Lögberg


Lögberg - 10.01.1929, Qupperneq 6

Lögberg - 10.01.1929, Qupperneq 6
BIs. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1929. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonOhambera_ Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. I. KAPITULI. “Heyrirðu til mín Saxon? Þú ættir endi- lega að koma líka. Hvað er á móti múrurun- um! Það verða þarna piltar, sem eg þekki og þú líka. Hljóðfærasveitin spilar alveg yndis- lega og þú liefir svo dæmalaust gaman af að dansa.—” Það var gildvaxin, roskin kona, svo sem tuttugu fet í burtu, sem truflaði sámtal stúlkn- anna. Hún sneri við þeim bakinu, en það var samt auðséð, að eitthvað gekk að henni, og það eitthvað meira en minna. Hún hrópaði upp yfir sig og rendi augum flóttalega um alt þetta stóra, hvítmálaða her- bergi, er var fult af hálf-rökum þvotti, sem gufuna lagði upp af þegar margar stúlkur, er þarna voru að vinnu, keptust við að slétta þvott- inn með heitum járnunum. Augíiaráð konunn- ar vrar einna líkast augnaráði villidýrsins, sem er afkróað og sér sér ekkert færi að komast undan árásum veiðimannsins. Allar stúlkurn- ar í kring um hana, sem ekki voru í óða önn við vinnu sína, litu til hennar, og þeim fipaðist of- urlítið verkið rétt sem snöggvast, og það leyndi sér ekki, að sumar þeirra að minsta kosti, fundu til skaðans sem þær höfðu orðið fyrir út af því að tapa þannig tíma frá vinnunni, því þær fengu ekki viss daglaun, heldur fóru launin eft- ir því, hve miklu þær afköstuðu. “Egi bjóst við því, að hún mundi fá þetta aftur. Hélzt þú það ekki líka ? ’ ’ sagði stúlkan, sem áður var að tala. “Þetta er reglulega slæmt, með konu á hennar aldri og í hennar kr.ingumstæðum, ” svaraði Saxon og hélt áfram vinnu sinni, sem hún sjáanlega stundaði af kappi, og fórst henni verkið mjqg vel úr hendi og gekk vel undan. “Og hún, sem á sjö börn, veslingurinn og tvö af þeim í betrunarhúsinu,” sagði hin stúlk an og’ samþykti á þann hátt samúð þá, sem Sax- on hafði látið í ljós. “En hvað sem þessu líð ur, þá verður þú að koma til Weasel Park á morgun. Það er altaf gleðskapur mikill, þegar múrararnir fara sínar skemtiferðir á sumrin, reipdráttur, kapphlaup milli þeirra, sem feit- asíir eru, reglulegur írskur dans og margt fleira, ogi gólfið í danssalnum er alveg fyrir- tak. ” . En gamla konan gerði enn meira ónæði. Hún misti járnið ofan á léreftstreyju, sem hún var að slétta, greip í eitt horðið og feldi það um koll ’g svo dró úr henni allan mátt og hún hneig uiður á gólfið, eins og hálf-tómur poki félli um koll. Stúlkan, sem næst henni var, greip fyrst 'rnið, til að bjarga treyjunni, sem ]>að stóð á, •á því að Ibrenna, og svo fór hún að stumra yfir gömlu konunni. Umsjónarkonan kom ldaup- andi úr hinum enda herbergisins, og stúlkurnar allar, jafnvel þær, sem fjarst stóðu, gátu ekki að því gert að veita þessu eftirtekt og töfðust enn dálítið frá vinnu sinni. “Þetta er nóg til að gera út af við mann,” sagði stúlkan, sem fyrst hafði verið að tala um skemtiferðina, og setti járnið á grindina, sem það átti að standa á. “Það er reglulegt hunda líf, sem við þessar vinnustúlkur verðum að búa við. Eg get ekki þolað þetta lengur, eg ætla að hætta.” “María;” sagði Saxon með áherzlu og setti líka frá sér járnið og leit á hana alvarlega. “Nei, eg ætla ekki áð gera það, Saxon. Eg sagði þetta í hugsunarleysi. Eg sleppi aldrei stjórn á sjálfri mér. En þetta er ljóti dagur- inn, það