Lögberg - 26.01.1928, Side 7
LíöGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAR 1928
B1&. 7.
Einingarhugsjónin
í *ögu Norðmanna
Eftir Torkell I. Lövland, ræð.m.
Á stofnfundi “Félags Norð-
manna í Reykjavík” 18. okt. 1927,
flutti Torkell I. Lövland ræðis-
maður einkar fróðlegt erindi um
einingarhugsjónina í sögu Norð-
manna. Skýrði hann einkar ítar-
lega frá viðburðuum 1905, þegar
Norðmenn fengu sjálfstæði sitt
aftur að fullu, og bygði >ar með-
fram á heimildum, sem til þessa
hafa verið litt kunnar.
Noregur sameinaðist í eitt ríki
eftir orustuna í Hafursfirði, sem
venjulega er talið að hafi staðið
872. 'Hefir þó merkasti núlifandi
sagnfræðingur Norðmanna, Halv-
aan Koht, leitt ýms rök að því að
orusta þessi hafi staðið nokkrum
árum síðar, en það skiftir ekki
máli í þessu sambandi. Eftir fall
Ólafs konungs helga á Stikklastað
festist ríkiseiningin á ný; síðar
jók Sverrir konungur konungs-
valdið og hámarki sínu náði Nor-
egsveldi hið forna á dögum Há-
konar gamla. En þá fer að halla
undan fæti og bráðlega hefst hið
hikla niðurlægingartímabil í sögu
Noregs, 400 ára nóttin, sem Hen-
rik Ibsen kallar, í Per Gynt, og
landið komst undir andleg og ver-
aldleg yfirráð Dana. Dönsk tunga
breiddist út í landinu, einkum með
siðbótinni, því lítið var. prentað
annað en guðsorðabækur, og þá
vitanlega á dönsku. Það voru ekki
nema sveitabygðir, og þá helst
þær afskektustu, sem héldu trútt
við tungu sína, sem þó vitanlega
breytltist smátt tog \smátt. En
þegar fer að líða á 18. öldina fer
þ.jóðinj að rumska fyrir alvöru og
raddir þeirra hugsjónamanna, sem
þá létu til sín heyra, voru fyrir-
boði nýs tíma. Árið 1811 kom fram
fyrsti árangurinn af þjóðernis-
vakningunni þá var háskólinn í
Ósló stofnaður, en hann hefir sið-
a verið ein hin mesta lyftistöng
r.ndlegra framfara og þjóðernis-
þroska í landinu.
Með friðnum i Kiel var Noreg-
ur afhentur Svíum eins og hver
önnur nýlenda. Stórveldin stóðu á
bak við þá ráðbreytni. Danir urðu
að sæta kostum hins sigarða, en
Svíar, sem verið höfðu bandamenn
Napoleons, fengu sigurlaunin þar
sem Noregur var, og voru þau svo
ríflega úti látin til þess að bæta
Svíum upp missi Finnlands, sem
þeir höfðu orðið að láta af hendi
við Rússa. En Norðmenn mót-
roæltu vitanlega þessum aðförum
og tóku Kristján Friðrik rinz til
konungs yfir sig, og sömdu stjórn-
arskrá, er enn þá gildir í flestum
atriðum. Er hún eftirtektarverð
fyrir það, hve ákvæði hennar eru
frjálsleg í samanburði við þáver-
andi grundvallarlögannara þjóða.
Hefir stjórnarskráin norska verið
talin frjálstegasta stjórnarskrá
Evrópu, alt þangað til lýðréttis-
hugmyndin sigraði í ýmsum lönd-
um eftir lok ófriðarins mikla. —
Til dæmis voru aðalsréttindin úr
logum numin 1821, en sumstaðar
í öðrum löndum gilda þau enn.
