Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 1
40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1927 I MJMER 47 Helztu heims-fréttir Canada. Nú lítur mjög vænlega út með það, að bráðlega verði járnbraut bygð út frá Hudson Bay braut- inni, skamt frá The Pas, til Flin Flon námanna.. Canadian Natio- nal félagið lætur byggja þessa braut, og er sagt að byrjað verði á því nú strax og að um 200 menn verði þar í vetur og höggvi skóg og hreinsa brautarstæðið. Áætl- að er, að þessi brautarbygging kosti $3,500,000. Stjórnin í Mani- toba leggur fram $100,000 á ári í fimm ár, ef á þarf að halda, til tryggingar því, að ekki verði tekjuhalli af starfrækslu braut- arinnar. — Það er ekkert vafamál, að þessi brautarbygging hefir mikla þýðingu fyrir Manitoba. Landið þarna nyrðra er auðugt af málmum, ekki að eins við Flin Flon, heldur miklu víðar. Eru nú þegar margir menn að vinnu við málmtekju við Flin Flon og bú- ist við, að þeir verði enn fleiri i vetur. Það er félag eitt í New York, sem hald hefir á þessum námum og verða námurnar starf- ræktar í stórum stíl þegar járn- brautin er fullgerð, svo flutning- ar þangað og þaðan geta gengið greiðlega. Telja menn víst, að ekki verði þess fangt að biða, að í Flin Flon rísi upp allstór náma- bær. Auk málmanna er þarna norður frá mikið af við til papp- írsgerðar. Einnig er gert ráð fyrir, að virkja White Mud foss- ana og nota raforkuna við vænt- anlega pappírs verksmiðju og við málmtekjuna ©g annað, sem raf- orku þarf til. Það er ógrynni f jár, sem gert er ráð fyrir að verja til starfrækslu þar norður frá á næstu árum. * • • , Senator Archie B. McCoig dá hinn 21. þ.m. að heimili sínu, Chatham, Ont., 53 ára að aldri. Var lengi þingmaður í sambands- þinginu og senator síðan 1922. * » • Efri málstofan er nú þannig skipuð, að þar eru 51 conserva- tives, 39 liberals, 1 progressive og fimm sæti eru auð, tvö í Quebec og þrjú í Ontario. Þegar stjórn- arskiftin urðu 1921, hó'fðu íhalds- menn tuttugu atkvæða meiri hluta i efri málstofunni, en þegar skip- að hefir verið í þau sæti, sem nú eru auð, verður meiri hlutinn ekki nema sex eða sjö. * * * King forsætisráðherra er nú staddur í Washington. Ekki segja fréttir frá Ottawa að hann sé þar i stjórnmála erindum, en muni þó. heimsækja bæði Coolidge forseta og Kellogg ráðhfcrra. Er þetta í fyrsta sinni, sem Mr. King kemur til Washington síðan Canada- stjórn skipaði þar sendiherra. * * * Hljóðfæra kaupmaður í Tor- onto, sem Paul Hahn heitir, seldi J. H. Burns píanó, sem kostaði $350, fyrir tvö frímerki, sem ein- hvern tíma höfðu kostað 13 cent. Þessi tvö frímerki eru frá árunum 1853 og 1854 og eru frá New Brunswick og Nova Scotia, þegar þessi fylki voru enn hvort um sig sérstakar brezkar 'nýlendur. Báð- ir eru menn þessir vel ánægðir með kaupin og er haft eftir Mr. Hahn, að frímerkin séu vel þess virði, sem hann hafi fyrir þau gefið og hafi þó hljóðfærið verið ágætt í alla staði. þingið, þegar það kemur saman 1. desember, eða kannske öllu held- ur, að skýra fyrir þingmönnunum fyrirætlanir stjórnarinnar. Aðal- lega var það vínsölumálið