má eg segja þér.” Gamla konan lá þarna meðvitundarlaus á gólfinu, en ekki stóð á löngu þangað til tvær stúlkur, samkvæmt skipun forstöðukonunnaar, tóku sín um hvorn handlegg á henni og drógu hana fram að dyrum á þvottahúsinu. Þegar dyrnar voru opnaðar, heyrðLst hávaði mikill í vélunum, en það stóð ekki á löngu þangað til þeim var lokað aftur og konan, sem liðið hafði yfir, var horfin. “Þetta er nóg til að gera mann veikan,” sagði María. Eftir þetta hélt verkið áfram, eins og vana- lega og eins og ekkert óvanalegt hefði komið fvrir. Umsjónarkonan gekk aftur og fram um herbergið og hafði nákvæmar gætur á öllu og gaf stúlkunum ilt auga, þegar henni fanst þeim ekki farast verkið eins vel úr hendi eins og vera ætti, og talaði þá stundum til þeirra með tölu- verðum myndugleika. Hinn langi sumardagur leið til enda, en hitinn þarna inni var samur og jafn og rafmagnsljósin lýstu út í hvern krók og kyma. Þegar klukkan var níu, fóru sumar stúlkurn- ar heim og höfðu þá lokið því verki, sem fyrir hendi var, en þá voru nokkrar, sem áttu eitt- hvað dálítið eftir, er þær þurftu að Ijúka við, áður en þær mœttu fara. Saxon lauk við sitt vrerk á undan Maríu og var þá'þegar tilbúin að fara heim. “Þetta er laugardagskveld, og önnur vika liðin,” sagði María. Hún var þreytuleg og mjög rjóð í andliti af hitanum og erfíðinu. — “Hvað hefir þú unnið fyrir þessa vikuna, Sax- on?” “Tólf dölum og tuttugu og fimm centum,” svaraði stúlkan og var auðheyrt, að henni fanst sjálfri að það væri býsna mikið. “Eg hefði fengið meira, ef það hefði ekki verið fyrir þessa ólukkans skemdu línsterkýu.” “Þú hefir gert töluvert betur en eg, það verð eg að játa,” sagði María. “Og mér þykir vrænt um, hvað þér hefir gengið vel. Þú ert mesta dugnaðarstúlka. Eg hefi bara tíu og hálfan dal og eg hefi orðið að keppast við alla vikuna, til að vinna fyrir því. Eg sé þig á lest- inni, sem fer klukkan hálf tíu. Láttu það ekki bregðast. Við getum slæpst þar dálítið, þang- að til dansinn byrjar. Það verða margir kunn- ingjar mínir þarna seinni part dagsins.” Skamt frá þvottahúsinu og rétt hjá einu strætisljósinu, sá Saxon hóp af ruddalegum mönnum. Hún hvatti sporið og eins og ósjálf- rátt varð svipurinn á andliti hennar töluvert liarðneskjulegur. Hún heyrði ekki hvað þeir sögðu, þegar hún gekk fram hjá þeim, en hlát- urinn, sem þeir ráku upp allir í senn, vöktu hjá henni bæði gremju og viðbjóð. Hún hélt hik- laust áfram og það var þegar farið að kólna æði mikið. Báðu megin við götuna voru raðir af timburhúsum, sem verkamenn áttu heima í. Þau voru hvert öðru lík, öll ohrein og illa mál- uð, svipljót og ógeðsleg á allan hátt. Það var orðið dimt, en það var engin hætta á, að hún færi afvega. Hún kannaðist mjög vel við marrið í hurðinni á girðingunni, þegar hún lauk henni upp. Hún gekk aftur með húsinu og það gerði ekkert til þó dimt væri, því af löng- um vana vissi hún nákvæmlega hvar hún átti að stíga, þó gangsté^tin væri ekki sem greiðfær- ust. Hún fór inn í eldhúsið, sem var hálfdimt, því/ljósið hafði verið gert eins lítið og verða mátti til að spara gasið. Hún gerði að ljósinu, svo það gaf sæmilega birtu. Þetta var lítið herbergi og það var naumast hægt að segja, að ]>að væri mjög ruslulegt, því til þess var ekki nógu mikið af húsmunum eða öðru. Veggirnir og loftið var alt upplitað af vatnsgufunni, því í þessu herbergi var svo að segja daglega þveg- inn þvottur. Herbergið bar enn