Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 1
öQbe?o> 40 . ARGANGUR WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1927 NOMER 51 Canada. Sambandsþingið verður kvatt saman á fimtudag, 26. jan. Sex sæti eru nú auð í efri málstofunni, þrjú fyrir Quebec og þrjú fyrir Ontario. Væntanlega verða því sex Senatorar útnefndir áður en þingið kemur saman. * ■*• * í vikunni sem leið varð elds- voði mikill í Quebec-borg, þar sem kviknaði í barnaheimiiinu “Hos- píce St. Charles”. Þetta var um nótt og voru í byggingunni um 370 börn. Síðustu fréttir segja, að víst sé að þarna hafi farist 36 börn og að enn séu 14 börn ó- fundin, sem talið er sjálfsagt, að einnig hafi farist flest eða öll. Sagt er að margir hafi sýnt fram- úrskarandi hreysti og hugrekki við að bjarga börnunum. * * * Hon. R. B. Bennett, leiðtogi con- servatíva flokksins í Canada, kom til Halifax á sunnudaginn frá Englandi. Hafði hann ferðast þangað fyrir skömmu án þess að margir vissu, enda fór hann dult með þessa ferð og nefndi sjálfan sig “R. B. Parker” og var þannig skrásettur á skipinu. Hann varð- ist allra fréttta og vildi ekkert segja blaðamönnum í Halifax um ferð sína, annað en það, að hann hafi farið sinna ferða. Þeir gerðu það nú stundum höfðingj- arnir í gamla daga, að ferðast í dularklæðum svo 'þeir t þektust ekki og er það sem Mr. Bennett nú hefir gert, talsvert svipað því. Hann er líklega sannur íhalds- maður. * * * Svo er ráðgert, að Hveitisam- lagið í 'Caskatchewan, láti reisa á næstunni kornhlöðu í Port Arthur er rúma skuli tiu miljón mæla hveitis. Verður það að sögn lang- stærsta kornhlaða í hefmi. * * * Tekjur sambandsstjórnarinnar á síðastl. átta mánuðum, hafa orð- ið sextíu miljón dölum hærri en útgjöldin. Þykir slíkt, sem eðli- legt er, vel að verið, og bera ó- rækt vitni um aukna þjóðarvel- megun. * * * Látinn er fyrir skömmu, Senat- cr Gustave Boyer, fimtíu og sex ára að aldri, áhrifamaður hinn mesti. Var hann fæddur og upp- alinn í Quebecfylki; tók snemma að gefa sig við stjórnmálum, sem fylgjandi frjálslyndu stefnunnar. Caf hann sig jafnframt við blaða- mensku og Iandbúnaði, og ferðað- ist árum saman um sveitir Que- becfylkis sem umboðsmaður fylk- isstjórnarinnar, í þeim tilgangi, að leiðbeina bændum í akuryrkju. Hinn látni senator var fyrst kos- inn á sambandsþing árið 1904, og átti sæti í neðri málsofunni jafn- an síðan, þar til að hann var skip- aður senator um haustið 1922. Bandaríkin. Enn hefir Charles A. Lindbergh farið mikla fifegðarför í loftinu, þar sem hann í vikunni sem leið flaug alla leið frá Washington D. C. til Mexico City, án þess að koma við nokkurs ktaðar á leið- inni. Hann hafði ætlað sér að fljúga þessa leið á 26 klukku- stundum, og vanalega skeikar litlu með áætlanir hans, en í þetta sinn varð hann samt einni klukku- stund og þrettán mínútum seinni en til var ætlast. Kom það til af því, að hann lenti í þoku og vilt- ist dálítið af leið um tíma. Þegar hann kom á áfangastaðinn, hafði hann flogið yfir 2,100 mílur og verið að því 27 klukkustundir