Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 3
LöGBBRG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1927. Friðrik Friðriksson. Þess hefir áður verið getið í Lögbergi, að bóndinn Friðrik Friðriksson dó snögg'lega, að heimili sínu í Lögbergsbygð, 6. júní síðastl. Hjartabilun var bana- 'meinið. Friðrik var fæddur að Grund í Ólafsfirði, í Eyjafjarðarsýslu, 22. október 1859. Faðir Friðriks var Friðrik Jónsson, ættaður frá Skipalóni í Eyjafirði og náfrændi Þorsteins, sem þar bjó lengi. — Móðir Friðriks, var Anna Magn- úsdóttir, ættuð af Siglunesi í sömu sýslu. Ársgamall var Friðrik tekinn til fósturs af konu, sem Sigríður hét og bjó í Hólakoti í ólafsfirði. Dó fóstra hans, er bann var niu ára gamall. Fluttist hann þá norð- ur í Fnjóskadal, til Jónatans bónda á Þórðarstöðum. Þar mun Friðrik sál. hafa dvalist fram undir tvítugs aldur, eða þar til hann fór að Kaupangi í Eyjafirði, til Vilhjálms Bjarnarsonar, prests í Laufási. Hjá honum var Friðrik í þrjú ár, að læra trésmíði. Það- an fór hann svo inn á Akureyri og stundaði þar ýmist smíðar, eða sjómensku, mest á hákarlaskipum, j þar til hann vorið 1887 fluttist I til Ameríku. Á Akureyri kvæntist Friðrik, j ungfrú Kristínu Jósefsdóttur, ættaðri úr Bárðardal í Þingeyjar- sýslu. Fæddust þeim tvær dæt- ur, Svafa (dó um tvítugs aldur) og Anna, nú til heimilis í Winni- peg. Fyrst eftir að vestur kom, stað- næmdust þau hjón í Winnipeg, stundaði Friðrik smíðavinnu þar, en 1891 tók hann heimilisrétt á landi vestur í Saskatchewan, í Lðgbergs bygð, sem þá var að byggjast. Ætlaði hann að flytja vestur með fjölskyldu sína, en áð- ur en. því yrði framgegnt, misti hann konu sína í Winnipeg Sumarið 1894, giftist Friðrik í annað sinn, Sigríði Þorleifsdótt- ur Jónssonar, frá Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði. Sig- ríður var ekkja, eftir Þórarinn Jónsson, frá Hóli í Sæmundar- hlíð í Skagafirði; druknaði hann í Winnipegvatni í nóvember 1890. Frá því hjónabandi átti Sigríður tvö börn, pilt og stúlku, bæði korn- ung. Reyndist Friðrik sál. þeim jafnan sem bezti faðir og unni þeim engu síður en sínum eigin börnum. Styrkti hann piltinn, Jón að nafni, ti'l náms á æðri skóla, þar til hann innritaðist í herinn og fór til Frakklands, hvar hann féll 6. maí 1917. Stúlkan, Þóra að nafni, er gift enskum manni, Fred. Reynolds, búsett í Winnipeg. Vorið 1895 flutti Friðrik á heimilisréttarland sitt og byrjaði þar búskap, með lítil efni, en stóra fjölskyldu, 4 bðrn, öll ung, nálega á sama aldri. Með ráð- deild og dugnaði, komst hann brátt í allgóð efni, og bjó þar góðu búi til dauðadags. Með síðari konu sinni eignað- ist Friðrik sex börn, sem öll eru á Iífi og uppkomin. Heita þau: Sigríður, sendir hraðskeyti á hraðskeytastofu í Winnipeg. iKristín, listmálari; gift How- ard Smoleck fornfræðingi í New York. Þorleifur Bemhard, iTieima. Friðrik, skólakennari, heima. Sigrún Sumarrós, skólakennari. Elín, byrjuð að læra hjúkrun- arstðrf. Friðrik sál. var dagfarsprúður í framgöngu, hæglátur og óáleit- inn við aðra, en þungur fyrir og lét ógjarna hlut sinn, ef því var að skifta. Smiður var hann góð- ur og fjölhæfur til