Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1927. Bls. 7. Bréf frá Akureyri. Akureyri, 4. nóvember 1927. Háttvirti ritstjóri! Eg verð að segja að eg sest nú hálf feiminn til aö skrifa yður til. í ryrsta lagi af því eg skrifa sjald- an, og í öðru lagi af því að eg þekki yð)Ur ekk'íl neitt. Það eru kringumstæðurnar, sem knýja mig til þess. Eg hefi lesið i blaði yðar “Lög- bergi” 15 sept. '27 að þér æskið fyrirspurnar af íslenzkum innflytj- endum til Canada, og þætti mér vænt um, ef þér vilduð gjöra svo vel og svara nokkrum fyrirspurn- um áður en eg lýk máli mínu. En fyrst langar mig til að segja yður eitthvað í fréttaskyni. Annars eru nú blöSin með allar fréttirnar. Hér á Akureyri hefir verið ágætt sumar, eins og víðast á landinu. Landburður af síld í sumar, hefir verið hér norðanlands eins og þér hafið heyrt. Sjómannastéttin hefir farið vel út úr sumarvertíðinni, nl. tvo mánuði, frá 10. júlí til 10. sept. Þeir hafa ráðið sig upp á hlut og hann hefir gert að meðaltali af þeim mótorskipum (smáskip 30-70 tons) sem mér er kunnugt um héð- an frá Akureyri og Siglufirði, um 700 kr. til 1200 kr. ÞaS þykir gott yfir svo stuttan tíma. Aftur á móti hafa síldar-útgerðarmennirnir sjálf ir ekki farið eins vel út úr útgerð- inni í ár, það er að segja þeir, sem voru samningsbundnir og höfðu selt fyrirfram síldarafla sinn, þeir hafa þénað vel. Hinir tapað. Vegna mikils síldarafla og aukins síldarframboðs, hríðféll síldin jafnt og þétt í ágúst, og þá varð tunnu- laust og saltlaust og síldarbræðslu- verksmiðjan í Krossanesi við Akur eyri og verksmiðjumar á Siglufirði neituðu að taka síld af slcipum, nema þeim er hefðu “contrakt.” Afleiðingin varð svo sú að skipin láu full af síld inni á höfnum og gátu ekkert við síldina gert, nema að bíða í fleiri daga eftir afgreiðslu ef einhver kaupandi fengist, eða þá verksmiðjan, seint og síðar meir. Og seinast var síldarmálið, (1% tunnaý boðið fyrir kr. 7.50, en það Nuga-Tone Eykur Orkuna á Fáeinum Dögum. Fólk, sem brúkar Nuga-Tone, furðar stórlega hve fljótt það fer að líta betur út og líða betur, og hversu kraftarnir aukast, stund- um bara á fáeinum dðgum. Þetta hefir fólk reynt daglega í síðast- liðin 35 ár og ætti það að vera óhrekjandi vottur um ágæti þessa meðals. Nuga-Tone gerir blóðið rautt og heilbrigt og taugarnar styrkar og fólkið yfirleitt hraustara og táp- meira. Reyndu það. ef blóðið er ekki eins og það á að vera, eða ef matarlystin og meltingin eru ekki í góðu lagi, og eins ef þú hefir lifrarveiki eða nýrnaveikleika eða aðra slíka sjúkdóma, sem gera þér lífið erfitt og draga úr þér kjark- inn. Reyndu Nuga-Tone strax í dag. Lyfsalinn ábyrgist þér að sk'da aftur. neningunum, ef þú ert, ekki ánægður. Neintaðu eftir- líkingum. voru, held eg, Norðmenn, sem höfðu fiskað utan landhelgi; að vísu stóð þetta verð ekki lengi, sem betur fór. Síldarsalan hefir geng- ið frámunalega illa í ár. Besta síldarsalan á sumrinu var það sem selt var til Rússlands af Einari Ol-, geirssyni, 35 þús. tunnur. Talsvert er af óseldri síld hér, en eitthvað er verðið samt að lagast nú, nl. í Svíþjóö og Kaupmannahöfn. Mót- orbátaútvegurinn hér við Eyja- fjörð er stöðugt að vaxa. Þeir stunda þorskveiðina frá 1. júní til septemberloka, og láta svo gera að aflanum í landi; þessir bátar hafa allir línu eða lóðir öðru nafni. Bátarnir eru að stærð frá 4—14 tonn, og eru búnir að fiska frá 250 skp. til 600 skp. Þykir það afbragðs góður afli. Svo þeir þéna flestir eða allir í ár. Fiskverð er núna 106 kr. skp. fyrir stórfisk nr. 1; stórfisk nr. 2 ca. 96 kr. skp. Labrador nr. 1. 