Lögberg - 07.03.1929, Page 3

Lögberg - 07.03.1929, Page 3
LÖGBERG BTMTUDAGINN 7. MARZ 1929. Bls. S. j T \ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga | VITRUN. Draum þenna dreymdi mig nóttina mill hins 18,. og 19. janúar árið 1920. Eg hafðii verið veik um vikutíma, en var nú farið að batna. — Eg var að lesa spádómsbók Daníels, og eg var lirygg í huga mínum og bað til Drottins. Og er eg sofnað út'frá bæn minni, dreymdi mig, að eg þóttist vera stödd á ein- og ókunnugur maður fyrir framan mig, bjart- nótt og dimt yfir öllu. En alt í einu þótti mér birta í kringum mig, og eg þóttist sitja á hesti, og ókunnugur maður fyrir framan mgi, bjart- ur ásýndum. Mér varð litiÖ í kring um mig, og sá þá að þetta var undir stóni f jalli, líkt og hér, en undirlendið miklu stærra fyrir neðan. Alt í einu grgip sá, er á hestinum sat, yfir um mig og hélt mér fastri, og sagði: “Það veröur jarðskjálfti. Vertu hughraust, Drott- inn er með okkur!” Alt í einu fanst mér, eins og jörð og sjór gengi í bylgjum, og eg fann titrjinginn, þar sem eg sat á liestnum. Eg fól mig Drotni, og visisi svo ekki um mig framar, þar til eg raknaÖi við að nýju, á sama hestin- um, og maðurinn hélt enn utan um mig. Þá varð mér litið í kring um mig, og eg fann, að við og hesturiinn vorum alheilbrigð. Og eg sá nýja jörð, og var liún lík postulíni, hvít að lit. Blóm og jurtir uxu þar, og þeirri fegurð, er eg sá, get eg ekki með orÖum lýst. Undursamleg birta var yfir öllu þessu, og eg stóð við og undr- aðist fegurð þessa, og eg lofaði skaparann fyr- ir alt þetta og aðrar dásemdir. Þá heyrði eg rödd mjög skæra og blíða, og eg hrökk við og lá við að detta, en þá studdj förunautur minn mig. Eg leit upp til fjallsins, og sá að það var eins og jörðin, sem við stóðum á. En í fjallinu sá eg þoku, og í gegn um hana skein mikil birta, og úr birtu þessari kom röddin, sem til mín tal- aÖi: “Þú, Ghiðrún, ert valin til að aðvara fólk það, sem þú býrð á meðal, fyrir v,illum þeim, er nú koma fram í heiminum. Og þú ert valin til að kunngera þau orð, er nií verða til þín töluð. Þau munu verða til góðs þeim, er vilja hlýða og breyta eftir þejm.” Böddin talaði þannig: “Heyrið þér, þjóðir jarðarinnar!, Afleggið allskonar óhreinleika ándans. Lofið og veg- samiÖ konung og Drottin Drottnanna, hann, sem skapað hefir himin og jörð, og alla hluti, og viðheldur öllu, smáu og stóru. AfleggiÖ lestur hinna óhollu skáldsagna og æfintýra, en lesiö og stundið orð hinnar helgu bókar, sem Drottinn dýrðarinnar gaf í öndverðu fyrir munn sinna heilögu spámanna, alt að fæðingu hins hejlaga, krossfesta Jesú Krists, hins heil- agasta allra manna, og sonar hins algóða, dýrð- lega Drottins. Trúið því staðfastlega, að hann kom í heim þennan til að gera synduga, iðrandi menn sáluhólpna. Athugið alt hans líf, hversu hann læknaði og líknaði, liversu liann kendi og hjálp- aði á svo dásamlegan hátt, hversu hann leiö og dó, og hvernig hann sigraÖi dauðann með upp- risu sinni. Athugið himnaför hans, og send- ingu heilags anda. AfleggiÖ lygar og hatur og lifið Drotni, þeim Drotni, er sendi vkkur þessa miklu náð- argjöf. PrédikiÖ Guðs orð hver fvrir öðrum í heimahúsum. Fallið fram kvöld og morgna og ákalliÖ konung dýrðarinnar, sem í himninum "býr, með heilagri og djúpri lotningu. Biðjið hann að vægja ykkur á hinum mikla komudegi sínum. Gangið stöðuglega í hús Drottins og syngið honum heilaga lofsöngva. En umfram alt, stundið bænræknina í helgun lijartans, svo að þegar hann kemur, að hann þá viðurkenni