ljós merki jarðskjálftanna, sem gengið höfðu þá um vor- ið. Gólfið var ójafnt mjög og víða brotið og framan við' eldavélina hafði þannig verið við ]>að gert, að tekinn hafði verið stór olíudúkur og flattur út tvofaldur og síðan negldur yfir götin. Þvottaskál, borð og nokkrir stólar voru allir þeir húsmunir, sem þarna voru að sjá. Á borðinu var gatslitinn olíudúkur, og þar var kveldverður stúlkunnar tilreiddur, en það voru aðallega baunir, sem orðnar voru kahlar, og fita einhvers konar var mikil í þeim, sem öll \rar nú orðin storknuð. Saxon fanst þessi mat- ur ólystugur og snerti ekki við honum, en smurði sér eina brauðsneið. Það var eins og brakaði og hrykti í hverju tré í húsinu, þegar hurðin að næsta herbergi var opnuð og Sarah kom fram í eldhúsið. Hún var óhrein og úfin og áhjggjurnar og önuglyndið höfðu sett svip sinn óafmáanlega á andlit henn- ar. “Svo það ert þú,” sagði hún í stað þess að heilsa. “Mér var blátt áfram ómögulegt að halda mathum heitum. Þvílíkt veður! Eg var nærri köfnuð í hitasvækjunni. Henry litli datt og skar sig óttalega í vörina. Læknirinn varð að sauma hana saman í fjórum stöðum.” Sarah gekk yfir að borðinu og leit á matinn svo að segja ósnertan, og óx þá óánægjusvip- urinn á andliti hennar um allan helming. “Hvað er að baununum? Því borðar þú ekki?” spurði hún. “Það er ekkert að þeim, bara—” Saxon gætti sín og sagði ekki það sem henni bjó í liuga. “Eg er bara ekki svöng. Það hefir verið svo fjarskalega heitt í dag. Hitinn var óttalegur í þvottahúsinu.” Hún saup á teinu, sem var búið að standa lengi í bollanum og orðið kalt og þar að auki svo sterkt og bragðvont, að hún átti mjög erfitt með að koma því niður, en hún drakk úr bollan- um samt, svo tengdasystir hennar sá. Svo þurkaði hún sér um munninn með klútnum sín- um og stóð upp. “Eg held bezt sé fvrir mig að fara að hátta,” sagði hún. “Það er mikið, að þú skulir ekki fara út til að dansa einhversstaðar í kveld,” hrevtti Sarah út úr sér. “Það er annars undarlegt, að þó þú komir dauðþreytt heim á hverju kveldi, þá get- ur ])ií ])ó farið og dansað fram eftir öllum nóttum. ” Saxon var rétt að því komin að svara held- ur ónotalega, og þó hún stilti sig sem bezt hún gat, þá gat hún ekki varist því að segja: “Varst þú aldrei ung?” An þess að bíða eftir svari, fór hún rakleiðis inn í herbergi sitt. sem var út frá eldhúsinu, og lét aftur hurðina. Það var lítið herbergi, átta fet á annan veg’nn og tólf á hinn, og hafði jarð- jarðskjálftinn leikið ])að töluvert illa. Tnni í því var rvím og stóll, hvorttveggja úr ódýrum viði, en þar var líka gamaldags, en falleg og vönduð kommóða. Hana liafði Saxon ]>ekt alla sína æfi. Hún mundi vel eftir henni frá því hún var smábarn. Hún vissi, að þessi kommóða hafði verið með í förinni, þegar fólk hennar fluttist vestur yfir þvera Ameríku á “sléttu- skútunni” svo kölluðu. Kommóðan var úr mahóní við og að öllu hin vandaðasta. Önnur hliðin var töluvert s kemd og bar þess ljós merki, að byssukúla hafði lent í henni. Móðir Saxon hafði sagt henni, að þetta hefði komið fyrir á leiðinni vestur, því vesturfararnir hefðu lent í skærum við Indíána á leiðinni, eins og ekki var ótítt á þeim árum. Einnig hafði hún sagt henni, -að kommóðan hefði upphaflega komið frá Englandi, en það var svo langt tíðan, að jafnvel George Washington hafði ekki verið fæddur þá. A veggnum uppi yfir rúminu hékk dálítill spegill og þar fyrir ofan mynd af ungum