Lögberg


Lögberg - 07.03.1929, Qupperneq 1

Lögberg - 07.03.1929, Qupperneq 1
42. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMÍUDAGINN 7. MARZ IV29 nOmer 10 Helztu heims-fréttir Canada Sir James Aikins, fyrverandi fylkisstjóri í Manitoba, andaðist i Winnipeg, aðfaranótt föstudags- ins í vikunni sem leið, 77 ára að aldri. Hann hafði verið lasinn nokkra daga, en versnaði á fimtu- dagskveldið og dó um miðnætti. Hjartabilun var hans banamein. Með Sir James Aikins er höfð- ingi mikill í val hníginn, em um iiálfrar aldar skeið hafði mikið komið við sögu Manitoba-fylkis, Vestur-iCanada og reyndar alls jþessa lands, og unnið sér inn mikla tiltrú og virðingu samborg- ara sinna. Mikinn og öflugan þátt tók hann jafnan í opinberum mál- um og um tíu ára skeið var hann fyikisstjóri í Manitoba-fylki. f siðasta blaði var sagt frá hálfrar aldar afmæli hans sem lögfræð- ings. Sýndu stéttarbræður hans konum þar þann heiður, að slík- ur hlotnast að eins örfáum mönn- rnönnum. Jarðarförin fór fram á mánudaginn í þessari viku, und- ir umsjón hins opinbera og með mikilli viðhöfn. * * * Eins og getið var um í síðasta blaði, lagði Bracken forsætisráð- berra þá tillögu fyrir þingið, að fresta þingfundum þangað til 20. marz. Var tillögu þessari ákaft mótmælt af F. G. Taylor, leiðtoga íhaldsflokksins og hans félögum ■og eins af verkamanna þingmönn- nnum. Gekk þetta í þrefi miklu •og fluttu mótmælendur tillög- nnnar afarlangar og margar ræð- ^r. Bar Mr. Bracken loks fram l)á tillögu að loka umræðum á föstudagskvö>ldið í vikunni sem leið. Var henni þegar mótmælt, en forseti úrskurðaði hana þing- sköpum samkvæma og þingið sam- þykti þann úrskurð með 30 at- kvæðum gegn 14. Greiddu allir þingmenn frjálslyhda flokksins ,þar atkvæði með stjórninni. Var svo aðal tillagan, um að fresta þingfundum til 20. marz, samþykt með 27 atkvæðum gegn 17. Þrír þingmönnum frjálslynda flokksaf þingmenn frjálslynda flokksins greiddu þar atkvæði með stjórn- ínni. — Þegar þingið mætir aft- ur, leggur stjórnin fyrir það frumvarp þess efnis, að það sam- þykki Sjö systra fossa samning- ■ana margumræddu. * * * Eins og áður hefir verið getið hér í landinu, sögðu þeir Hon. W. R. Clubb, ráðherra opinb. verka, og Hon. W. J. Major, dómsmála- ráðgjafi, af sér embættum sínum fyrir skömmu. Úr þvi hefir nú verið bætt í bráðina, með því að skipa Hon. R. A. Hoey,' menta- málaráðherra, til að þjóna em- bætti því, sem Major hafði, en Hon. D. G. McKenzie, til að þjóna embætti því, sem Clubb þjónaði. Vafalaust er það bara bráða- birgða ráðstöfun. * * * Tekjur Winnipeg Hydro voru árið sem leið $380,000 meiri held- ur en árið 1927, eða $3,100,000. Voru 1927 $2,720,860 . Búist er við, að umsetningin verði enn miklu meiri á þessu ári. * * * Hveitisamlagið greiddi bændun- um Vestur-Canada, hinn 1. þ. m., yfir tuttugu og sex miljónir dala fyrir uppskeruna í haust sem leið. Er það fyrsta borgunin, sem þeir fá, eftir niðurborgunina, sem þeir fengu þegar þeir afhentu hveitið. Borgun sú, sem bændurnir fengu í þetta sinn, voru 12c. fyrir hvern mæli hveitis, fyrsta til fimta flokks, og sömu upphæð fyrir hör og rúg. Bændurnir í Mani- toba fengu í þetta sinn $2,289,455, bændurnir í Baskatchewan fengu $17,499,433, og bændurnir í Al- bert $6,410,035. Alls voru útborg- aðir $26,198,923 fyrir