Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.02.1929, Blaðsíða 4
Bl3. 4. LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. FEBRÚAR 1929. Högtierg Gefið út hvern fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Ed$tor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Wipnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Óolumbia Press, Limited, in the Columbia ;! Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ;; Sá ókosni 1 vikunni, sem leið, skaut Heimskringla, aldrei þessu vant, skjólshúsi yfir fádæma lubbalega ritsmíð, eftir uppgjafaprestinn, Ragnar E. Kvaran, þetta ókosna yfirráða-naut heimfararnefndar ÞjóSræknisfélagsins. Sver blekfóstur þetta, er höfundurinn nefnir ‘ ‘ Skiln- ingurinn eykst”, sig átakanlega í ætt viS glannaskapinn og hrokann, sem úr sömu átt skall yfir vestur-íslenzkan almenning í sumar, er leiS, meðan hæst stóS á deilunum út af styrk- farganinu alræmda, í sambandi viS heimförina 1930. Mun víst flestum bera saman um, aS innlegg þess ókosvaf þeirri deilu, hafi bitiS höf- uSiS af allri s'kömm, þótt fleiri legSu aS vísu í svipuSum anda, loSna loppu á plóginn, meS þaS fyrir augum, aS ófrægja sjálfboSanefnd Vestur-íslendinga í heimfararmálinu, og gera tortryggilegan tilgang þann, er fyrir henni vakti. Sá ókosni, vill augsýnilega láta líta svo út, sem hann sé aS einhverju leyti að andmæla inni- haldi bréfs þess frá sjálfboSanefndinni vestur- íslenz'ku til KátíSarnefndarinnar á Fróni, er í Lögbergi birtist þann 24. janúar síSastliSinn, ásamt svarinu aS heiman, og fáeinum viSeig- andi skýringarorSum frá ritstjóra þessa blaSs. En hvemig tekst þeim ókosna svo til um rök- semdafærsluna ? Því er fljótsvaraS. I staS þess aS hrófla á nokkum minsta hátt viS innihaldi, eSa kjarna téðs bréfs, grípur sá ókosni til þeirra vopnanna, sem honum virS- ast tömust og eSli næst, sem sé aS þyrla upp mannskemda moldviðri, þegar komiS er í ör-, þrot meS rök, og fer hann þá á hvað, sem fyrir verður. Ekki væri ósanngjarnt aS ætla, aS sá ókosni, sem að minsta kosti aS nafninu til, á;að heita forseti Þjóðræknisfélagsins, mvndi endmm og eins finna til nokkurrar ánægju yfir því, aS til skuli þó vera menn a.f íslenzkum stofni í Vest- urvegi, er hafnir séu það mikið yfir mar- flatneskju meðalmenskunnar, .að amerískt og canadiskt þjóðlíf hafi komið á þá auga, og veitt þeim verðuga viðurkenningu. Þessu virðist þó farið á nokkuð anhan veg. ViS alt slíkt virðist þeim ókosna vera afar-illa,-finst enda, ef til vill, að meS því sé að einhverju leyti varpað skugga á sína eigin dýrð. Þess vegna, sennilega, legg- ur hann sig svo mjög í framkróka með að lít- ilsvirða Sveinbjöm Johnson, mann, sem svo hátt er hafinn að mannviti, mannkostum og þekkingu, vfir þann ókosna, að samanburður yrði blátt áfram hlægilegur, og gengi jafnvel glæpi næst. Sá ókosni, fullyrðir, að Sveinbjöm Johnson hafi orðið: “aðhlátursefni íslenzkra lögfræð- inga í Canada. ’ ’ Ekki telur hann það samt ó- maksins vert, að skilgreina fvrir almenningi, hvaða lögfræðingar það vora, — er hlógu! EitthvaS virðist þeim ókosn-a vera alvar- lega