Lögberg - 08.12.1927, Page 1

Lögberg - 08.12.1927, Page 1
40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8, DESEMBER 1927 NÚMER 49 Helztu heims-fréttir Canada. Hon. Robt. Forke, innflutninga ráðherra, var staddur í Winnipeg fyrri hluta vikunnar sem leið. Kann kom sérstaklega til að vera á ársþingi “The Union og Manito- ba Municipalities”, sem þá stóð yfir. Flutti Mr. Forke þar ræðu, og gat hann þess meðal annars ó- tvíræðilega, að stjórnin mundi sjá um, að allur skattur yrði greidd- ur af löndum þeim, sem stjórnin hefir látið afturkomna hermenn hafa til ábúðar og selt þeim. Hef- ir búskapurinn gengið erfiðlega hjá mörgum þeirra og er skattur af löndunum víða óborgaður, og hefir það komið sér víða afar- illa fyrir sveitirnar, sem vanalega þurfa á öllum sínum tekjum að halda.. * » * Dálítið færri innflytjendur komu til Canada í októbermánuði 1927 heldur en í sama mánuði í f.vrra. Þeir, sem þá komu, voru 10,013, en í síðastliðnum október komu 9,433. Þar á móti hafa, frá 1. apríl til 31., október 1927, kom- ið til la’ndsins 118,458 innflytjend- ur, en á sama tíma í fyrra voru þeir 100,899 og nemur fjölgunin 17 af hundraði. • * * Tomlinson félagið í Winnipeg hefir tekið að sér að byggja járn- brautina fyrirhuguðu frá Hudson Bay brautinni til Flin Flon nám- anna, og verður hún 88 mílur. W. S. Tomlinson segir, að það þurfi svo sem þrjár vikur til að flytja áhöld, matvæli og alt annað, sem á þarf að halda, þangað sem byrj- að verður á verkinu, en eftir það segir hann að þar verði í vinnu í vetur sex til sjö hundruð manna og með vorinu verði þeim fjölgað upp í tvö þúsund. Mr. Tomlin- son segir, að félag sitt ætli sér ekki að flytja verkamenn að aust- an, en vinnan verði öll gerð af verkamönnum hér í Vestur-Can- ada. Verkinu á að vera lokið 31. dsember 1928, svo þá megi taka brautina til afnota. * ■» * Canada iCement félagið ætlar að verja einni miljón dala til að stækka og umbæta verksmiðjur sínar í Tuxedo, í grend við Winni- peg, og byrja á því nú þegar. Munu þau miklu fyrirtæki, sem nú .er verið aði byrja á í Norður- Manitoba fylki, ráða mestu um það, að þetta félag ræðst nú í þessar umbætur á verksmiðjum sínum. Er þetta að eins eitt dæmi þess, hve afar mikla þýðingu þau miklu fyrirtæki hafa fyrir Win- nipeg og aðra hluta Manitoba- fylkis. * * * Blað nokkurt í London hefir tekið sér fyrir htndur, að rann- saka, hvað margir hjónaskilnaðir ættu sér stað í ýmsum löndum í samanburði við fjölda hjónaband- anna, og eru þeii* lang-fæstir í Canada. Samkvæmt skýrslu þessa blaðs, er í Canada einn hjóna- skilnaður af hverjum 161 hjóna- böndum. Á Bretlandi, 1 af 66; í Svíþjóð, 1 af 33; í Noregi, 1 af 30; á Þýzkalandi, 1 af 24; í Nýja sjálandi, 1 af 24; í Danmörku, 1 af 22; á Frakklandi, 1 af 21; á Svisslandi, 1 af 16; í Japan, 1 af 8, og í Bandaríkjunum, 1 af 7.6.