og bjór- inn, sem þarna var til umræðu. Stjórnin hefir látið semja mikinn lagabálk viðvíkjandi vínsölu og þegar hann er orðinn að lögum, þá verða öll önnur vinsölulög Manitobafylkis þar með úr gildi numin. — Hvernig þetta laga- frumvarp í raun og veru er, vita þeir þingmenn að eins, enn sem komið er, sem stjórnarflokknum tilheyra. Heyrst hefir, að frum- varpið sé mjög svipað vínsölulög- unum Alberta fylki. Bjórinn verð- ur seldur í' glasatali í bjórstofum, sem væntanlega verða í sambandi við hótelin og í því herbergi verða menn að drekka bjórinn, en hvergi annars staðar. Þó mun verða leyfilegt að fá heilan kassa heim til sín beint frá ölgerðarhúsunum, eins og verið hefir. önnur vín- föng, en bjór, verða seld að eins í vínsölubúðum stjórnarinnar, en sú breyting gerð á núgildandi lög- um, að menn geti sjálfir farið þar inn og keypt sér flósku og flösku og farið sjálfir með hana heim til sín. Þegar þessi nýju lög eru gengin í gildi, sem búist er við að verði um næsta nýár, verður sjálf- sagt töluvert auðveldara en áður að fá sér i staupinu á lóglegan hátt. 1 blaði einu í Quebec stóð fyrir skömmu þesai grein: "Skrásetn- ing bíla í Quebec þetta ár, sýnir, að þeim hefir fjölgað um 33 af hundraði frá því sem skrásetning- in 1926 sýnir. Líklega er þetta svipað í hinum fylkjunum. Arið 1926 voru skrásettir bílar í öllu landrnu 728,905, eða 14 af hundr- aði feiri en 1925. Ef til vill eru þeir nú orðnir full miljón. Þjóð, sem hefir innan við tíu miljónir íbúa, en á allan þennan sæg af bílum, getur naumast í raun og veru, verið ósköp peningalítil." • • • Flokksfund hélt fylkisstjrnin í Manitoba á fimtudaginn í vikunni sem leið, með þeim þingmönnum öllum, sem henni fylgja að mál- um. Mun stjórnin þar hafa verið að leita ráða stuðningsmanna sinna viðvíkjandi nokkrum mál- um, sem lögð verða fyrir fylkis- Bandaríkin. Vöruhús í New York, sem talið er $500,000 virði og tilheyrði New York Central járnbrautarfélag- inu, brann í vikunni sem leið, og brunnu þar inni 1,500 bílar, sem voru $2,000,0000 virði. Tveir slökkviliðsmenn meiddust, en þó ekki stórkostlega. * * * Því er haldið fram, að það sé óhugsandi að menn geti flogið hærra en 45,000 fet frá jörðu, því þar fyrir ofan geti maðurinn ekki lifað hvaða útbúnað sem hann hafi til þess, að svo miklu leyti sem menn viti, enn sem komið er. Það vantar ekki mikið á, að þessu takmarki hafi verið náð, því flugmaður einn í Bandaríkj- unum, H. C. Gray að nafni, hefir komist 42,470 fet frá jörðu og er það 230 fet yfir átta mílur. Er hann nú talinn "háfleygastur" allra manna. * * * Jarðgöng undir Hudson ána, milli New York og New Jersey, hafa nú verið fullgerð og hafa kostað fjörtutíu og átta miljónir dala og hefir verið unnið að þessu verki í sjö ár. Jarðgöng þessi eru ákaflega mikið mannvirki og hafa gfngið til að byggja þaU 115,000 tons af járni og 130,000 fet af steinsteypu. * * » Arthur E. Corrock, póstþjónn í Seattle, var dæmdur til að planta 100 trjám meðfram brautinni milli Seattle og Everett, fyrir það að hafa«f hirðuleysi verið valdur að því, að eldur kviknaði í lysti- garði