð alvarlega hrædd um hana. Þegar hún gat vakið hana til fullrar með- vitundar, og þær höfðu talað dálítið saman, sagði Filia með því vilja-afli er staðföstu geðs- lagi fvlgir: “Talið þér ekki meira núna, ef þér skevtið nokkura ögn um mig. Þegar eg er búin að % jafna mig dálítið, þá skal eg áreiðanlega geyma sorg mína og bera hana,” sagði hún snöktandi og með handlegginn um tóls Kamillu. . Hver getur mælt þunga og sviða sorgar- innar? Filia vissi, að hún hafði mist hann, sem var henni dvrmætastur í heiminum. Átti hún alt af að vera svona fátæk? Undir eins og sá fyrri var tekinn frá henni, og hún hafði fundið hvíld, huggun og traust hjá eftirmanni hans, þá var hún svift honum líka. Hvað átti hún nú? Hún, sem að ytra útliti gekk frá faðmi til faðms, sem aílir dáðust að og veittu hylli sína, en sem enginn af þeim þekti, sem hún í sannleika skeytti hið minsta um. Það fór kaldur hrollur um hana; en svo mundi hún eftir síðustu samræðunni við sinn nú “þögla vin”, þegar hann bað hana að loka sig ekki inni í sjálfri sér. Sá hann nú máske, hve einmana hún var í þessum stóra heimi? Var þetta ekki eins og hann hefði gefið henni lífsreglu til að fara eftir á leiðinni, að liún skvldi einmitt nú muna eftir þessu, þegar sorgin var sárust. Möhl og Kamilla gerðu alt hvað þau gátu til að hugga hana. Möhl spurði hana, hvort hún vildi ekki fara þangað enn einu sinni, og hvort hann ætti ekki að fara með henni til jarðarfararinnar. En hún treysti sér ekki til að koma þangað, og óskaði sér að vera þar sem hún var. Allir ókunnir sýndu þessari fögru stúlku hlýja hluttekningu, sem stóð svo einmana í heiminum. Já, greifainnan bauðst til að ferð- ast með henni til einhverra staða, henni til skemtunar. Öll þessi tilboð orsökuðu það, að hún jafn- aði sig meir og meir, og þegar liðinn var einn mánuður, virtist hún vera orðin næstum þrt eins og áður. Að hún sýndist fölari, gat orsakast af svarta fatnaðinum, sem hún var í, og að hún var kvr- látari, var svo eðlilegt. Læknirinn, sem nú var algerlega breyttur í framkomu sinni gagnvart Filíu, og að svo miklu leyti, að eðli hans leyfði það, var nú nær- gætinn og alúðlegur, skrifaði prófessor Storm nokkrum mánuðum síðar: “Mér líkar hún ekki vel. Annað hvort er sjálfstjórn hennar óvanalega fullkomin, eða hún dylur sorg sína, og býr sig ósjálfrátt und- ir einhverjá líkamlega þjáningu. Eg veit ekki, til hvers eg á að ráða þér. Eitt get eg sagt til endurminningar og að- vörunar, og það er, að fyrir mínum augum er hún meira aðlaðandi en nokkuru sinni fyr. Nú er hún sannarlega Mignon, sem heitir löngun— töfrandi og ógleymanleg Mignon. Að koma og biðla til hennar núna, væri að biðla til afar stórrar körfu, það ætti jafnvel heimskingi að skilja; en ástfangnir menn eru oftast heimskingjar. En að hinu leytinu þarf eitthvað til að vekja hana með, annars dettur hún í stafi, þannig, að eg er ekki viss um, að eg geti sameinað þá aftur. Já, komdu hiklaust, ef þú ert viss um að þú getir forðast að biðja hennar. Taktu myndina með þér. Hún verður að fá að sjá hana einhvern tíma, t. d. í garðstof- unni minni. Og reyndu að segja henni frá öllu sem við bar, þarna yfir frá, það verður máske bezta lækningin, því hana langar til að vita um alt, vill ekki leika skollaleik — það. er annars ein af ástríðum þeirra, að maður verður að fitla við þær, ná hylli þeirra með lagi, annars verða þær of viðkvæmar. — Eg iðrast þess, að eg hefi sríttt henni, en eg gerði það í hagsmunaskyni fyrir þig, en ekki mig, og nú er eg góður við hana. Vinur þinn, V. Berg.” Viku síðar kom læknirinn fyrri hluta dags til heimilis Möhls hjónanna. Fyrst átti hann samtal við frúna, undir fjögur augu, og svo spurði hann Filiu, hvort hann mætti bjóða henni að koma til piparsveins heimilis síns, og verða sér samferða nú þegar. Hann hefði