Lögberg - 11.04.1929, Page 2
Bls. 2.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 11. APRÍL 1929.
Sjö daga ferð yfir hafið
M/örg hundruð fjölskyldur koma árlega hingað til lands, Svo að segja frá hverju einasta ríki
Norðurálfunnar, með skipum Cunardlínunnar. Hundruð þúsunda ferðast einnig með skip-
um sama. félags, til sinna fornu heimkynna á hverju ári.
Cunard eimskipafélagið, hefir átt sinn drjúga þátt’ í því, að byggja upp Canada. Hefir það
félag flutt fleiri farþega yfir Atlantshaf, en nokkurt annað félag, eða samband af félögum.
Stofnandi Cunard eimskipafélagsins, var Sir Samuel Cunard, maður af canadisku bergi
brotinn. Sézt andlitsmynd hans á plötunni hér að ofan.
Slys
ÞAR sem um er að ræða
skurði, mar, togrnun, bruna
eða sár, þá er Zam-Buk
þægilegast og bezta með-
alið til að græða alt slíkt.
Það er frá mjög heilnæm-
um jurtasafa að Zam-Buk
fær sinn kraft til að draga
úr verkjnm og bólgu og
hindra áhrif gerlanna, og
til að fegra húðina.
Zam-Buk er ágætt við
saxa 1 höndum og frost-
bólgu. Kauptu öskju í dag.
amBuk
Ferðaminningar
Eftir Kristófcr ólafsson.
Birtar meö leyfi Siggeirs Þórðar-
sonar, Cypress River, Man.
Á föstudaginn langa fórum vi'ð
og heimsóttum Þórunni og Kristínu
frænkur mínar frá Þorvaldsstöðum
i Hvkársíðu. Bjuggu þær út með
Kristjaníufirðinum, var maður einn
tíma þangað út með bát. Bjuggu
þær þar i mjög snoturri íbúð uppi
í fjallshlíðinni, var þar alt skógi
þakið umhverfis. Voru þær ekki
heima þegar við komum, höfðu
gengið niður að ströndinni. Beið
nú félagi minn, en eg gekk á móti
þeim. Þegar viö mættumst, kast-
aði eg á þær kunnuglegri kveðju
á íslenzku og lét mikið yfir að eg
þekti þær. Sem von var, kom alt
að því fát á þær, við þessa óvæntu
heimsókn. Sögðust þær hafa þekt
mig strax, en trúðu ekki sínum eig-
in augum, því þær áttu enga von á
mér. Fengum við hjá þeim inndæl-
ustu móttökur, eins og við mátti
búast. Sátum við þar og röbbuð
um allan daginn. Max, maöur
Þórunnar, sem er þýzkur, var ekki
heima, var við vinnu sína inni í
Osló. Fórum við að deginum lokn-
um, með síðasta bátnum til baka
aftur mjög lukkulegir með daginn.
Síðasta daginn, sem við vorum í
Osló, heimsóttum við reninspektör
Norðmann^., Kristian Nissen, tók
hann og frú hans á móti okkur me<£-
einstakri gestrisni og höfðingskap.
Töluöum við dálítið um hreindýra-
rækt á íslandi. Var hann málinu
mjög vinveittur, og kvaðst hann
skildi vera mér hjálplegur, ef eg
fengi innflutningsleyfið—sem eg
sótti um áður en eg fór frá íslandi
-—með að útvega dýrin og allar
nauðsynlegar upplýsingar því við-
víkjandi. Hafði hann nýlega feng-
ið bréf frá Helga Valtý’ssyni, sem
tilkynti honum komu mína.
Yfiríeitt sýndist mér norska fólk-
ið mynarlegt, en dálítið stórskorið,
virtist mér vera svipur með því og
landslaginu. Karlmenn margir
stórvaxnir og karlmannlegir.
Komum við inn á nökkrar knæp-
ur til að sjá lífið. Gaf þar að líta
allmikið film og drykkjuskap, en
annars bar lítið á því, yfirleitt, á
aðalgötum borgarinnar, en í út-
hverfunum sáum við drukkna menn.
Það, sem sérstaklega stakk í aug-
un, var hin gegndarlausa öldrykkja.
Á hverri knæpu sátu þrútnir ístru-
belgir eggfullir af öli, spiltir af
fitu og taugaveiklaðir af öldrykkju.
Greiðviknir fundust mér Norð-
menn vera, alúblegir og kurteisir.
Þegar við spurðum fólk til vega,
sem oft kom nú fyrir, virtist því
mjög umhugað um að við skildum
til fulls leiðbeininguna.
Málið fanst mér skemtilegt, þessi
hvelli fjörhreimur og frjálsmann-
legi framburður, sem er svo að-
laðandi.
