Lögberg - 11.04.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.04.1929, Blaðsíða 1
ftef i. PHONE: 86 311 Seven Lines 42 ARGANGUR I WIN.NIPEG, MAN., FIMTUDAGINN II.APRÍLI929 NÚMER 15 f?oc >oc=oo<=>oc=>o<=z; Helztu heims-fréttir o J Canada Þingnefnd öldungadeildarinnar í Washington, sem hefir það hlut- verk að bæta á einhvern hátt kjör bændanna, fór fram á það við A. J. McPhail, forseta söludeildar Canada hveitisamlagsins, að hann kæmi til Washington og gæfi nefnd þessari upplýsingar við- víkjandi hveitisamlaginp. Varð hann við þessum tilmælum og fór til Washington og flutti þar ræðu fyrir nefndinni. Hélt hann því fram meðal annars, að Canada hveitisamlagið hefði ekki aðeins unnið það gagn, að nú fengju bændurnir í Canada hærra verð fyrir hveiti sitt og aðrar kornteg- undir, heldur nytu hveitibændur alstaðar í heiminum góðs af því, ■og þá ekki sízt í 'Bandaríkjunum. Lögðu Senatorarnir margar spurn- ingar fyrir McPhail þessu máli viðvíkjandi og svaraði hann þeim ljóst og greinilega. Sagði meðal annars, að hveitisamlagið seldi nú 52—54%. af hveiti því, sem framleitt er í Sléttufylkjunum, og alt af væru bændur að hafa meiri og meiri trú á því. Kunnu Sen- atorarnir McPheil beztu þakkir komuna og þær mikilsverðu upp- lýeingar, sem hann hefði gefið þeim þessu máli viðvíkjandi. * * * R. B. Graham, K.C., hefir verið skipaður lögregludómari í Win- nipeg í stað Sir Hugh John Mac- donalds. Hann hefir síðan 1913 verið saksóknari krúnunnar við lögregluréttinn. Við hans em- baetti hefir tekið A. A. Moffatt, aðstoðarmaður í dómsmálaráðu- neyti Manitobafylkis. * * * í fjárlaga frumvarpi því, sem Bracken, stjórnarform. og fjár- málráðherra, lagði fyrir Manito- baþingið í vikunni sem leið, er meða lannars miljón dala útgjalda liður til háskólabyggingar. Mun mörgum þykja vænt um þetta, því lengi hefir háskólinn notast við ófullkomnar byggingar og sem nú þykja með öllu óhæfar. En það eru ekki aðeins byggingarnar, sem alt hefir verið í óvissu með alt til þessa, heldur líka staður- inn, þar sem háskólinn á að vera. Er álitið, að háskólaráðið hafi nú komið sér saman um staðinn, sem líklega er sami staðurinn, þar sem skólinn er nú, en það hefir enn ekki verið tilkynt, og vill fylkisstjórnin að sérstök þing- nefnd sé kosin til að ráða fram úr því. * * * Hon. G. H. Carroll er skipaður fylkisstjóri í Quebec-fylki í stað- inn fyrir Sir Lomer Gouin, sem er fyrir skömmu dáinn. Hinn nýi fylkisstjógi var varaforseti vínsölunefndarinnar í Öuebec. ■*■ * * Hudsonsflóa járnbrautin hefir nú verið lögð alla leið til Church- ill og stálteinarnir alla leið til hafnarinnar. En ekki er brautin enn svo fullgerð, að hægt sé að taka hana til fólksflutninga og annara almennra afnota, og verð- ur ekki fyrst um sinn. * * * Hon. D. G. McKenzie segir, að sig skyldi ekki furða, þótt hinn nýi hafnarbær, Churchill, hefði eina 2,000 íbúa innan árs frá þeim tíma að járnbrautin er full- gerð. Hefir fylkisstjórnin í Mani- toba nú tekið við yfirráðum yfir bæjarstæðinu, og er það ætlun stjórnarinnar, að láta eignarráð yfir byggingarlóðunum aldrei af