Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.11.1927, Blaðsíða 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN 24. NÓVEMBER 1927. Bls. 7. f f f f f f f ♦ f f f f f ♦:♦ Stuðlið að Framförum Winnipeg I með því að greiða atkvæði með auka- lögunum um Samkomuhöllina fyrirhuguðu T f f f f f f f f f t Við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fara hinn ♦*♦ 25. þessa mánaðar. «£♦ Winnipeg þarfnast slikrar y byggingar. f ♦♦♦ Vér getum ekki til þess ætlast, að stórfélög komi hingað til borgarinnar og haldi þing sín hér, ef vér $ getum ekki tekið sómasamlega á móti þeim. ♦♦♦ —Samkomuhöllin skapar atvinnu, þegar hennar er J .. mest þörf. ♦♦♦ f Viðskiftalíf íWinnipeghorgar þarfnast slíkra þinga ♦!♦ eða mannfuncja, þeim fylgir margaukin viðskifta- ♦> velta. i ♦+♦ ♦♦♦ Hin ýmsu félög innan vébanda borgarinnar sjálfrar $ þarfnast viðeigandi húsnæðis, til þess að geta notið sín. Civic Auditorium skapar atvinnu þegar hennar er mest þörf. —Hún á að verða Manitoba framleiðsla, er skal alþjóð manna, syna T f f f —að Winnipeg sé framfaraborg, er skilur köllun ♦*► sína. T T ÍSLENDINGAR, búsettir í Winnipeg, hafa jafnan ♦<)►♦ látið sér ant um heill og sóma borgarinnar. geta sýnt henni enn einu sinni réttmætt og verð- skuldað traust, með því að greiða atkvæði með fjár- veitingunni til samkomuhallarinnar. ♦■*■♦ T Þeir V ♦!♦ T f ♦:♦ Greiðið atkvœði með fjárveitingu ♦![♦ þessari með heilum hug, því fyrir- ♦♦♦ % tœkið er bygt á heilbrigðum við- £ skifta grundvelii. % f f f f f f f f f ± f f x f f X er ♦♦♦ samkomuhöllin skal standa á , svo og um gerð henn- t ar og ló'gun, verða teknar í bæjarráðinu, eftir að i ♦> FULLNAÐARRÁÐSTAFANIR um stað þann, aukalögin hafa hlotið samþykki kjðsenda. Brynjið yður gegn öllum þeim áhrifum, sem fram «£♦ koma, og hvaðan sem þau koma, er reyna til að villa yður sýn í máli þessu, og draga athygli yðar frá málsmergnum sjálfum. Winnipeg þarfnast Samkomuhallarinnar og þér þarfnist hennar lika! V X f f ❖ Alfred Noyes. Laugardagskveldið 12. þ.m. var mikið um dýrðir hér í bæn- um meðal þeirra, er skáldskap og bókmentum unna. Maður, sem Alfred Noyes heitir og er talinn eitthvert mesta skáld (Ijóðskáld), sem nú er uppi með Bretum, var hér staddur og flutti fyrirlestur um rímaðan skáldskap í “Central Congrega- tional” kirkjunni. — Auk þess las hann upp nokkur kvæði eftir sjálfan sig. — Þes&i maður hefir verið svo starfsamur, að þegar eru komnar út eftir hann 20 bækur, flest ljóðabækur, þótt hann sé enn ekki nema 47 ára gamall. Hann var fenginn af allsherjar mentamálafélagi Canada til þess að ferðast um hér í landi frá 22. október til 14. desember, í því skyni að flytja fyrirlestra og lesa upp ljóð. Gerir hann þetta endurgjaldslaust, en Mentamálafélagið selur aðgang fyrir 25 cent. Kirkjan var troðfull uppi og niðri, en því miður sá eg þar fáa Islendinga — einkennilega fáa. Alfred Noyes er líkur Stephani G. Stephanssyni að því leyti, að þótt hann sé eindreginn Englendingur, eins og Stephan íslend- ingur, þá er hann samt í ljóðum sínum og ritum algerður alheims- borgari og finnur til með öllum og öllu. Hann hefir allra skálda mest ort um stríð, en gerir það þannig, að stríðin verða í huga hans viðbjóðsleg og ljót, en ekki dýrðleg og fögur eins og t.d. Kipling