Lögberg - 11.04.1929, Side 4
Bl3. 4.
LÖGBERG l'IMTUDAGINN 11. APRÍL 1929.
r"c
^ögticrg
Gefið út hvern fimludag af The Col-
umbia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Golumbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg” ia printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, 693 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
,30C=3»C
~n*w--------------------in<-----,n<----->n<---->nf
oc5
imtswmBmuBntiiiHniHiiaiiiiBiaHiiHi'aniHiiiaiiuBiiitHiMKiiH
Stjórnmálahorfur á Bretlandi
Fátt mun það vera í stjórnmálasögu brezku
þjóðarinnar, frá því er heimsstyrjöldinni miklu
lauk, er vakið hefir jafn-almenna athygli þar í
landi, sem loforð Mr. Lloyd George, um að ráða
fullkomna bót á þjóðarvandræðum þeim hin-
um miklu, er af atvinnuleysinu hafa stafað.
Lýsti hann vfir því í ræðu, að svo fremi að
stjórnmálaflo-kkur sá, er hann styðst við, það
er að segja frjálslyndi flokkurinn, kæmist til
valda, að afstöðnum næstu kosningum, skyldi
hver vinnufær maður, fá ákveðið verk til að
ganga að. Hét hann því, meðal annars, að láta
leggja nvja vegi um landið þvert og endilangt,
ásamt endurbótum á hinum eldri vegum.
Kva5st hann, með þeim hætti út af fvrir sig,
geta skapað atvinnu handa hálfri miljón
manna. Auk þess hét hann því, að stofna til
hinna og þessara nvjunga á sviði ræktunarmál-
anna, er liafa myndu í för með sér atvinnu fyr-
ir fólk, svo tugum þúsunda skifti.
Við síðustu kosningar á Bretlandi, stóðu
verðbréf frjálslvnda flokksins ekki sériega
hátt, og var því þá ærið alment spáð, að þess
myndi langt að bíða, að hann kæmi aftur til
sögunnar, svo nokkuð kvæði að, ef hann þá á
annað borð, ætti sér nokkum tíma uppreisnar-
von. En nú virðist vera að koma nokkuð ann-
að hljóð í strokkinn.
Eftir síðustu fregnunj ‘frá Bretlandi að
dæma, er víst orðið um það, að blaðafylgi Mr.
Lloyd George við kosningar þær, er nú fara í
hönd, hefir aukist til verulegra muna. Því til
sönnunar, nægir að benda á, að Rothmere blöð-
in, sem venjulegast hafa fylgt íhaldsflokknum
að málum, hafa nú ákveðið, að skipa sér undir
merki frjálslynda flokksins. Eru sum þeirra
næsta áhrifamikil.
Málsvarar íhaldsins og verkamannaflokks-
ins, skopast að stóryrðum Mr. Lloyd George
í sambandi við hina fvrirhuguðu úrlausn á
vandræðum þeim, sem frá atvinnuleysinu stafa,
en geta þó ekki annað en viðurkent, að minsta
kosti annað veifið, hve djarfhugsandi hann sé
og sannfærður um sigurmagn stefnuskrár
sinnar.
Frá pólitisku sjónarmiði séð, verður ekki
annað sagt, en að tillögur Mr. Lloyd George í
sambandi við umbætur á sviði atvinnumál-
anna, séu næsta merkar. Hann hefir ákveðnar
úrlausnartilraunir fram að bera, hvort sem þær
eru framkvæmanlegar að öllu leyti, eða ekki.
Sennilega líta ýmsir svo á, að þær séu nokkuð
draumkendar, og þess vegna muni nokkur vafi
leika á, hve hagkvæmilegar þær reynist. En
þrátt fyrir það, er þó betra að hafa einhverjar
umbótatilraunir fram að bjóða, en allsendis
engar.
Það er ekki við lambið að leika sér, þegar
um er að ræða úrlausn atvinnuleysisins á Bret-
landi. Mun það sanni næst, að enn gangi þar
hálf-önnur miljón manna auðum höndum. Það
er því engan veginp sennilegt, að nokkur einn
maður, hversu fær, sem hann annars er, fái
ráðið fram ixr slíkum feiknavandræðum í
skjótri svipan. Þó verður því eigi neitað, að
eins og sakir standa, virðist Lloyd George eini
stjórnmálamaður Breta, er eitthvað ákveðið
hefir fram að færa, — hinir virðast standa ráð-
þrota, treystandi því, að einhver ófyrirsjáan-
leg atvik muni greiða fram úr vandræðunum,
ef þeir fái völdin í sínar hendur.