hendi, heldur leigja þær til langs tima. Er þar með komið í veg fyrir, að hægt sé að kaupa þar byggingarlóðir og selja þær með ágóða — eða tapi, eftir því sem kaupin gerast. Eða með öðrum orðum, komið í veg fyrir lóða- brask, sem altítt er í bæjum, sem eru að byggjast., Hafa nú þegar sex bankar farið fram á að fá byggingarlóðir í Churchill, sömu- leiðis gistihús, matsöluhús, vöru- hús og búðir. Er því augljóst, að margir hafa hug á að reka atvinnu i í þessum nýja hafnarbæ, og þarf j varla að efa, að hann tekur skjót- um vexti. Er nú talað um, að sleppa “Fort” framan af nafninu og kalla bæinn bara Churchill, ekki Fort Churchill. *■ * * f Canada eru færri hjónaskiln- aðir heldur en hjá nokkurri ann- ari þjóð að tiltölu við fjölda gift- inganna, segir Dr. Hugh Dobson frá Vancouver í ræðu, sem hann flutti nýlega í Winnipeg. Samt hafa þeir farið stórkostlega fjölg- andi á árunum 1913 til 1927. í öllu landinu voru aðeins 13 hjóna- skilnaðir árið 1913, en 748 árið 1927, þar af 102 í Manitoba, en ekki nema sex árið 1913. Hvergi kemur hjónum eins vel saman, eins og í Prince Edward Island. Þar hafa aðeins ein hjón skilið, síðan fylkjasambandið var mynd- að. Dr. Dobson benti á, að hjóna- skilnaðir væru engin ný bóla. Þeirra væri getið í elztu sögum og á dögum Mósesar hafi borið allmikið á þeim, og ávalt síðan. * * * f vikunni sem leið fluttu Win- nipegblöðin þær fréttir, að fimt- án ára gamall drengur hefði ver- ið læknaður af fótarmeini, frammi fyrir helgiskríni í St. Boniface. Sá, sem lækninguna framkvæmdi, var faðir Dugas, fyrrum rektor við St. Boniface rpentaskólann en nú prófessor í guðfræði í Montreal. Það, sem hann notaði til að framkvæma þessa undralækningu með, eftir því sem sagan segir, voru fyrir- bænir og bein helgra manna, og fór lækningin fram á fáeinum Fjármáladeildin í Washington mínútum. Dréngurinn heitir Em-1 tilkynnir, að í marzmánuði hafi ile La Libertie og á heima að 131! hún innkallað tekjuskatt, er nem- I RIKI VETRAR Ef'tir Richard *Becli. Líkt og svana falli fjaðrir fellur mjöll; perlu-skikkju helgi-hreinni lijúpast fjöll; konungssölum konunglegri ’ kletta-höll. Nakið hauður sveipar silki silfurhjart; hlöðum rænda björk í skógi brúðar-skart tigið prýðir; töfrasproti tötra snart. « Færis’t yfir foldu hvíta friðar-blær; opnast stjörnu-augu nætur unaðs-skær; undir hjarni hjarta vorsins hægan slær. er -Lesb. Mgbl. \ \ \ 200 mílur undan landi. Þó þykir nokkurn veginn víst, að varðskip- ið hafi gefið “I’m Alone” aðvör- un, þegar það var ekki langt und- anlandi, en þeirri aðvörun hafi ekki verið sint. Eru nú stjórnir Bandaríkjanna og Canada að reyna að komast fyrir sannleik- ann í þessu máli, og er vonandi að réttlætið fái að njóta sín. Doirlmin Str., St. Bonifaee, og er hann elztur af sex systkinum. Hvernig veikindum hans var hátt- að, er ekki vel lýst. Þó er það víst, að hann var á St. Boniface Spítalanum hér um bil hálft árið 1926 og fór þaðan 21. janúar 1927, þá ekki jafngóður af því, sem að honum gekk í öðrum fæt- inum. Hefir hann verið haltur síðan, og það svo mikið, að hann hefir átt