Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LöGiBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Friðarhátíðin mesta. Þeim fer nú óðum fækkandi dögunum, þar til hringd verður inn friðarhátíðin mesta á vorri jórð, jólahátíðin sjálf, — hátíðin, er allir menn, ungir jafnt sem aldnir, hlakka til, þeir er eigi í brjósti bera harðlæst hjarta. Jól kristinna manna, eru fyrst og síðast há- tíð friðarins, því þau eru grundvölluð á kær- leiks- og friðar-erindi jólabarnsins, meistarans mikla frá Nazaret. Um þessar mundir, rifjast upp í huga vor- um, atburður einn frá unglingsárunum, á öræf- um Austurlands. Vér höfðum verið sendir með bréf, all-langa bæjarleið, rétt fyrir jólin, náðum til áfangastaðar síðla dags á Þorláks- messu, og þáðum þar gistingu. Allir voru í óða önn, að búa sig undir hátíðina, hreinsa og prýða heimílið eftir föngum. A bæ þessum átti vist háöldruð kona, niðursetningur að oss minnir, er uppi stóð einmana í lífinu og átti víst lítið eftir, annað en að kveðja. Hnypraði hún sig uppi í rúmi, með prjónana sína, og raulaði vísur fvrir munni sér. Sóknarpresturinn var stadd- ur á bænum þetta kveld, ungur og dásamlega vel hugsandi maður. Verður honum reikað um baðstofuna, unz hann kemur að rúmi gömlu konunnar. Heilsar hann henni undur þýðlega, og segir um leið: “En hvað það er dimt í kring um þig, öuðrún mín”, því svo hét konan. Eft- ir stutt samtal, gengur prestur út, klifrar upp á bæjarvegginn og tekur ofan af glugganum yfir rúmi hinnar háöldruðu konu. Glugganum hennar hafði einhvem veginn verið gleymt, þegar tekið var af hinum um morguninn. Nú var orðið heiðskírt og stjörnubjart. Það var engu líkara, en að stjörnur og tungl, hefðu bundist um það samtökum, að bæta gömlu kon- unni ljósmissinn, því dýrlegur bjarmi speglað- ist þegar um ásjónu hennar og yngdi hvem ein- asta andlitsdrátt. “Jólin eru að koma, Guðrún mín,” sagði prestur, og “þá verður bjart í kring um alla, — dýrlegur dagur um alt loft.” Það var hjartalag meistarans frá Nazaret, endurspeglað í sál prestsins, er sendi hann um- svifalaust út í kuldann, til þess að taka ofan af glugganum yfir rúmi konunnar gömlu. Vafalaust verður svipað ástatt fyrir ein- hverjum og gömlu konunni, um jól þau, er nú fara í hönd,—einhver umkomuleysinginn stadd- ur í rökkri. JIví ekki að vaka á verði og taka ofan af glugganum, því um jólin, ljósahátíðina sjálfa, má enginn sitja í myrkri. Kærleiksguðspjall meistarans frá Nazaret, á eilífðarerindi til allra manna, — ekki að eins um jólin, heldur á öllum tímum jafnt. Hin ytri tákn skifta minstu máli, því málsmergurinn sjálfur er í því fólginn, að vera kristinn í hjartanu. Að svo mæltu óskum vér lesendum vorum, sem og öllum íslendingum, hvar í heimi sem er, góðra og gleðilegra jóla. Jólin og Jólin, Eftir séra Bjarna Jónsson, dómkirkjuprest. Bráðum koma jólin. Þau koma inn í verzl- unarbúðirnar, inn á vinnustofumar og heimili, þau gera vart við sig hjá ritstjórum blaðanna. Víðf er um þau talað, og jólanna ríkið er mik- ið. Jólin koma á undan jólunum. Margir starfa svo mikið fyrir jólin, að þeir era orðnir svo þreyttir, þegar jólin, hin sönnu jól, koma, að þeir geta ekki notið hátíðarinnar, eins og skyldi. I Hve oft skyldi þetta litla orð, “jól”, standa í blöðunum áður en jólin komaf Hve oft sést það orð í búðargluggunum ? Þetta orð er í sam- bandi við svo margt. Þaraa er jólasýning og jólasala, þar er hægt að kaupa jólagjafir! Þar er hægt að fá jólatré og jólaljós. Með mörgu móti er talað um jólagleði. - Menn hlakka til jólanna. Það er margt fag- urt og elskulegt í þeirri tilhlökkun. Þá fær heimilisgleðin að njóta sín, og oft er fagurt að sjá, hvernig hjartað þá skipar hendinni, og hvernig hendinni er ljúft að hlýða. Lítum