Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Bls. 7. ÞÉR vitið hvaða hörmung það er, þegar deigið verður að klessu, og það mistekst að baka kök- urnar og “bæið”. Það er, kona góð, vanalega eitthvað BÖKUNARDUFTINU að kenna. Svo næst, þegar þér þurfið á því að halda, þá nefnið “BLUE RIBBON”. Reynið það næst þegar þér bakið. Vér erum í engum vafa um, hver úrskurður yðar muni verða, eða þeirra, sem neyta og munu verða fljótir að því. HUB WELDING 271 HUNTLEIGH ST. Þakkar Islendingum fvrir viðskifti sin á árinu, sem er að líða. Óskar þeim öllum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS NÝÁRS, og minnir þá á að á komandi ári, eins og undanfarið, verða þeir til staðar að endurbæta alt, sem aflaga fer og sjóða má saman og járnsmiðir geta endurbætt. W. LAWSON, ráðsmaður. Sími: 34 553. Fréttabréf frá Islandi. Framh. frá 3., bls. eg rekist þar á ýmsa kafla, sem mér þykir yndi að lesa, og öll er bókin stórfróðleg. Ekki er það til- töumál, þó smávillur megi finnast i svo margþættum frásögnum. Söguritarar verða mikið að treysta á annara minni, en það er stór vandi að velja heimildarmenn, sem eru óskeikulir í frásögnum. Við marga landnemana kannast eg af frásögnum, en fáa þeirra þekti eg af eigin sjón, en þó nokkra. Þann, sem reisti fyrsta býlið, sem mynd er sýnd af fremst í bókinni, Jóhann Hallson, þekti eg vel á bernskudögum mínum. Hann var vinur foreldra minna og heimsótti þau oft að Húsafelli, er hann bjó á Þorleifsstöðum í Skaga- firði. Fór hann þá, sem aðrir bændur úr því héraði, í skreiðar- ferðir landveg alla leið á Suður- nes. Er mér í barnsminni, hve háa og skæra tenórrödd hann hafði, er hann söng við lestur á Húsafelli. Héldu Skagfirðingar þar oft kyrru fyrir einn dag, er þeir voru á norðurleið og hvíldu hina langlúnu hestu. Svo var og í þetta sinn, sem bar upp á sunnu- dag. Helguðu þeir daginn með söng og lestri. Slíkt þekkist ekki nú á dögum. Mikilmennið Brjmjólf Brynj- ólfsson, föður hinna nafnkendu bræðra Magnúsar og Skafta, sá eg líka á þeim árum. Gisti hann þá hjá móður minni. Var henni það lengi minnisstætt, hve skemti- legur hann var í tali og fróður um margt. 'Bugðist hann þá að kaupa jörð þá hér í Borgarfirði, er Neðri-Hreppar heitir, en frá því hvarf hann, er haníi hafði skoðað býlið. Með Halldóri Hjálmarssyni frá Brekku í Mjóafirði vann eg við skurðagröft fyrir 47 árum síðan. Ekki finn eg til neins unaðar í sambandi við þá daga, að líkind- um af þeirri orsök, að mig brast þol á við hann, sem vann líkara berserki en menskum manni. Þá þótti mér ánægjulegt, að sjá andlitsmyndir þeirra bræðra, Steinólfs og Steingríms Gríms- sona. Báðir voru þeir góðkunn- ingjar foreldra minna, og man eg ýmsa atburði í sambandi við þá frá æsku minni. Fylgdi mikill yl- ur og góðleiki allri framkomu þeirra bræðra. Man eg eftir hlýju brosi á andliti Steinólfs, er hann stýrði skipi í miklum stormi og æðraðist hvergi, og eg man eftir glöggskygni og hvatleik Stein- gríms, er við gengum tveir saman i sauðaleit um Geitlandshraun.'