— Sumum kann að virðast, að Can- adamenn séu hér á “eftir tíman- um”, en á það má líta, að 1903 var bara 21 hjónaskilnaður í Canada, en 1926 voru þeir 608. Vitanlega hefir íbúunum fjölgað mikið á þe-sum árum. * * * iR. J. Swain var, á föstudaginn ! vikunni sem leið, endurkosinn borgarstjóri í St. Boniface, með 429 atkv. fram yfir gagnsækjanda sinn, A. J. Doucet. Þetta er í sjðtta sinn, sem Mr. Swain er kos- inn borgarstjóri í St. Boniface. * * * Enn er minnisvarðamálið fræga á dagskrá hjá Winnipegbúum. — Hefir áður verið skýl't frá því hér í blaðinu, að Elizabeth Wood í Toronto, voru dæmd verðlaunin fyrir uppdrátt að minnisvarðan- um og sömuleiðis fyrir því, að þessi kona er gift manni þeim, sem áður fékk verðlaun fyrir samskonar uppdrátt, en sem svo var ekki notaður, af því að mað- urinn var þýzkur að ætt og fædd- nr á Þýzkalandi, Konan er ekki þýzk, en hún er svo óþægilega mikið tengd þýzkum manni, að mörgum þótti alveg ófært að byggja minnisvarða yfir brezka hermenn, gerðan eftir hennar fyr- irsögn. Þeir, sem dæmdu um upp- drættina, vissu ekki hver hafði gert hvern um sig, af þeim sem nefndinni bárust. Nú var enn úr vöndu að ráða fyrir nefndina, sem fyrir þessu máli stendur. Urðu nú ekki allir nefndarmenn á einu máli. Mikill meiri hluti nefndar- innar var þó á því, að hafna úr- skurði verðlaunanefndarinnar, að öðru en því, sem sjálfsagt var, að borga Miss Wood þessa fimm hundruð dali, sem heitið hafði verið. Eru henni því gerð sömu skil, eins og manni hennar, Mr. ITahn, voru gerð. Minnisvarðanefndin hefir nú afráðið, að ganga að því að koma upp minnisvarðanum og skal nú farið eftir uppdrætti, sem maður nokkur í Winnipeg hefir gert. Hann heitir Gilbert Parfitt og er byggingameistari og vinnur hjá Manitoba stjórninni. Hann er Englendingur, so ekkert er að þjóðórninu að finna — og fæddur er hann og uppalinn á Englandi, hefir verið í Canada síðan 1912. Mikill meiri hluti nefndarinnar var því meðmæltur, að samþykkja þenna uppdrátt, en hafna þeim sem Miss Wood hafði gert, en þó ekki öll nefndin. Mr. D. M. Dun- can veitti fylgi úrskurði dóm- nefndarinnar og sagði að áður en hún kvað upp úrskurð sinn, hefði enginn efað að hún væri verki sínu vel vaxin, og hélt hann að ó- ánægjan, sem nú ætti sér stað, stafaði af því að Miss Wood væri gift Mr. Hahn. Þegar hans upp- drætti var hafnað, hefði Winni- peg komist nógu nærri því að verða að athlægi allra manna, þó ekki væri nú lengra haldið í þá áttina. Blaðið Free Press telur sjálf- sagt, að nú verði allir ánægðir, því hér sé farið eftir almennings- álitinu, og það á alt af að ráða — líka þegar um listina e.r að ræða. Bandaríkin. Hvirfilbylur, sem gekk yfir Washington, Ð. c., hinn 17. nóv- ember, varð einni konu að bana, meiddi 200 manns og olli eigna- tjóni, sem nemur $750,000. * *. * Coolidge forseti sagði í ræðu, sem hann flutti í Philadelphia fyrir skömmu, að það væri skoð- un sín, að það væri alt annað en heillavænlegt, að' ríkið tæki at- vinnurekstur í sínar hendur, því þegar ríkið gerði það, þá bannaði það vanalega alla samkepni, og þar með væri komið í veg fyrir allar eðlilegar framfarir og um- bætur í þeirri grein. * * * Maður nokkur í Sioux City, lowa, hefir bygt íbúðarhús þar í borginni, sem hann svo auglýsir til leigu, en setur leigjandanum þau skilyrði, að hann verði að halda boðorðin. Þetta er auglýst Utan á húsinu. Hús'ið er búið að stt^nda autt í marga mánuði, því engum lifandi manni dettur í hug að búa þar við þá kosti. Bretland. Frjálslyndi flokkurinn á Eng- landi á kosningasjóð, efns og fleiri stjórnmálaflokkar, og gera stjórnmála andstæðingar hans mikið úr því, hve stór hann sé og gefa jafnvel í skyn, að Lloyd