Konungdómur Kristjáns Friðriks
varð skammgóður og varð hann að
hröklast úr sessi, með því að all-
ar tilraunir til að leita styrks hjá
stórveldunum, urðu árangurslaus-
ar. En verk Eiðsvallarmanna
1814 bar þó mikinn árangur, því
svo samhuga stóðu þeir, að Svíar
sáu sér ekki fært að malda í mó-
inn og í stað þess að verða jafn-
ósjálfstæðir og þeir áður höfðu
verið í sambandinu við Dani, þá
íengu þeir eftir 1814 fult sjálf-
stæði í innanlandsmálum sínum og
stjórnarskráin, sem þeir höfðu
samið handa hinu alsjálfstæða
konungsríki, hélzt óbreytt í flest-
um atriðum, eftir að löglegt sam-
band var komið á. En út á við
voru Svíar “yfirþjóðin” og sænsk-
ir menn fóru með utanríkismál
Norðmanna. Sakir ókunnugleika
binna sænsku erindreka á norsk-
um málum, urðu oft tilfinnanleg
raistök á meðferð utanríkismál-
anna. Er “Bodö-málið” einkum
frægrt orðið, en út af því urðu
Norðmenn að greiða stórfé vegna
handvammar hinnar sænsku ut-
anrfksstjórnar.
Sjálfstæðis meðvitundin óx
smám saman byr fram á síðari
hluta aldarinnar sem leið, en fór
þó hægt. Noregur átti við mjög
hægláta og værugjarna embættis-
mannastjórn að búa og almenn-
ingur réði litlu um stjórnmál. En
nú er Johan Sverdrup, hinn mikli
þjóðræðis- og sjálfstæðishöfðingi,
kominn til sögunnar og 1884 fell-
ur ríkisréttardómur á þáverandi
stjórn, ráðuneyti Selmers. Em-
bættismannavaldið var fallið, en
lýðræði og þingræði komið i stað-
inn. Sverdrup var tvímælalaust
mesti stjórnmálahöfðingi Noregs
á öldinni sem leið, þó ekki tækist
honum hið sama, sem Chr. Mich-
elsen tókst 1905: að sameina alla
norsku þjóðina. En svo mikið var
þó vald hans, að honum tókst að
auka sjálfstæði landsins, t.d. með
haráttu sinni gegn þeirri skoðun,
sem kom fram hjá Svíum og sum-
um Norðmönnu, að konungur gæti
synjað staðfestingu eigi að eins á
almennum norskum lögum, held-
ur og á stjórnarskránni. Sverdrup
hélt því fram, að konungur hefði
engan rétt til að synja stjórnar-
skrárbreytingum staðfestingar og
hvað lög snerti hefði hann að eins
frestandi synjunarrétt. Og sú
skoðun vann sigur.
Skömmu seinna fer að rísa deila
sú, er í raun réttri varð upphaf
viðburðanna 1905: konsúlamálið.
Norðmenn kröfðust þess, að mega
sjálfir annast að einhverju leyti
erindrekstur erlendis og enn-
fremur að norski fáninn hreinn
fþ. e. án sambandsmerkis), skyldi
viðurkendur á heimshöfunum, en
þessu svöruðu Svíar með bláköldu
nei. Um þær mundir sem deila
þessi hófst, voru Norðmenn alls
ekki undir það búnir að ná rétti
sínum með valdi, svo að í ófriði
hefðu þeir eflaust farið halloka.
En eftir stjrnarfarslegan sigur
1865 taka þeir að bæta hervarnir
sínar, herinn fær ný vopn og góð
og virkin við Kongsvinger og
Fredérikssen, sem bæði vita að
ladamærum Svía, voru endurbygð
mjög rammbyggilega og ný virki,
bygð við landamærin, í örje,
Dingsrud og Hjelmkollen. Átti
Georg Stang mestan heiðurinn af
þessu. En mjög voru þeir í mikl-
um meiri hluta, sem vildu halda
áfram samningunum við Svía, og
þar á meðal menn eins og Björn-
son, Sig. Ibsen og Michelsen. —
Stjórnin, sem mynduð var 1903
hafði á stefnuskrá sinni: “Aðeins
að semja.”
Þá er það, að Michelsen tekur
upp hina gömlu vinstristefnu, sem
hann kallar: að finna nýjar leiðir
og setja sér ný markmið. Annað-
hvort að fá konsúlamálinu fram-
gengt eða rjúfa sambandið við
Svía. Og loksins snemma á ár-
inu 1905 sameinast allir flokkar
um þessa stefnu og Michelsen
myndar sterkustu samsteypu-
stiórnina, sem nokkurn tíma hefir
setið i Noregi.
Þingið samþykkir konsúlslögin
og sendir þau konungi til undir-
skriftar 27. maí. Norðmenn væntu
þess, að konungur mundi láta
undan síga þeim eindregna þing-
vilja, er að baki stóð. En hann
neitaði að undirskrifa lögin. Ten-
ingunum var kastað.
