Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 3
LööBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMIBER, 1927 Bls. 3. Fréttabrél frá Islandi. Borgarfirði, um veturnætur 1927. (Framh.) Þorsteinn' Pétursson, bóndi á Miðfossum, dó 3. marz s.l. Hann var 63 ára gamall, sonur Péturs Þorsteinssonar bónda á Grund í Skorradal. Var hann rfðja í röð- inni af tíu börnum þeirra Grund- arhjóna, er til aldurs komust. Eru hin öll á lífi. Þorsteinn var í röð allra fremstu bænda, búhöldur ágætur, glæsimenni í sjón, vin- sæll og mörgum góðum kostum 'búinn. Hann dó úr hjartab'ilun. Kona hans var Kristín Kristjáns- dóttir, frá Akra á Akranesi. Er liún á lífi. Fjögur börn þeirra hjóna lifa. Eru þau þessi: Elísa- Ket, kona Kristjáns Guðmundsson- ar á Indíiðastöðum í Skorradal; Pétur, bóndi á Miðfossum, Kristj- án og Þorgeir, ógiftir. Snemma í apríl dó Jón Guð- Tnundsson, fyrrum bóndi á Reykj- um í Lundareykjadal og víðar. Hann dó úr hjartaslagi. Hann var greindur vel og víkingur til verka, drengur góður, en nokkuð réikull í ráðum. Meðal sona hans er Guðmundur bóndi á Hvítár- bakka, tengdasonur séra Magn- úsar Andréssonar, sem var á Gils- bakka; einnig er Jóhann sonur hans, sem er skipstjóri á varð- skipinu Þór. f apríl dó Sigurbjörn bóndi í Hrísum í Flókadal, sjötugur að aldri. Yar hann Árnesingur að kyni, en fluttist þaðan að Reyk- holti, er séra Guðmundur Helga- son fékk það brauð 1885. Sigur- björn var vandaður maður, en eng- inn brautryðjandi í framförum og íifði í kyrð við lítil efni. Meðal barna hans er Björn bóndi í Hrís- Um. í júní dó Stefán Jónasson bóndi á Skipanesi í Leirársveit. Hann var sonur Jónasar bónda á Bjart- eyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Stefán var á bezta aldri, smiður góður og dugnaðar bóndi. Hafði hann breytt á býli sínu til mikilla bóta, bæði með sléttun, girðingum og snotru íbúðarhúsi. Kona hans var Guðríður dóttir Jóhanns Torfasonar, sem bjó á Indriða- stöðum í Skorradal, en er nú dáinn fyrir nokkrum árum. Þórdís Þorbjarnardóttir, í Neðra- nesi, dó Ljúlí. Hún var 82 ára gömul. Var hún dóttir Þorbjarn- ar h'ins ríka á Helgavatni í Þver- árhlíð. Lifði hún lengst þeirra systkina. Börn hennar eru: Þor- steinn bóndi á Hamri í þverár- hlíð; Margrét, kona ólafs bónda á Sámstöðum í Hvítársíðu; Hall- dóra, ekkja eftir Jóhann Björns- Bon frá Svarfköti, hreppstjóra á Akranesi; Þorbjörn bóndi í Neðra- nesi; Ragnh'ildur kona Jóns Sig- mundssonar gullsmiðs í Reykja- vík; Sigríður, saumakona, ógift; Sigurður, bóndi á Brúarreykjum, og Eirikur, bóndi í Gerðinu í Garði. Þórdís var myndarleg bú- kona, og sama er um börn henn- ar, að þau eru vel gefin og búsæl. Ragnheiður Nikulásdóttir, frá Hallkellsstöðum dó í Reykjavík í sumar. Var nýkomin þangað til Níkolínu dóttur sinnar, Ragnheið- ur var síðari kona Odds Bjarna- sonar bónda á Brennustöðum í Flókadal. Var hún greind kona og glaðlynd, en hafði við mikinn he'ilsubrest að stríða síðustu æfi- árin. Hún var um áttrætt. Börn hennar og Odds eru Nikólína, gift kona í Reykjavík, og Sveinbjörn, giftur