George, sem hefir þenna sjóð undir hendi, noti hann eins og honum sjálfum sýnist, og þá kannske sjálfum sér til hagsmuna. Lloyd George hefir nú lýst yfir þv, að fyrst og fremst hafi þessi sjóður verið! innkallaður á alveg sama hátt og aðrir kosningasjóð- ir á Bretlandi í síðast liðin hundr- að ár, eða þó lengur, og notaður á svipaðan hátt og aðrir kosninga sjóðir. Sjálfur hafi hann aldrei tekið nokkurn pening úr þessum sjóði til eigin afnota, enda hafi hann ekki þurft þess með, því nú hafi hann meiri tekjur af ritstörf- um, heldur en hann hafi haft, þegar hann var forsætisráðherra. * * * Núna fyrir skemstu, heimsóttu tuttugu kjólklæddir leynilögreglu- menn Chez Victor klúbbinn, sem er einn af elztu næturklúbbum Lundúnaborgar. Eftir að leyni- lögreglumennirnir höfðu kynt sig gestunum, rituðu þeir nöfn þeirra allra niður á lista, og kom það þá í ljós, að meðal þeirra voru sum- ir af ráðherrum Baldwinstjórnar- innar, einn neðri málstofu þing- maður, nokkrir lávarðar, og ein allra frægasta leikkona Breta. Klúbbur þessi hafði ekki haft á sér sem allra bezt orð í seinni tíð, og af því voru leynilögreglumenn- irnir sendir þangað. * * * Kona nokkur, Mrs. Robertson, frá Coalville á Englandi, sem all- ir héldu að væri dáin fyrir meir en 15 árum, kom á hið gamla heimili sitt í Coalville, fyrir fáum dögum, og varð móður hennar svo hverft við, að það var rétt að segja liðið yfir hana. Hún vissi ekki betur, en að þessi dóttir sín hefði verið ein af farþegunum á skipinu “Titanic”, sem fórst í grend við Newfoundland í apríl- mánuði 1912. Þessi stúlka hafði aítlað sér að fara með skipinu, en breytti fyrirætlan sinni rétt um það leyti að skipið var að leggja af stað. Síðan hún fór að heim- an, hefir faðir hennar dáið, sömu- leiðis fjórir bræður hennar og ein systir. Hún gerir litla grein fyr- ir hvar hún hafi veriðl Segir þó, að hún hafi gift sig, tekið þátt í stríðinu og verið tekin til fanga af Þjóðverjum. * * * /Prinsinn af Wales datt af hests- baki í vikunni sem leið. Það er í se ytjánda sinni sem hann dettur af baki. * * * Dady Beaverbrook á Eglandi, fríðleiks kona mikil, er nýdáin. n vár fædd í Kingston, Ont., átti heima í Halifax í mörg ár. * * * Það er nú talið áreiðanlegt, að þess verði ekkj langt að bíða, að Bretar sendi sendiherra til Can- ada, sem hafi aðal aðsetur og skrifstofu í Ottawa. Þykir þeim nú nauðsyn til bera, að hafa hér sérstakan sendiherra, auk land- stjórans. Hvaðanœfa. All alvarlegur Iandskjálfta- kippur, gerði nýlega vart við sig í Róm, án þess að orsaka verulegt tjón. Er sagt, að stórhýsi ýms hafi leikið á þræði og felmtur gripið íbúa þeirra. Er það þó að orði gert í blaðafregnum, hve fólk yfirleitt hafi verið rólegt. * * • iKeisarinn í Japan var að lita yfir hersveit í Nagoye, þegar einn af hermönnunum gekk fram, féll á kné og hélt á lofti bænarskrá, þar sem beðið var um að bæta kjör vissra hermanna. Athygli keisarans var dregin að einhverju öðru, svo hann sá þetta ekkl. Hermaðurinn var þegar tekinn fastur, og það er búist við að hann verði dæmdur til árs fang- elsis fyrir að ávarpa keisarann. * * * Frétt frá Brussels hinn 21. nóv. segir, að ráðuneytið í Belgíu hafi sagt af sér. Henri Jaspar hefir verið þar stjórnarformaður. Manitobaþingið. Þingið