Það var Jörgen Lövland, sem þá
var “statsminister” Norðmanna í
Stockholmi og bar frv. fram fyr-
ir konung. óskar konungur var
þá nýtekinn við ríkisstjórn á ný
eftir langvinn veikindi og var alls
ekki heilbrigður. Jafskjótt og
hann neitaði að undirskrifa, til-
kynti Lövland, að hann legði nið-
ur völd sín og fyrir alla stjórn-
ina. Þegar bóka skyldi neitun
konungsins, sem jafnframt skyldi
undirskrifuð af Lövland, benti
hann konungi á, að með því að
hann hefði lagt niður völd, gæti
hann ekiki undirskrifað. Kon-
ungur vildi ekki fallast á þetta,
en. þá greip krónprinsinn, núver-
andi Svíakonungur fram í og
sagði: Jú, Lövland hefir rétt fyr-
ir sér. Gekk þá fyrst uþp fyrir
konungi hvað skeð væri: að hann
væri orðinn þess ómegnugur að
gefa út skipanir, er Noreg vörð-
uðu. Gekk hann þá af fundi, án
þess að kveðja, en varð litið aftur
í dyrunum og sá, að krónprinsinn
tók í höndina á Lövland. Sneri
hann þá við og kvaddi einnig.
Leið nú og beið rúma viku, án
þess að konungi tækist að fá neinn
til- að mynda stjórn, enda var
ekki við því að búast, svo einhuga
sem þing og þjóð var í málinu. En
þessa daga var unnið osleitilega í
ósló, og loks aðfaranótt 7. júní
tókst að yfirbuga mótstöðu sjö
þ'ngmanna, sem hræddir voru við
að leggja út í skilnað. — Morgun-
inn eftir var haldinn hinn merk-
asti fundur i sðgu norska stór-
þingsins og stóð hann ekki nema
rúman klukkutíma. — Las Berner
forseti þar upp tilkynningu þess
efnis, að þar eð konungur hefði
neitað að taka við lausnarbeiðni
stjórnarinnar, hefði hún lagt völd
sín í hendur þingsins, sem hins
rétta aðila í stað konungsválds-
ins. iSiðan samþykti þingið sam-
hljóða tillögu forseta um, að fela
stjórninni að fara með völdin,
ekki að eins venjuleg ráðneytis-
völd, heldur og völd þau, er áð-
ur hefðu verið hjá konungi.
Stórtíðindin er gerst höfðu flugu
í einu vetfangi um allan heim. Út
í frá voru aðgerðir þingsins kall-
aðar bylting og er óskar konung-
ur heyrði fréttina, varð honum að
orði: “Það er hafin stjórnarbylt-
ing í Noregi.” — En Norðmenn
sjálfir töldu sig ekki hafa gert
annað en þeir höfðu fulla heim
ild til, samkvæmt stjórnarskrá
ríkisihs. Um alt land var úrslit-
unum fagnað einhuga, eins og líka
mátti sjá af atkvæðagreiðslunni
síðar um sumarið, er segja skyldi
til um, hvort þjóðin væri sam-
þykk gerðum stórþingsins 7. júní.
Aðeins 184 atkvæði sögðu nei.
Seinni hluta sama dags var aft-
ur haldinn fundur í stórþinginu
til þess að semja ávarp til þjóðar-
innar og næsta helgan dag á eft-
ir, 11. júní, sem var hvítasunnu-
dagur , var haldin þakkarguðs-
þjónusta og boðskapur þingsins
fluttur frá öllum aðalkirkjum í
landinu.
En þá var máske mestur vand-
inn ennj eftir. — Hvernig mundu
Svíar taka þessu? Mundu þeir
sætta sig við það sem orðið var,
eða grípa til vopna? Yissulega
munaði það ekki nema hársbreidd,
að stríð yrði milli bræðraþjóð-
anna, og að því var afstýrt, má
mest þakka fyrirhyggju stjórnar-
innar og þar næst ötulu starfi
nokkurra sænskra friðarvina.
Jafnframt því, að Michelsen var
formaður ráðuneytisins, var hann
i raun réttri forseti hins kon-
ungslausa ríkis frá 7. júní þang-
að til að Hákon konungur kom til
Noregs 25. nóvember um haustið.