Á páskadagsmorguninn kl. hálf
sex, yfirgáfum við hótelið og héld-
um til járnbrautarstöðvarinnar.
Göturnar voru auðar, næstum því
mannlausar, stakk það mikið í stúf
við ösumferðina að deginum til.
Biðum við dálítið á járnbrautar-
stöðinni, því aími lestarinnar var
ekki alveg kominn. Kom þá aldr-
aður maður, vel búinn inn á stöðina,
gekk hann þar á milli manna og bað
um peninga. Færði hann þau rök
fyrir beiðni sinni að hann hefði
ekkert borðað um morguninn, þótt
skamt væri af honum liðið. Sam-
ferða okkur ■ með lestinni var ís-
lenzkur maður, Píáll Jónsson frá
Höskuldsstöðum, var með honum
kona hans dönsk. Komu þau úr
ferðalagi um Noreg.
Alstaðar meðfram brautinni
skiftust nú á skógarlundir og rækt-
aðar spildur umhverfis búgarðana,
sem voru margir reisulegir. Er yfir-
leitt fallegt þarna fram með strönd-
inni, smáhæðótt og gróðursælt, og
gefur vegfarendum dálitla hugmynd
um yndisleik Svíþjóðar. Þar sem
fólk var við vinnu meðfram braut
inni, stoppaði það meðan hún rann
framhjá og vinkaði til ferðafólks-
ins í gluggum lestarinnar, sem ekki
var seint til að svara. í Heslingör
munaði minstu að við yrðum eftir
af lestinni, vegna þess hve seint gekk
að skoða dót okkar og passa.
Skildu hjónin þar við okkur, ætl-
uðu að dvelja ]>ar einn til tvo daga.
Til Kaupmannahafnar komum við
ekki fyr en klukkan að ganga tólf.
Þegar við komum út úr vagninum,
umkringdu okkur karlar, sem vildu
fá að bera fyrir okkur töskurnar
út af stöðinni. Tökum við tvo karla
til þess, því við vorum hálf þreyttir
eftir ferðalagið og töskurnar þung-
ar. Fyrir utan ströðina fengum við
bil til að keyra okkur á hótel. Gist-
um við á missíóns-hótelinu í Helgo-
landsgade 3,.
Daginn eftir heimsóttum við
prestinn Hauk Gíslason föðurbróð-
ur Karls félaga míns. Fengum við
þar hinar ágætustu viðtökur, gekk
hann síðan með okkur um borgina
til að sýna okkur kirkjur, söfn og
aðra markverða staði. Síðast sýndi
hann okkur þinghúsið, er það mjög
tilkomumikið, var þar stilt upp
myndum af íslenzku ráðherrunum.
Einnig fylgdi hann okkur til Aage
Mejer Bendiksen formanns Dansk-
islandsk Samfund. Bað eg hann
aö utvega mér verustað dálítinn tíma
á dönskum búgarði . Eftir þrjá eða
fjóra daga var hann búinn að út-
vega mér stað hjá bónda á Norður
S'jálandi rétt við Nyköbing. Var
eg ráðinn þarna um óákveðinn tima
ásamt öðrum landa nýkomnum til
Kaupmannahafnar, Ragnar Da-
víðssyni frá Kroppi í Eyjafirði.
Nú skildu leiðir okkar Karls, því
nú var hans ferð ákveðin til Jót-
lands. Höfðum við Karl fyrst í
hyggju að stoppa dálítinn tíma í
Kaupmannahöfn, svo við leigðum
okkur herbergi til mánaðar fyrir
60.00 kr. sem við borguðum fyrir-
fram. Sagðist húseigandinn endur-
greiða okkur það, ef við þyrftum
ekki á herberginu að halda allan
tímann. Nú breyttist áætlun okk-
ar þannig, að við færum út á land-
ið þann 10. april, vorurn við þá bún-
ir að hafa herbergið leigt í tvo daga.
Vildum við nú fá endurgreidda
peninga okkar að frádregnri tveggja
daga leigu. Var nú komið annað
hljóð í strokkinn, hvað húsráðandi
ekki nærri þvi komandi að hann
endurgreiddi okkur nokkra krónu,
og varð svo búið að standa, því við
höfðum ekkert til að sanna mál okk-
ar með, svo hann hélt þessum 60
kr. fyrir tveggja .nátta gistingu,
Þegar við á eftir sögðum fólki frá
því hvernig þessi náungi hefðj fláð
okkur, var óspart hlegið að okkur
fyrir grunnhyggnina, að trúa þess-
um dólg, sem við þektum hvorki
sporð né haus á.
Mikið urðum við varir við götu-
prangara þessa dagana, sem við
vorum í Kaupmannahöfn, enda mun
sú stétt manna glögg á ferðamenn.