var sett á fimtudaginn, hinn 1. þ.m., kl. 3 e.h. Yar fyrst kosinn forseti og hlaut kosningu Hon. P. A., Talbot, þingmaður fyr- ir La Verandrye. Hann hefir ver- ið þingforseti að undanförnu, og var nú kosinn í einu hljóði. Að því búnu las fylkisstjóri, T. A. Burrows, hásætisræðuna, og er hún á þessa leið: “Herra forseti og þingmenn: Um leið og eg býð yður vel- komna, til hinnar fyrstu þingsetu hins átjánda 1 þings Manito'ba- fylkis, til að leysa hér af hendi þýðingarmikil skylduverk, þá vil eg leyfa mér að láta í ljós fögnuð minn yfir því, að eiga þess kost, að taka þátt í yðar mikilsverðu störfum, með yðúr. Það er viðeigandi, að eg minn- ist hér á þann merkilegasta við- burð, sem orðið hefir síðan þing- ið var leyst upp, nefnilega Jub- ilee hátíðina, þegar þess var minst, að liðin voru 60 ár síðan fylkja- sambandið var myndað. Eg naut þá þeirrar ánfgju að mega, fyrir stjórnarinnar og fólksins hönd, tjá hans hátign konunginum, órjúf- andi þegnhollustu vora. Fólkið í Manitoba tók sinn fulla þátt í þessum hátíðahöldum, sem varð þeim ný hvöt til að verða ekki eft- irbátar feðra sinna og til að reyn- ast nýtir og þjóðhollir borgarar þessa lands. Eitt af þeim meiriháttar málum, sem stjórn mín leggur fyrir yður, er lagafrumvarp um samvinnu Manitoba fylkis við Sambands- stjórnina um ellistyrk handa fólki í þessu fylki,' svo framarlega að sambandsstjórnin taki ekki að sér að standast allan kostnað af því máli, og líti á það sem algert sam- bandsmál. Stjórn mín ætlar sér að leggja fyrir yður frumvarp til vín- sölulaga, sem er að nokkru leyti umbætur á eldri vínsölulögum fylkisins og að nokkru leyti nýjar ákvarðanir, sem nauðsynlegar þykja, til að fullnægja vilja kjós- endanna í þessu máli, eins og hann hefir komið fram við at- kvæðagreiðslu, sem fram hefir farið síðan þingið var Ieyst upp. • Lagagfrumvarp um ákveðinn hvíldardag, fyrir fólk, sem vinn- ur við vissar atvinnugreinir, verð- ur einnig lagt fyrir yður. Þá verðið þér beðnir að athuga nýtt lagafrumvarp, sem er mjög nauðsynlegt, viðvíkjandi vissum skuldum, eða almenningsfé, sem er útistandandi og hefir sam- kvæmt Rural Credit Act verið not- að til að kaupa búpening og út- sæði og því um líkt. Þér verðið beðnir að endur- skoða fylkislögin, með því augna- miði, að gera þau Ijósari og auð- veldari., Lagafrumvarp um að minka aukatekjur fylkisins um helming og að láta tekjurnar af vínsölunni renna 1 sameiginlegar tekjur fylk- isins, verður einnig fyrir yður lagt. Stjórn mín hefir, eins og áðtur, vandlega kynt sér alt sem í þá átt lýtur, að bæta þær búnaðar að- ferðir, sem nú eiga sér stað, með því augnamiði, að búnaðurinn megi taka sem mestum framförum og hagur sveitafólksins megi verða sem beztur. Einnig að styðja að því, að sem allra mest af ræktan- legu landi sé tekið til ræktunar, svo að framleiðslan megi verða sem mest í öllum greinum. Sömuleiðis vfll stjórnin hlynna að því, að bændavörur seljist sem bezt og styðja að samvinnu bænda um sölu á afurðum sinum. Störf þeirra nefnda og embættismanna, sem að þessu vinna, eru nú í frumvarpi, sem fyrir yður verður lagt, sameinað undir umsjón einn- ar allsherjar búnaðarnefndar. Það, að málmtekja í þessu fylki sé mjög þýðingarmikið atvinnu- atriðd, er nú enn augljósara en