Lögberg - 11.04.1929, Page 5
LÖGBERG FíMTUDAGINN 11. APRÍL 1929.
BIb. 6.
1 melr en pnOjung aldar hafa
Dodd’s Kidney Pills verið viður
kendar rétta meðalið við bak-
verk, gigt, þvagteppu og mörgum
fleiri sjúkdómum. Fást hjá 811-
um lyfsölum, fyrir 50c. askjan
eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint
frá The Dodds Medicine Co., Ltd
Toronto, ef borgun fylgir.
Heimkoma
Vestur-Islendinga
Hér á dögunum skýrði frú Thor-
stína Jackson Walters Mgbl. frá
starfi sínu í þágu “sjálfboðanefnd •
arinnar” meðal Vestur-ísendinga,
er starfar að undirbúningi heim-
komunnar 1930. Et hún hingað
komin til þess aö sjá fyrir gististað
handa ferðafólkinu o. þessh.
Hún fer héðan aftur þ. 21. marz
áleiðis vestur.
“Sjálfboðanefnd” Vestur-fslend-
inga starfar í samb. við “Cunard
linuna.” í henni eru 19 menn, og
er Dr. B. J. Brandson forseti nefnd-
arinnar. Auk þess eiga þar sæti m.
a.: Hjálmar Bergman lögmaður,
Alb. Johnson ræðismaður, dr. Sig.
Júl. Jóhannesson, dr. Baldur Olson
og Einar P. Jónsson ritstjóri Lög-
bergs.
Ferðamannahópurinn k e m u r
hingað með einhverju af nýjustu og
beztu skipum Cunard línunnar. Er
búist við, að farþegar verði um 400
alt í alt, Vestur-íslendingar og ame-
riskir íslandsvinir. Sennilega verða
ferðamennirnir 6 — 8 vikur hér á
landi, uns skip kemur aftur að
sækja þá.
— Er nokkuð ráðið um gististaði
hér ?
— Nei, það er í óvissu ennþá.
Geir H. Zoega. stendur fyrir viðtök-
unum hér. Hefir hann tekið það
að sér samkvæmt beiðni frá ferða-
félagi Cooks.
En Cook-félagið og Cunard-
línan vinna að jafnaði saman.
Meðal þeirra gesta, sem koma í
hóp þessum má nefna fyrst og
fremst Vilhjálm Stefánsson, Leif
Magnússon, form. i “International
Bureau of Labor,” Sveinbjörn
Jónsson prófessor í lögum við há-
skólann í Illinois. Hánn hefir ný-
lega skrifað tvær bækur úm fsland,
um hið forna Alþingi, og löggjöf
íslendinga á lýðveldistimanum.
Ennfremur meðal íslandsvina pró-
fessor Craigie, próf. Benzon frá
YaJe-háskóla, sem mikið hefir skrif-
að um ísland, dr. Leach, stofnandi
“Scandinavian Foundation” o. m. fl.
Sérstakar ráðstafanir verða gerð-
ar til þess, að íslenzkar skemtanir
verði haldnar á ferðamannaskipi
Cunard linunnar, sem hingað kem -
ur, og íslenzkur matur verður þar
á borðum.
Að endingu lofaði frá Thorstína
mög hinar alúölegu viðtökur, sem
hún hefir hér fengið hjá Alþingis-
hátíðamefndinni.
—Morgunbl. 12. marz.
Frá Islandi.
Wér þarna westra—
Eitthvað hefir um þáð kvisast í
bænum að hálfgerð wandræði wæri
með wini wora að westan. Fyrst
kom Bildfell og sagði að allir kæmu
á sínum vegum, Thorstína væri
bara agent fyrir Cunardlínuna og
engir þjóðræknir menn kæmu á
hennar vegum. Jónas hélt Bíldfell
veislu og bauð honum landsspítal-
ana handa sinum mönnum. En svo
kom Thorstína ('Mrs. Emile Wal-
ters). Og hún sagði þveröfugt.
Þau hefðu bæði “rekrúterað,” Mr.
Bildfell og hún og þar sem Mr.