yður trúlynd böm síns himneska föður. ” Orð þessi voru töluð af svo mikilli mildi, að eg grét sem barn, er eg heyrði þau. Og mér þótti röddin blessa mig og þá, sem á þetta hlýddu, með óumræðilega fögrum orðum, er eg get ekki lýst. En eg vaknaði grátandi. —Heimilisblaðið. Guðrún Sturludóttir. IIANN GAF GUÐI DÝRDINA. Barón,inn Ehrenfried Gunther von Rune- feld, sá er stýrði ftugvélinni “Bhemen”, sem í síðastliðnum apríl fór fyrstu flugferðina yfir Atlantshafið frá auistri vestur um — heyrir til lúterslcu kirkjunni í Bremen. Fyrir skemstu hélt hann ræðu í lút. St. Páls kirkjunni í New York; lýsti þá bæði hann og félagar hans, Major James Fitsmaurice og kafteinn Herman Köhl, því yfir, að ]>að hefði verið skilyrðislaust traust á almætti Guðs, sem hefði borið þá ó- hulta gegnum alla örðugleika, þar sem engin mannleg hjálp dugði. Þeir báðu Guð allir ein- um huga, áður en þeir fóru, að veita sér kraft til að inna þessa för af hendi. Og allir báðu þeir samhuga þakkarbæn, er vélin var ósködd- uð konyn til Greenly-eyjar í Ameríku. í viðtali við prestinn dr. Samuel Trexler í New York, sagði baróninn enn fremur: “Eg hefi veitt viðtöku heillaóskum þúsund- um saman, frá ’gömlum og nýjum v,inum um hefm allan. En mestar mætur hefi eg á sím- skeyti frá gamla sálusorgara mínum, Reinhard Grosscurth í Bremen. Það var svo ldjóðandi: “Eg er þakklátur fyrir það, að þér hafið horið hugrekki til að gefa Guði dýrðina.” —Heimilisbl.—okt. 1928. GÆTTU BARNSINS. ' Það er mjög fátt, sem guðspjallamennirnir seffja frá manni Maríu, Jósef timburmanni. — Þess er að geta í fám orðum, að hann hafi ver- ið guÖrækinn og réttlátur maður. Hann hlýddi ávalt hverri guðlegri skipun umsvifalaust. Og eitt verður honum ávalt til lofs: Hann gætti barsins, sem honum var Þúað fyrir. Það er eins og orð spámannsins hafi ávalt hljómað í sálu hans: “Barn er oss fætt, sonur er oss gef- inn”, þegar hann bar sveininn á örmum sér. Það bam var lionum dýnnætt, og það var hlut- verk hans að halda vörð um það. En það er líka. hlutverk þitt, kæri lesari minn. Það er hlutverk hvers kristins manns, að varðveita það hið dýrmæta, sem honum er trúað fyrir. ’ • ; “ Ó, þú Tímóteus! Varðveit það, sem þér er trúað fyr,ir”, ritar Páll postuli liinum unga vini sínum *1. Tím. 6, 20). Sá einn er kristinn, sem Guð hefir trúað fyrir dýru hnossi, og það hnoss er “barnið, sem oss er fætt, sonurinn, sem oss er gefinn. ” Hann er hnos^ið bezta, því það er hann, sem veitir líf og gildi, og fyr vissum vér ekici, hvers virði lífið er, en hann varð vort hlutskifti, og vér hlutskifti hans. Móðir stendur uppi yfir baminu sínu, sem liggur í vöggunni, og segir við það: Þú ert hnossið mitt bezta! og augu hennar ljóma af fögnuði. Svo er fögnuður kristinna manna yf- ir barninu í jötunni í Betlehem; augu vor ljóma þegar við sjáum, að það er lífs vors lmoss, vo.r dýrasta eign. En ef um dýran hlut er að ræða, þá er alt af sózt eftir honum. Heródes og allir hans fylgifiskar sóttust eftir lífi hans. En þnim var ekki leyft að ná því. Vörðurinn var trúr, sem guð gaf því barni. Það var Jósef. Ef þér er nú trúað fyrir þessu dýra hnossi, kæri lesari mjnn, þá gættu barnsins vel, því að þeir eru margir, sem sækjast eftir lífi þess. Heimurinn hefir úti allar klær til að ná því: gimdimar, undirferlina, hégómaskapinn, og margar fleiri. Þessir óvinir vilja svifta þig barninu. Gættu þess vel. En gættu líka barnsins í öðrum skilningi, það er hins barnslega í sjálfum þér; með því einu getur þú tekið á móti baminu, sem þér