í nöp við þá Halldór Hermannsson og Emile Walters. A allra vitorði er það, að báð- ir em menn þessir þeim ókosna í öllu fremri, og þess vegna er það, að hann vill meS ein- hverjum ráðum hafa ofan af þeim skóinn, þótt slíkt eigi nú sennilega nokkuð langt í land. Allir þeir, er eigi sjá auga til auga við þann ókosna, eiga að vera lítilsnýtir aulabárðar. ÞaS er eins og honum sé um það einna mest hugarhaldið, aS draga beztu mennina, þá menn- ina, er getið hafa sér og þjóðflokki vorum hvað mesta sæmd, niður í sorpið, eða jafnvel niður fyrir það — niður til sín. Til þess að gera ekki endaslept við blekk- ingar sínar, tekur sá ókosni Vilhjálm Stefáns- son líka fyrir, og gerir af.stöðu hans til styrk- þágunnar að umtalsefni. Kemst hann í því sambandi þannig að orði: “ Vilhjálmur Stefánsson hefir aldrei sagt aukatekið orð um það, hvort rétt væri eða rangt að þiggja stvrkinn, svo almenningi sé kunnugt. Hins hefir hann getið, að hann teldi ekki nauðsyn á fé, því eimskipafélög mundu leggja fram það er þyrfti.” Er þetta nú ekki nákvæmlega það sama, og sjálfboðanefndin hefir ávalt haldið fram? Henni þótti stvrkbónin hvimleið, af því liún sá enga þörf á styrk. Vilhjálmur Stefánsson er henni því gersamlega sammála í þessu tilfelli, Þetta hafSi almenningi fyrir löngu skilist, __ líklega hverju einasta mannsbarni, nema þeim ókosna. Þó verðuy skilningsleýsi hans, ei til * vill, ekki eins dularfult og ýmsir kynnu að halda, er tekiS er tillit til þess, meS hvaða “lík- amshluta” hann hugsar, þótt honum sé þaS sjálfum sennilega fyrir beztu, aS ekki sé frek- ar fariS út í þá sáíma» Loks gerir sá ókosni, undirskriftamótmælin gegn styrkþágunni, að umtalsefni. Farast hon- um í því sambandi þannig orS: “Fjöldi manna hefir lýst því yfir, að þeir hafi látiS fleka sig til þess að skrifa undir. ASrir hafa tjáð sig gera það fyrir vináttu sakir og frændsemis”, o. s. frv. Hér er alt á eina bókina lært, enga tilraun til rökstuSnings að finna, þótt leitað sé með logandi ljósi. Á það aðeins treyst, að svo sé blekkinga-vefnaSurinn þétt ofinn, að hvergi grilli í .gegn. Ekki á eitt einasta nafn bent, staShæfingunum til sönnunar. ÞaS þarf meira en litla ósvífni til, aS bera annan eins ófögnuS á borS fyrir almenning, og sá ókosni lætur sér sæma, og gerir bersýnilega meS köldu blóSi. Ragnar E. Kvaran, eSa sá ókosni, hefir aldrei átt sæti í heimfaramefnd ÞjóSræknisfé- lagsins, og sennilega á aldrei. Vamar-tilraun hans í sambandi við styrk]>águna og víxlspor heimfaramefndarinnar, geta því undir engum hugsanlegum kringumstæðum, skoSast annað en brjóstumkennanlegur slettirekuskapur. • Mr. Darby og tollmúrar Bandaríkjanna Skömmu eftir aS þaS varð hljóðbært, að Bandaríkjastjóm hefði í hyggju að hækka toll á innfluttum vörum um 90 af hundraði, eða því sem næst, flutti ritari akuryrkjuráSsins, Mr. A. E. Darby, ræðu eina, allmikla og eftirtektar- verða, fyrir nefnd þeirri í Ottawa, er íhugun tollmálanna sérstaklega hefir með höndum. Taldi • Mr. Darby canadiskum landbúnaSi svo mikla hættu búna af þessu fyrirhugaða tiltaéki Bandaríkjastjómar, að til mála