Lögberg - 26.01.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAR 1928
Bla. 3.
Henni batnaði nýrna-
veiki fljótlega.
Kona í Ontario Segir Frá Hvernig
Dodd’s Kidney Pills Lækn-
uðu hana.
Miss E. Hannah Hefir Ávalt
Dodd’s Kidney Pills í húsinu.
Belleville, Ont., 23. jan. (einka-
skeyti)—
“Eg hafði óttalegan höfuð-
verk,” segir Miss E. Hannah, 100
South John St., Belleville. “Eg
fór í lyfjabúðina og fékk öskjur
af Dodd’s Kidney Pills. Áður en
eg var búin úr öskjunum, leið mér
miklu betur. Nú hefi eg æfinlega
Dodd’s Kidney Pills í húsinu. Eg
finn að b*r reynast mér ágæt-
lega.”
Orsökin til 17638, að Dodd’s
Kidney PiMs eru svo víða keypt-
ar^ er sú, að svo margir algengir
kvillar stafa frá nýrunum.
Gigt, sjúkdómar í þvagfærun-
um, bakverkur og hjartveiki, stafa
beinlínis frá sjúkum nýrum. Mað-
ur getur því að eins notið góðrar
heilsu að nýrun séu heilbrigð.
Dodd’s Kidney PiMs fást alstað-
ar hjá lyfsölum, eða hjá The
Dodds Medicine Co., Ltd., Tor-
onto 2, Ont.
Ástæður mínar fyrir að
sækja kirkju.
Eftir Edgar A. Guest.
(Niðurl.)
Það eru líklega til prestar, sem
ekki hepnast að halda áhuga og
eftirtekt tilheyrenda sinna ávalt
vel vakandi. En hvað sem því
líður, þá er einstaklega hægt að
afsakai sjálfan sig, þó maður van-
ræki að fara í kirkju.
Mér bregst það aldrei. Þegar
eg á sumrin fer á sunnudags-
morgnana út til að leika “golf”,
þá finst mér að það sé engu síður
hægt að tilbiðja guð úti i sumar-
bMðunni, undir heiðbláum himn-
inum, heldur en inni í kirkjunni.
Eg hefi oft sagt 'þetta, og í raun
og veru finst mér það satt. En
samt sem áður verð eg að játa,
að þegar eg er að leika “goli”' á
sunnudagsmorgna, þá er eg sjald-
an í mjög guðrækilegum hugleið-
ingum.
Eg get barið því við, að mér
þyki presturinn leiðinlegur, og eg
get stundum sagt það! með sanni,
þó það sé kannske engu síður mér
að kenna en honum. Færi eg til
kirkju eingöngu til að hlusta á
skemtilega ræðu, þá væri þetta
góð og gild afsökun. En mín
kirkjurækni er engin uppgerð.
Hún er einlæg. Eg get tilbeðið
guð í kirkjunni alveg eins þótt
mér faMi presturinn ekki, eins og
þegar eg fer í kirkju til einhvers
af þessum gáfuðu mælskumönn-
um, sem eg að vísu hefi meiri á-
nægju af að hlusta á.
1 sumar, þegar GooHdge forsetii
var að hvíla sig frá störfum sín-j
um, þá sótti hann litla sveita-j
kirkju, þar sem ungur stúdentj
prédikaði. Það er ekki líklegt, að'
forsetinn hafi farið í þessaj
kirkju aðaMega til að heyra þenn-i
an unga mann. Hann gat ekki bú-j
ist við, að þessi piltur hefði nokk-
uð að segja, sem hann hefði ekki
heyrt margsinnis áður og líklega
miklu betur sagt. Fráleitt hefir
stór og tilkomumikill söngflokkur
verið í þessari litlu sveitakirkju,
og forsetinn þess vegna sótt hana.
Guðsþjónustan var mjög einföld,
en með þessu hefir forsetinn gef-
i» osa öllum háleitt og fagurt eft-
irdæmi og sýnt oss ljóslega, hvers
vegna fleiri ættu að sækja kirkju
heldur en það gera.
Þrátt fyrir það, að margt hefir
veriS gert, með miklum kostnaði,
«1 hæna fólk að kirkjunni, þá
þó sá sannleikur ávalt í góðu
Sfildi, að vér ættum að fara í
kirkju til að tilbiðja skaparann
og þannig taka þátt í guðsþjón-
ustu vors eigin safnaðar. Annað
vort erum vér hræsnarar, eða
eimskingjar, ef vér látum yfir-
e®a afglöp, eða ófullkom-
,ei. 3, eins manns, hrekja oss burt
r Því, sem vér vitum að færir
°ss salarfrið.