er gefið og fætt. Jesús þreyttist aldrei að leggja lærisveinum sínum ríkt á hjarta, að þeir yrðu að vera eins og böm, til þess að þeir gætu komist inn í Gruðs ríki (Mark. 10, 15), og sá, sem lítillækkaði sig eins og bam, yrði mikill í himnaríi (Matt. 8, 4). “Gott er að vera barn á jólum,” segir gam- all málsháttur, því að við verÖum að vera eins og börn, til þess að taka á móti barninu, sem okkur er gefið. En hve það veitist erfitt, hvorttveggja í senn: að lifa í heiminum og varðveita hið barns- lega í okkur sjálfum. En hve þeir era margir, sem sækjast eftir að deyÖa það í oss, sem barns- legt er. Gættu barnsins, sem þér er gefið, og liins barnslega í sjálfum þér! Bið þú guð að hjálpa þér til þess, að þess að enginn taki frá þér kór- ónu þína.—Heimilisblaðið. SÓLEYJARGULL. Ó, sóleyjarð sóleyjar, um allan hólinn, alla brekkuna og með öllum læknum. Skíra gull iir fjársjóði náttúrunnar. Asa stóð við gluggann og virti fyrir sér gula breiðuna um túnið. Hún var að hugsa um það núna, ejns og svo oft áður, að engin blóm væru eins falleg og sóleyjamar. Þær kinkuðu kolli til hennar í morgunblænum, og svo kinkaði hún kolli til þeirra á móti. Andlitið á Asu var ekki eins glaðlegt þenn- an morgun og vant var; það var eins og dálítið spumingarmerki. Hún starði á sóleyjarnar, eins og hún byggist við að þær mundu svara spurningunum, sem risu upp í huga hennar; og nú ætla eg að segja ykkur, um hvað hún var að liugsa. Fyrir hálfri stundu hafði hún kallað til mömmu sinnar, beðið hana að koma og sjá sól- eyjarnar. “Þær liafa aldrei veriö svona ljóm- andi fallegar,” sagði hún; “mamma, bara komdu og sjáÖu þær, loga gyltar, það hlýtur að vera. hundrað miljón króna virði á túninu.” Mamma hennar var facin út; hún nam stað- ar og leit þunglyndislega út yfir sólgylt tún- ið. “Ó, að eg ætti svolítið af öllu því gulli, hvað eg yrði því fegin.” Mamma var farin. Asa litla stóð enn v.ið gluggann og starði á blómin. Hún endurtók orð mömmu sinnar aftur og aftur; “ó, að eg ætti svolítiÖ af öllu því gulli.” Hún vissi, að mamma hennar var bláfátæk og varÖ að vinna öllum stundum fyrir fötum og fæði þeirra beggja. Hana tók það sárt, hve mamma hennar hafði verið döpur. Alt í einu stökk Ása af stað, og andlitið ljómaði af gleði. “Því skyldi eg ekki geta náð dálitlu af gulli úr sóleyjunum?” sagði hún; “eg er viss um, að eg get það. Þegar mamma vill ná safanum úr berjum eða öðram ávöxtum, þá bara sýður hún þá, því skyldi ekki eins mega sjóða gullið úr sóleyjunum, auðmtað. En hvað mamma verður glöð, þegar hún sér gullið.” Ása dró sjaldan lengi, að framkvaKma það, sem hennj datt í liug. Eftir fimm mínútur var hún komin út á tún með stóra körfu og hamað- ist þar að tína í hana sóleyjar. “En hvað þær era litlar,” sagði hún; það leið löng stund, áð- ur en hún var búin að fá botnhyl í körfuna. — “Þetta er nóg í dag,” sagði hún; “og nú ætla eg að flýta mér að gera sjálfa tilraunina.” Áður en liún fór út, liafði hún sett upp stór- án ketil, og þegar hún kom jnn, sauð vatnið í lionum; nú var ekki annað að gera, en að setja sóleyjarnar ofan í og láta svo lokið vfir. AS þessu búnu settist liún niður og reyndi að bíða með þolinmæði. Til þess að geta það, • þreif hún prjónana sína og reyndi að snúa hug- anum að þeim, án þess að líta oftar á klukkuna en á tveggja mínútna fresti. “Þær liljóta að vera soÖnar eftir klukku- stund, og þá verður gullið komið.” Loks var klukkustundin á enda, þótt löng væri. Klukkan ellefu tók hún ketdinn af hlóð- unum með miklum erfiðismunum