íhaldsflokkurinn, undir forystu Mr. Stan-
ley Baldwins, hefir nú setið að völdum á Bret-
landi í fjögur ár, og notið eins hins mesta þing-
fylgis, sem þekst hefir í stjómmálasögu hinn-
ar brezku þjóðar. Hvað hefir honum áunnist,
allan þann tímaf Frá því er íhaldsstjórain tók
við völdum, hefir tala atvinnulausra manna á
Bretlandi, Ifremur farið -hækkandi, en það
gagngstæða, þrátt fyrir hátíðleg loforð og
sjálfshól frá ári til árs. Það þarf því enginn að
furða sig á, þó þjóðin sé orðin þreytt á því, að
láta alt hjakka í sama fari, og þrái einhverja
breytingu, sem munar um.
Verkamanna flokkurinn á ágætan foringja,
þar sem Ramsay MaeDonald er. En flokkur
sá virðist, sem stendur, hvergi nærri jafn sam-
stæður, sem hann hefir áður verið, og þess
vegna mun tæpast þurfa að gera ráð fyrir, að,
hann nái völdum, né heldur að hann geti beitt
sér eins röggsamlega, og hann annars mvndi
hafa gert.
Ýmsir hafa fundið Mr. Lloyd George það
til foráttu, að hanh væri síngjam augnabliks-
maður, er ekkert léti sér fyrir brjósti brenna,
ef um völd eða metorð væri að ræða, og hafa
t
þeir vafalaust þó nokkuð til síns máls. Hinu
verður samt eigi á móti mælt, að hann er at-
hafnamaður með afbrigðum, og hefir mörgu
góðu og þarflegu til vegar komið.
Lloyd George er hataður af móstöðumönnum
sínum, líklega flestum fremur, en fylgjendur
hans og vinir, líta upp til hans, sem nokkurs
konar dýrðlings. Hann er bardagahetja, er í
pólitiskum skilningi, hræðist hvorki eld né
reyk.
Fregnir frá Bretlandi, þessa síðustu daga,
benda allar í þá átt, að núverandi stjómar-
flokkur, undir forystu Mr. Baldwins, muni
tapa fjölda þingsæta, og það jafnvel svo mörg-
um, að hann verði í minni hluta, að afstöðnum
kosningum. Þó munu flestir nokkurn veginn á
eitt sáttir um það, að hann muni verða liðsterk-
astur á þingi. Litlar líkur eru til, að verkamanna
flokknum aukist fylgi, sem nokkra veralegu
nemur. Gróðinn hlýtur því að falla frjáls-
lynda flokknum í skaut, og eíu nú margir farn-
ir að spá því, að Mr. Lloyd George, verði næsti
stjómarformaður Bretlands hins mikla.
Fjárlögin í Manitobaþinginu
Fimtudaginn þann 4. þ. m., lagði Hon. John
Bracken, stjórnarformaður Manitoba-fylkis, er
jafnframt hefir á hendi fjármálaráðgjafa em-
bætti, fram fjárhagsáætlunina fyrir næsta fjár-
hagsár. Nema áætluð útgjöldi $13,748,671.76,
og bera fjárlög þessi með sér $694,311.44 tekju-
halla, er svarar því, sem fylkinu ber að greiða
í ellistyrk, samkvæmt lögum frá síðasta þingi.
Stærsti útgjaldaliður fjárhagsáætlunarinn-
ar, er sá, er að vegabótum lýtur, og nemur
hann $3,600,000.
Fylkisskuldin hefir á, síðasta ári aukist úm
$3,000,000, og virðist slíkt ískyggilega stór
upphæð. Nemur sknld sú, er fvlkið stendur í,
um þessar mundir, $77,050,659.90.
í ræðu sinni um fjárlagaframvarpið, lét
Mr. Bracken í ljós þá ósk sína og von, að þing-
menn legðust á eitt með það, að framfylgja
öllum hugsanlegum spamaði, öldungis án til-
lits til flokkslegrar afstöðu, því fjárhagur fylk-
isins varðaði, að sjálfsögðu, alla jafnt. Virt-
ist Mr. Bracken vongóður um það, að takast
mætti að finna í náinni framtíð, nýjar leiðir,
f járhag fylkisins til eflingar.