bóndi á Akranesi. Ólöf Grímsdóttir í Barði í Reyk- holtsdal dó um miðsumarleyti. Hún var kona Lárusar Jónssonar frá Ferstiklu, ögmundssonar. Systur ólafar voru Jódís og Krist- in á Norðurreykjum, báðar dánar. Bróðir þeirra Jón fór til Ame- ríku^ Ingibjörg Skúladóttir, kona Run- ólfs bónda í Norðtungu, dó eftir uppskurð í Reykjavík 15. sept. Hún mátti teljast í bióma lífsins, fædd 2. apríl 1885. Var hún skag- firzk að uppruna, kom að Norð- tungu 22 ára. Var hún fríð sýn- um og háttprúð. Var heimili þeirra hjóna við brugðið fyrir þrifnað og reglusemi. Sótti þang- að mikill fjöldi Reykvíkinga, er tófeu sér þar sumarhvíld og dvöldu þar vikum saman. Mátti það reiknast héraðinu til sæmdar, að eiga slíkt heimili. Norðtunga stendur á norðurbakka hinnar veiðisælu Þverár, sem brýzt fram sléttar eyrar meðfram eggsléttu túninu, en skóglendi mikið til austurs og norðurs að líta. Er það veiðisæld og fagurt landslag, ásamt hinu prýðilega lieimili, sem dregur þangað h'ina mörgu sum- argesti. — Jarðarför Ingibjargar var hin veglegasta. Reið þangað fólfe úr öllum nærliggjandi sveit- um. Auk þess fluttu bílar fólk frá Reykjavík og Borgarnesi. Var þar við statt á þriðja hundrað manns. — Runólfur er enn þá unglegur og fyrirmannlegur; er hann nú orðinn 65 ára gamall. Er honum m'issirinn þungbær að von- um, því konan var hin ástúðleg- asta öllum, sem henni kyntust. Elzti bóndi héraðsins, Björn á Bæ, lézt 14. okt. Hann kendi heilsubilunar í vor og gat engum verkum sint í sumar, en var þó á ferli fram um réttir, en úr því lagðist hann með miklum þjáning- um. Sjúkleiki hans var hjartabil- un, en þar við bættist að líkind- um krabbamein í maga. Björn var þjóðkunnur bóndi, sakir atorku og búnaðar framfara og munu allir játa, að hann hafi verið mjög vel gefinn, bæði að andlegu og líkam- legu atgerfi. Bjó hann lengi við stór efni, en sem margra orsaka vegna gengu til rýmunar hin síð- ustu ár, er hið mikla vinnuþrek hans fór að bila. Búi stjórnaði hann í full sextíu ár. Faðir hans, Þorsteinn Jakobson á Húsafell'i, dó 1868; tók hann þá við bústjórn með móður sinni þar til hann gift- ist 1875. Voru þau hjón því búin að vera saman i 52 og hálft ár. Björn var fæddur í ágúst 1848. Það er nú ekki lítið skarð' 1 ykk- ar forna kunningjahóp, sem orð- ið er víð þau manrilát, sem hér eru talin. Getur þó eitthvað ver- ið óskráð, þótt hér séu flest talin. Og þess minnist eg nú, að fyrir fáum dögum fylgdi eg til grafar að Reykholti, Ólafíu Jóhannes- dóttur, móðursystur Jóhannesar Erlendssonar bónda á Sturlureykj- um. Hún dvaldi frá ungdómsár- um, um fjörutíu ár, í Kaupmanna- höfn. Fyr'ir ári síðan greip hana mikil heimþrá og flutti hún þá heim til ættlandsins. Kom hún kynnisför til frænda síns í sum- ar, var þá orðin nokkuð heilsubil- uð, en lagðlst þá í mænusjúkdómi, sem dró hana til d'auða. Dagur- inn, er hún var jörðuð, var blíð- ur og bjartur, eins og flestir dag- ar hafa verið frá því í vor og alt til þessa. Reykholtskirkja ljóm- aði öll í hinu gullna skini lækk- andi haustsólarinnar, er stafaði geislum sínum