Lögberg - 10.01.1929, Síða 7

Lögberg - 10.01.1929, Síða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1929. BIs. 7. Gyllinœd Lœknast fljótlega “Eg tók mikið út árum saman af þessum slæma sjúkdómi” segir Mrs. W. Hughes, Hoche- laga St., Montreal. “Kvalir, svefnleysi, og alls- konar ill l.óan, var það sem eg átti við að stríða þar til eg reyndi Zam-Buk. Nú veit eg, að það er ekkert til, sem jafn- ast á við þetta ágæta meðal. Síðan það læknaði mig, lang- ar mig innilega til að láta þá, er líða af slíkum sjúkdómi, vita um það. 50c. askjan. Stöðvar kvalir undra fljótt. nútímans hefir tekiS þeim bótum, | verða ótrúlega falleg. í Stokk- nú er gert úrvals stál úr því sem áður varð ekki nema Græðandi meðal úr plönturíkinu. Ferðabréf. fBrot) Fyrstu snjóar. Eg var i Svíþjóð, þegar hausta tók; loftið var snjólegt og grátt og hráslagalegir dagar. Autt var í Stokkhólmi, en kalt nokkuð. F.inn vinur minn tók mig með sér í bif- reið langt út i sveit; það var seint á degi og kvöldaði fljótt. Við ók- um fyrst yfir grænar ekrur og frjó- söm lönd, en skógur er á ásum og hæðum kringum dalverpin sem rækt- uð eru. En er lengra dró vestur og frá hafinu, þá var hrímgað skógarlimið og föl á jörð. Þegar kvöldaði var kalt og stilt, stjörnu- bjartur himinn, heiðrikjan köld og norrænn bláminn, ofurlitlar dreifar af norðurljósum hér og þar; voru þau óvenjulega mikil þessi kvöld, eftir því sem þar er, svo sunnar- lega, og var skrifað um þennan norðurljósaslæðing í blöðunum i Stokkhólmi eins og miki! tíðindi Á einum stað á þessari leið var bif- reiðin stöðvuð á lítilli brú, og veg- farendur krafðir um brúartoll, 25 aura fyrir Ibifreiðina. Þótti mér þetta miðaldalegt, og hefi eg aldrei oröið fyrir því áður né siðan. Ejn fyrsta élið fékk! eg á leið milli Stokkhólms og Uppsala. Það var þykt Ioft og grátt, og alt i einu ók lestin inn í niðdimma hríð. Jörðin varð alhvít í einum svip; það var flyksufjúk, en súgurinn um eimlestina gerði stóra sveipa í élið um leið og hún þaut, og var skrítið að sjá það út um vagngluggana. Veturinn var kominn og helgaði sér landið á stuttri stund. En mér varð heldur kalt í skapi við komu hans. Hafði eg ekki ærin él og kalsa í minu eigin landi! Eg átti enn eftir langa vist i útlöndum, og eg þráði sumar og sólaryl. Eftir vetúrnætur hélt eg norður eftir landi. Eg fór frá Uppsölum um nón. Leiðin liggur norður um Uppland hið forna. Landið er marflatt, með urðarholtum, sem sum eru hálfnakin, en flest vaxin háum skógi, en alt í milli voru haustplægðir akrar og töðuvellir, og eru skógarholtin eins og hólmar í þessu frjósama landi. Sól rann til viðar um fjögurleytið, og hún seig til “viðar” í orðsins gömlu og réttu merkingu, því að hún hvarf bak við skóginn langt i vestri. Skógarbrúnin var eins og ferleg stórviðarsög, sem sneri hvössum tönnunum upp í blóðrautt vestur- loftið, en á austurhimni dró upp mjúkan skýjaboga yfir nætursort- anum, sem færðist upp á himin- hvolfið. Tindrandi stjarna blikaði þar i dimmunni yfir hrimhvitum Skóginum, alein og hljóð, og fékk mér margt að hugsa, þar sem eg sat einn í vagnklefanum og horfði út, á himininn og jörðina. Eg var þreyttúr