verka, sívinn- andi að því að efla heill og hag ástvinanna og 'heimilisins, með ráðdeild og fyrirhyggju. Við frá- fall hans var stórt skarð hðggvið í hinn fámenna hóp íslendinga í Lögbergsbygðinn i. * * # Friðrik Friðriksson. Skarð er fyrir skildi enn, skjótt að höndum borið,. Hníga vorir mætu menn, margt er banasporið. Mörgum ýfa saknaðs sár, svipleg dauðans kynni. Nú er Friðrik fallinn nár, falinn grafar inni. Ást og blíðu bauð af sér við börn og ektamaka; sárt, en ljúft, þeim líka er, að Mta nú til baka. Þeim hann kærleiks bundu bönd, beztu forsjá veitti; staðföst lund og hagvirk hönd heimagarðinn skreytti. Vinum heill og hollur var, heims um brögð ei skeytti, í hverju sem að höndum bar, hygni og ráðdeild beitti. Hafði bæði hug og þrek, heiminn við að etja; flest í höndum listfengt lék, lifði’ og dó sem hetja. Lengi varir minning mæt meðal frænda’ og vina. Á gröf hans þetta þögull læt og þakka samfylgdina. B. Thorbergsson. Guðmundur Johnson Þann 23. september síðastl. lézt Guðmundur Johnson af afleiðing- um uppskurðar fyrir nýrnastein- um. Hann var sonur Ásgeirs Jóns- sonar frá Skaga í Dýrafirði. Móð- ir Ásgeirs var Ólöf Guðmunds- dóttir frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Móðir hans var Sigríður Þórðar- dóttir. Faðir Sigríðar var Þórð- ur Jónsson. Jón var sonur Jóns Níelssonar. Kona Jóns Níelsson- ar var Helga Þórðardóttir. Hjón þau bjuggu allan sinn búskap á Þúfum í Vatnsfjarðarsveit. Móð- ir Sigríðar var Helga Þorsteins- dóttir. Bjó hún lengi að Bjarna- stöðum í Vatnsfirði. Guðmundur var fæddur á ísa- firði 6. júní 1878, en fluttist með móður sinni til Canada, 1887, og fóru þau fyrst til Argyle nýlendu. Guðmundur heitinn fór til Páls Friðfinnssonar og Guðnýjar konu hans, og var þar í fimm ár. Sið- an fór hann til móður sinnar, sern þá bjó í Brandon. Árið 1900 fór hann vestur að hafi. Þar giftist hann ungfrú Guðrúnu Búadóttur. Þau hjón eignuðust einn son, Búa Ingvar að nafni. Hann dó tæp- lega ársgamall. Þau hión voru búsett í Bellingham, Wash. Undi konan þar ekki hag sínum, og fluttu þau hjón til Brandon. Guðmundur heit. fór í stríðið 1914; var hann í hernum alt af meðan stríðið stóð yfir. Siðustu þrjú ár hafa þau hjón búið í Van- couver. Voru þau í kynnisferð til móður hans og stjúpföður, Þorst. Þorsteinssonar járnsmiðs í Beres- ford, Man., i þegar Guðmundur veiktist. — Guðmundur var vel greindur, og skrifaði og talaði bæði ensku og íslenzku. Hann var gjafmildur með afbrigðum, og mátti ekkert aumt sjá. Hann vildi ðllum gott gera. Ha'nn var elsku- legur sonur og ástríkur eiginmað- ur. Er því stórt skarð fyrir skildi. Syrgja hann, kona hans Guðrún, og aldurhnignir foreldrar, Mr. og Mrs. Thorsteinsson, ÍBeresford, einn bróðir, Ásgeir, að Pinkham, Sask.; tvær systur, Mrs. W. Sax- ton, Brandon, og Mrs. C. Baily, Elgin, Man. Guð blessi minning hans. Vinkona hins látna, ólafía Búadóttir. Hallur Jónsson Hallson. F. 26. okt. 1865. D. 14. okt. 1927. • Æfiminning. Ó, blessuð vertu, banastund, sem bætir kjör hins þjáða manns, hve sælt að festa sætan blund ^g sofa’ í faðmi heimalands. Þann 14. okt. s. 1. andaðist að heimili sínu í Álftavatnsbygð, Manitoba, bóndinn