og 13 mínútur. Sagt er að um 25,000 manns hafi verið saman komin við lendingarstaðina til að fagna honum og voru þar á meðal Calles forseti ^ og Morrow sendiherra Bandaríkjanna í Mexico. Margir höfðu beðið þarna tvær klukku- stundir, eða lengur. Voru margir orðnir órólegir út af því, að Lind- bergh kom ekki á tilsettum tíma cg héldu, að eitthvert óhapp hefði kannske komið fyrir hann, og fögnuðurinn var mikill þegar hann kom, en sjálfur brá hann ekki skapi sínu og var jafn ró- legur pg yfirlætislaus eins og vanalega. Þegar fréttin barst til Wash- ington, að Lindbergh væri kom- inn heilu og höldnu til Mexico, varð þar fögnuður mikill, og sendi forsetinn honum þegar samfagn- aðarskeyti og sömuleiðis ráðherr- avnir Kellogg og Davis. Neðri deild þjóðþingsins hætti störfum sínum um tíma, þegar fréttin barst þangað um þessa síðustu sigur- för Lindberghs og samþykti það að senda honum samfagnaðar- skeyti. Þessi þingfundur var byrjaður með bænagerð, þar sem allir þingmennirnir báðu Guð að leiða Lindbergh farsællega á hans löngu og hættulegu ferð. Senator McMaster frá Suður- Dakota, hefir borið fram í öld- ungadeild þjóðþingsins í Wash- ington, þingályktunartillögu, er fiam á það fer, að stjórninni beri nú þegar að hefjast handa og hrinda í framkvæmd lækkun á verndartollum. Telur McMaster verndartollana bændum yfirleitt til hins mesta óhagnaðar. * * * 1 boðskap sínum til þingsins GCongress) leggur Coolidge for- seti aðal áherzlu á að gæta hófs í fjármálum, á flóðvarnir, á að styrkja búnaðinn og á landvarnir. * * * Bandaríkin hafa afþakkað, að taka þátt í afvopnunarstarfi Þjóð- bandalagsins, vegna þess fyrst og fremst, að landher Bandaríkjanna sé eins lítill eins og hann megi frekast vera, og í öðru lagi vegna þess, að Bandaríkin geti ekki und- irskrifað samninga, sem skuld- bindi þau til að ábyrgjast, að ein þjóð sýni ekki annari þjóð ásælni og yfirgang. * * * Grikkland hefir samið við Bandaríkin um greiðslu á því, sem það skuldar þeim, sem nemur $19,659,836, og skal sú skuld borg- uð á 62 árum. * * * Lífskröfur fólksins í Bandaríkj- unum eru hærri heldux en í nokkru öðru landi í heimi, segir Hoover viðskiftaráðherra, og þeim er betur fullnægt, og hann bætir því við, að þær sé nú hærri en þær hafi nokkurs staðar eða nokkurn tíma áður verið. * * * f ársskýrslu sinni til Coolidge forseta, varar Davis hermálaráð- herra við því, að Bandaríkin sleppi hendi af Philippine eyjun- um, því það mundi stöðva fram- farir í eyjunum og hnekkja vel- líðan íbúanna. * * * Toseph C. Bechard að Fall River, Mass. hefir búið til uppdrætti og sýmshorn af bát, sem hann segir ao geti farið fjórar mílur á mínút- unni, eða álíka og vindurinn, þeg- ar hann fer sem allra hraðast. Með þvi móti yrði ekki nema svo sem half dagleið frá New York til París. Jólin í Fyrstu lútersku kirkju. Á aðfangadagskvöld verður samkoma yngri deilda sunnu- dagsskólans, með jólatré og jólagjöfum. Byrjar sú samkoma kl. 7:30, en börnin safnast fyrir þann tíma í fundarsal kirkj- unnar og ganga þaðan syngjandi inn í kirkjuna. Á jóladaginn kl. 11 f. h. fer fram hátíðarguðsþjónusta safnaðarins. Verður hún flutt á íslenzku. Báðir söngflokk- ar safnaðarins (um 60 manns) sameinast um hátíðarsöngvana. Allir eru hjartanlega velkomnir. Á jóladagskvöld verður haldinn hinn árlegi Concert sunnudagsskólans. Eftir stutta guðsþjónustu og hátíðlega, verður sungin Cantata, er skólinn hefir lengi æft og undirbúið. Samkoma sú byrjar kl. 7. 