mönn- um og stúlkum. Voru piltarnir heldur kæru- leysislegir og márgir þeirra höfðu Iagt hand- leggina utan um mittið á stúlkunum. Lengra frá voru almanök og alla vega litar myndir, sem rifnar höfðu verið úr tímaritum. Flestar voru þær af hestum. Á gaspípunni héngu marg- ar dansskrár og báru þær með sér, að sú, sem þær átti, hefði sjaldan setið hjá. Saxon tók af sér hattinn, en hætti þó við að liátta og settis niður, og það leit út fyrir, að liún væri í þungu skapi. En hún hafði ekki setið nema örstutta stund, þegar hurðin var opnuð og tengdasystir hennar kom inn. “'Hvað gengur eiginlega að þér? Ef þú vildir ekki baunirnar, þá—” “Nei, nei,” flýtti Saxon sér að segja, “eg er ’bara þreytt og mér er svo brennandi heitt á fótunum. Eg er ekki svöng, en eg er bara uppgefin.” “Ef þú ættir að líta eftir þessu húsi,” svar- aði Sarah, “og gera alla þessa eldamensku og bökun og þvott og leggja þá þig alt, sem eg þarf að gera, þá held eg þú þættist hafa undan ein- hverju að. kvarta. Það er ekkert, sem þú hefir að gera, í samanburði við mig. En bíddu við, stúlka litla. Bíddu bara við, og við skulum sjá hvort þú verður ekki nógu heimsk til að gifta þig, eins og eg, og færð að reyna hvað það er að vera kona, og þá koma krakkarnir hver af öðrum og þá verða engir dansar og engir silki- sokkar og engir fínir skór og sízt mörg pör í einu. Þú hefir um ekkert að hugsa nema sjálfa þig og svo þessa slæpingja, sem alt af eru að gefa þér hýrt auga og segja þér hvað þú sért lagleg og hvað þú sért vel eygð. Þú ert viss með að binda þig svo við einhvern þeirra og þá fer nú af gamanið, og það getur vel verið, að þú þurfir einhvern tíma að ganga með glóðar- auga. ’ ’ “Segðu þetta ekki, Sarah,” sagði Saxon. “Bróðir minn hefir aldrei lagt'hendur á þig, þú veizt það.” “Þó það væri nú ekki, enda er hann nú kjarklítill. Þrátt fyrir alt, þá er hann nú tals- vert betri heldur en þessi lýður, sem þú ert í kunningsskap við. Þó hann geti ekki haft ofan af fyrir sér og sínum skammlaust og látið kon- unni sinni líða bærilega. ’Hann er miklu betri, heldur en þessi óþjóðalýður, sem þú ert með. Engin heiðarleg stúlka vildi nota slíkt fólk til að þurka af sónum sínum á því, auk heldur meira. Það er meira en eg skil, að þú skulir ekki vera farin alveg í hundana, með þeim lifn- aði, sem þú lifir. Eg veit það, að stúlka, sem á þrenna skó og hefir þá alla í takinu í einu, hún hugsar ekki um mikið annað en að láta eftir sér það sem hana langar til, og hún fær að kenna á því einhvern tíma, það má eg segja þér. Það var öðru vísi, þegar eg var að alast upp. Móð- ir mín hefði aldrei liðið mér að gera það sem þú gerir. Eg er líka tiss um, að hún hafði rétt fyrir sér. En nú er alt að fara í einhverja voðalega vitleysu. Líttu á hvernig bróðir ])inn hagar sér. Alt af á þessum jafnaðarmanna fundum og hlustar á alla þessa vitleysu, sem þar er verið að segja, og svo er hann alt af að leggja til einhver aukagjöld handa verka- manna-sam!bandinu, svo þeir hafi eitthvað að * éta, sem altaf eru í þessum endalausu verkföll- um. Yæri ekki eitthvað skynsamlegra að brúka þessa peninga til að kaupa það, sem börnin þurfa með, og reyna að koma sér vel við þá, sem hann vinnur fyrir? Fyrir alla þá peninga, sem hann borgar til verkamanna félaganna, gæti eg keypt seytján pör af skóm,'ef eg væri nógu vitlaus til að vilja gera það. Það kemur ein- hvern tíma að því, að hann verður annað hvort drepinn