hér um bil 224,000,000 mæla af kornteg- undum. Er sú upphæð tölu- vert minni heldur en samskonar þorgun í fyrra, þó uppskeran sé meiri, sem vitanlega kemur af því, að verðið er lægra. * * * Dómararnir þrír, eða hin kon- unglega rannsóknarnefnd, er enn að rannsaka hvað hæft kann að vera í kærum þeim, sem F. G. Taylor bar á Bracken stjórnina. Sýnist þeim verða heldur lítið á- gengt, enn sem komið er. Ekki gat Mr. Taylor sjálfur gert neina ljósa grein fyrir því á hverju hann hafði bygt kærur sínar. Fyrverandi forseti Winnipeg El- ectric félagsins er nú suður í Californíu og kveðst ekki, heilsu sinnar vegna, geta mætt fyrir nefndinni hér í Winnipeg. Það þótti nokkrum tíðindum sæta, þegar það kom fram í vitnaleiðsl- unni, að John Queen, fylkisþing maður og leiðtogi verkamanna- flokksins, hefði líka keypt hluti i Winnipeg Electric félaginu og fleiri þingmenn. Sagði Mr. Queen þá þegar af sér leiðtogastöður.ni á þinginu og öðrum stöðum, sein hann hafði fyrir verkamanna- flokkinn. * ■*• * Seint á miðvikudagskveldið í vikunni sem 'leið, kom Taschereau forsætisráðherra í Quebec, inn í skrifstofu sína, og sá hann þá, að þar lá sprengitundur á gólfinu, sem einhverra orsaka vegna ekki hafði sprungið, þó svo hefði sjáanlega verið tilætlast. Kallaði hann þegar á lögregluna, sem byrjaði þegar að rannaka þetta mál. Þrjú þúsund dölum hefir fylkisstjórnin í Quebec heitið hverjum' þeim, er gæfi upplýsing- ar, er leiddu til þess að sanna, j hver væri að þessu valdur. Ekki > heldur forsætisráðherrann að þetta hafi verið gert til þess að granda lífi sínu, heldur til að eyðileggja skrifstofuna og það, sem í henni var. Bretland. t Rt. Hon. David Lloyd George, leiðtogi frjálslynda flokksins, hef- ir nýlega haldið ræðu mikla, til undirbúnings undir hinar al- mennu þingkosningar, sem eru fyrir dyrum á Bretlandi. Sagði hann þar meðal annars, að ef hann og hans flokkur kæmust til valda við kosningarnar, þá skyldi alt þetta atvinnuleysisböl , sem nú hefir þjáð þjóðina árum sam- an, enda innan eins árs, og það án þess að bæta nokkru við þjóð- skuldina. Hann sagðist hafa nú árum saman, með fleiri mönnum, kynt sér þetta mál nákvæmlega og það væri sér fullkomlega ljóst, hvernig hægt væri að ráða fram úr þessu vandamáli. Það væri ekki sín ætlun eða síns flokks, að 3tyrkja þúsundir manna til að geta dregið fram lífið í aðgerðarleysi, eins og núverandi stjórn gerði, heldur hefjast handa og hrinda af stað ýmsum nauðsynja fyrir- tækjum, sem vel gætu borgað sig og kostuðu því ríkið í raun og veru ekkert, en gæfu öllum næga atvinnu, sem nú væru atvinnu- lausir. Bandaríkiir. Flugmaðurinn heimsfrægi, C. A. Lindbergh, varð fyrir dálitlu flugslysi hér á dögunum. Hann var að fljúga sér til gamans suð- ur í Mexico, og hafði ástmey sína, Miss Anne Morrow, með sér. Ein- hvern veginn bilaði flugvélin þannig, að annað hjólið brotnaði og var honum því afar erfitt að lenda, og þegar hann kom niðui", snerist loftfarið við og meiddi Lindbergh sig nokkuð í annari öxl inni, en Miss Morrow slapp ó- meidd. Ekki varð þó meiðslið meira en svo, að Lindbergh flaug tðluvert næsta dag og gekk vel. Að ekki skyldi verra af hljótast, er þakkað því, hve hve afbragðs- vel Lindbergh kunni með flugvél- ina að fara. Fregnir af j Sambandsþinginu Eftir L. P. Bancroft, þingmann Selkirk-kjördæmis. Einhverjar uppbyggilegustu um- ræður, sem fram fóru á Ottawa- þinginu í vikunni sem leið, voru út af tillögu, sem forsætisráð- herrann lagði fyrir þingið um þátttöku þjóðarinnar í því, að ó- löghelga stríð milli þjóðanna. 