5£MSMSS5SMSMEE]SKlSM5SKlSKIEMSSKISM35íSK!SMSM2K!E5aSKlSK)SK!SMSKlSMHKlS i hjónabandinu, og var heimilislíf þeirra hjóna hið ástúðlegasta. Hún var ágæt söngkona og list- feng á handiðnir, útsaum o. s. frv. sem hún gaf til líknarþarfa og kunningja. T. d. sendi 'hún ýmsa slíka kjörgripi til Jóns Sigurðs- sonar félagsins í Winnipeg, þeg- ar það félag var að safna til hjálpar hermönnum í heimsstríð- inu mikla. Hún unni þjóð sinni og móðurmáli; og var í því sem öðru stoðuð og styrkt af manni sínum, sem, eins og mörgum Norð- mönnum er títt, er mjög hlyntur íslendingum — er í raun og veru einn af oss. — Með samþakklæti frá honum, og undirrituðum fyrir birting dánarfregnar þessarar, Bretland. Helgisiðabók (Prayer Book) ensku kirkjunnar hefir haldist ó- breytt siðan árið 1662. Hefir mörgum af kirkjunnar mönnum fundist nú á seinni árum, að hún væri orðin úrelt og nauðsyn bæri til að breyta henni töluvert, eða semja nýja helgisigðabók. Hefir verið að þessu unnið nú í mörg ár, og hefir biskupinn af Canter- bury, yfirmaður ensku kirkjunn- ar, átt þar mestan hlut að máli. Hann hefir að þessu unnið í 21 ár. Hverjar 'breytingar þessar í raun og veru eru, er ekki hægt að skýra í stuttu máli, en aðallega munu þær í því fólgnar, að gera bókina, að efni og formi, sam- kvæmari skilningi og smekk þeirr- ar kynslóðar, sem nú er uppi, heldur en gamla bókin er. Sam- komulag virðist hafa náðst meðal prestastéttarinnar um breyting- arnar, en hér er um þjóðkirkju að ræða, og þurfti því samþykki þingsins til þess, að breytingarn- ar næðu fram að ganga og hin nýja bók gæti öðlast lagagildi. Lávarðadeildin samþykti breyt- breytingarnar með miklum at- kvæðamun, en neðri deildin (The House of Commons) hafna^i þeim með 247 atkvæðum gegn 205. Sá maður, sem aðallega barðist á móti þessum breytingum á helgi- siðabókinni, var sér William Joynson-Hicks. Hélt hann því fram, að þessi nýja bók færði ensku kirkjuna nær kaiþólskunni, heldur en hin væri. Sagt er að erkibiskupinn af Canterbury taki sér þetta mjög nærri, og margir fleiri kirkjunnar menn og óttist að þetta muni leiða til þess, að kljúfa ensku kirkjuna í tvent. * * * Á fimtudaginn í vikunni sem leið, borguðu Bretar Bandaríkj- unum $92,575,000 upp í striðs- skuldirnar, en það minkar skuld- irnar að eins um $35,000,000, hitt alt eru rentur af skuldunum. Alls hafa Bretar nú borgað Banda- ríkjamönnum $802,980,000 upp í þessar skuldir, en það grynnir á skuldunum um $120,000,000, hitt fei alt í rentur. Eiga þeir nú eft- ir óborgaðar $4,480,000,000 eftir þessa síðustu borgun. * * * Beinagrindur þriggja manna, sem gizkað er