72—74 kr. Fisk- verð var mun lægra í fyrra og afli rninni. Að vísu er fiskverðið ekki hátt í ár, en vegna hins mikla land- burðar af fiskinum nú í sumar, verður afkoman yfirleitt mjög góð. Margir ungir sjómenn er stundað hafa þessa veiði, eru nú farnir að slá sér í félag tveir og tveir saman, að gera út litla mótorbáta. Miklar vökur og vinna útheimtist við þessa útgerð, ekki síður en aðra útgerð. Bændurnir sögöu í fyrra að þeir héldu tæplega við. Eg veit ekki, eða hefi ekki heyrt hvað þeir segja nú, en eg hygg að þeir munu tapa í ár. Afurðir þeirra eru í mjög láu verði, t. d. var útsöluverð í haust á kindakjöti 0.90—1.00 kr. kg., aftur var gæruverð all-gott ca. 1.80 kr. kr. per kg., dilkaslátur 2.00 kr., seinna 1.50 kr. Sama sagan hjá bændum, að það borgi sig ekki að búa, og vera í sveitinni!! Þykjast ekkert hafa upp nema tómt erfiði. Að vísu er einyrkjabúskapurinn að sliga þá, vegna þess að þeir vilja skirrast við að taka vinnuhjú, sem þeir ségjast ekki geta staðið við að borga hátt kaup. Að vísu er það satt, að bændur hér á landi, ekki síður en annars- staða í heimi, hafa við mikla örð- ugleika að stríða. Óblíða náttúru, illar samgöngur og margt fleira. En hvar í heiminum eru ekki erfið- leikar? Svo flytja blessaðir bænd- urnir sig til bæjanna og gefa sig þar í daglaunavinnu, þegar þess er kostur. Fyrstu tvö árin líður þeim vel í bæjunum, meðan verið er að eta upp þessar fáu skepnur, er til voru, en úr þvi fer að þrengjast um bóndann! og þegar lítið er um atvinnu, verður einnig litið um mat. (Eg meina þó ekki að þeir líði nauð). Er það ekki von að manni gremjist að sjá góða bændur yfir- gefa ef til vill beztu jarðir og flytja á mölina. Héðan úr bæ er lítið að frétta, bærinn vex altaf með ári hverju. íbúatalan er nú um 3200. Bærinn hefir látið gera mikið í sumar, svo sem hafnarmannvirki, bryggju o. fl. Mörg ibúðarhús eru bygð hér ár- n O HiT St ** -Tn^rw-wirrv lega, og þau ekki svo lítil, á okkar mælikvarða. Þrír stjórnmálaflokkar eru hér í bæ, nl. Framsóknarflokkurinn ébændur) íhaldsflokkurinn ('sam- kepnismenn, kaupmannastéttin) og jafnaðarmannaflokkurinn. Mun vera vist óhætt að segja að jafnaðarmenn séu stærsti flokkur- inn, þarnæst íhaldsmenn, o. s. frv. Allir þessir flokkar gefa út sitt vikublaðið hver og rífast þar og skammast svo um eilífa pólitík, að blöðin eru vart orðin lesandi!! Meðal bæjarbúa sjálfra hefir verið bara friðsamlegt síðan 1. júli, þá var nú ,‘hasar” eins og strákarnir kalla það, þegar eitthvað mikið gengur á, en blöðin halda altaf á- f ram með sina pólitík! pólitík! Ann ars er hún að verða að stærsta átu- meini okkar íslenzku þjóðar, flokkaskiftingin og þar af leiðandi flokkárigur jafnvel hatur, tefur bagalega fyrir velferarmálum þjóðarinnar í heild sinni. En einn góðan kost höfum við samt, við rífumst aldrei um trúmál, að vísu kemur það fyrir í sunnanblöðunum en hér aldrei. Þið, blessaðir Vest- urheimsmennirnir hafið haft gam an af að skrafa um trúmál. íslend- ingar þurfa altaf að hafa eitthvað til að tala og ræða um. Atvinna hér í bænum er heldur lítil; aðeins frá mai til september er hægt að fá atvinnu, nl. 4 mánuði. Svo ekkert að gera hina átta mán- uðina, eða yfir veturinn. Hér er líka enginn iðnaður. Verkafólkið reynir að hafa úti allar klær yfir sumartímann og lifir svo hægu