gæti það auð- veldlega komið, aS canadiska þjóSin yrði til þess nevdd, að hækka sína eigin tollmúra í hefndarskyni. KvaSst hann þó í fullri alvöru vona, að slíkt örþrifaráð yrði umflúið í lengstu lög. Ýms leiðandi blöð Austurfylkjanna, hafa látið sig ræðu Mr. Darby’s allmiklu skifta, prentaS upp úr henni langa kafla, og velt lienni við á margvíslegan hátt. Þykir þeim ræðan áll-eftirtektarverð, ekki sízt fyrir þá sök, að höfundur hennar er talsmaður fyrir þann flokkinn í Vesturlandinu, bændaflokkinn, er á- valt hefir svo á litið, og lítur enn, að veradar- tollar standi landbúnaðinum fyrir þrifum. Á sá flokkur marga ágæta málsvara í sambands- þinginu, er sjálfsagt telja að berjast til þraut- ar, er einhver þau mál era á döfinni, er djúpt grípa inn í afkomu og efnahag bænda og búa- iýðs. , r Mr. Darby tjáist vera þeirrar skoSunar, að hin fyrirhugaða vemdartollahækkun svðra, hljóti að reynast rothögg á heilbrigð viðskifti milli þessara tveggja nágrannaþjóSa. Auk þess sé hún líkleg til, að vekja tortrygni meðal þjóðanna beggja, og sé þá, ver farið en heima setiS. Kemst hann í því sambandi meðal ann- ars þannig að orði: “Tollmálahefnd er alt annað en æskilegt vopn, í viðskiftum þjóða á meSal. En það dylst mér eigi, að nema því aðeins, að teknar verði.í tæka tíð alvarlegar ráðstafanir af hálfu canadiskra stjórnarvalda, þá getur tæpast hjá því farið, að canadisku þjóðinni renni svo í skap, að hún krefjist viðeigandi bóta, þótt nokkuð kunni þær aS kosta. ” Ekki gerSi Mr. Darby þess fulla grein, hvort hugsanleg hækkun verndartolla, skyldi einungis bundin við framleiðslu landbúnaðar- ins, eða hún skyldi ná til annara framleiðslu- tegunda líka. En hvað sem því HSur, er von- andi, að hin canadiksa þjóð, verði aldrei til þess neydd, að grípa til nokurra slíkra örþrifa- ráða. Fram að þessum tíma, hefir staðiS næsta ójafnt á, hvað viSskiftin milli Bandaríkjanna og Canada snertir. Virðist svo, sem hinni fyr- nefndu þjóð hafi hepnast það tiltölulega langt- um betur, að útiloka canadiskar landbúnaSar- afurðir frá markaði sínum, en ^þjóSinni canad- isku að stemma stigu fyrir aðstre\Tni ýmsra vörutegunda að sunnan. Má í því sambandi benda á, að við lok þeirra tólf mánaða, er end- uðu þann 30. nóvember síSastliðinn, námu inn- fluttar landbúnaSar-afurðir hingað til lands frá Bandaríkjunum, $103,983,000, til móts við $57,172,000, er Canada flutti út á sama tíma- bili suður yfir landamærin. Hækkun sú á toll- vemd, er Bandaríkjastjóm ráðgerir, myndi að sjálfsögðu draga mjög úr vöruflutningi héðan úr landi og suður, og hlyti jafnfraftit að hækka vömverðið syðra til stórra muna. AS hyggja á hefndir gagnvart Bandaríkja- þjoðinni, út af meðferS hennar á sínum eigin málum, væri vitanlega hin mesta fávizka, sem komið gæti canadisku þjóðinni alvarlega í koll. Enda væri slíkt jafn-óþarft, sem það er óvit- urlegt. í nóvembermánuði síðastliðnum, seldi Can- ada til brezku evjanna, tíu miljón dala virði meira af landbúnaðar framleiðslu, en hpn seldi á öllu árinu suður yfir landamærin. AS því gr markað fyrir slíkar vörur áhrærir, ér eftír- spurnin frá Betlandi sex sinnum meiri, er úr Bandaríkjunum. Að undanskilinni pappírsframleiSslunni, má vel segja, að markaðs skilvrðin fvrir canadisk- ar vömr, séu 75 af hundraði betri á Bretlandi hinu mikla, en í Bandaríkjunum. Hinn brezki markaður er stöðugt að víkka, og því ekki aS færa sér<fþað í nyt? ^ Þ\tí ?uá heldur ekki gleyma, að;!