Bíldfell hefði fengið 8 gesti, þar
hefði hún fengið 30. Mr. Bíldfell
væri agent fyrir C.P.R. (Canadian
Pacific Railway) og það væri ó-
viðeigandi að ætla sínum gestum
lakari accommodation en hinum
En þá varð Jónas öskuvondur og
heimtaði að Mrs. Walters þThor-
stína) talaði hreina íslenzku. Og
hún heimtaði þá kort og gott hálf-
an landspitalann handa sínum gest-
um.
Dómsdagur.
Ó-já, 1930. Dómsdagur, sagði
Guðmundur Finnbogason, útlend-
ingatlekur og orðudingl, þrir rign-
ingardágar á Þingvöllum, Magnús
Torfason forseti sameinaðs þings,
Jónas með sultardropa á nefinu:
Mussolini og aðrir tignir gestir
skjálfandi ein? og hundar, hafís
fyrir Norðurlandi, fiskileysi, eldgos
og drepsóttir, enginn til að vinna
nokkurt verk, Westur-Í^lendingar
skirpandi tyggigúmmi hvorif á aðra,
bílaslys og hverskyns bágindi. Jú,
það er huggulegt. En Tryggvi seg-
ir það kosti ekkert og það er þó bót
í máli. En meðal annara orða, hefir
nokkurn tima verið ákveðið að halda
þessa hátíð? Hvar stendur það
skrifað?
Þetta var nú æðilangur útúrdúr.
En þó þarf að minnast á þetta mál,
og má furða heita, hve alþýða manna
er tómlát i þessu efni.
—Vörður, 16. marz.
Opið bréf
til S. H. frá Höfnum.
Herra ritstjóri Heimskringlu.
Af þeim ástæðum fyrst og
fremst, hvað austrið er langt frá
vestrinu og fundum okkar ber því
svo sjaldan saman, þá tek eg nú
það ráð, að senda þér fáeinar lín-
ur, sem aðallega verða fréttir, er
eg bið þig að birta í þínu heiðr-
aða blaði. Því, þó Hkr. sé nú
að mestu kirkjublað, en þessar
fréttir engin guðfræði, þá hefi eg
tekið eftir því, að margt kempr í
Hkr., sem lítið guðfræðisbragð er
að — og eigi sízt frá þér, hvað
sem segja skal um Laxness okkar
— eina kaþólíkann, sem eg man
eftir að mér þyki nokkuð vænt
um.
Yér, nágrannarnir þarna aust-
ur á strætunum, lítum helzt hýr-
um augum til þín, þegar um óld-
ungis veraldleg mál er að ræða.
Vér elskum heiminn og alt sem
í honum er, og peningana líka,
ef vér næðum í þá — og unnum
lífi voru á þessari jörð í hlutföll-
um við það hvað frjálst það er.
Svo er nú mál með vexti, nafni
minn, að Málfundafélagið,— sem
þú veizt að er til — og heldur
fundi hvern drottins dag, til þess
að vera sem minst 1 vegi fyrir
öðrum, aðra daga vikunnar. Og
sd. þann 24. síðastl. mán. komum
vér saman, eins og að vanda, til
að ræða um mannréttindamál. Og
í þetta sinn var B. Magnússon
framsögumaður í málefni því,
er auglýst var í blaði þínu:
“Hvers vegna bauð ísland ekki
Rússlandi á þúsund ára þingsaf-
mælishátíð íslands 1930?” —
Björn Magnússon flutti erindi
sitt mjög skörulega og rökstuddi
vel athugsemdir sínar. Var mál-
ið rætt af kappi, og af mörgum.
Var aðeins einn maður verulega
gagnstækðrar skoðunar.
En vér urðum fyrir þeim
heiðri, að fá góðan gest á fund-
inn. Var það hr. Jón Bíldfell,
formaður Heimfararnefndarinn-
ar, og eimskipafélags þjónn.
Buðum vér honum að tala og
þáði hann það með gleði. Talaði
hann all-langt og snjalt erindi.,
Þú veizt hvað tölugur hann er,
hann Jón. Þótti honum vér fær-
ast stórt í fang, að “krítisera”
gjörðir heillar konungsstjórnar,
og þótti sumir af oss tala fremur
gapalega. Hann sagði, að það
hrygði sig, að heyra menn tala
svona blátt áfram. Það þyrfti að
fara varlega nÚ á þessum siðustu
og verstu dögum, og eins og Pét-
ur skáld Sigurðsson myndi segja,
þar sem dómsdagur væri í nánd.