og rólegu lífi yfir veturinn, en nokkr- ir eru þó byjaðir að skulda hjá kaupmanninum áður en vinna fæst aftur með vorinu. Hingað til bæjarins eru nú komn- ir landlæknir, dómsmálaráðh., J. Jónss. húsabyggingarm. og fl. að taka út heilsuhæli Norðurlands 1. nóv. Var mikið um dýrðir, guðs- þjónusta, séra Gunnar frá Saurbæ. ræða, landlæknir, o. fl. Reynt var að víðvarpa ræðunum, en tókst ekki. Loftskeytastöð trúboða A. Gooks er nú uppsett, en ekki veit eg neitt um fyrirkomulag eða rekst- ur hennar. Það er lang sterkasta stöð hér á íslandi. í nýútkomnu sunnanblaði sé eg að þessi klausa stendur um útvarpsstöðina: Hún tekur til starfa innan skamms. Stangirnar eru komnar upp (loft- netið). Eru þær á hæð 114 fet. Stöðin getur framleitt 4% kw., en notar fyrst um sinn 1 % kw. Reynt verður að endurvarpa frá erlend- um stöðvum, ennfremur daglegar fréttir, á sunnudögum guðsþjón- usta frá samkomusal Gooks. Einn- ig verður tungumála-kensla reynd i sambandi við stöðina.—Alþýðubl. 23-10., '27. Eg skal geta þess, að það sem að ofan er skrifað, segi eg eins satt og rétt og mér er unt, en þori samt alls ekki að fullyrða að mér geti ekki skjátlast að einu eða öðru leyti, ea taki ábyrgð á að alt sé rétt, sem eg hefi sagt. Svo verð eg að biðja Canada, alt frá Atlantshafi til Kyrrahafs, er bvgt af 45 eða fleiri þjóðíarbrotum, sem öll til samans mynda eina sterka þjóðarheild; þar á meðal eru íslendingar, sem hér hafa sezt að og reynst ágætir borgarar og þar með tekið þýðingarmikinn þátt í myndun hinnnar cana- dísku þjóðar. Vér ])ökkum þeim fyrir við- skiftin árið sem leið, og mörg undanfarin ár, og vér óskum þeim einlæglega gleðilegra jóla °g að nýja árið megi verða þeim farsælt og hlessunarríkt. =^MtTgp“ The Reuabie Home FÚRNíSHERS ma MBiiBMlBMlilEMlÍllMMllfflB yður hr. ritstjóri, að misvirða ekki við mig hvað réttritun og setninga- skipun snertir, það getur varla ver- ið betra af strák-galgopa norðan af Islandi (Akureyri, sem hefir að- eins haft alþýðumentun. Að end- ingu ætla eg að biðja yður að svara nokkrum spurningum mínum. Hvernig eru horfurnar fyrir ís- lenzka innflytjendur til Canada eða annara staða i Ameriku? Hvaða skilyrði setur stjómin fyrir ísl. inn- flytjendur jtil þess að þeír megi komast inn í landið? Eg hefi lesið talsvert um ykkur landar minir, og einnig átt tal við þá, sem dvalið hafa lengri eða skemri tima í Ameríku, svo eg veit nokkurnveginn á hverju eg á von ef eg sigli til Vesturheims. Svo hefi eg nú heyrt að mjög erfitt eða jafnvel ógjörningur verði að kom- ast inn í landið eftir áramót 1927? Þætti mjög vænt um að fá heim- ilisfang skáldsins J. Magnús Bjarnasonar. Fái eg að heyra eitthvað frá yð- ur ,skal eg með ánægju skrifa yður eitthvað héðan að heiman ef yður fýsir, þvi nú um veturinn er lítið að gera. Mitt nafn má samt ekki nefna í blaði yðar, þar sem eg er aðeins gáskafullur unglingur. A kureyringur. Athp. — Fyrirspurn greinarhöf- undar hefir þegar verið bréflega svarað.