og mókti og dreymdi: Fjármaður norður á Möðrudals- öræfum sagði stúlkunni sinni frá því, hvernig hann hefði vilzt. Það var skammdegismyrkur og gekk að með grenjandi vikuhrið. Það rof- aði til í hálofti litla hríð, en á öll- um himninum sást ekki einastta stjarna, sem skein gegnum sortann. Af hverju var stjaman ein? — Af því að þú ert alein himni, og ef þú hverfur mér, þá er ekkert ljos framar fyrir mínum augumj— Eg fór fil Gávle um kvöldið, skamt fyrir norðan ósana á Dalelfi. Þar er ein mesta verzlunarhöfn Svía, einkum áður fyr. Timbur úr Dalaskógum er flutt út þaðan, og fyr meir ógrynni járns og eir úr Koparbergsnámium. Nú liggur f jöldi af námum Svía í auðn; reksturinn svarar ekki kostnaði. Þeir búa til bezta stál um viða ver- öld, en það er dýrt og varla notað nema í smáhluti nú orðið, utan þeirra eigin ílands. Stálbræðsla að járm sori einn. Degi síðar fór eg næsta áfanga, norður á Jamtaland. Þaö er svip- uð leið og úr Reykjavík, sveitir allar norður að Mývatni; það er 8 stunda ferð með hraðlest. Nú tekur landið annan svip. Það hækkar jafnt og þétt, skógur- inn færist í aukana, geysimikill barrskógur. Það er líkast þvi og að aka í gljúfrum, þar sem greni- skógurinn er ruddur fyrir braut- inni, eins og hamraveggir á tvær hendur af háum, þvkkvum skógi- Hér taka við bændabýli með Dala- svip, rauðmáluð húsin öll, lág og traust, útihúsin bjálkabygð, falleg- ir. hlýlegir bæir, prýði landsins, hvar sem litið er. En stórskógur- inn eykst, smágróðurinn og lauf- skóginum hnignar því meir sem norðar dregur. Þar sem sér yfir viðan greni- skóg, þá er það ein sú sjá, sem aldrei’fyrnist þeim, sem séð hefir. Ekki verður því með orðum lýst, fremur en ægileik úthafsins eða hviti jökulbreiðunnar. Grönin er beinust allra trjáa og hvössust á svipinn, einkum langt til að sjá. Þar sem hávaxinn greniskógur þekur stóra dali og víðar lendur, eins og í Norður-Svíþjóð, þá er eins og óvígur her hafi skipazt til varnar, styðjist við spjót sín, en hárbeittir oddarnir vita beint upp, þúsundir þúsunda. Fylkingin stendur þarna og biður, rósöm og ægileg, og hrærist ekki. Eg naut ekki lengi útsýnis þenn- an dag. Norðanhríð kom á og jókst því meir sem skyggja tók. Þegar lestin stóð við, var eins og hriðinni slotaöi alt í einu, því að raunar var hægðarveður. En dríf- an sýndist miklu meiri en var, vegna þess að lestin rann í veðrið. Kvöld- ið varð dimt og dapurt og ískyggi- legt út að sjá. Eg horfði út i myrkrið og hríðina með tilfinning þess, sem veit af smalamanni og fénu út, en getúr ekki lið veitt. Eg hugsaði til feðra minna, sem öld eftir öld hafa þaufað heim fénu úr sunnar- ^rrenjancJi hríðum, kaldir og klaka- barnir. Nú sat eg þama í hægum sessi og hlýindum og fann vel að mig skorti alt þrek til að fara í föt- in þeirra og taka upp þeirra bar- áttu. Hríðin gerði mér ekki grand. En það hrikti i lestarvagninum eins og brenglaðri bæjarhurð, eins og þegar pabbi var aleinn úti að koma kindunum heim, en kalt inni, og altaf dimmdi og dimmdi, en allir í bænum þögulir og kvíðafullir, úr- ræðalausir og aumir, hvað sem út af kynni að bera. Það var eins og kofarnir væru að siga saman und- an