á suðurglugga kirkjunnar. trr kirkjunni horfði eg hugfanginn yfir syðri hluta kirkjugarð’sins, þar sem foreldrar okkar, frændur og vinir hvíla grafnir. Kom mér þá í hug hið inikla sannleiksgildi sem felst í þessu erindi eftir stórskáldið ykkar Vestmanna, Stephan G. Stephansson: “Svo tínumst vér allir úr lesta- ferð lífs Og látum ei eftir oss stig eða spor. Það sézt kannske í íslenzkum, ógrónum reit, Einn áratug, steing'leymdur legstaður vor. öem tjaldstæði autt, eða inn- fallin hlóð, Á útbrunnin kol, þar sem lifs- arninn stóð.” Mér finst að það myndi verða mitt fyrsta verk að heilsa upp á grafreit feðra minna, ef eg heim- sækti föðurlandið eftir langa dvöl á fjarlægum'slóðum, og þó eg ætti ekki kost á því, að lúta þakklátu höfði við leiði feðra minna, þætti mér betra en ekki, að sjá þeirra minst . Eg veitti því eftirtekt og þótti það næsta merkilegt, hve margir Vestur-íslendingar áttu feður og mæður, afa og ömmur undir leið- um í þessum eina kirkjugarði. Á sumum þeim leiðum eru minnis- merki, en hin eru fleiri, sem eg kynni ekki að þekkja. Þess vil eg geta, að þessi stóri grafreitur er vel vel girtur, með steinsteypu- vegg á vesturhlið og járngrind í sáluhliði, en torfveggjum vel hlöðnum á þrjá vegu. — Við suð- urvegg í austurhorni er leiði Kol- beins Árnasonar á Hofstöðura, hrepstjóra Hálssveitunga. Járn- kross er á leiðinu. Kolbeinn dó 1862. Hann var sonur Árna Þor- leifssonar í Kalmanstungu, hn bróðir Jóns stúdents á Leirá. — Rannveig, kona Þórðar Þorsteins- sonar á Leirá, var dóttir Kol- beins. — Flestir þeirra niðjar vestan hafs. — Kolbeinn var fjáð- ur bóndi og sæmdar maður. Sat hann eitt sinn á alþingi. Nafn- kendastur niðja hans hér á landi mun vera Benedikt Blöndal, kenn- ari við Eiðaskóla. Yfir Jóni Þorvaldssyni frá Deildartungu og konu hans Helgu Hákonardóttur, er rauður steinn frá Húsafelli, höggvinn með mik- illi list af Jakob Snorrasyni. Son- ur Jóns Þorvaldsonar var Jón, móðurfaðir Árna Eggertsonar, Páls Reykdals, og margir fleiri vestan hafs, af niðjum hans. — Á fjölda mörgum bæjum í efri hluta Borgarfjarðarsýslu, eru af- komendur Jóns Þorvaldssonar, og nokkuð víða er alt fólk á heimil- unum frá honum komið. Var hann sæmdur Viddarakrossi og heyrði eg sagt, að sá heiður hefði honum verið veittur að nokkru leyti fyr- ir það, hve mikla ráðvendni hann sýndi í því að skila fépyngju, er hann fann í mjölhálftunnu er hann keypti af dönskum kaup- roanni. Var það á ófriðartímum og getið til, að flóttamaður hefði fólgið féð. Gekk Jón þar feti framar í ráðvendni, en Sigurður Breiðfjörð kennir í stökum þess- um: “Gull ef finri eg götu á, sem gæfan fyrir mig lagði, gálaus því ef gengi’ eg hjá, getið þið hælt því bragði. Nei, eg hirði fé, ef finn” o.s.frv. Yfir Jóni Kriistjánssyni hrepp- stjóra á Kjarvarstöður, d. 1860, er rauður steinn frá Húsafelli, höggvinn af Þorsteini Jakobsyni. Kona Jóns var Katrín Einarsdótt- ir frá Kalmanstungu. Var hún alsystir Magnúsar á Hrafnabjörg- um, orðlögð fríðleikskona. Fjöldi niðja þeirra er vestan hafs. Son- ur þeirra var Árni, faðir