og fleiri ensk skáld gera þau. í ljóðabók, sem hann nefnir “The Wine Press”, fordæmir hann harðlega þá, sem “búa til stríð” og verzla í þvi sambandi með ættjarðarást og þjóðrækni fólksins til eigin hagsmuna. Alfred Noyes fór hörðum orðum um hin svokölluðu rímlausu ljóð vorra tíma, og hélt því eindregið fram, að með því að kasta þannig búningnum, væru áhrif andans myrt að miklu leyti. Hann staðhæfði, að áhrifamesta vopnið í baráttunni fyrir sannri ment- un og menningu væru rímuð ljóð — sérstaklega söguljóð, — enda hefir hann ort ósköpin öll af söguljóðum. Eitt af kvæðunum, sem skáldið las upp eftir sjálfan sig, heitir: “The Highwayman” og er talið listaverk. Það er nú prentað í flestum betri bókum Breta, sem til bókmentakenslu eru notaðar. Mér þótti þetta kvæði svo einkennilegt, bæði að efni, og sér- staklega að formi, að eg þýddi það lauslega á íslenzku. Veit eg ekki til, að neitt hafi verið þýtt á íslenzku eftir þennan höfund. í sjón og framkomu er Alfred Noyes einkennilega og ótrú- lega líkur Vilhjálmi Stefánssyni. Sig Júl. Jóhannesson. CTLAGINN. Eftir Alfred Noyes. I. Sem kolsvartur, sterkur straumur þaut stormur um sveigðan skóg, sem morðfleyta, mönnuð draugum, óð máninn í skýja sjó, sem gulbleikur geislaborði lá gatan um hrjóstur lands, og útlaginn hleypti hesti, hleypti skeiðmóðum hesti. Já, útlaginn hleypti hesti að heimkýnni gestgjafans. Með þrístrendan hatt á höfði, við höku kniplinga skrúð, , í blóðrauða skikkju búinn og brækur úr dádýrshúð, í stígvélum hærri hniánum — og hvergi sást slit né bót — Frá auganu lýsti logi, lýsti sverðið sem logi, frá byssunni lýsti logi, svo leiftri sló himni mót. í gistihússgarðinn reið hann, í grjótinu skrölti’ og hvein, hann klappaði hljótt á hlera, en hurð var ei opnuð nein, hann blístrandi glotti’ í glugga, og gettu hver beið hans þar! Hún Beta, hin dökkeygða dóttir — dökkéygða gestgjafans dóttir, og hárauðum hnýtti borða um hrafnsvörtu flétturnar. í gistihúss dimmum garði var gægst út um kofadyr, þar hlustaði hestasveinninn — og hafði víst gjört það fyr — í hug Tians var hefnd og reiði og hjartað af öfund sveið; hann gestgjafans girntist dóttur, gestgjafans glöðu dóttur, ’hann hlustaði’ á manninn mæla v.ið meyna á þessa leið: “Einn koss frá þér! Nú þarf nesti, í nótt á að afla fjár; eg kem til þín, ástmær, aftur, með auð fyrir morgunsár; en komist eg í ’hann krappan, ef kóngsþrælar tefja reið, þá til mín sérðu við tunglsljós, til þín kem eg við tunglsljós, eg hitti þig, heitmey, við tunglsljós, þótt helvíti verði á leið.” Hann rösklega reis í hnakknum og rétti’ henni sterka mund; ’hún losaði hrafnsvart hárið, og hann var í leiðslu um stund, í ilmandi unaðsstraumi, við eilífðar hjartaslátt, hann brennandi kossum kysti, kveldloftið ástþungt kysti, ’hans hugur og hjarta kysti — svo hélt hann í vesturátt. II. Til ástmeyjar kom hann ekki með auð fyrir morgunsár— Að kyeldi var kominn dagur, og kvöldhiminn þokugrár; sem gulbleikur geislaborði sást gatan um hrjóstur lands; þeir rauðklæddu hleyptu hestum, hleyptu skeiðmóðum hestum— Já, konungsmenn hleyptu hestum að heimkynni gestgjafans. Þeir heilsuðu’ ei húsráðanda, en hrifsuðu’ og drukku öl, þeir dóttur hans bundu böndum og beittu ’hana smán og kvöl, og tveir þeirra voru’ á verði