Stjórnin hafði haft viðbúnað til
að taka afleiðingunum af ríkis-
slitaákvörðuninni; t. d. hafði hún
haft leyni-erindreka erlendis til
þess að tala máli Norðmanna hjá
stórveldunum og tryggja Noregi
viðurkenningu þeirra. — Helstir
þeirra, sem unnu að þessu, voru
þeir sendiherrarnir Wedel-Jarls-
berg og Vogt, Friðþjófur Nansen,
dr. Urbye, nú sendiherra í Moskva
og Johs. Jurgens, núverandi sendi
herra í Róm. Af erlendum stjórn-
málamönnum með stórveldunum,
má ekki sízt þakka Landsdowne
lávarði og utanríkisráðherra Dana
Aaben-Lewetzau greifa, fyrir gott
starf og að alt fór friðsamlega að
lokum.
í Svíþjóð var stór flokkur
manna, sem ávalt hafði staðið á
móti öllum norskum kröfum og
se nú vildi hefja strið við Norð-
menn fyrir hvern mun. Var Rappe
hershöfðingi foringi þessara ó-
friðarseggja. Norðmenn voru,
vegna umbóta þeirra, sem gerðar
höfðu verið á hernum og virkjum,
eftir 1895, allvel undir ófrið bún-
ir, og skal ósagt látið hvernig úr-
slitin hefði orðið, þó til ófriðar
hefði komið. En líka voru í Sví-
þjóð áhrifamiklir menn, sem tóku
öflugt í strenginn gegn ófriði, t.d.
Hjalmar Branting og hinn göfugi
stjórnmálamaður Adolf Hedin,
sem; kallaði ófrið við
“bróðurmorð.”
Norðmenn
Fulltrúar Svía og Norðmann.i
setust á ráðstefnu í Karlstad um
sumarið og gekk þar í miklu þófi.
Meðal fulltrúa Norðmanna var
Jörgen Lövland, sem 15. júní um
vorið hafði tekið að sér forstöðu
hins nýja norska utanríkisráðu-
neytis. Bréf þau og skeyti, sem
fóru á milli hans og Adolf Hedin
um þær mundir, sýna með átakan-
legum hætti hinn einlæga friðar-
vilja dauðsjúks manns, sem þrátt
fyrir miklar líkamlegar þjáning-
ar er sívinnandi að því að varð-
veita friðinn. (Því miður verður
að sleppa þeim úr þessari endur-
sögn á fyrirlestrinum). Hedin dó
þetta sama sumar, 20. september,
en friðnum var þá borgið. Lengst
stóð í þófi um kröfu þá, er Svíar
gerðu til Norðmanna, að þeir rifu
niður virkin á landamærunum. —
Norðmenn gengu um síðir að
þeirri kröfu, og engan mun iðra
þess nú.
Það er vitanlega ómögulegt að
gefa glögga mynd af því, hvern-
ig áhrif íregnin mikla h'afði á
þjóðina 7. júní. Henrik Verge-
land kemst svo að orði í smáriti
einu um viðburðina 1814: “Ynd-
islegra ár hefir engin þjóð upp-
lifað en Norðmenn 1814. Fingur
guðs sést í viðburðum þess. Þess
vegna á tilfinning trúarkends
þakklætis að blandast gleði þjóð-
arinnar á frelsishátíð hennar.” —
Með sama réttii má heimfæra orð
þessi tiL viðburðaanna /1905 og
úrslita þeirra, sem á því urðu.
Meðan Norðmenn voru í sam-
mandi við Danmörku, rúm 400 ár,
og við Svíþjóð í 91 ár, gafst oft
tilefni til væringa. En síðan Norð-
menn fengu fult sjálfstæði sitt og
hafa leyst tengslin við Svía á frið-
samlegan hátt, hefir samkomulag
þjóðanna og vinfengi verið betra
en nokkru sinni fyr. Og allir
þeir Norðmenn, sem til ábyrgðar
finna, kosta einmitt kapps um að
lifa í friði við hinar norðlægu
þlóðirnar líka, og þá fyrst og
fremst íslenzku þjóðina og dönsku
Sem einkunnarorð Norðurlanda
samvinnunnar vildi ræðumaður
taka orð Bjðrsons 1 hinu fagra
kvæði hans:
Elsk din næsta, du kristen sjæl,
træd ham ikke med jernskodd hæl,
ligger han end i stövet!
ti alt som lever er underlagt
kjærlightens gjenskaper magt,
blir den bare prövet.
—ÍLesb. Mbl.