áður, af þeim athöfnum, sem nú eiga sér stað á því svæði, og þeim fyrirtækjum, sem eru í þann veg- inn að verða þar hafin. . Það er vonast eftir, að málmtekjan, norðan við The Pas og um mið- bik fylkisins norðanvert, sem nú eru hafin í stórum stíl, sé byrjun á stórkostlegri atvinnugrein, og að þessi málmtekja færi fylkisbú- um yfirleitt mikinn auð og vel- megun. Þér verðið beðnir um að samþykkja ákvæði, sem fer í þá átt, að styðja þessi fyrirtæki. Með það fyrir augum, að hægt sé að nota sem bezt náttúruauð- æfi fylkisins, hefir stjórn mín á- kveðið að láta rannsaka nákvæm- lega þá vatnsorku, sem er að finna innan fylkisins, svo hægt sé að nota hana, nær sem á henni þarf að halda, fylkinu til hagsmuna. Stjórn mín skilur fyllilega, hve afar nauðsynlegt það er, að styðja að því, að heilsufar almennings sé í sem beztu lagi, og vill draga úr þeim mikla óhug og óþægindum, sem af veikindum leiða, og draga úr þeim sívaxandi kostnaði, sem fylkið hefir í sambandi við þau. Stjórn mín leggur því fyrir yður þau ráð, sem henni hefir hug- kvæmst 5 þessu sambandi, sem eru meðal annars í því fólgin, að færa öll heilbrigðismál fylkisins undir eina, sérstaka heilbrigðismála- stjórnardeild. Stjórn mín tók sinn þátt í fundi þeim, sem sambandsstjórnin og fylkisstjórnirnar héldu í Ottawa í síðastliðnum mánuði, og sem sam- bandstjórnin hafði boðað til. Ýms landsmál voru þar tekin til yfirvegunar og fram úr þeim ráð- ið, eins og fundarmenn töldu vit- urlegast, og er vonað, að af hon- um leiði margt gott og hann hafi orðið til þess, að koma á meira samræmi .innan fylkjasambands- ins. Þetta tækifæri var tekið af full- trúum stjórnar minnar, til að Til kaupenda Lögbergs. Kaupendur Lögbergs eru hér með vinsamlega beðnir að virða það á betri veg, þótt að eias komi út fjórar blaðsiður að þessu sinni. I»ví til uppbótar, verður blaðið næstu viku, að minsta kosti sextán blaðsíður, og vandað eftir föngum. Óumflýjanlegar ástæður leiddu til þess, að ekki var unt að gefa blaðið út í fullri stærð, yfirstand- andi viku.. endurnýja þær kröfur, sem hún hefir áður gert á hendur sam- bandsstjórninni, að hún afhendi fylkinu þau náttúru auðæfi þess, sem hún ræður enn yfir, og var þar farið fram á að það, sem þar ber á milli, verði lagt fyrir gerð- ardóm. Fylkisreikningarnir verða lagð- ir fyrir yður snemma á þessu þingi. Af þeim munuð þér sjá, að útgjöldum fyrir f járhagsárið, sem endaði 30. apríl 1927, hefir verið haldið innan þeirra takmarka, sem síðasta þing gerði ráð fyrir, og sömuleiðis að þau eru minni held- ur en tekjurnar í raun og veru hafa verið. Áætlun hefir verið gerð um tekjur og útgjöld fylkisins, fyrir árið sem endar 30. apríl 1929, og hefir þar verið gætt allrar spar- semi, án þess þó að útgjöldin séu um of takmörkaði til að fullnægj þörfum fylkisbúa. Eg yfirgef yður nú við skyldu- störf yðar, og fulltreysti því, að þér bregðist í engu því trausti, sem tfl yðar er borið, og að þér leysið hin þýðingarmiklu störf yðar þannig af hendi, að þau beri sem heillavænlegastan árangur fyrir íbúa 'þessa fylkis. Guð blessi yður og leiðlbeini yður við verk yðar.” Þingið mætti aftur á mánudags- kveldið, en í þetta sinn getum vér ekki skýrt frá því, sem þá gerð- ist eða hefir gerst síðan. Frá íslandi. Aðffaranótt