Eg held því áfram að sækja
,lr Ju’ e8T heyri það sama sagt
PP aftur 0g aftur. Stundum bet-
5’ stundum lakar; stundum
t monnum, sem mér þykir mikið
u koma og þykir vænt um; stund-
e“ af monnum, sem eg þekki ekk-
kiSjunnaTvið 2 6g Þyrfti ekki
hrevntio ^ ð’ Þa væri >að bata
ÍS ,,T Þur,ti VI5,
í ennar f,n" di
hennar við, þegar eg giftÍBt
Þurft, hennar vi5. >egar v|ð ££
""h“" ““‘‘V. osr W8 kemur
að þvi, að eg þarf hennar sjálfs
mín vegna. Eg hefi nú góða heilsu
og sem stendur býst eg við að eg
gæti eða ætti að geta komist vel
af án prests eða kirkju, söng-
flokks, eða fyrirbæna. En er nokk-
urt vit eða sanngirni í því, ag
vanrækja sinn bezta vin og jafn-
vel leggja honum ilt til, þangað
til maður þarf alveg nauðsynlega
á honum að halda
Þegar eg á sumrin er með fjöl-
skyldu minni í Pointe Aux Bar-
quec, Michigan, þá fer eg til
kirkju á sunnudögum að heyra
prófessor William Lyon Phelps
frá Yale háskólanum. Hann er
uppalinn í Baptista kirkjunni og
tilheyrir henni, en í þrjá mánuði
á hverju sumri, meðan hann þarf
ekki að kenna við 'háskólann, pré-
dikar hann í Methodista kirkju í
Huron City. Á hverjum sunnu-
degi heldur hann guðsþjónustu
fyrir alla, sem koma vilja. Ger-
ir hann þetta fyrir peninga? Nei.
Eða til að auglýsa sjálfan sig?
Heldur ekki. Eða til að heyra
sjálfan sig tala? Langt frá. Hann
gerir það vegna þess, að hann
hefir trú á kirkjunni og þeim boð-
skap, sem hún hefir að flytja.
Þarna koma bændur og sumar-
gestir og fylla þetta guðshús og
hlusta á orð þessa manns. Það,
sem hann hefir að segja, er ein-
falt og blátt áfram, og jafnvel
gamaldags, en það er skýrt og á-
kveðið, og orð hans flytja manni
trú og traust, sem að eins getur
komið frá uppsprettulindu lifandi
og einlægrar trúar á guð og Jes-
úm Krist. Ef hinn hálærði mað-
ur, prófessor Phelps, getur fund-
ið frið og gleði í boðskap kirkj-
unnar, hvaða skilyrði hefi eg þá
til að neita því, að þau andlegu
gæði sé þar að finna?
Kirkjan er sökuð um, að vera sí
og æ að sækjast eftir peningum,
og- eg býst við, að það sé einhver
fótur fyrir því. En ef við leik-
mennirnir værum dálítið örlátari
við hana, heldur en við erum, þá
mundi kirkjan losast við þessa
niðurlægingu.
Sé presturinn alt af að biðja um
peninga, þá ber það ljósan vott
um svíðingshátt safnaðarins.
Eg býst ekki' við, að nokkrum
presti þyki skemtilegt að þurfa að
eiga í því að afla söfnuðinum fjár.
Dugleg og hyggin sóknarnefnd
getur tekið þessa byrði af herðum
prestsins, og séð um það sjálf, að
söfnuðurinn hafi nægilega pen-
inga. Gæfi hún þá prestinum
fult tækifæri til að beita öllum
sínum kröftum að hinum andlegu
málum. Þá mundi hann alstaðar
verið velkominn gestur í stað þess
að vera strax, þegar hann kemur
að dyrunum, grunaður um að nú
ætli hann að biðja um peninga.
Kirkjan, hið ytra, er mannleg
stofnun. 'Hún er bygð af manna
höndum og sniðin eftir þeirra
þörfum, þó kirkjuhúsin séu köll-
uð guðshús. Það má ekki búast
við, að guð borgi þær skuldir, sem
mennirnir hafa hlaðið á hana.
Þær verða að borgast með pening-
um og peningarnir verða að koma
frá þeim, sem þá hafa. Ekki batn-
ar hagur kirkjunnar við það, þó
maður haldi sig frá henni. Ekki
koma inn peningar fyrir þarfir
hennar, með því móti. örðugleik-
arnir, að því er mér virðist, liggja
aðallega í því, að þeir sem sækja
(kirkju, þurfa að borga helmingi
meira en þeir ættu að þurfa. Þeir
eru að viðhalda stofnun, einnig
fyrir þá, sem ekki ^ykjast þurfa
hennar við, en sem síðar munu til
hennar leita.