mjög erfitt með að ganga. Nú gengur hann óhaltur og getur notað reiðhjól og farið allra sinna ferða. Annar maður, Frank Goelin að nafni, til heimilis að 806 Tache Str., St. Boniface, hefir líka á sama hátt fengið fulla bót á meiðsli, sem hann varð fyrir, fyr- ir eitthvað tveimur mánuðum. Sagt er, að mikill fjöldi fólks hafi þessa síðustu daga leitað á fund Rev. Dugas, til að fá bót lik- amlegra meina sinna, eins og sagt er að þessir tveir, sem að of- an er getið, hafi fengið, en ekki er þess getið, að fleiri hafi heil- ir orðið, enn sem komið er. * * * Árið sem leið komu 166,782 inn- flytjendur til Canada og er það töluvert meira en verið hefir 1 mörg undanfarin ár. Frá Bret- landi komu 55,448 innflytjendur og frá Bandaríkjunum 29,933. Hinir eru frá flestum löndum Ev- rópu, þar á meðal 3,733 Danir, 3,424 Svíar, 2,241 Norðmenn, 3,674 Finnar og 34 íslendingar. ur $598,632,000, og eru þar með taldar fjórar miljónir, sem inn kmu í febrúarmánuði. Á sama tíma í fyrra var þessi tekjugrein $504,234,000. Sín ögnin af hvoru Bandaríkin Fyrir skömmu kom það fyrir, að Bandaríkja strandvarnarskip, pkaut á brezkt flutningsskip ein- hvers staðar suður í Mexico-flóa og sökti því, og fórst þar einn af skipverjunum, sem var brezkur þegn. Skip það, sem sökt var, var skrásett í Canada og skipstjórinn að minsta kssti Canadamaður, og kannske einhverjir fleiri skipverj- ar. Nafn skipsins var “I’m Alone” og erindi þess var að flytja á- fengi til Bandaríkjanna, vitan- lega með leynd og á ólöglegan hátt. Ekki er neinn vafi á því, að Bandaríkin hafi rétt til að verja strendur sínar gegn inn flutningi áfengis, en hitt þyki mjög vafasamt hvort varðskipi hafði nokkurn rétt til að skjóta á’ skip þetta, þar sem það var gert i Heiðingjatrúboð Síðasta kirkjuþing vort lagði i hendur framkvæmdarnefndar að annast um fjársöfnun til þessa máls á árinu, eins og að undan- förnu. Hefir kirkjufélagið í mörg ár greitt $1,200 á ári í launum tiúboðans, séra S. O. Thorlaks- sonar í Japan. Á síðasta kirkju- þingi vantaði $200 upp á þessa upphæð fyrir fjárhagsárið, sem þá endaði. En þingið var á þeirri skoðun, að ófært væri að lækka tillagið, því að bæði málefnið og starf trúboðanna ætti skilið aðr- ar undirtektir. Frá trúboðunum komu ágætar skýrslur um starf þeirra og fanst mönnum það verð- skulda uppörvun. En nú er und- ir efndunum komið, hvort útkom- an verður trúboðunum til upp- hvatnigar eða hrygðar. Er þetta því áskorun til einstaklinga og safnaða að minnast þessarar á- kvörðunar og gera sitt ýtrasta til þess, að enginn fjárhagshalli verði í þessu máli á kirkjuþingi voru, er hefst þann 5. júní næstk. Inn þurfa að koma á árinu um $1400 að> minsta kosti. Af því munu nn komin um $200. En nú er fyrir hendi sá tími, sem málinu er vanalega sint í söfnuðunum. í nokkrum söfnuðum mun það hefð, að minnast þessa málefnis við fermingarguðsþjónustur, og er það vel til fallið. Hver söfn- uður hagar sér eftir því, sem hann sér bezt henta. Trúboðsfé- lög kvénfélög og önnur félög inn- an safnaðanna, taka málið einn- ig að sér. Og einstaklingar marg- ir munu