Hlöfðu þeir á boðstólum allslags
glingur, hringa, armibönd, sjálf-
blekunga og margt fleira. Fóru
þeir allajafnan mörgum orðum um
gæði hlutanna og hvað ódýrt þeir
seldu. Fyndu þeir að manni væri
ekki hugleikið að verzla við þá,
voru iþeir fljótir að slaka til á verð-
inu, jafnvel alt að helmingi. Vana-
lega er þetta svikin vara, sem þess-
ir herrar eru að bjóða og eru ó-
kúnnir ferðamenn umsetnir af
þessum óaldarlýð.
Þann 10. apríl kvaddi eg Karl
og lagði af stað með nýa félagan-
um Ragnari, til Norður-Sjálands.
Fórum við með eitt-lestinni eftir
miðdag, frá aðalstöðinni, sem ligg-
ur við Ráðhússplássið. Þótt við
félagar værum ókunnir hver öðr-
um, hugðum við strax gott tíl fé-
lagsskaparins, vorum glaðir og kát-
ir og fundum það vel, að úið vor-
um fleygir og færir og gátum hopp-
að og stokkið eftir eigin geðþótta
með fullum þrótti. Við höfðum með
okkur tvær flöskur af góðu port-
víni til að liðka málbeinið og skerpa
skilningarvitin. Til Hblbæk urðu
okkur samferða tveir íslenzkir stú-
dentar, sem nú voru að lesa guð-
fræði. Voru þeir að fara í heim-
sókn til prófasts skamt frá Holbæk.
Hétu þeir Benjamín Kristjánsson
Eyfirðingur og Sigurður frá
Skrauthólum á Kjalarnesi. Skift-
um við um lest í Holbæk, tókum
aukalestina til Nýköbing. Þegar
við vorum nýlagðir af stað með
þessari lest, tók eg eftir stúlku, sem
mér fanst endilega eg kannast vel
við. Ávarpaði eg hana, svaraði hún
mér á íslenzku og sagði að réttast
væri fyrir okkur að tala móðurmál-
ið. Var þetta Helga Eggerts
húkrunarkona, vann hún á geð-
veikrahæli í nánd við Nyköbing.
agði hún mér að á sama spítala ynni
Sigrún Magnúsdóttir frá Gilsbakka
í Hvítársíðu, vorum við kunnug frá
uppvaxtarárunum. Af Helgu hafði
eg séð mynd, þessvegna kannaðist
eg við andlitið þegar eg sá hana.
Þegar við komum ýil Nyköbing,
fórum við á veitingahús og sím-
uðum til bóndans,^sem við ætluðum
til og beiddum hann að sækja okkur
þangað. Kom hann vonbráðar með
hestvagn eftir okkur. Fórum við
þá að nálgast faraogur okkar í járn-
brautarlestinni. Á meðan við vor-
um að glíma við að finna tösk-
urnar, sé eg hvar Sigrún. kemur í
dyrnar, vík eg mér strax að henni
og heilsa kunnuglega, þekti hún
mig strax, en átti bágt með að átta
sig á því í fyrstu, því hún átti ekki
frekar von á mér þarna en dauða
sínum. Þótti henni skrítinn árekst-
ur ]>etta, sagðist hún varla nokkurn-
tíma hafa komið þarna á stöðina
fyr, síðan hún kom þangað í ná
grennið, cn var að fylgja stúlku í
þetta skifti. Höfðum við engan
tíma til að sega frá æfintýrum, þvi
nú var húsbóndinn farinn að bíða
eftir mér. Keyrðum við nú með
það sama. Vorum við dálítið for-
vitnir að sjá hvernig þessi nýja
vistarvera liti út. Eftir stundar-
fjórðungs keyrslu, var þeirri for-
vitni svalað, því þá vorum við
komnir á hlað búgarðsins. Var
búgarðurinn stór og mikill fyrir-
ferðar með fornfálegum bygging-
um. Stóðu húsin í ferhyrning í
kringum stórt hlað, eins og er á
flestum gamalbygðum búgörðum í
Danmörku. Ein álman—austur
álman—var stofuhús, hitt voru
gripa og geymsluhús, hér og hvar
umhverfis garðinn voru dýr og
nauðsynleg jarðræktar verkfæri.
Leist okkur strax vel á fólkið, það
tók mjög vingjarnlega á móti okkur
og bauð okkur velkomna. En það
leyndi sér ekki, að við vorum ekki
eins og það hafði ímyndað sér, var
okkur sagt hreinskilnislega frá því
síðar. Bjóst það við lubbalegum
lítt siðuðum skrælingjum.
Urðum við brátt þess varir, að við
vorum hjá ágætu fólki, en fátæku,
sem við máttum bera fult traust til.