Sambandsþingið og friðarmálin
(Niðurlag af ræðu Mr. Lhorson’s.)
Á hvaða hátt helzt, getur canadiska þjóðin
orðið friðarmálum mannkynsins að liði ?. Eigi
hún að geta beitt áhrifum sínum að fullu í frið-
aráttina meðal þjóðanna, verður hún fyrst og
fremst að vera ein í þeirra tölu, og í því tilliti,
er henni stöðugt að vaxa fiskur um hrygg.
Hin canadiska þjóð, gerðist upp á eigin á-
byrgð, meðlimur Þjóðbandalagsins, og nú hef-
ir henni fallið sá heiður í skaut, að vera kosin
í framkvæmdarstjóm þeirrar þýðingarmiklu
stofnunar. Hún hefir einnig neytt réttar síns
í því, að komast að viðskiftasamningum upp á
eigin ábyrgð, við hinar ýmsu þjóðir, auk þess
sem hún nú hefir sína eigin sendiherra í höfuð-
borgum Bandaríkjanna, Frakklands og Japan.
Hafa sumar þessar þjóðir, þegar stofnað til
gagnkvæmra fulltrúa-sambanda við Ottawa, og
munu fleiri fara að fordæmi þeirra í náinni
framtíð. Canada er nú ómótmælanlega . orðin
að þjóð, með sérstökum þjóðareinkennum, er
öðlast hefir alþjóðaviðurkenningu. Fullkomn-
ustu sönnunina fyrir þessu, er þó vafalaust að
finna í viðurkenningu þeirra þjóða, er stofnað
hafa til fulltrúasambands við Canada.
Myndi nokkur í alvöru dirfast að neita því,
að embættisstarfsemi Mr. Massev rs í Washing-
ton, og Mr. Phillips í Ottawa, hafi á veralegan
hátt, stuðlað að gagnkvæmum skilningi og góð-
vild milli canadisku þjóðarinnar, og lýðveld-
isins sunnan landamæranna? Og eg held, að
mér sé óhætt að fullyrða, að hið sama megi
segja um afstöðu þjóðar vorrar til Frakklands
og Japan.
En hvemig svo helzt, sem á mál þetta er lit-
ið, þá verður því eigi á móti mælt, að nýmæli
þessi voru gerð í fullu samræmi við stefnu
Canada í utanríkismálunum, þá stefnu, er fyrst
og síðast hefir fyrir augum alþjóðafrið. Eg
efast ekki um, að til fieiri fulltrúasambanda
verði stofnað við erlendar þjóðir á næstunni, af
hálfu hinnar canadisku þjóðar, eftir þvj, sem
þörf krefur, stefnu hennar í friðarmálum
mannkynsins til fullkomnunar.
Stofnun sendiherra sambanda, sú, er gerð
hefir verið hér að framan að umtalsefni, hefir
sætt snarpri andspyrnu af hálfu hins virðulega
leiðtoga íhaldsflokksins, Mr. Bennetts. Lagð-
ist hann á síðas'ta þingi, einkum fast á móti
stofnun sendiherra embættis í Japan, og full-
yrti, að slíkt væri ekki annað en blekking, um
ímvndað, stjómarfarslegt sjálfstæði. Ekki get
, eg neitað því, að mér hefir reynst það töluvert
örðugt viðfangsefni, að gera mér grein fvrir
grandvelli ']>eim, sem aðfinslur hins háttvirta
íhaldsleiðtoga, eiga að vera bygðar á. Eg fékk
aldrei skilið það til hlítar, hvort hann átti við,
að ekki væri alt með feldu um hin opinberu
sendiherra sambönd vor, eða þjóðerai vort
sjálft. En út í það, skal þó ekki lengra farið að
sinni.
1 septembermánuði síðastliðnum, eða mán-
uði eftir að friðarsáttmálinn hafði verið und-
irskrifaður, flutti Mr. Rennett ræðu í félagi
íhaldsmanna í Winnipeg, og fóru blöðin eftir-
fylgjandi orðum um tölu hans:
“Hann lýsti yfir því, að í ríki, þar sem bæði
væri brezkir og canadiskir sendiherrar, myndi
sú skjóta úrlausn mála, sem Mr. Spender telur
sjálft meginatriðið í utanríkismálastefnu hverr-
ar þjóðar, bíða hnekki, eða óuppbætanlega töf.
