Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 6
Bla. « LOGTWRG. FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1927. Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. “Þú slæmi Volmer, alt af svo harðráður. getur það aldrei glatt þig, að sjá mig svo á- nægða og snotraf’’ spurði hún hnuggin. “Jú, í kvöld gleðst eg innilega yfir því, að þetta er næstsíðasti dansinn,” svaraði eg. “Ef það væri nú sá allra seinasti, mundir þú þá verða alvarlega glaður?” spurði hún otneð barnslegri, skjálfándi og ísmeygilegri rödd. Eg hélt henni í faðmi mínum, æskunnar og fegurðarinnar smágerða blómi, sveipað léttum, hvítum skýjum og með perlur fléttaðar inn í svarta hárið. Var það eg, sem átti að stöðva þessi léttu, loftkendu skref, og banna þessari snyrtilegu persónu að þjóta af stað, þegar hinir töfrandi tónar hljóðfæranna kölluðu á hana, öllum til sannrar ánægju, sem sáu hana. Eg varð angurvær — hvernig mátti eg voga mér* íÆ, jú, þessi hraði hjartsláttur, hann kallaði aðvarandi til mín, eg fann það mjög vel; en þetta var mitt lcyndarmál, hana grunaði ekk- ert, gamli læknirinn þeirra sagði alt af: “Látið hana að eins skemta sér, maður er ekki ungur nema einu sinni á æfinni.” Hann er fyrirmynd hinna gömlu. “Hvers vegna ertu svo svipdimmur og reið- ur, Valmer!” spurði hún. “Á eg að vera heima í kvöld, kyr heima; þá vil eg gera það.” “Ert, þú veik, Marta?” spurði eg, horfandi á hana, um leið og eg reyndi að telja þessi óró- legu lijartaslög með sjálfum mér, “fyrst að þú kemur með slíkt tilboð, annars væri næstum ó- mögulegt að fá |>að framkvætnt.” “Vesalings vinur minn, 'það skortir nú bara, að þú skipir mér að halda áfram,” sagði hún og lagði kinn sína við mína. Þetta var hið ánægjulegasta augnablik lífs míns. Eg vissi nú betur en áður, að hiín var mín, að þegar eg gæti fengið hana til að yfir- gefa þessar dansandi persónur, þá skyldi eg koma henni til að glevma þeim. En hvað eg skyldi stunda hana vel, það var lán, að eg var læknir; hefði eg nú t. d. verið hermaður, lög- fraíðingur eða eitthvað annað, þá hefði eg alt af þurft að hafa einhvern ókunnan lækni til að segja mér, hvernig eg ætti að vernda hana. Eu nú, nú skyldi eg rannsaka hana! og komast að því, hvernig hentugast væri að haga öllu, svo það kæmi henni að sem beztu gagni. “Volmer,” hvíslaði hún, eins og hún væri að svara hugsunum mínum, “eg er sjálf glöð yfir því, að þetta er næst-síðasti dansinn; mér þvkir ekki eins vænt um að dansa nú eins og áður. Það er þó gott, þar eða konan þín dans- ar ekki? En hún skeytir heldur ekki um það.” “Nei, hún fær aldrei leyfi til að dansa, því henni er bezt að láta það vera, og hún þekkir ást mína nógu vel til þess, að vita, að það er umhyggja mín fyrir heilbrigði hennar og vel- Iíðan, sem kemur mér til að bgnna það, hún er alt of andstut't til að dansa. “Vertu þá glaður yfir því,” sagði hún hlæj- aiuli, “að þetta er annar síðasti dansinn.” “Aður en við giftum okkur,” svaraði eg, “en eg vildi að það væri sá síðasti.” Hún vatt sig úr faðmi mínum og sagði: “Það getur orðið eitthvað til hindrunar í næsta skifti. Líttu nú á migi Eg er svo glöð yfir perlunum, sem þú sendir 'mér í gær, eg hefi sjálf fléttað þær fastar í hárinu á mér. til þess að líkjast henni, sem við lásum um fyrir skemstu? Lítur það vel út?” Eg var of ánægður til að geta fundið orð, sem voru nógu kjarnmikil