— Þessar og þvílíkar endurminning- ar gægjast fram, er bókin sýnir manni framan í þessa fornu vini. Meðan eg var að skrifa línur þessar, frétti eg. lát Þiðriks Þor- steinssonar á Hurðarbaki. Var elzti karlmaður héraðsins, á þriðja ári yfir níutíu. Hann var bóndi á Háafelli í Hvitársíðu yfir fim- tíu ár. Bar mikið á honum á þeim árum og var hann mjög umtalað^ ur maður. Var það hvefsni hans og drykkjuslark á mannamótum, sem hann varð nafnkendastur fyr- ir. Varð hann óvinsæll af sliku, en þó1 átti hann nokkra vini, er lögðu honum liðsyrði. Gestrisinn var hann og góður heim að sækja. Lengstaf átti hann gæðinga raikla er hann 61 vel og kunni manna bezt að leggja þá á skeið. Svo vel entist hans mikla fjör, að nú í sumar var hann að skreppa á bak fjörhesti og gerði þá eigendum þeirra tiltal, að honum þætti temska þeirra í ólagi. Sjón hans var mjög depruð, en sá þó á spil og hafði yndi af að sitja að þeim. 1 haust fékk hann krabbamein í maga, sem reið honum að fullu, eftir fárra vikna legu. Þá hefí\eg nú frétt lát Guðrún- ar Jónsdóttur, ekkju Guðbrands á Rlepjárnsreykjum. Hún dó í Reykjavík. Var hún lengi búin að þjást af mænusjúkdómi, er dró hana til dauða. Elzti karlmaður hér í grend, er Geir Ivarsson í örnólfsdal. Er hann 87 ára. Guðrún kona hans er 82 ára. Fyrir fáum dögum flutti síminn þeim heillaskeyti frá fjarlægum vinum í minningu um 60 ára hjúskap þeirra. Er gamli maðurinn hrumur og rúmlægur, en kona hans ern og hress. Þau lifa í skjóli Guðmundar sonar síns, sem er meðal vinsælustu og efnilegustu bænda. Þessi gömlu hjón eru ættuð úr Árnessýslu og ólu þar lengst aldur sinn. Fyrst eg er kominn út í það, að minnast á hina eldri kynslóð, bæði lífs og liðna, þá vil eg láta hugann flögta sveit úr sveit, og telja nokkur nöfn^hins élzta fólks. Verður auðvitað sumt af því end- urtekning á því, er eg hefi áður skrifað. Elzta kona í Hvítársíðu, er Guð- rún Einarsdóttir á Sámstöðum, á 93. ári; hefir sjón og fótavist. Þar er elztur karlmaður Guð- mundur Sigurðsson á Kolstöðum, á 81. ári; gekk að slætti alla daga í sumar, meðan heyskapur stóð yfir, og vann jafn-lengi öðru verkafólki. — Þorbjörg Pálsdóttir á Bjarnastöðum, sem fyr var gift Jóni Hjartarsyni og síðar' Páli Helgasyni, er við áttrætt; hún er enn létt og liðug í hreyfingum og vinnur heyverk á hverju sumri.— Á áttræðisaldri er líka Jón í Fljótstungu, bróðir Þorbjargar, og Guðrún kona hans; bæði ern og vinnufær. — Á þeim aldri eru líka dætur Erlings Árnasonar á Kirkjubóli, Guðný ekkja Sigurðar á Þorvaldsstöðum og Nikhildur ekkja Benjamíns á Hallkellsstöð- um. — Guðrún, systir Guðmund- ar á Kolstöðum, nærri því átt- ræð, og Ágústína Eyjólfsdóttir skálds í Hvammi, nú á líkum aldri. — I Þverárhlíð er Þorsteinn Davíðsson elztur, fyrrum bóndi og hieppstjóri á Arnbjargarlæk, 84 ára? Má hann . heita vel ern. — Guðrún, móðir Halldórs skálds á Ásbjarnarstöðum, er 80 ára. — Af nafnkendum bændum í Norðurár- dal, er Vigfús í Dalsmynni elztur, á áttræðisaldri, hreppstjóri Norð- dælinga. — Elztu búandi hjón í Stofholtstungum, ern þau Lax- foss hjón, Snorri Þorsteinsson og Guðrún Sigurðardóttir. Er hann á 75. ári, sjónlítill og brjóstveik- ur; Guðrún kona hans um 70 ára. Fimm börn þeirra hjóna fullorðin, eru enn heima, þrír synir og tvær dætur, alt efnisfólk bg ífjárhagur hinn bezti. Þar hefir verið reist vandað íbúðarhús í sumar:—Elzta kona í Hálsasveit, er Þorgerður ekkja Jóns Magnússonar á Stór- ási, 86 ára. — Þá minnist eg þess, að á heimili hennar lézt á útmán- uðum í vetur Jón Sigurðsson, fyrr- um bóndi á Kolslæk, 85 ára gam- all. — Þar í hreppi eru elztu hjón Eyjólfur Gíslason á Hofstöð- um og kona