—Ritstj. Frá Islandi. Ágætis fiskafli er enn á Siglu- fírði. Segja gamlir menn þar nyrðra, að margir áratugir séu síð- an fiskur hélzt svo lengi við fyrir Norðurlandi. Það, sem aflast, er alt saman rígaþorskur. Frá Stykkishólmi er skrifað: — Hér hefir verið ágætis tíð undan- farið, og sjósókn daglega, en afli hefir verið fremur tregur. — Héð- an ganga nú 3 vélbátar til fiski- veiða, og 2 bætast bráðlega í hóp- inn. Tveir þessara fimm báta eru opnir — voru smíðaðir hér í sum- ar. Bátarnir eru eign sjómanna hér í þorpinu. Vetraríþróttir á íslandi. Eins og getið hefir verið um hér í blað- inu, hafa komið fram umræður um það í enskum blöðum, að ís- land væri tilvalið land fyrir vetr- arfþróttir, og ættu enskir ferða- menn að leita hingað í staðinn fyrir að fara til Sviss eða Noregs. Dönsku blöðin hafa veitt þessum ummælum eftirtekt, og hefir eitt þeirra, “Berl. Tidende”, spurt Gunnar Gunnrasson sþáld um álit hans á þessu máli. Hefir hann látið svo um mælt, að hann áliti það hina mestu óhamingju fyrir ísland, ef þangað flykjtust margir ferðamenn.—Mbl. Demantsbrúðkaup áttu 22. okt. hjónin Guðrún Jónsdóttir og Geir Ingvarsson í Örnólfsdal í Þverár- hlið, foreldrar Þórðar Geirssonar lögregluþjóns i Reykjavík. Eru hjónin bæði í hárri elli. Guðrún er 83 ára gömul en Geir 87 ára. inn Niebuhr suður í Arabíu-eyði- mörk og fann þar afarmiklar rúst- ir eftir forn mannvirki. Og á síð- ari árum hefir Austurríkismaður- inn Glasser, sem talinn er mjög fróður um sögu Araba og forna menning, komist að þeirri niður- stöðu, að auk' hinna fornu menn- ingarríkja Babylon, Assyríu og Egyptalands, hafi verið til fjórða stórveldið, sem jafnvel að sumu leyti hafi skarað fram úr hinum. Hefir hann komist að þessari nið- urstöðu við rannsókn fornra rústa og helluristna í Suður-Arabíu, og m. a. fengið staðfestar ýmsar frásagnir biblíunnar um viðskifti Salómons konungs við hin ríku æfintýralönd suður í Arabíu. I helluristum frá Assyríu finnast einnig frásagnir um þessi ríku lönd. Frásagnirnar um gulllandið Ophir hafa einnig orðið sennilegri við þessar rannsóknir, þyí í Suð- ur-Arabíu hafa menn fundið glögg merki þess, að þar hafi verið grafið gull og þvegið. Rétt hjá eru rústir af stórum konungs- höllum 'og musterum. Konungsríkið Saba eða Scheba stóð með mestum blóma frá því um daga Salómons fum 800 fyrir Kr. b.) og til aldamótanna 500 f. Kr. í landinu sjálfu voru mikl- ar gullnámur og frjósemi var þar mikil. Land þetta verzlaði mikið við Indverja, og komu þaðan m. a. gimsteinar og ýmsir dýrgripir, sem Saba-menn svo seldu dýrum dómum til Egyptalands og annara Miðjarðarhafslanda. En vegna eyðimerkurinnar var leiðin norð- ur á bóginn svo torfarin, að eigi þótti tiltækilegt, að fara með her á hendur Saba-mönnum, og sluppu þeir því að mestu við styrjaldir. Ágústus keisari gerði út herferð til iSuður-Arabíu árið 25 f. Kr., undir stjórn Æolus Gallus, en aldrei komst sá her alla leið. Sú ástæða er til iþess, að nú er eyðimörk þar sem hið frjósama ríki áður var, að fyrrum höfðu landbúarnir gert uppistöðu afar- mikla og veituskurði, svo að land- ið fékk vatn, sem nauðsynlegt var til gróðurs. Er getið um flóð- garða þessa í fornum sögnum. En hún eyðilagðist eitt sinn í vatna- vöxtum og var ekki gert við hana eftur, svo að landið fór í auðn. Er getið um þetta í Kóraninum. Eftir að Múhameðstrú breiddist út meðal Araba, hirtu þeir lítt um að halda við því, sem til var fyr- ir daga spámannsins, og létu það ónýtast. Hirðingjar þeir, sem nú reika um auðnirnar, þar sem áð- ur stóðu hinar fornu mennigar- borgir, hafa ekki hugmynd um fornsögu landsins, en halda að rústirnar séu til orðnar af yfir- náttúrlegum völdum. Vísindastofnanir hafa ekki haft fjármagn til að rannsaka til hlít- ar þessar merku fornmenjar, því það verður ekki gert með öðru móti en að grafa þær upp. Ame- ríkumanninum, sem nú ætlar að hefjast handa, gagnar ekki það eitt, að leysa vísindalegar gátur. Það, sem talið er að hvatt hafi nær eingöngu notaðar til flutn- hann mest, er vonin um að gull j inga frá staðnum og til næstu Lnnist ennþá þarna í öræfunum. | hafnar, og er það sagt ódýrara, en Og gullsins vegna ræðst hann í að nota úlfalda,- og miklu hættu leiðangurinn. Flugvélar verða minna.