nokkuð sérlega fallegt að sýna henni. Hana langaði til að neita þessu heimboði, en frú Möhl gaf henni bendingu um, að það væri ekki vel við eigandi. Svo hún varð að láta sér líka, að verða lækn- inum samferða, alveg einsömul. Hann var mjög alúðlegur alla leiðina. Þau gengu eftir fögrum stíg í gegn um skóginn, hér um bil einn stundar f jórðung. Pblia varð undrandi yfir því að koma inn í snoturt, næstum því aðdáanlega fagurt og mjög viðfeldið heimili. Henni hafði aldrei komið til hugar, að hann hefði jafn-mikið fegurðarvit til þess, að skreyta heimili sitt jafn vel. Og myndirnar fagrar og markverðar. Að síðustu kom hún inn í fallega garðstofu. Eins og um hásumar stóðu dyrnar opnar út að sólbyrginu, og birtan barst inn á milli Jilóma og vínviðar með rauðum blómum, svo að hún var fremur dauf. Á móti garðdyrunum var veggurinn. Við miðju hans stóð legubekkur og yfir honmn hékk mynd, sem blæjur voru dregnar fyrir. Filia sá það, og áleit, að það væri gert til að vernda liana fyrir flugum. “Setjið yður niður, ungfrú góð,” sagði læknirinn innilega, “eg ætla að fara að vita hvað ráðskonan mín getur boðið yður. Það sem eg aðallega ætlaði að sýna yður, er mynd- in bak við yður yfir legubekknum. Dragið þér blæjurnar til liliðar og skemtið vður við að skoða myndina þangað til eg kem aftur. ” Hann fór. Filia leit í kringum sig og stundi. Fyrst ætlaði hún út í sólbyrgið, en hætti við það, þegar hún hélt sig hafa séð skugga af manni, er gekk fram hjá. Svo gekk hún til baka og dró blæjurnar til hliðar. Hún varð alveg utan við sig. Gleði, undrun, aðdáun, endurminningar, sorg, já, hvað var þetta? Myndin var stór og sýndi — Asdals prests- setur. Sex fiskimenn stóðu fyrir utan húsið, með unga, indæla hefðarkonu, sem liélt á hvítvoð- ung í faðmi sínum, og fyrir innan gluggann stóð presturinn og veitti þeim móttöku. Allar voru þessar myndir andlitsmyndir. Fiskimennirnir voru skírnarvottar hennar, fimm þeirra. 1 stað hins sjötta, sem var dá- inn, var annar fiskimaður, sem hún þekti að nafninu til; en hann sneri andlitinu burt, eins og til að afsaka, að hann var látinn vera þarna sökum tölunnar. Og presturinn var séra Krog. Af hennar góða, gamla föður, var engin mynd til. Tárin runnu niður kinnar hennar, betur svalandi en nokkuru sinni áður þessa síðustu löngu mánuði. Hvað eina, ,sem kemur frá hjartanu, það fer til hjartans aftur. Hún fann, að að eins ástrík hendi gat hafa framleitt þessa mynd, eins og liún kom henni fyrir sjónir. Aldrei hefði nokkur manneskja getað fund- ið upp meiri viðbrigði fyrir hana, og aldrei hefði nokkur maður getað valið sér beinni leið til hjarta hennar. Engu var gleymt, alt sást á myndinni. Langt úti sá maður hafið velta áfram í háum bylgj- um, til vinstri handar var kirkjan, og mynd hennar var þannig tekin, að maður sá líka háa krossinn á gröf hins kæra föður hennar. Og þessi fagra, unga móðir, alveg eins og henni hafði verið lýst fyrir henni, og eins og hún sjálf hafði hugsað sér hana. Hún sjálf, eins og þetta veiklulega, þjáða barn. Hafði hún í raun og veru verið svona lítil? Allir þessir dauðþreyttu björgunarmenn hennar, sem hún hafði svo oft heimsótt, og sem aldrei mundu gleyma henni, á meðan hið hættu- lega, erfiða líf þeirra entist. Og svo hann, seinni faðir hennar, góði vin- urinn, sem nú var horfinn; sem hún fengi aldr- ei aftur að heyra tala, að minsta kosti ekki í bráðina — hún grét hátt. ‘ ‘ En hvað hann er blíður á svip! — ætli hann hafi litið þannig út, þegar liann kallaði mig: “ Augnabliksins barn, sem safnar sigurvinn- ingum?” hugsaði hún. ‘ “Það hefir hann ekki gert, það held eg ekki. Hvers vegna leit eg ekki á hann?” Hún hneri sér við. í miðjum dyrunum stóð prófessor Storm og borfði á tóna hugfanginn. Hún var á sama augnabliki hjá honum og sagði með yfirburða hlýrri aðdáun: “Þér verðið að selja mér þessa niynd, alt sem eg á vil eg gefa fyrir hana.” “Eg get ekki selt hana,” svaraði hann með ólýsanlega alúðlegu brosi, “hún er orðin mér svo kær.” “Afsakið mig mörgum sinnum, verið þér ekki reiður,” sagði hún blóðrjóð í andliti, bæði yfir neituninni og þessum eftirminnilegu orð- um: “hún er orðin mér svo kær.” “Afsaka yður! fyrir hvað á eg að afsaka yður?” sagði hann með einkennilegu röddinni sinni, sem að hálfu leyti var háð og að hálfu leyti dulin geðshræring. “Þér getið fengið hana lánaða, eins lengi og þér viljið, þegar sýningin er enduð, hún er mín eign.” “Nei, þökk fyrir, um það er ekki að tala,” svaraði hún og sneri sér við stillilega til að horfa á hana aftur. “Ef þér viljið fá hana nú, þangað til sýn- ingin fer fram, þá er yður það velkomið,” sagði hann. “Nei, þökk fyrir, eg get alls ekki tekið hana að láni,” svaraði hún, “það yrði mér ábvrgð, líka kvöl. En, viljið þér nú segja mér eitthvað að heiman, þá skal eg vera yður þakklát, mörg- um sinnum þakklát. ” “Myndin getur þá verið lijá lækninum, og komið þangað aftur eftir sýninguna, er það þá geðfelt yður?” spurði hann. “Nei, nei, þökk fyrir. Þér verðið að gleyma minni vanhugsuðu spumingu,” svaraði hún. Prófessorinn bauð henni stól, beint á móti myndinni, og settist svo sjálfur á legubekk- inn gagnvart henni. Og nú fór hann að segja frá dvöl sinni í Jótlandi með þeirri alúð og nákvæmni, að hún gleymdi alveg að tempra' framkomu sína, til þess að hlusta sem bezt eftir. Það var beinasta leiðin til að sigra hana, að bvrja með að ná trausti hennar, svo að hún léti í Ijós sínar instu hugsanir. Og hann sá með sínu glögga, skynsamlega augnatilliti, hvemig frásagnir hans höfðu á- hrif á hana, með mismunandi breytingum á andlitsdráttum hennar, og hvernig tári urðu að stórum daggardropum, sem ultu niður kinn- arnar, hvernig munnurinn titraði og beygðist upp á við, þegar hún bar upp við hann ein- hverja einlæga spurningu: “Haldið þér þá” eða “haldið þér þá líklegt”. — “Ó, segið mér að eins þetta!” o.s.frv., o.s.frv. Og þess meira sem hann sagði henni, þess oftar greip hún fram í fyrir honum með spurningum, svo að allar hugsanir hennar, hennar hlýja, trvgga hugarfar, hennar mikla ást til liins framliðna, sorg hennar og hið einmanalega líf, hæfileikar hennar og þrár, lá alt fyrir framan hann eins og opin bók. Ánægja hans yfir þessari óafvitandi vin- semd og huglátssemi, verður ekki lýst; hún lýsti sér í hinu ástríka augnatilliti, sem hann sendi henni, og með yfirburða aðdáun hugsaði hann: “Skal það þá vera mögulegt, að eg eigi að verða fyrir því láni, að ná ást hennar?” Þó að hann léti eins og hann skildi ekki hve stór sorg hennar var, tók hann samt þátt í henni og sagði henni aftur og aftur, að enginn skildi hana betur en hann, af því að hann hefði náð vináttu og trausti hins framliðna. Og til þess að staðfesta sannleika orða sinna, endurtók \ hann margar samræður þeirra, og sýndi efni og búning þeirra svo vel, að Filiu fanst hún geta heyrt, hvernig þeir hefði talað. “En nú um litlu stúlkurnar?” spurði Filia grátandi og stóð upp. “Eg veit ofur vel, að eg á ekki að segja frá því,” svaraði hann alúðlega og gekk á eftir henni, “en eg get ekki varist því að segja yð- ur það; þér þurfið ekki að segja, að þér vitið það, sú yngri á að fara til Möhls, en um Maríu rifumst við dálítið. Það er að segja, að eg hefi sagt, að eg vildi annast um hana, ef eg ætti konu, en fyrst um sinn verður hún hér — hjá lækninum.” <. “Hjá lækninum?” sagði Filia undarndi og liopaði á hæli. “Fleiprari!” sagði læknirinn skyndilega í dyrunum, “nú, á hleri hefi eg sannarlega ekki staðið. Malena getur borið vitni um það, að eg kom beina leið frá stofunni minni í hinum enda hússins, þar sem eg hefi alt af haft ráða- leitendur að tala við — afsakið, ungfrú, en