þar vestra í ágústmánuði í sumar, og hlauzt eitthvert tjón af. Friðdómarinn, sem Corrock kom fyrir, gaf þennan úrskurð, og er Corrock nú búinn að planta öllum trjánum og hefir þar með afplánað sekt sína. Bretland. Auka þingkosningar fóru fram í Southend í Englandi hinn 19. þ. m., til að kjósa þingmann í stað- inn fyrir Lord Iveagh, sem nú hefir hlotið sæti í lávarðadeild- inni. Kosningu hlaut Lady Ive- agh, kona fyrverandi þingmanns. Hún fylgir íhaldsflokknum og þykir þessi aukakosning góður slyrkur fyrir Baldwin stjórnina, ogþað því frekar, sem kona þessi var kosin með mjög miklum at- kvæðafjölda, eða 21,221 atkv. Liberals hlutu 11.921 og verka- menn 4,777 atkvæði. * * » Tveir brezkir flugmenn, R. H. Mclntosh og Bert Hinkler, sem ætluðu að fljúga til Indlands, hafa nú lent á Póllandi og komust ekki lengra. Höfðu lent í miklu of- viðri og hinum mestu svaðilför- um, en sluppu þó sjálfir með lífi og limum, en flugvélin bilaði. A. J. Cook, námamanna leiðtogi á Englandi, lætur mikið til sín taka og safnar saman vinnulaus- um námamönnum og lætur þá ganga langar leiðir til London og heldur þar yfir þeim og öðrum, er heyra vilja, langar og stórorðar æsingaræður, sérstaklega til að sýna þeim fram á það ranglæti, sem þeir verði fyrir af hendi nú- verandi stjórnar. Hvaðanœfa. Victoria princessa, systir Vil- hjálms fyrrum Þýzkalandskeis- ara, 61 árs að aldri og ékkja síðan 1916, gifti sig á laugardaginn var rússneskum alþýðumanni, sem er að eins 27 ára gamall og heitir Alexander Zoubkoff. Sagt er, að þetta sé mjög á móti vilja bróður hennar, og að hann hafi gert alt sem hann gat til að koma í veg fyrir þetta hjónaband, en frúin heldur, að hvorki honum né öðrum komi þetta mikið við, og heldur að hún, eins og hver önnur kona, megi gjarnan giftast, og það því frekar, sem hér sé ekki um neitt stjórnmálamakk að ræða, því hér ráði ástin ein. Hún sér ekki, að roskin kona megi ekki unna manni rétt eins og hinar sem yngri eru, enda sé hún engin kerling enn þá og ætli ekki að verða það. Fingraför bafa lengi verið not- uð til þess að koma upp um glæpa- menn, eins og kunnugt er, og er það enn gert, þótt glæpamennirn- ir kunni nú betur að varast þetta, heldur en þeir kunnu áður. Nú hafa menn komist upp á lag með að senda þessi fingraför með víð- varpinu úr einu lándi í annað og á Englandi hefir lögreglan þekt mann, sem þar var tekinn fastur, á mynd af hans fingraförum, sem henni var send með viðvarpinu frá Chicago. Dr bœn um, Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, átti prófessor S. K. H'all, fimtugsafmæli. Var honum við það tækifæri haldið fjölment sam- sæti aö heimili þeirra Mr. og Mfs. Árni Eggertsson. Frekari fregnir af samsætihu, bio'a næsta blaðs. Silfurbrúðkaup prestshjónanna að Árborg. Eigi hefir önnur veizla veglegri haldin verið i Nýja íslandi. en veizla si'i hin rausnarlega, sem sókn- arbörn séra Jóhanns Bjarnasonar héldu aS Árborg föstudaginn 18. nóv. ti'l minningar um 25 ára hjú- skap prestshjónanna og 20 ára þjón ustu séra Jóhanns í prestakallinu. Höföu söfnuðirnir allir fimm sam- tök um hátíðarhaldið. Samsætið