og bar liann . út á varpa, svo að vatniÖ gæti kólnað fljótar. Hún tók nú lokið af; kom þar upp gufumökkur svo mikill, að ómögulegt var að sjá ofan í ketil- inn. En vindurinn feykti brátt gufunni, svo að sjá mátti ofan í vatnið. Veslings Ása: liún sá stóra grasflækju, sem flaut ofan á grænu soð- inu. Hvergi sáust neinar snefjar af gulli, ekki einu sinni í sjálfum sóleyjunum. Veslings Ása. Hún reyndi að verjast gráti, þetta voru svo hörmuleg vonbrigði. Tárin streymdu hraðar og hraÖar niður eftir vöngunum. Loks settist hún lijá katljnum, tók höndum fyrir andlit og grét liástöfum. Þá heyrði liún gegn um grát- inn, að einhver ávarpaði hana vingjarnlega og sagði: “Af hverju ertu að gráta, barnið mitt?’ Hún leit upp og sá hvíthærðan öldung með brosandi andlit. Ása gat ebkert sagt nema: “Ó, sóleyjarnar, sóleyjarnar.” Gamli maðurinn vissi auðvitað ekki hvað hún átti við. Hann bað hana því að segja sér, hvernig í þessu lægj, og þá sagði liún lionum alla s'orgarsöguna frá byrjun; að hún hefði æti- að að 'ná gullinu úr sóleyjunum, með því að sjóða þær. “Eg var svo viss um, að‘eg gæti það,” sagði- hún, “og eg vissi, að mamma mundi verða svo glöð.” Við þesi orð kom aftur grátstafur í kverk- arnar á henni. En gesturinn klappaði á koll- inn á henni og sagÖi: ‘ ‘Bíddu nú við, stúlka mín, það er ekki öll von úti enn. Þú veizt, að gullið er þungt, afar þungt, og ef það skyldi nú vera gull í katlinum, þá hlýtur það að vera niðri á botni, hulið af grasinu, svo að þú sér það ekki. Mig skyldi ekki undra, þó að þú fyndir nú gull í katlinum. Hlauptu inn og sæktu ausu, við skulum kanna djúpið. ” Það birti vfir Asu. Hún þaut inn. Ef einhver hefði verjð viðstaddur, þá hefði hann ef til vill tekið eftir, að hönd gamla mannsins hvarf ofan í vasann og kom óðar upp aftur. Hann hefði líka heyrt dálítið sk\Tamp í katþnum, ef til vill. En þarna var enginn mað- ur viðstaddur, svo að um þetta er ekkert hægt að segja. Það eitt er víst, að þegar Asa. kom út, stóð j gesturinn með hendur í vösum. Hann sneri | sér frá katlinum og horfði út yfir túnið. Hann þreif ausuna og leitaði með henni í katlinum. Loks heyrist glamra í einíliverju, og gamli maðurinn lyfti ausunni. Hvað haldið þið, að hafi veriÖ í henni ? Þvílík undur! Þrír gló- andi gullpeningar. Asa gat varla trúað sínum eigin augum. Hún starði og starði, jafnvel eftir að gamli maðurinn hafð,i lagt peningana í lófa hennar. Hún starði á þá, eins og hún væri í leiðslu. Alt í einu rankaði hún v,ið sér. Hún varð hrygg í huga, þegar hún mundi eftir því, að hún hafði ekki þakkað góða manninum, sem hafði hjálpað hennj. Hún leit í kringum sig, en hann var horfinn. Það næsta, sem kom í huga hennar, var, hvernig í ósköpunum hún ætti nú að geta beð- ið, þangað til klukkan var tólf, og mamma kæmi heim, ekki gat hún nú farið að taka á prjónun- um. Hún gat ekkert annað en hoppað og horft út um gluggann, og peningana kreisti hún sí- felt í lófanum. Loks heyrðist fótatak, sem hún þekti vel. Mamma var að koma. Hún var föl og þreytu leg, en þegar hún sá litlu stúlkuna sína, Ijómaði andlitið alt í broi. “Eg sé, að það liggur vel á litlu ráðskonunni minni,” sagði hún. — “Ó, mamma,” sagði Ása og hoppaði á öðram fæti um alla stofuna. “Gaman, gaman. Hvað held- ur þú að eg hafi í lófanum, mamma? Giskaðu á, giskaðu á. ” Og Ása dansaði eins og fiðrildi, þangað til móðir hennar fór að verða hrædd um að hún væri ekki með öllum mjalla. Ása nam loks staðar og rétti fram lófann með þremur gullpeningunum. Móðir hennar varð hrædd.