ýiý og greið- ari viðskiftasambönd við umheiminn, era jafnt og þétt að skapa víðari markað fyrir canadiska framleiðslu. ÞaS er því sýnt, að ekki er í öll skjól fokiS, þótt örðugra gerist um viðskiftin við Bandaríkin, en -viS hefir gengist fram að þessu. ÞaS em til meira en nógar þjóðir samt, er þarfnast canadiskra vörutegunda og sækjast eftir þeim. I Höndlaði Þjóðrœknisfélagið Ingólf smálið ? SíÖan eg skrifaði síÖustu grein mína um Ingólfs- sjóÖs meöhöndlunina, hafa komjÖ fram í dagsljósiÖ mörg ný gögn, sem eg hafði engann kost á aÖ kynnast, þar til þau voru lögö fyrir almenning i blööunum. Eg á hér viÖ tvær greinar eftir hr. H. A. Bergman, lög- fræðing, manninn, sem almenningur réÖi Ingólfi til varnar, og einnig grein eftir hr. A. B. Olson, sem var einn af g, er almenningur kaus til að gangast fyrir f jár- framlögum Ingólfi til styrktar. Báðir þessir menn lögöu fram fé til sjóÖsins, og hafa því, án efa, fullan rétt að birta skoðun sína málinu viðkomandi. Svo eru ákærurnar í máli þessu orÖnar alvarlegar og þungar, að undrun sætir ef Ingólfs-nefndin og þjóð- ræknisfélagið geta, sóma sins vegna komist hjá því, að skýra almenningi sína hfið málsins. Ekki fæ eg betur séð, en borið sé á Ingólfs-nefndina að hún hafi fært þjóðræknisfélaginu fé, sem hún hefir óleyfilega tekið úr sjálfs síns hendi, og þjóðræknisfélagið veitt þannig fengnu fé móttöku. Vafalaust skilur almenningur hvað hér er átt við, þó ekki séu sterkari orð við höfð, aö sinni. Fáeinar ástæður vil eg þá leyfa mér að færa fyrir þessu við- horfi málsins. Fyrst og fremst ber öllum almenningi að taka fylsta tillit til þess sem skrifari borgarafundarins hef- ir að segja um málið, og sem hann birtir í báðum ís- lenzku vikublöðunum strax eftir fundinn. Þá var auðvitað alt í fersku minni, að fundinum nýafstöðn- urd, og hefði því eitthvað verið athugavert við frá- sögn ritara, sem nokkru máli skifti, hefði það auðvitað verið leiðrétt tafarlaust, þar sem málið var almennings mál. En ritaranum til veröugs hróss, hefir hann skýrt svo satt og rétt frá gjörðum fundarins, að engar að- finslur hafa þótt nauðsynlegar. Látum oss þá athuga hvað ritarinn hefir aÖ segja í umsögn sinni um fundinn 19. des. 1924. Eftir að ritarinn hefir skýrt frá tilgangi fundarins, og tddrög- um málsins segir hann að “allir fundarmenn voru ein- huga um það, að alt bæri að gera fyrir þennan óham- ingjumann, sem í mannlegu valdi stæÖi, til þess að hann mætti ná fullum rétti sínum.” Athugum nú þessi orÖ ritara gaumgæfilega. Þessi fundur, sem hér ræöir um, var sá eini almenni fundur, sem haldinn var í sarrtbandi viÖ mál Ingolfs, og um leið eina tæki- færiÖ fyrir þá sem kosnir voru, að kynnast vilja al- mennings um það,hvað mikið nefndinni bæri aÖ gera fyrir