Náttúran.
(Goethe.)
Náttúra! Hún umlykur og um-
faðmar okkur — við getum ekki
komist út úr henni, og við getum
ekki komist dýpra niður í hana.
Óbeðið og fyrirvaralaust tekur
hún okkur I hringdans sinn og
snýr okkur áfram með sér, unz
við þreytumst og hnígum úr
hendi hennar.
Hún skapar endalaust nýjar
myndir; það sem er,. var aldrei
áður, það sem var, kemur ekki
aftur; alt er nýtt og þó ávalt hið
sama.
Við lifum mitt í henni og erum
henni ókunnugir. Hún talar við
okkur í sífellu, en lætur ekki upp
við okkur leyndardóm sinn. Við
orkum í sífellu á hana, og höfum
samt ekkert vald yfir henni.
Hún virðist hafa haft allan
hugann á einstaklingseðlinu, og
henni verður ekkert úr einstak-
lingunum. Hún byggir 1 sifellu, og
eyðir í sífellu, og að vinnustöð
hennar verður ekki komist.
Hún lifir í eintómum börnum,
en móðirin, hver er hún? Hún er
völdundurinn mikli; úr einfaldasta
efni vinnur hún stærstu andstæð-
ur, h'inni i'mestu fullkomun nær
hún, án þess að virðast hafa nokk-
uð fyrir; hinni nákvæmustu á-
kvörðun nær hún, ávalt hjúpuð
einhverjum mjúkleika. Sérhvert
verk hennar hefir sitt eðli, hvert
fvrirbrigði hennar er algerlega
sérstætt, og þó er alt eitt.
Hún leikur sjónleik. Hvort hún
sér hann sjálf, vitum við ekki, og
þó leikur hún hann fyrir okkur,
sem stöndum úti í horni.
í henni er eilíft líf, verðandi og
hreyfing, og þó miðan henni ekk-
rt áfram. Hú ummyndast að ei-
lífu, og ekkert augnablik er kyrr-
staða í henni. Stöðugleika þekkir
hún ekki, og bölvun sína hefir
hún lagt við kyrrstöðuna. Hún
er ákveðin; skref hennar eru föst,
undantekningar hennar sjaldgæf-
ar, lög hennar óbreytaleg.
Hugsað hefir hún og íhugað í sí-
fellu, en ekki eins og maður, held-
ur eins og náttúra. Hún geymir
sér sinn ákveðna allsherjarskiln-
ing, sem enginn getur ráðið í.
Mennirnir eru allir í henni, og
hún í öllum. Henni ferst vingjarn-
lega við alla, og hún gleðst, þvi
meira sem menn vinna af henni.
Við marga leikur hún svo á huldu,
að hún leikur til enda áður en þeir
taka eftir því.
Einnig hið ónáttúrlegasta er
náttúra, einnig hinn aumasti odd-
borgaraskapur hefir eitthvað af
snildaranda hennar. Sá sem sér
hana ekki alstaðar, sér hana
hvergi rétt.
Hún elskar sjálfa sig, og festir
endalaust óteljandi augu og hjörtu
á sjálfri sér. Hún hefir lagt sig
fram, til þess að njóta sjálfrar
sín. Sífelt lætur hún nýja njót-
endur vaxa, óþreytandi að gefa
sig til kynna.
Hún gleðst yfir blekkingunni.
Hverjum þeim, sem eyðir blekk-
ingunni í sjálfum sér og öðrum,
refsar hún eins og grimmasti
harðstjóri. Þeim, sem fylgir henni
með trausti, þrýstir hún eins og
barni að hjarta sínu.
Börn hennar eru óteljandi. Eng-
um synjar hún alls, en hún á eft-
irlætisgoð, sem hún veitir óspart
gjafir sínar og leggur mikið í söl-
urnar fyrir. Hún heldur vernd-
arhendi sinni yfir hinu stóra.
Hún þeytir börnum sínum fram
úr óskapnaðinum, og segir þeim
ekki hvaðan þau koma né hvert
þau fara. Þau eiga að halda á-
fram; brautina þekkir hún.
Hún hefir fáa aflvaka, en aldrei
útslitna, sístarfandi, sífjöl-
treytta.
iSjónleikur hennar er ávalt nýr,
af því að hún skapar ávalt nýja
áhorfendur. Lífið er fegursta
uppfynding hennar, og dauðinn
er sjallræði hennar til þess að fá
sem mest líf.