til að lýsa gleði minni og aðdáun. Gæfan á enga sögu, og mín stærsta gleði er næstum steinþegjandi. Þegar dansleikurinn stóð sem liæst, var eg sóttur til hitavæikí? sjúklings. Hún þaut fram hjá mér á -danssviðinu og kinkaði kolli, og lét mig hringsnúast á eftir henni og dansfélaga hennar, til þess að geta séð í augu hennar, þangað til eg kom að dyr- unum. Hún var þreytuleg og einkennilega föl. Eg fann alt í einu til óvildar á því að yfir- gefa hana, leit í kring um mig og datt í hug að biðja roskinn vin minn, Storm, að fara í stað mín, en sneri mér við og fór. Eg var lengur en eg hafði búist við. Eg hélt að eg mundi finna vei'kan mann, en fann hann devjandi. Þegar eg var búinn, kom hraðboð til mín. Dansinn var hættur, það hafði liðið yfir Mörtu. Þegar eg kom þangað, sá eg undarlega sýn. Danssalinn í mestu óreglu, fullan af dauð- skelkuðum manneskjum, sem snerust hver um aðra hvíslandi. í einum klefanum lá á legul>ekk ung stúlka í hvtíum fatnaði, föl og hreyfingarlaus, um- kringd af afar hræðslulegum manneskjum. Storm laut niður að henni. Þegar hann sá mig, rétti hann úr sér, kom á móti mér, opnaði munninn til að segja eitthvað, en hélt áfram að vera þögull. Eg sá þetta alt á einu augnabliki. Spegibnn, sem hann hafði borið að munni henn- ar, hnífinn, sem hann hafði opnað æð hennar með, opna kjólinn, brjóstlúkuna o. s. frv., til þess að gera andardráttinn auðvældari. Eg ýtti þeim öllum til hliðar, foreldrunum, lækninum, vinunum, knéféll við hlið hennar og lagði eyrað við brjóstið. Hefði nokkur titring- ur átt sér stað í brjósti hennar, þá hefði eg fund- ið til hans, eins og til minnar eigin, sáru sorgar. “Eg var sóttur of seint, hún er dáin.” Þetta var eins og vindhviða á undan sjálfu óveðrinu. Kyrðin, sem átt hafði sér stað, breyttist nú í kvein og grát. Allir vissu það, áður en eg kom, en enginn hafði sagt það-------------- Eg hélt henni heila stund í faðmi mínum — þar eð allir hinir vroru farnir. Gat sál hennar verið óvitandi um þessa stuttu stund?----------------- Hvaða gagn var að því, þó eg hefði látið líf mitt til þess, að hún héldi sínu, ef hún hefði orðið að bera mína sorg? - “Nei, þá verð eg heldur að ganga mína leið í gegnum lífið með þessa byrði, en að hún hefði þurft að bera að eins helming hennar.” Þessi hugsun hékk föst í mér, og endurtók sig um langan tíma við og við, eins og hálfgerð æðisýki.----------------- Hér éndar ánægjunnar, æskunnar og ástar- innar saga. Marz. Nú er eg að eins maður, sem beiti kröfum mínum til að komast áfram í lífinu á illi skerja og grynninga. Maí. “Orðin mín: “G|uð gefi, að þetta verði síð- asti dansinn”, endurkölluðust svo oft í huga minn, næstum ásakandi. Var það nauðsynlegt að taka hana, til þess að láta mig skilja, hvaða vald og skelfing fylg- ir dauðanum? Að því er aðskilnaðinn snertir, er dauðinn sár, en annars ekki. Lífið er ekki nógu stórt til þess, að það geti gert hinn síþráandi anda ánægðan, sem leitar áfram og aftur áfram. Börnin verða leið á leikföngunum, hve mörg og mismunandi sem þau eru;, fyr eða síðar verða manneskjumar líka leiðar á lífinu. Sál- in verður að fá eitthvað annað, heldur en þetta líf hefir að bjóða. Er hugsanlegt, að sú manneskja lifi, sé til, sem ekki yrði þreytt, jafnvel þótt ellin kæmi ekki til að eyðileggja einn hluta hennar eftir annan ? En þegar þessi lífsþreyta ræðst á mann- eskjuna