á að uppi hafi ver- ið um miðja seytjándu öld, fund- ust nýlega, er verið var að grafa í jörð í grend við Leeds kastal- ann á Englandi. Allir höfðu menn þessir verið yfir sex fet, sá hæsti sex fet og þrír þumlungar. * * * Kona ein ung var fyrir skömmu dæmd í fjögra mánaða fangelsi í Hampshire, fyrir að hafa í leyfis- leysi mjólkað kú nágranna síns úti í haga. Kvaðst eigandi kýr- innar hafa komist að raun um, að sex sinnum hefði verið leikið á sig með þessum hætti. Ekki kvaðst kona þessi hafa þurft mjólkurinn- ar við, heldur hefði hún að eins fundið upp á því að mjólka kúna af rælni. * * * Imperial loftflutninga félagið í London, hefir, síðan það tók til starfa, flutt 52,000 farþega, sam- tals 2,500,000 mílur án þess að nokkur farþegi hafi meiðst, auk heldur farist, eftir því sem fé- lagsstjórnin skýrir frá. Félagið hefir á þessu ári haft $57,000 á- góða, en alt af tapað fé þangað til. í fyrra tapaði það $100,000. Þrátt fyrir það, að maður sér oft frétt- ir um flugslys hér og þar, þá benck* skýrslur ótvíræðilega í þá átt^ið loftferðir séu að verða hættulitlar. Hvaðanœfa. Friðarverðlaun Nobels fyrir ár það, sem nú er að líða, hafa veitt verið Ferdinand Buisson, forseta “Mannréttindafélagsins” á Frakk- landi. * * * Maxim Litvinoff heitir legáti, sem Soviet stjórnin á Rússlandi sendi fyrir skömmu til Geneva til að taka þátt í störfum nefndar þeirrar, sem er að undirbúa til- lögur til takmörkunar hers og flota í Norðurálfunni. Var hans tillaga sú, að allar þjóðir í Norð- urálfunni gengju nú að verki og eyðilegðu allan sinn herútbúnað og væru búnir að því á næstu fimm árum. Ekki lítur út fyrir, að sú tillaga hafi fengið mikinn byr og grunar ýmsa að hér sé ekki af einlægni talað. Stjórnin í Argentina áætlar að hveitiuppskeran þar' í landi verði í þetta sinn 243,767,000 mælar hveitis, sem er 23,000,000 mælum meira en í fyrra; flax 86,000,000, eða 16 milj. meira en í fyrra; hafrar 65,800,000, bygg 16,650,000 og rúgur 7,480,000 mælar. Stjórn- in gerir ráð fyrir, að af þessa árs uppskeru hafi bændurnir nálega 146 milj. mæla hveitis til að selja til annara landa, en af hveitiupp- skerunni 1926-27 hafa þeir nú selt 155 milj. mæla. Þrátt fyrir þessa miklu uppskeru, er meðal- talið þ>ó ekki nema 12.9 mælar af ekrunni. Kona ein 1 Greenburg, Pa., Mrs. Michael Garrity, eignað,ist þrí- bura hérna um daginn, þrjár stúlkur. Áður hefir kona þessi eignast þríbura, en í það sinn voru það þrír drengir. Frú Olga Rudel-Zeynek heitir kona ein í Austurríki, sem nú er forseti efri málstofu þingsins í Vínarborg. Hún er fyrsta konan, sem orðið hefir þingforseti nokk- urs þjóðþings og þykir þetta því merkilegra, sem konur í Austur- ríki hafa að eins haft kjörgengi og kosningarrétt í tíu ár. * * * V. A. Tanner og ráðuneyti hans, í Helsingfors á Finnlandi, hefir sagt af sér. Varð stjórnin undir við atkvæðagreiðslu í þinginu út- af tollmálastefnu sinni. Þinn einl., P. M. Clemens. Islandsbréf. Manitobaþingið. Það lauk við umræðurnar út af hásætisræðunni, seint í vikunni sem leið, og