fór fram í hinum stóra fundarsal þorpsins og hófst einni stundu fyrir nón. Var salur- inn fagurlega skreyttur og veizlu- borð reist um hann allan. Voru þar fleiri hundruð manns samankomin. Var -Veirlukostur svo góður, að til mikillar sæmdar var forstöðukon- um. > Nágranna iprestur séra Jóhanns, séra Sigurður á Gimli, hafði feng- inn verið til að stýra samkomunni. Lét hann samkomuna setta meS sálmasöng, bibliulestri og bæna- gjörð; f lutti og stutta tölu og skýrði frá tilgangi samkomunnar. Að samkomunni settri las hr. Bjarni Marteinsson í heyranda hljóði ávarp til heiðursgestanna. Var ávarpið undirskrifað af full- trúum safnaðanna. Hafði hr. Frið- rik Swanson í Winnipeg skrautrit- að það og útbúið af mikilli list. Þá gekk fram hr. Tryggvi Inenalds- son og færm' presti peningagjóf frá safnaðarfólki hans og öSrum vin- um. Var sjóður sá að upohæð 750 dollara. Mrs. Tr. Ingjaldsson á- varpaöi frúna og afhefnti henni silf urborðibúnað forkunnar fagran frá kvenfélagi Árdalssafnaðar. Þá færði og Mrs. Joh. Briem prestkpn- konunni fagran silfurdisk frá kvenfélaginu "Djörfung" í River- ton og fylgdi gjöf beirri ávarpsorð vingjarnleg, er Sveinn kaupmaður Thorvaldsson bar fram. Loks var silfurbrúðhjónunum afhentur skrautgripur úr silfri, sem var eiöf frá systkinum þeirra og skvldfólki. A8 þessu loknu hófst borðhaldið. Neyttu gestir margra góðra rétta, og ræddi þá hver við sinn sessu- naut um hríð. en von bráðar kvaddi veizlustjórí hljóðs og lét nú hefja ræðuhöld, kvæðalestur og söng. Stóð sú skemtun lengi dags. Séra Rúnólfur Marteinsson las upp tvö kvæði, er hann hafði verið beðinn fyrir. Var annaS ort áf séra J. A. SigurSssyni en hitt af hr. Magnúsi Sigurðssyni. ) veizlunni fluttu og frumort kvæði Sveinn læknir Björnson og Stefán bóndi Guðmundsson. Fyrstur ræðumanna var séra Björn B. Jónsson, D.D. og rak eft- ir það hver ræðan aðra, en á milli ræðanna voru stundum'sungnir ís- lenzkir alþýðusöngvar. Aðrir, sem fluttu ræour, voru: Jón Pálsson, fyrir hönd Geysis-safnaðar ; Bjarni Marteinsson, fyrir hönd BreiSuvík- ur-safnaðar; Sigurbjörn SigurBs- son, fyrir hönd Bræðra-safnaðar; Tryggvi Ingjaldsson, fyrir hönd Ardals-saf naðar; Sveinn Thor- valdsson; séra Rúnólfur Marteins- son; Lárus Guðmundsson; Mrs. Oddlei fsson; Sigtryggur Jónasson. Valgerður Sigurðsson; Gestur Oddleifsson. Þó ólíkar væri ræðurnar að orða- lagi, var efnið hið sama í beim öll- um: þakklát viðurkenning á ágæti þess starfs, er séra Jóhann og kona hans hafa unniS, og á persónugildi þeirra og mannkostum. Leyndi sér ekki, hve vel menn höfðu lært að meta hreinlyndi, staðfestu og trú- ardjörfung síns kæra kenniföðurs. Var sem allir vildu keppa hver við annan um það, að láta i ljósi virð- ingu sína fyrir þeim hjónum og minnast með viðkvæmni þeirrar þakkarskuldar, er þeir ættu sinum ágæta presti að gjalda. Var það sæmd mikil og verðskulduð, sem séra Jóhanni Bjarnasyni var sýnd vi8 þetta tækifærí. Mörg ske^'ti frá fjarverandi vin- um þeirra hjóna og mörgum em- bættisbræðrum séra Jóhanns voru lesin í veizlunni. Ber það alt þess vott, hve mikillar virðingar