einhverju heljarfargi og alt líf að slokkna út á jörðunni. Þessi kvíði skammdegiskvöldanna fer aldrei úr sál þess, sem hann hefir reynt á barnsaldri. Eg hafði slit- ið mig burt frá góðum vin^im um daginn, og óveðrið og myrkrið lagðist'á mig. Mér fanst eg heyra brynjað fé jarrna sáran úti í kol svartri hríðinni. En lestin rann sína settu leið og skilaði öllu í réttan næturstað, að Austursundi á Jamtalandi. Austur- sund stendur við Stórasjó, og ligg- ur álika norðarlega og Reykjavik. Þjóðin, sem þetta land byggir, á að venjast hríðum og frosti, miklu rneir en við íslendingar yfirleitt. Landið er bygt frá Noregi, úr Þrændalögum, eigi miður en aust- an frá, og ættu því Jamtar að vera skyldastir okkur af Svium, enda hafa nýjar rannsóknir sannað, að svo er. En ólikt er hér með skvld- um um varnirnar gegn harðýðgi náttúrunnar. Bæöi er hér skógur- inn, sem dregur úr hríðum, og úr skóginum fær ærið efni til húsa. Hér geta menn gert sér hlý og rúmgóð híbýli úr skógarviði, og eldsneyti er óþrjótandi til að verma bústað manna. Svo var þetta að minsta kosti áður fyr, en nú er hver hrísla komin í eigu rikis- manna í Stokkhólmi. Enn er ann- að: íslendingar verða úti milli bæja í frostlitlu veðri, vegna klæð- leysis og fákunnáttu í útbúnaði í ferðalögum. Hér gera menn sér hin beztu vetrarklæði úr heima- fengnu efni, gæruskinnum, sem ís- lendinga sikortih sizt. Alþýða manna hefir frá ómunatíð kunnað að tilreiða skinnin, heima hjá sér, súta þau og verka, klippa þau all- snöggt, og verða þau við það létt og voðfeld. Með skinnum þessum fóðra menn vetrarkápur og vetrar- stigvél, en utanyfirföt, stakkar og kápur, úr græuskinnum einum eru algeng, einkum um Dali og Jamta land. En Lappar gera sér vetrar- klæði úr hreinfeldurh, sem kunnugt er. Og miklu er Lappinn skyn- samlegar búinn en flestir íslend' ingar. En við eigum eftir að læra betur að hagnýta okkur gærurnar sem bæði að ullinni til og gæðum skinnsins eru með afbrigðum. Revkvísk kona, sem eg þekki, hef- ir. af eigin smekkvísi búið vetrar- kápu sína prýðilega með íslenzku gæruskinni gráu, sjálfum sauðar- litnum, klipt ullina hæfilega; þetta færist nú í vöxt. Slik loðskinn ír hólmi ganga prúðbúnir heldri menn með loðhúfur úr kliptum gæru- skinnum, gráum eða hvítum. ís- lendingar selja gærur við litlu verði en kaupa dýrar og ónýtar loðhúfur frá öðrum löndum. Eg var snemma á ferli næsta dag. Þennan sama morgun fyrir mörgum árum stóð eg yfir vini minum dauðum úti á íslandi. Nú vaknaði eg lengst austur á Jamta- Iandi. Dagur var nýrunninn og bjart í austri, en annars þykt loft og snjólegt, milt veður og kyrt, og birti fljótt. Stórisjór liggur þarna, lengra en augað eygir, og svartur að sjá i snævi þöktum árum. Skóg- urnn er ekki grænn, heldur svart- ur; barrið er orðið dökt af haust- kuldunum. Snjóinn sér ekki í skóginum tilsýndar; hann gle_\pir kynstur af fönn, svo að hvergi sér stað. En skóglausu svæðin eru al- hvít. Eimlestin hefir staðið þarna á brautarteinunum um nóttina. Nú leggur hún enn upp í nýja ferð, stundu fyrir dagmál. Það ýlir og marrar i hjólum og teinum, þegar hún sigur af stað; lestin er stirðn- uð í hverjum