Lögberg - 07.03.1929, Side 8

Lögberg - 07.03.1929, Side 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 7. MARZ 1929. RoblnHood FLOUR Þœ: sem bezt kunna aO gera brauð, fá altaf verðaun á sýn- — ^l ingum í Vestur-Canada og hér- aðssýningum ef þær nota Rob- in Hood hveiti. Miðvikudaginn 30. jan. voru gift í Kenora, Ont., iMiss Mary Helen Perrin, Kenora, og Carl Oskar Stephens, Keewatin, Ont. Hjónavígsluna framkvæmdi Rev. Hislop Dickson, Kenora. Brúður- in er frönsk, en brúðguminn er sonur Stefáns heit. Sigurðsson- ar trésmiðs og konu hans, sem lengi bjuggu í Winnipeg.í Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verð- ur í -Keewatin, Ont. Söngflokur Fyrstu lút. kirkju, er að undirbúa skemtisamkomu, sem haldin verður í samkomusal kirkjunnar, mánudagskveldið þann 18. þessa mánaðar. Verður skemtiskráin mjög frábrugðin frá því sem venja er til. En því má almenningur óhætt treysta, að þarna verður um svo ánægjulega kveldstund að ræða, að enginn má án hennar vera. Nánar aug- lýst í næstu blöðum. Mr. og Mrs. G. L. Stephenson komu heim á sunudaginn sunnan frá Californíu. Hafa þau verið þar syðra síðan nemma í desem- bermánuði síðastl. Dr. Rögnvaldur Pétursson og sonur hans Mr. Þorvaldur Pét- ursson, komu heim úr íslandsför sinni á sunnudaginn. « Samkoman, sem kvenfél. Fyrsta lút. safnaðar hélt í kirkjunni á mánudagskveldið og sem auglýst var í síðasta blaði, hepnaðist á- gætlega. Hún var svo vel sótt, að heita mátti að hvert sæti væri væri skipað í kirkjunni. Skemti- skráin var fjölbreytt og fólkið, sem skemti, leysti alt sín hlut- verk prýðisvel af hendi. Sam- skotin urðu yfir tvö hundruð dal- ir, sem ganga til iBetel, og er það meira en á nokkurri annari afmæl- ishátíð stofnunarinnar, sem kven félagið hefir haldið árlega. Aðfaranótt síðastliðins föstu- dags, lézt að heimili dóttur sinn- ar og tengdasonar, Mr. og Mrs. P. N. Johnson, 716 Victor Street, Jónas Stephensen, fyrrum póst- meistari á Seyðisfirði í Norður- Múlasýslu, þvínær áttræður að aldri, hinn mesti atorku og sæmd- armaður. Jarðarförin fór fram á mánudaginn. Stýrði séra Rún- ólfur Marteinsson kveðjuathöfn- inni á heimilinu. Síðan fór útför- in fram frá kirkju Sambandssafn- aðar, og fluttu þar ræður þeir prestarnir séra Ragnar E. Kvaran og séra Rögnvaldur Pétursson. Gjafir til Betel í febrúar. Mrs. Sesselja Johnson, Vancouv- er, B.C., áheit, $5.00. Sigurjón Johnson, Sóleyjar- landi, Gimli P.O.........$ 5.00 Mr. og Mrs. Jón Thorsteinsson, Wynyard, Sask............ 10.00 Erl. Erlendsson, Langruth.... 5.00 Sigurveig Swanson, Blaine, Wash., áheit ............ 10.00 Fyrir þetta er innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermott Ave., Wpg. WONDERLAND. Tvær myndir sýnir Wonderland leikhúsið þrjá síðustu dagana af þessari viku, “Court Martial” þar sem Jack Holt leikur aðal hlut- verkið, og “The Trick of Hearts”, með Hoot Gibson í broddi fylk- ingar. — Fyrstu þrjá dagana af næstu viku sýnir leikhúsið einnig tvær myndir, “Home James” og “The Streets of Illusion”. Allar þykja myndir þessar skemtilegar og leikararnir ágætir. Mr. Jón J. Bildfell, formaður skólaráðs Jóns Bjarnasonar skóla, er, eins og menn hafa frétt, ný- kominn úr för til íslands. Marg- an mun fýsa að heyra