Hafði það verið í sæmilegum efn
um um stríðsbyrjun, sem gengin
voru til þurðar á fyrirtækjum, sem
illa höfðu hefmast. Búgarðurinn
var stór og umfangsmikill fyrir fá-
tækan mann, var þörf fyrir mik-
inn vinnukraft, en efnin leyfðu það
ekki. Fengum við ágætt herbergi,
sem var sérstaklega sett í stand
vegna okkar, svo máttum við
dvelja í stofunum, sem voru vel
búnar, eftir eigin geðþótta. Þjón-
ustu höfðum við ágæta og yfirleitt
alla aðbúð. Húsbændurnir og alt
fólkið dagfarsprútt og síkátt, aldrei
heyrðist stygðaryrði. Matur var
mikill eins og hver vildi hafa, vel
tilreiddur og mikið fremur nota-
legur. Var mikið notað af allskon-
ar jarðávöxtum sérstaklega kartöfl-
um. Þegar við fórum að kynnast
fólkinu, reyndist það okkur góðir og
skemtilegir félagar. Húsbóndinn
hét Viggo Willemoes Jensen en
kona hans fædd Röggaard áttu
þau fjögur börn, það elzta átta ára
en það yngsta tveggja.
Anders og Henriette Jensen,
faðir og móðir húsbóndans, bjuggu
í húsi skamt frá, voru þau myndar-
leg og virðuleg gamalmenni, komu
þau oft í heimsókn til sonar síns.
E|inn sunnudag heimsóttum við
föðurbróður húsbóndans, sem heit-
ir Lauritz Jensen. VTar hann 64
ára gamall og var búinn að vera
blindur í 44 ár. Átti hann smábýli,
sem var tíu dagsláttur á stærð og í
húsi skamt þar frá átti hann talsvert
stórt forngripasafn, sem hann hafði
safnað saman sjálfur eftir að hann
var orðinn blindur. Er hann skír
maður og töluvert mikill fornfræð-
ingur. Hafði hann meðal annars
alveg uppsetta gamaldags bónda-
stofu, með lokrekkju, útskornum
munum og öðru tilheyrandi. Enn-
fremur voru þar öll gamaldags
landbúnaðar verkfæri, þjóðbúningar
peliingar, steinverkfæri o. m. fl.
Alt þetta safn sitt, sýndi hinn blindi
maður með einitakri nákvæmni,
svo varla'var hægt að'gera^ greinar-
mun á frásögn hans og bendingum
og tilsögn fullsjáandi manna. Gekk
hann úti og innj óleiddur og sketk-
aði honum ekkí um vegalengdir,
hvy hann var staddur í það og það
sinnið, benti í rétta átt á hvaðeina
sem hann talaði um þó það væri
langt fjærri. Skynjaði hann fljótt
ef hann nálgaðist menn eða annað
næstum eins og sjáandi maður og
stundum virtist okkur hann þekkja
manninn áður en hann talaði við
hann, þó voru augun lokuð og sam-
anfallin.
Karl Neilsen heimsóttum við
tvisvar, bjó hann skamt frá. Sáum
við hjá honum sérlega smekklegan
búskap og fyrirmyndar umgengni.
Átti hann um tuttugu fallegar Qg
velhirtar kýr. Hafði hann verið í
Grænlandi og unnið þar við kreólít
gröft. Tóku þau hjón skkur með
mikilli gestrisni og þótti gaman að
frétta um íslenzka staðhætti.
Einn sunnudag leigðum við okk-
ur bil og fengum hjónin með okkur
til að heimsækja og sjá búskap hjá
nokkrum fyrirmyndarbændum í ná-
grenninu,- sem mest orð fór af, ætla
eg að fara fáeinum orðum um
nokkra þeirra.
Propr. Clausen Stubberupholm
pr. Faarevejle, hefir þúsund tunn-
ur lands. Gaf þar að líta stórbrot ■
inn búskap og umsvifamikinn, fanst
mér mikið til um umgengnina á
þessu stóra heimili hvað mikil fyr-
irmynd hún var. Allar byggingar
voru þarna nýlega gjörðar og! ekk-
ert til þeirra sparað og sérlega vel
fyrirkomið. Á þessum búgarði
hafði dvalið íslendingur nýlega, Jón
Jónsson að nafni ættaður frá Akur-
eyri. Hældu hjónin honum mikið
fyrir dugnað og góða viðkynningu.
Torp Math Dragsholm pr. Hörve
hefir tólf hundruð tunnur lands og
þarafleiðandi fyrirferðarmikinn bú-
skaip. Leigir hánn búgarðinn og
búið af baróni, sem er eigandinn.