Ingólf. Safnkvæmt skýrslu ritarans, eru fundarmenn ekki myrkur í máli um það hvað þeir vilji að gert sé fyrir þennan ógæfusama einstæðing. Nefndinni, sem kosin var til aÖ hafa framlkvæmdir í málinu, var falið af kjósendunum, aö gera alt sem í mannlegu valdi stæði til að Ingólfur gæti náð fullum rétti sínum. MeÖ þetta ákveðna umboð frá almenningi, byrjar svo nefnd- in starf sitt. Lesendurnir gerðu vel að festa i minni, að hvergi er þess getið, að nefndinni hafi verið settar skorður um það, að jafnvel hvaö sem lögfræðingurinn ráÖlegði þegar hann færi að kynna sér málsástæður, mætti ekki undir neinum kringumstæðum hjálpa Ing- ólfi meira en að koma honum í lífstíðartukthús, hvort • sem hann reyndist sekur eða saklaus, heilbrigður eða vanheill. Algjörlega gagnstætt þessu, var nefndinni falið aö gera alt sem mannlegt vald gæti, til að hinn sakfeldi næði fullum rétti sínum. Síðar í grein þess- ari mun eg skýra það, hvernig nefndin fullnægði þeirri kröfu fundarins, að gera alt sem mögulegt væri Ingólfi til hjálpar. Eftir að ritarinn er búinn að skýra hinn mikla áhuga fundarmanna fyrir því að alt hugsanlegt sé gert ógæfumanninum til stuðnings, skýrir hann frá kosningu nefndarinnar á þessa leið: “Eftir nokkrar umræöur var ákveðiÖ að fela stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins, að beita sér fyrir fram- gang þessa máls.” Þessu næst birtir ritarinn tillögu frá hr. Þorsteini Borgfjörð, sem studd var af hr. Guðmundi Fjeldsted, sem er þess efnis að skora á fundarmenn að gera sitt ýtrasta að hjálpa stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins með fjárframlögum til þess að leiða þetta mál til lykta. Því næst skýrir ritarinn frá kosningu lögfræðingsins á þessa leið: “Síöan var Hjálmar Bergman beðinn af fundarmönnum, að taka * að sér málið. Lofaði hann að gera það, ef ófyrirsjá- anlegt annríki ekki hindraði.” Nú vil eg vinsamlegast biðja lesendurna að minn- ast ]>ess, að hvergi er með einu orði minst á ábyrgð í sambandi við ráðningu lögfræðingsins, né heldur nokkra aðra ábyrgð. Einnig er hvergi minst á neina tillögu, sem fram hafi komið á fundinum í því eða neinu öðru sambandi, nema sem eg hefi tekið fram hér að framan, að undanskildu, að leita samskota og loforða á fundinum. Það er því meira en smávægi- leg bíræfni af ritara fundarins, að berja nú blákalt fram, fjórum árum seinna, að fundurinn hafi samþykt fjárhagslega ábyrgð á hendur stjórnarnefnd Þjóö- ræknisfélagsins, þar sem ekki er minst með einu orði á neina slíka ábyrgðar-samþykt í fundargjörningnum, sem hann sjálfur skrifar og birtir almenningi í báð- um íslenzku vikublöðunum. Einnig er vert að geta þess, að ritstjóri Lögbergs, hr. J. J. Bíldfell skrifar einnig um borgarafundinn í blaði sínu 25. des. 1924, og getur ekki með einu oröi um neina ábyrgðar sam- . þykt né heldur uppástungu. Umsögn hr. Bíldfells virðist algjörlega samhljóða því, sem ritari fundar- ins hefir að segja, þó með öðrum orðum sé frá sagt. Til dæmis segir hr. Bíldfell frá ráðningu lögfræðings- ins á þann hátt, að allir fundarmenn hafi staðið á fætur þvi til