frásögn um það ferðalag. öllum slíkum gefst það tækifæri á laugardagskvöld- ið í þessari viku. Þá ætlar Mr. Bildfell að flytja í skólanum, er- indi um þessa ferð. Samkoman hefst kl. 8. Allir velkomnir. Tak- ið verður með þakklætj á móti því. sem menn vilja góðfúslega láta af mörkum skólanum til stuðn- ings. Aðfaranótt laugardagsins, i vikunni sem leið, kviknaði í mat- sölubúð þeirra Steindórs Jakobs- sonar og O. Olafssonar á stræta- mótunum Sargent Ave. og Victor Str. Brunnu vörur, sem í búð- inni voru að mestu eða eyði- lögðust af vatni og reyk og eins áhöld og annar útbúnaður verzl- unarinnar. Mun skaðinn all-til- finnanlegur, sem þeir félagar urðu fyrir, því eldsábyrgð mun hafa verið heldur lítil. Eldurinn var slöktur áður en hann næði að eyðileggja bygginguna, en þó brann búðin töluvert að innan og gluggar brotnuðu. Tilkynning1—Þeim íslendingum í Keewatin, sem ekki tilheyra lestr- arfélaginu, Tilraunin, er hér með vinsamlega af öllum, sem tilheyra þeim félagsskap, boðið að fá frítt til lesturs allar þær bækur, sem félaginu tilheyra, með þeim skil- yrðum, sem félagsmenn sjálfir verða að hlíta. —1 1 umboði lestr- arfélagsins Tilraunin. Keewatin, Ont., 1. marz 1929. B. Sveinsson. Mr. Jón J. Bildfell kom heim úr íslandsför sinni á miðvikudags- kveldið í vikunni sem leið. Hann lætur vel af ferðinni og segir að hún hafi verið hin ánægjuleg- asta. Gestir hafa margir verið í borg- inni að undánförnu. Sjálfsagt eru þeir fleiri en hér eru taldir, en vér höfum orðið varir við þessa: G. J. Oleson og A. E. Johnson, Glenboro; Gísli Johnson, The Narrows; Kr. Bessason, Þórður Bjarnason, Kristján Pálsson, séra Jónas A. Sigurðsson, Selkirk; Þor- steinn Guðmunsson, Leslie; Árni G. Eggertsson, Wynyard; Jón Thordarson, Langruth; J. S. Gill- ies, og Mr. og Mrs. Th. Gíslason, Brown; Mr. og Mrs. Kristján Johnson, Wynyard. Mr. J. V. Austmann, skotmað- urin frægi, er nýkominn frá New York. Fór hann þangað til að vera við jarðarför systur sinnar, Mrs. Fokker, sem andaðist þar íyrir skömmu, eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu. Skáldakvöld hefir deildin Frón á miðvikudags- kvöldið 13. marz í neðri sal Good- templara hússins. Flytur þar er- indi Dr. Rögnvaldur Pétursson um skáldið St. G. Stephansson. Einn- ig verður Tímariti Þjóðræknisfé- lagsins útbýtt til meðlima á fund- inum. Sigfús Halldórs frá Höfn- um les kvæði eftir skáldið. Byrjar kl. 8.15. Séra Björn B. Jónsson, D.D., var á mánudaginn í þessari viku skor- inn upp við sjóndepru á öðru auganu. Hepnaðist uppskurður- inn vel, og líður Dr. Jónsson eins vel og frekast er hægt að vonast eftir. Dr. Jón Stefánsson gerði uppskurðinn og var hann gerður á Almenna spítalanum, en á þriðjudaginn fór Dr. Jónsson heim til sín, því ekki var álitið nauðsynlegt, að hann væri lengur á sjúkrahúsinu. Meðan Dr. Jóns- son er veikur, gegnir séra Rún- ólfur Marteinsson prestsverkum í Fyrsta lút. söfnuði og prédikar hann í kirkjunni bæði að morgni og að kveldi næsta sunnudag. Rose Leikhúsið. Kvikmyndin “No Other Woman”, sem Rose leikhúsið sýnir fyrn’ part næstu viku, þykir með af- brigðum góð. Þar leikur Dolores Del Rio aðal hlutverkið og þar leika einnig Ben Bard og Don Al- varado og ýmsir fleiri ágætir