Húsið, sem Baróninn býr í er kast-
ali frá 16. öld. Fanst mér það á
engan hátt huggulegur bústaður,
allir gluggar mjög litlir og skotgöt
hér og þar á veggjununi. Tvær
gamlar fallbyssur láu fyrir utan hús-
ið. Hefir þessi forna bygging ver-
ið víggirt með skurði umhverfis
fyltum af vatni. í barónshesthúsið
var gaman að komaf því þar gaf að
líta konunglegt hesthús, sem kall-
að er, alt fágað og prýtt, hrossin
klipt, gljáandi og spilandi fjörug. I
vagnaklefanum voru eineykis og
tvíeykis vagnar silfur lagðir og út-
skornir .með hjólhringi úr togleðri.
Umhverfis húsið er stór og fjöl-
skrúðugur listigfarður.
G. Peter Petursson, Lamme-
fjordsgaarden j)r. Svimmegl. hefir
gott og mikið land og mikl^ drift.
Hefir hann mikil og stór gróður-
hús og þar að auki hitar hann upp
mikið land óyfirbygt. Við að skoða
þétta hvarflaðj hugurinn til heitu
lindanna óteljandi heima á íslandi,
sem sjóða og vella ónotaðar áratug
eftir áratug þvert og endilangt úm
landið, mikið og margt mætti rækta
ef alt það heita vatn væri tekið í
þjónustu jarðræktarinnar. Það mun-
ar nokkuð miklu fyrir notendur,
hvort hita þarf upp jarðveginn með
dýrum kolum, eða hvort vatnið
kemur með suðuhita upp úr jörð-
inni til að hita fyrir þá gróðrar-
moldina. Mikið af Peters landi og
alt Clausens land, er numið úr sjó
og dælt upp af því vatninu með
vindmyllum. Hafa alls verið numd-
ar þarna úr sjó tólf þúsund tunnur
lands af bezta landi. Hjá Peter
hafa verið tveir íslendingar við
jarðræktarnám, annar þeirra Jó-
hann sonur Guðmundar landlæknis.
Allir þessir 'bændur sem nú hafa
verið nefndir tóku á móti okkur
með höfðingskap og gestrisni. Virt-
ist mér þeir hafa hina mestu á-
nægju af að sýna okkur búskapinn
og leysa úr öllu, sem við spurðum
um. Voru þeir ólatir að rekja ættir
gripa sinna, sérstaklega dvaldist
þeim við kynbótagripina. Kunna
danskir bændur vel að meta úrvals
gripi sína.
Viggo Jensen hafði fáa. gripi,
Hafði hann aðal tekjur sínar af
frærækt. Á stríðsárunum færði
hann upp mikið af mó, sem hann
seldi til eldiviðar. Tapaði hann á
því fyrirtæki aleigu sinni og meiru
og var hann því stórskuldugur og
þarafleiðandi gat hann ekki haft
þann búskap, sem jörðin bar og
hann hafði löngun til að hafa.
Á Trillebjærggaard, svo hét bú-
garðurinn, heimsótti okkur Islend-
ingur, Egill Egilsson frá Múla í
Biskupstungum. Var hann hjá
bónda skamt frá, Villemoes Ander-
sen að nafni. Heimsóttuni við hann
einu sinni og leist mér vel á bú-
skapinn hjá honum átti hann sér-
staklega góðar kýr. Kynbótanaut
átti hann, sem hann keypti fyrir
sex þúsund krónur þriggja vikna
gamalt. Annað kynbótanaut sáum
við hjá bróður Villemoes, sem
kostaði fjögur þúsund krónur.
Hvorugur þessara bræðra var stór-
bóndi, en þeir gátu samt keypt dýra
kynbótagripi.
Yfirleitt féll mér vel við fólkið á
Trollebjerggaard, reyndist mér ])að
ótuktarlaust og umgengnisgoft og
margt af því sæmilega vaxið að and-
legum þroska. Þótt vinnumennirnir
fengju sæmilegt kaup, lögðu þeir
lítið fyrir af því, gerði það sízt
meira-en að duga þeim fyrir tóbak
og klæðnað. Húsbændurnir voru
bæði lesin, vel greind og minnug.
Húsbóndinn hafði gengið á lýðskóla
og búnaðarskóla, en kona hans var
útlærð hjúkrunarkona. Hafði hún
verið yfirhjúkrunarkona í þrjú ár
áður en hún giftist. Höfðu þau
hjón lund til þess, að búa með
meiri rausn en efnahagurinn tillét.
Þann 21. júní fórum við alfarn-
ir frá Trollebjerggard. Gerðum
viö litlar áætlanir fyrir væntanlegt
ferðalag, ætluðum að ferðast sem
mest á hjólhestum og fara sem víð-
ast yfir á meðan tíminn entist. En
seinast í júlí var ákveðið að
fara með e.s. “Botníu” til íslands,
það vár fyrirfram ákveðið. Vorum
f.við útleystir með mestu blíðu og
söknuði, vorum beðnir að skrifa oft
og mikið og helzt að koma aftur.