1 ræðu sinni sagði forsætisráð- herrann meðal annars: “Það er engin ein og almenn leið, sem liggur til fullkomins friðar, en það eru margir stígar, sem liggja í þá átt, og einn af þeim er Bri- and-Kellogg friðarsáttmálinn.” — Hann las líka ágæta kafla úr ræð- um þeirra, Briands, utanríkisráð- herra á Frakklandi, og Lord Cus- henden, fulltrúa Bretlands á frið- arþinginu í París. Einnig urðu allmerkar umræð- ur út af þeirri tillögu, að Sam- bandsstjórnin haldi áfram að leggja fylkisstjórnunum til fé til vegagerða. Viðauka tillaga var gerð þess efnis, að sambands- stjórnin bygði almennan keyrslu- veg þvert yfir landið frá hafi til hafs. Stjórnin hélt því fram, að það væri fyrir fylkin hvert um sig, að byggja keyrsluvegi innan sinna takmarka. Stjórnin sagði einnig, að á síðasta fundi, sem stjórnarformenn fylkjanna höfðu með sambandsstjórninni, hefðu þeir farið fram á það, að það fé, sem Sambandsstjórnin legði fylkj- unum til, væri engum skilyrðum bundið. Styrkur til fylkjanna hefði á þessum fundi komið til umræðu og stjórnin hefði nú nefnd manna til að athuga þetta mál með því augnamiði, að auka þennan árlega styrk til fylkjanna. Sýndist það almenn skoðun þing- I manna, að þetta væri heillavæn- legra, heldur en að leggja fylkj- unum til fé og setja þeim jafn- framt viss skilyrði, hvernig því skyldi varið. — Var tillagan því feld. Fjárhagsáætlun 'fyrir yfirstand- andi ár, var lögð fram á mánu- daginn í fyrri viku, og er þar að finna nokkrar fjárupphæðir, sem ætlaðar eru Selkirk-kördæmi. — Til að dýpka Rauðána, $20,860. Fyrir botnsköfu, $15,973. Grassy Narrows (beinn skurður) $2,800. Playgreen Lake, $24,000. Fyrir bryggju í Selkirk, $25,000. Við- auki við bryggju í Riverton $4,000. Bryggja við Gull Harbor, $2,500, og til aðgerða á bryggjum tíu þús- und dalir. Aldarminning 1829 —1929. Jón söðli, var hann ávalt kall- aður á Suðurlandi, allan síðari helming nítjándu aldarinnar og nokkuð fram yfir aldamótin síð- ustu. Munu fáir hafa verið þá samtímis á Suðurlandi, sem ekki höfðu heyrt Jóns söðla getið og alls'taðar að góðu. Öllum heldri mönnum var hann nákunnugur í þeim landsfjórðungi. Jón söðli var fæddur í Eyvind- arholti undir Eyjafjöllum 2. febr. 1829. Var faðir hans Jón Eyj- ólfsson, á þeim tíma húsmaður hjá hinum nafnfræga stórbónda í Eyvindarholti, Sæmundi Ög- mundsyni. Móðir Jóns söðla var Ingigerður Jónsdóttir, vinnukona, ættuð frá Stórumörk og á þeim árum þótti fríðleikstúlka mikil. Jón söðli ólst upp í Eyvindar- holti fram á tvítugsaldur. Þar var atorkuheimili mikið og vinn- an fast sótt. Þótti Jón snemma í meira lagi þungur til vinnu, og ekki láta vel búsýslan. Var það því til ráðs tekið, að senda hann til Reykjavíkur að læra söðlasmíði. Dvaldi Jón þar í nokkur ár, fyrst við nám og að því loknu stundaði hann þessa atvinnugrein á sinn reikning. Eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavik, hvarf Jón til átthaga sinna, fékk hann þá viðurnefnið söðli, er hélzt við hann til dauða- da£s. Þá er Jón kom á æskustöðv- ar sínar, settist hann að í Hlíarendakoti í Fljótshlíð, og þar