með vopnum á útlagann, og heift lá á hverjum glugga, helvíti’ á hennar glugga, hún gjörla sá um þann glugga þá götu.sem kæmi h a n n. Þeir bundu við hana byssu, sem beindist í hjartastað, og sögðu: “Nú vertu á verði! við vitum þér geðjast það.” Svo kystu þeir hana’—-’Hún heyrði til hans, sem að dauðinn beið: “Þú til mín horfir við tunglssljós, til þín kem eg við tunglsljós, eg hitti þig, heitmey, við tunglsljós, þótt helvíti verði’ á Ieið!” Hún beitti sér bönd að leysa, en bauð ekki tár né mögl; hún brauzt um, var blá og marin, og blóð undan hverri nögl; hvert andtak var lengra’ en eilífð, hér einmana stríð var háð; Hún merkti það loks um miðnótt, morðkalda, svarta miðnótt, að gat hún með fingurgómi í gikkinn á byssu náð. Þeir bundu við hana byssu, sem beint var í hjartastað, nú gat hún með fingurgómi shert gikkinn, og lán var það; ’hún ætti að streitast, ’hún hræddist það heyrast kynni’ eða sjást, og gatan sást glögg við tunglsljós, gulbleik og glögg við tunglsljós, og hjartað sló títt við tungsljós í takti við fyrstu ást. í fjarska hún heyrði: “Tlott-tlott!” Já, “tlott-tlott-tlott!” — Hófadyn! Hún viss-i þeir hlutu’ að heyra og höndla sinn feiga vin. Sem gulbleikur geislaborði sást gatan um hrjóstur lands, og útlaginn hleypti hesti, hleypti skeiðmóðum hesti, þeir rauðklæddu stóðu’ í röðum.—Hún reis upp og leit til hans. Það skýrðist! Það skýrðist!: “Tlott-tlott og: "tlott-tlott” kvað bergmál við; hann nálgaðist óðum — óðujn, og alls engin von um grið; sem eldur varð andlit hennar og augun sem reginhaf; hún teygði fingur við tunglsljós, teygði’ ’hann í gikkinn við tunglsljós, og djarflega dó við tunglsljós—með dauðanum merki gaf. ’Hann hlaupmóðum sneri hesti og hleypti S vesturátt.— Hver studdist—í banablóði—við byssu, með höfuð latt, það vissi’ ’hann ei fyr en fréttin það flutti við morgunsár, að Beta, hin dökkeygða dóttir — dökkeygða gestgjafans dóttir hlaut bana við bið eftir honum.—Hann bliknaði, varð sem nár. Hann hlaupmóðum sneri hesti og hleypti—með blót á vör, já, hleypti sem örskot austur, — var óður, með reiddan hjör — og skikkjan var böðuð blóði og brækur úr dádýrshúð, um hádag, er hann þeir skutu, hann eins og hund þeir skutu; hann Iá þar í banablóði — á brjósti kniplingaskrúð. Og enn þá er sagt að sjáist, er svífur stormur um skóg, og morðfleyta mönnuð draugum er máninn í skýja-sjó, og gulbleikur geislaborði er gatan um hrjóstur lands, að útlaginn hleypi hesti, hleypi skeiðmóðum hesti, að útlagínn hleypi hesti að heimkynni gestgjafans. Um gistihússgarð hann ríður, í grjótinu skröltir hátt; svo klannar hann hliótt á hlera, en hvergi finst opin gátt, hann blístrandi’ í glugga glottir — o* gettu hver beið hans þar!: Hún Beta, hin dökkeygða dóttir — dökkeygða gestgjafans dóttir, og hárauðum hnýtir borða um hrafnsvörtu flétturrar. Silfurbruðkaup. Að kvöldi þess 16. októbermán- aðar s.l. voru þau hjónin, Mr. og Mrs. Jón Sölvason, í Marietta, Wosh., heiðruð með samsæti ná- búa þeirra og annara vina, í tifefni af tuttugu og fimm ára sambúð þeirra hjóna. Nokkrar konur og menn, af næstu grösum, stofnuðu til sam- kvæmis og stóðu fyrir því á ann- an hátt. Klukkan sjö síðdegis komu allir saman, er sóttu þetta mót, við næsta hús brúðhjónanna og gengu þaðan saman til heim