vísaði áfengislaga- frumvarpinu til laganefndarinn- ar og ákvað svo að taka sér hvíld þangað til 16. janúar. Annað er ekki að segja af gerðum þingsins í þetta sinn. Þingnefnd sú, sem nú hefir áfengisfrumvarpið með höndum, heldur samt áfram að slarfa, þótt þúýjhlé sé og tekur á móti nefndum frá ýmsum félög- um, sem óánægð eru með frum- varpið og vilja breyta því í ýmsu cg öðru. Er töluvert mikið af því tagi á ferðinni og mun seint vinn- ast að gera alla ánægða, og er nú haldið að ekki nái það fram að ganga, fyr en í fyrsta lagi um mánaðamótin janúar og febrúar, og fráleitt verðd bjórstofurnar opnaðar fyr en með vorinu, því það getur ekki orðið fyr en einum tveimur mánuðum eftir að lögin eru samþykt. Fréttabréf Chicago. 111., 11. des. 1927. Herra ritstj. Lögbergs, Þann 2. þ.m. lézt að heimili sínu í Lincoln, Nebraska, 'húsfrú Guð- rún Jónsdóttir Holm, — dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Guð- rúnar Jónsdóttur Matthiesen á Elliðavatni. Guðrún heitin kom til Ameríku árið 1879. Hún settist að í Mil- waukee, og var fyrst til húsa hjá mági sínum og systur, Jónasi og Kristrúnu Johnson. Árið 1884 giftist hún Peter Peterson Holm, manni af norskum ættum; dvöldu þau lengst af í Chicago, þar til árið 1906, er þau fóru til San Francisco og dvöldu þar árlangt; en fluttu svo til Omaha, Nebr., þar sem systir hennar og mágur, Jónas og Kristrún, voru þá fyrir. 1913 setust þau að í Lincoln; stofnaði Holm þar húsgagnaverk- stæði og verzlun þá, sem hann hefir enn þá, með félaga sínum, Mr. Vance. Guðrún heitin var rúmföst í 6 mánuði, með innvortisveiki þeirri, er leiddi hana til bana. — Auk manns hennar syrgja hana ein systir, Mrs. J. J. Clemens í Ash- ern, Manitoba, og fjöldi af syst- kinabörnum. >— Þeim hjónum varð aldrei barns auðið. Jarðarförin fór fram þann 6. þ.m. Húskveðja var haldin í Lincoln, síðan var líkið flutt til Omaha og héldu þar tveír prest- ar húskveðjur. Var séra Jón J. Clemens annar þeirra, og talaði hann síðar yfir leiðinu. Jarð- setningin var í Forest Lawn graf- reifnum, við hljðina lá systur hinnar Ijitnu, mági og tveim börn- um þeirra. Blómagjafir voru fjölmargar og veglegar. Aðkom- andi vandamenn hinnar látnu voru séra Jón J. Clemens og und- irritaður, systursynir hennar. Guðrún átti miklu láni að fagna I Akranesi 8. okt. 1927. Síðan með góu í fyrra vetur hef- ir mátt heita óslitin sumartíð hér sunnanlands, og reyndar um land alt. Sjávarafli, heyfengur og garð- ávextir, alt í bezta lagi og afkoman því að því leyti góð, frá hálfu guðs og náttúrunnar. Verzlun sæmileg. “Kynslóðir 'koma, kynslóðir fara.” Og ávalt týnast einhverjir úr lest- inni meðal þeirra, sem ýmsir vest anmenn þekkja: er háaldraður sómábóndi, Björn^ Þorsteinsson í Bæ í Bæjarsveit nýlátinn; mun hann hafa verið nær áttræðu; auk þess sem Bjöm var fyrirmyndar starfsmaður og búhöldur góður. Háfði hann jafnan með höndum ýms trúnaðarstörf fyrir sveitunga sína, svo sem hreppsstjóm, odd- vitastarf, kirkjumál og í háa tíð sýslunefndarmaður. Hann var bróðir Kristleifs á