Lögberg - 04.04.1929, Síða 6

Lögberg - 04.04.1929, Síða 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1929. B!s. e. Mánadalurinn EFTIR ' J AC K LON DON. Hann tók um úlnliðinn á henni og strauk handlegginn upp undir öxl. “En hvað handleggurinn á þér er kaldur,’’ sagði hann. “Bæmalaust er nQtalegt að taka á honum.” “Þér fer bráðum að finnast eg eins köld eins og hafrænan,” sagði hún hlæjandi. “Röddin er köld líka,” hélt hann áfram. “Eg meina ekki, að hún sé ónotaleg, heldur þvert á móti. Það er hressandi að heyra þig tala. Það hressir mann, eins og hafrænan ger- ir á kveldin, þegar hitinn hefir verið manni erf- iður allan daginn. Röddin þín er svo þægileg og stilt og róleg, og maður kemst í gott skap og mannj líður svo vel, þegar maður heyrir þig tala. Eg ímynda mér, að englarnir, ef þeir annars eru nokkrir til, hljóti að hafa mjög svip- aðan málróm eins og þú hefir.” Þau ])ögðu b;eði fáeinar mínútur og hún strauk hár hans og vanga. Ak]rei hafði hún lifað sælli stund. “Eg veit kannske ekki mjög mikið um kven- fólkið, en eg hefi töluvert gott vit á hestum, en það er áreiðanlega margt líkt með mönnum og skepnum. Hestarnir, sem í raun og veru eru allra hesta beztir og þolnastir, þeir eru flestir ákaflega vel ag varlega með þá Maður verður ver en nokkrir aðrir hestar. að verður að fara áaflega vel og varlega með þá. Maður verður að fara með þá eins og einhvern afar dýrmæt- an en brothættan vaiming. Svoleiðis finst mér líka eg verði að fara með þig, og eg skal áreið- anlega gera það. Munúrinn á þér og hinum stúlkunum er álíka mikill eins og á gæðingnm af bezta kyni og þunglamalegum vinnuliestum. Þú hlýtur að vera af betra bergi brotin heldur en annað .fólk, sem eg hefi kynst. Þú ert öðru- vísi en alt annað fólk, sem eg hefi séð, Það er líklega vegna þess, að þú ert frönsk að ein- hverju leyti. Þú ert ekki ósvipuð frönskum stúlkum í vexti. En samt ert þú eitthvað ann- að og meira. Það er sama hvað þú gerir, talar eða hrevfir þig, situr eða stendur eða gerir ekkert. ” Þessi maður, sem aldrei hafði séð út fvrir takmörk Oaliforníu, og sem naumast haifði nokkurn tíma verið nætursakir annars staðar en í Oakland, þar sem hann var fæddur, hafði eiginlega nákvæmlega rétt að mæla. Þessi stúlka hafði marga af hinum ágadustu kostum engil-saxneskra þjóðflokksins. Hún var arfþegi Norðmannanna gömlu, Saxanna og Frakk- anna. “Það er sama í hverju þú ert,” liélt liann á- tram. “ Alt fer þér svo dæmalaust vel. Fötin þín sýnast vera partur af sjálfri ])ér. Þau fara eins vel og bezt má vera. Þú skilur það, að það er gott að eiga konu, sem er svo lagleg og svo snoturlega klasdd, að allir sem sjá liana, dást að henni. Það er gaman að hevra sagt alt í kring um) sig: ‘Dæmalaust er hún lagleg, stúlkan hans Willa. Væri það ekki elskulegt, að eiga svona fallega konu?” og ýmislegt fleira þessu líkt.” Saxon lagði hann undir vanga sinn, og nú tanst henni öll sú vinna væri marg-borguð, sem til þess hafði gengið að gera fötin hennar sem snoturlegust og láta þau fara sem bezt, þó hún hefði að vísu aft vakað við það á nóttunni, þeg- ar hún var næstum úrvinda af þreytu eftir erf- iði dagsins og þarfnaðist ]>ess sárlega