lið, eins og garnall klár, sem stendur upp á köldum haustmorgni, svo að hriktir í öll- um skrokknum. Hér er fagurt land, bæði sumar og vetur, stórvötnótt, skógi vaxið fjallaland. Hingað koma rikis- menn Svia og þeir, sem ráð þykjast hafa til, og dvelja hér í vetrar- gistihúsum við skíðaferðir og sleðaleik. Hér er feykna fann- kyngi á vetrum, frost og heiðviðri. Enn er landið grátt fremur en hvítt. • Landið er alt á fótinn, lestin stynur af mæði og fer hægt. En þyngra hefir verið og torsóttari leðin fyrir Þórólf Kveldúlfsson, frænda vorn, og menn hans, er hann sótti konungsskattinn austur um Kili, en aflaði sjálfum sér of fjár og atti kappi við konung sinn og hélt sig sem höfðingja yfir öllum Noregi norðanverðum. En sein- ast gekk hann þrem fótum til skamt og féll dauður fyrir fætur Haraldi konungi. Ekki þurfa'ís- lendingar að lasta það: Þórólfi var fórnað, til þess að vér mættum eignast Egil. • Það birtir og gerir bjartan, fagr- an dag. Ekki finst íslendingi, að hér séu fjöll. Allan stórfjallasvip skortir; háar hlíðar eða hamra er hvergi að sjá, heldur ásótt hálendi, atlíðandi hæðir. Við ökum áleiðis vestur um Kjöl til Niðaróss. Alt í einu sé eg blá fjöll í suðri, og það hoppar í mér hjartað, þvi að nú er langt síðan eg sá fjöll. íslending- urinn lifir ekki heilu lífi fjallalaus. Hann tærist af skorti hið innra, þó að hanna viti ekki sjálfur, ef hann sér ekki til fjalla. Hann fær leiða á grænum laufskógi og aldingörð- pm. Hann gengur þar eins og tjóðrað villidýr, sem þráir eyði- mörk og viðáttu. En þessi fjalla- sýn varð mér vonbrigði. Þetta voru ávalar hæðir, eins og öldur á há- lendi heima. Nú erum við á Kili, :>ar sem hæst er á þessari leið. Hér er flatt land, fult af smáum vötnum. Þarna eru vötn tvö og sléttir vellir á milli, en fram í vatn- ið annað gekk nes lítið, eins og segir í Gunlaugssögu. Þó er þetta ekki Dinganes, þar sem Hrafn hnekti að stofni einum og studdi >ar á stúfinum, en leiðtogar jarls bundu höfuðsárið Gunnlaugs yfir dauðum val níu íslendinga. Þeir Hrafn fóru upp Veradal, sem er næsti dalur fyrir norðan, og þar eru vötnin tvö á heiðunum. Norð- menn segja, að staðurinn sé auð- óektur, og hefir Finnur Jónsson staðfest það, en hann hefir farið þá hina sömu leið. Hvort sem nú saga þeirra Hrafhs og Gunnlaugs er áönn eða eigi, þá tók hún mig nú fastari tökum en fyr, fastar miklu á þessum slóðum, er eg var svo nærri vettvanginum, heldur en á Borg eða Gilsbakka. Sólin skein gegnum mjúk ský, hrein og mild, yfir snævi þakin heiðafjöll, og var rennikóf á hæð- unum. Langt burtu sýndist mér snærinn blóði drifinn. Hörð og þver var sú lund, sem kom tveim mönnum til þess að fara land úr landi, til þess að berjast hér uppi á Kili af þrá eftir einni konu. — En hvernig var konan? Hún var fegurst kona, sem verið hefir á ís- landi, og hár hennar svo fagurt sem gullband, segir Gunnlaugs- saga. En fyrir margra augum mun Hetga hin fagra vera fegurst og minnisstæðust eins og henni er lýst í eldaskálanum í Hraundal, þar sem hún situr, blíð og harm- þrungin, og rekur skikkjuna Gunn- laugs í dauðjanum.. Ótrúlega margir eru þeir íslendingar, sem aldrei hafa lesið