Lét fólkið óspart í ljós að það
mundi sakna okkar.. Við ætluðum
snemma af stað um morguninn, en
þó van komið undir hádegi, þegar
við vorum komnir til gangs.
Fórum við með norðurströndinni
um Snering og Yderup. Þessi leið
er töluvert hæðótt, svo við urðum
móðir, enda höfðum við stinnings
golu á móti okkur. Um kvöldið
komumst við til Hong og gistum
þar, er þar búnaðarskóli. Skóla-
stjórinn, Neilsen að nafni var hinn
artygasti, sýndi okkur tilraunastöðv-
ar skólans og allan búskap. Að
skilnaði gaf eg honum Jmynd af
Kalmanstungu og Hvanneyri og
var það alt og sumt sem við fengum
að láta fyrir greiðann. Daginn eft-
ir héldum við áfram sem leið lá í
gegnum Slagelse, er það stór og
huggulegur bær, stendur hátt og er
fallegt umhverfis hann. Næsti á-
fangi var Korsö, og þaðan fórum
við með ferjunni yfir Stóra-Belti
til Nýborgar á Fjóni. Á leiðinni.
Á leiðinni yfir Stóra-Belti rigndi
óaflátanlega, en um leið og yfir
kom stytti alveg upp, var það heppi -
legt fyrir okkur Ragnar, því við
höfðum engar kápur með. Á ferj -
unni hittum við pilt um tvítugt,
sagðist hann eiga íslenzkan föður,
sem hann hefði aldrei séð, hafði
hann verið málari. í móðurætt var
hann sænskur, hafði hann flækst
víða og þar á meðal til íslands, en
var nú á leið til Frakklands í at-
vinnuleit. Frá Nyborg lögðum við
leið okkar til Svendborgar, er það
fjórar og hálf míla. Á Fjóni virt-
ist mér ibúgarðarnir stærri og færri
en á Sjálandi, að minsta kosti bar
þar minna á smábýlum. Umhvprfis
Svendborg er mikil náttúrufegurð,
er þar annar fallegasti staður í Dan-
mörku, að mínum dómi. Um kvöld-
ið fórum við til Ollerup, þar sem
Neils Bukk hefir reist sinn fræga
íþróttaskóla, sem svo margir ís-
lendingar hafa sótt. Móttökunum
hjá Bukk skólastjóra gleymi eg aldr-
ei, það var eins og hann ætti í okkur
hvert bein, þó hafði hann aldrei
séð okkur eða heyrt fyrri. Hann
sagði að okkur veitti ekki af að vera
hjá sér vikutíma, til að sjá okkur
um. En því miður höfðum við
ekki nema einn dag til þess, því
24. júní kl. 6 síðdegis vorum við
sammæltir við tvo nýja félaga í
Fredricia. Þann 23. júní vorum
við i Ollerúp í góðum fagnaði til
þess að gete. keyrt út með ókkur
miðpartinn úr deginum, hélt Bukk
sina kenslutíma um morguninn og
að kvöldinu þegar við vorum komn-
ir aftur. Keyrði hann með okkur
um umhverfið, þar á meðal út i
Faarsinge, sem er talin fegurst af
dönskum eyjum, liggur hún skamt
utan við Svendborg. Stendur
gömul kirkja á eynni þar sem hún
er hæst, er aflíðandi halli til allra
hliða frá kirkjunni, út að strönd-
um eyjarinnar. Á kirkjunni er hár
og veglegur turn, svo frá honum er
útsýni gott yfir eyjuna, Svendborg
og þar umhverfis, einnig sér maður
til Langalands, Lálands og Sjá-
lands. Niður við ströndina er stórt
og veglegt baðhótel. Drukkum við
þar ikaffi og tókum myndir af
mannskapnum við bilinn, en svo
óhepnir vorum við að þær myndir
eyðilögðust. Vorum við þarna með
Búkk fjórir íslendingar, auk okk-
ar Ragnars; voru tveir glímumenn
úr íslenzkum glímuflokk, sem um
þetta leiti var áð ferðast um Dan-
mörku og sýna islenzka glímu, var
flokkurinn algjörlega á vegum Niels
Bukks. Annar þeirra var Þorgeir
Jónsson frá Varmadal, var hann
bólginn á fæti svo hann gat ekki
glímt, hinn var Viggó Natanaelsson
úr Dýrafirði, var hann eitthvað las-
inn svo hann gat ekki glímt. Þriðji
íslendingurinn, sem við hittum
á Ollerup var Björn Jönsson frá
ÖHaldsstöðum í Borgarfirði, var
hann á skólanum undangenginn
vetur. Um kvöldið bauð Bukk
okkur að horfa á leikfimistíma hjá
sér, voru það 35 stúlkur frá Ame-
ríku, sem hann var að æfa. Mikið
þótti okkur til Búkks lcoma í kenn-
arastólnum, var fljótséð að þar var
réttur maður á réttum stað, eg held
að ekki sé hægt annað, en að dáðst
að honum hvar sem hann er og hvar
sem hann fer, svo þótti mér mikið
til hans koma.