hans, Valgerður Bjarnadóttir; er hún um áttrætt og gengin í barndóm; hann nokkr- um árum yngri og hinn hraust- asti. — Elzta kona í Reykholtsdal er Vilborg Þórðardóttir, ejekja Bjarna Þorsteinssonar á Hurðar- baki, 77 ára. Elzti karlmaður Ing- ólfur Guðmundsson hreppstjóri á Breiðabólsstöðum, 71 árs. — I Andakílshreppi er elzta kona El- ín, dóttir Jóns Thóroddsen, skálds- ins nafnfræga; hún er ekkja eft- ir Pál Blöndal læknir í Ey; er hún nú 86 ára. Þess má geta, sem fá- dæmis^að hún hefir nú á síðustu misserum æft sig kappsamlega í því að lesa bækur á þungri ensku. — Á líkum aldri er Sesselja Krist- jánsdóttir í Ferjukoti, ekkja And- résar Fjeldsted á Hvítárvöllum; hún er búin að vera lengi sjón- laus. — Guðrún, ekkja Björns í Bæ, er 77 ára. Vinnur enn sem fólk á unga aldri.—í Lundareykja- dal er Guðrún Bjarnadóttir frá Brautartungu elzt, komin yfir átt- rætt, rólfær, en næstum gamal- ær. * Þessar línur bera það með sér, að eg, sem þær rita, sé, eins og gömlum mönnum er tamt, farinn að lifa meira í endurminningum hins liðna, og líti nú fremur aft- ur en fram. En þótt mér séu kær- ar minningar hins forna, hlýt eg sem aðrir að viðurkenna það, að margt hefir breyzt hér ti'l batnað- ar á síðastliðnum 40 árum. Myndi nú hverjum ungum manni þykja ólifandi við Jjau æfikjör, sem all- ur þorri manna mátti þá búa við. Alt er nú gjörbreytt, kiæðnaður, húsakynni, fæði og vinnubrögð. En mest er um vert, að nú þekkj- ast tæplega heimili, sem nokkrum manni þarf að standa ótti af sök- um óhreinlætis. Bættar sam- göngur, skólar, námsskeið, ung- niennafélög og margskonar félög. Alt hefir þetta útrýmt tortrygni og öfund, sem áður var hér of- mjög ríkjandi. öll fundarhöld eru miklu skipulegri, og geta menn nú látið skoðanir sínar í ljós betur en áður var. Það er fegurðar tilfinningin í ýmsum myndum, sem tekið hefir framförum í seinni tíð. Blóma- garðar eru hér víða að verða til mikillar heimilisprýði og glæða ástina til heimilisins. Landslags- fegurð veita menn alment meiri athygli, eiga listmálarar nokkurn þátt í þeirri vakningu. Hafa þeir Ásgrímur Jónsson og Eyjólfur Ei- fells tekið hér fjölda mynda frá hinum fegurstu stöðum, einkum af hinni fögru jökulsýn frá Húsa- felli. Halda því sumir fram, sem víða hafa farið, að Eiríksjökull sé allra jökla fegurstur á þessari jörðu. — Að sama skapi hafa margir hér vaknað til meðvitund- ar um fegurð sönglistarinnar og stutt að því að glæða hana og fegra. En flestir komast að raun um, sem mestu hafa offrað af fé og tíma til söngnáms, að listin sé fögur, en mögur. Meðal þeirra mörgu, sem stundað hafa söng- nám um mörg undanfarin ár, eru tveir Borgfirðingar, Þórður Krist- leifsson frá Stóra-Kroppi og Guð- mundur Kristjánsson úr Borgar- nesi. Hafa þeir verið um fjögur ár 1 Dresden á Þýzkalandi og hátt í annað ár í Milano á ltalíu. ^Sungu þeir á ýmsum stöðum hér um Borgarfjörð í sumar. Um list- gildi þeirra kann eg ekki að dæma, en gott þykir mörgum að sækja söngsamkomur til and- legrar hressingar. Enn lifir góðu lífi Bræðraflokkur Bjarna á Skán- ey. Alla þessa yfirstandandi viku æfir hann flokk sinn heima hjá sér. Má það þrekvirki heita, hve vel og lengi hann heldur þeim flokki saman með góðu lífi. Margir í flokknum eru bændur, sem eiga trauðla heimangengt, en offra samt tíma og kröftum í þarfir þessa fagra og óeigingjarna