leikarar. ----------- Walker Leikhúsið. Það næsta, sem Walker leik- húsið hefir að bjóða, er “The Beggar’s Opera” og “The Polly” og verður það seinni part þessar- ar viku, “The Beggar’s Opera” á fimtudags og föstudags kveldið, og eins seinni partinn á laugar- daginn, en “The Polly” á laugar- dagskveldið, aðeins einu sinni. Leikir þessir eru gamlir og víð- frægir og ávalt þykir jafn-mikið til þeirra koma, og sjálfsagt situr fólkið í Winnipeg sig ekki úr færi að sækja leikhúsið þessa dagana. Þakkarávarp. Okkar innilegasta hjartans þakk- æti, viljum við hér með færa öll- um vorum mörgu vinum, bæði í Selkirkbæ, sem og annars staðar, er auðsýndu okkur samúðarríka hluttekningu í okkar djúpu sorg, við hina sviplegu burtköllun okk- ar elskaða ástvinar, Marínós R. Magnússonar. Hluttekningin, sem og sveigarnir fögru á kistu hins framliðna, mun oss seint úr minni líða. Biðjum við algóðan guð, að launa öllum þessum trygðavinum okkar, er þeim mest á liggur, sam- úðarríka góðvild og innilega hluttekning. Selkirk, 8. jan. 1929. Mrs. Marínó R. Magnúson. Mr. og Mrs. G. F. Jóhannson. —Ofangreint þakkarávarp, glat- aðist því miður í prentsmiðjunni, og varð þarhfleiðandi eigi birt á réttum tíma.—Ritstj. Áðalfundur íslendingadagsnefndarfundur verður haldinn þriðju- dagskvöld 12. marz 1929, kl. 8, í efri sal Goodtempl- arahússin3. Vanalefc fundarmál rædd, ársskýrslur lagðar fyrir fundinn, og kosningar nýrra embættis- manna. Rætt verður um það, hvort flytja skuli ís- lendingadaginn 2. ágúst, til Gimli, svo og um það, að kjósa nefnd til fleiri ára, og að fá daginn lög- giltan. Æskilegt væri, að íslendingar í Winnipeg vildu gera -svo vel og f jölmenna á þennan fund, svo málefni fslendingadagsins verði sæmilega afgreidd og nefnd skipuð góðum mönnum. Þeir íþróttamenn, sem ekki hafa fengið medalíur sínar fyrir 1928, sendi nöfn sín og heimilisfang til ritara nefndarinnar, S Björnsson, 679 Beverley St. J. J. Samson, forseti. S. Björnsop, ritari. ROSE Fimtud. Fijptud. Laugard. Þessa viku Mikil tvígild sýning GLENA TRYON í leiknum “How to Handle Women” með hljóði Einnig sýndir leikirnir “SPANGLES” og ‘TERRIBLE PEOPLE No 2’ Leikið e. h. á laugardag sér- staklega fyrir börnin, og eru það talandi leikir. Fallegasta leikhúsið í vest- urhluta borgarinnar. Sargent and Arlington Mánud. Þriðjud. Miðvikud. næstu viku. Önnur tvígild sýning DOLORES DEL RIO í leiknum “Nd Other Woman” og WILL ROGERS i “THE TEXAS STEER” Slíkir leikir eru sem skriður hláturs og gamans A Drama og Primitive Pas- sions, er lýsing þess á ensku máli. Missið það ekki J>ann 21. febr. síðastliðinn, lézt að heimili sínu við Langruth, Man., bændaöldungurinn Jóhann Jóhannsson, 72 ára að aldri. Var hann jarðsunginn af séra Jóhanni Bjarnasyni. Hins framliðna verð- ur nánar minst síðar. Dr. Tweed verður í Árborg, mið- vikudaginn og föstudaginn 13. og 14. marz. Messuboð 10. marz—Mozart kl. 2 siðd., Elfros kl. 7.30 síðdegis (á ensku). C. J. O. Dánarfregn. 