Um kvöldið kl. langt gengin níu,
var haldin sánkti Hans brenna með
miklum gauwagangi. Tveir tjöru-
dúnkar voru reistir á stengur og
brendir. Þessi ibrenna er haldin á
flestum búgörðum í Danmörku og
eiga að brenna á henni allir illir
vættir. Þrír tugir manna fóru í
foryngju-búning, var kalsvart um
hendur og andlit, hélt það á log-
andi 'blysum og hljóp argandi og
gargandi í kringum eldinn og lét
svo illa, sem það mest mátti. Áð-
ur en nokkurn varði, réðist þessi
óaldarflokkur á áhorfendurna og
gáfu þeim svört fingraför á vang-
ann, sem ekki höfðu vit á að forða
sér í tíma. Við þessa brennu voru
um þrjú hundruð manns, tvö-
hundruð og fimmtíu heimamenn,
hitt að komufólk víðsvegar að.
Það var verið að ganga frá hinni
veglegu sundhöll sem Bukk hefir
reist á eigin kostnað, er hún veg-
legasta mannvirki, sem Danir eiga
af því tægi, kostaði hún um þrjú-
hundruð þúsund krónur. Má danska
þjóðin vera stolt af því mikla mann-
virki og manninum, sem lét reisa
það.
Þann 24. júní fórum við frá
Ollerup með járnbraut til Fredricia
Slóst Þorgeir frá Varmadal í förina,
fór hann til móts við glímuflokk-
inn norður á Jótland. Skaffaði
Bukk okkur nesti til ferðarinnar,
fanst okkur til um þá nærgætni,
jafnmikið og hann yirtist hafa að
hugsa og gjöra.
Fredricia stendur við Litla-Belti
Jótlands-megin, er það töluvert
merkilegur bær bæði að fomu og
nýju. Er gömul víggirðing kring
um gamla bæinn, er það mjög stór-
kostlegur vallargarður, með sýki í
kring. Þetta afskaplega mikla
virki voru bændurnir dönsku látn-
ir strita við að reisa og öll vinnan
við það tekin af þeim, sem þegn-
skylduvinna. Er þetta fleiri hundr-
uð ára verk, fágætt og merkilegt.
Þótti okkur félögum mikið til þess
koma, að sjá þessi fomu stórvirki.
Einkennilegan minnisvarða sáum
við þarna, reistann á gröf fallinna
hermanna, var það líkneski af
tveimur mönnum, sem héldu á ein-
um dauðum á milli sín.
í Fredricia er mikill iðnaður, t. d.
stærsta silfursteypu verksmiðja á
Norðurlöndum, áburðarverksmiðja,
sem vinnur súpperfósfat, ullar-
Þjáðist af gigt í fimm ár
Maður í Saskatchewan Notar
Dodd’s Kidney Pills.
Mr Alfred Scott Mælir með Dodd’a
Kidney Pills Við Alla þá, Sem
Þjást af Gigt.
Kennedy, Sask., 8..apríl (einka-
skeyti)1—
iDodd’s Kidney Pills þykja nú
orðið sjálfsagt meðal við gigt,
bakverk, og öllum kvillum, sem
stafa frá nýrunum. ÞúsundiH
karla og kvenna hafa af.tur feng-
ið góða heilsu fyrir það, að nota
Dodd’s Kidney Pills. Lesið það„
sem Mr. Scott, Kennedy, Sask.,
segir:—
“Það, sem að mér gekk, var
gigt. Eg hafði hana af og til í
fimm ár. iEg reyndi ýms meðul,
en batnaði ekki, þangað til einn
af vinum mínum sagði mér frá
Dodd’s Kidney Pills. Eg hefi nú
tekið úr fimm öskjum, og þær
hafa hjálpað mér mjög mikið. Eg
hefi mikið álit á Dodd’s Kidney
Pills, og mæli með þeim við alla,
sem eru gigtveikir.”
Ef þú ert gigtveikur, þá fáðu
þér öskju af Dodd’s Kidney Pills
hjá lyfsalanum strax í dag.