stundaði Jón handverk sitt um hálfa öld; dvaldi hann þar mestan hluta æfi sinnar, og var við þann bæ bezt þektur undir nafninu Jón söðli. — Sá bær og þær sveitir höfðu margar endur- minningar um Jón, drengskap hans og göfugmensku. í Hlíðarendakoti ólst upp stór hópur af unglingum, sem allir báru ótakmarkaða velvild til Jóns söðla, þar á meðal þjóðskáldið góðkunna, Þo||teinn Erlingsson. Varð Jón söðli fyrstur manna til að opna augun á mönnum fyrir þessum unga gáfumanni, Þorst. Erlingsyni. Enda viðurkennir Þorsteinn það í einu af sínum fögru ljóðum, er hann kveður til Jóns, eftir að hann kom til Kaup- mannahafnar: “Heill sé þér, vinur, eg hugsa til þín, þó hverflyndur sé eg og gleyminn. Þú bezt hefir opnað barnsaugun mín, þú bentir mér fyrstur á heiminn. Þú sagðir mér öldunum forn- helgu frá, er fagnandi hugurinn skoðar; um fjarlægar sveitir þú fræddir mig þá og fjöllin, er kvðldsólin roðar. Þú hefir víðast hvar litið vort land með löðrandi brimgirtu ströndum, valið þér leið yfir válegan sand með vinum úr fjarlægum lönd- um.” Jón söðli var allvel mentaður maður, og mjög vel viti borinn; átti mikið og gott bókasafn; var hann vel að sér í sögu landsins, og fróður um margt. Hann las og skildi allmikið í ensku, sem þá var ekki alment um alþýðumenn á þeim tímum. Allir útlendir ferðamenn, sem komu að sjá hina söguríku og fögru sveit, heimsóttu Jón söðla og fengu hann til fylgdar inn á Þórsmörk og víðar um landið. Einn af hin- um mörgu útlendingum, sem Jón fylgdi, var enska skáldið William Morris. Gaf skáldið Jóni stór- gjafir og batt við hann æfilanga vináttu. Að skáldinu látnu sendi kona hans Jóni peninga, allmikla upphæð, að fyrirlagi mannsins síns. í sambandi við þá gjöf yrkir Þorsteinn Erlingson kvæði til frúarinnar í nafni Jóns: ‘Eg vildi eiga blóm til að breiða’ á þinn veg; íú breiðir þau enginn þar færri en eg. En hamingjan borgi þér betur. Því, bætti ekki útlenda örlætið þitt am ættjarðar kuldann og skamm- degið mitt, þó ætti ég óblíðan vetur. f>að var eins og heiðskírt um hug minn og braufc, þá hamingjustundu ég Morrisar naut, þann vissi ég valdastan drenginn. Og þá var sem vináttu þekti ég fyrst, og það hefi ég dýrast á æfinni mist. n mætari minning á enginn. Og enn er sem trygðin hans muni’ eftir mér >g mynd af hans drenglyndi komi frá þér, úr öldungs og örlætis höndum. Pað vermir í frosti, það huggar í hrygð, .ó hér sýnist orðið lítið um trygð, .ð hún er þó lífs úti’ í löndum. Jón söðli var mikill maður á velli, full 6 fet á hæð, gildur að sama skapi, karlmannlegur mjög og fyrirferðarmikill; stórmann- legur í andliti, svipurinn hreinn og góðmannlegur, enda mjög merkur maður. Bar svipur Jóns og útlit alt þess merki, að hann j væri af stærri ættum; allir meiri imenn samtíðarinar höfðu mætur já Jóni söðla, vegna persónu hans i og andlegra hæfileika. Óvini átti Jjón enga, alla sína löngu æfi. j Um Jón orkti skáldið Benedikt jGröndal eitt sinn þessa skopvísu: “Fríður er Jón í flokki meyja. Fríður er Jón á verkstæði. Fríður er Jón hjá Fjöllum Eyja. Fríður er Jón í tunglsljósi. Fríður er Jón og furðu pen, fornyrtur upp hjá Helgasen.” Innsetning Herbert Hoover IHinn 4. þ.m. tók hinn nýi for- seti Bandaríkjanna, Herbert Hoover, við forsetaembættinu og aflagði sinn embættiseið. Flutti hann við það tækifæri ræðu, þar