'Eg er á þeirri skoðun, að við
leikmennirnir, sem kirkju sækj-
um, séum ekki alveg eins og við
ættum að vera og gætum verið.
Ef kirkjan er ekki aðgengileg fyr-
ir annað fólk, sérstaklega ungt
fólk, þá er oss þar að einhverju
leyti um að kenna. Það væri ekki
réttlátt að kenna prestinum ein-
um um það., Presturinn getur ekki
fylgt öllum nýtízkukröfum. Hann
verður, hvað snjall sem hann er,
að fylgja sinni gömlu trú og sinni
gömlu biblíu, í kenningum sínum.
En við leikmennirnir getum gert
mikið til þess að gera það ánægju-
legt, að koma í kirkju.
“Eg hefi enga ánægju af þessu
fólki, sem eg 'hitti í kirkjunni,”
hefi eg heyrt fólk segja þúsund
sinnum. Það er margt fundið að
oss, kirkjufólkinu, og það er má-
ske töluvert að oss að finna. Vér
erum kannske ekki lausir við
kulda gagnvart hinu fól'kinu og
og kannske lítilsvirðum það. Er-
um ef til vill hálfgerðir hræsnar-
ar. Ef nábúi vor hefir engin trú-
arbrögð, þá höfum vér máske ekki
komið honum í skilning um, að
vor trúarbrögð séu eftirsóknar-
verð. Hann sér, að þau hafa ekki
gert oss glaða og hjálpsama og
ráðvanda og léttlynda. Með
fvamferði voru erum vér oft að
vinna kirkju vorri skaða.
íSannleikurinn er sá, að vér er-
um ekki nógu ákveðnir kirkju-
menn. Vér sækjum kirkjuna og
borgum til hennar, en vér styðj-
tim hana ekki nógu einlæglega.
Fæstir af oss gætu sannfært aðra
um það, að kirkjan sé oss nokkur
nauðsyn. Ef svo væri, mundum
vér láta þar meira til vor taka.
Vér mundum hugsa miklu meira
um hag kirkjunnar og vera þar
starfsamari. Að minsta koiti
ættum vér að geta sannfært börn
vor um það, að kirkjan sé góð og
nauðsynleg stofnun, en í þessu
sýnist ósköp mlörgum mistakast.
Vegurinn til að fá ungt fólk, og
raunar alt fólk, til að sækja
kirkju, er að gera kirkjusóknina
aðgengilega, ánægjulega. En
hvernig? Eg held að fram úr því
máli verði leikmennirnir að ráða.
Þeir byggja kirkjurnar og halda
þeim við. Þeir útvega prestana
og launa þeim og kosta jafnvel
mentun þeirra, en þeir gera held-
ur lítið þar fyrir utan. Það, sem
kirkjumennirnir ættu að gera, er
að sýna heiminum, að þeir taka
öðrum fram í þvi, sem gott er, og
að þeir séu öðrum mönnum hug-
rakkari, kærleiksríkari, og lífs-
glaðari. Efinn og hikið, sem nú
ber svo mikið á, kemur ekki aðal-
lega frá prestunum, heldur frá
leikmönnunum.
Eg held því áfram að sækja
kirkjuna, er eg get komið því við,
og styðja hana eftir föngum. Eg
hefi aldrei orðið þess var, að trú-
arbrögð mín hafi á nokkurn hátt
h;ndrað minn andlega þroska. Þau
hafa aldrei haldið mér aftur. Þau
hafa þvert á móti verið mér upp-
iprettulind góðra hugsana, og
þau hafa friðað mig og veitt mér
ánægju, og mér færist afar-
heimskulega, ef eg nú kastaði trú
minni á glæður. Þrátt fyrir alt,
selm að kirkjunni er fundið, þá
heldur hún ávalt á lofti því, sem
mennirnir þekkja göfugast. Hún
er enn andleg móðir þjóðfélags-
ins göfugustu sona og dætra.
Eg geng ekki í lið með vantrú-
armönnum og óvinum kirkjunnar,
vegna' þess að þar sé eg vonleys-
ið eitt. Eg sé ekki, að þeir hafi
annað að bjóða, en ískalda barátt-
una fyrir tilverunni meðan lífið
endist, og vonleysið þegar dauð-
ann ber að garði. út í þann villi-
dóm vil eg ekki láta leiða mig, eða
börnin mín. — American.
Að skilnaði
Til Mr. og Mrs. T. J. Gíslason,
í tilefni af brottför þeirra frá
Brown. — Flutt á fundi þjóðrækn-
isdeildarinnar “ísland”, 11. nóv
ember 1927.