Páls Reykdals, og dætur þeirra voru Guðrún kona Steingríms frá Kópareykjum; Sigríður, kona Þor- leifs Gunnarssonar frá Kjalvarar- stöðum, og Steinunn, kona Árna Jónssonar frá Kirkjubóli í Hvít- ársíðu. Sonarsonur Jóns Kristj- ánssonar er Halldór Þórólfsson, hinn nafnkunni söngmaður vestra. Alt þetta fólk flutti vestur um haf, og margt fleira af niðjum þeirra hjóna. Yfir Páli Jónasyni frá Norður- reykjum, er grár steinn, höggvinn af Gísla Jakobssyni á Augastöð- um. Synir Páls er þeir bræður, Hjörtur maður Kristínar Þorst.- dóttur frá Húsafelli, og Jónas hljómleikari, tengdasonur Bald- vins fyrrum ritstjóra. Páll var lipurmenni, hestamaður orðlagð- ur og skrifari með list. Yfir Jóni Pálssyni frá Breiða- bólsstöðum, d. 1879, er rauður steinn, höggvinn af Gísla Jakobs- syni. Þrú af börnum hans fóru vestur um haf, Jakob, Kristín og Sigríður. Eiga þau þar afkom- endur. Yfir Þorsteini Árnasyni frá Hofsstöðum, d. 1912, er minnis- varði, höggvinn úr grásteini með gyltu letri. Hefir Árni sonur Þorsteins keypt hann og sett hann á leiðið. Þorste'inn var bróður- sonur Kristínar á Kjalvararstöð- um, sem nefnd er hér að framan. Var hann mikill atgjörvismaður, stór og karlmannlegur, gáfaðUr vel og smiður góður. Af börnum hans hafa fluzt vestur um haf Björn og Þuríður. Eiga þau bæði afkomendur. Yfir séra Jóni Þorvarðssyrii og Guðríði Skaftadóttur konu hans eru járngrindur um leiðin. Fátt veit eg um niðja þeirra vestan hafs, utan Jón Gunnarsson frá Lóni í Skagafirði. Guðný móðir Jóns, er dóttir þeirra Reýkholts- hjóna. Að öllum þessum minnisvörðum hefir nú verið hlynt þar sem þess hefir gerst þörf, með því að hlaða leiðin og lyfta steinunum úr grasi. Eru slík minnismerki, meðan á þau verður lesið, örlítið brot af sögu sóknarinnar.— Eg hefi rent huga yfir alla garfreiti héraðsins og hvila hvergi á einum stað eins margir forfeður ykkar, sem í Reykholti. En fæst leiði þekkjast eftir nokkur áratugi, þar sem ekkert minnismerki er. — Ekki minnist eg þess, að neitt minnis- merki sé á Ieiði Gríms bónda Steinólfssonar á Grímsstöðum og Guðrúnar Þórðardóttur konu hans. Frá honum eru nú komnar fjölmennar ættir vestan hafs og ýmsir stórmerkir menn, svo sem Guðmundur S. Grímsson lögfræð- ingur og Hjörtur Þórðarson raf- magnsfræðingur. Grímur mun hafa dáið 1892, en Guðrún kona hans dó á Kópareykjum, hjá Stein- grími syni sínum, 1876. Var eg viðstaddur, er líkkista hennar var smíðuð af þjóðlhagasmiðnum Gísla Böðvarsyni, sem var bróðir móður Árna Eggertssonar. Hafði eg orð á því við Gísla, hve kist- an væri stutt, en hann sagði mér, að þessi gamla prestsdóttir og merkiskona, ! hefði Verið orðjn 'krept af elli, gigt og lúa. Þetta eitt man eg um hina gömlu ömmu þessara nafnkendu mikilmenna. Þessi upptalning er næstum ó- tæmandi, svo margra minnist eg enn í þessu sambandi; flestir vita nöfn sinna nánustu, feðra jafnt sem frænda, hverf eg því hér frá hálfnuðum tölum. Ártöl þau, sem hér eru sett, eru að eins tekin eft- ir minni. Bið eg þv íafsökunar, ef eg hermi þar eitthvað skakt. Sögu íslendinga í N.