þér vitið að viðskifti ganga. fyrir öllu öðru, og eg vissi að þér höfðuð góðan maim að tala við. En um leið og eg kem, heyri eg þig segja: “Hún kemur hingað til læknisins” og skelfingaróp ungfrú Filiu: “Til læknisins,” sama sem fjand- ans!” Þetta segir mér frá ásigkomulaginu.” “Eg er yður hjartanlega þakklát fyrir allar fregnirnar, og ekki minst fyrir þessa síðustu” sagði Filia. “Nú getur þú hætt að urra,” sagði Storm brosandi, “eg skal taka á móti því.” “Já, nú er hann svo hreykinn, en hinkraðu við, góði maður, endirinn er ekki kominn enn þá, ” svaraði læknirinn og deplaði augum til hans. “Ivomið þér nú inn, ungfrú, og smakkið á rjómanum mínum, hann er eins góður og greifa- innunnar, já, það er eg viss um. Já, eg tek að mér ungu stúlkuna. Storm getur sagt yður, ef hann vill, að eg dáist að yðar framliðna vin að einu leyti. Með tilliti til ungu stúlkunnar hefi eg hugsað mér — já, nú býst eg við að vekja gremju yðar með skoðunum mínum — að ala hana upp til að vera nútímans barn, til að nema eitthvað, helzt læknisfræði, þá getur hún orðið mér til aðstoðar með tímanum. Það sem eg hefi mestan áhuga á, er það, að gera tilraun til, hvort ekki sé mögulegt að ala upp slíka litla persónu án allrar þessarar tilgerðar með augu, taugar og hreyfingar, sem hið fagra kyn æfir sig í. Af mér og Malenu skal hún ekkert slíkt læra, og þegar eg því frá byrjun vaki yfir henni og held henni við bóknámið, svo hún verður al- veg laus við þetta fingrafitl, sem slíkar verur tíðka nú um of, þá vona eg að mér hepnist á endanum að fá að sjá kvenpersónu, sem ekki er heimsikulega tilgerðarleg. Hvað álítið þér. ungfrú Mare?” Filia vissi ekki almennilega, livort hún átti að hlæja eða gráta. Læknirinn varð henni ó- skiljanlegri með hverjum deginum. Hún sá, að hún hafði algerlega misskilið hann, að hann hafði miklu meiri gáfur og göfgi, en hana grunaðié Nú vissi hún ekki hvar takmörk hans voru milli spaugs og alvöru. Og þar eð prófessorinn hló ofurlítið með köflum, var enga hjálp að fá hjá honum til leiðbeiningar. Hún svaraði honum því með spurningu. Það var ávalt siður hennar til að leysa úr vandræð- unum. “Er eg mjög tilgerðarleg, Berg læknir?” . “Ekki mjög, en nokkuð,” svaraði læknirinn, “en þér eruð líka uppaldar af mönnum. ” “Kendu henni að blístra,” sagði prófessor- inn, “eg á auðvitað við Maríu Krog.” “Já, eg mæli með því, að ungar framfara- stúlkur læri að blístra,” svaraði læknirinn. “Það er óskiljanlegt, hvílíkt háð og yfirlæti menn geta látið í ljós með blístri. Þetta er hyggilegt ráð, Storm.” Samtalið hélt áfram, og Filia sá með undr- un, að heimsókn hennar hafði staðið yfir í fleiri stundir.” Það var langt síðan að hún hafði gleymt að gæta tímans. Hún’stóð upp fljótlega. Hún þráði að fara heim og hugsa um alt ])að, sem hún hafði nú séð og heyrt þessar skemtilegu stundir. Hún varð samt enn einu sinni að líta á myndina. “Er þetta ekki meistaralegt listaverk?” sagði læknirinn við hana. Hann var listelskur maður. Eg skil alt líf yðar, þegar eg lít á þessa mynd. Það er í rauninni æfLsaga, sem að eins listamaður í fremstu röð hefir getað málað.” Hún hafði aldrei heyrt hann tala jafn hlý- lega. Tár ikomu fram í augu hennar, hún gleymdi ■kýmni hans og háði, gekk til hans, tók hendi hans og sagði: “Þér eruð einkennilegur maður, og eg hefi oft hugsað rangt um yður.” “Þér eruð líka einkennilegar,” svaraði hann viðkvæmur, “þó að þér hafið dálitla til- gerð, en hún fer yður svo vel.” Prófessorinn kom með hatt og prik og spurði, hvort hann mætti fylgia henni heim. “Viliið bér má.ske aka heim?” spurði lækn- irinn. “Yður er hollara að sranga. ” “Þá geng eg, oer margfaldar þakkir fyrir þenna dag,” svaraði Filia. “Komið þér bráðum aftur, að sjá segul- magnið á veggnum,” sagði hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.