Enn skal skal fámennið fækka,
Snjallra Frónsniðja hér;
Dvína svanljúfir söngvar,
bjartast sólskin er lér.
Færist hornsteinar hússins,
þess hrun er líkinda spor;
Bresti afltaugar instu,
flestra ofreynist þor.
Þegar samgrónir sundrast,
lamast selskapar þor;
Að eins munljúfar myndir,
senn merkja fortíðar spor;
Meðan samróma sungum
margan samstiltan óð,
Hlutum góðvild og gleði
ykkar gnægta úr sjóð.
Þröngt er mál til að minnast,
svo að makleikum sé,
Sérhvers fordildar framtaks
fyrrum látið í té..
Hverri hugsjón til heilla,
er hæfði framsæknum lýð,
Fylgi ykkar var óskift
frá allri samverutíð.
Leiðir sundrast að sinni,
söknuð veldur oss hjá;
Þökkum orð hvert og ylkend
ykkar hugskoti frá!
Naumt eg trúi þið tapist,
um tímans firðsækinn ál.
Komið aftur að auðga
vor einka samvinnumál.
Fylgja 'hugskeyti heilust
ykkur héðan á braut!
Bægi hollvættir helgar
hverri harðýðgis þraut!
Þótt í suðurveg sækið,
vonin sveipar oss hlý
Að vort segulmagn sigri,
hér saman verðum á ný.
J. H. Húnfjörð.
Hugarfarið.
“Því eins og hann hugsar,
svo er hann.”—(Salómon.
Menn nota nú til stórræða marg-
víslega og mikilvirka orku, sem
aldir og kynslóðir áður ekki
þektu. Hve margvisleg orka er
til og hve djúpar uppsprettulindir
hennar eru, veit þó enginn, en af
allri þeirrí orku, er menn þekkja,
er þó máttur hugans sjálfsagt
mestur. Undir hugsun mannsins
er farsæld hans og framtíð öll
komin, frelsi hans og líif. Ef hann
hugsar, að hann sé volaður, for-
dæmdur og glataður, svo er hann
það. Ef hann trúir því, að hann
sé ríkur, farsæll og hólpinn, svo
er hann það.
Þegar Jesús byrjaði sitt mikla
siðbótar- og endurlausnarverk, þá
þekti hann, eins og hver og einn,
sem af Guði er kjörinn og sendur,
sitt fyrirhugaða og fyrirsagða
starf, og feimnislaust las hann
spádóminn) um isjállfan jsig og
sagði: “í dag hefir ræzt þessi
ritningargrein, sem þér nú hafið
heyrt.” Spádómurinn hljóðar
þannig:
“Andi Drottins er yfir mér, af
því að hann hefir smurt mig til
að flytja nauðstöddum gleðilegan
boðskap, og sent mig til að græða
þá, sem hafa sundurmarið hjarta,
til að boða herteknum frelsi og
fjötruðum lausn.” (Es. 61, 1. 2).
Þarna er talað um boðskap,
græðslu, frelsi og lausn. Græðsl-
an, frelsið og lausnin, er fólgin
í boðskapnum, en boðskapurinn
er tilkynningin, sem verkar á hug-
arástand mannsins og snýr hug-
anum frá myrkrinu til Ijóssins.
Jesús leysti fjötrana með því að
gefa manninum kraft til að
sprengja þá af sér. Hann sneri
manninum frá rangri hugsun að
réttri. Hann leýsti manninn und-
an þrælkun hugarvillunnar,
leysti hannfrá ótta við fordæm-
ingu, djöful og dauða. Hann
fékk manninn til þess að hugsa
að hann sé s æ 11, en ekki van-
sæll, og með því er græðsla, frelsi
og lausn mannsins fengið. Án
réttrar hugsunar, getur engin
hjálp, hve fullkomin sem hún er,
komið manninum að notum.
Það er álitið mikið böl, að vera
fátækur, en Jesús sagði: “Sælir
eru fátækir.” Það var álitið böl,
að Vera sorgmæddur; en Jesús
segir: “Sælir eru syrgjendur” og
þannig hélt hann áfram. Hann
fékk manninn til að skoða það
sem sælu, er hann áður hafði tal-
ið vansælu, og þetta var mögulegt
með því að horfa lengra fram-
undan, með því að sjá markmið-
io. Við þessa sæluboðun sína
bætti Jesús alt af litla orðinu:
“því” — “því að þeirra er himna-
íiki.” Það var hið dýrðlega mark-
mið, sem gerði reynslulífið, er
verkar fullkominn þroska, að
sælu. Jesús fékk manninn til að
líta réttum augum á hag sinn.