hins 6. nóvember s. 1. andaðist að heimili sínu á Seyð- isfirði, Kristján Kristjánsson hér- aðslæknir, 57 ára að aldri, hið mesta prúðmenni og drengur góð- ur. Hann var söngvinn mjög, og samdi nokkur sönglög, svo sem lagið “Yfir kaldan eyðisand.” Stefán Einarsson, cand. mag., frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, hefir nýlega varið doktors ritgerð í norrænu við háskólann í Osló. Er hinn nýi doktor ráðinn háskóla- kennari í norrænu við háskólann í Baltimore í Bandaríkjunum. Er gott til þess að vita, að Islending- ar hafa það hlutverk með höndum í háskólum stórþjóðanna.—Hænir. Merkt rjúpa. — ólafur Hvann- dal, prentmyndamasmiður, kom í gær til Morgunbl. með rjúpu eina, serrt skotin var fyrir viku að Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi. Var alúminíumhringur á hægra fæti rjúpunnnar og á hann letr- að: “K—P. Skovgaard, Viborg, Danmark. 8009.” — Morgbl. hefir spurt þá Bjarna Sæmundsson og Guðmund G. Bárðarson að því, hvort þeir vissu um menn hér, er merkt höfðu fugla. Vissu þeir ekki til þess, að þetta væri komið á enn þá, en að hefir komið til orða, að félag fuglafræðinga í Danmörku fengi menn til þess hér að merkja fugla, til þess að fá vitneskju um ferðir þeirra. Fróðlegt væri að vita, hvaðan merki þetta er upprunnið. Þvl ekki geta menn gert sér í hugar- lund, að rjúpa þessi hafi komið alla leið sunnan af Jótlandsheið- um, þó staðarnafnið á merkinu bendi þangað.—Mbl. 15. september í sumar áttu gull- brúðkaupsdag tvenn hjón vestur í dölum, þau ólafur Finnsson og Guðrún Tómarsdóttir á Fellsenda, og Jón Klemensson -og Guðrún Finnsdóttir í Neðri-Hundadal. Þau eru systkini ólafur á Fells- enda og Guðrún kona Jóns Klem- enssonar.'—Vísir. Eins og kunnugt er, hefir ólög- legu og upptæku áfengi verið kom- ið fyrir til geymslu í Hegningar - húsinu. Nýlega fól dómsmálaráð- herrann þeim Felix Guðmundssyni og Pétri Zóphóníassvni að rannsaka birgðirnar. Elstu birgðirnar þarna eru að sögn io—15 ára gamlar. Hafa birgðirnar aldrei veriÖ rann- sakaðar fyr. —Tíminn. Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar. Stefán Kristjánsson (Christie) Þegar við lesum sögu mannanna, göngum við úr skugga um það, að margir,— ótal margir— mestu og beztu afreksmenn og afkastamenn á öllum sviðum lífsins, eru menn sem hafa verið fæddir og uppald- ir í fátækt og allsleysi, menn sem í fyrsta og öðrum þætti í leik lífsins hafa þurft að berjast upp á líf og dauða fyrir tilveru sinni. öðru megin var allsleysi, jafnvel hið bitrasta hungur, en hinu meg- in tækifærin ónotuð og óþrjót- andi, sem seiddu huga manns til áræðis og atorku. Hinu megin við fjallið háa og geigvænlega eru tækifærin og sigurvonin, 0g yfir fjallið þarf að komast, ef að hug- sjónirnar eiga að komast í fram- kvæmd. Allir hugsjónamenn, allir af- reksmenn eru fjaíllgöngumenn, oeir þurfa að klífa brattann, ef óeir ætla að ná fyrirheitna land- inu. Þeir þurfa oft og einatt að bera þungar byrðar, sem þeir ná- lega örmagnast undir, eins og Liv- ingstone á ferðum sínum um Afr- íku, áður en takmarkinu er náð. En einkenni þeirra manna er ávalt óað, að gefast aldrei upp. Man eg ávalt eftir vísu einni, sem eg lærði óegar eg var drengur, og sem hljóðar svona: “Never give up, ’tis the secret of