þau njóta og vináttu nær og f jær. í samkomulok stóð séra Jóhann up og flutti frábærlega hugnæmt erindi og fagurt. Þakkaði hann j margfaldlega þá sæmd, er þeim hjónum hafði sýnd verið og þær dýrmætu gjafir, sem þeim hofðu gefnar verið. Mintist hann á sam- starf sitt við sóknarbörn sín, þau mörgu ár, er hann hafði með þeim verið, og gat þess að óslitin vinátta héldist og me5 sér og mörgum þeim, sem utan við stæSu sína söfnuði. Var ávarpi prestsins tekið með miklum fögnuði. Var í samkomulok sunginn sálm- urinn: "Ó. þá náð að eiga Jesú." Mun engum viðstöddum dagur þessi úr minni Hða. —Gestur frá Winnipcg. Frá íslandi. Rvík, 6. okt. Séra Friðrik Friðriksson var meðal farþega á Gullfossi í fyrra- dag. Hann fór héðan 1. júlí síð- astl. til Danmerkur of var við- staddur fyrsta alheimsmót K. F. U. M., sem haldið var í Kaup- mannahöfn. Að íþróttamótinu loknu fór hann suður til Sviss á stjórnarfund alþjóðanefndar K. F. U. M. Fór svo þaðan aftur til Danmerkur og ferðaðist þar um nokkurn tíma meðal vina sinna. Heimleiðis fór hann 11. sept. með Lagarfossi til Austfjarða. Dvald- ist um tíma á Seyðisfirði og mess- aði þar. Hafði hann ráðgert að ferðast um þar eystra, en af því gat ekki orðið að þessu sinni. Reykjavík, 25. okt. Frú Camilla Bjarnason andað- ist hér í bænum í gær, eftir lang- vinnan sjúkleik. Hún var dóttir Stefáns Bjarnarsonar sýslumanns en systir Björns heit. sýslumanns í Dalasýslu og þeirra systkina. Hún fór ung til Danmerkur til menta og mun hafa verið fyrsta íslenzk kona, sem laug þar stú- dentsprófi. Hún var gift Magnúsi sýslumanni Torfasyni og eignuð- ust þau tvö börn, sem bæði eru hér í bænum, ungfrú Jóhanna, cand. pharm. og Brynjólfur verzl- unarmaður. Frú Camilla var gáf- uð og vel mentuð kona og áhuga- söm um mörg mannúðarmál.— Vísir., Akureyri, 29. okt. IGagnfræðaskólinn á Akureyrl fær heimild til þess að útskrifa Stúdenta. í morgun, áður en kensla skyldi hef jast í gagnfræðaskólanum, kom dómsmálaráðherra þangað, og færði skólameistara bréf það, sem hér fer á eftir, og var það les.io" upp hátíðlega að viðstöddum öll- um kennurum og nemendum skól- ans: "Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið, Reykjavík, 25. okt. 1927. Á fundi 22. okt. s.l. hefir ráðu- neytið ákveðið, að gagnfræðaskól- inn á Akureyri skuli hér eftir hafa heimild til þess að halda uppi lær- dómsdeild, eftir sömu reglum og gilda um lærdómsdeild Mentaskól- ans, samkvæmt reglugerð frá 1908. með tveimur minni háttar breyt- ángum viðvikjandi aldurstakmarki og sumarleyfi. Skal þessi deild hafa rétt til að útskrifa stúdenta og fari próf þeirra, þar til öðru vísi verður ákveðið með lögum. að öllu fram eftir ákvæðum gild- andi prófreglugerðar máladeildar M«ntaskólans, enda veiti allan sama rétt. Áður en kemur að prófi næsta vor, mun ráðuneytið gefa út reglugerð til handa gagnfræða- skólanum, vegna þessarar áður- nefndu þreytingar.—Vísir. 1 gær keypti Björgúlfur læknir ólafsson höfuðbólið Bessastaði af Jóni H. Þorberssgyni, sem þar hefir búið stórbúi undanfarin ár. Svo sem kunnugt er, hefir Björg- úlfur stundað lækningar austur í Asíu siðan árið 1913, og er vinum hans hér gleðiefni að hann er nú alkominn heim.