Gunnlaugssögu, en fjöldi þeirra, sem lesið hafa, munu litt hafa veitt því athygli, að sagan hermir að eins eitt tilsvar eftir Helgu, þegar 'Hrafn segir henni draum sinn, og þau orð eru alt annað en blið eða beygjuleg: brúðr, þinn roðnn mínu — væri beðr í blóði, “Hugðumk ormi á armi ýdöggvar þér höggvinn, “Það mun eg aldrei gráta,” seg- hún, Helga hin fagra og góða, við manninn, sem hjá henni hvíldi. Draumurinn átti sér skamman ald- ur. Konan veitti Hrafni sárið, rétt sem hann vaknaði, meira miklu og kvalafyllra en í drauminum, og sú und varð aldrei bundin. Eftir það naut hann ekki ástar hennar. En þegar hann stóð á stúfinn, löngu seinna, í snjónum uppi á Kili, og horfði á Gunnlaug, hvar hann kom með vatn í hjálmi sínum, þá sá hann þó ekki það, sem hann horfði á; hann sá Helgu, unga og fagra, hvítklædda í rekkjunni, grátandi beizklega af ást til ann- ars manns. Þá rétti Hrafn vinstri höndina eftir svaladrykknum, en hjó hinni hægri. Þegar hallar vestur af, verður íandið naktara. Hér blása hrá- kaldir vestanvindar, og þeir eru öll um,gróðri lakari en staðviðrin, þó að vetarkuldi sé, eú einkum skóg- inum. Hér er kræklubjörk, útslit- in og uppgefin á að halda sér beinni undr heljarfargi áfreðans. Sviar eiga hér land langt vestur fyrir vatnaskil. Það er mikið far- ið að halla vestur af, þegar kemur að síðustu sænsku stöðinni, Stóru- hlíð. Þar stendur norsk lest á tein- unum til þess að taka við okkur. Norðmenn korna hér og tala til okkar á sinni hvellu, snöggorðu tungu. Það hlymur í norskunni, eins og sverð riði að stálhjálmum. Það er silfurhreimur í sænskunni, eins og hún er fegurst töluð, en í norskunni er stál og sverðakliður. Eg færði pjönkur mínar inn i norsku lestina, sem þarna beið, og valdi mér sæti úti við gluggann í einum klefanum. Það er engin ös. Eg sá engan samferðamann. En vagninn er gamall og ljótur og ó- þægilegur. Það hattar alstaðar fyrir við landamæri Noregs og Svíþjóðar. Noregsmegin er alt frumbýlingslegra og lakara, en þó eins dýrt eða vel það. Ung kona, móeyg og dökkhærð, kom inn i vagnklefann og settist á móti mér. Eg var búinn að sitja einsamall með hugsanir rnínar allan morguninn, og mér var yndi að því að sjá laglega konu . Hún sat gegnt mér og lézt ekki sjá mig, eins og góðir siðir bjóða. En lestin rann á stað, og við vorum tvö ein í klefanum. Eg horfði á hana með ánægju og spann í huga mér ýms æfintýri og imyndanir um hana hvar hún hefði hoppað, þegar hún var telpa, hvort hún hefði fengið þann manninn, sem hún vildi helzt, eða kannske hefði einhver bláeyg og björt stúlka náð honum frá henni. Annars er það ekki líklegt. Þær björtu tapa venjulega, því að hinar eru slyngari. Hún var ekki sérlega lik því að vera sænsk, en höndin sagði til: tveir einbaugar á græðifingri vinstri bandar; það er gift kona sænsk. Einn hringur þýðir það, að hún sé trúlofuð. Þessi saga er sögð um kurteisi Svía og nákvæmni í siðvenjum: Útlendingur ók í járnbrautarvagni í Svíþjóð og festi athygli á reisu- legri byggingu nærri brautinni. Hvaða bygging er þetta? spurði hann þá, sem með honum voru. Enginn svaraði. Hann spurði aft- ur, en fékk ekkert svar. Þetta undraðist