Hún sveipar manninn í dimmu
og knýr hann endalaust í áttina
til Ijóssins. Hún getir hann háðan
jörðunni, tregan og þungan, og
kýr hann alt af upp aftur.
Hún veitir þarfir, af því að hún
elskar hreyfingu. Undravert, að
hún skuli koma allri þessari
hreyfingu af stað með svo litlu!
Hver þörf er velgerð, sem er fljótt
fullnægt og vakin fljótt á ný.
\'eiti hún nýja þörf, þá er það ný
uppspretta nautnar; en hún kemst
brátt í jafnvægi.
Á hverju augnabliki tekur hún
hið lengsta tilhlaup og á hverju
augnabliki hefir hún náð mark-
inu..
Hún er sjálfur hégóminn, en
ekki fyrir okkur, því að okkur
hefir hún gert sig mikilvægasta
af öllu.
Hún lætur hvert barn leika að
sér, hvern heimskingja dæma um
sig, þúsundir ganga sinnulausar
yfir sig, án þess að sjá neitt, og
af ðllu' hefir hún ánægju, í öllu
sér hún sér hag.
Menn hlýða lögum hennar,
einnig þá er menn spyrna móti
þeim; menn starfa með henni,
einnig þegar þeir vilja vinna á
móti henni.
Alt, sem hún gefur, gerir hún
að velgerð, því að hún gerir það
fyrst ómissandi. Hún bíður, svo
að menn þrái hana; hún flýtir sér,
svo að menn verði ekki leiðir á
henni.
NÆTURGISTING.
Að bygðum eitt sinn bera
bærinn stóð við sjó á grænu láði.
Drepa högg á dyr mér varð að ráði,
dagsett var, þá næturhvíld eg þáði.
Út kom bóndi’ að ætlan minni gáði,
ekki hýr var fólinn sinnis bráði;
á kollhettuna kauðans víða gljáði,
hún kámug var, eg allvel að því gáði,
hans, á fötum hver þar saumur fláði,
hvítum, svörtum stagað alt með þráði.
Eg húsa beyddist, hann því valla jáði,
hnussa nam, í allar áttir gáði.
Marnum hófa mjög hann lítið stráði,
moðrusli á stallinn niður sáði,
í baðstofuna bauð hann mér, eg þáði,
brúðurin hans á gólfi vefinn kljáði,
af kulda börnin kaunin ofmjög þjáði,
því konu tetrið engan gluggan skjáði;
ullar reitur eg um kvöldið táði,
þó ekki væri það að einu ráði.
borinn var inn bruðningur* og gráði,
Býsn af þessu hafði hver hver sem náði,
svo^dan réttur1 sagði eg væri dáði,
seggurinn tók það gjörvalt upp með háði,
hann ýgldi sig, sem ekki góðu spáði,
ekki neitt samt vont eg við hann rjáði.
Tif rúms mér fylgdi snúðuglegur snáði,
snart að segja þegar eg fötum náði,
flær og annað fleira við mig rjáði,
ferlegt stríð svo nógur gafst mér kláði;
þá morgna tók eg mig í burtu hrjáði,
mér það se'nna enginn heldur láði;
alt í kring um kotið vatnið fláði,
klárnum nærri hvergi þar eg áði.
Hjónin þessi nú þótt enginn náði,
nóg var gott að einhver um þau skráði.
*) Soðin fiskbein. — Þula þessi er eignuð Hall-
grimi Péturssyni.
J. K. Kárdal.
Hún hefir enga tungu né mál-
færi, en hún skapar tungur og
hjörtu, sem hún talar með og
finnur til í.
Kóróna hennar er ástin; að eins
í ástinni er unt að komast nærri
henni. Hún leggur djúp á milli
ailra vera, og alt leitast við að
sameinast. Hún hefir einangrað
a!t, til þess að draga alt saman.
Með fáeinum tygum úr bikar ást-
arinnar, bætir hún fyrir líf fult
af mæðu.
Hún er alt. Hún umbunar
sjálfri sér og refsar sjálfri sér,
gleðst og kvelur sjálfa sig. Hún
er hörð og mild, yndisleg og hræði-
leg, máttvana og alvoldug. Alt er
alt af til í henni. Fortíð og fram-
tíð þekkir hún ekki. Nútíð er
henni eilífð. Hún er gæzkurík.