á æskuárum hennar, og þegar hún er fullþroskuð, þá er það all-undarlegt, sem líður fram hjá sálarsjón hans og skoðunum. Hve ó- segjanlegur munur, sýnist mér nú vera á til- værunni, lífinu í heild sinni og takmarki þess, og fyrir hálfu ári síðan. Október. Sorgin hefir ekki komið til mín, eins og falleg, dökk kvænpersóna, með löngun og ang- urvært þungljmdi, eins og skáldin lýsa henni. Hún er‘ komin eins og hálföldruð persóna og hefir boðið mér búning sinn: “Þarna, farðu í þenna búning og gakk þú starfandi og hiklaust •í gegn um lífið, eg skal gefa þér glögt auga og stöðuga hendi, svo að þú getir sigrað hina lík- amlegu galla manneskjanna; það er að eins hugsanalíf þitt, sem eg klæði .búning mínum, en það sjá manneskjumar ekki, vita ekki um og þekkja ekki, Það er skylda þín, að varðveita þenna leyndardóm.” Þannig hljóðar kenniorð lífs míns. Nóvember. f huga mínum hefir að eins ein ást búið, eins og hjá jurtunum, sem að eins bera eitt blóm. Þegar eg áttaði mig á því, hvaða tiafn þessi tilfinning hafði, reyndi eg að sigra hana og gaf henni nafnið ístöðuleysi; hvers vegna var ekki mögulegt að sigra hana? Nú blessa eg þetta ístöðuleysi fyrir þau fáu, en gæfuríku augnablik, er það hefir gefið mér. fyrir endurminningarnar, sem það hefir skilið eftir, fyrir sorgina, sem það gaf mér í arf. Eg tek á móti tilboði greifa K, um að fara til útlanda í tvö eða þrjú ár með syni hans, til hins suðlæga loftslágs, þar eð sonur hans er heilsulítill, með því skilyrði, að eg hafi frjálsar hendur til náms að mestu leyti, ef heilbrigði hans leyfir það. .■> Lífíð hérna er mér ekki gagnlegt. Sorg mín breytist alloft í kátínu, kátínan í háð. Menn hlaupa ekki frá sjálfum sér, en menn fá nv áhrif, þvinguð umgengni setur mörg tak- mörk. Innra líf mitt þarfnaðist nýrrar niðurröð- unar. Kvenfólkið segist 6afa tilfinningu fyrir öllu; eg trúi þvu, en karlmenn verða að ávinna sér hana, það er mikill munur. Eg þekki vesalings krypling, heilsulausan úrsmið, sem á röska og djarfa konu. í hvert skifti, sem eg kem þar til að líta eftir mannin- um, segir konan alt af sem kveðju til mín: “Læknirinn má ómögulega ómaka sig hingað á mánudögum, því þá er maðurinn minn úti allan daginn að “draga upp. ” Eg sé hann með innri sjón minni þjóta um kring allan daginn og setja tímans hvfldarlausu hjól af stað, gæti maður einhvem tíma hitt mann, sem gæti dregið upp hið innra hæfileika- kerfi og rent því aftur af stað, eins og hinn ó- þreytandi vinur minn gerir við þessa líflausu sjúklinga. Þessar hugsanatilraunir geðjast mér vel. Voldugur andi yrði það að vera, andi, sem hefði fengið leyfi t. d. til að fara aftur til jarð- arinnar og framkværha starf sitt. Þögull og ó- skeikandi yrði hann að ganga um kring. eins og guðdómleg vera, og klappa á hin órólegu 'hjörtn til að reyna slög þeirra. “Hér,” mundi hann oft segia, “er ekkert hægt að gera við þetta hjarta, hið fasta traust og hin bjarta v-on, sem er eins og fjöðrin í úrinu, eru brostnar; hér er ekki mögulegt að ‘draora unp’. “Og hér hefir sorgarinnar, í- stöðuleysisins oa1 efans ryð, fest sia á allar hjartans smáaerðu æðar og minstu þlóðæðam- ar, sem eru eins og hjólin í úrinu; stundum munu þau hreyfast og ganga, en stöðv'ast aftur og standa kyr, í hvert skifti sem uppdrátturinn hefir gefið þeim nýtt líf.” Hann mundi naumast geta endurbætt eitt veikt hjarta á móti