hann, og vikur spurn- ingunni í þriðja sinn beint að sessu- naut sinum. Sá reis á fætúr, hneigði sig og sagði: Fyrirgefið þér! Eg heiti Nilsson. — Það er latínuskóli. Þá skildist útlendingunum það, að hinir hæversku Sviar tala ekki til ]>eirra manna, sem þeir vita ekki nafn né deili á. Eg hugsaði: Ef við eigum nú að vera hér einsömul, væna mín, alt til Niðaróss, þá verður heldur þur- legt að sitja svona steinþegjandi eins og fjandmenn eða ósáttir elsk- endur. En þú skalt ekki hafa þá sögu að segja, að íslendingurinn falli i stafi eða fari að gera sig kompánalegan, þó að hann sjái ] konu, sem er álíka lagleg og þú. Eg get horft þegjandi á ]>ig í allan dag, fyrir kurteisi sakir. En ef þú gefur færi á þér, þá er það ekki mér að kenna. Það leið góð stund, og datt ekki af okkur né draup. Lestarþjónn- inn kom inn og kleip skarð í far- seðlana okkar með klípitönginni sinni. Syo fór hann, og alt varð hljótt eins og fyr. Hún tók af sér hattinn, leit í kringum sig og kastaði einhverju fram um veðrið eða snjóinn, eitt- hvað, sem fyrir augun bar. Eg tók hana samstundis á orðinu og sagði til mín. Hún kastaði af sér farg- inu og tók að tala. Hún hafði ek- ið alla nóttina og setið alein lið- langan morguninn frá Austursundi. Hún var fædd og uppalin í Lif- angri, þegar til kom, norsk í húð og hár, og hafði eg séð rétt, að hún var ekki sænsk á svip. Hún var gift í Gautaborg og var í or- lofsferð til föður síns heim í Lif- angur. Hún svalaði hjarta sínu á að tala, eftir alla þessa þögn, og var ör í niáli og frjálsleg i háttum; norska lundarfarið kom glögt fram, \ ólíkt hinu sænska skapi. Norska konan er ör og fljót til, kókett og kviklát og skemtileg; sú sænska er hæglát og varfærin, hæversk, orð- fá og draumlynd, seinteknari og miklu innilegri, og ef til vill trygg- ari. Þetta er nú svona almennt, með eilifum undantekningum. Því að nærri má geta, að þjóðernið er ekki einhlítt til þess að vita það, sem löng þekking má varla sanna til hlítar, hvernig kona er. — Við töluðum um heima og geima Hún þekti vel til í dalnum, þegar ofan kom í bygðina, og sagöi mér margt þar um. En eg tók minna eftir landinu en vandi minn var, af þvi að hún sat þarna á móti mér. Hún spurði migk af högum mínum og um ferð mína. — Eruð þér eini karl- maðurinn í Reykjavík, sem litandi er á? Eða hvernig dettur yður í hug að fara svona frá konunni? Þér skykluð ekki hafa betra af því, að skilja mig svona eina eftir! Hún tók að tala norsku, meir en sænsku, en eg talaði afskaplegan hrærigraut, reyndi að tala norsku, sem eg kann litt, en sænskan sat i hálsinum á mér. Það er ótrúlega erfitt aS fara yfir landamæri á Norðurlöndum og skifta skyndi- lega um mál um leið. Slíkt er ekki á annara færi en þeirra, sem mikla leikni hafa í hvoru málinu um sig, því að líkum tungum og skyldum rugla menn helzt saman. Nú kom skilnaðarstund okkar. Hún átti að skifta utn lest, sem heitir Hella, og kveinkaði sér yfir því, að hún yrði að hima þar i biðsalnum nærri tvær stundir. Eg skyldi feginn hafa verið henni til skemtunar, en mér var ekki til set- unnar boðið. Lestin stóð við i 5 minútur. En ekki voru trygðir o'kkar það