ilis þeirra. Þegar þangað kom, var ekki barið að dyrum að göml- um sið, heldur ráðist strax til inn- göngu, með Mr. Þórarinn Víking í broddi fylkingar, er heilsaði upp á húsráðendur með þeim fyrir- mælum, að fornmenn hefðu ekki ávalt skeytt um lög, þegar þeir réðust til inngöngu, og svo væri nú; þetta fólk, sem hér hefði bor- ið að garði í kvöld, ætlaði sér að hafa húsráð með höndum, um stundarsakir, og kvaðst brúka öll innanhúss áhöld, sem sína eign, en vfstir kæmu utan að frá. Að endaðri kveðju fyrirliða, Mr. Vík- ings, var sett upp langborð í stórri og rúmgóðri stofu og ann- sólarhring hverjum um sláttinn, og aðra tíma árs er vissulega nóg að snúast, við skepnuhirðingu og| fleira. Eg fékk í gær bréf frá kunn- ingja mínum nyrðra og segir hann mér þar, meðal annars, frá því, hvernig heyskapurinn hafi gengið í sumar. Mun öllum verða ljóst af bréfi hans, að ekki hafi hann slegið slöku við í sumar, og furðulegt verður að teljast, hversu miklu hann hefir náð sam- an af heyjum, einn síns liðs með konu og börnum, sem öll eru fyrir innan fermingaráldur og hið yngsta tæplega komið af höndun- um, sem kallað er. Sá kafli bréfsins, sem um hey- skapinn ræðir, er á þessa leið: “.... Góð hefir blessuð tíðin verið í sumar, og man eg varla aðra eins, enda hafa allir hér um slóðir náð saman miklum heyjum og góðum, þeir er nokk- urn mannafla hafa haft. Hjá mér >er þetta alt í smærra lagi, eins og nærri má geta, þar sem við hjón- in höfum verið ein okkar liðs, noma hvað krakkarnir hafa hjálp- að okkur. Elzti drengurinn er nú á tólfta ári og hefir borið við að hjakka svolítið tvö siðustu sumr- in. Þykir mér hrein furða, hvað Gyllinœd Lœknast fijótlega “Eg tók mikið út árum saman af þessnm slæma sjúkdómi” segir Mrs. W. Hughes, Hoche- laga St., Montréal. “Kvalir, svefnleysi, og alls- konar ill bðan, var það sem eg átti við að stríða þar til eg reyndi Zam-Buk. Nú veit eg, að það er ekkert til, sem jafn- ast á við þetta ágæta meðaL Síðan það læknaði mig, lang- ar mig innilega til að láta þá, er líða af slíkum sjúkdómi, vita um það. 50c. askjan. Stöðvar kvalir undra fljótt. Græðandi meðal úr piönturíkinu. að í minna herbergi, og þar rað-| hann getur á greiðfæru, litli stúf- að á öllu því sælgæti, sem nöfnum| urinn, en í þýfinu gengur alt lak- ara, sem von er. Elsta telpan er ári yngri og hefir mikið munað um hana við heyþurkinn. Yngri strákarnir hafa rifjað og borið ofan af fyrir mömmu sína og yf- irleitt hefir hver höndin hjálpað annari. Hafa krakkarnir jafnað- arlega verið að braska með okkur á engjunum frá morgni til kvölds og oft hefi eg verið hræddur um, að eg ofbyði þeim með þessu, enda hafa þau vissulega verið þreytt á kveldin. Oltið út af steinsofandi undir eins og þau voru búin að þvo sér og borða. En eg er að' vona, að ekki komi að sök. Mér sýnist þeim heldur hafa farið fram í sumar, enda hefir verið reynt að láta þau sofa eftir föng- t>m, hafa nægju sína að borða og nýmjólk að drekka eftir vild. Finst mér ótrúlegt, hversu gagn- legir svona litlir angar geta ver ið. Og áreiðanlegter það, að minni væri heyin hérna núna, ef þau hefði hvergi nærri komið. Graspretta var í góðu meðal- lagi hér, en ekki þar yfir. Nýting var ágæt. Mátti heita, að engin stund færi til ónýtra handtaka allan