glory, Nothing so wise can philosophy preach. Look at the lives that are famous in story, Never give up, is the lesson they teach.” Er þessi skáldskapur í samræmi við þetta stef Þorst. Erlingssonar: “Sá, sem hræðist fjallið, og ein- att aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinu megin býr. En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðar. myndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tind'inn.” Þessi framsóknarþrá var í blóði frumherjanna, þrá til þess að sjá hvað hinu megin við fjallið byggi, og fjölda margir fundu brúðar- myndina, sem stóð þeim uppmál- uð fyrir hugskotssjónum; og allir ’eir, sem höfðu áræði og þrek til þess að klifa fjállið, fundu gæð- in, sem þeir voru að leita að. — Undralandið í vestrinu breiddi faðminn og breiðir faðminn á móti þeim, sem vilja sýna dugnað og atorku og ráðlag. Og nú er eg kominn að manni þeim, sem eg hafði i huga, er eg skrifaði þenna formála, manni, sem bar ægis- hjálm yfir flestalla í búnaðarsögu Argyle-bygðar, og óhætt að segja í búnaðarsögu Vestur-fslendinga; manninn, sem sýndi og sanaði, ásamt öð'rum fleiri, enn betur en flestir aðrir, hvilíkt kostaland hið nýja fósturland var öllum þeim, sem vildu sýna dáð. Maðurinn er Stefán Kristjáns- son (Stephen Christie), einn af frumbyggjum Argyle-bygðarinn- ar, þó ekki með þeim allra fyrstu. Stefán var borinn í þenna heim út við kaldar strendur íshafsins; í Skagafirði á íslandi sá hann fyrst ljós þessa heims. Hann kom með móður sinni bláfátækri til Canada, þegar hann var 11 ára gamall, og systur, sem var litlu yngri, og fluttu þau til Nýja ís- lands og dvöldu þar í nokkur ár. Það var árið 1876, þegar að fjöldi af íslendingum komu að heiman, sem þau komu til Nýja íslands. Árin í Nýja fslandi voru erfið- ir tímar, efnaleysi algjört og tæki- færi lítil fyrir móðurina að bjarg- ast með börnin tvö. Snertir það viðkvæma strengi í sálu hans, er hann minnist þeirrar tíðar. — Frá Nýja Íslandi bar straumur timans þau til High Bluff í Manitoba, og þar staðnæmdust þau um stund; þar var einnig lifsbaráttan hörð, en þar fékk Stefán nokkra reynslu í lífsskólanum. Þá var hann far- inn að stálpast, og leið ekki á löngu, að hann færi að bjarga sér vel. Fékk hann þarna undirstöðu þekkingu á hérlendum vinnubrögð- um, og búnaðaraðferðum yfirleitt. Hugur fjölda| íslendinga í þá daga stefndi til Argyle, 0g hinn litli hópur íslendingá við High Bluff tók sig allur upp og flutti til Argyle—Stefán kom til Argyle 1883, þá að eins 18 ára gamall; öll hin betri heimilisréttarlðnd voru þá upptekin; gat hann fljótt fest kaup í ágætis bújörð, og náði einnig í heimilisréttarland. Og unglingurinn efnalausi komst brátt í beztu bænda röð og skaut flestum, bæði íslendingum og hér- lendum, aftur fyrir sig í búskap- arrekstrinum. ' Voru margar or- sakir til þess; llandkostir góðir og árferði gott; áttu allir frum- herjarnir þeirri gæfu að fagna jafnt. En Stefán átti gullvæga eiginleika, sem margir aðrir áttu ekki. Hann var dugnaðarmaður, frábærlega hagsýnn við öll vinnu- brögð, og í öllum viðskiftum spar- neytinn og laus við allan fánýtan hégómaskap, og kastaði ekki á glæður arði erfiðis síns án fyrir- hyggju. Hann var um fram alt ráðvandur; það var hornsteinn gæfu hans, hann flekaði