Kroppi, sem margir kannast við, einkum af rit- um hans, vom báðir virtir og vin- ir minir. Þá er nýlátinn liðugt sjötugur Þorsteinn Tómasson hreppstjóri á Skarði í Lundarreykjadal, vel gef- inn og efnilegur maður, en átti 2 síðustu árin við mikla vanheilsu að biia; dó eftir uppskurð á sjúkra- húsi í Reykjavík; fluttur heim og verður jarðsunginn á morgun. Þá er og nýlátinn bændaöldung- urinn Þiðrik Þorsteinsson í Háa- felli á Hvitársíðu, 93 ára, hraustur og marglátur maður. Einnig er nýlátin Ólafia Kristín Jóhannesdóttir, alin upp hér á Gmnd, hálfsextug, systir Andreu sál. konu Erlendar sál. á Sturlu- reykjum og þeirra systkina; hafði hún dvalið yfir 30 ár í Danm., en var komin hingað heiir) fyrir ári, þrotin að heilsu. Ólafia var mjög vel gefin, grandvör og gáfuð stúlka. Fremur hefir heilsufar verið gott síðastl. ár um land alt. f dag er hæg norðan kæla, 5 stiga hiti móti áttinni. Þ. J. FYRIRSPURN. Tvö systkyni búsett á Akranesi, Magnús á Bergstöðum og Hallbera í Bræðratungu fara þess á leit við “Ivögberg” að það með eftirspurn- um gæti gefið upplýsingar um 2 systur þeirra meðal fsl. vestan hafs, er lengi hafa dvalið í Ameríku, Sig- ríði, sem vestur fluttist með Einari bónda Kristjánssyni frá Neðranesi í Stafholtstungum og Kristínu, er síðar fluttist frá Fiskilæk í Mela- sveit, mun hún nú vera um sex- tugt, en Sigríður liðugt fimtug, ef á lífi eru. öll voru systkjn þessi börn Magnúsar Mganússonar í Efrihrepp í Skorradal, og ólust þar upp. Óska 1 fyrirspyrjendur eftir orðsending frá þeim eða blaðinu. Virðingarfylst, Þ. J. hann það sjálfur með eigin hendi. Bréfið þetta er ekki til neins af höfðingjunum eða auðmönnunum, heldur til umkomulítils skósmiðs í Northampton, Massachusetts, sem heitir Jim Lucey. Skósmiðurinn þessi gerir grein fvrir kunningsskap sínum við Mr. Coolidge á þessa leið: “Það eru þrjátíu og fjögur ár, núna í nóvember, síðan eg fyrst kyntist Calvin Coolidge. Hann kom inn til mín með tveimur öðr- um drengjum, og voru þeir allir frá Amherst. Þeir höfðu komið inn í búð þar skamt frá og spurt hvar þeir gætu fengið gert við skóna sina, og vinur minn, sem þar var, sagði þéim að þeir skyldu fara til Jim Lucey á Gothic stræti því þá gætu þeir reitt sig á, að verkið yrði vel gert. Eg hefi alt af haft þá reglu, að gera alt vel, cg ætla að fylgja þeirri reglu meðan eg lifi. Þegar þeir komu inn, höfðu tveir af þeim skó undir hendinni, sem þeir tóku fram og sýndu mér, og sagði eg þeim hvað það kostaði að gera við þá. Þá spurði Skósmiðurinn og for- setinn. “Kæri vinur! Það er ekki oft, sem eg sé yður, eða skrifa yður, en eg vil, að þér vitið að það er yður að þakka að eg er nú hér og mig langar til að láta yður vita, hve vænt mér þykir um yður. ' Þér ættuð ekki að vinna mikið hér eftir; en reynið að láta yður líða vel og njóta lífsins, eins og þér eigið svo vel skilið. Einlæglegast, Calvin Coolidge.” Þetta er eitt af allra fyrstu bréfunum, sem Mr. Coolidge skrif- aði, eftir að hann varð forseti, og hann lét ekki neinn af skrifurum sínum skrifa