traustar orðnar, að eg vildi neitt í sölurnar leggja fyrir hana. Eg fylgdi henni inn í bið- salinn og kvaddi hana á hreinu máli, islenzku, og bað hana vera blessaða. Hún kvaddi mig með kærleikum og bað mér alls góðs. Aldrei sá eg hana síðan, sem von- legt var. Eftir það tók að skyggja, og komum við brátt fram úr dalnum til Niðaróss. Þar var Reykjavik- urveður, auö jörð og hraglandi af hafi. Hclqi Hiörvar. ' —Vaka. ( EPS 25c BOX ' Meðalið undraverða, sem maður and- ar að sér til að lækna vetrar j kvefið 0g hóstann. Handhægt meðal, töflur vafðar í silf- urpappír. Hættuminni og áhrifa- meiri en meðalablanda. og gæti eg nefnt þær hér, en eg geri það þó ekki, því eg veita að engri þeirra er minsta þægð i þess- konar auglýsingu. Staddur í Saskatoon, 30. des. '28. Wi. H. Paulson. Gunnar Gunnarsson. ÞAKKARORD Við viljum hér með votta okkar innilegasta hjartans þakklæti öll- um þeim mörgu vinum og vensla- fólki, sem á einn eða annan hátt sýndi okikur hluttekningu í þeirri þungbæru sorg, er okkur bar að við fráfall okkar ástkæra sonar og bróöur, Sveinbjörns Hjaltalín Benedictson, sem var kallaður burt frá okkur þegar sál æskunnar virt- ist skína sem skærast. Það er erfitt að sjá á bak svo trúum og dugandi syni og bróður á bezta aldri, sem virtist til skamms tíma 'vera svo ríkulega mældur 1 skerfur heilsunnar. Það eru við- kvæmir strengir hjartnanna undir þessum kringumstæðum og því gleggra finnum við gildi hluttekn- ingarinnar. Kæra þökk öllum, er heiðruðu minningu hins lána með fögrum blómum. Viljum við því biðja góðan Guð að endurgjalda öllum fyrir þann græðandi yl, sem svo bargir beindu að bæði ]>eim fram- liðna á hans síðustu stundum, og eins okkur eftirlifandi syrgjendum Sigurbjörn Benedictson Kristveig Benedictson, foreldrar, og systkini hins látna. Við vígslu Laugarvatnsskólans 1. nóv. 1928. Leiðrétting. 1 Lögbergi frá 27. des. í frétt- inni um lát Jóhanns Schram, er gefið i skyn, að þau árin, sem hann var í Leslie, Sask., hafi þau Mr. og Mrs. Wilhelm H. Paulson verið honum sérilagi hjálpsöm. Orðið “sérílagi” gerir þetta að mishermi, sem auðvitað er sprottið af ókunn- ugleig þess, sem fréttina skrifar. Og þó þetta sé nú smávægilegt og meinlaust, þá fellur mér það fremur illa, af því mér er það vel kunnugt, að við hjónin gerðum ekkert meira fyrir Mr. Schram, en aðrir íslendingar, búsettir í Leslie, á þeim tíma. Það var meira að segja mikið minna sem i okkar hlut kom, af hjálpsemi við hann, þvi við áttum ekki heima í Leslie síðustu árin hans þar,—árin, sem hann þurfti mest á annara aðstoð að halda. Það var eftir honum lit- ið og um hann séð af fáeinum fjölskyldum, sem þá voru í Leslie, Hér skal boða, æskan unga, ættjörð þinni frá: Lögð er skyldan þarfa, þunga þinar herðar á: reisa býlin, rækta löndin, ryðja’ um urðir braut. Sértu viljug, svo mun höndin sigra hverja þraut. Vermd af nýrra vona ljósi vinn þú dýrust heit: sárin græða, hefja’ í hrósi hérað þitt og sveit. Sá skal hæstur sómi vera. Sé því orði hlýtt, þá mun hjálpa guð, að gera gamla landið nýtt. Fagri dalur! Fræðaskólinn fæðir nýjan hug. Út um héraðs breiðir bólin bjartrar trúar dug. Þá í dáðum draumur