—Vísir. $í<<”*1*<H*«HKHKHttHKH>0)«BKHWHKHKHttHKH*)KHKHKH«^^ Sendið korn yðar tii UNITEDGRAINGROWERSl? Ðank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. ^H^ÍÍI^WHKKKHKHKHKHKHKBKHKHKBKHKHKKKHKHKHKHKHKHKHKHKHSÍ BEZTU TEGUNDIR SENT TIL ÞÍN 1 DAG KOLA AF ÖLLUM SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS -J- FOOTHILLS — McLEOD RIVER — KOPPERS COKE — POCAHONTAS Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Áreiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um Það, Hvernig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D.D.W00D & SONS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS FYRI í YÐAR VETRAR - HELGIDAGA Gamalt menningarland. Amerískur auðkýfingur er um þessar mundir að undirbúa rann- sóknarför til Suður-Arabíu, til þess að rannsaka þar landflæmi, sem heita mega ókönnuð, inni í eyðimörkinni miklu. Ýmsar þjóð- sagnir hafa gengið um það, að þarna hafi fyrrum verið mikið og auðugt menningarríki, og í biblí- unni er víða getið um þetta. Kunnust er sögnin um drotning- una frá Saba, er heimsótti Saló- mon konung, en nú hyggja menn, að Saba hafi einmitt verið á þess- um slóðum. 1 lok 18.. aldar komst liðsforing- FERD CANADIAN NATIONAL býð ur AGT FARGJAD IAGT OG VI OG VELJA MA UM LEIÐIR „ _ . , Ferðin verður skemtileg, bœgileg og Hvenœr, sem þér viljið, er , , , . r 6 oss ánægja aö hjáipa yOur örugg í nýtízku járnbrautarvagni. aO velja um leiOir til. Austur Canada Vestur að hafi Tí Gamla Landsins Vmhoösmenn vorir munu meO ánœgju gefa yOur upplýsingar, —eOa skrifiO— W. J. QTJINLAN, District Passenger Agent, Winntpeg. I^ANADIAN TVTATIONAL VITA-GLAND TÖFLURNAR tryggj* það að hænurnar verpa innan þriggja daga Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa holdgjafar- efni- Vita-iGland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp í vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. Visindin hafa nú fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvernig að hænurnar verpa. — Skýfslur sýna, að með því að nota hæfiilega mikið af Vita Gland töflum handa hænunum, getur hæna verpt 300 eggjum, þar sem meðal hæna verpir að eins 60 egejum. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Rara að láta VitaJGland töflu í drvkkjarvatnið. Auðvelt að tvö- falda ágóðann með sumar-fram- leíðslu á vetrarverði. Þeir, sem húa til Vita-Gland töflurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra, að beir bióðast til að senda vður box fvrir ekkert, þannig: sendið enga neninga. bara nafnið. Yður verða send með pósti tvö etór box, sem hvort kostar $1.25. Þegar þau koma, þá borgið póstinum bara *1.25 og fnein cents í póistgjald. Nábúar vðar siá svo hvað eggiun- nm fjölvar hiá yður, kostnaðar- laust. Vér ábyrgiumst. að hér verð’ð ánægður. eða skilum aftur neningunnm. Skrifið oss strax í datr og fáið mikið fleiri egg á auð- veldara og ódýrara hátt. VTTA-GLAND LABORATORTES 1009 Bohah Bldg., Toronto, Ont. DBEHTiYS Special Xwiqs Brew oxdAiv Háttðaölið er óviöjafnanlega gott öl og görótt, samkvæmt reynslu hinna ekýrustu dótnara. the drewrys limited PHONE 57 221

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.