að sofa. “Heyrðu, Saxon! Mér hefir dottið í hug nýtt nafn handa þér. Eg ætla að kalla þig ‘Augasteininn minn‘, því það er réttnefni.” “Og þú ætlar aldrei að verða þreyttur á mérf ” sagði hún. “Þreyttur! Það er nú öðru nær. Við vor- um sköpuð hvort fvrLr annað.” “Var það ekki dásamelgt, Willi, að við skvldum kynna«t? Það sýndist bara vera til- viljun. Það hefði vel getað komið fvrir, að við hefðum aldrei kynst.” Við hljótum bæði að vera fanld undir ein- hverri hamingjustjörnu,” sagði hann. “Það er alveg áreiðanlegt.” Kannske }>að hafi verið eitthvað meira en bara hepnin,” sagði hún. “Auðvitað,” sagði hann. “Það hlaut að vera. Það gat ekki öðru vísi verið, en við næð- um saman.” Þau sátu enn góða stund þegjandi. Loks saaði hann við hana í hálfum hljóðum: “Væri ekki réttast fyrir okkur, að fara nú að sofa?” Mörgum kveldum eyddu þau, líkt og })essu, sem nú hefir verið sagt frá. En oft fóru þau líka eitthvað út, sóttu dansleiki, myndasýning- ar» ýmislegt fleira þess konar. Stundum út- b.)ó Saxon nesti handa þeim á laugai’dags- kveldin og }>au keyrðu eitthvað út úr borginni á sannudögum á gæðingum húsbóndans, því alt af vildi hann láta WiIIa keyra þá við og við. \ ekjaraklukkan vakti Saxon á hverjum morgni. Fyrsta morguninn hafði hann endi- lega viljað fara á fætur ja'fnt henni til að kveikja eldinn, og hún hafði látið það gott heita, en eftir það hafði hún alt tilbúíð á hverju kveldi, svo ekki þurfti annað en kveikja á eldspýtu. Hún vildi ekki anmið heyra, en að liann væri kyr í rúminu }>angað til morgunmat- urinn væri tilbúinn og hún kallaði á hann. Oft- ast útbjó hún nesti handa honum, að taka með sér og borða um miðjan daginn, en stundum kom hann þó heim til miðdagsverðar. Það fór eftir því, hvar hann var að vinnu, en hann vann ekki ávalt á sama stað. “Þú ferð rangt að, strax í byrjun,” hafði María sagt við hana, “þú stjanar alt of mikið við hann; það er liann, sem ætti frekar að stjana við þig. Þú spillir honum með }>essu lagi. ” “Hann vinnur fyrir heimilinu,” sagði Sax- Ion, “og leggur miklu meira á sig, heldur en eg geri. Eg gæti gert miklu meira, en eg geri. Þar að auki vil eg stjana við hann, af því mér þykir svovænt um liann og af því — Ja, hvers- vegna, sem þafð nú er, þá vil eg gera það.” II. KAPITULI. Þrátt fvrir það, að Saxon var afar vand- virk með það, sem að húshaldinu laut og lét ekkert ógert af því, sem gera þurfti, þá hafði hún þó mikinn tíma afgangs á hverjum degi frá verkum sínum, sérstaklega þegar Willi kom ekki lieim til að borða um miðjan daginn. Ar- um saman liafði hún ekki vanist öðru, en að vera önnum kafin alla dhga frá morgni til kvélds og lnin vissi ekki hvernig hún átti að eyða tímanum, þegar ekkert var að gera. Henni leiddist að sitja auðum höndum og ekki gat hún heimsótt vinstúlkur sínar, því þær voru flestar eða allar að vinna á daginn í þvottahúsinu, eða þá einhvers staðar annars staðar. Enn liafði hún ekki kynst nágranna- konunum, nema lítillega einni, sem bjó í næsta húsi. Hana hafði hún séð hinum megin við girðinguna, sem aðskildi lóðirnar aftan við hús’n og }>ar höfðu }>ær líka talast við ofur lítið. Eitt af því, sem Saxon naut nú fram vfir það, sem