hundrað klukkum, sem ves- alings krv'piingurinn minn fengi til að sýna tímanum. Menn geta hugsað sér tilrauninni haldið á- fram á þann liátt, að hann aðskildi alla smá- gerðu hluti hjartans, til þess að rannsaka hverja æð og hverja einustu litlu blóðæðina, endurbætti þær og kæmi svo öllu í samt lag aft- ur, en niðurstaðan yrði sú, að áður langur tími liði, yrði alt í ólagi aftur, og þegar hann svo í annað skifti klappaði á hjartað, mundi það svara: “Farðu til hugsananna, það eru þær, sem þvinga hjartað, gera það órólegt og trufla starf þess.” Hugsanimar mundu svara: “Farðu til sálarinnar. Það er sálin, sem er veik.” Sálin mundi hrópa: “Farðu með mig þangað, sem eg á heima, hvaðan kom eg hing- að?” / Já, og hún gæti bætt við: “Hvert fer eg héðan ?’ ’ Hvorttveggja þetta, er jafn stórfurðulegt fyrir mannlega hugsun að skilja, en sem betur fer, er það nægilegt, ef menn halda að þeir skilji þetta sér til gagns. Hingað til hefi eg hugsað fremur lítið um þetta; en þegar dauðinn kemur óvænt og tekur frá manni kærasta blómið, sem maður hélt á í hendi sinni, og deyðir það miskunnarlaust, þá er það eðlilegt, að hugsaniraar dvelji oftast við allar þær myndir, sem einkenna hinn stóra sannmælir, er heitir dauði. Líf læknanna er líka í raun og veru barátta á móti dauðanum, eins og stríð mýflugnanna móti fílnum, ef maður á ístöðuleysis augnablik- um vill vera alveg hreinskilinn. Fullnægingar- innar verður maður áreiðanlega að leita í hin- um endurbætandi, vægu tilfellum, þar sem vís- ingin og reynslan geta veitt gagnlega hjálp. 11. Janúar 1828. í dag er dauðadagur hennar, eitt ár! hvers vegna ekki hundrað ár?. Stundum er eins og manni finnist tímatalið alveg rangt. Hvað gagnar það, að menn segja mér, að þetta sé eitt ár, segjum og skrifum eitt ár, eg veit mjög vel, að það er ekki þannig, hvers vegna ganga menn ekki frá heimili til heimilis og safna atkvæðum, þá fengi menn má- ske að vita hve margir hinir sorgmanldu eru, sem finst tíminn svo langur og álíta tímatalið rangt, eins og eg. Þegar eg hugsa um hana, þá hefi eg mvnd af bami fyrir hugarsjón minni, barni, sem elsk- aði gleðina mest of öllu. En sú ánægja, sem það hefði verið, að sjá hana stækka dag eftir dag, tíma eftir tíma, að sjá hana svífa frá gleð- inni yfir í dýpri alvöru. Hún var ekki fullra átján ára, svo það var engin furða, þó hún þekti að eins gleðina og sæktist eftir henni. Hve undarlega óreynd er hún ekki flogin burt og þó svo langt, langt í burt — einsömul — lengsti flóttinn, sem sálin getur gert. Á eg fyrst að fylgja á eftir henni sem gam- all maður, þreyttur og úttaugaður af þessu lífi? Menn tala svo mikið um hin mismunandi kjör lífsins; en hve ósegjanlegtír munur er ekki líka á hinum kjörunum, kjör sálarinnar mega menn líklega kalla það ? Hve útslitin og sorgþrungin hefir ekki mörg sál farið héðan, og önnur svo frjáls og óþving- uð ? Hvers vegna hugsa menn svo lítið um þetta, nema þegar menn eru sorgbitnir, sem skerpir minnið og þvingar? Stundum finst mér, eins og hi daglega strit ætli að koma mér til að glevma henni, og hið glevmda er, eins og það hefði aldrei verið til. “Gleymskan er endalok endurminninganna,” segir Sókrates. Þessi hugsun fellur mér afar illa. Maður- inn megnar að eins lítið alla þessa mörgu daga lífsins. Fari manni fram í einu, fer manni oft aftur í öðru, þannig er lífið í raun og vem. Þegar