sláttinn. Aldrei þurfti að fanga hey undan vætu og er slíkt sjaldgæft. — iEn eins og þú veizt, fer ekki lítill tími og orka í það, að fanga hey og dreifa á víxl, auk þess sem það er leiðinleg vinna. Hey eru því með lang- bezta móti nú og skil eg ekki ann- að, en að gaman verði að fóðra skepnur á þeim í vetur. Verður munur á því eða síðastliðinn vet- ur, þvi að þá gat varla heitið, að til væri nokkur æt tugga. — Leið- inlegt er, að þurfa nú að drepa öll lömbin vegna skulda, en hjá því verður ekki komist, þar sem alt er á kafi í skuldum, eins og hjá mér og mínum líkum. Nú væri þó hægðarleikur að fjölga fénu heyjanna vegna. En kaup- menn og kaupfélög heimta sitt, og er það rétt að vonum. • Þá ætla eg að segja þér að lok- um, hvað heyfengurinn er mikill, eftir okkur hjónin og börnin. Eg dögum, ekkfsizt einyrkjanna, fékk af 200 hesta af vænu bandi, og um 250 hesta af útheyi. Eg er dálítið upp með * mér af tjáir að nefna, eins og við mátti búast, þar sem konur lögðu hönd á verkið. Settust þá allir að borð- um með brúðhjónunum fyrir stafni, en áður en matast var, var sunginn brúðkaupssálmur, og ann- ar eftir máltíð. Að því loknu töl- uðu nokkrir yfir borðum. Ræður þeirra gengu mest part út á hjú- skaparlíf. Mr. Viking hélt fyrstu ræðuna, þá Jón Jónsson frá Blaine er talaði nokkur vel valin orð og flutti frumort kvæði tii brúð- hjónanna; og þriðji maðurinn sagði nokkur orð. — Þá afhenti Mr. Viking brúðhjónunum gjöf, er safnað var til af flestum, er sátu þetta gildi, sem var snoturt “Buffet” og kaffi silfursett, á silfruðum bakka. Fáein lipur og viðeigandi orð af vörum Mr. Vik- ings fylgdu gjöfinni, um leið og hann afhenti hana. Mrs. Sölvason ('brúðurin) þakk- aði innilega fyrir virðing og vel- vild, sem þeim hjónum hefði ver- ið sýnd með heimsókn þessari, á- samt öllum þeim hlýleik, sem þau hefðu ávalt mætt af Marietta ís- lendingum og fleirum í þessu ná- grenni. Hún kvaðst seint mundi láta sér úr huga koma þetta kvöld og öll vinahótin auðsýndu. — Mr. og Mrs. Sölvason hafa búið hér í Marietta mest alla sina hjóna- bandstíð og hafa ávalt verið met- in og virt sem beztu nábúar. — Skemt var með söng og organspili til síðustu stundar. Mr. G. J Holm stýrði söngnum og ungfrú Sigrún Simonarson lék á orgelið. Minningarhátíð þessi endaði með gleðisöng kl. 11.30, er allir fóru heim glaðir og ánægðir yfir góðri stund, og óskuðu brúðhjónunum langrar sambúðar enn við þetta nágrenni. Einn af gestunum. Vinrubrögð einyrkjans. Ganga má að því vísu, að ýms- ir kaupstáðabúar, þeir er þar eru uppaldir, hafi litla hugmynd um erfiði og áhyggjur sveitafólks nú þessum heyafla og býst við, að telja megi hann í betra lagi eftir ástæðum. Og út úr búinu hefir engin króna farið til að afla þessara heyja, nema hvað eg fékk tvisvar einn mann, dagstund í senn, til þess að binda fyrir mig á engjum. — En hart höfum við hjónin orðið að leggja á okkur, og satt að segja held eg að við höfum unnið töluvert meira en við vor- um í raun réttri fær um. En á- vöxt þess erfiðis höfum við feng- ið í ríkum mæli og erum glöð og ánægð. Verst að geta ekki feng- ið neina hvíld, eftir svo harða skorpu, en um slíkt getur ekki verið að ræða að sinni, með því að haustannir fara nú í hönd . . .” Framanskráður bréfkafli ber það greinilega