Hallur J. Hall- son, eftir langt veikindastríð. Síðastliðinn vetur kendi hann til þrauta, sem ágerðust stððugt. Leitaði hann þá hjálpar hjá Dr. S. J. Jóhannesyni, sem gjörði sitt ýtrasta, en gat ekki bætt honum. Fór hann þá til Winnipeg og á Almenna sjúkrahúsið, og var þar talsvert langan tíma undir beztu lækna höndum; hrestist hann þá nokkuð og fór heim aftur. En ekki leið langur tími þar til hon- um versnaði frir alvöru, lagðist þá í rúmið og þjáðist mjög til dauðastundar. Um þenna fallna landnámsmann mætti rita býsna langa og eftir- tektaverða sögu. En út í það verð- ur samt ekki farið, heldur skal nú að eins minnast á nokkur atriði úr lífi hans. Hallur var í þennan heim fæddur 26. okt. 1865 á Hrafna- björgum í Hjaltastaðaþinghá. Ólst hann upp hjá foreldrum sín- um, Jóni H. Hallssyni og Ingi- björgu Sæbjarnardóttur, sem lifðu í Winnipeg um mörg ár og dóu þar bæði. Þau hjón áttu 15 börn; eru nú að eins 4 á lífi. Eiríkur Hall- son, bóndi í Álftavatnsbygð; Jón Hallson, til heimilis í grend við Hola P.O., Sask.; Björn og Mál- fríður Björg, bæði til heimilis í Winnipeg. Árið 1888 fluttist Hallur að Hrærekslæk í Hróarstungu, til föðurbróður síns, og giftist ári síðar Guðrúnu Björgu Eiriksdótt- ur, merkri konu að sögn. Varð þeim 9 barna auðið. Af þeim lifa nú að eins f jögur: Mrs. W. B. Ben- son, til heimilis í Winnipeg; Sig- ríður, Guðjón og Eiríkur, öll ó- gift; hefir hinn síðastnefndi ver- ið alt af heima hjá föður sínum og hjálpaði honum dyggilega meðan hann lifði, og nú bezta stoð stjúpmóður sinnar. Árið 1900 flutti Hallur frá ís- landi með fjölskyldu sína, beina leið til Álftavatnsbygðar í Mani- toba. Tók hann þar heimilisrétt- arland, eina mílu þaðan sem Lund- arþorp stendur nú, og byrjaði bú- skap, með tvær hendur tómar, en marga til að fæða og klæða. En auðugur var hann af vonum og trausti á batnandi framtið, þá mundi fátæktin og erfiðleikarnir hopa fyrir sólskinsdegi velgengn- innar. En fyr en nokkurn varði, hrundu allar vonahallir Halls til grunna, því árið 1904 varð hann fyrir þeirri miklu sorg að missa konu sína og þrjú börnin; dóu þau ðll innan tveggja vikna; tvö börn var hann búinn að missa áður. Getur nú hver og einn getið því nærri, hvað mikið þrek, vit og stillingu þurfti til þess að fara i gegn um slíka eldraun, án þess að yfirbugast. En Hallur hafði það alt og marga aðra kosti, sem islenzkum hetjuskap er samfara. Nú varð hann að bregða búi og koma börnunum, sem eftir lifðu, fyrir hjá öðru fólki. Fór hann sjálfur til Winnipeg, til fólks síns, sem þar lifði. Mun hann hafa unnið ýmist þar, eða úti í Álftavatnsbygð, í fimm ár. Árið 1909 giftist Hallur í ann- að sinn ungfrú ólöfu Gísladóttur Ólafsson. Flutti hann þá strax út á bújörð sína, og byrjaði búskap| á ný, með nýjum vonum, sem létu sér ekki til skammar verða.—Með se'nni konu sinni eignaðist hann átta börn, sem öll eru á lífi, elzta barnið 17 ára, hið yngsta 5 ára, prýðilega myndarleg og skemtileg börn, og líkleg til að verða mann- félaginu til uppbyggingar. Heim- ilislíf Halls og ólafar, hefir verið hið farsælasta, er Ólöf sönn á- gætiskona, skynsöm, stilt og skyldurækin. Vakti hún yfír manni sínum nótt og dag og hjúkraði honum af mestu alúð og nákvæmni til síðustu stundar. 