Þannig varð hinn fátæki ríkur,
hinn veiki sterkur, særði heill,
fjötraði laus og hinn þrælkaði
írjáls. Það er máttur hugans og
trúarinnar, sem breytir þessu
öllu. Jesús I gerði skaparann
dýrðlegan með því að benda
rcannskepnunni á, hve vegsam-
lega Guð hefði gert hana, hve
miklir möguleikar hennar væru
og hve óendanlega dýrðlegt mark-
mið lifsins væri. í kenningu
Krists verður maður að Guðs
barni, sem ákallar hinn almáttka:
“Faðir vor”. Þar verður maður-
inn konungsins sonur, eigandi
allra hluta, hins yfirstandandi og
ókomna, erfingi Guðs og samarfi
Krists. í kenningu Krists verður
maðurinn næstum almáttugur:
“Alt getur sá, sem trúna hefir.”
Þar verður maðurinn efsta stig
sköpunarverksins, blómkróna á til-
verutrénu, “grein” á hinum sanna
“vínviði”, sem ber “mikinn á-
vöxt.’ Guði til dýrðar. Með þess-
ari hugarstefnu, þessari kenn-
ingu, þessum “gleðilega boðskap”,
græddi Jesús sundurkrömdu hjört-
un, frelsaði þá, sem syndin og
myrkrið hafði herekið, og leysti
þá, sem fjötraðir voru í villu-
snörum hins vonda, í röngum
hugsunarhætti og þar af leiðandi
röngu; líferni. Og allir þeir, sem
þekkingu hafa öðlast í hinum
“gleðilega boðskap”, eru “erind-
rekar í Krists stað.” Þeir vinna
hans verk og boða boðskap; hans.
Eg þori því að segja við þig, kæri
vinur: Trúðu því að þú sért rík-
ur, en ekki fátækur; sæll, en ekki
vansæll; frelsaður, en ekki for-
dæmdur; hólpinn, en ekki glatað-
ur; sterkur, en ekki veikur.
Trúðu því, að þú sért Guðs barn,
samherji sigurvegarans mikla,
sem, íklæddur hertýgjum ljóssins,
brynju réttlætisins, hjálmi hjálp-
ræðisins, skildi trúarinnar ( og
sverði andans, sækir fram við
hlið hans, að hinu háleita og
dýrðlega fullkomnunar markmiði,
og mundu, að eins lengi og þú
sigrar í huga þínum, svo sigrar
þú í lífi þínu. Láttu aldrei neitt
eða neinn skilja þig frá Guði.
Hugsaðu rétt, horfðu á ávinning-
inn, sem gerir reynsluna að sælu.
Lífið er þitt, ef þú þiggur það.
Guð er í þér, ef þú ert með Guði
og í honum. Engin fordæming
manna getur sakað þig, ef þú for-
dæmir þig ekki sjálfur. Ef þú
telur þigj sælan, þá ertu sæll og
ekkert á jörðinni getur tekið sælu
þína frá þér.
Pétur Sigurðsson.
Perlur Elizabetar.
Franski rithöfundurinn Edmond
Jaloux hefir ritað bók um' perlur
Elízabetar Austurríkisdrotningar.
En um þær perlur er þessi saga:
Einhverju sinni tók keisarafrúin
eftir því, að perlur þessar voru að
missa sinn fagra Ijóma. Hún fór
þá til munks nokkurs og bað hann
að sökkva perlunum í sjó á ein-
hverjum afviknum stað, svo að
þær næði ljóma sínum aftur. Þetta
gerði munkurinn og vissi enginn
annar hvar perlurnar voru faldar.
2. ágúst 1898 ætlaði hann að sækja
þær, en í þann mund að hann ætl-
aði að leggja á stað, var hann
sóttur til að þjóusta gamla konu,
sem lá fyrir dauðanum. Síðan
hefir ekkert til hans spurst, og
sennilega liggja perlurnar enn í
felustaðnum í Genf-vatni. — Lsb
Fertugs Minni
STÚKUNNAR HEKLU No. 33,
Flutt í Good Templars Hall,
Winnipeg, 29. des. 1927.
Myrkrin þó að grúfi yfir grund,
oss geislar vonar inst í hjarta
skína,
og kuldi vini nísti nú um stund,
náttúran oss síðar lætur hlýna.
Því sól að vori vermir blóma-
skraiit,
vaknar sérhvað þá til 'lífsins
aftur,
svo æskuvorið allra prýðir braut,
það æðstur sýnist vera jarðlífs
kraftur.
Með vor í huga vini því eg kveð
að vernda öll þau fræ, er skyldu
dafna.