finna hvöt hjá sér að minnast málefnisins með sér- stakri gjöf. Öll tillög ber að senda til fé- hirðis kirkjufélagsins. Utaná- skrift hans er: Finnur Johnson, P. O. Box 3115, Winnipeg, Man. Einnig ber að hafa það hugfast, að kirkjuþing hefst þann 5. júní í þetta sinn. öll tillög ætttu að vea komin að minsta kosti viku fyrir þing. K. K. Ólafson, fors. kirkjufél. Glenboro, Man., 5. apr. 1929.. Það er svo margt, sem berst úr alheims fréttahafinu, og þar fyr- ir svipað eins og að vatnsdropa sé beint í bakkafullan lækinn, að senda héðan fáskrúðugar frétta- línur, eða með öðrum orðum sína ögnina af hverju. En ein smáskrítla hljóðar á þessa leið: Stúlka nokkur átti að hafa heyrt, að nokkrir drengir væru að fljúgast á. Hrópar hún þá upp og segir: “Æ, berið þið mig í sollinn!’- Þannig virðist því varið með pennasnápinn, að hann langar til að gana út á rit- völlinn. Heilbrigði fólks hér yfirleitt er í góðu lagi, nema hvað kvef, eða öðru nafni flú, eins og alment er talað, hefir gert lítillega vart við sig. — Nægtir eru hér heys, mat- a.r og eldiviðs, og þar af leiðandi nóg til að bíta og brenna. Kornuppskera varð hér í fullu meðallagi, en fraus nokkuð, sér- staklega hafrar. Rafljós hafa verið sett upp hér í bæ, og eru bæjarbúar hreyknir af þeim framkvæmdum. Tíðarfarið er hér efst á baugi í hugum manna, se meinnig mun vera í flestum bygðum öðrum; og héðan úr bygð verður ekki seilst til fortíðar, lengra en frá vetrarbyrjun; þótt það kunni að þykja undarlegt, getur maður að- eins um hina síðustu daga, eða jafnvel daginn, sem línur þessar fara héðan. Já, þessir síðustu dagar hafa verið yndislegir, snjór- inn bráðnað og sígið, en frost á nóttum, svo að maður hefir ekki, enn sem komið er, orðið fyrir vatnsgangi. “Sigandi lukka er bezt”, segir gamalt orðtak, og það má heimfæra upp á það, hve snjó- leysingin fer hægt , hér um slóð- ir að minsta kosti. — Þá víkur nú fréttum til hins hér að framan á- minsta tímabils. 'Tíðarfarið hér sem annars stað ar, framan af vetrinum, var un- aðslegt. En þegar fylgjan hans Þorra og hann héldu innreið sína til okkar, vöknuðum við við vond- an draum, því hann hagaði sér eins og skáldið forðum komst að orði, hann “kuldaklónum sló og kalt við hló.” Og skepnan! svona fórst hon- um nú (þarna) við okkur í þessu plássi, og eftir því sem blöðin róma vítt og endilangt út um norðaustur og norðurhvel jarð- ar, þá kom nú gamla Góa g settist í sinn sess með hæglæti og furðu- blíðum atlotum við fólk og fénað þess, og þar fyrir á hún það eig- lega ekki skilið, að maður minn- ist vesældar ástands hennar, er eitt sinn kom fyrir hana, með því að eitt skáld, (kannske ekki stór- skáld) ókunnugt, gerði um hana svohljóðandi bögu: “Nú er hún Góa gengin inn, hún gaf honum Þorra meydóm sinn; þá reif hann af henni ræfiliinn, svo ráðalaus varð kerlingin.” Það er nú komið á seinni hluta veru hennar hér og alt útlit fyr- ir, að hún ýfi sig ekki stórt á móti oss þann tíma, er hún á eftir að dvelja hjá oss. Þá minnist maður vísunnar, er svo hljóðar: “Ef hún Góa öll er góð, einhver má það muna, þá mun Harpa og