- Þarf ekki að efa, að hann sitji hið forna höfuðból vel og skörulega.—Vísir. Reykjavík, 1. nóv. Frá Akureyri var Visi símað í gær, að mikið væri þar um dýrð- ir vegna réttinda þeirra, sem stjórnin hefði veitt gagnfræða- skólanum. Sigurður skólameist- ari Guðmundsson stofnaði til fagnaðarsamsætis í skólanum í fyrra kveld. Var þar fjölmenni mikið, nemendur allir, kennarar og margir gestir, þar á meðal Jón- as ráðherra, Guðm. landlæknir o. m. fl. Skólameistari mintist fyr- irrennara sinna í skólameistara- starfinu, en eftir það voru marg- ar ræður haldnar. Talaði Jónas ráðherra o. fl. og mælti að lokum fyrir minni Ragnars kaupm. ólafs- sonar. Var þess getið í símatal- inu til marks um eindrægni þá, sem verið hefði í samkvæmi þessu. — Flokksbræður J. J. héldu honum samsæti í fyrri viku og sjálfur hélt hann fyrirlestur, og var hann fjölsóttur og erindinu vel tekið. Inngangseyrir var seld- ur, en J. J. gaf féð til þess að kaupa kappróðrarbát handa gagn- fræðaskólanum.—Vísir. Reykjavík, 17. okt. Norðmannafélag í Reykjavík. Ýmsir Norðmenn hér í bænum hafa orðið ásáttir um, að reyna að stofna félagsskap hér, til þess að efla samhug og auka viðkynningu norskra manna, sem búsettir eru hér eða dveljast hér um stundar- sakir. Verður félagsskapur þessi deild áf hinum mérka alheimsfé- lagskap "Nordmandsforbundet", sem hefir það að markmiði, að gera Norðmönnum erlendis kleift að fylgjast með því, sem gerist á ættjörð þeirra. Starfar félags- skapur þessi með útgáfu rita, fyr- irlestrum o. fl., greiðir fyrir bréf- um til fjarstaddra manna, heldur skrá yfir heimilisfang þeirra og að auknu andlegu sambandi milli Norðmanna og þjóða þeirra, er þeir dveljast hjá. Hér í Reykjavík búa allmargir Norðmenn, og er því furða að fé- lagsskapur sem þessi skuli ekki vera kominn á hér fyrir löngu. — Það er vert að gefa félagsstofnun þessari gaum. Því líkan félags- skap þyrftum vér fslendiiigar að hafa erlendis alstaðar þar, sem ís- lendingar eru saman komnir. — Kannske kynni af þessum nýja félagsskap verði til þess að ýta undir stofnun Islendingasam- bands.—Vísir. Hinn yngsti íslenzki 'Locomotive Engineer' Akureyri, 30. sept. 1927. 1 sumar hefir verið bygð ný brú á Héraðsvötnin, yfir svo kallaðan Grundarstokk, í námunda við Velli í Hólmi; var hún vígð s. 1. sunnu- dag (11. sept.)— Brúin er hin stærsta í Norðlendingafjórðungi, 132 nt á lengd. Vesturvatnabrúin (yfir Vesturós Héraðsvatna), sem vígð var í júlí s. 1. sumar, er 113 m. á lengd, og var þá lengsta brú á Norðurlandi. Margt manna, víðsvegar úr sýsl- unní, var saman komið við brúna til þess að vera við vígsluna og fagna einum sigrinum enn, yfir hinum mikla farartálma, sem Vötnin hafa verið ferðamönnum NJALL ÓFEIGUR BARDAL. Njáll Ófeigur Bardal er fæddur í Winnipeg, 18. nóvember 1904. Foreldrar hans eru Arinbjörn Sigurgeirsson Bardal og Margrét Ingibjörg ólafsdóttir Bardal. Njáll fékk sína barnaskóla mentun í Winnipeg, og sína mið- skólamentun í Jóns Bjarnasonar skóla. — Njáll hafði mikla löng- un