hún hafði nokkurn tíma áður notið, var ]>að, að nú gat hún baðað sig eftir vild. Þegar hún var á barnaheimilinu og eins eftir 1 að hún kom til tengdasystur sinnar, hafði hún vanist því, að baða sig aðeins einu sinni í viku. Eftir að hún fór að verða fullorðin, hafði hún viljað baða sig miklu oftar, en það gat ekki með nokkru móti látið sig gera. Sarah hafði fengið það inn í sitt höfuð, að það væri hæfi- legt, að baða sig einu sinni í viku í mesta lagi og |>að væri mesti óþarfi og gæti ekki komið til nokkurra mála, að gera það oftar. Alt -sem þar var fram vfir, var tepruskapur, eða eitt- hvað ]>ess konar, og mátti ekki eiga sér stað. Auðvitað var útbúnaðurinn ekki upp á það fullkomnasta, bara þvotta stampur, sem hún setti á eldhúsgólfið og hálffylti hann með volgu vatni, og |>að var bara brunnvatn, sem engan veginn \’ar hentugt til að baða sig úr, en samt sem áður var þetta regluleg nautn fvrir hana. Það var ókunnug kona, sem heima átti í næsta húsi, sem hafði kent Saxon mjög einfalt ráð, sem henni revndist fvrirtaksvel, og þótti miklu betra að baða sig lieldur en áður. Og þetta einfalda ráð, að láta fáeina dropa af ammoníak í vatnið, en Saxon hafði aldrei hevrt það fvrri. Saxon vildi gjarnan læra sem mest af þess- ari ókunnugu konu. Kunningsskapur þeirra hafði bvrjað einn daginn, þegar Saxon var að liengja þvott á þvottasnúruna aftan við húsið. Það, sem hún hafði Jivegið, var aðallega mjög fíngerður nærfatnaður, sem hún átti. Kona þessi hafði staðið á dálitlum palli utan vdð dvmar á sínu liúsi og horft á hana, og þegar Saxon leit til hennar, þá kinkaði hún kolli, en }>ó hafði hún augun engu síður á þvottinum, heldur en Saxon. ’ “Þú ert nýgift, eða er ekki svo?” spurði hún. “Eg er Mrs. Higgins, en mér fellur bezt, að eg sé kölluð fyrra nafninu mínu, sem er Mercedes.” “Eg er Mrs. Roberts,” sagði Saxon, og þótti mikið til koma, hvað einkennilega, en þó fallega, kona ])essi talaði. “Skírnarnafn mitt er Saxon.” “Það er einkennilegt nafn fvrir ‘Yankee” konu.” “ En eg er ekki Yankee,” svaraði Saxon. ‘‘Eg er California kona.” “Eg gleymdi því, að við erum í Bandaríkj- unum,” sagði Mercedes Higgins og hló. “í öðrum löndum era allir Bandaríkjampnn kall- aðir þessu nafni. En }>að er rétt, að þú ert nv- gift?” Saxon játti því, og brosti góðlátlega. Mer- cedes brosti líka. ‘ ‘ Þú ert góð og kát og falleg, og eg get öf- undað }>ig, því þú hefir alt sem til þess þarf, að geta vafið karlmönnunum um fingur þér. og })ig grunar ekki, hvað fyrir þér muni liggja. Það grunar enga, fvr en það er orðið of seint. Saxon féll }>etta ekki sem bezt, en svaraði þó hiklaust: “Eg veit ekki annað en það, að eg er hjartanlega ánægð og glöð. Engin kona á betri mann, en eg á.” Mrs. Higgins leit í kringum sig og skifti um umtalsefni. Hún leit á þvottinn, sém hékk á snúrunni. “Eg sé, að þú hefir smekk fyrir því, sem fallegt er. Það er gott fyrir ungar konur, að hafa það. Það er ómissandi, til að halda sín- um hlut í baráttunni við karlmennina. Það vinnur manninn fyrst og fremst og heldur hon- um og þú hugsar }>ér líklega að halda alt af manninum })ínum hjá þér. Altaf, altaf — ef þú getur. ” “Já, það ætla eg að gera,” sagði