samþykkis. En þrátt fyrir það, sem hefir, veriö tekið fram, hér að framan, leyfir hr. Sig- fús Hallórs sér að gera eftirfarandi staðhæfingu í blaði sínum 5. des. 1928: “Að þr. Hjálmar A. Ler&" man hafi aldrei verið veitt lögmannsumboð sitt í’sam- bandi við þetta mál af opinberum borgarafundi í YVin- nipeg, né annarsstaðar.” Lesendurnir minnist þess að hr. Sigfús Halldórs var skrifari borgarafundarins, sem haldinn var í Wlinnipeg, 19. des. 1924. Til að fyrirbyggja það, að eg verði vændur um aö halla réttu máli, vísa eg lesendunum á að lesa Heims- kringlu 24. des. 1924 og einnig Lögberg 25. des. sama ár. Eg er þá kominn að þeim lið málsins, sem mestum misskilningi hefir valdið í hugum manna, og gerir enn, og það er hvort Þjóð- ræknisfélagið, sem félag hafi nokk- urntíma haft nokkuð að gera við rekstur Ingólfs-málsins. Eg hefi hér Jyrir framan mig ákveöna neitun allra þeirra manna er nokkuð) höfðu við málið að gera, og einnig margra þeirra, sem ekki voru kosnir for- v-ígismenn, en voru því samt hlynt- ir. Allur sá glundroði, sem átt hefir sér stað út af því hvort þjóð- ræknisfélagið hafi haft málið með höndum eða ekki, á án efa rót sína að rekja til þess, aö stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins var af fund- armönnum kjörin til að hafa fram- kvæmdir í málinu. Þannig liggur þá þetta stórflókna mál fyrir fram- an oss. Eftir að búið var að kjósa stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins, sem Ingólfsmálsnefnd, var hún orðin að tveimur nefndum. Með öðrum orðum, hún var orðin ein og tvenn, eða tví-ein. Nefndin hélt áfram að starfa, sem stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins, en bætti • þessu nýja nefndarstarfi við sig, sem al- gjörlega óviðkomandi hinu fyrra. Enda kosin “^til síðari starfans af öðru fólki, og í öðrum tilgangi. Hr. Sigfús Halldórs, sem þá er orðinn skrifari beggja nefndanna, kostar líka kapps um, að koma þeim skiln- ingi inn hjá almenningi, aö Ingólfs málið hafi ekkert við Þjóðræknis- félagið að gera. Hann skýrir það mjög greinilega fyrir lesendum sín- um, að Ingólfsmáls-nefndin hafi verið kosin af öllum Islendingum, án tillits til þess hvort þeir væru meðlimir Þjóðræknisfélagsins eða ekki. Einnig tekur hr. Halldórs það skýrt fram í fundargjörningn- um að nefndin, sem stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins, hafi ekki heimild til að grípa til peninga Þjóðræknisfélagsins fyrir rekstur Ingólfs-málsins. Þó eg væri af öllum vilja gerð- ur, gæti eg ekki skýrt betur en hr. Halldórs gerir í fundargjörning borgarafundarins, að Ingólfs-málið hafi verið Þjóðræknisfélaginu al- gjörlega óviðkomandi. Hr. Hall- dórs tekur það mjög greinilega fram að kosning stjórnarnefndarinnar til framkvæmda i Ingólfsmálinu, komi Þjóðræknisfélaginu ekkert við. Mennirnir séu kosnir til hins nýja starfs, án tillits til þess að þeir séu Þjóðræknisfélaginu tilheyrandi. Og einnig til að fyrirbyggja allan mis- skilning í þessu sambandi, lýsir hann því yfir að fé Þjóðræknisfé- lagsins megi alls ekki nóta fyrir þetta mál. Þessi djarflega framkom a hr. Halldórs, með