eða lendir í tugthúsinu, og hvað eigum við þá að gera? Hvað verður um mig með fimm börn, en engar tekjur?” Hún þagnaði til að ná andanum, en ekki vegna þess, að hún hefði ekki miklu meira að segja. “Viltu ekki fara, Sarah mín, og láta aftur hurðina?” sagði Saxon eins góðlátlega eins og hún gat. Sarah rauk út úr herberginu og skelti hurð- . inni harkalega á eftir sér. Saxon gat ekki stilt sig um að gráta, en lengi hevrði liún tengda- systur sína vera eitthvað að skarka frammi í eldhúsinu og tala hátt við sjálfa sig. þeim ekkort til, livort það voru Irar, Þjóðverjar eða Rússar, eða einhverjir aðrir, sem hér voru að halda gleðimót, og heldur ekki livort það voru múrarar, ölgerðarmenn eða slátrarar, sem fyrir því stóðu. Stúlkurnar komu til að dansa, og þær voru ávalt meir en velkomnar, meðal annars vegna þess, að þær borguðu inngangs- gjaldið eins og aðrir. Þær gengu til og frá um garðinn, meðan ekki var mikið um að vera. Þær fóru inn í danssalinn, og þær dáðust mikið að því, hve gólfið var prýðis-gott og María klappaði sam- an lófunum af ánægju og aðdáun yfir því, hve Saxon dansaði vel. “Þú ert ágæt,” sagði hún; “en hvað þú ert í dæmalaust fallegum sokkum!” Saxon brosti, og þótti lofið gott. Hún rétti fram annan fótinn, til að láta Maríu sjá fallegu skóna sína með háu hælunum, og komu þá þess • ir fallegu öklar og kálfar dæmalaust vel í ljós. Fallegu, svörtu silkisokkamir, sem kostað höfðu 50 cents, voru ekki þéttari en svo, að það mátti sjá rofa fyrir hvítu skinninu í gegn um þá. Saxon var grönn og ekki há og samsvaraði sér vel, og hún var eiginlega lagleg stúlka og kvenleg. Hún var í hvítri, treyju, sem að vísu var úr heldur ódýru efni, en var vel gerð og fór vel, og í hálsmálið var næld lagleg brjóstnál. Yfir treyjunni var hún í þunnum, hekluðum bol, og náðu ermarnar ekki nema fram í oln- bogann, en vetlingarnir náðu upp undir oln- boga og voru þeir laglegir, en óegta, eins og flest annað, sem hún var í. Nokkrir eðlilega hrokknir hárlokkar gægðust undan barðinu á litlum, en snotrum hatti, em huldi ennið hér um bil. María horfði á Saxon með reglulegum fögn- uði og dáðist að lienni. Hún faðmaði hana að sér og kysti hana, en ekki gat hún varist ]>ví, að að láta sér finnast, að Saxon væri heldur eyðslusöm. “Dæmalaust lízt mér vel á þig,” sagði húu eftir litla stund. “Ef eg væri karlmaður, þá gæti eg ekki með nokkru móti án þín verið. Þú yrðir þá að verða konan mín.” Þær geng’u til og frá um garðinn og nutu frelsisins og hreina loftsins, eftir erfiðið og inniveruna alla vikuna. Þær stóðu lengi og horfðu á dýrin, og höfðu heil-mikið gaman af að horfa á hina skrítnu tilburöi sumra þeirra, sértsaklega apanna. Þegar þær voru orÖnar ]>reyttar á því, fóru þær út í þann hluta garðs- ins, sem var skógi vaxinn og voru þar víða borð og bekkir og var þar all-margt fólk, sem þegar hafði opnaÖ nestiskörfur sínar og var að fá sér hressingu. Þarna settust stúlkurnar niður í forsælunni, undir einu trénu, og hvíldu sig. Höfðu þær báðar góða ástæðu til þess, því þær höfðu lagt-mikiÖ á sig vikuna áður til að vinna sér inn sem mesta peninga, og svo vissu þær af reynslunni, að það var gott að vera óþreyttur, þegar dansinn byrjaÖi. “Bert Wanhope kemur áreiðanlega, ” sagði María. “Hann sagðist ætla að koma með Willa Roberts, stóra Willa, eins og þeir kalla hann. Hann er bara stór unglingur, en hann er fjarska sterkur og harður af sér. Harin er