Heklu prýðir hagleik vina með
heiðurs krönsum minninganna
að safna.
í sögum vorum síðar verða skráð
þau sæmdarnöfn, er hjá oss merk-
ust finnast,
Ljúft mun þá um feðra- og fóstur-
láð
frægðargengis systkinanna’ að
minnast.
Að eiga sögu merkir menning þá,
sem mannkyn, heimsins frægstu
þjóða geymir,
hún löngu síðar lætur aðra sjá
það ljósasta sem mannkyns vini
dreymir.
En Hekla frægðarsögu hefir átt
og hástúkunnar virðing mesta
fengið*,
víst of langt mál í þennan ljóða
þátt
þroska starfslíf reglumála gengið.
En mannkyns böli móti stríða
skal,
á meðan lífið helzt á vorri jörðu,
og nú er tími fyrir hrund og hal,
er heitið sverja bindindinu gjörðu,
að fá hvern vin, sem vert er í sé
náð,
að vera með í Góðtemplara starfi.
Blessi dygðin bæði lýð og láð,
lifi hún með frpnskum þjóðar arfi.
Okkur, vinir, tengir bræðra band,
það bæði skyldum sýna í orði, og
verki.
Svo bætum heiminn, bætum þetta
land
og berjumst und'ir Góðtemplara-
merki;
og biðjum guð að lýsa okkur leið,
þó lítinn sigur takist oss að vinna,
vinnum að því vort um æfiskeið
veröld beri leita að og finna.
Lag: Brosand'i land.
Heimsfrægðar nafn
Eldfjallsins íslenzka berðu,
Alþjóðareglunnar verðu
heimsfrægðar nafn.
Bindindismál
Lifi í lýðfrjálsu ríki,
Lýðviqir aungvir því svík'i
bindindismál.
Mannúðarmál,
Liðsinna bágstöddum bróður,
bindindisvina er hróður
mannúðarmál.
Alþjóða mál,
Bræðralag bindindisinna,
Til blessunar alheimi vinna,
alþjóða mál.
Kjörorðin vor:
Trú, von og kærleikur tíðum
Tákna það bezta hjá lýðum
kjörorðin vor.
Fjörutíu’ ár
Hekla því, heimsfræðar merki
haldið i prði og verki
fjörutíu’ ár.
* •* *
i
Sem Heklu-gosin lýstu’ um íslands
ála,
og Eggert* málar bezt í sínu ljóði,
lýsti kærleiks öfl frá sál til sála,
sigur andans, heimsins bezti gróði,
Stúkan Hekla lýsi á leiðum vönd-
um;
ljósin eru dæmin beztu manna,
oss vitar lýsi frá þeim vonar-
ströndum
hvar vitið eyðir skaðsemd hús-
meinanna.
G. K. Jónatansson.
* Mrs. Guðrún Búason frá stúk-
unni Heklu var fyrsti íslending-
ur í framkvæmdarnefnd hástúk-
unnar.—Höf.
*) “Skipurum nóttin birtu bjó” o.
s. frv. — Eggert ólafsson.
Hárið.
“Það var, ég hafði hárið.”
Eg sá fyrir skömmu auglýsingu
á þessa leið:
‘VHár við íslenzkan og erlendan
fcúning fáið þið hvergi betra né
ódýrara en í verzlun N. N. Unnið
úr rothári.”
Mér varð einhvern veginn hálf-
ónotalega við, eins og eg hefði
rekið höndina í eitthvað dautt og
kalt i myrkri. ótal undarlegar
spurningar þyrptust í huga minn
og jafnframt só eg fyrir mér þátt
úr gömlum ileik, sem hét “Brúð-
kaupsnóttin”. Brúðhjónin voru að
hátta. Brúðguminn horfði ást-
fanginn á brúði sína. Hún tók af
sér hárið. Það var hinn fegursti
haddur — unninn úr rothári. Hún
tók úr sér hægra augað. Það var
glerauga. Oft hafði brúðguminn
dáðst að augum unnustu sinnar
og ekki sízt af því, að hægra aug-
að sýndist kyrlátara en hitt.
Augnaráðið var ímynd hins und-
arlega samblands fjörs og festu,
frosts og funa, er var svo dásam-
legt í fari þessarar meyjar. Hún
tók úr sér tennurnar. Hún tók af
sér brjóstin o. s. frv. Eg sá þetta
alt speglast í augum brúðgumans.
Svo datt mér í hug gömul vand-
ræðaspurning úr heimspekinni.