félagsskapar. Auka þeir mikið á skemtun á ýmsum samkomum héraðsins. Á bréfi þesu er hið mesta flaust- ursverk. IBið eg alla góða vini mína að virða k betri veg, hve eg hefi hlaupið hér úr einu í annað, en eg verð að gefa þanka mínum lausan tauminn og læt á pappír- inn það sem flýgur fyrir í það og það skiftið. Veit eg margrt er hálfsagt og margt ósagt og ef til vill nokkrar skékkjur um ártöl og áldur manna. I mínu síðasta bréfi, sá eg að nokkur pennafeil höfðu orðið. Halla í Vogatungu er Árnadóttir, ekki Jónsdóttir. Bjarni í Höfn er Eiríksson, ekki Þorbjörnsson. Kristján á Hreðavatni er Gests- son, ekki Gíslason. 'Að síðíustu óska eg ykkur öllum góðs og gleðilegs vetrar. Það má segja, að eg fari þar aftan að sið- unum, en veturinn á líka sínar gleðistundir, oft ekki síður en sumarið. Lifið svo allir heilir og sælir í friði við guð og góða menn. Ykkar einlægur vinur, Kr. Þ. Þegar eg var að enda þessar línur, frétti eg lát Þorsteins Tóm- ! assonar bónda á Skarði í Lunda- reykjadal. Hann lézt í Reykjavík af uppskurði við innvortismein- • semd. Þorsteinn var sonur Tóm- asar bónda á Skarði og síðustu konu hans Sigríðar Þorsteinsdótt- ur frá Reykjum í Lundareykja- dal. Hann var meðal allra efni- legustu bænda þessa héraðs. Smiður góður, þrifinn og stjórn- samur. Hann var vel greindur að eðlisfari og mikið mentaður. Var hann hreppstjóri, sýslunefnd- armaður og safnaðarfulltrúi sókn- arinnar. Var hann prýðilega máli farinn og talaði á fundum með einurð og af íhuguðum rökfærsl- um. Kona Þorsteins var Árný Árnadóttir, Hjálmarssonar frá Hamri i Þverárhlíð. Nokkuð af föðursystkinum hennar er vestan hafs. Þau hjón eiga tvo sonu, nokkuð vaxna. Þorsteinn var um fertugt. Hann bjó við góð efni á eignarjörð er hann hafði reist á ýmsar góðar byggingar. Er að honum mikill mannskaði fyrir sveit hans og sýslu. Kr. Þ. aSMEHSMS&SEMEMSMEMBHEHBMæKSMSHSEMæHæMEHEHEKSKEMSMEMEMB&g S E S N Empire Sasli & Door Þakkar Islendingxim fyrir viðskifti sín í liðinni tíð. óskar þeim Gleðilegra Jóla og Farsœls Nýárs, og vill um leið minna þá á, að hvergi í bænum er að fá betra bygg- ingarefni, sanngjarnara verð né greiðari afgreiðslu, en hjá EMPIRE SASH and DOOR, Robt. H. Hamlin, ráðsm. s N E H I E H E H E H S H E H E H E M E H E Verzlið við þá sem auglýsa í blaðinu I GLEÐILEG JÓL ! | •■■■ ■■•• •••■ OQ :: :: :: ] | FARSÆLT NÝÁR ] North American Lumber & Supply Co., Limited 720 ROYAL BANK BUILDING, WINNIPEG VETRAR EXCURSIONS VESTUR AD HAFI FARBRÉF TIL SÖLU Dec. 1, 6, 8, 13, 15, 20, 22, 27, 29 Jan. 3, 5, 10, 12, 17, 19, 24 Feb. 2 and 7 Gilda til 15. Apríl 1928. AUSTUR CANADA FARBRÉF TIL SÖLU December lst to January 5 from stations Manitoba (Winnipeg and West) Saskatchewan and Alberta Gilda í Þrjá Mánuði. FRENCH EXCURSION AUKA LEST Frá Winnipeg kl. 3 e. h. 17. Desember til Ottawa Montreal Quebec Sherbrooke Shawinigan Falls Eftir frekari Upplýsingum Spyrjið Ticket Agent City Ticket Ofice Cor Main and Port. Phone: • 843211-12-13 CANADIAN PACIFIC The Christmas Package Ready for Delivery On and After December 1 6th / Either ol the Two Kiewel Brands (■ ■■■ ■ — ) WHITE SEAL The Períect Beer. RED RIBBON Popular Straight Lager. For prompt delivery to permit-holder’s residence TELEPHONES: 81 178—81 179 KIEWEL ST: BONIFACE ‘Rctl'Rlbboiu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.