með sér, að hjón þessi hafa afkastað ótrúlega miklu starfi í sumar. Sumum kann að virðast ósennilegt, að heyfengurinn geti verið svo mik- ill, sem frá er skýrt. En ekki trúi eg því, að hér sé um neinar ýkj- ur að ræða, því að höfundur bréfs- ins er mjög sannorður maður og rauplaus. Þess ber að gæta, að ábýlisjörð hans er hæg og góð, engjarnar mjög grasgefnar dg sléttar og liggja út úr túninu. En hætt er við, að vinnudagurinn hafi verið heldur lengri en hæfi- legt mundi þykja, þar sem um það eitt er hugsað, að vinna sem allra skemstah tíma. Árángurinn af vinnu þessarar fjölskyldu í sumar sýnir berlega, hversu miklu má afkasta, þegar fólk er samtaka nm að bjarga sér og aðstaðan sæmileg. Það er ekkert smáræðis-verk, sem eftir suma einyrkjana ligg- ur árlega viðsvegar um sveitir landsins, þó að litlar sögur séu af því gerðar. En því miður ganga ntargir þeirra fram af sér á ung- um aldri og verða þreyttir og slitnir löngu fyrir aldur fram. sem svo eru nefndir. Margt kaup- staðafólk, einkum yngri kynslóð- in, hefir það helzt af sveitunum að segja, að hafa séð þær í sum- arklæðum, þegar jörðin stendur I blóma. Það þekkir lítt til vor- næðinga og vetrarfrosta og fæst af hinu yngra liðinu þekkir mik- ið til vinnubragða sveitafólksins. Sveitabúskapnum er nú þann veg háttað í seinni tið, að fjölda margir bændur mega teljast ein- yrkjar. Heimilisfólkið er ekki annað mesta hluta ársins, eða vetur, vor og haust, en hjónin og börn þeirra. Að sumrinu, um sláttinn, taka flestir einhverja kaupakonu-mynd, sumir þó ekki nema að hálfu, ef hægt er t. d. að vera í félagi við nágranna um sömu stúlkuna. — Margir munu þó þeir vera, smábændurnir, sem enga manneskju taka. en basla einir með börnum og konu. Hefir mig oft furðað á því, hversu miklu þessir einyrkjar fá komið í verk. Má geta nærri, að ekki sé að jafnaði hvildin mikil í —Vísir. BorgarL Hvernig Gamla Fólkið Fær Nýja Krafta. Þúsundir af eldra fólki, sem er irðið lasið og kraftalítið, hefir reynt Nuga-Tone og þess vegna notið þeirrar gleði, að fá aftur neilsu sína og krafta, því meðalið er einstakt í sinni röð að upp- byggja líkamann. Þú líka, getur orðið sterkari og hraustari og á- nægðari og haft stæltari taugar og styrkari vöðva, ef þú brúkar Nuga-Tone reglulega, þó ekki sé nema um stutt skeið. Nuga-Tone er ágætt heilsulyf og hefir gert kraftaverk á þús- undum manna og kvenna í síðast- liðin 35 ár. Það bætir matarlyst- ina, læknar nýrnaveiki og blöðru- sjúkdóma, veitir endurnærandi svefn og byggir mannenskjurnar upp að öllu leyti, þegar heilsan og orkan er biluð. Nuga-Tone er selt þannig, að ábyrgð er tekin á því, að það reynist vel, eða pen- ingunum er skilað aftur. Fáðu flösku hjá lyfsalanum í dag og vertu viss um að fá Nuga-Tone. Lauslega þýtt. Slg. Júl. Jóhannesson. Sendið korn yðar tii UMITEDGRAINGROWERSÞ Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. »PnrHKHKHKHKKHKH3 OlKKKHKlIXKHKHKHKHKííKBKHKHKHKHKHKHKHjr Winnipeg’s vel þekta brauð íumbúÖum Fyrir hér um bil 50 ár hefir Speirs-Parnell brauÖ veriÖ i fremstu röð og mesteftirspurt af húsmæðrum sem þekkja hvað er gott bæðí að gæðum og bragði í f NOWDRIFT Biðjið brauðsala vora um þau eða símið 86 617-18. SPEIRS PélRNELL BRE/QD I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.