hennar jóð herða veðráttuna.” Vísa þessi mun óefað hafa verið ort á Fróni, og þá er að taka það 1 spádómsreikning vísunnar, að * veðurfar hér og á íslands er ólíkt;| má enda hugga sig við það. að sá; eða sú, er orti vísuna, hafi ekki haft óskeikula spádómsgáfu. —' Þá er og staðar numið með frétt- ina héðan. ! Feginshugar munu lesendur beggja blaðanna verða, ef að deil- ur sljákka út af hinni fyrirhug- uðu ferð fólks 1930 til íslands, til að vera þar viðstatt þúsund ára afmælishátíð alþingis, og það á hinum fornhelga samastað, er það í öndverðu var í fyrstu sett. f sambandi við það mál, minn- ist maður þess, en biður jafn- framt forláts á, ef rangminni veldur og þar af leiðandi himin- hrópandi goðgá, er þessum bréf- ritara fellur þá í skaut, það sem mann minnir, er á þá leið: að í öðru hvoru blaðinu, eða þá báð- um þeim vestur-íslenzku, væri þá vikið að því, að ólk hér af ís-‘ Inezku bergi brotið, fyndi og vildi benda á eitthvert atriði, er þess- ari hátíð mætti verða til full-i komnunar og fagnaðarauka. En hvað það mál snertir, frá þessum pennasnáp, er líkt og að fara í geitarhús að afla sér ull- ar. Hins vegar mun það lítt saka, þótt maður eins og slái á sama streng, er maður þykist viss um að við haft verði á hinum rétta stað og tíma við öxarána, og þá eins og gefin bending frá þeim fornhelga stað, að byrja á gull- skrýdda kvæðinu eftir eitt af okk- ar góðskáldum. óþarft er að fara lengra út á vaðið, •— en samt, en samt getur maður ekki gert að KÍRKJUÞING 1929 Hið fertug'asta og fimta ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi liefst með guðsþjónustu og altarisgöngu í kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, miðvikudaginn 5. júní 1929, kl. 11 f.h. Eru söfnuðir kirkjufélagsins ámintir um að kjósa erindreka á þingið eftir því sem þeim er heimilt að lögum. Embættismenn og fastanefndir eiga að leggja fram skýrslur sínar á fvrsta þingdegi og eru hlutaðeigendur beðnir að taka það' til greina. Vegna þess að kirkjuþingið er fyr en venju- lega, ber að leggja áherzlu á að tillög til allra málefna kirkjufélagsins ættu að vera komin til féhirðis kirkjufélagsins með fyrra móti, helzt tíu dögum fyrir þing. Dagsett í Glenboro, Man., 11. marz 1929. K. K. Olafson, forseti kirkjufél. að bera á móti þessu, og reyna að ritaðar. En sé þessi ritstjórnar- koma því inn hjá lesendum sin-; síða lítillega brotin til mergjar, um, að þó honum hafi verið í nöp j þá er þetta í raun og veru ekki við þá Harding og Coolidge, þá sé það ekki af illvilja til lands og þjóðar sunnan landamæranna. Hann hafi hrósað hinum og þess- um hérlendis, skoðanabræðrum j sínum og öðrum, og er á honum j að heyra, að það sé fyllileg rétt- I læting hinna afar ómerkilegu I Bandaríkjafrétta, sem Heims- j kringla hefir haft til brunns að bera í hans ritstjórnartíð. Það blað, sem afsakana-ritgerðin birt- ist í, var dágott sýnishorn í því tilliti. Á framsíðu blaðsins eru nærri fjórir dálkar af fréttum frá Canada. En fréttir frá Banda- ríkjunum eru fólgnar í tveimur stuttum málsgreinum: Leikhúss- annað en langt mál um ekki