aflinu er beint á einn stað, þá kemur það niður á öðrum pörtum, sem að meiru eða minna leyti verða að liggja kvrrir. Að því levti er ekkert fyrirkomulag fullkomið. Endalaus reikningsskil og þrásækileg reikn- invslok með framkvæmi af reiknings jöfnuði og reikningshalla. hvert sem maður snýr sér í nátt- úrunnar og lífsins hagspeki. Það er þreytandi hugsun, að því leyti sem hún kallar og minnir á, að menn verði alt af að vera á varðbergi, aldrei að blunda. Og þó er það svo aðlaðandi að blunda með köflum og láta alt eiga sig, ef maður vissi ekki, að maður yrði að vakna aftur til að halda áfram þar sem maður hætti. Mér finst eitthvað svo afar leiðinlegt við þessa hugsun, að byrja aftur þar sem maður hætti. Hvers vegna kastar maður ekki af sér á- nauðinni með köflum, og lætur alt eiga sig, í stað þess að byrja alt af aftur, einmitt þar, sem maður hætti? Hversvegna hlýðir hermaðurinn, þegar trumban kallar á hann, hvers vegna fleygir stýrimaðurinn ekki skipstjóranum útbyrðis, hvers vegna hleyp eg ekki burt? Jlvert? Til hvers? Ef maður gæti hlaupið út úr lífinu,, eins og maður hleypur eftir þjóðbraut. Mundi slíkur vegur ekki verða troðfullur af vegfarendum, mönnum sem væra að villast, strokumönnum, ógæfusömum. Eg er sannfærður um það. Að viku liðinni fer ég með unga greifanum mínum. Við förum strax til Italíu, sérstaklega til Norður-ttalíu, þaðan förum við svo snögga ferð til Rómaborgar og aftur annað hvort til Norð- ur-ttalíu eða Suður-Frakklands. Greifinn er ástúðlegur, ungur maður, um tvítugs aldur, í meira lagi heilsulasinn, en alls ekki vonlaus; mér sýnist hann ekkert kvíðandi, að svo miklu leyti sem eg hefi getað séð. Við ferðumst tveir einir ásamt herbergis- þjón, eitt af þessum takmörkuðu dýrum, sem hefir annan fótinn í siðuðu landi og hinn í kænskunnar og kankvísinnar flata landi. Hann er það sem Þjóðverjar kalla gelausig, hafði mælt og verðlagt mig í fyrsta skifti sem liann sá mig, þessar tvær mínútur, sem hann þurfti til að hengja upp hattinn minn og frakk- ann, og segja frá komu minni. Þegar hann er auðmjúkur gagnvart greif- anum, þá er hann að minsta kosti auðmjúkast- ur við mig. Greifinn er nú sjúklingur, og þeg- ar maður er sjúklingur, verður maður að hlýða lækninum sínum, og þeim sem húsbóndinn hlýð- ir, verður þjónninn auðvitað að hlýða. Eg geri eins góðan samjöfnuð, og hr. Torterup. Rómaborg í Október. Það er sannarlega ánægjulegt hvað greifan- um hefir batnað nú þegar þessa mánuði. Að ári liðnu, máske fyr, mun hann verða orðinn allvel liraustur, held eg. Hann er enn þá dá- lítið veill í bakinu. Hér eyðum við alveg ógleymanlegum dög- um. Til Thomaldson komum við oft, og sjáum hjá honum alt, sem hefir listanafn í heiminum. Nú sem stendur er það Horace Vernet, sem mest hrífur okkur, hann er meðal annars að 'lraga upp nivncl af firenku sinni, sem efunar- laust verður ein af hans ódauðlegu myndum. Hún er yfirburða yndisleg, svo yndisleg, að allir listamenn dást að henni. “Það eru ekki eingöngu andlitsdrættir henn- ar,” segir Thorvaldsen, “sem menn dást svo mikið að, það mætti finna eitt og annað að þeim; en það er rauðjarpa hárið í samræmi við dökkbláu augun, og fremur en alt annað þetta vfirbragð milli gráts og hláturs, sem tekur menn með óviðráðanlegu valdi. Þess vegna á að mála liana, en ekki búa til fyrirmynd.” Greifinn er gersamlega ástfanginn af