lifir dísa- arin-ranns, sem með blessun svífur yfir sveitir okkar lands. Lögr. Þ. G. Sagnabálki Gunnars Gunnars- sonar, sem hann kallar “Kirkjuna á Fjallinu” er nú lokið. í honum eru fimm sögur. Sú fyrsta heitir “Lék eg mér þá að stráum,” 2. Skip á himninum, 3. Nóttin og draumurinn, 4. Óreyndur ferða- maður, 5. Hugleikur mjögsiglandi. Undirtitill allra sagnanna er “Úr blöðum Ugga Greipssonar.” Það er bersýnilegt öllum kunnugum, að efniviður sagnanna er úr æfi höf- undarins sjálfs og það svo, að segja má að hann hafi beinlinis rakiö æfisögu sjálfs sín i skáld- legu formi, svipað og t. d. Gorki hefir gert. Fyrstu þrjár bækurn- ar segja frá æsku hans og uppvexti hans hér heima og er margt í þeim lýsingum svo ljóst og skýrt, að gamlir Austfirðingar munu kann- ast þar við mertn og staði, þótt nöfnum sé breytt. Tvær siðustu bækurnar segja frá utanför og lífs- baráttu Ugga Greipssonar erlendis og er skilið við hann þar sem hann er svo að segja að komast á kjöl úr volki og skipreikum lifs síns og er nýgiftur og að verða viðurkend- ur rithöfundur. Þvi slík er ákvörð- un mín, segir hann, með þessu einu get eg orðið að gagni og gert gott, þar sem þetta er nú einu sinni mitt litla hlutskifti í hinum margvíslegu störfum lífsins. Þessi sagnabálkur er ekki snjallasta verk G. G. þótt marg sé í honum gott. í fyrstu þremur bókunum eru að visu viða einhverjar bestu lýsingar, sem til eru í norrænum ibókmentum á sál- arlifi barns og unglings, en lýsing- arnar eru sunistaðar nokkuð lang- dregnar. En G. G. hefir einnig skrifað annað rit, Drenginn fsem er til á islenzku) og lýsir meistara- lega barnslega sálarfari og áhrif- jum þess á lif og örlög mannsins, I sem hann lýsir i tveimur síðustu j bókum Ugga við ytri erfiðleika og 1 innri, er hann er að brjóta sér j braut í nýju landi og að finna sjálf- ! an sig og list sína. í þessum bók- i um koma einnig fyrir ýmsir menn, I seni þekkja má, einkum úr Hafnar- lifi Landa á fyrsta tug þessarar aldar og eru nú margir þjóðkunnir menn. Lifið, sem lýst er. er oftast ömurlegt líf, i barattu við sult og seyru og oft örvæntingu, en inst inni líf i trú á framtiðina og listina. Aö svo miklu leyti, sem sögur þess- ar segja frá Gunnari Gunnarssvni sjálfum má að minsta kosti segja, að þessi trú hafi ekki látið að sér hæða. Hann er nú ekki einungis i röð vinsælustu höfunda á Norð- urlöndum, en líka einn af þeim beztu. Ýmsar sögur hans eru nu þvddar á mörg mál og er vel tekið. —Lögr. ■MARTIN & CO.i JANUAR TILRYMKUNARSALA Stórskostleg verðlœkkun og ÞŒGILEGIR BORGUNARSKILMÁLAR (■N D 20 u R VIKUR AÐ BORGA Með þessum kjörum fáið þér Kvaða fur- skreytta yfirhöfn í búðinni, sem þér viljið Undraverð kjörkaup VETRAR-YFIRHOFNUM, furskreyttar Vanaverð alt að $29.50. Fært niður í Vanaverð alt að $39.50. Fært niður í $21.75 $25.95 Vanaverð alt að $45.00. Fært niður í $35.00 KJÓLAR Stórkostleg niðurfærsla á þessum fjórum tegundum. $12.95 $15.75 $19.75 $24.75 Búðin opin á laugardagskveldin til M. 10. MARTIN & CO. EASY PAYMENTS LTD. Á öðru gólfi í Winnipeg Piano Bldg.,Portage og Hargrave L. HARLAND, ráðsmaður.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.