Vitnaði hann einnig í það. að Napóleon hefhi
haldið því fram, að sendiherrar kæmu að engu
haldi, nema því aðeins, að þeir hefðu nægilegan
bakhjarl. ”
Það væri sennilega ekki úr vegi, að íhuga
stuttlega breytingar þær, er átt hafa sér stað,
hvaða Canada áhrærir á sviði utanríkismál-
anna, því með þeim hætti yrði vafalaust auð-
veldara að skilgreina aðfinslur íhaldsleiðtog-
ans, og svara þeim.
Eg þarf ekki að fara lengra til baka, en til
ársins 1911, er forsætisráðgjafi Breta, tilkynti
það fulltrúufn brezku samveldanna, og heimin-
um í heild, að ábyrgðin á samningum við aðrar
íþjóðir, meðferð utanríkismála, vemdun friðar
og yfirlýsing stríðs, hvíldi öll á stjóm Breta,
og væri því samveldunum, eða nýlendunum,
gersamlega óviðkomandi. Slík var kenningin
þá um miðstjórn hins brezka þjóðasambands.
Sú kenning var í beinni mótsetningu við vax-
andi sjálfstæðisþrá hlutaðeigandi undirþjóða,
og þess vegna hefir henni nú verið varpað fyr-
ir borð, að fullu og öllu. »
Mr. Adshead, þingmaður fyrir Austur-Cal-
gary:
“Var það Asquith stjórnarfonnaður, er
hér um ræðir ? ’ ’
Mr. Thorson: “Eg man það ekki fyrir víst. ”
Árið 1917, var réttur sambandsþjóðanna í
afskiftum af utanríkismálum, viðurkendur á
(þann hátt, að gamla miðstjórnarfyrirkomulag-
inu var rutt úr vegi, fyrir öðru nýrra og full-
fcomnara , þar sem ákveðið var, að sambands-
þjóðimar skyldu hafa tilsvarandi íhlutunar-
rétt í meðferð utanríkismála, við yfirríkið
sjálft.
Á samveldisstefnunni 1926, var tekin til yf-
irvegunar að nýju, spumingin um þátttöku
sambandsþjóðanna í meðferð utanríkismál-
anna. Var því þar haldið fram, að sambands-
þjóðir Breta, væra sjálfstæðar þjóðir, engu síð-
ur en Bretland sjálft, og að engu leyti réttlægri,
hvað innanlands, eða utanríkismál áhrærði.
Af þessu leiðir það, að stjóm Bretlands
getur nú ekki undir neinum kringumstæðum,
skipað fyrir um, hver skuli vera stefna hinnar
canadisku þjóðar, á sviði utanríkismálanna.
Hér eftir veitist stjórn Bretlands, að sjálf-
sögðu, langtum örðugra fyrir með að fara í
stríð, en á meðan að sjálfsagt þótti, að sam-
bandsþjóðirnar fylgdu þar að málum, skilyrð-
islauist. Breyting sú, er hér um ræðir, miðar
eigi aðeins til blessunar fyrir Bretland og
Canada, heldur og allar þjóðir í heild.
Hugtakið um “að vera viðbúinn vopna-
burði”, hefir nú, sem betur fer, tapað miklu af
sínu fyrra gildi. 1 þess stað, er rólegur um-
hugsunarfrestur, skoðaður ein allra fullkomn-
asta tryggingin fyrir varanlegum friði. Fyrir
slíku er gert ráð í sáttmála Þjóðbandalagsins,
og má hið sama segja um hinn nýja skilning,
eða hina nýju afstöðu sambandsþjóðanna
brezku, einnar til annarar.
Hinar ýmsu þjóðir heims hafa, sem kunn-
ugt er, beðið margt átakanlegt skipbrotið, sök-
um skjótráðins vopnaýiðbúnaðar. Myndi
lieimsfriðinum, oft og einatt, hafa verið betur
borgið, ef frestur hefði komið í stað flausturs.