henni. Hennar mikilhæfi frændi hefir sagt Thorvald- sen, að hún sé ákveðin handa, eins og hann seg- ir, náfrænda sínum, Rudolf Vernet, sem er, að eg held, sjómaður, og sonur manns,, sem bæði á vínberjaakra og skij> á sjónum, og á heima á Suður-Frakklandi. Eg veit ekki hvemig eg á að koma í veg fyrir það, að þessi tilfinning nái yfirráðum yfir greifanum. A eg að svifta hann allri von með því að segja honum þetta, eða á eg að láta hann sjálfan, tímann og tilviljanimar ráða sér ó- hindrað? Það er ef til vill ekki líklegt, að hann ætli sér að stíga nokkurt alvarlegt gkref í þessa átt. Hann gleðst máske yfir því að sjá hana, eins og allir aðrir, að tala við liana og dást að lienni; og hvers vegna ætti maður þá að svifta hann þessari fram hjá líðandi, ánægju ? Hún fer líklega bráðlega heim til síns ynd- islega Cannes, eins og hún segir, og þá verður hún okkur öllum eins og horfnar hillingar, sem við gleðjumst vfir að hafa séð, en þráum ekki, þar eð það er sú sýn, sem tilheyrir a'nnari jörð og öðrum heimi, en þar sem við eigum heima. 4. Nóvember. Eg kenni í brjósti um greifann. Hann er hér enn þá. Hann bíður eftir fjölskyldu, sem hann ætlar að verða samferða til baka, en hún getur ekki losað sig frá Neapel. Það líða má- ske nokkrar vikur enn þá þangað til. , Hún segist eiga að vera kómin heim fyrir jólin. Eg verð neyddur til að tala við hann um . hana, þó mér sé það þvert á móti skapi; eg er samt sem áður viss um, að liennar nafnkunni frændi segir satt, og að hvorki greifinn né neinn annar hefir sérstök áhrif á hana. Hún er eðlileg í framkomu og eins í viðmóti við alla, og enginn getur séð á henni, að hana gmni hið minsta um hvílíka hylli og aðdáun hún hlýtur yfirleitt. Það er þess vegna, að hún er svo hættuleg. Allir hugsa sem svo, að það sé ekkert að hræð- ast, fyrst hún sé svo sönn og hlátt áfram, það sé óhætt að reyna að ná í hana, en svo stendur maður har, eins og refurinn í gildrunni. Hefði eg ekki sjálfur átt jafn kæra og alvar- lega endurminningu, sem hélt huga mínum í fangelsi, þá hefði líklega farið eins fyrir mér og hinum; en nú, já. eg gæti næstum óskað mér, að eg hefði eitthvað, sem eg gæti elskað alvar- lega. Það er til lífsþreyta, sem ekkert elskar, af því hún getur það ekki. Það, sem mest fjörgar mig, er listin; eg gleðst vfir allri þeirri list, sem við eins og lif- um í og erum umkringdir af, eg gleð mig yfir hinum indæla himni, yfir náttúrunni. og finn ánægju í því, að gera skyldu mína eftir beztu getu. Þess vegna kaíla eg ásigkomulae- m;tt lífs- þrevtu en ekki lífsleiðindi. Lífsleiðindin eiga nefnilega heima í sálunni og ráðast á hugsan- irnar, siðferðið og alt, sem á að knvja hina mannlegu vél áfram og upp á við; en lífsþreytu kalla eg það ásigkomulag, þegar maðurinn hef- ir mist gleðina, gæfuna og ástina. Hún á heima í leyndarklefa hjartans og tilheyrir í raun og veru að eins einstöku mönnum á kyrrlátum stundum. En þreytan eða sorgin þarf aldrei að hindra nein nfrá að gera skyldu sína, né að elska sann- leíkann og almættið. Þess vegna er sorgin má- ske aðlaðandi á stundum, hún hefir t. d. ara- grúa af draumum, endurminningum, hugmynd- um, baráttu, sem gleðin hefir, í sannleika sagt, ekki Iiinn insta grn um. Sorgin gefnr líka glegcri svn vfir lífið, heldur en gleðin hefir nokkru sinni verið fær um.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.