Saxon. “Eg ætla að gera alt, sem eg get, til þess að | hann elski mig æfinlega. ” Saxon þagnaði. Henni fanst, að hún hefði sagt fullmikið við þessa ókuimugu konu. “Hún er annars skrítin, þessi ást,” sag:ði Mercedes. “Allar konur ímynda sér þá vit- leysu, að þær skilji ást karlmannanna, eins og þær geta t. d. skiiið bækur. Margar þeirra deyja hjartabrotnar af því þær liafa ekki skil- ið karlmennina, og samt halda þær, að þær skilji þá. Aumingja litlu heimskingjarnir. Ag þú unga, nýgifta kona, segir, að þú ætlir altaf, altaf að láta manninn þinn elska þig? Þetta segja þær allar og trúa því sjálfar, að þær skilji eins óskiljanlega hluti, eins og ást karlmanns- ins. En það er enginn liægðarleikur, má eg segja þér. En þetta vita ungu konurnar aldrei, fyr en það er orðið um seinan. En þú hefir byrjað vel og þú ættir að lialda áfram, eins og þú íiefir byrjað. Það er samt margt að athuga við hjónabandið, sem fáar konur reyna að skilja og enn færri skilja að nokkru gagni, ]>ó þær reyni það. — Saxon! Það er eitthvað svo mikilfenglegt kvenmannsnafn og stórskorið, og mér finst }>að ekki eiga við þig. Eg hefi gefið þér auga. Þú ert frönsk, eða af frönskum ætt- um. Segðu manninum þínum, að eg dáist að því, hvað hann hafi haft góðan smekk, þegar hann valdi sér konu.” Meraedes hélt um húninn á eldhússhurðinni, eins og hún ætlaði að opna liana og fara inn. “Þú ættir að koma og sjá mig einhvern daginn. Þú munt ekki sjá eftir ]>ví. Eg get sagt þér ýmislegt, sem þú })arft að vita, Þú ættir að koma seinni part dagsins. Minn mað- ur vinnur á nóttunni og sefur á morgnana. Hann er sofandi núna.” Saxon fór inn og var að hugsa um þessa konu, sem henni fanst æði einkennileg. Hún var áreiðanlega töluvert frábragðin öðrum konum; heldur lítil og mögur og óvanalega dökk á hörundslit. Augun voru stór og tinnu- svört og bentu á, að skapið mundi vera töluvert vanstilt og tilfinningarnar ríkar. Hún var far- in að eldast æði mikið. Saxon fanst hún mundi vera einhvers staðar milli fimtugs og sjötugs, en gat ekki gert sér neina nákvæma grein fvrir aldri hennar. Hún hafði verið dökkhærð, en nú var hárið farið að grána æði mikið. Saxon ])ótti sérstaklega einkennilegt, hvemig hún tal- aði. Hún talaði betra mál, heldur en Saxon var vön við að hevra. Samt var hún ekki Bandaríkjakona, það var auðheyrt á framburð- inum. Hún gat ekki gert sér neina ljósa grein fvrir málfæri liennar. Willi lét sér heldur fátt um finnast, þegar hún um kvöldið sagði honum, að hún hefði átt tal við nágrannakonuna. “Eg kannast við þau,” sagði hann. “Higgins gamli er vöku- maður við járabrautarverksmiðjurnar. Hann er einhentur. Þau eru bæði eitthvað töluvert skrítin. Sumar gömlu konurnar írsku halda, að hún sé göldrótt. Eg vildi ekkert hafa saman við hana að sælda. Bert hefir sagt mér frá henni. 