Hún var á þessa leið: Ef smám-
saman er gert við einhvern hlut,
þannig að partur af honum er
tekinn burt og annar nýr í sama
sniði settur í staðinn, unz að lok-
um ekkert er eftir af hinum upp-
runalega hlut, er hann þá enn
sami hluturinn? Kona, sem er
samsett af mörgum sundurlausum
pörtum, giftist manni, en skiftir
síðan smásaman um hina lausu
parta, fær sér nýtt hár, nýjar
tennur, ný brjóst, nýtt auga o. s.
frv. — er hún þá enn kona manns-
ins síns? Þeir sem líta á þetta
frá sjónarmiði verzlunarinnar,
mundu óhikað svara játandi, því
að auðvitað hafi maðurinn borg-
að brúsann og eigi með enn meira
rétti það, sem hann hefir greitt
fé fyrir, en hitt, sem hann fékk
gefins. En mér er sama hvað hver
segir, mér stendur hálfgerður
stuggur af konum, sem eru settar
saman af mörgum sundurlausum
pörtum, blátt áfram af því, að
slík kona getur þegar minst vonum
varir tvístrast og fokið út ií veð-
ur ogi vind. Lausa hárið getur
fokið, farðinn skolast af, lausar
tennur og augu hrokkið á haf út
og—botninn suður í Borgarfirði.
Eg skal ekki öfunad þann mann,
sem verður.að tína konuna sína
saman út um hvippinn og hvapp-
inn. Það er einhver munur, að
konan sé ein samföst, lifandi
heild, sem ekki tvístrast í stormi,
eða skolast burtu í regni, eða
liggur á víð og dreif um allar
stofur.
En hvernig stóð á auglýsing-
unni? “Hár við íslenzkan og er-
lcndan búning?” Voru ekki að
minsta kosti þær, sem ganga á
erlendum búningi, hver af ann-
ari að láta klippa af sér hárið?
Kl'ppa þær ef til vill af sér hárið,
sem guð hefir gefið þeim, og fá
sér svo í staðinn gott og ódýrt
hár—unnið úr rothári? Eg heyrði
í æsku isögu um pilt, sem vildi
hefna sín á stúlku. Hann sveikst
að henni og stýfði af henni flétt-
urnar. Það þótti hið mesta níð-
ingsverk. Nú hefir einhver dóni
í París fyrir nokkrum árum stýft
flétturnar af fallegri stúlku. En í
staðinh fyrir að hegna honum
eins og hann átti skilið, hefna
konur um allar álfur þessa ódáða-
verks á sjálfum sér, með því að
stýfa af sér einhverja fegurstu
prýði, sem guð hefir gefið þeim.
Þær segjast, trúi eg, ekki fremur
þurfa langt hár en karlmenn. Er
það nú víst? Hvers vegna hefir
náttúran þá gætt þær meiri hár-
vexti en karlmenn? Þegar eg sé
ungæ stúlku koma undan skærun-
um og vesliugs litlu kollarnir eru
svo tituprjónshauslegir, þá liggur
mér við að ieggja hendur á höfuð
þessara fórnarlamba tízkunnar og
biðja guð að fyrirgefa þeim synd-
ina gegn náttúrunni. Því að þeim
er ekki ætlað að verða eins og
karlmenn. Það eru heimskir
skraddarar suður í löndum, sem
eru að tæla þær saklausar til þess
að herma alt eftir strákunum.
Nú vil eg biðja þær fögru frúr,
sem hafa látið freistast til að
klippa sig, að halda ekki að eg sé
að neita því, að þær séu enn þá
fallegar, þrátt fyrir hárskurðinn.
Það var einmitt orðið: þær eru
fallegar, þrátt fyrir hárskurðinn,
en ekki vegna hans, og þær eru
falllegar vegna þess, að þær geta
látið hársnotrur setja klipta hárið
svo vel upp, að höfuðstærð og höf-
uðlag sýnist svipað og áður, með-
an hárið var heilt. En stúlkur,
sem ekki hafa tíma né tækifæri til
þess að nostfa við klipta hárið,
verða eins og flókatryppi — sitt
hárið í hverja áttina. Og eitt geta
kliptu konurnar ekki. Þær geta
ekki látið “skína
skrautskriður úr
skararfjöllum.’,
Þær geta ekki látið skildið
“greiða sér lokka við Galtará” og
uni þær verður ekki kveðið:
“Falla lausir um ljósan
lokkar háls hinn frjálsa.”
Og þó er þessi frjálsi leikur iokk-
anna einhver hin fepursta sjón
undir sólunni. G. F.
—Vaka.
Pietro Mascagni, sá er samdi
söngleikinn “Caualleria Rustic-
ana”, hefir nýverið samið lag við
nýjan, ítalskan verkamannna-
sálm, eftir Emond Rossini. Er
bæði sálmur og lag tileinkað Fas-
cistastefnunni. Er lagið, að sögn,
afar tilkomumikið.