sem aðalstefnu hans er að nokkru lýst. Lýsti hann yfir því, að hann vildi af alefli ^tyðja að frið- armálunum um allan heim, en fara þó mjög varlega í því, að skifta sér af málum annara þjóða. I>á vill hann framfylgja vín- bannslögunum miklu betur en gert hefir verið og sýna öllum heimi, að það sé full alvara Bandaríkjamanna, að hafa full- komið vínbann i sínu landi, hvað sem aðrar þjóðir gera. Enn er það eitt af hans áhugamálum, að bæta hag bændastéttarinnar í landinu, haga löggjöfinni þannig, að búskapur verði bændafólkinu arðsamari og ánægjulegri, en hann nú er. Jón söðli kvæntist aldrei og var aldrei við konu kendur. Hann var fátækur alla æfi. Silfur og gull átti Jón aldrei, en það sem hann hafði, það gaf hann, enda naut hann allmennra vinsælda. Jón andaðist um 80 ára gamall á Barkarstöðum I Fljótshlíð. Deyr fé, deyja frændur, orðstír deyr aldreigi hveim sér góðan getur.” Þessi orð tekur sér í munn, einn af fornvinum Jóns frá æskuár- unum. Bantry, N. Dak. S. J. Frá Islandi. Akureyri, 5. febr. Almennur safnaðarfundur var haldinn hér í gærkveldi, — Sam- þykti fundurinn að lýsa yfir því áliti sínu, að nauðsynlegt væri ac1 byggja veglega kirkju sem fyrst. Til þess að greiða fyrir málinu á- kvað fundurinn, að Akureyrar- söfnuður taki að sér umsjón með fjárhaldi kirkjunnar að því til- skildu, »að söfnuð|inum væri af- hent núverandi kirkja ásamt sjóði og ríkissjóður leggi fram 50 þúsund til kirkjubyggingar. — Sóknarnefnd var falið að flytja málið fyrir Iandsstjórn g alþingi. Jafnframt var ákveðið að leita al- mennra samskota innan safnað- arins til þess að standast kostn- aðinn við kirkjubygginguna. Síldareinkasalan hefir sótt um grunn undir skrifstofubyggingu á Akureyri.— Úr Suður-Þingeyjarsýslu— 6. febrúar 1929 Sama einmuna tíðin hefir hald- ið áfram, sem var hér í sumar og haust. Alt af að heita má auð jörð, oft þíðviðri á daginn, þó heiðríkt hafi verið, og frostlaust á nóttunni. — Slíkt skammdegi hafa fáir lifað hér um slóðir. Vegna tiðargæðanna hefir fé mjög lítið verið gefið og ekkert við sjóinn, varla hýst þar sum- istaðar. Skepnuhöld hafa ver'ð góð, pestin stungið sér niður á stöku stað, en alls ekki gert þann usla, sem hún hefir stundum gert mönnum hér undanfarin ár. í nóvember slösuðust tveir menn hér í sýslunni af byssuskoti. Voru báðir á rjúpnaveiðum. Annar þeirra, Kári Arngrímsson frá Staðarholti í Köldukinn, særðist mjög mikið; hljóp skotið úr byss- unni.gegn um vöðva á upphand- leggnum og í síðuna. Var annar maður nærstaddur, er slysið vildi t.il, og gat komið honum til bygða. — Hinn maðurinn, Snorri Gunn- laugsson frá Geitafelli, meiddist minna, en þó mikið. Gekk skotið aftur úr byssunni og í ennið, og dalaðist beinið. Var enginn nær- staddur, er hann meiddist, og var hann nokkuð langt frá bæjum; náði hann þó heim einhvern veg- inn. Lágu báðir þessir menn á sjúkrahúsinu í Húsavík um hríð, en eru nú nær því albata. Dáið hafa þessir menn hér í grendinni í vetur: Bergur Númason, búsettur í Húsavík; hægðarmaður og vel látinn. Hans Kristjánsson, fyrrum bóndi á Hóli í Kinn; bjó hann þar mest- allan sinn búskap. Hann var orð- inn aldraður maður. Synir hans þrír eru í Noregi: Kristján, Jó- hannes og Jónas, og eru tveir þeirra búsettir þar. Þrjú börn átti Hans sál. hér á landi: Stein- grím, sem er búsettur á