Mr. Bennett: “Eg geng, út frá því sem
gefnu, að háttvirtur þingmaður (Mr. Thorson),
hafi látið sér skiljast, að íhuganir Mr. Spend-
ers lutu að því, að ef Bretland hefði þegar í
stað heitið Frakklandi öllu sínu fulltingi, myndi
styrjöldin mikla hafa orðið umflúin. ”
Mr. Thorson: Mér þykir vænt um að fá yf-
irlýsingu, sem þessa, frá hinum virðulega leið-
toga íhaldsflokksins, þótt eg á hinn bóginn verði
að telja hana, fylgi henni engin frekari skýr-
ing, öldungis ósamboðna, leiðtoga voldugs
stjórnmálaflokfcs.
Hin canadiska þjóð, hefir lýst yfir ein-
dregnu fylgi sínu við friðarstefnu mannkvns-
ins. Og með því að beita sjálfsákvörðunar-
rétti sínum, með tilliti til stríðs og friðar, fékk
hún, að öllum málavöxtum rannsökuðum, borg-
ið Norðurálfufriðnum 1922. Á eg hér við Cha-
nak tilfellið. Þar var það fresturinn, er að
haldi kom.
í meira en heila öld, hafa Bandaríkin og
Canada, skapað fagurt fordæmi, að því er það
áhrærir, að ráða ágreiningsefnum til lykta á
friðsamlegan hátt. Játað skal það, að eigi
varð úrlausnin ávalt á þanu veg, ér canadiska
þjóðin frekast hefði kosið. En hver myndi
halda því í alvöru fram, aðl viðunanleg úrslit
ágreiningsefna á friðsamlegan hátt, væri eigi
æskilegri en þau úrslit, sem styrjöldum og
stríði eru samfara?
i
Canadiska þjóðin elur engan ótta í brjósti,
sökum hugsanlegs, utanaðkomandi yfirgangs.
Og hún getur af eigin reynslu, metið réttilega
sanngildi friðarins. ' Staðhættir landsins eru
slíkir, og samsetning þjóðarinnar slík, að engin
þjóð stendur betur að vígi með það, að stuðla að
vingjamlegri sambúð þjóða á meðal, og knýja
almenningsálitið til óskifts fylgis við þær
stofnanir, stefnur og strauma, er í þjónustu
friðarmálanna starfa, með það tákmark eitt
fyrir augum, að sökkva hemaðarstefnu mann-
kynsins á fertugu dýpi.
Fundargerð Þjóðrœknis-
félagsins 1929
Var þá skýrsla lesin yfir kenslustarf í
íslenzku frá umferSakennurum dieildar,-
innar Frón. Haföi kenslan staðiS yfir
frá 15. nóvember 1938 til febfúarloka 1929.
87 börn nutu kenslunnar. Kennarar voru
Ragnar Stefánsson og Mrs. E. Sigurðsson.
Einnig var lesin skýrsla frá fjármálarit-
ara Fróns, GuSm. K. Jónatanssyni. Sam-
'kvæmt henni hefir félagatala deildarinnar
aukist um 85 á árinu; eru þvi nú alls 262
félagar í Frón. Deildin hefir fundi reglu-
lega, sem jafnaðarlegast eru vel sóttir
og góð skemtun er aS.
Skýrsla var og lesin frá deildinni Hörpu
í Winnipegosis viðvíkjandi starfi hennar
á árinu. Hafði deildin ráðið Jón Frið-
finsson tónskáld til söngkenslu í nokkra
mánuði, með ágætum árangri.
Lagöi Sigfús Halldórs frá Höfnum til
og Sigfús B. Benediktsson studdi, að þing-
iö greiddi Jóni FriÖfinnssyni þakklætis-
atkvæði fyrir störf hans í þarfir söng-
fræðslu á meða,l íslenzks æskulýðs. Var
það samiþykt með því að þingheimur stóð
á fætur.
Bóka9afnsmálið var næst á dagskrá.
Lagði Sigfús Halldórs frá Höfnum til og
Páll S. Pálsson studdi, að skipuð sé 3.
manna nefnd í málið. Samþykt. Þessir
voru kvaddir í nefndina: Halldór S.