það, heldur gerði þessi litít piltur, Coolidge, sem eg hafði enga eftirtekt veitt, hvort eg gæti gert við skóinn sinn með- an hann biði. Ef til vill átti hann enga aðra skó; en hvað sem því leið, þá sagði eg honum að setj- ast niður og fór að gera við skó- inn. Hinir piltarnir fóru að þræta út af einhverju, sem þeir höfðu heyrt einn prófessorinn segja í fyrirlestri í skólanum, þá um dag- inn. Eg er nú töluverður mál- skrafsmaður sjálfur, eða svo seg- ir konan mín að minsta kosti, svo eg hlustaði á þetta með athygli, tn lagði þó ekki orð í belg, og hélt áfram að vinna. Þeir urðu tölu- vert ákafir út af þessu, og loks- ins sneri annar þeirra sér að Coolidge og sagði: “Heyrðu hérna, rauðhöfði litli, þú getur skorið úr þessari þrætu, því þú veizt miklu meira um þetta mál, heldur en við.” Hann vildi ekki vera dómari í þessu máli, en þeg- ar hinir piltarnir heimtuðu það j því ákafar, þá sagði hann hæg- látlega: “Þið hafið báðir rangt fyrir ykkur.” Eg hætti að vinna rétt sem snöggvast ok leit á hann, og eg fór að hugsa um þenna þunnvaxna og rauðhærða pilt, hvers konar unglingur hann eig- inlega væri. Hann var vitaskuld ekki eins rauðhærður, eins og eg hefi séð suma íra, en rauðleitt var nú hárið á honum samt sem áður. Piltarnir báðu hann að láta í ljós sína skoðun á því máli, sem þeir voru að tala um, og þeir gerðu það með hægð og eins og með nokk- urri tregðu. Þeir hættu áð þræta, hlustuðu með athygli og þeir virtust sannfærast af orðum hans. Sjálfur veitti eg honum býsna nána eftirtekt. Hann var ekkert sérlega fallegur, en hann var hæ- versklegur og kom vel fram, og mér þykir æfinlega vænt um að sjá drengi gera það. Þegar hann fór, klappaði eg á herðarnar á honum 0g sagði: “Komdu aftur, drengur minn, við skulum tala meira saman.” Þannig byrjaði kunningsskapur þessara tveggja manna, og hann hefir alt af haldist við og orðið því nánari og innilegri, sem árun- um hefir fjölgað. Caolidge þáði boð skósriflðsins og kom aftur, og hann kom oft og þeir töluðu mikið saman. Um þetta samtal segir Mr. Lucey meðal annars: “Eg er töluverður málskrafs- maður og Coolidge tók vel eftir því, sem eg var að segja, meira að segja ágætlega. Báðir vorum við hneigðir fyrir sögu, og sérstak- lcga töluðum við um sögu Banda- ríkjanna. Stundum talaði hann um lögfræði við mig og jafnvel á því sviði, spurði hann mig um mína skoðun. Eg, skósmiðurinn, hafði nú líka helzt við það að gera! En mér var farið að finn- ast, að eg væri orðinn töluvert vel að mér í lögum, og eg las margar lögfræðisbækur, svo að hann kæmi ekki alveg að tómum kofunum. En við töluðum um margt ann- að, um mannlífið sjálft, þar er alt af nóg umtalsefni. Eg býst við, að eg hafi llagt honum nokkuð margar lífsreglur. Við töluðum um alls konar þjóðmál og menn í opinberum stöðum. Við höfðum eitthvað að segja um flest mál, sem á dagskrá voru, eins og kall- að er. Mér fanst að hér hefði eg hitt mann, sem væri töluvert öðru vísi heldur en flestir aðrir ungir menn. Eg hefi aldrei kynst nein- ‘Kveðið eftir kunningja’ Stephan