Fann hann núverandi stjórn ís-
lands margt til foráttu — og lá
þá við sjálft, að hann gleymdi
sjálfur varkárninni; — hann
setti hörmungardrætti á andlit-
ið, þegar hann nefndi Jónas frá
Hjriflu. Svo sló ögn út í fyrir
honum; hann fór að tala.um verk-
fallið og fiskibátana, sem hefðu
legið bundnir við bryggjuna eins
og galeiðuþrælar. Sá hann ekki,
hvar slík ósköp myndu lenda.
Gaf hann oss fyllilega í skyn, að
þá myndi vera næst skapi þessa
alræmda Jónasar, sem hann sagði
að einn sjórnaði íslandi, — að
taka dallana af þeim ríku, sem
væru í svo afar-erfiðum kringum-
stæðum og ættu svo ósköp bágt.
Hann v i s s i, að þeir gætu ekki
borgað hærra kaup, hvað hjart-
ans fegnir sem þeir vildu, því
ekki vantaði hjartagæzkuna —
og þarna stæði hnífurinn í
kúnni.
En — ef nú Jónas þessi tæki
dallana af þeim aumu, ríku, hvað
ætlaði hann þá að gera með þá?
Hvernig í ósköpunum gæti landið
haldið þeim út? Bláfátækt land-
ið, kafið í skuldum 0g sköttum og
alt á leið í “grænan sjó”. Hann
sá ekkert nema gjör-eyðileggingu
þjóðarinnar, ef þessi voða-stjórn
ihéldi lengi völdum. Og svo þess-
Jir bo—bo—bols—ar í Reykjavík,—-
Hrottinn dýr. Harðsvíraðir, sam-
vizkulausir harðlstjórar; m,isk-
unnaralusir við þá aumu, ríku.
TENDERS FOR COAL
SEALED tenders addressed to the Pur-
chasing Agent, Department of Pub-
lic works, Ottawa, will be received at
his office until 12 o’clock noon (day-
light saving),Wednesday, May 1, 1929,
for the supply of coal for the Dominion
Buildings and Experimental Farms and
Stations, throughout the Province of
Manitoba, Saskatchewan, Alberta and
British Columbia
Forms of tender with specifications
and conditions attached can be obtained
from G. W. Dawson, Chief Purchasing
Agent, Department of Publlc Works,
Ottawa; H. E. Matthews, District Res-
ident Architect, Winnipeg, Man.; G. J.
Stephenson, District Resident Archi-
tect, Regina Sask.; Chas. Sellens, Dis-
trict Resident Architect, Calgary, Alta.;
and J. G. Brown, District Resident
Architect, Victoria, B.C.
Tenders will not be considered unless
made on the above mentioned forms.
The right to demand from the suc-
cessful tenderer a deposit, not exceed-
ing 10 per cent. of the amount of the
tender, to secure the proper fulfilment
of the contract, is reserved.
By order,
S. E. O'BRIEN,
Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa, April 5, 1929.
Þeir skildu náttúrlega ekkert í
vísindalegri hagfræði. Og þess-
ara manna vinur myndi Jónas
vera, — það væri svo sem auð-
séð.
Að endingu benti hann á, að
utanríkisráði Dana myndi um að
kenna, að Rússlandi var ekki boð-
ið. Því í raun og veru var hann
að blaka af stjórn íslands í þessu
máli og með sinni alkunnu rðk--
fimi kom því óviljandi upp, að
verkamanna hatur lægi til grund-
vallar fyrir þessu hneyksli. En
reyndi að breiða ofanyfir það,
með því að kenna utanríkisráðu-
neyti Dana um þetta hneyksli.