Bardal, Jóhannes H. Húnfjörð, Þorsteinn
Guðmundsson. ,
Þá var íþróttamálið til ihugunar. Fyrir
hönd mijiþinganefndar í því máli, gaf Sig-
fús Halldórs frá Höfnumi þá skýringu, að
íþróttir væru nú mjög lítið stundaðar, og
þótti hafa skort fylgisöflum frá félags-
stjórninni, því enginn áhugi hefði nokk-
(Urntíma náðst né næðist með bréfaskrift-
um, en vonaðí að á því yrði ráðin einhver
’bót. Var málinu vísað til væntanlegrar
félagsstjórnar.
Lá Iþá fyrir stjórnarskrárbreytingar-
málið. Las forseti fyrir hönd félags-
stjórnar upp ibreytingar á stjórnarskrá fé-
lagsins er svo ihljóðuðu::
13. gr. ('Frh. við það sem fyrir erj:
Nú vi,ll einhver embœttismaður félags-
ins hætta við embætti sitt. Skal hann þá
tilkynna forseta það—eða varaforseta, sé
um forseta sjálfan að ræða — að hann
íhæitti störfum. Leggil hæðíi aðálmaður
og varamaður einhvers embættis niður
starf milli þinga, skal forseti skipa ein-
hvern annan errtbættismann til þess að
gegn því starfi til næsta þings.
20. gr.
Skuldlausir félagar, 18 ára eða eldri
hafa heimild’ til að greiða atkvæði á þing-
um, hafi þeir eigi afsalað sér þeim rétt-
indum samkvæmt 21. gr.
21 gr.
Nú æskir deild félagsins að einstakir
félagar, er eigi geta sótt þing, fái neytt
atkvæðisréttar síns. Skal þá félagsmönn-
um þessum heimilt að veita einhverjum
deildarfélaga skriflegt umboð til þess að
fara með atkvæði sín, enda hafi forseti og
skrifari deildarinnar staðfest umboðið
með undirskriftum sínum. Þó skal eng-
um fulltrúa leyfilegt að fara með fleiri
en 10 atkvæði samdeildarmanna. Atkvæði
þessi gilda aðeins fyrir deildir utan Win-
nipegborgar.
27. gr.
Félagið skal hafa félagsinnsigli, sem á-
valt skal vera í vörzlu skrifara.
öll skjöl er staðfest eru af félaginu,
skulu staðfest á þann hátt að þau séu
merkt með innsigli félagsins ásamt undir-
skriftum forseta og skrifara.
28. gr.
27. gr. verður 28. gr. Við hana bætist:
... ...og öðlast því aðeins gildi að náð
hafi þamþykt Ríkisritara Canada.
Þorsiteinn Guðmundlsson og Ásgeir I.
Blöndahl, voru ekki með ölju samþykkir
þessum stjórnarskrárbreytingum. Séra
Jónas Á. Sigurðsson gat um tillögu, er
samþykt hafði verið í deildinni Brúin í
, Selkirk og svo hefði hljóðað :
“Á fundi, sem haldinn var 5. febr. í
deildinni Brúin í Selkirk, var samþykt
þannig orðuð tillaga:
Deildin Brúin vill helzt að 21. gr. laga
félagsins um réttindi deilda, sé eins og
hún er, en sé henni breytt, þá sé lágmark
erindreka miðað við 25.
Önnur samþykt var að bjóða Þóðrækn-
isfélaginu að halda ársþing í Selkink 1930.
Jón Húnfjörð lagði til og Sigfús B.
Benediiktsson studdi, að 5 manna nefnd
sé skipuð í málið. Séra Jónas A. Sig-
urðsson, gerði ibreyitingartillögu og Þórð-
ur Bjarnason situddi,, að 7 manna nefnd
sé skipuð. Var breytingartillagan sam-
þykt og íþessir skipaðir í nefndina: Séra
Jónas A. Sigurðsson, Ásm. P. Jóhannsson,
Þorsteinn Guðmundsson, Halldór S. Bar-
dal, Ásgeir I. Blöndlahl, Þorsteinn J.
Gíslason, Bergþór E. Johnson.
Löggildingarmálinu lagði Barni Magn-
ússon til og Stefán Einarsson studdi, að
væri vísað til stórnarskrárbreytinga-nefnd-
ar. Samþykt.
Undir nýjum málum bar forseti upp til-
lögu frá félagsstjórninni um breytingu á
tilhögun í störfum embœttismanna o. fl.