23. febr. andaðist á heimili sínu nokkrar mílur suðvestur af Les- lie, Sask., heiðurskonan Kristín Þorsteinsdóttir, eiginkona Sig- mars Sigurðssonar — bæði valin- kunn hjón. Hún hafði verið rúm- föst 1 þrjú ár og tvo mánuði, oft mjög þungt haldin þennan langa tíma. Hana syrgja áminstur eig- inmaður, ein dóttir, Magnea, gift Baldri ólafsyni,, barnabörn, aðr- ir ættingjar og fjöldi af vinum. Mjög fjölmenn jarðarför fór fram á þriðjudaginn 06. febr. Séra Carl J. Olson jarðsöng. — Ástvinirnir þakka hjartanlega fyr- ir hugheila hluttekningu, sem hef- ir verið látin í ljós á ýmsan hátt. Sérstaklega þakka þeir fyrir blóm þau, er voru lögð á kistuna, sem voru bæði mörg og einkar falleg. Auðsjáanlega hafði sú látna ver- ið mjög vinsæl í hvívetna og það að verðugu. C. J. O. Hœnu ungar, sem verða beztu varphænur í Canada; ábyrgst að ungarnir komi allir lifandi. Skýrsla um kyn unganna látin fylgja þeim. Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns, Barred Rocks, Reds, Anconas, Min- orcas, Wyandottes, Orpingtons 12 mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út- ungunarvélar og áhöld til að ala upp ungana. ókeypis verðlisti. Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby St., Winnipeg, Man. Œfiminning (Framh. frá bls. 5) fagra og uppbyggilega sið enn viðhaldið á heimilinu. Hann var jarðsettur fám dög- um eftir að dauðann bar að. Við- staddur var fjöldi bygðarmanna. Sá, er línur þessar ritar, jós lík hans moldum. “Margs er að minnast, Margs er hér að þakka; Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna; Guð þerri trega-tárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.” H. J. L. FRA ISLANDI. Inflúenza beriðist út hér í bæn- um. Mislingar víða um land. Ágætis tíð um land alt. — Upp- •gripa afli á Vestfjörðum. Sandgerði, 5. febr.. Bátar fóru á sjó 1 gærkvöldi kl. um 10—11 og eru flestir komnir. — Afli er góður. Á laugardaginn fengust 400—650 litrar af lifur á bát eða upp í 16—17 skpd. — —Mgbl. PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blómskraut fyrir öll tækifæri Sérstakl. fyrir jarðarfarir. 412 Portage at Kenned. 87 876 BJÖRG FREDERICKSON Teacher of Piano Ste 8, Acadia Apts. Victor St. Telephone: 30 154 Kvikmyndin heimsfrœga King of Kings verður sýnd í lútersku kirkjunni í Riverton, dagana 12. og 13. þ. m., kl. 9 að kveldinu. — Áðgangur 50c fyrir fullorðna og 25c fyrir börn. — Látið ekki svona uppbyggilegan og á- nægjuríkan atburð fram hjá ýður fara, heldur fjölmennið bæði kvöldin. .PBtssuai F'ishermen’s Supplies Limited Um'boðsmenn fyrir— Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winnipeg birðir af Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð. Maitre kaðla og tvinna. Kork og blý. Togleður fatnað. Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif- is oss og vér skulum snda yður verðlista og sýnishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071 “Northern” Rubber Skófatnaður Fvrir a!la útivinnu og yfirleitt fyrir öll þægindi hvað skófatnað snertir, þá biöjið um “Northern fyrir skógarhöggsmenn. Rubber skór til allra nota. Gult elksleður að ofan dökt að neðan. Uppbrettir sólar, ein- gerðir hælar. Karlmanna, drengja, kven- manna, ung- meyja og barna stærðir. "The Prospector" Gætið vörumerkisins Allir úr robber, 7 og 9 þuml. háir The “BUSHMAN” MMITED Allar tegundir af “Northern” stígvélum og rubber, sem þér þarfnist, ávalt fyrirliggjandi hjá SIGURDS0N-TH0RVALDS0N ARBORG, MAN. - - RIVERTON, MAN. Continuous Telephone 87 OZ5 Saturday Æ. Wonderland DOUBLE