Svo, eftir alt, þá áttu þó íslenzk
stjórnarvöld einn talsmann í
Vesturheimi. Og því ekki það? —
þjóðrækinn starfsmann voldugs
járnbrautarfélags I
Vér, fundarmenn, sem ekkert
erum nema auðmýktin og undir-
gefnin, urðum nærri að blávatni
af tómri viðkvæmni. Fluttum vér
margar ræður og hjartnæmar og
lofuðum því, að verða komnir á
Þingvöll kl. 6 að morgni þess 24.
júní, án nokkurs stjórnarstyrks,
hvort sem það rignir, eða rignir
ekki.
Að endingu samþyktum vér svo-
látandi tillögu:
“Fundurinn lýsir óánægju sinni
yfir því, að hlutaðeigandi stjórn-
arvöld tslands skyldu ekki bjóða
Rússlandi að senda fulltrúa á þús-
und ára þingsafmæli tslands
1930.”
Jæja, nafni minn sæll. Þetta
er nú víst orðið nógu langt bréf
í bráðina. Eg máske sendi þér
línu síðar, ef eitthvað ber til
tíðinda.
En hvernig líkuðu þér “Þjóð-
ræknisrímurnar” er eg sendi þér
fyrir nokkru ?
Vertu svo í eilífri náðinni, og
dreymi þig vel þarna sunnan
undir kirkjuveggnum í Blöndu-
hlíð.
Þinn,
S. B. Benedictson.
SIGURGEIRI SIGVALDASYNI
svarað í sama tón.
Aumingi, sem ekki kann
orð í rökum sönnum,
flaggar nú með flórspaðann
fyrir spenamönnum.
Ekki er nýtt þó einn og tveir
eldiskálfar bauli,
samt er þessi Sigurgeir
sýnu mestur auli.
Eintómri á illgirni
ekki þrifist getur, —\
þennan mann á þjóðrækni
þyrfti að fóðra betur.
Norðri.
BARNAGIFTINGAR.
lEfri deild brezka þingsins (lá-
varðadeildin) hefir nýlega sam-
þykt frumvarp til laga, sem bann-
ar fólki innan 16 ára aldurs að
gifta sig. Var það Buchmaster
lávarður, sem frumvarpið flutti.
— Sagði hann í framsöguræðu, að
eins og löggjöf Breta hefði verið
háttað, þá hefði ekkert verið því
til fyrirstöðu, að 12 ára stúlka og
14 ára piltur giftu sig. Þetta
kvað hann ekki ná nokkurri átt
að láta viðgangast. 'Salisbury lá-
varður, er talaði í málinu fyrir
hönd stjórnaripnar, sagði, að
seinustu 12 árin hefðu farið fram
318 brúðkaup, þar sem brúðhjón-
in hefðu verið yngri en 15 ára;
28 brúðkaup, þar sem brúðhjónin
voru 14 ára, og 8 brúðkaup, þar
sem brúðhjón voru 13 ára. Kvað
hann nauðsyn til bera, að banna
giftingar barna.—Lesb. Mgbl.
SOLVEIG EYSTEINSDÓTTIR
HANNESSON.
Sólveig fæddist 25. febr. 1868
að Arnbjarnarlæk í Þverárhlíð.
Þar bjuggu foreldrar hennar, Ey-
steinn Halldórsson og Hallgerður
Jónsdóttir, rausnarbúi. Af sex
dœtrum þeirra dóu þrjár í æsku,
en ein, Helga að nafni, býr í Eski-
holti í Borgarfirði. önnur, Þor-
gerður, gift Jóni Magnússyni, er
ný flutt frá Winnipeg til Los
Angeles, Calif.
Er S. var sex ára fluttust for-
eldri hennar vestur í Miðdal í
Dalasýslu. ólst hún þar upp. En
tvítug ferhún, 1888, og Þorgerð-
ur systir hennar, vestur um haf.
Árlangt dvöldu þær í New Jersey,
en fluttust þá til Winnipeg. Þar
giftist S. 24. júní 1893, Jóni M.
Hannessyni. Jón var ekkjumað-
ur. Tók S. að sér börn hans tvð
í æsku og reyndist þeim jafnan
hin beztá móðir. Eru þau Jór-
unn, gift Steinbach í Vancouver,
B. C., og ólafur Guðmundur
Hannesson í Selkirk, Man.
Börn þeirra Jóns og Solveigar
eru 7, öll sérlega mannvænleg:
1. Guðlina, gift R. Coffron, bú-
sett suður í Miohigan.