Lagði Ásm. P. Jóhansson til og Árni
Eggertsson studdi, að skipuð sé 3 manna
nefnd í það mál. Samþykt. I nefndina
voru þessir skipaðir: Árni Eggertsson,
Páll S. Pálsson, Hjálmar Gislason.
Fundi frestað til kl. 8 að kveldi.
Þing kom aftur sarnan kl. 8 að kveldinu.
En með því að ákveðið hafði verið að
tvær ræður yrðu fluttar um kveldið voru
fundarstörf látin bíða. Atíra ræðuna
flutti séra Jónas A. Signrðsson. Að efni
til var hún öflug þjóðræknishvöt, en vék
um leið a ðdeilumálum þeim, er um hríð
hafa staðið yfir milli Þ jóðræknisfélagsins
og viSsra manna. Kvað ræðumaður ekki
auðvelt að sneiða með öl,lu hjá þeim mál-
um því við hintl myndi búist, að á þessum
stað óg tírna væri einhver grein fyrir þeim
gerð. Var í því efni málstaður Þjóð-
ræknisfélagsinjs röggsaimjega varinn1 og
mun vígfimi sú, er ræðumaður sýndi við1
það tækifæri, seint fyrnast þeim, er á
hlýddu. Að áheyrendum hafi þótt mjög
til um mælskúhæfni ræðumanns, ‘ má af
því ráða, að lófaiklapp kvað við upp aft-
ur og aftur um salinn undir r&ðunni.
Hina ræðuna flutti séra Jóhann P. Sól-
mundsson, fyrir hönd milliþinganefndar
fræðslumálanna. Var mál hans með af-
brigðum vel hugsað og ítarleg greinar-
gerð fyrir þjóðræknisafstöðu vorri, auk
þess er það var snjalt og skemtilega skrif-
að. Var honum þökkuð ræðan með því,
að þingheimur stóð á fætur.
Lýkijr hér með frásögninni af fyrsta
starfsdegi ársþingsins. Var ákveðið að
þingið kæmi aftur saman næsta dag kl. ,
10 að morgni.
Annar þingdagur Þjóðræknisfélagsins
hófst 28. febr. kl. 10 að morgni.
Fundargerð síðasta fundar lesin og
samþykt.
Þiingnefnd húsbyggingarmálsins lagði
fram svohljóðandi álit:
Nefndin sem skipuð var af þinginu til
þess að athuga húslbyggingarmálið, vill
láta í ljósi þá skoðun sina, að sjálfsagt sé
fyrir félagið að taka til vandlegrar yfir-
vegunar bendingu þá, sem kom fram í
ræðu forseta um samvinnu við aðrar nor-
rænar þjóðir í Vestur-Kanada um sam-
eiginlegt iheimili. Telur nefndin það hina
heppilegustu lausn á húsbyggingarmálinu,
ef sliik samvinna gæti tekist.
Að sjálfsögðu þyrfti slíkt mál langan og
mikinn undihbúning. En þar sem þær
raddir hafa heyrst, frá málsmetandi mönn-
um hinna þóðanna hér i bænum, að þær
myndu vera fúsar til að íhuga slíka sam-
vinnu, þá vill nefndin leggja áherzlu á,
að slikir sarftvinnu möguleikar verði rann-
sakaðir -sem bezt hið bráðasta. Rannsókn
slíks máls telur nefndin bezt ráðstafað
með því að fela málið væntanlegri stjórn-
arnefnd til meðferðar. Leggjum vér því
til, að málinu sé vísað til hennar, og hún
beðin að halda vakandi áhuga almennings
á málinu á árinu með ritgerðum, og ræð-
um á mannfundum, ef útlit sýnist verða
fyrir því, að málið sé með nokkuru móti
framkvæmanlegt á næstu árum.
Undirritaðir:
P. S. Pálsson, Arni Eggertsson,
P. K. Bjcurnason, bórður Bjarnason,
borgeir Jónsson.
Þorsteinn Guðmundsson lagði til og Jón
Stefánsson studdi, að nefndarálitið væri
sanrþykt. Var það einróma gert.
Þiá var lesið álit Tímaritsnefndar er var
á þessa leið:
“Til forseta og þings Þjóðræknisfélags-
ins:—Netnd sú, er skipuð hefir veríð til
þess að íhuga útgáfu Tímarits Þjóðrækn-
isfélagsins hefir komið sér saman um að
leggja til að útgáfu ritsins verði haldið
áfram með líku sniði og að undanförnu.