Eg vegsama hana með öllum verk-
um hennar., Hún er vitur og kyr-
lát. Menn hrifsa ekki af henni
neinar skýringar, ógna henni ekki
til að gefa neinar gjafir, sem hún
gefur ekki af frjálsum vilja. Hún
er kæn, en í góðum tilgangi, og
bezt er að taka ekki eftir kænsku
hennar.
Hún er heil, og þó ávalt ófull
ger. Eins og hún er nú, getur
hún ávalt verið að.
Hún hefir látið mig inn í heim-
inn, hún mun einnig leiða mig út.
Eg trúi henni fyrir mér. Hún
má ráða yfir mér; hún mun ekki
leggja hatur á verk sitt. Eg var
ekki að tala um hana; nei, það,
sem satt er, og það, sem rangt. er, j
alt hefir hún talað. Alt er henn-|
ar sök, alt er hennar verðung.
Yngvl Jóhannesson þýddi.
—Eimreiðin.
GAMAN OG ALVARA.
Ljóðerindi, flutt í samsæti, sem
Mrs. Ingibjörgu Peterson var
haldið að Betel, Gimli, Man., 30.
ágúst, 1927.
Eitt sinn hérna um daginn
út eg gekk í bæinn.
Mér á götu mætti frú.
Sögu hún mér sagði,
svona í fljótu bragði:
að hún ætti enga kú.
Mér hún sagði meira,
—mega allir heyra:
Imba væri orðin gift
bóndinn héti Bjarni,
býr til net úr garni,—
einlífinu öllu svift.
Hót eg varð ei hissa —
í huganum vildi kyssa
þessa ungu, fögru frú.
í helgu hjónabandi
hennar greiðist vandi,
þó hún eignist aldrei kú.
Hér er “glatt á Hjalla”,
hér er margt að spjalla.
um æskufjörið, líf og land.
Hér í helgum ranni,
hafa sveinn og svanni
saman hnýtst í hjónaband.
Ungu Ingibjörgu
alla reiðu fjörgu,
en nú er orðin egtavíf,
sögð er þessi saga:
sífelt ár og daga:
án þín, kona, er ekkert líf.
Margur myndi kjósa
meyju fagra, ljósa—
henni sitja hjá á bekk.
OBjarni hlaut nú happið,
hart er þreytti kappið,
káta fyrir konu fékk.
Nú skal minni mæla,
má hér enginn skæla,
fáein þó eg fleipri orð.
ÖIl við óskum yður:
Ástin, heiilsa, friður
ykkur leiði’ um lög og storð.
Hafið nú í huga:
hót ei látið buga,
mæðu byr þó blási mót.
Hér í herrans nafni,
hafið guð í stafni,
á lífsbát yfir lagar fljót.
Nú er búið ballið,
burt með ungdóms rallið,
alvaran í sæti sezt.
Sameinaðar sálir,
sætast heimsins málið,
það er vandamál—og mest.
Ekki að ganga með
kvef.
ÁTTU ekki vini þína þurfa að
minna þig á að losna við kvef-
ið. Smittaðu ekki viðskiftavinina
og ef til vill þitt eigið fólk. Til að
losna við kvef er fljótasti og viss-
asti vegurinn að nota PEPS.
Þegar Peps taflan leysist upp í
munninum, þá gefur hún frá sér
holl og græðandi efni. Þeim efn-
um andar þú að þér og dregur þau
inn í lungnapípurnar og ofan í
lungun.
Peps gjöra öll andfærin hraust
og heilbrigð. Þær hreinsa lungna-
pípurnar af óhollum efnum _ og
koma í veg fyrir bólgu og sárindi
og halda allri hættu frá lungun-
um. Taktu engin misgtip. Þú
verður að fá Peps töflurnar, með-
aliðsembú andar að þér.
Peps
Fást nú í öllum lyfjabúðum og
öðrum búðum. 25c. askjan, með
35 töflum í silfurpappír. Nafnið
Peps er á hverri töflu.
Guðs og hölda hylli
hljótið nú með snilli,
ykkur trygða skreyti skart,
sem í bæ og bygðum,
beitið öllum dygðum,
þá mun lífið ljóma bjart.
Hér er hjóna skálin,
hér mín þagnar sálin,
hér við drekkum heill og von.
Guð oss alla geymi,
gegn um lífs andstreymi:
óskar Lárus Árnason.
iBið svo: Guð að blessi
brúðhjón ungu þessi,
veit þeim gleði, vit og þrótt.
Héðan geng eg glaður,
gamall, blindur maður.
Guð gefi öllum: Góða nótt!
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man................................B. G. Kjartanson.
Akra, N. Dakota...........................B. S. Thorvardson.
Arborg, Man..............................Tryggvi Ingjaldson.
Árnes, Man. .. ............................F. Finnbogason.
Baldur, Man. .. !...............................O. Anderson.
Bantry, N.Dakota...........................Sigurður Jónsson.
Beckville, Man.............................B. G. Kjartanson.
Bellingham, Wash........................Thorgeir Símonarson.
Belmont, Man...................................O. Anderson
Bifröst, Man...............................Tryggvi Ingjaldson.
Blaine, Wash...........................Thorgeir Simonarson.
Bredenbury, Sask...........................................S. Loptson
Brown, Man....................................T. J. Gislason.
Cavalier, N. Dakota.......................B. S. Thorvardson.
Churchbridge, Sask..........................................S. Loptson.
Cypress River, Man.....................................Olgeir Frederickson.
Dolly Bay, Man.............................Ólafur Thorlacius.
Edinburg, N. Dakota.........................Jónas S. Bergmann.
Elfros, Sask..........................Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask............................Guðmundur Johnson.
Framnes, Man..............................Tryggvi Ingjaldson.
GarSar, N. Dakota.........................Jónas S. Bergmann.
Gardena, N. Dakota..........................Sigurður Jónsson.
Gerald, Sask................................................C. Paulson.
Geysir, Man...............................Tryggvi Ingjaldsson.
Gimli, Man.....................................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man..............................Olgeir Fredrickson.
Glenora, Man.....................................O. Anderson,
Hallson, N. Dakota.......................Col. Paul Johnson.
Hayland, Man..............................................Kr. Pjetursson.
Hecla, Man................................Gunnar Tómasson.
Hensel, N. Dakota...........................Joseph Einarson.
Hnausa, Man.................................F. Finnbogason.
Hove, Man.....................................A. J. Skagfeld.
Howardville, Man............................Th. Thorarinsson.
Húsavík, Man....................................G. Sölvason.
Ivanhoe, Minn........................................B. Jones.
Kristnes, Sask................................ Gunnar Laxdal.
Langruth, Man................................John Valdimarson.
Leslie, Sask....................................Jón Ólafson.
Lundar, Man.....................................S. Einarson.
Lögberg, Sask.....................................S. Loptson.
Marshall, Minn.......................................B. Jones.
Markerville, Alta................................O. Sigurdson.
Maryhill, Man.....................................S. Einarson.
Milton, N. Dakota.............................O.O. Einarsson.
Minneota, Minn......................................B. Jones.
Mountain, N. Dakota.........................Col. Paul Johnson.
Mozart, Sask..................................H. B. Grímson.
Narrows, Man..................................Kr Pjetursson.
Nes. Man.....................................F. Finnbogason.
Oak Point, Man...............................A. J. Skagfeld.
Oakview, Man.................................ólafur Thorlacius.
Otto, Man........................................S. Einarson.
Pembina, N. Dakota..............................G. V. Leifur.
Point Roberts, Wash............................S. J. Mýrdal.
Red Deer, Alta.................................O. Sigurdson.
Reykjavík, Man.................................Árni Paulson.
Riverton, Man................................Th. Thorarinsson.
Seattle Wash...................................J. J. Mýrdal.
Selkirk, Man....................................G. Sölvason.
Siglunes, Man..................................Kr. Pjetursson.
Silver Bay, Man.............................Ólafur Thorlacius.
Svold, N. Dakota............................B. S. Thorvardson.
Swan River, Man.................................J. A. Vopni.
Tantallon, Sask....................................C. Paulson.
Upham, N. Dakota.............................Sigurður Jónsson
Vancouver, B. C...............................A. Frederickson.
Víðir, Man................................Tryggvi Ingialdsson.
Vogar, Man.....................................Guðm. Jónsson.
Westbourne, Man..............................Jón Valdimarsson
Winnipeg, Man.............................Olgeir Frederickson.
Winnipeg Beach, Man..............................G. Sölvason.
Winnipiegosis, Man.....................Finnbogi Hjálmarsson.
Wynyard, Sask................................G. Christianson.