2. Eygerður, kenslukona vest-
ur í Saskatchewan.
3. Kristín Ólöf, gift J. N. Ly-
erly, kongregational presti suður
í Iowa.
4. Hannes, spítalalæknir í Lund-
únum á Englandi.
5. Eysteinn Haraldur. 6. Þór-
ey Ingiríður. 7. Kristján Mikael,
öll í föðurgarði.
Jón og Solveig bjuggu nálægt
16 ára tíma í Winnipeg, en ávalt
sían í Selkirk, nær 26 árum.
Eg kyntist Solveigu síðasta æfi-
árið. Var hún þá orðin sjúk.
Verður mér sú viðkynning og vin-
átta minnistæð. Eg hefi þekt
margar íslenzkar konur og mæð-
ur, er átt hafa hið bezta í eðli
kristinna manna. í þeim hóp var
S. framarlega. Að ytri ásýndum
var hún orðin öldruð og mjög
sjúk. Þó fylgdi henni kvenleg
tign og óvenjulega gáfnalegt
augnaráð. Rósemi andans, víð-
sýni hugarfarsins og trúarlíf, sem
grimmur dauðinn, er hún vissi
vel að sat um líf sitt, gat ekki
ógnað, — átti hún í ríkum mæli.
Hún var hugrakkari hetjunum, er
sögurnar lofsyngja. Og eftir því
var þýðleiki hennar. Sálarlíf Sol-
veigar minti mig á íslenzkan vor-
blæ. Og þessi fágæta gjöf entist
henni alla árstíð æfinnar inn í
vetrarríki dauðans.
Ung lærði S. að yrkja ljóð, en
yngri lærði hún að trúa og biðja.
En ljóðagerðin var sál hennar
svalalind. Og nátengd henni er
ættjarðarástin. 'Dásamlegt tel eg
það, og einkennilegt við íslend-
inga, að útlend og efnafá kona, er
annast uppeldi 9 barna sem fyrstu
skyldur, yrkir jafnframt ljóð um
ýms fjarskyld viðfangsefni manns-
andans. Og hún heldur áfram að
yrkja fram í andlátið. Undir hið
síðasta kveður hún um “Brot-
hljóð” í æfifarinu, þar sem það
er að verjast í skerjagarði dauð-
ans rétt við lendinguna. Fagn-
andi kveður hún um heimkomuna,
sem útlendingur er heim snýr úr
útlegð til föðurhúsanna. Hér var
því um óvenjulegt hugrekki,
hjartakosti og andríki að ræða.
Þó leið hún — lengi og þung-
lega. Hún bar einn hinn þyngsta
þjáninga-kross, sem lagður er á
mannlegt hold:
“Vor jarðlífsins kjör eru köld
bæði’ og hörð,
vor kjör eru að sakna og þreyja;
en eitt er þó sárast af öllu á jörð,
hve érfitt er stundum að deyja.”
Óskaði eg þess, er eg horfði á
hugrekki þessarar koou, að allir
trúveikir menn hefðu átt þess
kost, að sjá hjá henni hvers
virði kristin trú er í dauðanum.
Þá held eg að allir menn myndu
trúa, — allir.
Af eigin þekking get eg fátt
sagt um S. sem húsfreyju, konu
og móður. En eg get ekki hugsað
um hana nema sem frábærlega
ástúðlega, ræktarfulla og góða á
öllum sviðum lífsins.
Hún ráðstafaði för sinni úr
heiminum, kvaddi mann sinn og
börn, þennan frábæra ástvinahóp,
með sömu ró sem hún væri að
ráðstafa einhverju starfi dagsins.
Solveig andaðist 21. des. 1928,
og skorti þá rúman mánuð í 61 ár.
Útförin fór fram í Selkirk, frá
heimilinu og kirkjunni, annan dag
jóla. En hún var jarðsett í
Winnipeg.
Ekkjumaðurinn og börnin þakka
hér með alla vináttu og hluttekn-
ingu auðsönda í sjúknaði og and-
láti Solveigar sál., en sérstaklega
er hér þökkuð hjástoð þeirra hús-
frunna Guðrúnar Jónson, Elínar
Evans og Ingiríðar ólafsson, er
um háa tíð voru tryggar vinkonur
hinnar látnu.