G. Stephansson, “Hann hefir hinn veg Hörfað í sjónhvörf, En verður af jörð Ókvæmt, né brottflæmt. Forveri um framspor Fullvaxtaðs manngulls Farsælli fólks heill, * Fríðari lífstíð. Alt sitt •— en ókvatt Aðlærðri trúmærð — Guðsríki í geðs bók Gekk með og fékk séð Var honum heims hver Hugvefðug góðgerð, Sólbrautin sæl—ljúf Snildar og mildi. Heldur en hagsæld Huglétti um sann-rétt Æ kaus hann ógnlaus, Einstæði og vinfæð. Þraut-reynslu þrekbót Þroskaði horskan Björgun og borgun — Bjart var í hjarta. Hvar sem að hann var Honum var ljóss von, Auðn fríð og yrkt hlið Óður 0g söngljóð. Dag lét sér duga, Dorgaði ei morguns Blindbyl, að botnleynd Blíðu né kvíða. Lánsbyr hans líf var Lundgefnrar stefnu, öll vörust elli, Andar og handar. “Heiðinginn” héðan, Helrór, hann vel fór, Stigin öll stígin Staflaust til grafar.” Jak. J—. um verulega líkum honum. Mér datt aldrei í hug, að hann yrði forseti, en hélt þó alt af, að hann mundi komast hátt í heiminum.” “Calvin hafði strax á unga aldri sterkan og ákveðinn vilja og vissi ávalt hvað hann vildi og mig furðaði ávalt hvað þetta var á- berandi. Hann gleymdi aldrei neinu og hann hafði einhverja töluverða þekkingu á svo að segja hverju máli, sem um var að ræða. Þegar eg talaði sem mest, og komst stundum í vandræði, þá leysti hann ávalt úr þeim og það fijótt og auðveldega. Hann var feiminn og talaði lítið að fyrra bragði og sagði oft ékkert tímun- um saman, nema ef eg spurði hann um eitthvað.” Mr. Lucey hafði aldrei dottið það í hug, að 'hann ætti nokkurn verulegan þátt 1 því, að Calvin Coolidge varð forseti Bandarikj- anna. Mr. Coolidge lítur þar á móti svo á, að þessum umkomu- litla og ólærða, en vitra og góð- gjarna alþýðumanni, eigi hann það að mjög miklu leyti að þakka, að hann nú skipar þá mestu virð- ingarstöðu og trúnaðar, sem sjálf Bandaríkin eiga kost á að veita. Frá íslandi. Axel Jónsson, bóndi á Ási í Kelduhverfi var á leið með fjár- rekstur til Kópaskers í haust. En er hann kom norður fyrir Skinnastaði, kendi hann stings innvortis. Hélt hann nú áfram, en komst ekki lengra en að Núpi. Þar lagðist hann og var látinn eftir þrjá daga. Bræðurnir frá Sandi, Guðmnd- ur og Sigurjón, Friðjónssynir, eru staddir á Akureyri þessa dagana. Þar ætlar Sigurjón að flytja er- indi núna um helgina og lesa upp kvæði eftii4 sig; síðan ætlar Guð- mundur að láta til sín heyra þar. Jón biskup Helgason hefir eftir beiðni danska blaðsins Köbenhavn gert grein fyrir þeirri spurningu þess: “Hefir heimsstyrjöldin og af- leiðingar hennar fjarlægt menn frá kirkjunni?” í langri, ítarlegri grein sýnir biskupinn fram á það, að ekki er um neinn áreþstur að ræða milli íslenzku kirkjunnar og aimennings hér á landi, og allra sízt vegna afleiðinga styrjaldar- innar. Biskupinn lætur í Ijós þá ósk, að Norðurlandakirkjurnar yrðu fyrir sem mestum áhrifum hver af annari, til lærdóms á því, hvað nútíðin krefðist af þirkjun- u sem þjóðkirkjum. Um leið og þetta yrði, mundi þjóð og kirkja nálgast hvor aðra.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.