til að læra vélfræði. Haustið 1923 komst hann inn hjá C.P.R. félaginu sem kyndari, og vann þar til nýárs. Þá var allur hveiti- flutningur búinn, svo allir mistu vinnuna, sem voru byrjendur., — f marzmánuði næsta vor (1924) lagði Njáll á stað til Chicago. Það var sögð mikil atvinna þar suður frá. Hann fékk strax vinnu hjá niðursuðufélagi, og þar vann hann þar til tími var að fara aftur til C.P.R. Þá skrifaði hann því félagi og fékk það svar, að það hefði nóga menn. — Hann hafði lagt inn nafn sitt hjá Belt járnbrautarfélaginu í Chicago, til vonar og vara, ef C.P.R. brygð- ist, og nú leitaði hann til þeirra. Þeir tóku honum vel og hann byrjaði hjá þeim sem kyndari 1. ágúst 1924. Þar hefir hann unnið stöðugt síðan og gengið undir þrjú próf, það slðasta í haust og fékk þá 92 stig. Það er hans fullnaðarpróf, og nú stjórnar hann eimreið, líklega sá yngsti "locomotive engineer" í Ameriku. frá því að landið bygðist. Skag- firðingar voru glaðir og skemtu sér við ræðuhöld, kórsöng og dans langt fram á kvöld. Ræðumenn voru séra Tryggvi Kvaran á Mæli- felli, sýslumaðurinn, sem hé't vígsluræðuna, Páll skólastjóri a Hólum og Jón alþingism. á Reyr.i- stað. Á Héraðsvötnunum eru nú þrjár stórar brýr, allar úr járri og steinsteypu og hinar prýðileg- ustu. Hefir undanfarin ar verið unnið af kappi að því, að tengja þær akbrautum, svo að þær mcgi verða að sem mestum notum. Nokkuð er þó enn eftir af hinum nauðsynlegustu vegum að brún- um, og mega hinir '.framsæknu" minnast þess, áður en þeir fvlla landið af alþýðuskólum og setja mentaskóla í alla landsfjórðunga. Vegina, þá nauðsynlegustu, vilj- um við Skagfirðingar a. m. k., fá sem fyrst. Þetta fyrirtæki, ásamt vega- og brúagérðum, innan sýslunnar, er hafa verið miklar hin síðustu ár- in, mun reynast hið mesta fram- faraspor, sem hér hefir stigið ver- ið til eflingar landbúnaðinum og mun halda lengi uppi nafni Jóns Sigurðssonar bónda og alþingism. á Reynistað, sem var hyata-mað- urinn og fékk hugmyndinni fram- gengt. Ihaldsstjórninni — og þá Magnúsi Guðmundssyni fyrv. ráð- herra, sérstaklega — mun og leyfilegt að þakka þetta að nokkru. Björgvin Guðmundsson. tónskáld. 1 T T T T T T T T T T T T T T T f ?;? f f ?;? Eg rétti þér hönd y.fir hafið, og heilsa þér, góðvinur minn. Þó margt sé í gleymskunni grafið, ei gleymdur er hlýleikinn þinn. Það viðmót, sem velsæmið glæðir, fær viljann og orkuna hvest, er hrollkaldur mótbyrinn mæðir, þær minningar ylja þó bezt. Og nú, þó að fsfkkað sé fundum, ^anér fyrnast ei sönglögm þýð, það er, sem í eyrum mér stundum þau ómi frá liðinni tí&. Eg ræði' ei um röddina mína, hún reynslunnar stenzt eigi próf, en hlusta á hljómana þína var heillandi, friðandi ró. Ef heilsan og Iðunn mig yngja, og ellin ei rænir mig hreim, þá mun eg, að sjálfsögðu, syngja, er segi' eg þig velkominn heim. Þig gæfan á örmum sér ali, og almættis leiði þig hönd, og hug þínum sönggyðjan svali og sýni þér ónumin lönd. —'Ort af Birni Péturssyni, fyrir J. Petersen, 562 Victor Street, til Björgvins Guðmundssonar. t f f ?:? :-:?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.