J. A. S.
Canada framtíðarlandið
Fyrir meir en hundrað árum
ræktuðu þjónar Northwest félags-
ins bygg, jarðepli og margvís-
legar tegundir garðávaxta, með
hinum bezta árangri, skamt frá
Dunvegan. Nú eru allar hinar
algengu tegundir korns ræktaðar
á stöðum þessum.
Dunvegan er í raun og veru
gömul verzlunar bækistöð Hud-
ons Bay félagsins. Bærinn ligg-
ur norðan megin Peace árinnar,
um sextíu mílur frá Peace River
bænum, en vegalengd þaðan til
Spirit River með járnbraut, nem-
ur rúmum átján mílum. Dalurinn
er þar all-þröngur og um 800 feta
djúpur. Ferja er á ánni, rétt við
þjóðveginn, sem notuð er jafnt og
þétt þar til ána leggur að haust-
inu til.
Sunnnan verðu árinnar er skóg-
lendi allmikið, en svo má heita,
að bakkarnir að norðan verðu séu
eggsléttir, Þegar Edmonton, Dun-
vegan og British Columbia brautin
var fyrst mæld út, var gert ráð
fyrir því, að Dunvegan yrði ein
meginstöðin og var ekkert til
sparað, að auglýsa afstöðu bæj-
arstæðisins, sem allra bezt og að
benda á hin mörgu og góðu skil-
yrði, sem þar væru fyrir hendi.
En þegar til framkvæmdanna
kom, varð niðurstaðan sú, að iðn-
aðarstöðvarnar voru flestar stofn-
settar hér og þar um slétturnar,
en dalurinn var að nokkru leyti
settur hjá.
í norður frá Dunvegan, má svo
að orði kveða, að hvert landflfmi
sé öðru betra. Enda er þar að
finna sum allra fegurstu og blóm-
legustu býlin í fylkinu. Sam-
göngutæki eru þar hin ákjósan-
legustu og símalínur tengja borg
við borg og sveit við sveit. —
Merkustu staðir í grend við Dun-
vegan eru: Waterhole, Vanrea,
Friedenstall og Blusky. Fegurri
býli finnast ekki í öllu fylkinu, j
en í kring um þessi þorp.
Spirit River héraðið er ekki í
stórt um sig, en landkostir eru
þar góðir. Fyr á tímum ferðuð-
ust menn frá Edmonton til Spirit
River, um Peace River, Crossing
og Dunvegan akveginn, eða rétt-
ara sagt eftir brautinni, sem lá
frá Dunvegan til Saskatoon-
vatnsins. Selstöðukaupmennirnir
höfðu þar margar stöðvar fyr á
árum og keyptu ósköpin öll af
grávöru. Árið 1907 voru svæði
þessi öll nákvæmlega mæld og
tveim árum síðar höfðu bygðirn-
ar fengið fjölda nýbyggjara. —
Allar tegundir korns þroskast á
svæðum þessum, svo og garðá-
vextir. Landið er nokkurs konar
háslétta, sem liggur 2,406 fet fyr-
ir ofan sjávarmál. Hinir hlýju
“Chinook” vindar, hafa mikil á-
hrif á veðráttufarið, sem og á
jarðargróða allan.
Bærinn Spirit River er nokk-
urs konar miðstöð Edmonton,
Dunvegan og British Columbia
járnbrautarinnar. Þar er að finna
stórar nýtizku kornhlöður, er
gera bændum hægt með að koma
korni sínu fyrir. Vöruflutninga-
bílar ganga jafnt og þétt milli
Peace River, Dunvegan og Spirit
River, svo og milli Spirit River og
Grande Pirairie. Allstaðar á
þessum svæðum eru landkostir
hinir beztu.
Grande River héraðið er ungt,
tók í raun og veru ekki að byggj-
ast til muna fyr en fyrir eitthvað
10 árum eða svo. En nú getur
þar að líta fögur og frjósöm bygð-
arlög. í bæ þessum hefir Dom-
inion Land og Crown Timber
skrifstofan bækistöð sína fyrir
Grande Prairie umdæmið.