ekki smáum augum á fagrar heimilisvenjur, gleðj- umst yfir innilegu samfélagi ástvina og blíðu barnsins brosi. En gleymum því samt ekki, að það er munur á jólum og jólunum. Það fer oft svo, að jólin loka dyrunum fyrir jólunum. Ilin ytri jól eru svo oft eins og fögur töframær„í nýtízkubún- ingi. En hin sönnu jól líkjast fátæklega klæddri móður, en móðirin kann hina fögru jólalist, að hugga og gleðja. Menn geta dáðst að töfra- , dísinni, en þegar til alvörunnar kemur, leitar barnið til móðurinnar. Látum oss því aldrei nægja hin ytri jól, hve töfrandi sem fegurðin er. Það var ekki rúm í gistihúsinu, fyrir Maríu og Jósef, og þá heldur ekki fyrir barnið, sem fæddist. Enn í dag er dyrunum víða lokað fyrir hinum sönnu jólum. En er þá rúm í hjarta voru? Opnum vér dyr hjartans fyrir hinni sönnu jólagleði: Getum vér látið oss nægja minna en jólin? Getum vér verið án þeirrar gleði, sem heyrist í þessum orðum: Heilög jól höldum í nafni Krists. Eg hefi þekt allmikið til hinna ytri jóla. En þau nægja mér ekki. Aftur veita jólin mér næga gleði, jólin í 2. kap. Lúkasar guðspjalls. Þar eru jólin, sem eg vil bjóða velkomin. Þar er sú jólapréldikun, sem eg vil hlusta á. Það skal enn vera jólagleði mín að hlusta eftir hirfum heilögu hljómum í hinni fyrstu jóla- prédikun. Jólaengillinn prédikar og eg hlusta. Engillinn segir: “Verið óhr(eddir.,> Það er góð kveðja. Eg þarfnast þessarar kveðju. Það er hið mikla sorgarefni, hve margir eru á valdi óttans. En hvaða hjálp er í því fólgin, þó að vér mennirnir segjum: Yerið óhræddir? Hvaða hjálp veitist sjúkum manni, þó að eg segi við hann, að hann þurfi ekki að hræðast? En þegar eg get sannað honum, að hjálpin verði veitt, þá eyðist óttinn. En þetta er einmitt hin mikla jólagleði, að hið himneska ávarp, “verið óhræddir”, er rökstutt. Verið óhræddir, því sjá. Lítið upp, hræddu menn. Þér þurfíð ekki lengur að standa hræddir í dimmunni. Þegar verið er að kveikja á jólatrénu, eru börnin oft látin bíða inni í dimmu herbergi. Svo þegar búíð er að kveikja, er kallað á þau, og úr dimm- unni koma þau inn í ljósadýrðina. Þetta er mynd af því, hvernig jólin eyða óttanum, hvern- ig þah dreifa burt dimmunni úr hjartanu. Guð vill hafa öll börn sín hjá sér, hann vill ekki, að þau séu úti í dimmu og kulda. Þess vegna sendir hann engil með rökstudd skilaboð Engilinn veit, að honum er óhætt að segja: Verið óhræddir. Hann hefir þann boðskap að flytja, sem leyfir honum að tala með myndug- leika. “Eg boða yður mikinn fögnuð.” Þetta eru jólin. Það þarf einmitt mikinn fögnuð til þess að reka burt mikinn ótta. Þess þarf enn. Nú er dimt í heimi. Margir kannast, eins og hirðamir, við erfiði næturvökunnar. Þeir kannast við vald syndar og sorgar, og þeir horfa á margar brotnar perlur. Þess vegna er dimt í hjarta. En nú mætir mikill fögnuður miklum ótta. Nú vermist hjarta mitt. Eg sé ljósin tendruð. En má eg vera inni í gleðisaln- um? Hvað segir engillinn? “Eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum.” Þetta eru jólin. Enginn er undan skilinn, eng- um er gleymt. Hin ytri jól eru ekki handa öllum, gleði þeirra fá ekki allir notið. En hér er mikill fögnuður, sem er ætlaður öllum. Þetta er aðalstign kristindómsins, að hann er handa öllum. Fagnaðarerindi Jesú Krists á þann mátt, að það getur hvorttveggja, molað hinn harða klett og reist við reyrinn brotna. Boð- skapurinn er handa öllum. Enginn á svo mikla gleði, að hann hafi ráð á að fara á mis við hina mestu gleði, og enginn er svo aumlega staddur, að hann þurfi að koma að lokuðum dvrum. Jóla- gleðin er ætluð öllum, hún er ætluð mér, sem þessi orð rita, og þér, sem nú ert að lesa þau. Er þetta mögulegt? Er til svo víðtæk gleði? Skyldi engillinn geta rökstutt þessi