______ “Asa, barnið mitt, hvar fékstu alla þessa pen- inga?” sagði hún. — ‘‘tJr sóleyjunum, og þú átt að eiga þá alla, alla saman, ertu nú eki kát mamma?” “Ása,” sagði móðir hennar, “ertu gengin af vitinu ? Komdu nú og segðu mér hveraig á þessum ixmingum stendur; og vfirtu ekki með neitt rugl. — “En það er ekkert rugl, mamma, þeir komu úr sóleyjunum.” Og Asa sagði rní mömmu sinni upp alla söguna. Tárjn komu fram í augun á henni og hún grét af gleði og þakklæi. “Ása mín, élsku baraið mitt,” sagði hún, “þegar við lesum bænirnar okkar í kvöld, þá skulum við muna eftir að biðja Guð að blessa góða manninn; ef liann hefði ekki komið til þín, þá hefðir þú líklega aldrei náð gullinu úr tól- eyjunum. Guð launi honum.”—A. S. þýddi úr ensku.—Samlb. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medícal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Oíflce ttmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St„ Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Alanitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL Medlcal Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Ta/mhiknlr 916-220 Medioal Arts Hldg. Cor. Graham og Kennedy Bte. Phone: 21 884 HeimlUs Tais.: 31 6« Residence Phone 24 206 Office Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.R íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street CÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN íaL lögfræðingar. Skrlfatofa: Room 811 McArthor Building, Portage Ave. P.O. Boz 1656 Phonea: 26 849 og 26 846 FOWLER 0 PTICAL fT°D; LINDAL, BUHR & STEFÁNSON íslenzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 9(3 peir hafa etnnig akrifaoofur &8 Eundar, Rlverton, Gimll og Pinejr og eru þar að hitta & etfUrfyigJ- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimll: Fyrsta miðvlkudag, Piney: prlðja föetudag t hverrjrum mánuði J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaCur. 12 C.P.R. Bldg. Portage og Main, Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 22 341 Heima 71 753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great We»t Permanent Building Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 G. S. THORV ALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambera Talsími: 87 371 A. C. JOIINSON 907 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgð og blfreiða ábyrgð- Ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samatundls. Skrifstofusfmi: 24 263 Heimastmi: 33 328 A. S. BARDAL 848 Bherbrooke 8t- Selur ltkklstur og annajrt um 4t- farlr. Allur Ctbúnaður Ennfremur selur hann minnlsvarðla og legisteina. Skrifstofu tals. 86 607 HetmlUs Tal«.: M Mt Dr. C. H. VROMAN Tannlæknir (06 Boyd Building Phons 34 171 WINNIPEG. SIMPSON TRANSFER Verzia með egg-á-dag hansnafóður. Annast elnnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 ÍSLENZKIR FASTEIGNA- SALAR Undirritaðir selja hús og lóðir og leigja út ágæt hús og íbúðir, hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon- ar tryggingar (Insurance) og veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-soluhúsið dem þessi borg heflr nokkurn ume haft innan vébonda slnna Fyrlrtaks maitlðlr, skyr. pönnu- kökui, ruilupylsu og þjóðræknla- kaffl — Utanbæjarmenn fk «4 kvalv fyrst hresslngu & WEVELi CAFE, 692 Stvrgent Ave 9imi. B-3197. Rooney Stevcns. elgandt- KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455' Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og S5c.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.