ROGRAMME THIS WEEK, THUR-FRI-SAT JACK H'OLT, in COURT MARTIAL and HOOT GIBSON in THE TRICK OF HEARTS Also the Mystery Rider Capter 5 MON—TUE)—WED, MARCH 11—12—13 TWO BIG FEATURES LAUBA LA PLANTE in “HDME JAMES” and “THE STREET OF ILLUSION” With VIRGINIA VALLI and IAN KEITH Also The Collegian Okejrpis Getið, hve þungur er hinn afar-stóri pakki af JIF, sem til sýnis er í búð vorri, og fáið Challenger Model Laundry Queen Washer ókeypis. Einir kven silkisokkai og tuttugu og fjórir 25- centa pakkar af Jif, með hverri vél sem keypt er frá þessum tíma til 20. apríl. Þrjár búðir: Áhalda deildin, Á neðsta gólfi Electric Rail- way Chbrs., 1841 Port. Ave, St. James, Cor. Marion og Tache, St. Boniface. WINNIPEG ELECTRIC CO. “Ábyrgjast góð viðskifti” BORGIÐ LÖGBERG! RAMONA BEAUTY PARLOR íslenzkar stúlkur og konur. Þeg- ar þið þurfið að klippa, þvo, eða laga hárið, eða skera eða fága neglur, þá komið til okkar. Alt verk ábyrgst. Sanngjarnt verð. 251 Notre Dame Ave. Sími: 29 409 Inga Stevenson. Adelaide Jörundson. Tilkynning! The Cake Shop 701 Sargent Ave. Vér förum nákvæmlega eftir sett- um reglum hvað snertir hlutföll efn- is og gæði og allan tilbúning á öllu, sem vér bökum og er það því alt eins gott og fullkomið eins og bezt má vera. Til að kynna vörur vor- ar seljum vér á laugardaginn 9. marz, einn dag aðeins, öll vor pies með gjafverði: Raisin Pies ..........15c Apple Pies, eplin ný og géð 20c Lemon Pies ...........25c öll Cream Píes .......35c Vér erum þess fullvissir að hús- mæðurnar kunna að meta þetta. Electrically Hatched BABV CHICKS “Fyrir afurðir, sem eg hefi selt og það, sem eg á éselt hefi eg feng- ið $125.00 ágóða af þeim $18.00, sem eg I aprfl I fyrra borgaði yður fyr- ir 100 Barred Rock unga,” skrifar oss Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask. pessi vitnisburður, eins og margir aðrir, sem oss berast án þess við biðjum um þá, er oss sönnun þess. að það borgar sig vel fyrir bændur að fá eitthvað af vorum kynbættu varphænum. Bók, sem er 32 bls. og með litmyndum fáið þér gefins. Hún gefur yður allskonar uppiýs- ingar um hænsni og hvernig með þau á að fara. 10% afsláttur á öll- um pöntunum fyrir 1. marz. Hambley Windsor Hatcherles, Ltd. 601 Dogan Ave., Winnipeg, Man. GREAT-WEST CANADUN ÞJÖÐSÖNCVAR, ÞJÓÐDANSAR OG HEIMILISIÐN AÐAR SÝNING REGINA - - MARCH 20-23 Fjögra daga hrífandi skemtun, er sýnir söng og heimilis-iðnað fólks í Sléttufylkjunum. Söngvar - hljóðfoeraleikarar - alþýðudanzarar frá 20 ÞJÓÐUM klæddir í hina skrautlegu og fÖgru þjóðbúninga sína. Heimilis-iðnaðar Sýningin, U ndir umsjón Canadian Handi- craft Guild — en söngur og Þjóðdajisar undir umsjón The Department of Music, Canadian. Pacific Railway. Þeir, sem vilja senda muni á sýninguna, setji sig í sam- band við Mrs. Illingworth HOTEL SASKATCHEWAN The Canadian Pacific Hotel at Regina, Sask. A Strong, Reliable Business School UPWARí) OF 2000 ICELANDIC STUDENTS HAVE. ATTENÐEI) THIS COLLEGE SINCE 1909. The Success College, of Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the yearly attendance of all ótheí Business Colleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385V^ Portage Ave. — tVinnipeg, Man.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.