að fyrirbyggja það, að Þjóðræknisfélagið gæti á nokk- urn hátt orðið bendlað við Ingólfs- málið, er í fullu samræmi við það Sem hr. A. B. Olson (sem einnig skipaöi sæti í báðum nefndunum) segir að samnefndarmenn hanS hkfi falið honum að get*i, áður en til borgarafundarins var gengið. Að Ingólfsmáls-nefndin í heild sinni, skoðar sig sem algjörlega óviðkom- andi Þjóðræknisfélaginu, sést bezt á bréfi þvi er nefndin skrifaði dómsmálaráðgjafanum í Ottawa 16. jan. 1925. Þetta bréf var skrif- að á þeim tíma, sem mest reið á að beita öllum þeim áhrifameðölum, sem nefndin hafði yfir að ráða. Nefndin var með þessu bréfi að reyna að hafa áhrif á dómsvald landsins, hinum sakfelda manni til hjálpar, og hefir því vafalaust skýrt satt og rétt frá tilveru sinni og um- boði. Vissulega hefði nefndin, í þessu tilfelli notað nafn Þjóðrækn- isfélagsins máli sínu til styrktar hefði hún álitið sér það leyfilegt. Þannig farast þá nefndinni orð í bréfinu til ráðherrans: “Þetta bréf er skrifað af nefnd manna, sem kosnir voru á opinberum fundi canadískra iborgara af íslenzku þjóðerni, er haldinn var í desember mánuði 1924 í borginni Winnipeg Tilgangur þessa fundar og skyldur nefndarinnar, voru að gera það, sem hægt væri á síðustu stundú hinum ógæfusama manni til stuðning's. Fyrir forgöngu nefndarinnar, og með fjárstyrk, sem aflast hefir í al- mennum samskotum meðal Islend- inga í þessu landi, hefir þetta mál verið borið upp fyrir yður, og vér væntum þess öll, að árangurinn megi verða sá, að dauðadómnum fáist breytt.” Ofanskráð bréf er undirritað af hr. Gísla Jónssyni, serþ settum skrifara nefndarinnar. Athugum nú það, sem hér er sagt. Hvergi er minst á Þjóðræknisfé- lagið með einu einasta orði. Skýrt og blátt áfram er tekið fram, aö nefndin, sem þetta mál hafi með höndum,_hafi verið kosin á almenn- um borgarafundi, og tiltekinn stað- ur og stund, að segja má. Einnig er ljóst og skilmerkilega greint frá því, að féð sem notað er í þágus málsins, sé samskotafé, sem ís- lenzkur almenningur þessa lands hafi lagt fram. Er nú ekki það, sem hér að framan hefir verið til- greint, næg sönnun þess, að þjóð- ræknisfélagið hafi aldrei á einn eöa annan hátt haft neitt við Ingólfs-vw málið að gera ? Það, sem eg hefi hér tilfært, er aðeins lítið sýnis- horn af öllum þeim gögnum, sem eg hefi fyrir hendi, því til sönnunar að Þjóðræknisfélagið, sem félag. hafi aldrei haft neitt að gera með- höndlun Ingólfsmálsins. Eg skal aðeins tilfæra það, sem ekki er hægt aö ganga fram hjá. Eitt af því, sem verst mælist fyrir, af hálfu Þjóðræknisfélagsins, er þegar það- skýtur skoll-eyrum við ráðlegging- um hr. Áma G. Eggertssonar lög- fræðings. Það virðist ganga brjál- semi næst, af ólögfróðu fólki, að gefa engan gáum að ráðleggingum hans, ekki sízt þar sem hann var kosinn í nefnd til að athuga málið. Hr. Eggertssón fór þó alls ekki dult með skoöun sína. Með á- kveðnum orðum skýrði hann það fyrir þinginu, að félagið hefði eng- ann rétt til Ingólfs-sjóðsins, og að nefndin hefði ékki rétt til þess að afhenda félaginu peningana. Sömu- leiðis leiddi hann í ljós, að