hnefleika- maður og hefir barist opinberlega, eða þar sem seldur var aðgangur. Stúlkurnar eru allar vit- lausar eftir honum. Eg er hrædd við liann. Hann talar of seint. Mér finst hann eitthvað líkur stóra bjarndýrinu, sem við vorum að skoða áðan, sem urraði svo voðalega, rétt eins og það ætlaÖi að bíta af manni höfuðiö. Hann leggur nú samt ekki lmefaleik eiginlega fyrir sig. Hánn keyrir hesta og er í verkamannafé- laginu. Hann vinnur hjá Corberly og Morri- son. En hann æfir hnefaleik dálítið í klúbbn- um. Piltarnir eru flestir hræddir við hann. Hann er bráðlyndur og honum þykir ekki meira fyrir að slá mann, heldur en að borða matirin sinn. Eg er viss um, að þér geÖjast ekki að honum, en hann dansar ágætlega. Þó hann sé stór og ]mngur, þá er hann samt liðugur og fimur. En þú þarft ekkert að dansa við hann. Hann er heldur' ekkert sár á peningunum sín- um, ]>að má eg segja þér; en skapið er ótta- legt.” Þær töluðu saman um hitt og þetta; en hvað sem þær fóru að tala um, þá vék María alt af talinu, aftur og aftur, að Bert Wanhope. “Eg býst við að ykkur sé býsna vel til vina,” sagði Saxon. “Eg skyldi giftast honum strax á morgun,” sagði María, og það var eins og hún segði þetta nokkurn veginn ósjálfrátt, eða réði ekki við hvað hún var að segja, og það kom þykkjusvip ur á hana. “En hann hefir aldrei beðið mín. Hann er —” hún hikaði eins og hún væri að hugsa sig um. “Hann er gallagripur. Varaðu þig'á honum, ef hann skyldi nokkuð fara að draga sig eftir þér. En eg skyldi giftast honum strax á morgun engu að síÖur; öðruvísi fær hann mig aldrei. ’ ’ Hún þagnaði ofurlitla stund, eins og hún væri að ná andanum. “Þetta er annars undarlegur lieimur. Stjörnurnar allar eru heimar út af fyrir sig, segja þeir. Hvar skyldi Guð vera? Bert Wanhope segir, að það sé eng- inn guð til. Er það ekki óttalegt. Sumt, sem hann segir, er alveg voðalegt! Eg trúi á Guð. Gerir þú það ekki líka? Hvað heldur þú ann- ars um guð, Saxon?” Saxon ypti öxlum og hló. II. KAPITULI. Báðar borguðu þær fvrir aðgöngumiða að listigarðinum, en þó hvor í sínu lagi og báðar voru þær að hugsa um það sama, þegar þær létu af hendi sinn hálfa dal. Þær unnu erfiða vinnu fyrir öllum þeim peningum, sem þær eignuÖust og þær vissu, hve mikla vinnu þær þurftu af hendi að inna fyrir' hvern hálfan dal, sem þær eignuðust. Þetta var svo snemma dags, að það voru ekki margir komnir enn þá. Þó voru múr- ararnir að koma smátt og smátt og fjölskyldur- þeirra og þeir báru stórar karfir fullar af alls- konar matvælum, og konur ])eirra höfðu með sér mesta sæg af börnum. Þetta voru hraust- legir menn og það var auðséð á þeim, að þeir liöfðu nægilegar tekjur til að láta sér og sínum líða vel. En með ]>eim voru einstöku gamlir menn, og gamlar konur, væntanlega afar og ömmum. Þetta fólk var sæmilega vel til fara, en það var minna vexti heldur en yngra fólkið og það var ekki ellin ein, sem gerði það veiklu- legra, heldur hitt, að einhvern tíma hafði það orðið að kenna á barðrétti og jafnvel skorti, })ó það hefði nú nægilegt fyrir sig að leggja. Flest af þessu gamla fólki var fætt og uppaliÖ á Irlandi. Vel mátti sjá á svip þessa gamla fólks, að því var ánægja að horfa á þessa hraustlegu og myndarlegu afkomendur sína, sem hefði notið miklu betri æsku heldur en það sjálft. Þær María og Saxon tilheyrÖu ekki þessu fólki. Þær þektu ekkert af því. En það gerÖi

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.