neitt. O. T. Johnson. Frá Islandi Reykjavík, 13. marz, 1929. Nýr fjármálaráðherra. — 7. þ. m. tilkynti forsætisráðherra Al- þingi, að konungur hefði, sam- kvæmt tilmælum sínum, skipað Einar Árnason alþm. fjármála- ráðherra og tók hann þá þegar við embættinu. Einar á Eyrarlandi, eins og hann er venjulega nefndur, er fæddur 27. nóv. 1875 að Hömrum eigandi í borginni St. Louis setur I * Eyjafirði, af gömlum eyfizkum auglýsingu í blöðin til “ræningja því, að mann langar til, bara að hvísla því frá sínu brjósti til ást- kæru fjallkonunnar, hennar móð- ur okkar og einnig í anda til hins (ir úr okkar landi, sem eru þess fornhelga staðar. Svona er þá i virði, að þeim sé á lofti haldið og launsátursmanna’! Annað ekki frásagnarvert frá Bandaríkj- unum í þessu vikublaði Heims- kringlu Vestur-íslenzku blöðin eru fyrst og fremst fréttablöð. Hætti þau að vera fréttablöð, þá eru þau um leið horfin frá þeim tilgangi, sem fyrir stofnendum þeirra og eig- endum hefir vakað. Við Banda- ríkja íslendingar erum yfirleitt ekki kröfuharðir í þessum sökum, en á meðan við kaupum íslenzku blöðin, og lesum, þá kunnum við betur við, að þau flytji þær frétt- byrjunin. — “öxar við ána, árdags í ljóma’! o. s. frv. A. Freeman, Quill Lake, Sask. Afsakanir S. H. frá H. Ritstjóri Heimskringlu ritar ný- lega heila ritstjórnarsíðu til þess að afsaka sig í augum Banda- ríkja-íslendinga. Hví allar þær afsakanir, ef samvizkan er róleg og ekkert hefir verið til saka unnið? Heimkringla endurbirtir grein eftir Halldór Kiljan Laxness, sem vakið hefir athygli hér í landi. Eðlilega skoða lesendur Heims- kringlu endurbirtingu þeirrar greinar sem sönnun þess, að rit- stjórinn aðhyllist sömu afstöðu og greinarhöfundurinn. Laxness er að minnast Uptons Sinclair á fimtugsára afmæli hans, og kryddar grein sína með þeim að- dróttunum frá sjálfum sér, að yf- irleitt sé hver Bandaríkjamaður “hreinn bjálfi” í þjóðfélagsmál- kringlu Blaðið Lögberg mætir þeim kröf- um með ágætum og vel sögðum fréttum. En Heimskringla hefir á því sviði oft og einatt verið verri en ekki neitt. Persónuleg ber eg enga-n illvilja til ritstjóra Heimskringl. Hann er prýðilega ritfær og orðhagr, þó ungur sé og óreyndur í rit- stjórasessi. Hann virðist ekki enn þá geta skilið það, að blað hans eigi að vera alþýðlegt frétta- blað. Fyrir honum sýnist helzt vaka það, að á sérskoðunum hans og hans líka bóli sem allra mest í pólitík og trúmálum. Annað varð- ar engu. Helzta og veigamesta afsðkun hans er því , að h a n n beri hlýhug til Halldórs Kiljan Laxnes, og skoði Upton Sinclair “umsvifamesta og langfrægasta” rithöfund Bandaríkjanna! Enda sé 'hann sjálfur “framsóknar- maður” í málum Canada og Bandaríkjanna, o. s. frv. Við, Bandarríkjamenn þekkjum Upton Sinclair, án þess að leita til H. K. L. eða ritstjóra Heims- Við höfum lesið bækur um, og blátt áfram “fífl” í augum Evrópumanna. Ritstjóri Heims- kringlu ritar heila síðu um sjálf- an sig og stefnu sína í garð Bandaríkjanna, en forðast eins og heitan eldinn, að neita því að hann sé á öðru máli en Laxness í þessu efni. Hólmæli hans um Laxness