-Dakota eft- ir Thórstínu S. Jackson, er eg nú að byrja að lesa. Á hinn atorku- sami höfundur bókarinnar miklar þakkir fyrir það stórvirki. Hefi = 3 = \ Hátíðaóskir til allra íslenzkra viðskiftavina Rumford Laundry Phone: 86 311 saiiiiiimii Framh. á 7. bls. The Go McLeam Co. Ltd Matvöru Heildsalar. WINNIPEG, MAN. Ráðvendni, greiða afgreiðslu og sanngirni, mega allir reiða sig á af vorri hendi. — Vér njótum góðs trausts kaupmanna í Vestur- Canada, því vér fylgjum vorum eigin reglum. <HKHKH9<H9<HKH9<H9<H9<H9<H9<H9<H9<H9<H9<H9<H9<H9 : f t f f# f f f ♦;♦ Butter Nut þykir öllum bézta BRAUDID Fyrst er efnið. Nafnið kemur á eftir. Hundruð af vögnum þarf til að afgreiða þá, sem fellur Butter-Nut Brauðið. t t Það eru fleiri, sem nota það, heldur en nokkra1 aðra tegund. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því. Það er enn betra efni og enn betri .bökun, sem veldur því, að Butter-Nut er talið “brauða bezt. ’ ’ |Alt efni, sem fer í Butter-Nut, er einmitt það efni, sem þér vilduð sjálfar gera brauð úr, ef vér gerð um það ekki fyrir yður. Gtóð mjólk, hvítur, malaður sykur, hreint ger, bezta hveitið, sem til er — Maple Leaf hveiti — og fínasta borðsalt. Og svo eru brauðin betur bökuð heldur en flestar húsmæður geta gert. Biðjið Canada Bread mann, sem flytur brauð til nágrannans, og að skilja eftir brauð hjá yður. Ef þér viljið heldur, Símið 30 017 eða 33 604 * Canada Bread Company LIMITED ^ ** Eigendur eru 1,873 Canadamenn. A. A. RILEY, ráðsmaður Winnipeg óskar öllum sínum íslenzku vinum Gleðilegra Jóla og Farsœls Nýárs. ^^^^^❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖^ ❖ ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖ f V I I ❖ 1 GLEÐILEG JÓL! f ■ 1 ❖ 1 Til allra vorra mörgu við- § f ■ ■ V | skiftavina. | V 1 I ❖ ■mvfliiinBpmwiEB * 4 ❖ IIIIHIIIHIIIIMIIIKIIKIilMIIHIIIiaillllH'IHIIIHIIIHllilHili ■ I FARSiÆLT NÝÁR! | 1 Til allra vorra mörgu við- 1 1 skiftavina. I i:iiB:;ilB:||IBIIIIH!:!IBIIIIH::!ailliailIIBIIiailHBIIIIHIlH!iH f i Royal Shield Brand ot Goods Hefir eitt ár enn reynst viðskiftavinum vorum áreiðanlegt og óyggjandi Vörur vorar segja bezt til sín sjálfar. f f i f' f i f. f ♦:♦ KAUPMENN! Þér getið ekki átt á hættu að gera tilraunir með vörutegundir. Hví ekki að höndla vöru, sem reynsla er fengin fyrir og alþekt er? i ■ Þér Þurfið Ekki að Tapa Viðskiftamönnum, Ef Þér Seljið Vörur Með Royal Shield Vörumerkinu Skrifið eftir Verðskrá Vér kaupum fyrir haœta verð: Egg, Smjör, Furs, Húðir og alla aðra framleiðslu bóndans. Sendid Pantanir Ydar í Dag! Vér höfum allar matvörutegundir, sem vér getum tafarlaust sent yður. Vér höfum átta vöruhús, sendið pantanir í það sem næst yður er. « Campbell Bros. &WilsonLtd. WINNIPEG I z Campbell, Wilson & Strathdee, Ltd. . . . Regina CampbeU, Wilson & Strathdee, Ltd..... Swift Current. Campbell, Wilson& Horne, Ltd., CampbeU, Wilson & Miller, Ltd.....Saskatoon Campbell, Wilson & Horne, Ltd.....Red Deer Calgary, Lethbridge, Edmonton ♦♦♦ ♦:♦ f f f l X f i f f f ♦*♦

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.