'Sumir halda, að hún sé svo mögnuð galdrakona, að hún þurfi ekki annað en líta á þá, sem henni er illa við, eða vill hefna sín á, svo þeir detti niður steindauðir. Einn af pilt- unum, sem vinur með mér, Henderson, þú kannast vð hann, segir að hún sé mesti galla- gripur.” “Ekki er eg viss um, að þetta sé satt,” sagði Saxon og vildi eins og afsaka kunningsskapinn við Mrs. Higgins. “Þó hún sé kannske eitt- hvað geggjuð, þásegir hún samt það sama, sem þú segir alt af, að eg líkist ekki Bandaríkja- konunum, lieldur þeim frönsku.” “Þá ber eg meiri virðingu fyrir henni eftir en áður. Hún hlýtur að hafa töluvert vit í kolli, fyrst hún segir það. Hún er víst ekki svo • heimsk, gamla 'koman.” “Hún talar líka ágætlega ensku,” sagði Saxon. “ Líkt og skólakennari. Svoleiðis hefir móðir mín líka sjálfsagt talað. Hún er ment- uð, hygg eg. ” “Hún veit sínu viti. Annars hefði hún ekki skilið þig svona vel.” “Hún sagði, að þú hlytir að vera mikill smekkmaður, fyrst þú hefðir valið mig þér fyr- ir konu, og bað mig að bera þér kveðju sína.” “Nú sný eg alveg vrið blaðinu,” sagði Willi, “og er að ímynda mér, að Mrs. Higgins sé allra bezta og skynsamasta kona.” Skömmu síðar sá Mercedes Higgins, Sa^on aftur vera að hengja út þvott. Hún kastaði á hana kveðju, en horfði á þvottinn. “Eg heifi haft dálitlar áhyggjur út af þvott- inum þínum, unga kona,” sagði Mrs. Higgins. “Þú veizt kannske ekki, að eg liefi unnið árum saman í þvottahúsi,” svaraði Saxon. “Eg ætti því að kunna að fara með þvott.” Mercedes glotti hásðlega. “Þessi stóru þvottahús eru bara gróða- fyrirtæki, og þangað ætti ekkert að fara nema það, sem er grófgert. Það er hæfileg meðferð á því, sem grófgert er og ómerkilegt, að lenda þar. En það er alt öðru- máli að gegna með það, sem fíngert er og fallegt. Það er vandi að fara með slíka hluti, og það er ekki allra meðfæri, að fara með þá. Eg sbal gefa þér forskrift fyrir því, hvernig })ú getur sjálf búið til sápu. Hún gerir ekki línið hart, eins og búðarsápan, heldur gerir hún það snjóhvítt ogmúkt, og eins og gefur því líf. Þessi fínu, hvítu nærföt end- ast lengur, ef þessi sápa er notuð, og manni þykir lengur vænt um að eiga }>au og nota. Það er regluleg list, að kunna vel að þvo, eins og það er list að mála mynd eða yrkja lcvæði, þar sem fegurðarsmekkurinn nýtur sín sem bezt. ” KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonOhambera Saxon hlustaði með athygli á Mrs. Higgins. “Eg skal kenna þér ýmislegt, góða mín, sem þið Bandaríkja-konurnar kunnið ekki. Eg get kent þér að búa til ýmislegt fallegt Eg sé, að þú gerir kniplinga. Eg kann að búa til alls- konar tegundir af þeim, og eg get kannske^ gef- ið þér góð ráð í þeim efnum. Manninum þínum ])ykir sjálfsagt vænt um, að þú eigir sem mest af því, sem fallegt er, og þú ætlar að sjá um })að, að lionum þyki æfinlega vænt um þig. ” í fyrsta sinn, sem Saxon heimsótti Mercedes Higgins, kendi hún henni að búa til sápu, og gaf lienni ótal ráð því viðvíkjandi, hvernig ætti að far með þvott. Þar að auki þótti henni mjög mikið í það varið, að tala við þessa gömlu konu, því hún kunni frá mörgu að segja og þekti heiminn svo miklu betur en Saxon. “Ert þú ekki Spánverji?” spurði Saxon. “Eg get nú sagt bæði já og nei við þeirri spuraingu, ” sagði Mercedes. “Faðir minn var írskur en móðir mín af sponskum ættum. Eg að þekkja karlmennina. Eg lærði það seinna, eins líkist henni í sjón, en að öðru leyti er eg líkari föður mínum. Hann var bláeygður, eins og aðrir Keltar og kunni ósköpin öll af æfintýrum og söng\rum, en