Akureyri, Áslaugu, húsfreyju á Hóli í Kinn og Rút. — Hans sálugi var bróð- ursonur Sigurjóns fyrrum óðals- bónda á Laxamýri og var mjög vinsæll maður. Guðmundur Kristjásnson, ung- lingsmaður á Húsavik, varð bráð- kvaddur, en hafði verið heilsu- veill undanfarið. Annars hefir heilsufar verið gott í héraðinu mislingarnir eru nú algerlega afroknir. — Mgbl. Keflavík, 5. febr. í gærkveldi reru 12 bátar. Um kl. 3 í dag skall hér á hvassviðri, en er nú miklu lygnara. Nokkrir bátanna eru ókomnir.'enda þeirra tæplega von fyr en seint, þareð þeir fóru svo seint í gærkveldi sumir. — Afli er góður. Þ. 2. febr. fékk einn bátur 15 skpd., annar 13, hinir 8;—10. 1 gær afl- aðist 8—12 skpd. á bát, en í fyrra dag var ekki róið. Reykjavík, 2. febr. Svo sem áður er um getið. hef- ir Gísli Johnson, ræðismaður gef- ið Laugarvatnsskólanum ágætt útvarpstæki. Á laugardaginn var hófst á Laugarvatni einkenpilegt fyrirlestrarhald. Það var miðs- vetrarhátíð skólans. Voru aðkom- andi yfir 200 manns viðsvegar að úr Árnessýslu og höfðu komið þangað langan veg svo sem af Stokkseyri og úr Flóanum í bif- reiðum. Þar kom Sig. Greipsson íþróttakennari frá Haukadal með 18 manna flokk og sýndi íþróttir. Skemtunin stóð lngi nætur með ræðuhöldum, söng og dansi. Einn þáttur í þessum ræðuhöldum var það, að þeir Gísli Johnson ræðis- maður og J. J. ráðherra töluðu í hálfan tíma í herbergi lcft- skeytastjórans í Reykjavík, í út- varpið og beindu máli sínu aðal- lega til Laugarvatnsmanna. Hvert orð heyrðist gegn um hátalarann á Laugarvatni, eins og mælt væri þar í stofunni. Ræða Gisla John- sen mun síðar birt hér í blaðinu, en ráðherrann lýsti þeirri kenslu, er hann hugði að hefjast myndi gegn um útvarpið, þegar sæmileg stöð væri komin í Reykjavík. Gerði hann ráð fyrir, að sérstakir fyr- irlestrar fyrir skóla víðsvegar um landið, yrðu haldnir í höfuðstaðn- um, og fluttir þaðan á augnabliki til fjarlægra héraða. Skólinn á Akureyri hefir góð móttökutæki og átti tilraun þessi að ná þang- að, en það mishepnaðist í það skiftið. Aftur heyrðust ræðurn- ar vel í Dalasýslu. Og fundar- gestir á Laugavatni munu hafa séð af tilraun þessari, að útvarp- ið hlýtur að eiga mikið erindi í skóla landsins. Nemendur í Laugaskóla steyptu síðari hluta vetrar steina sem nægja munu að þriðjungi í út- veggi leikfimishúss, og í vetur steypa þeir það, sem á vantar. Er steypt í skýli, sem er upphitað með hveravatni. Á Laugarvatni var hinn sami siður upp tekinn. Kom Jóh ann byggingarfræðing- ur þeirri kenslu af stað. Ganga nemendui’nir og kennararnir, séra Jakob Ó. Lárusson og Guðm. Ól- afsson með elju landnemans að þessu verki. Steypa þeir að jafn- aði 30 steina á dag, og er hver þeirra um 50 kg. að þyngd. Hita- leiðsla er í tsinsteypuskúrnum og heitt vatn sett í steypuna. Þorna steinarnir fyr og betur, en þar sem kalt vatn er. Eftir hálfan annan sólarhring má flytja þá hvert sem vill. Með þessum hætti ætla þeir Laugarvatnsmenn að byggja upp skóla sinn og verður þess varla langt að bíða, að full- lokið verði aðalbyggingunni. — Auk þess mun nemendum æfi- langt gagn að þessari vinnu- kenslu. Fyrirlestur hélt Jón Þorbergs- son bóndi á Laxamýri nýlega á Akureyri um stofnun nýbýla í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Umræður voru á eftir fyrirlestr- K0NUNGURINN Frá