nefndin hefði ekki lokið starfi sínu, og að ákveðin gögn væru fyrir hendi, sem nefndinni bæri að láta rannsaka. Allar þessar bendingar voru að vettugi virtar, og ekkert tillit til þeirra tekið, 'þó þær kæmu frá manni, sem bæði var lögfræðingur og einnig upphafsmaður að því aö Ingólfi væri rétt hjálparhönd. Eg er þá að lokum kominn að þvi atriðinu, sem þyngst er á metaskál- unum, og mestu varðar í máli þessu, en það er vitnisburður hr. Hjálm- ars A. Bergman, lögfræðings, sem. ráðinn var til að taka að sér mát Ingólfs Ingólfssonar, með þvi að allir fundarmenn stóðu á fætur, á almennum borgarafundi, sem hald- inn var í Winnipeg 19. des. 1924. Án efa hafa fundarmenn sýnt hr. Bergman hina sömu tilhliðrunar- semi og nefndinni, að leyfa þonum að halda áfram lögmannsstarfi sínu óhindruðum, þó hann bfeetti þessu við sig. Þess iber að geta, að hr. Berg- man tók að sér málið undir afar erfiðum kringumstæðum. Búíð var að rannsaka málið, og dæma manninn til lífláts, og einnig búið að neita áfrýjun til hærri rétt- ar. Þarna stóð því þessi ógæfusami og allslausi einstæðingur á landa- mærum lífs og dauða, bíöandi eftir því, að borga hina þyngstu sékt, sem hægt er að heimta af nokkrum manni: lífið sjálft. Það er þvi meira enn lítið ánægju efni fyrir þjóðarbrot vort, að hafa átt mann sín á meðal, sem hægt var að senda til móts við lagavald landsins, undir jafn alvarlegum kringumstæðum. öll meðalmenska var hér ónóg. Girtur brynju lög- spekinnar og sama umboöi frá borgarafundinum, sem nefndinni var veitt, nfl. að gera alt, sem mannlegt vald gæti fyrir hinn ó- gæfusama mann, byrjar þá hr. Bergman starf sitt. HVerju því spori, sem hann stígur í þarfir málsins, fylgir einróma lof allra þeirra, er á það minnast. Alt ber þess merki að hann hafi beitt hinni mestu skarpskygni og samvizku- semi, og alrei gleymt þeirri köllun fundarins, að gera alt sem í mann- legu valdi stæði fyrir skjólstæð- ing sinn. Það þarf naumast að táka það fram, að allur þungi málsins hvíldi á herðum hr. Bergmanns. Öll málsatriði varö hann að kynna sér, alt frá upptökum málsins í réttar- ölum Alberta-fylkis og til þess dags, sem hætt var við málið hálf- klárað, þvert ofan í ráðleggingar hans, sem þó var kosinn á almenn- um borgarafundi, til þess að gera alt, sem í mannlegu valdi stæði, till að hjálpa hinum fallna manni. Hvar, sem minst er á starf hr.. Bergmans í sambandi við Ingólfs- málið, er það alt einhliða lof og að- dáun. Hvergi minst á að hann hafi krafist neinnar ábyrgðar fyr- ir starfi sínu af neinum. Hvergi minst á með einu orði, að hann hafi sett ósanngjarnlega fyrir verk sitt. Hvergi bólar á neinu aðkasti í garð hans viðvíkj- andi þátt-töku hans í Ingólfsmál- inu, þar til næstum fjórum árum siðar, að deila hefst meðal Vestur- íslendinga útaf því, að vell-ríkt og síl-spikað öldungaráð vappar á stað að biðja um skemti-styrk í heiðurs- skyni við þjóð sína. En þar sem hr. Bergman bar ekki gæfu til að meta “heiðurinn” eins og hann að sjálfsögðu átti skilið, lenti hann á öndverðum meiði við “ráðið”; og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.