hafði lítið af stillingu og stað- festu og gat aldrei verið lengi í sama stað, en fór úr einu landi í annað. Eg hefi erft þetta 1 eirðarlevsi af honum og eg hefi farið miklu víðar heldur en, hann nokkum tíma fór, þrátt fvrir alt hans ferðaflakk.” Öll sú landafræði, sem Saxon hafði nokkura tíma lært, eða það sem eftir var af henni, fór nú í gegn um liuga hennar og hún hafði tölu- verða hugmynd um það, hvernig landaskipun í heiminum væri háttað, þó öll smærri atriði í þeim efnum væru henni óljós. “Þú ert annars líklega frá Suður-Ameríku?” sagði hún. “Merct*des ypti öxlum. “Einhvers staðar varð eg að fæðast, og eg fa*ddist á hjarðbýli, sem móðir mín átti, þar sem landareignin var svo stór, að það liefði svo sem ekkert þrengt að, þó Oakland liefði staðið þar í einu horainu.” Mercedes leit í kringum sig, og það var eins og hún væri í þungum þönkum, þegar hugurinn hvarflaði til æksustöðvanna. Saxon varð mjög forvitin að heyra meira um þessa konu, sem líklega hefði lifað eitthvað svipuðu lífi eins og Spánverjar í Californíu í gamla daga. “Þú hefir fengið góða mentun,” sagði Saxon. “Þú talar ensku prýðisvel. ” “Ensku læði eg nú ekki á mínum skólaár- um, ” svaraði Mercedes. “Það var ekki fvr en seinna, að eg lærði hana. En eg fékk góða mentun, eins og þí^ er kallað. Mér voru kend ósköpin öll, og eg fékk ágæta tilsögn í flestu, nema því, sem mér reið mest á að vita, að læra að jækkja karlmennina. Tjærði það seinna, eins og enskuna. Móðir mín, sem var nokkurs kon- ar drotning í sínu riki, liafði ekki hugmynd um það, að öll þessi mentun, sem hún veitti mér, mundi ekki koma mér að meira haldi, en raun hefir á orðið, þar sem eg er nú bara kona fá- tæks, einlients verkamanns. ” Hún hló kulda- lega út af þessum örlögum sínum, og Saxon duldist ekki, að það var töluverð gremja í huga hennar, þó hún reyndi að láta ekki á því bera. “Hugsa sér það! vökumaður, bara algengur verkamaður! Við höifðum mörg hundruð af þeim, þegar eg var að alast upp. Eg var ekki alin upp við að gera mikið úr þeim. Við litum á þá næstum eins og Suðurríkjamenn litu á þrælana. Landareigin var að minsta kosti tvö hundruð mílur á hvem veg, og húsið okkar var svo stórt, að eg hefi aldrei séð stærra íbúðar- hús, og þar var altaf sægur af þjónum og þjón- ustustúlkum. Eg vissi aldrei neina tölu á j>eim. ’ ’ Mereedes Higgins dvaldi við þessar endur- minningar frá ungdómsárunum, sem henni voru sjálfsagt ljúfar að flestu leyti. “En okkar fólk var bæði latt og óþrifið. Kínverjarnir, sem við þekkjum, eru ágætir. Japansmenn eru það nú líka, margir, en ekki samt eins góðir. Japönsku stúlkurnar eru lag- legar og glaðlega. En maður veit aldrei, nær þær kunna að hlaupa burtu frá manni. Hindú- arnir eru ekki þrekmiklir eða duglegir, en dæmalaust hlýðnir. eir líta á húsbyndurna eins og nokkurs konar æðri verur. Eg var lengi ein aif þeim, sem þannig var litið upp til. Einu sinni höfðum við Rússa fyrir matreiðslu- mann. Hann hafði marga undarlega siði og suma lieldur ógeðslega, en við umbárum hann samt. Sendið korn yðar tii UMITEDGRAIMGROWIRSÞ Bank of Hamilton Chambers LougKeed Building WINNIPEG CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.