Bognor, Sussex, á suðurströnd Englands, þar sem konungurinn dvelur nú, komu þær fréttir nú í vikunni, að heilsa hans sé stöð- ugt að styrkjast, þó enn sé langt frá, að hann sé búinn að ná sér, eftir hin þungu veikindi. Hann er nú fær um að sitja uppi og lesa stund og stund sér til skemt- unar. Lítur út fyrir, að læknarn- ir geri sér góðar vonir um, að hann nái aftur góðri heilsu. inum og kosin 5 manna nefnd til að gangast fyrir stofnun nýbýla- félags. Skjaldarglíma glímufélagsins ‘Ármann’- fór fram í gærkveldi. Þar keptu 12. Svo fóru leikar, að Jörgen þorbergsson frá Litlu- laugum í Þingeyjarsýslu bar sig- ur af hólmi og feldi alla keppi- nauta sína, 11 að tölu. Næstur honum gekk Ottó Marteinsson með 10 vinninga, þá Sigurður Thorar- ensen frá Kirkjubæ með 9 vinn- inga. /En Sigurður var skjaldar- hafinn. — Verðlaun fyrir fegurð- arglímu fengu þeir Jörgen og Vagn Jóhannssn. Það óhapp vildi til, að tveir glímumennirnir, þeir Björgvin Jónsson og Símon Sig- mundsson meiddust nokkuð. Rot- aðist Björgvin, en Símon gekk úr liði um öxl.—Tíminn. Kaupdeilunni lokið milli Eimskipafélagsins og Sjó- mannafélagsins. Reykjavík, 30. jan. 1930. Þær gleðifregnir bárust út um allan bæ í morgun, að lokið væri kaupdeilu milli Eimskipafélags- ins, og mun það fá öllum lands- mönnum mikillar gleði. Sáttasemjari ríkisins, Dr. Björn Þórðarson lögmaður, boðaði til sáttafundar kl. 10 í gærkveldi og tókst honum að miðla svo málum, að báðir aðiljar sáu sér fært að ganga að sáttatillögum hans. — fundurinn stóð þrjár klukkustund- ir, og var þá undirritaður samn- ingur sá er hér fer á eftir: 1. gr.—Mánaðarkaup háseta skal vera: Timburmahns, bátsmanns eða bezta manns 217 kr.; fullgilds háseta 193 kr., viðvanings 122 kr. og óvanings 78 kr. 2. gr.—Mán.kaup kyndara skal vera: Yfirkyndarar 250 kr., kynd- ara 227 kr., kolamokara 148 kr. 3. gr.—Kaup fyrir yfirvinnu skal vera 70 aurar fyrir hverja hálfa klukkustund. 4. gr.—Félagið greiðir hásetum og kyndurum á ákipunum mánað- arlega árið 1929, sem ágóðaþókn- un af arði félagsins 1928, um 3% —þrjá af hundr.—af fastakauni greindra skipverja, þó svo að eigi komi lægri upphæð en 5000 kr. alls til útborgunar á þenna hátt yfir árið. Sama gildir hlutfalls- lega fyrir fyrstu 3 mánuði ársins 1930. 5. gr.—Með því að ríkisstjórnin hefir boðið að leggja fram 11,000 kr. árið 1929 til uppbótar á kaupi háseta og kyndara á skipum fé- lagsins, er Eimskipafélagið fúst til að útborga fé þetta eftir að aðiljar hafa orðið ásáttir um skifting þess. Sama gildir hlut- fallslega fyrir fyrstu þrjá mán- uði ársins 1930. 6. gr. — 7. gr. og 8. gr. samn- ings 27. jan. 1926 milli Eimskipa- félags íslands óg kyndara, og 8. og 9. gr. samnings s. d. milli Eim- skipafélags íslands og háseta falli niður (aths.: greinar þessar fjaíla um búreikningsvísitölu hagstof- unnar og kaupið miðast við hana) en að öðru leyti gildi ákvæði téðra samninga með þeim breytingum, sem að ofan greinir. 7. gr.—Samningur þessi gildir til 31. marz 1930. Reiykjavík'^BO. jan. 1929. , F. h. Sjómannafél. Reykjavikur, Sigurjón Á. Ólafsson, Ól. Frið- riksson, Ásg. Pétursson, Jón Bach og Sig. ólafsson. H.f. Eimskipafélag íslands: — Eggert Claessen, Jón Þorláksson, Garðar Gíslason, Hallgr. Bene- diktsson, Jón Árnason. —Vísir.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.