Lögberg - 10.01.1929, Page 3

Lögberg - 10.01.1929, Page 3
LÖGBERG FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1929. Bls. 3. SOLSKIN FUGLINN OG FÚSI. í snörunni fuglinn sat fastur, og fóturinn þrútinn og sár. Hann titraði af angist og ótta, í auganu glitruðu tár. Og tíminn var leiður og langur, hann langaði frelsi að ná, því brúði og börn átti hann lieima, og bezt var að dvelja þeim hjá. Hann flaug út að afla sér fæðu, og flýtti sér eins og hann gat, því aumingja ungarnir litlu þoir æptu og báðu’ hann um mat. Að æti hann leitaði lengi, og lúinn og þreyttur hann var, í fjörunni’ hann fann það um síðir, og fagnandi settist hann þar. Hann bita með nefinu náði, og nú vildi’ liann flvta sér heim, en snörumar fjötruðu fætur. Hann fékk ekki losnað úr þeim. Hann neytti þess afls, sem hann átti, — af engum er heimtandi meir — en kraftarnir voru svo veikir; æ, vesalings fuglinn, liann deyr. Nei, Fúsi um fjöruna gengur og fuglinn í lífsliættu sér. Af meðaumkvun hjarta hans lirærist. Hann hnífinn á snöruna ber. Ó, hugsið hve fuglinn er feginn, er frelsaður leitar liann heim. Og Fúsi með fögnuði starir á ferðir lians langt lit í geiin. En Guð sér af himninum háa, live hjálpsamur drengurinn er, sem fuglinn úr lífshættu leysti, hann letrar því nafn hans hjá sér. —Sig. Júl. Jóhannesson. DRENGURINN OG TEKETILLINN. I. Einu sinni var lítill drengur í Skotlandi. Hann sat eitt sinn framan við eldinn og virti fyrir sér teketilinn liennar mömmu sinnar. Guf- an rauk upp úr stútnum og lokið fór að skrölta og lyfta sér. Hann tók lokið af og leit ofan í ketilinn. Þar var ekkert að sjá nema heitt vatn. “Hvað get- ur það verið, sem kemur lokinu til að lyftast?” sagði hann við sjálfan sig. Hann hélt þurrum bolla yfir gufunni, til þess að sjá hver áhrif það hefði. Þetta var meira en lítið undarlegt. Litli drengurinn sat lengi og horfði og liugsaði. Alt í einu heyrði hann frænku sína segja: “James Watt, svona latan dreng liefi eg aldrei séð. Taktu bókina þína og reyndu að nota tím- ann til einhvers, sem gagn er að. Þú hefir ekk- ert gert í heilan klukkutíma, annað en að taka lokið af katlinum og láta það á aftur. Skamm- astu þín ekki að eyða tímanum svona?” James Watt var ekki eins aðgerðalaus og hún hélt. Nú ætla eg að segja þér söguna af honum, svo að þú fáir að vita, til hvers hann var að virða fyrir sér gufuna í tekatlirium. II. James Watt þótti gaman að fást við ýms á- höld. Það bar jafnvel á því, þegar hann var lít- ill drengur. Pabbi lians gaf honum heilmikið af smíðatólum. Drengurinn bjó til svo marga fallega; hluti með þeim, að menn liöfðu það að orðtaki, að hann væri dverghagur. Þegar hann var seytján ára, varð liann að fara að vinna fyrir sér. Hann lagði af stað að heiman og til Lundúnaborgar. Hann fór ríðandi og var tólf daga samfleytt á leiðinni. Samgöng- ur voru þá erfiðar, af því að þá voru engar gufu- vélar til, og þess vegna heldur engar járn- brautir. James var eitt ár í Lundúnaborg. Síðan fór hann lieim og kom upp vinnustofu. Hann gerði við gleraugu, fiðlur, veiðistengur, orgel og ýmsa aðra hluti. Oft hugsaði hann um gufuna í katlinum. Hann var viss um, að fyrst gufan gat lyft lok- inu á katlinum, hlvti lnin að geta fleira. A þeim tíma vissu menn nauðalítið um gufu- afl. Enginn kunni að láta það hreyfa vélar eða gera annað. James Watt afréð, að reyna að búa til vél, og láta ,gufu hreyfa hana. Hann las alt, sem gat orðið honum að liði, til þess að kynnast gufuafli. Átta ár vann hann vélinni. Fátækur var hann, og’ varð því að vinna á verkstæðinu, til þess að komast af; en að vél- inni vann hann í öllum tómstundum sínum. Ár eftir ár varð hann fyrir vonbrigðum, og alt virt- ist ætla að mishepnast, en hann reyndi aftur og aftur. Loks var vélin tilbúin. Það átti að revna hana á ákveðnum degi. Þegar hann rann upp, fjarlægð. Allir vildu sjá undravélina. Það rjarlæg^. Allir vildu sjá undravélina. Það átti að nota hana til þess að dæla vatn upp úr námu. Vélin var sett af stað, og hún vann verk sitt ágætlega. Það lét afarhátt í henni. Það líkaði áhorf- endunum. Þeir sögðu, a"ð hún gæti ekki unnið svona mikið, ef hún hefði ekki hátt. Gufan hefir unnið mikið, síðan James Watt bjó til fyrstu gufuvélina. Hugsum okkur allar ]iær gufuvélar, sem gera mönnum ferðalög skemtileg og fyrirhafnarlítil. Hugsum okkur þau hús, sem eru hituð með gufu. Við höfum margt og mikið að þakka James Watt. Fyrir lians daga var gufan ekki notuð til neins. Ætli James Watt liafi verið að eyða tíman- um til ónýtis, þegar hann var að virða fyrir sér teketilinn? — Samlb. S. A. EGOG VIÐ. Pétur og Páll gengu eftir þjóðveginum. Þeir sáu glampa á eitthvað á rykugri götunni fram undan sér. Þegar þeir komu nær, sáu þeir að þetta var öxi. “Hæ, liæ”, sagði Pétur. “Hér er ljómandi falleg öxi.” Um leið og liann sagði þetta þreif hann hana upp af götunni. “En hvað við erum hepnir,” sagði Páll. “Við getum selt hana fyrir mikla peninga,” “Við!” sagði Páll, og fór nú að síga í hann. “Þú tókst hana ekki upp,” sagði Pétur. “Það var eg, sem gerði það, og eg á hana.” — Þeir urðu nú óðamála og töluðu svo hátt, að hvorugur heyrði neitt, nema það sem hann sagði sjálfur. “Þeir heyrðu ekki fótatak á eft- ir sér. Alt í einu voru menn komnir fast að þeim. Einn þeirra kallaði: Þarna er þjófur- inn. Hann heldur á öxinni minni. Þetta er sama öxin, sem hvarf úr skemmunni minni í morgun. ” “Þetta er engin liæfa,” sagði Pétur. “Við fundum öxina á veginum, vinur minn og eg. Við höfum ekki stolið henni. Við getum sannað það.” “Þú færð að vera einn um að sanna það,” sagði Páll. “Þú fanst öxina, eg kom þar hvergi nærri.” Að ,svo mæltu sneri hann sér við og gekk leiðar sinnar.—Samlb. S. A. SAGAN AF ÓANÆGÐA DRENGNUM. s Það var einu sinni lítill drengur, sem átti eins mikið af leikföngum og þið öll saman, eða jafnvel meira, en þó stagaðist hann allan dag- inn á þessum orðum: “Æ, mér leiðist svo- hræðilega. Hvað á eg að gera?” 1 hvert skifti, sem hann fékk ný leikföng, varð hann frá sér numinn af gleði og slepti ekki af ]>eim liend- inni. Hann vildi helzt ekkert annað sjá né heyra; en eftir einn eða tvo daga var hann orð- inn leiður á því öllu saman, fleygði því til hlið- ar og sagði: “Æ’, mér leiðist svo hræðilega.” En nú var ekki hægt að fá ný leikföng á hverjum degi lianda drengnum, og var hann því illa settur. Þegar önnur börn skemtu sér við leiki sína, gerði litli drengurinn ekki annað en geispa og velta sér í stólnum. Svo sagði hann víst hundr- að sinnum sömu orðin: “Æ', mér leiðist svo hræðilega.” Aróðir drengsins var jafnvel sjálf farin að þjást af leiðindum, af því hún lievrði liann segja þetta svo oft.— En gætið nú að, að það fari ekki eins fyrir ykkur, áður en eg hefi lokið sögunni. — Á hverjum degi benti liún drengnum á öll litlu, fátæku börnin, sem engin leikföng áttu, en voru þó glöð og ánægð. En þegar fortölur hennar komu að engu gagni, datt henni í hug l að fara og hitta álfkonu, sem átti heima í gler- höll þar í grendinni. Hún sagði henni í hverj- um vandræðum hún ætti með drenginn, en álf- konan svaraði: “Vertu róleg, eg skal lækna piltinn af leiðindunum. ” Álfkonan fór síðan heim með móður drengs- ins, en þegar þær komu að húsinu, var drengur- inn nýgenginn út með föður sínum. Álfkonan gekk úr einu herbergi í annað og snart við öllu, sem drengurinn átti, með fingurgómunum, og tautaði eitthvað fyrir munni sér. Að því búnu fór hún án þess að segja móður drengsins, livað hún liefði í rauninni gert. Drengurinn kom ekki heim fyr en seint um kvöldið. Var hann þá orðinn mjög þrevttur, svo að móðir hans háttaði hann undir eins. Þegar liann vaknaði daginn eftir, rétti hann úr sér og teygði sig, og fór síðan í sokkana og skóna. Svo rétti lmnn höndina eftir buxunum og blússunni sinni. “Æ', ó,” sagði hann gremju- lega, “eg verð að fara í sömu gömlu fötin á hverjum degi, — það er svo leiðinlegt.” En seinasta orðið, sem liann hafði svo miklar mæt- ur á, ætlaði að standa fast í hálsinum á honum, því að viti menn! Buxurnar og blússan stóðu upp, hneigðu sig djúpt fvrir drengnum og gengu svo róleg og alvarleg út um dyrnar, rétt eins og einhver væri í þeim. Drengurinn varð al- veg steinhissa og leit á sig hálfklæddan, síðan hljóp liann til móður sinnar og sagði henni frá þessu skjálfandi af hræðslu. En hún sagði að- eins: “Þetth er rétt handa þér.” Svo lét hún liann standa langa lengi kvíðandi yfir því að verða nú að vera svona liálfklæddur allan dag- inn. Að lokum fékk hann þó leyfi til að fara í sunnudagafötin sín, svo að hann þvrfti ekki að fela sig fyrir fólkinu. Því næst settist hann að morgunverði. — Drengnum var skamtaður sami matur og venjulega, en nú segir hann: “Gef mér sætt kaffi og smjördeigsköku eins og stóra fólkinu, það er hræðilega leiðinlegt að fá mjólk og bollur á hverjum degi.” En, hvað haldið þið að liafi gerst? Mjólk- urg'lasið lyftist upp, hægt og hægt, og öll mjólkin og blessaður rjóminn, strevfndu eins og foss í könnuna aftur, en hvíta, ljúffenga bollan sveif eins og fiðrildi út um gluggann og datt ofan í körfu, sem fátæk beiningatelpa bar á handleggnum. Litla stúlkan hugsaði sig ekki lengi um, hún fór að éta bolluna með mikilli á- nægju. — Drenginn langaði mest til að fara að gráta, en hann þorði það ekki, því að hann hélt hálfgert, að mamma sín hefði lijálpað bollunni út um gluggann. Svangur og sneyptur stóð hann upp frá borðinu, og fór að leika sér. Fyrst fór liann að fást við leikhúsið sitt. Hann dró tjaldið upp, og allar persónurnar komu fram á leiksviðið, en hann vissi ekki livað hann átti að láta þær segja. Svo lét hann tjaldið falla. Þá tók hnn stóra fánann sinn í fangið og gekk um gólf með liann þrisvar sinnum. Svo tók hann byssu sína, g}rrti sig sverði og batt á sig skotfæratöskuna. Hann setti hjálminn á höfuðið og’ fór svo að skilmast en hætti því eftir skamma stund. Fór hann þá að skoða myndabækurnar og leit einu sinni á fyrstu og seinustu síðuna, málaði svo þrjár kýr með bláum og grænum litum í eina teikni- bókina sína. — Eftir þetta fór hann á bak stóra vagghestinum og barði bumbu á hestbaki. Að lokum hætti hann þessu og settist á stól, tevgði sig, geispaði ólundarlega og ságði: “Æ, eg hefi svo oft leikið mér að þessum gullum. Þau eru svo hræðilega leiðinleg.” Ekki hafði hann fyr slept orðunum en alt, sem var í herberginu, fór að hrevfast á óskiljanlegan hátt. Öll gullin fóru á kreik, og fáninn í broddi fvlkingar. Á eftir lionum staulaðist leikliúsið með leikfólkið til heggja handa, sem söng og veifaði höttunum glaðlega. Þar næst kom byssan, tignarleg í hreyfingum með fallegu axlarólina sína; á eft- ir henni kom svo bumban, og barði hnallurinn bumhuna í ákafa. Við aðra hlið hennar liékk skotfærataskan, en sverðið við hina, og yfir þessu öllu sveif svo hjálmurinn í lausu lofti. Síðan kom löng lest af mvndabókum, sem drógu stóran hlaða af litum á eftir sér, líkt og dráttarbátur er vanur að draga selgskip, og svo rak stóri vagghesturinn lestina og hoppaði út að dyrunum. Þegar fáninn kom að dyrun- um, harði hann, og þær opnuðust upp á-gátt, og öll halarófan fór út, ofan tröppurnar og út á götu. Drengurinn stóð fyrst sem steini lost- inn, en svo hljóp hann organdi á eftir. Honum tókst að ná í taglið á hestinum, en um leið sveif öll halarófan í loft upp og flaug af sfað eins og fuglahópur. Drengurinn vildi helzt fljúga á eftir, en gat það ekki. Þá hljóp hann inn aftur hágrátandi. Kom þá móðir hans og sagði al- varlega: “Þetta er rétt handa þér, það var alt svo leiðinlegt.” Nú skildist drengnum att í einu, að það var enginn annar en liann sjálfur, sem var orsök í þessu óláni. Og hann var næstum óliuggandi af harmi yfir ]>ví, að vera nú orðinn svo fátæk- ur, að hann átti engin gull til að leika spr að. Þá mundi hann eftir því, að inni í stofunni hans föður hans var töfraljósker, stokkur með tinhermönnum og fallegasta myndabókin hans. Þangað flýtti hann sér nú. Honum lá við að gráta af gleði, þegar hann var orðinn viss nm, að þetta var þó kyrt. Nú kysti liann gullin sín, og mátti ekki af þeim sjá, og eftir það sagði hann aldrei: “Æ, það er alt svo hræðilega leiðinlegt.” Hann gladdist vfir því, að það skvldi þó vera eitthvað eftir handa honum. Eftir því sem lengra leið, varð hann betri og betri drengur og þá fann hann smátt og smátt aftur gullin sín, sem höfðu flogið burt. En álf- konan, sem hafði hjálpað móður hans svona vel, liét Hygni. — Hvað haldið þið að drengurinn hafi heitið? —Samlb. S. A. EF— Ef brúðan þín bryti á sér kollinn, bætir þá úr þeirri nauð að fara að æpa og orga, svo augun í þér verði rauð? En því ekki að gera úr því gaman og glettni, og segja á þann veg: “Iíún heilla mín hausbrotnaði. Sú hepni, að það var ekki eg.” Ef gengur þú einn úti á götu, og geri þá slagxæðurs bvl, batnar þá við það að blóta og byrsfast og gletta sig til? En væri ekki betra að brosa, en brýrnar að setja ofan á nef, Qg bera sólskin í bæinn, þótt bvlurinn kveði sitt stef? Ef þér finst, drengur minn, erfitt og ókleift að vinna þitt starf, bætir þá ólundin úr því, og evkur þér kraftinn, sem þarf? En væri’ ekki vit í að reyna, og vinna með kjarki og dáð, og sjá hvort þú sigrar ei björninn, þó sýnist það ófært í bráð? Ef Einar ekur í bifreið, og Óli á fallegan hest, mundi þá greiða þér ganginn að gráta, af því þú eigir verst? En væri ekki göfugra að gleðjast, og Guði að þakka það hnoss, að þú átt svo þolgóða fætur og þarft ekki bifreið né hross. Þér finst máske lífið alt ferlegt og fólkið ekki eins og þú vilt. Ætli veröldin vilji nú breytast fvrir vesalings telpu eða pilt? En sæmd er þér, ef þú svo seiglast, og sættir þig við það, sem fæst, og gerir eins ve log þú getur og gleðst við hvert takmark, sem næst? —Stgr. Arason þýddi úr ensku. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjökdðma. Er aö hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannhckn.tr 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 824 HelmlUs Tais.: 82 <28 Residence Phone 24 206 Office Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.R íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar \ og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 Gw W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street GÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Phone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. Fowler Qptical 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN íaL lögfræðlngar. Skilfstofa: Room 811 McArthor Buildlng, Portaga Ava. P.O. Box 165« Phone*: 26 849 og 26 84ð LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N Islenzkir lögfræöingar. 356 Maia St. Tals.: 24 888 peir hafa ehnnig skrifatofur afl Lundar, Riverton, Gimll og PhMK og eru þar að hltta ð. eftlrfylgj- andl tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta flmtudag, Gimll: Fyrsta miBvlkudag, Fhney: priðja föetudag i hverjum mAnuOl J. Raynar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) ísletizkur lögmaður. 12 C.P.R. Bldg. Portage og Main, Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 22 341 Heima 71753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 A. C. JOHNSON 007 Oonfederatlon I.ife Bldg WINNIPKG Annast um fasteigmir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundls. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasími: 33 328 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St- Selur llkklstur og annast ura tt- farir. Allur útbúnaður «á beott. Ennfremur selur hann sllskonej minnisvarða og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 HetmlUs Tals.: 58 802 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 606 Boyd Building Phone 84 1T1 WINNIPEG. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafðður. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 ISLENZKIR FASTEIGNA- SALAR Undirritaðir selja hús og lóðir og leigja út ágæt hús og íbúðir, hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon- ar tryggingar (Insurance) og veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 -t-> e - - - - * ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sero þesM borg liefir nokkurn tima h&ft tniwn vébanda slnna. Fyrirtaks máltiðir. skyr. pönrm- kökui, rullupy(l8a og þjðCræknta- kaffi. — Utanbæjarmenn fá sð ávalv fyrst hresslngu á WEVEL CAFK, 802 Sargent Ave Simi. B-8197. Rooney Stevens, elganði KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c. \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.