eru staðfesting þess, að hann sé í raun og veru á sama máli. Við erum þá hreinir bjálfar og fífl, Bandaríkjamenn, að dómi H. K. L. og ritstjóra Heimskringlu. Eg mun hafa haldið því fram, að endurbirting þessarar greinar væri í nánu samræmi við stefnu Heimskringlu til Bandaríkjanna, síðan núverandi ritstjóri tók við ritstjórn blaðsins. Hann er nú hans — og stundum dembt mátu- lega miklu s^lti í þá andlegu fæðu, sem þar er til boða. Sin- clair reit bók um sláturhúsin í Chicago, sem nafnfræg er orðin. Frá sláturiðnaðinum sagði hann þá eftirminnilega sögu, að þegar verkamennirnir yrðu fyrir slys- um og yltu í soðpottana, þá væru dauðir mannabúkar skoðaðir hið æskilegasta fituefni! í stóru sláturhúsunum í Chicago færu rottur og mýs sömuleiðis í soðið — allur sá viðbætir þakksamlega þeginn. Við Bandaríkjamenn borðum enn þá kjöt og notum fituefnin, þrátt fyrir þessa nafn- frægu bók Uptons Sinclair. Afsakanir ritstjóra Heimskringlu eru hógværlega og kurteislega bændaættum. Hann gekk í Möðru- vallaskólann og fékst við kenslu á yngri árum, en hefir lengst af verið bóndi. Hann lét snemma til sín taka í héraðsmálum, og var fyrst kosinn á þing 1916. Hann hefir verið vel metinn í flokki sinum og einnig vinsæll hjá and- stæðingum sínum. Hann er þriðji norðlenzki bóndinn, sem tekur ráðherrasæti hér. — Lögr. Reykjavík, 16. marz. Einmuna tíð um land alt. Á einstöku heimilum víðsvegar um land er fé ekki farið að koma í hús. Víða er gróður kominn á túnum og ávinsla byrjuð. Afli er óvenjumikill og víða landburður af fiski. Ný stafsetning. — í Lögbirt- ingarblaðinu, sem út kom 28. feb., er auglýsing frá kenslumálaráð- herra um nýja stafsetningu. Seg- ir þar svo: Ein skal vera staf- setning íslenzkrar nútímatungu. 1) sem kend er í öllum skólum, er styrks njóta af ríkisfé, 2) sem höfð er á öllum bókum, er prent- aðar verða til þess að nota við kenslu í skólum, eftir að þessi auglýsing hefir verið birt, enn fremur öllum ritum, sem gefin eru út af ríkinu, með styrk af ríkisfé, eða af félögum og stofn- unum, sem njóta ríkisstyrks. Þó má halda óbreyttri stafsetningu á þeim ritum, sem byrjuð eru að koma út í heftum, eða bindum, unz þeim ritverkum er lokið.-’ — Rita skal é þar sem svo er fram borið. Rit askal f en ekki p á undan t í sama atkvæði, þar sem hvorki kemur fyrir p né pp í öðr- um beygingarmyndum. Rita skal z fyrir upprunalegt ds, ðs, ts, bæði í stofni og endingum. Ritaskal tvöfaldan samhljóðanda á undan samhljóða, þar sem stofn vísar til. Eru í tilkynningunni tekin nokk- ur dæmi til skýringar. — Eiga stafsetningarreglur þessar að ganga í gildi 1. okt. n. k.—Vörður. Bær Þorsteins Kjarvals á Naust- um við Skutulsfjörð, brann til ösku 10. þ. m. Litlu varð bjarg- að af innanstokksmunum. Talið er að hafi kviknað í út frá ofn- pípu. — Vörður. , Passíusálmarnir eru nú komnir út á kinversku, eða úrval úr þeim, gert eftir hinni ensku þýðingu dr. Pilchers. Sá heitir Harry Price, sem gert hefir kínversku þýðing- una, fyrir frumkvæði séra ólafs Ólafssonar kristniboða. i J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.