'Hallur var, eins og margir aðr- ir, ekki á sinni réttu hyllu í líf- inu. Var hann prýðis vel skýr og hugsandi; las mikið af allskonar fróðleiksbókum; söngelskur og Ijóðelskur með afbrigðum og kunni mjög mikið af fornum og nýjum ljóðum; var hann undra smekkvís og næmur að finna það sem gildi hafði, hvort heldur var í bundnu eða óbundriu máli. Sem fræðimaður var Hallur með þeiro fremstu af alþýðumönnum hér um slóðir, og mest unni hann öllu því sem íslenzkt var. Mun sanni næst, það sem séra Hjörtur Leó sagði í ræðu sinni yfir honum látnum, að hann mundi helzt af öllu hafa kos- ið sér þá hyllu- í lífinu, að vera kennari í bókmentum. Hallur var vel kyntur maður meðal fólks í þessari bygð, gest- risinn og skemtilegur heim að sækja, og alúðlegur hvar sem hon- um var að mæta. í félagslífi tók hann talsverðan þátt. Var trúr og einlægur meðlimur bindindis- reglunnar og unni því málefni heitt. Einnig var hann meðlim- ur Lundar safnaðar, og var ýmist sem fulltrúi eða skrifari safnað- arins. Sá, sem þetta ritar, þekti Hall i mörg ár, en kyntist honum þó enn nánar hinar síðustu vikur æfi hans, sér til mikils ávinnings. Slíkri viðkynningu verður ekki gleymt, heldur minst með virð- ingu og þakklæti. Hallur var mikill og einlægur trúmaður, og bar hin andlegu mál- in alvarlega fyrir brjósti. Áleit hann það minna vert, hvað trúin kallaðist, heldur hvaða áhrif trú- in hefði á líferni manna. Það var honum mesta sorgarefni að hugsa um það, hvað einstrengingsskap- urinn, kuldinn og meiningarleysið er orðið á háu stigi meðal fólks- ins, sérstaklega þegar um trúmál er að ræða. Andi Halls gat ekki lifað í afdölum þröngsýninnar, heldur hóf sig upp á efstu tinda víðsýnisins, því hann þráði það, að fá að siá sem allra mest af dýrð og ljósi hins komanda dags. Jarðarförin fór fram þann 19. október s.l., að viðstöddum mikl- um fjölda af fólki bygðarinnar. Séra H. J. Leó jarðsöng. Ekkjan og börnin biðja Lög- berg, að gjöra svo vel og flytja þeim öllum sitt innilegasta hjart- ans þakklæti, sem hluttekningu sýndu og hjálp þeim veittu í þeirra sorglegu kringumstæðum. V. J. Guttormsson. Ekki að ganga með kvef. 20—25,000 árlega og verður senni- lega líkt í ár. Talsvert hefir verið unnið að niursuðu kjöts í verksmiðjunni Mjöll í haust. Var byrjað á nið- ursuðutilraunum í þessari verk- smiðju í fyrra. Vegagerðir halda áfram, bæði bæði hjá Ferjukoti og eins á Stykkishólmsveginum. Ný brú var smíðuð í sumar á Hvítará. Var það járnbrú, er var lögð á gömlu stöplana. Trébúin, sem þarna var áður, þótti ótrygg orðin. — Nýja brúin mun vera komin upp nú. Fiskifélagið hefir veitt þeim Runólfi Stefánssyni útgerðar- manni og Edvard Friðriksen styrk til þess að halda hér í bæ sýningu á síldarréttum, i því skyni að vekja athygli athygli almennings á því, hve margvíslega megi mat- reiða síld. Er þetta vel til fallið. Síld er ódýr fæða og næringar- Þakklætisávarp. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka af hjarta, opinberlega, öllu því fólki, sem á einhvern hátt styrktu eða glöddu systur mína sálugu, Elínu Sturludóttur Free- man, sem lézt á Almenna sjúkra- húsinu í Winnipeg 4. maí s.l. Eg veit að margir auðsýndu henni kristilegan mannkærleika og hlut- tekningarsemi 1 hennar þjáninga- riku banalegu. Sérstaklega lang- ar mig að þakka góðkunna lækn- inum, Dr. B. J. Brandson, fyrir alla hans góðu viðleitni að sjúk- króna fyrir ríkissjóð. Atvinnu- lingnum gæti liðið bærilega, ann- málaráðherra mun ætla að skipa að var ekki hægt að gjöra, og fyrverandi atvinnumála ráðherra, vildi hann ekkert fyrir sína sjálp j Magnús Guðmundsson, í gerðar- taka. Sömulieðis þakka eg Mr. og; dóminn. Enda hafði hann þessi Mrs. J. J. Swanson, sem reyndust mál með höndum þegar samið var. ÁTTU ekki vini þína þurfa að minna þig á að losna við kvef- ið. Smittaðu ekki viðskiftavinina og ef til vill þitt eigjð fólk. Til að losna við kvef er fljótasti og viss- asti vegurinn að nota PEPS. Þegar Peps taflan leysist upp í munninum, þá gefur hún frá sér holl og græðandi efni. Þeim efn- um andar þú að þér og dregur þau inn 1 lungnapípurnar og ofan í lungun. Peps gjöra öll andfærin hraust og heilbrigð. Þær hreinsa lungna- itt , „ , pípurnar af óhollum efnum ogjraikil og ílt til þess að vita, hve koma í veg fyrir bólgu og sárindi j hennar er Mtið neytt hér á landi. »f„haTÍ.S1"'inStUmf.rÍr'p0nBMl »“.l *t*m und- “ anfarna daga og hafa venð synd- ir um 20 síldarréttir, sem menn hafa átt kost á að bragða og öll- um getist ágætlega að. Kristján Kristjánsson söngvari hélt fyrstu söngskemtun sína hér í bæ 11. þ.m. í Gamla Bíó. Húsið var fult. Fögnuður áheyrenda verður að fá Peps töflufnar, með- aMðsémbú andar að þér. peps Fást nú í öllum lyfjabúðum og öðrum búðum. 25c. askjan, með 35 töflum í silfurpappír. Nafnið Peps er á hverri töflu. henni sannir vinir í mörgu. Einn- ig þakka eg þeim góðu konum, Mun honum og verða falið að reka mál þetta fyrir hönd ríkisstjórn- Mrs. Sigríði Bildfell og Mrs. j arinnar, ef til málssóknar dregur Hólmfríði Kristjánsson, sem -svo j gegn Akureyrarkaupstað. oft glöddu hana með nærveru \ sinni og vinagjöfum líka. Mrs. j Þegar lagarfoss var síðast á Ásgerði Jósefson og hennar börn- Norðfirði> f»ndust hjá brytanum um þakka eg innilega, Einnig Mrs.1 f0° flöskur af óleyfilegu víni. Matthews og börnum hennar. — Illviðri mikil gerði norðan lands Alt þetta fólk reyndist henni svo 0g austan um síðustu mánaðamót. vel. Ein vinkona Elínar sálugu,. Voru rigningar stórfeldar en hríð góð og göfug kona, sat oft hjá i á fjöllum. Mikil hey voru úti, henni fram á nætur, fram til þess enikum austan lands. Fjallskil- síðasta, henni til skemtunar og | um varð að fresta sumstaðar sök- hughreystingar; guð launi henni. Um ótíðar.—Tíminn. frá upphafi mikill og jókst stöð- ugt er á leið. Má það nýlunda heita, að jafn ungur og óþektur listamaður hljóti svo hlýjar við- tökur. |Bæjarbúar (hafa undan- farið átt kpst á að hlýða á marga þekta listamenn, en fáum hefir verið tekið jafn opnum örmum. Halldór Júliusson sýslumaður hefir verið skipaður rannsóknar- dómari í atkvæðafölsunarmálinu í Hnífsdal. Er hann kominn vest- ur til þess að halda áfram rann- sókn málsins. Sigurður Nordal og kona hans hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa Beru dóttur sína. Hún var fjögra ára gömul. Ný bók — Einar Þorikelsson: Minningar. í bók þessari eru þrjár sögur um einkennilegar al- múgakonur.