Hvað snertir þá skoðun, sem komið
hefir í ljós, að æskilegt sé, að nokkrum
hluta af rúmi ritsins verði varið til les-
máls handa börnum, þá er nefndin því ein-
dregið mótfallin, af því að hún telur, að
það myndi eigi ná tilgangi. Hinsvegar
lítur hún svo á, að full ástæða sé til að
halda úti riti fyrir allan þorra þeirra
manna, sem enn eru unnandi íslenzkum
málum og islenzkri tungtt, og verði það
með því móti að beztu gagni íslenzku
þjóðerni meðal Vestur-lslendinga, að leit-
ast ;sé við, að það rit hafi sem mest bók-
mentalegt gildi að geyma.
Ritið á að sjálfsögðu einnig að vera
lífið og sálin í öllum þjóðræknissamtök-
um Vestur-íslendinga og hlýtur að skoðast
málgagn Þijóðræknisfélagsins; þess vegna
telur nefndin einnig hyggilegast, að fylgt
verði tekinni reglu, að> síkuldlausir félagar
fái ritið ókeypis. Er þetta sama regla og
fylgt ihefir verið heima á íslandi í öllum
fé,lögum, er oss er kunnugt um, að gefi út
ársrit eða bækur. Enda væri sennilegast,
að til þess eins dragi, ef breyta ætti á-
kvæðum um þetta og fara að krefjast sér-
stakrar borgunar fyrir ritið, auk félags-
gjalds, að menn segðu sig, a. m. k. víða
úti á landinu, úr fél., til að geta haldið
ritið áfram, og myndi það því eigi bera
annan árangur en veikja félagið og áhuga
manna fyrir störfum þess til muna. Aftur
á móti þykir nefndinni sanngarnt, að á-
kveðið sé að setja utanfélagsmönnum
Tímarit Þ jóðræknisfélagsins eigi lægra en
$1.50 árganginn. Ennfremur leggur nefnd-
in til, að eldri árgangar Tímaritslns (I—
VIII sé seldir 25c árgangurinn og þetta
sé auglýst.
Þó að nefndin álíti það á allan hátt
mjög æskilegt, að ritið gæti komist út
oftar en einu sinni á ári, þá hyggur hún
að eigi verði tök á því að sinni meðan fé-
ilaginu vex eigi betur fiskur um hrygg.
Hvorttveggja er, að ritið yrði þá að stækka
að mun, svo að nokkuð yrði á þeirri til-
breytni að græða og myndi það þá auð-
vitað hækka útgáfukostnað allan mjög til-
finnanlega, og sömuleiðis hyggur nefndin,
að reynast myndi bæði örðugra og stór-
um fyrirhafnarmeira, að útvega ritinu
auglýsingar—en þær eru nú sem stendur
aðal tekjuliður ritsins.
Þessvegna leggur nefndin til að félags-
stjórninni sé lengnar í hendur allar frek-
ari framkvæmdir í þessu máli og ráði hún
ritstjóra, sem að sjálfsögðu hefir óbundn-
ar hendur með efnisval í ritið.
Á Þ jóðræknisþingi í Winnipeg, 27. febr.
1929.
B. B. Olson, A. I. Blóndalil,
Benjamín Kristjánsson,
Jónas A. Sigurðsson, Arni Eggertsson
Árni Eggertsson lagði til og Þorsteinn
J. Gísjason studdi, að álitið væri samþykt.'
Urðu allmiklar umræður urn álitið.
Sigfús Halldórs frá Höfnum fýsti að
heyra ástæðu nefndarinnar fyrir því, að
ritið skyldi ekki gert að ársfjórðungs- eða
misseris-riti.
B. B. Olson kvað útgáfukostnað því
aðallega i vegi. Hversu æskilegt sem
væri, að ritið væri sem tíðastur gestur ís-
lendinga, hefir kostnaðurinn hamlað því
í huga nefndarinnar. Annars mætti benda
á margt, er auka myndi útbreiðslu ritsins,
þar á meðal að það flytti sögur.
, Bjarni Magnússon kvað ýmsa annmarka
á‘ ritinu, og skemtilegar ritgerðir eins og
til dæmis þær, er eftir Pál Bjamason birt-
ust í því.
(Framh. í næsta blaði)