Dodd’s Kidney Pills eru nýrna-
meðal. Þær eru orðnar algengt
húsmeðal um alla Canada, vegna
þess að fólk hefir reynt þær og
þær hafa reynst vel.
verksmiðja og baSmullarverksmiSja
meS firnm hundruS vefstólum,
stýrSi einn maSúr hverjum tólf,
stoppuSu þeir sjálfir ef þráSur
slitnaÖi. JárnbrautarstöSin er mjög
síór, því þarna er aÖalumferðin á
milli meginlandsins og eyjanna.
Nú er byrjaS á aS byggja brú yfir
Llitla-Belti verSur þaS eitt af
stærstu brúarmannvirkjum verald-
arinnar. Þarna hittum viS tvo ís-
lendinga af tilviljun, annar þeirra
Ólafur GuSmundsson frá Álafossi
aS læra ullariSniað, hinn heitir
Benedikt GuSmundsson frá Reykja-
vík, var 'hann aS læra slátrun.
Klukkan. sex um daginn vorum viö
til staSar á þriSja biSsal járnbraut-
arstöSvarinnar, til aS mæta þar
hinum nýju ferSafélögum, sem voru
Jónas Kristjánsson og Steindór
Steindórsson báSir Eyfirðingar.
Jónas var aS læra mjólkurvinslu en
Steindór las viÖ hafnarháskóla.
Vorum viS fyrri til, en tæplega
vorum viS búnir að drekka kaffiÖ
þegar þeir komu, svo ekki var hægt
annaÖ aS segja en aS báSir væru
stundvísir.
Um kvöldiS fórum viS til fVæle
og fengum okkur gistingu þar á
Missíonshótelinu. Gengum viS út í
bæinn um kvöldiS til aS sjá okkur
um. Vorum viS Steindór aS spjalla
saman og gættum ekki aö fyr en
viS vorum búnir aS tapa af hinum
félögunum. Þótti okkur ekki taka
því aS eySa tima i aS leita þeirra,
fórum heldur inn á krá, sem viS
rákumst á og fengum okkur ‘viski-
sjús.’ , Þegar viS höfSum setiS
þarna góÖa stund var hurSin opnuS
og inn komu þeir Ragnar og Jónas
voru þeir þá farnir að leita okkar.
Þegar þeir sáu okkur þarna, varS
þeitn á aS blóta siSferSinu og töldu
þetta óefnilega af staS fariS, en
viS lyftum bara glösunum og sögS-
um skál og héldum áfram aS skemta
okkur viS aS horfa á veitingamann-
inn, sem var blár sem hel og digur
sent naut, er þaS sá feitasti náungi.
sem eg hefi séS, gjörsamlega aSdá-
anlega afmyndaSur af spiki.
Væle er snotur bær, eru þar 22
þúsund íbúar, svo þar g;étir litt
stórborgarbrags.
Frá Væli fórum viS til Horsens.
'SkoSuSum viS þar ný-reista gas-
verksmiSjtt. ÆtluSum viS aS heirn- ■
sækja prestinn ÞórS Tómasson, sem
lengi hefir veriS þar, en þá frétt-
um viS aS hann væri fyrir nókkru
fluttur út á sjáland. Frá Hlorsens
fórum viö til Skanderborgar, er
þaS fallegt þorp, liggur viS vatn
meS skógarhólma og víSast hvar
vel hirtir blómagarSar í kringum
íbúSarhúsin. SkoSuSum viS þar
gamla fallega kirkju, i turpi henn-
ar, sem er hár og veglegur var dá-
lítiS steinaldarsafn. Um kvöldiÖ
fórum viS til Árósa og gistum þar
í Missiónshóteli. Eru Árósar næst
stærsta borg í Danmörku, hefir 90-
þúsund íbúa, gaf þar aS líta mikinn
stórborgarbrag. Mér datt í hug, að
ef Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefSi
enn veriS á lifi, aS þá hefÖi eg nú
notiÖ þess aS þeir voru gamlir vin-
ir faSir minn og hann. ViS komum
seint um kvöldiö, svo viS urSum aS
geyma morgundeginum aS skoSa
borgina. Eftir sætan blund, fórum
viS aS skoSa hina frægu dómkirkju
borgarinnar, sem er sfærsta kirkja
Danmerkur. Var byrjaS aS byggja
hana laust fyrir tólf hundruÖ en var
ekki klárt fyr en eftir fimtán hundr-
uS, svo hún er þriggja alda verk.
Var hún upphaflega bygS í róm-
verskum stíl, en er nú sambland
af rómverskum og gotneskum stíl.
Efst uppi í turninn eru 150 hröpp-
ur. Eins og yfirleitt í Danmörkr
sáum viS þarna vel hirtan kirkju-
garS, fallegan meS trjágöngum og
miklu blómskrúSi.
, (Framh.)