—Vörður. Mánudaginn þ. 12. þ. m. varð Rannveig Þorkelsdóttir á Svaða- stöðum, 100 ára, og er hún elzta manneskja hér í sýslu. Hún hef- ir borið elli sína framúrskarandi vel, og er enn svo ern, að nær einsdæmi mun vera um svo aldr- aða manneskju.—íslendingur. nram Enn fremur þakka eg hjartanlega þeim hjónunum, Mr. og Mrs. Geo. Freeman, Upham, N. D., og Mrs. Unu Nogle, Los Angeles, Cal., fyr- ir þeirra hluttekningarsemi, sem auðsýndi sig i höfðinglegum pen- ingagjöfum til hennar, sem gerðu henni greiðara að borga sjúkra- hússkuldir sínar. Einnig vil eg gjalda þakkir kven- félagskonum Fyrsta lút. safnað- ar og kvenfélagskonum Sambands Reykjavík, 15. okt. Brúarfoss kom til London í gær kl. 5 síðdegis. Skipið fór frá Reyð- arfirfði á sunudag kl. 7 síðdegis, og hefir því að eins verið tæpa fjóra sólarhringa á leiðinni, þrátt fyrir allmikla þoku, • sem skipið hrepti hjá Orkneyjum. — Þetta er fyrsta ferðin, sem Brúarfoss fer með farm að frosnu og kældu kjöti til útlanda, í þetta sinn um safnaðar í Winnipeg frir góðvild 20>000 kroppa, og var nokkuð af í hennar garð. Svo þakka eg öll- j kJ°tinu kælt- en meginið af því um hjartanlega sem heiðruðu' fryst‘ Frystivelar skipsins hafa minningu hennar með nærveru Ireynst á»ætle8a alla leiðina og sinni við jarðarförina, og öllum, i frá Því byrJað var að ferma frosna sem lögðu blóm á kistúna hennar!! kJötið hefir kuldanuin 1 lestinni og sem á einhvern hátt gjörðu út- j verið haldið a 7—8 gr. á Celsius, för hennar hátíðlega. — Seinast, en 5 lestinni> sem kælda kjötið var en ekki sízt, þakka eg innilegá flutt f> á frostmarki- — Auk ofanr Mre. R. Marteinsson ásamt Mrs. 8reindra 20,000 kroppa, flutti Brú- S. K. Hall og fleiri konum, sem! arfoss um 27,000 búnt af gærum önnuðust um sönginn við útfarar fi' L011^011- afgangurinn af athöfnina, sem fram fór í Fyrstu farminum var ull, sem send er til lút. kirkjunni og framkvæmd var af séra B. B. Jónssyni, D. D. Guð launar öllum, sem vel gjöra. Mrs. Ásgerður Freeman, Piney, Man. Frá íslandi. Ameríku með umhleðslu í Hull, en að á skipið aðkomai bakaleið. — Endurkjósið Öldurmann FRED H. DAVIDSDN fyrir Oldurmann * í 2. Kjördeild Hans áhugamál er: LÆGRI SKATTAR 1 | ■ Merlcið atkvæðaseðil yðar þannig: IIIIiBIIIIBIIII Reykjavík, 15. október. Frá Borgarnesi er símað 13. þ. m.: Sláturtíðin er langt komin. Sláturhúsið hættir líklega störf- um að mestu um helgina, en eitt- hvað verður slátrað hér í kaup- túninu fram eftir haustinu. Síð- an 24. sept. hefir slátrað c. 1000 Reykjavík, 8. okt. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði hafði Búnaðarfélagi íslands til 1300 fjár á dag og er sennilegt borist tilboð um kaup á fjórum, Jað þegar hafi verið slátrað um 17 lítt notuðum þúfnabönum frá Sví- til 18,000 fjár í Borgarnesi í haust. þjóð fyrir samtals 10 þús. kr., og,Talsvert miklu var og slátrað í fylgja varahlutir með í kaupinu. Er gjaldþrot talið valda þessu fá- heyrilega kaputilboði. Var Árni Eylands verkfæraráðunautur svo sendur til Svíþjóðar, til þess að skoða vélarnar. I nýkomnu skeyti frá honum telur hann vélarnar eft- ir atvikum álitlegar, og kaupin ráðger. Búnaðarfélag Íslands ræður og til kaupanna. Ráðuneyt- ið hefir ákveðið að festa kaup í vélum þessum. Verða þeim, ásamt tilheyrandi varahlut um, seldar félagi á Akureyri með fimm ára gjaldfresti °b Karlsson því félagi forstöðu, en hann er nú mestur ræktunar- frömuður þar um slóðir. Fé til kaupanna verður varið úr véla- sjóði. sumar. Er hér vanalega slátrað VITA-GLAND TÖFLURNAR tryggja það að hænurnar verpa innan þriggja daga Endurkjósið W. R. MILTON sem skólaráðsmann fyrir 2. kjördeild Dýpkunarskipið. — 1 tíð fyrver- Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa holdgjafar- efni. Vita-Gland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp í vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. tvær af Vlsindin hata nu fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvernig að hænurnar verpa. Til- raunastöð stjórnarinnar vottar, Veitir Jak-1 að me0 ÞV1 a0 nota Vita-Gland- töflur, getur hæna verpt 300 eggj- um, sem ekki verpti áður nema 60. Takið þetta góða tilboð. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænani án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Bara að láta Vita^Gland töflu í drykkjarvatnið. Auðvelt að tvö- falda ágóðann með sumar-fram- andi stjórnar var samið við danskt leiðslu á vetraryerði. Þeir, sem félag um að senda hingað skip til bua 111 Ylta-Gland töflurnar, eru SkipiS heitir bS2i Uffe” og hefir unnið áAkureyri '■-------------------------------> og í Vestmannaeyjum. Þannig var fyrir ekkert, þannig: sendið engai peninga, bara nafnið. Yður verða « samningum gengií, „>i flgrein- íngui mikill er risinn milli ríkis- koma, þá borgið póstinum bara! stjórnarinnar og annara aðila út $1.25 og fáein cents 1 póstgjald. af því máli. Verður ágreiningur-1 Nabúar yöar sjá evo hvað eggiun-j . ?. I um fjölgar hia yður, kostnaðar-j mn milli stjornannnar «g hms lauat. Vér ábyrgiumst. að bér erlenda félags útkljáður með verðið ánægður, eða skilum aftur gerðardómi. Einnig má búast við, I peningiinuTn. Skrifið oss strax í! að ríkisstjórnin neyðist til að dair °8 fáið mikið flehú egg á auð-^ * rtui veldara og odyrara hatt. hofða mal gegn Akureyrar kaup- f I t t t t t t x t t t t X t t t t t t ♦?♦ Mr. Milton er einn af mestu atorkumönnum borgarinnar, hefir um langt skeið veitt stórri viðskiftastofnun forstöðu, átt sæti í bæjar- stjórn, og síðastliðin tvö ár í skólaráð- inu. Hann er því manna bezt kunnugur því, hvað borgina vanliagar mest um, og með hverj- um hætti hrinda má því bezt í framkvæmd. Mr. Milton er eindreginn sparnaðarmaður og mun óhikað verja kröftum sínum í þarfir þess, að skattbyrði almennings, sem nú þegar úr gífurlega há, verði eigi hækkuð meir, að ófyrirsynju. Merkið kjðrseðil yðar fyrir skólaráðsmann í X í 2 kjördeild þannig: ♦*♦ MILTON.W.R. 1 t t x t t x t t x t t ♦ t t t 1 t x t noioa mai gegn AKureyrar Kaup-' TrTrpA nT AXTTA T AT,nDATrwDTrö ! t I staS. VeltuV hér á tugum þúsunda ,no\i Itohah ^ Tornnto. 'ont.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.