Sárar af Saxa
Berið dálítið af Zam-Buk á
hendurnar handleggina til að
græða sárindin og koma í veg
fyrir þau. Það reynist vel.
IZam-Buk er gert úr heilnæm-
um jurtum, sem draga úr svið-
ann og bólguna o£ gera húðina
sterka og heilbr'igða. Zam-Buk
læknar fljótlega frostbólgu og
allskonar sárindi á hörundinu.
Það er betza og handhægasta
meðalið til að lækna skurði og
alla hörundskvilla.
Kvef. Hafir þú kvef, þá láttu
Zam-Buk í lófa þinn og andaðu
því svo að þér. Ef það er fyrir
brjóstinu, þá hitaðu Zam-Buk
ofurlítið og berðu það svo á
brjóst'ið kvelds og morguns.
MÝKIR og GRÆBIR
VER BLÓ5ÐEITRAN
Hunaugsframleiðsla.
í stórum stíl.
í Coaldale héraðinu í Alberta,
er stór- býflugna-rækt, sem sam-
an stendur af 1,100 búum. Bú-
in eru í tuttugu smáþorpum á
allstóru svæði. Um miðjan á-
gúst í sumar, þegar hunangs-
tíðin stóð sem hæst, söfnuðu bý-
flugurn'ar um 5 tonnum á dag.
Umgjörðirnar með hunanginu
eru fluttar jafnóðum á flutn-
ingsbíl þangað sem hunangið er
dregið út. Til þess er notuð
vél, sem tekur 45 umgjörðir í
einu, og er snúið með mótorafli.
Það eru 5 til 6 pund af hunangi
í hverri umgjörð, og þurfa þær
að vera 12 mínútur í vélinní.
Þetta er alt Sweet Clover og
Alfalfa hunang. Sweet Clover
gefur af sér hunang, þó hitinn
sé að eins 64 gr., en alfalfa ekki
fyr en hitinn er 70 gr.
Eitt bú var haft á vog, og
fyrstu tíu dagana af ágúst safn-
aðist í það 123% pund, eða meir
en 12 pund á dag.
'Stór, gufuhýtaður hnífur er
notaður til að skera vaxið af
hunanginu í umgjörðunum, áð-
ur en hunangið er dregið út.
Þegar hunangið kemur úr vél-
inni, er því pumpað í stóra
geymira, sem taka fimm tonn
fcver. Gufa er notuð til að hita
það upp í 145 gr., svo það renni
liðlega um allar pípur. Niður úr
geymirnum er það svo látið
renna í föturnar og er vigtað
um leið.,
í sumar gáfu búin af sér 150
pund af hunangi hvert, eða í alt
165,000 pund (8014 tonn), og
þarf 8 til 10 járnbrautarvagna
til ,að rúma það. Árið 1926 var
það meira. Þá gaf hvert bú af
sér 175 pund.
Eru Nýrun Veik?
“Eg hafði mikil óþægindi af
nýrnaveiki. Eg hafði verk í bak-
inu og eg var taugaveiklaður og
máittfarinn,” segir Geo. B. Lea-
vitt, Sublett, Kans. “Eg reyndi
Nuga-Tone og Ií%ir nú vel. Eg
mæli ákveðið með Nuga-Tone við
alla, sem eru bilaðir á heilsu.”
Nuga-Tone hefir revnst þeim
mikil blessun, sem eru ait af l&sn-
ir og máttfarnir. Það héfir veitt
taugaveikluðum mðnnum og kon-
um nýja krafta, aukinn áhuga og
dugnað. Það veitir endurnær-
andi svefn. N,uga-Tone eykur mat-
arlystina og bætir meltipguna.
Þao læknar nýrnaveiki og blöðru-
sjúkdóma, oft á fáum dögum.
Sömuleiðis eyðir það gasi í mag-
anum og öllum óþægindupi, sem
af því leiða. Það gerir menn feit-
ari og sællegri og styrkir þá, sem
veiklaðir eru. Lyfsalar seljq það
og ábyrgjast að pað reynist vel.
SENT TIL ÞIN 1 DAG
BEZTU fTTk T A AFÖLLUM
TEGUNDIR i%l 1 I SORTUM
Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím-
ann og vér fáum hana.
DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK
— SOURIS — FOOTHILLS — McLEOD RIVER —
KOPPERS COKE — POCAHONTAS
Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Áreiðanlegum Ýiðskifta-
mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um Það,
Hvernig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu
Sort af Kolum
D.D.WOOD & SONS
Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS