Lögberg - 10.01.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.01.1929, Blaðsíða 4
BIj. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1929. Högíjerg j Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86S27 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Bex 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Þjóðbrautakerfið ÞaS er kunnugra en frá þurfi aS segja, hve illvígir aS margir hinna voldugustu fjármála- forkólfa í Montreal. hafa aS jafnaSi verið í garð ÞjóSbrautakerfisins — Canadian National Railways. Gekk þetta jafnvel svo langt, aS einn af sambandsþ’ngmönnunum frá Quebec, kvaSst meS ánægju myndi hafa seit þetta marg- þætta og mikla járnbrautakerfi fyrir segi og skrifa einn dollar, ef hugsanlegf væri aS kaup- andi fengist. Fyr má nú rota, en dauðrota. Sízt ber því að leyna, aS brautakerfi þetta, sem hér um ræSir, hafi oft og einatt átt við ramman reip aS draga. En aS ásigkomulag þess í fjárhagslegu tilliti, væri nokkru sinni jafn öldungis óviSráSanlegt og af var látiS. náSi í raun og v^ru aldrei nokkurri átt. Einna bágbornastur mun fjárliagur þ,jóS- brautakerfisins hafa veriS áriS 1920. Hrukku tekjurnar þá ekki nándar nairri til óumflýjan- legs starfrækslukostnaðar, og kvaS þá svo ramt aS, aS þjóSin varS að leggja fram þrjátíu og fjórar miljónir dala, svo brautum þessum yrði kleift aS halda uppi samgöngum. Um vaxta- greiðslu af höfuSstól, lánum eSa veSbréfum, var vitanlega ekki að tala. Fullyrt hefir verið, að á árinu sem leið, myndu hreinar tekjur ÞjóSbrautakerfisins nema fimtíu miljónum dala. Að vísu eru fullnaðar- skýrslur enn eigi við hendina. En því spáir blaðið Manitoba Free Press, sem að jafnaði er næsta varfærið í áætlunum sínum, að sú muni verða raunin á, að þegar öll kurl komi til graf- ar, muni það koma í ljós, að hreinar tekjur þessa brautakerfis fyrir hið nýliðna ár, muni ekki verða fjarri sextíu miljónum dala. En hvort sem svo fer eða ekki, þá er það ómótmæl- anlega víst, að árið 1928 hefir verið hið mesta veltiár, er þjóðbrautakerfið hefir nokkru sinni haft af að segja. Með fimtíu miljónir dala í hreinar árstekj- ur, mvndi hið canadiska þjóSbrautakerfi, geta greitt fimm af hundraSi í vöxtu, af biljón dala höfuðstól. Um þær mundir, er frjálslvndi flokkurinn tók við völdum í Ottawa, var ÞjóSbrautakerf- ið komiÖ í hina mestu niðumíðslu, eins og þeg- ar hefir verið vikið að. Var þaS því sýnt, aS grípa varS til alvarlegra ráSstafana umsvifa- laust, ef takast átti að koma því á fastan fót. Var hiS nýja ráSuneyti Mackenzie Kings á eitt sátt um þaS, aS ekki kæmi til nokkurra mála aS leggja árar í bát, hvaS járnbrautarkerfi þetta áhrærSi, heldur bæri til þess brýn nauSsyn, sóma þjóSarinnar vegna og almenningsheilla, aS grafist yrSi fyrir um ræturnar á ólagi því, er átt hefSi sér staS, og aS á þeim upplýsingum skyldu síSan viSreisnar tilraunirnar verSa bygSar. Þegar einhver veikist, leita menn venjuleg- ast læknis, séu þess á annaS borS nokkur tök. Eftir aS hafa skilgreint sjúkdóminn, hag§ir læknirinn svo aS sjálfsögSu tilraunum sínum, — gerir uppskurS, sé þaS eina heillavænlega ráSiS, eSa veitir lyfjaforskrift, þar sem upp- skurÖar er ekki þörf. A8 ÞjóSbrautakerfiS væri meira en lítiS sjúkt um þær mundir, er Mackenzie King stjórn- in kom til valda, var engum vafa bundiS. Þetta var stjóminni fvllilega ljóst, og þess vegna leit- aSi hún álits sérfræSings. MaSur sá, er hún kvað til ráSagerSa, var Sir Henry Thoraton, núverandi forseti brautakerfisins. ÞaS leiS ekki á löngu, eftir aS Sir Henry tók viS framkvæmdum, aS fjárhagur ÞjóÖbraut- anna fór aS breytast til hins betra, enda gerSi hann á kerfinu hvern uppskurSinn öSrum meiri, lagSi niSur álmur, er aldrei höfSu boriS sig fjárhagslega, og fékk því framgengt, aÖ nýjum yrSi bætt viS, þar sem arSvænlegast þótti. Fyrstu tvö árin, voru framfarimar í fjár- hagslegum skilningi, ekki stórstígar, þótt alt af væri miSaS í rétta átt, unz svo var komiS áriS 1925, aS hreinn ágóSi af starfrækslu kerfisins, nam þrjátíu og tveim miljónum dalá. Hefir hinn hreini ágóSi jafnt og þétt veriS aS aukast síSan, þar til nú mun þess mega meS nokkrum rótti vænta, að hann hafi hlaupið upp á sextíu miljónir á árinu sem leiS. ÞaS var ekki út í hött, aS Sir Henry Thorn- ton var falin á hendur framkvæmdarstjórn ÞjóSeignabrautanna. Hann hafði áður sýnt og sannað áþreifanlega, hvaS í honum bjó. ÞjóS- brautakerfiS canadiska, er ekki eina járnbraut- arkerfið, sem liann hefir læknað og kipt fjár- hagslega í lag. ÞaS var hann, sem kom á fast- an fót Great Eastern járnbrautarkerfinu á Englandi, sem aldrei hafði bor.iS sig, og ávalt verið ríkinu til byrSi, og til Mexico var hann kvaddur áriS sem leiS, í þeim tilgangi, að leiS- beina stjórninni og koma skipulagi á jám- brautastarfræksluna þar. Sú stund á nú ekki langt í land, ef alt fer aS vonum, að ÞjóðbrautakerfiS verði ein af hinum voldugustu tekjulindum canadisku þjóðarinn- ar. Mun þá bjart verða um nöfn þeirra Mac- kenzie Kings, Sir Henry’s Thornton, og þeirra annara, er töldu uppgjöf eða afsal brautanna, ósamboðna heilbrigðum metnaði hinnar canad- isku þjóðar. 1 svipuðu hlutfalli mun þá hljótt verða um nöfn þeirra afsalsmanna, er selja \úldu af hendi frumburðarrétt þessa canadiska óskabarns fyrir þrjátíu silfurpeninga, eða minna. Enda myndi gleymskan þeim vafalaust kærkomnust, af því, sem úr yrði aS velja. Tímaritið Vaka Nýlega hefir oss borist í hendur heiman af íslandi, þriðja hefti annars árgangs af tíma- ritinu Vaka, og kunnum vér útgefendum beztu þökk fyrir. AS tímariti þessu stendur einvalaliS, því út- gefendur eru þeir Agúst Bjarnason, GuSmund- ur Finnbogason, Arni Pálsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Jón SigurSsson, Kristján Albertsson, Ól- afur Lárasson, Páll Isólfsson og Sigurður Nor- dal, allir j)jóSkunnir mentamenn, hver á sínu sviði. Vaka hefir að þessu sinni, engu síður en endranær, margvíslegan fróðleik til branns að bera, settan fram við alþýðu-hæfi, svo engum er ofraun aS skilja, er meS atliygli les. Einna veigamestar virðast oss ritgerðirnar um rússneska skáldmæringinn Maxim Gorky, eftir Kristján Albertsson, “KyrrstaSa og þró- un í fomum mannlýsingum ”, eftir Einar Ól. Sveinsson, og “Kynfylgjur”, eftir Yaltý Al- bertsson, næsta fróðleg grein um arfgengi og þróun fóstursins. í'lylgja ritgerð þeirri til skýringar, nokkrar myndir. Af öðrum greinum má sérstaklega nefna: “Léo Tolstoy”, aldarminning, eftir Kristján Albertsson, svo og “tslenzk fræði í Bretlandi,” eftir SigurS NorSdal. Er sú ritgerS, þótt eigi sé löng, þrungin af fróSleik, og snildarlega samin. Helgi Hjörvar leggur til “Ferðabréf”, hráðskcmtilegt og skáldlegt í framsetning. Tvö kvæði flytur Vaka. að þessu sinni, eftir Jóhann Jónsson, nýgræSing í ljóðaakri íslenzku þjóðarinnar, aS því er oss skilst. Heita kvæðin “LjóS” og “Hvað er klukkan”, bæði einkenni- leg og benda á góðan efniviS. Þá er þýðing á kvæði Gustafs Fröding, “BkáldiS Wennerbom”, eftir Magnús Asgeirs- son, ágætlega úr garði ger, sem hans var von og vísa, því Magnús þýðir ljóð flestum núlif- andi íslendingum betur, að því er oss finst. Höfum vér áður getið ljóðaþýÖinga hans hér í blaSinu. Margt er fleira í hefti þessu fræðandi og vekjandi, sem hér hefir eigi talið verið, eftir mæta menn og gáfaða. Hefti þetta af Vöku var oss kærkominn gest- ur og vér endurtökum hér með þakkir vorar til útgefendanna, fyrir sendinguna. Hveitirœkt Canada og Rússlands. Prófessor L. W. Lyde, við háskólann í Lund- únum, sem ferSaSist víða um Rússland síðast- liðið sumar, fullyrðir, að sá tími sé nú um garS genginn, er Rússar framleiði hveiti til útflutn- ings, svo nokkra nemi. Byggir hann álit sitt á því, að í jafn þéttbygðu landi, þar sem sjötíu og tvær sálir búi á hverri fermílu, geti ekki hjá farið, að fyr en síðar muni að því draga, að þjóSin framleiði eigi meira hveiti, en til notk- unar heima fyrir, ef hún þá ekki verði til þess neydd, að afla sér hveitis annars staðar frá. NokkuS öðru máli, segir prófessorinn aS sé að gegna með Canada. LandiS sé enn feykilega strjálbygt, ekki nema tvær eða þrjár sálir á hverri fermílu. ÞaS sé því sýnt, að Canada hljóti um langan aldur að skipa öndvegi hvað hveitiframleiðsluna áhrærir, og flytja út árlega meira hveiti, en nokkur önnur þjóð. Prófessor Lyde segist hafa orðið þess var, bæði á Bretlandi og í öðrum löndum, að ýms- um stæÖi stuggur af hveitimagni rússnesku þjóðarinnar, og hugsuðu sem svo, að vel gæti þannig farið, að Rússar kynnu innan skams, að ná fullum yfirráðum á hveitimarkaði heims- ins, og slíkt gæti auðveldlega til þess leitt, að áhrif þeirra á öðrum sviðum vkjust í svípuSum hlutföllum. Slíkan ótta telur prófessorinn með öllu ástæðulausan og á grannhygni bygðan. Fullyrðir-hann, að Canada muni um ófyrirsjá- anlegan árafjölda, eiga eftir að hafa á hendi forystu í hveitiræktinni, og vera heimsins mesta forðabúr. Tíu ára tækifæri. “Enfylgi hún þér einhuga’ in aldraða sveit, þá ertu vegi til grafar.” Þ. E. II. í fyrsta kaflanum mintist eg á unglingarit — nauðsyn þeirra og vöntun. Eg veit, að allur fjöldi Vestur-íslendinga er mér þar samdóma — hlýtur að vera það; getur ekki annað en séð og viðurkent það með sjálfum sér, að þar hefir Þjóðræknisfélagið hingað til algerlega brugðist því trausti, sem til þess var borið; vanrækt þá skyldu, sem á herðum þess hvíldi. En þá er að minnast á bóklegu fræðina, sem á borð hefir verið borin fyrir hina fullorðnu — eg á við “Tímaritið”. Frágangur þess hið ytra er yfir höfuð prýðilegur; uppdrættir listamannsins á káp- unni fagrir og skáldlegir; pappírinn ágætur, — ef til vill óþarflega dýr; prófarkalestur vel viðunandi, þótt talsvert finnist þar af prentvillum; en svo er með öll rit. f stuttu máli er ytri frágangur “Tíma- ritsins” yfirleitt félaginu og íslendingum til sóma. En þá er að líta á innihaldið. Það er óneitan- lega skemtilegt, að setjast til matar við borð með hreinum og skrautlegum dúkum, fáguðum skeiðum og hnífum, gljáandi og dýrum diskum; en meira er það þó vert, að fæðan sé æt og aðgengileg. Það er ekki nóg, að hún sé kjarngóð, heldur verður hún einnig að vera sæmilega margbreytt, þannig til- reidd, að hún sé lystug og Ijúffeng og við hæfi þeirra, sem eiga að neyta hennar. Þetta er ef til vill, aðal atriðið í því, að fæðan komi að tilætluðum notum. Sé það rétt, þegar um líkamlega fæðu er að ræða, þá á það sannarlega ekki síður við um and- legu fæðuna. Sama sagan getur verið sögð af tveimur mönnum og öllu efninu haldið hjá báðum; en annar getur sagt söguna með lifandi orðum, sem öllum halda vakandi og öllum eru auðskilin og að- gengileg; hinn aftur á móti með dauðum setningum, sem engri vakning veldur, engin áhrif hefir og eng- um verður til nota. Menn geta sofnað vært og ró- lega undir ræðum sumra manna; þunglamalegur stíll í rithætti hefir sömu áhrif á þann, sem reynir að lesa. Fjarri sé það mér að halda því fram að alt, sem “Tímaritið” hefir flutt, sé óaðgengilegt eða óhent- ugt til vakningar og áhrifa; þar hefir ýmislegt birzt, sem allir ættu að geta gert sér að góðu. En yfir- leitt er ritið óalþýðlegt, þunglamalegt, tilbreytinga- lítið og einhliða. Eg hefi stungið upp á því hvað eftir annað, að ritstjórnin væri í höndum nefndar, en ekki eins manns. Sá maður, sem ritinu stjórnar nú, er ágætlega fær til þess að sumu leyti, en óhæf- ur að öðru leyti. Dr. Rögnvaldur Pétursson er gáf- aður maður, lesinn og vel að sér; hann ritar vel um ýms efni og ritgerðir eftir hann um þau efni, eru fróðlegar og góðar; en ritháttur hans yfirleitt er þur og þunglamalegur, og ekki við hæfi hinna ungu. Þótt hann sjálfur hafi skrifað tiltölulega lítið í “Tímaritið”, þá hefir hann eðlilega valið í það eftir sínu höfði; það leynir sér ekki. Því til sönnunar, að fleirum finnist ritið óað- gengilegt en mér, má geta þess, að ómögulegt hefir verið að selja það — varð loksins að grípa til þeirra ráða, sem í fyrstu voru talin ógjörleg, að gefa ritið öllum þeim, sem í félagiúu eru, og sárfáir aðrir fást til að kaupa það. Annað tímarit, sem hér er gefið út, hefir mikla útbreiðslu, bæði hér og heima — eg á við “Sögu”; er það fyrir þá sök, að það rit er margbreytt, alþýðlegt, fjörugt og skemtilegt. Eg átti nýlega tal við mann; hann er hér um bil 24 ára gamall, fæddur og uppalinn hér í Winni- peg, en talar og les íslenzka tungu fullum fetum. Hann bað mig að ljá sér íslenzkar bækur eða rit tH að lesa. Eg færði honum “Tímarit” Þjóðræknisfé- lagsins. Þegar eg mætti honum næst, fórust honum orð á þessa leið: “Það er ómögulegt að lesa þetta; það er alt eitthvað svo erfitt að skilja það. Dæma- Iaust er íslenzkan eitthvað stirt mál, það er ekkert líf í henni.” Og þessi ungi maður sagði það blátt áfram, sem allur fjöldi ungra íslendinga hér vestra hugsar um þetta rit. “Tímaritið” flytur margar fróð- legar ritgerðir, en margar þeirra eru þannig úr garði gerðar, að þær eru ekki lesnar af unga fólkinu, og þess vegna hafa þeirra- fáir not. Andlega fæðan, sem þær flytja, væri, ef til vill, undirstöðugóð, ef hún væri svo lystug, að hennar yrðu full nót. En því er ekki að heilsa. Það hefir enga þýðingu að skipa svo fyrir, að ungir Vestur-íslendingar klæðist stutttreyjum og sauðskinnsskóm, eða vestur-ííslenzkar meyjar faldi skaröxinni gömlu, fyrir þá sök, að afar þeirra og ömmur hafi gert það á íslandi. Eins og því er varið með búning líkamans —- fötin, þannig er það einnig með búning hugsananna — rit og ræðu. Hvorttveggja er breytingum undir- orpið og nauðugir viljugir verða menn að leggja sig undir það. Þjóðræknisfélagið hefir gefið út þetta rit í tíu ár, og jafnvel nú, á meðan enn þá lifir fjöldi hinna eldri, sem að heiman fluttu, er útbreiðsla þess svo lítil, lesendur þess svo fáir, að slíks munu tæpast dæmi um nokkurt rit, er hér hefir verið gefið út á íslenzku eins lengi. Hvað mun verða síðar, þegar “aldraða sveitin” gengur til grafar? Jafnvel þess- um fáu lesendum hlýtur að fækka ár frá ári, jafnótt og gamla fólkið fellur úr sögunni. Unga fólkið les ekki ritið, eins og það nú er; annað hvort er það dauðadæmt innan skamms, eða það verður að taka andlegum stakkaskiftum. Sig. Júl. Jóhannesson. Canada framtíðarlandið Svo mó. heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að því er útmæl- ing áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkj- anna. Hin stærri útmældu svæði, eru sections eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,00 ekr- ur. Spildum þeim er sections kall- ast, er svo aftur skift í fjórðunga, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjórn- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum í almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverrt borg er stjórnað samkvæmt lög- giltri reglugjörð eða grundvallar- lögum. — Bæjum er stjórnað af bæjarstjórn og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmönnum. — Lög þau, eða reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum. — Municipal Affairs — samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum, og er for- maðurinn nefndur sveitaroddviti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast, en hafa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjórnarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjun- um, er að finna í Alberta allar nútíðar-menningarstofnanir, svo sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Eru barna og unglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar- eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar; enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks af opinberu fé. Barnaskóla mentun er komin á hátt stig og allir nýir skólar til sveita, njóta árlega ríflegs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að láta börn sín sækja skóla, þar til þau hafa náð fimtán ára aldri. Heimilað er og sam- kvæmt lögum að láta reisa íbúð- arhús handa kennurum á kostn- að hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauðsyn- legt þykir vera. Skólahéruðum fer fjölgandi jafnt og þétt, og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðarskólunum nema bændaefni vísindalegar og verk- legar aðferðir í búnaði, en stúlk- um er kend hússtjórn og heimilis- vísindi. Réttur minni hlutans er trygð- ur með sérskólum, sem þó standa undir eftirliti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður auk hinna sér- stöku greina, að kenna þar allar hinar sömu námsgreinar, sem kendar eru í skólum þeim, sem eru fylkiseign. í borgum og bæjum eru gagn- fræða og kennaraskólar og í sum- um þorpum einnig. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrír kennaraskólar eru í fylkinu: í Edmonton, Calgary og Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- akeið, þar sem kend eru undir- stöðu atriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu þess opinbera. í fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að . veita sveitapiltum og stúlkum tilsögn 1 grundvallar at- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er viðkemur heimilis- haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gleichen og Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbúnað- arskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. iSambandsstjórnin hefir fyrir- myndarbýli að Lacombe, og Leth- bridge, og nokkrar smærri tií- raunastöðvar, svo sem þær að Beaver Lodge, Fort Vermillion, Grouard og Fort Smith. Áramóta hugleiðingar (Framh. frá 1. bls.) um öll guð í náttúrunni, sem hvað mest hefir sýnt sig þetta ár. Við skulum nú athuga aðeins seinni partinn af þjóðhátíðar versi eftir guðlega stórskáldið mikla Matthías: Ó guð vors lands, ó lands vors guð, vér lofum þitt heilaga heilaga nafn. "tlr sólkerf- um himnanna hnýta þér krans, þínir herskarar tímanna safn. Fyr- ir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir, eitt eilfSar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Þetta held eg tæplega að eigi sinn líka, nema H. P., þó finst mér Drottins andagift í sál Matthiasar stigi þarna skör hærra, þar sem enginn getur lesið það svo að mað- ur felli ekki tár. Svo er aftur at- hugavert að heil bók öll eins, með kraftaverka orðið mikla, eins og passíusálmarnir taka fram yfir alla sálma, )x>tt hann sé óviðjafnanleg- ur eins og þessi. Heilsufarið er næst, sem hér hef- ir verið gott þetta hverfandi ár. Umferðar lasleiki stungið sér nið- ur hér og þar og ekki verið lengí svo eg muni, nema í einum af yngri bændum hér, Jóni Björnssyni, sem lengi hefir þjáðst af innvortis veiki i sumar og fyr, því maðurinn er ókvartgjarn hvað sem fyrir hefir komið, harður vel, svo lítið bar á þótt hann væri mikið lasinn. Lækn- irinn tók hann til Yorkton og gerði á honum stóran holdskurð, frá brjósti ofan að læri og hepnaðist það mikið vel. Hann lá á spítal- anum á fimtu viku. Sagði læknir- inn honum að hann mætti ekkert vinna i vetur. Siðan hann kom hefir honum ’líðið þolanlega, þó hefi eg heyrt að sárið væri enn opið og það svona langt og stórt. Engir hafa fleiri legiÖ það eg man til. Hinn io. marz dó merkur maður, B. D. Westman, eftir nokkuð langa legu. Hann hélt fyrstur verzlunar- búð í Churchbridge, sem hann byrjaði 1887. Mörgum nýbyggj- unum fátæku reyndist hann vel með lán, þegar ekkert var fyrir að gefa. Bjarni sál. var tryggur vin- Ur þeirra, sem náðu hylli hans. Einn þeirra, sem þekti manngildí þeirra, sem lofa og ekki efna, var fróður um margt, sem almenningi var óljóst um. Hánn átti ágætis- konu Ingibjörgu Guðmundsdóttur, prests að Arnarbæli fyrir austan. Ingibjörg var og er trygg og einlæg vinkona þar sem hún tók því, og reyndist betra að hafa hana með sér en móti. Láts B. D. W. var getið í Lögfbergi, að mig minnir. 9. júní dó ungur efnilegur piltur Björn Bgdar Campbell hér, var búinn að liggja lengi inni á spítala í Winnipeg, árangurslaust, engin batavon, kom svo' út til að deyja. Það var djúpt sár fyrir móðurina, sem er ekkja eftir skozkan lögmann, Mr. Campbell, góður lögmaður og vænn maður. Ekkjan Sigurbjörg er dóttir Björns Þorleifssonar og Þórunnar konu hans, sem búið hafa hér við notasæl efni, altaf vel látin í þessari bygð Hann dó fyr- ir 8 árum síðan. Ekkjan flutti sig því hingað með 4 ungbörn sín og keypti hér land og gott hús við foð- urleifð sína og hefir með þessum 4 nefndu börnum sínum nú eftir hf- andi 3. einn pilt og tvær stúlkur, og rosknum manni, sem vinnur fvrir hana, rekið svo vel búskapinn, árlega að kvíarnar hafa færst út og við sem stöndum á sama sviði í bú- skapnum, verðum alvarlega aS vara okkur ef skútan hennar á ekki að skriða framúr. Nokkuð seint 1 júní dó menkismaðurinn Árni Árna- son í smábænum Chiurchbridge, honum hefir áður verið vel lýst í Lögbergi eftir Mr. Björn Þorberg- son, sem þekti hann manna bezt, þar sem þeir unnu við Graitt Growers-verzlun saman í mörg ár í Churchbridge. Þar áður hafði hann með syni sínum Brandi, harð- vörubúð um nokkur ár, giÞur þýzkri konu. Þau eiga eina stúlku á lífi, stálpaða, Brandur dáinn fvr- ir mörgum árum. Ingibjorg er væn kona, ekkja Árna sál. er ein

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.