engan eða féfletti, og lét engan féfletta sig. Stefán þekti erfiðleika frum- byggjalífsins í þremum bygðarlög um, og það hafði kent honum að meta afl þeirra hluta sem gera skal að verðleikum, kent honum að nota líðandi stund og vinna. — Þrátt fyrir góð efni og kringum- stæður á seinni árum, vann hann með mönnum sínum og dró ekki af sér. Hann taldi það heilrigða lifsreglu, að vinna og draga ekki af. Það var svo inngróið í eðli hans, iðjusemin og framkvæmdir. Stefán bætti við sig jörðum smátt og smátt og færði út kvíarnar; luasafé hans jókst einnig að sömu hlutföllum. Hann tók þá stefnu strax í æsku, að stóla sem minst á annara fé, og hjálpast áfram sem kostur var, án þess að skulda. Á skuldabraski hafði hann ekki neinar mætur, og áleit hann það óheilbrigt fyrirkontnJag, enda hef- ir það fyrirkomulag mörgum á kaldan klaka komið, þótt sína kosti hafi það auðvitað. — Stefán bygði sér vandað hús snemma á tíð; var heimi’li hans eitt hið myndarlegasta í bygðinni. Á Iandr areign sinni hafði hann ógryimi af kvikfénaði, og var sem tvö liöfuð væri á hverju kvikindi, eins og hjá mörgum stórbændum á ís- landi á söguöldinni. — Alls eign- aðist Stefán 9% jörð, eðá 1,520 ekrur af kostalandi, sem alt var akuryrkju og heyskaparland, mest akuryrkjuland. Jbagði hann alla alúð við að rækta landið sem bezt, enda bar það honum ávalt góðan arð, eða ávöxt; uppskera brást sjaldan hjá Stefáni, þótt lélegt væri sumstaðar í kring. Sannað- ist á honum orðtakið: “veldur hver á heldur.” Stefán var yfirlætislaus maðúr í alla staði, og hélt sér ekki fram tii mannvirðinga. Hann hafði þó meiri hæfileika en margir, sem opinberar stöður skipa, því hann var prýðisvel skýr og úrræðagóð- ur. Hann var hinn mesti mynd- armaður í sjón, hvatlegur á velli og í alla staði hafði hann hið drengilegasta yfirbragð; svipur- inn var hreinn og viðkunnanleg- ur; hann var bjartur á hár og að yfirlitum, ennið hátt og höfðing- legt, og í framkomu allri var hann viðmótsþýður, og ávalt með sama sinni. — Á seinni árum keypti hann sér vandað heimili í Glen- boro, er börnin fóru að komast á legg, til þess að geta betur notið skóla mentunar( fyrir þau. Árið 1892 giftist Stefán Matt- hildi Halldórsdóttur Magriússon- ar, ættaðri úr Snæfellsnessýslu á fslandi. Var hún mesta fríðleiks- kona og gáfukona, og í alla staði hin bezta kona, húsfreyja og móð- ir. — Stefán féll frá snögglega 1920, varð fyrir slysi; var að eins 55 ára, en hafði unnið meira og stærra verk en flestir af frum- herjum á jafn stuttum tíma. — Er hann féll frá, var hann óefað efnaðasti ísendingur í Argyle- bygð. Hafði hann þó styrkt vel félagsmál og safnaðarmál, og haft kostnaðarsamt og umfangsmikið heimili. Þau hjón höfðu eignast 11 börn væn, og eru enn enn 10 á lífi; hefir ekkjan ásamt börn- unum, haldið búinu óskertu; hef- ir bræðralagið hjá systkinum og móður verið til sannrar fyrir- myndar, öll þau ár sem síðan eru liðin, og búið hefir blómgast og dafnað. Systkinin eru öll fyrir- myndar börn að siðprýði og mann- göfgi, og hafa verið sérlega lagin í því að halda á lofti merkinu, sem faðirinn afhenti þeim að loknu dagsverki. Stefáns Kristjánssonar verður lengi minst, hans dæmi er eitt af framh. á 2. bls.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.