T
CUNARD LINE
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs,
Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til
og frá Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferð-
ast með þessari línu, er það, hve
þægilegt er að koma við í Lon-
don, stæretu borg heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg,
fyrir Norðurlönd. Skrifstofu-
stjórinn er Mr. Carl Jacobsen>
sem útvegar bændum íslenzkt
vinnufólk vinnumenn *g vinnu-
konur, eða heilar fjölskyldur. —
Það fer vel um frændur yðar og
vini, ef þeir koma til Canada með
Cunard línunni.
Skrifið á yðar eigin máli, eftir
upplýsingum og sendið bréfin á
þann stað, sem gefinn er hér að
neðan.
Öllum fyrirspurnum svarað fljótt
cg yður að kostnaðarlausu.
10053 Jasper Are.
EDMONTON
100 Plnder Block
SASKATOON
401 LaucaAter Bldg:.,
CALGARY
270 Maln St.
VVINNIPEG, Man.
Cor. Bay & Welllnftton Sts.
TORONTO, Ont.
230 Hospltal St.
MONTREAL, Que.
Um 14 mílur vestur af Grande,
Prairie, liggur þorpið Lake Sas-
katoon, samnefnt vatninu, er það
stendur við. Þar er orðið mikið
um verzlun, enda er landið um-
hverfis hið frjósamasta. Póst-
hús er í þorpinu, svo og símastöð,
skólar og kirkjur.
Um 19 milur vestur frá Grande
rairie, liggur Bear Lake. Korn-
ræktin er komin þar á hátt stig,
svo og garðrækt.
Dalirnir, sem Smoky og Wapiti
árnar falla eftir, eru mjög auð-
ugir að skógi; eru beitilönd þar
hin allra beztu, er hugsast geta.
Clairmont og Sexmith eru og
snotur smáþorp, er liggja við
megin járnbrautina. Af öðrum
stöðum má nefna Kleskan Hill og
Glen Leslie, er liggur á milli
Grande Prairie stöðvarinnar og
Beezanson; enn fremur Splitfire
Lake, Niobe, Hermit Lake, Val-
salla, Hythe, Beaverlodge og Hol-
court, er liggja í vesturjaðri hér-
aðsins.
Við Beaverlodge hefir landbún-
aðardeild sambandsstjórnarinn-
ar tilraunabú, sem orðið hefir
bændum að miklu liði. Hveiti-
rækt er þar mikil, og garðrækt í
fullum blóma.
PAFARÍKIÐ NÝJA.
Landamæri páfaríkisins, “Citta
Vaticano”, hafa nú verið mæld og
merkt og er alt ríki páfa 41 hekt-
ar eða tæplega ferkílómeter að
flatarmáli. Verður það minsta
ríkið í Evrópu. Monaco er 21.6
ferkílóm. og eru þar 23 þús. íbúar,
San Marino er 59 ferkílóm. og í-
búar alls 11 þús. Andorra er 452
ferkílóm. og íbúar 6660. ‘‘Citta
Vaticano” verður þýí minsta ríki
álfunnar, en jafnframt auðugasta
ríkið.—Lesb. Mgbl.
- MARTIN 0 CO. ■■
V0RFATNAÐAR SALA
Enn á ný gefum vér yður tækifæri
til að kaupa yðar vorfatnað á vorum
HÆGU BORGUNARSKILMÁLUM
20
VIKUR
til að borga
afganginn
jafnframt og
þérnotið fötin
YFIRHAFNIR
Síðasta gerð og bezta efni
$15.75 til $55.00
ALFATNADIR
Sérlega laglegir og vel geiðir
$19.75 til $35.00
KJÓLAR
Mörg hundruð r að velja
$12.75 til $29*50
ALFATNADIR
af beztu gerð
$24.75 til $49.50
V ORYFIRH AFNIR
Tweeds, Barrymores, Gabardines
$19.75 til $35.00
Búðin opin á laugardagskveldum til kL 10
MARTIN & CO.
Easy Payment Plan
Á öðru gólfi í Winnipeg Piano Bldg. Portage og Hargrave
L. Harland, ráðsmaður.