orð? Já, hann flytur oss sönnunina. Hann talar ekki út í bláinn, hann sannar sitt mál. Því gð yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.” Þetta eru jólin. Hér er tryggingin. Hér er uppspretta gleðinnar: Frelsarinn er fæddur. Frelsari er hann. Hér er um heilaga sögu að ræða. Svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn, til þess að hann skyldi vera, ekki að eins spámaður og fræðari, heldur frelsari. En hér er einnig um sæla nútið að ræða, því að yður er i dag frelsari fæddur. Þessi boð- skapur tilheyrir deginum í dag, ryr þegar eg get sagt: “Mér er frelsari fæddur”, þá þekki eg jólin frá jólunum, þá þekki eg hann, sem fædd- ist á jólunum. » Förum eftir bendingu engilsins. Göngum að jötunni. Horfum á baraið. Hjá jötunni sjáum vér hina heilögu uppsprettu, og þaðan rennur lífsins fljót, og hver sem af því drekkur, þekkir jólin, finnur kraft þeirrar gleði, sem Jesús veitir. Ðrekkum af' lífsins fljóti. Tökum á mótj boðskapnum: * ‘ Yður er í dag frelsari fæddur. ’ ’ Þetta eru jólin. —Sam. / “Giants in the Earth.’’ Er skáldsaga um líf og lifnaðarháttu Norð- manna í Ameríku, ritin af norskum manni, er dvalið hefir þar langvistum, og þýdd á enska tungu af honum sjálfum, amerísk eða norsk skáldsaga? Spuming þessi, sem í sjálfu sér er þó lítið annað en formsatriði, hefir nýlega sett hinum og þessum ritskoðurum stólinn fyrir dyrnar, er til þess kom að gagnrýna bókina, “Giants in the Earth,” eftir O. E. Rölvaag, er gefin var út síðastliðið vor. Höfundur .bókar þessarar, fluttist frá Nor- egi til Bandaríkjanna, árið 1896, þá á ungum aldri. Hlaut hann í kjörlandi sínu mentun við æðri skóla, hvarf að því loknu til Noregs og stundaði framhaldsnám um hríð í Osló. Er vestur kom á.ný, hlaut Mr. Rölvaag pró- fessorsembætti við St. Olaf’s College, og gegn- ir því fram á þenna dag. Hefir hann samið ýmsar bækur, er hlotið hafa lýðhylli mikla í Noregi. Aðeins hans síðasta bók, sú er hér hefir gerð verið að umtalsefni, hefir komið fyr- ir almennings sjónir í enskri þýðingu. Hefir bókin þegar vakið feikna eftirtekt, og af þeirri ástæðu orðið orsök til spurningar þeirrar, sem getið hefir verið hér að framan. Frá þeim tíma, er “Growth of the Soil”, eft- ir Knut Hamsun, fyrst kom á prent, hefir í bók þá jafnan verið vitnað, sem fullkomnunar mæli- snTÍru á norska skáldsagnagerð. í flestum til- fellum, hefir þetta reynst miður heillavænlegt fyrir þá rithöfunda, af norsku .bergi brotna, er komið hafa fram á.sjónarsviðið á eftir Hamsun. Borið saman við hin ramefldu ritverk hans, hafa bækur flestra hinna horfið athugunarlítið inn í mistrið eða móðuna, þótt sumar hafi ef til vill fengið dálitla bráðabirgðar viðurkenningu. Að því er þessa nýju bók Mr. Rölvaag’s áhrærir, verður samanburðurinn á engan hátt til þess, að draga úr gildi hennar. Þótt sjá megi þess að vísu ærið glögg merki, hve djúp áhrif að Hamsun hefir haft á list hans, þá dylst engum, er með atygli les, hið ágæta efnisval, sem og máttur sá í stíl og frásögn, er gerir hon- um tiltölulega auðvelt með að losa sig undan miður æskilegum áhrifum hins fyrnefnda rit- víkings. Sú er eindregin sannfæring mín, að fram til þessa, hafi sára fáar skáldsögur ritnar verið í Ameríku, er í nokkru verulegu taki fram “Gi- ants in the Earéh”. Sú bók er að minni hvggju, einn voldugasti þátturinn, í leiksýning þeirri hinni megin miklu, er dregur fram á sjónar- sviðið landnám hins nýja heims. Með samúðarríkri glöggskygni, persónugerf- ir Mr. Rölvaag frumbyggjann, er ávalt og á öll- um tímum lýtur lögmáli ættartengslanna við moldina, eða móður jörð. Annað veifið er hún gjöful og góð, en hina stundina óbilgjöra og grimmúðug. Örlætið kemur skýrast fram við bardagamanninn. Hinir sitja á hakanum. Líf- ið og sigurinn, verður eign þeirra máttarmeiri, en ósigurinn og gleymskan hlutskifti hinna, er meiga sín minna. Til hins síðara flokks telst Beret, kona Per Hausa, er með engu móti gat sett sig inn í æfintýri landnemalífsins, né heldur skilið markmið hins ósveigjanlega frumbyggja. 1 hennar augum varð hin dapra og eyðilega Dakota-slétta, veðurbarin og illviðrasöm, ímynd ógna og hörmunga. Framtíðar fyrirheit henn- ar, fékk hún ekki með nokkrum hætti skilið. Frú Beret var, eins og maður hennar komst að orði, ein af þeim mörgu, er aldrei hefðu átt að flytja út, sökum þess að henni hefði ekki með nokkru móti getað skilist, hve óumræðilegan fögnuð að framtíðin oft og iðulega geymir í skauti sínu. Hún hatast við alt og alla, og missir að lokum vitið. Eftir æði langan tíma, nær hún sér að nokkru aftur, en umhverfið sýn- ist henni samt sem áður ljótara og syndum- spiltara, en nokkru sinni fyr. Skapgerð manns hennar, Per Hausa, er nokkuð á annan veg. Honum virðist það með öllu óskiljanlegt, að fólk skuli geta óttast nokkurn skapaðan hlut á traustri jafnsléttunni. Hann er orðinn samgró- inn sléttunni, og hún á hann með húð og hári. örðugleikar frumbýlingsáranna, glíman langa og stranga við ræktun hinnar faðmvíðu sléttu, örfuðu hann og stæltu til drengskapar og dáða. Per Hausa verður úti í snjóbyl. Þegar hann fanst, starði líkið brostnum augum í Vestur. “The Giants in the Earth”, — örðugleikarair og illvíg náttúruöfl, höfðu myndað samsæri til að vinna bug á Per Hausa og slá vopnin úr höndum hans á síðustu stundu. Nú var það um seirian, því Per Hatisa hafði látið eftir sig þrjá mannvænlega sonu, og hét sá yngsti þeirra rétti- lega, Peder Victorious, eða Pétur Sigurvegari. Hin margvíslegu blæbrigði bókar þessarar, er verðskulda lof, sem og skaplýsingar söguhetj- anna, eru fleiri en svo, tað sundurliðað verði í fáum orðtim. Heíldarsamræmi bókarinnar, er óaðfinnanlegt, persónugerfingamir svipmiklar mannlífsmyndir, sannsögulegar út í yztu æsar. Það er ef til vill ekki einstakt í sinrii röð, en eitthvað ónotalega óskemtilegt er það eigi að síður, að engum Islendingi skuli enn hafa hepnast, að inna af hendi svipað hlutverk í þágu þjóðbræðra sinna, hliðstætt því, eða hvað þá heldur betra, en Mr. Rölvaag hefir afkastað fyrir þjóðflokkinn norska. Mrs. Salverson gerði, eins og þegar er kunnugt, ofurlitla til- raun í svipaða átt, í bók sinni, “The Viking Heart”. Fyrri hluti bókarinnar hafði þó nokk- urt gildi, og gaf að minsta kosti góðar vonir. En þótt sorglegt sé frá að segja, þá 'druknaði verk hennar í væmnislegum orðaflaum og endaði með skelfingu. Eins og sakir standa, verður ékki betur séð, en að landinn geri sig ánægðan með ekki neitt, eða þá endurtekið vatnsbland- að rím um árstíðaskiftin, sem í eðli sínu eru jafn sjálfsögð og lag við ljóð. H. J. S. (E. P. J. þýddi.) ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi eða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Gleðileg Jól OG Farsælt Nýár Heil og sœl! Emma feita afréð það, Að ykkur skyldi senda Súkkulaði heim í hlað Og hamingju-óskar minnisblað, Svo glöð þið lifið fram til æfi enda. W. J. BOYD CO. Konan sem segir: “Eg hefi ekki peninga til þess — Eg er að spara,” Mun síðar segja: “Eg hefi peninga til þess — eg hefi sparað.” Budget Book vor gefur yður góðar leiðbeiningar. Biðjið um hana. ( Th© Royal Bank of Canada Vorar beztu Hátíða-óskir til Allra íslendinga, f jær og nær. UKE Di THE WOODSIIUIIK CDMEUf t*a» «.«.«>» <*»*a»^^«i»«w.^^i^^«ia»«i»^i»a»i>i8»ta»*&»»a»*a»*9»M»C GLEÐILEG JÓL ;; ;; ;; OQ ;; ;; ;; FARSÆLT NÝÁR I Til allra íslendinga. Bjornson, Brandson, McKinnon, Olson og Chestnut LÆKNAR Medical Arts Building, Winnipeg %

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.