Lögberg - 11.04.1929, Síða 8
Bls. 8.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 11. APRÍL 1929.
Robin Hood hveitimjölið
gerir meira og betra brauð
heldur en annað hveiti-
mjöl.
RobinHood
FIiOUR
t»--------
I
Ur bœnum
Laugardaginn 7. apríl voru þau
Thomas Wylie og Steina Eyjólfs-
son, bæði til heimilis í Winnipeg,
gefin saman í hjónaband, af séra
Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lip-
ton St.
Tvær af starfsdeildum kvenfé-
lags Fyrsta lút. safnaðar ætla að
hafa útsölu á heimatilbúnum mat
í samkomusal kirkjunnar á föstu-
daginn kemur, 12. þ. m. Fer sal-
an fram bæði seinni part dagsins
og að kveldinu. Sömuleiðis selja
konurnar þar kaffi og aðrar veit-
ingar, sem því fylgja. Hafa kon-
urnar búið sig undir mikla sölu
og vonast eftir mörgum gestum.
Jóns Sigurðssonar félagið held-
ur sinn næsta mánaðarfund á
á föstudaginn hinn 12. þ.m., kl. 8
að kveldinu, að heimili Mrs. Borg-
fjörð, 832 Broadway.
Mrs. W. Nordal, Selkirk, Man.,
var á sunnudaginn var flutt á Al-
menna sjúkrahúsið hér í'borginni.
Er búist við að uppskurður verði
gerður á henni mjög bráðlega.
Dr. B. J. Brandson stundar hana.
Hinn 3. þ.m. andaðist að heim-
ili sínu hér í borginni, Mrs. Rósa
Dalman, ekkja Jónasar heitins
Dalmans. Áttu þau hjón lengi
heima hér í borginni, én síðar á
Gimli. Eftir að maður hennar
dó, var *hún hér hjá börnum sín-
um. Hún var á sjötugasta árinu,
þegar hún lézt. Ættuð var hún
úr Mývatnssveit í Þingeyjarsýslu
og voru foreldrar hennnar Mar-
teinn Guðlaugsson og Sigríður
Guðmundsdóttir. Jarðarförin fór
fram frá útfararstofu A. S. Bar-
dals hinn 5. þ. m. Séra Rögnv.
Pétursson jarðsöng.
Messuboð, 14. apríl.—Wynyard
kl. 2 e.h.; Mozart , kl. 5.30 e. h.
Efni: “Er nokkurt annað líf til?’’
Fermingar uppfræðsla: Wynyard
12. apr. kl. 5, Kandahar 13. apr.
kl. 2. Vinsaml. C. J. 0.
Halldór Daníelsson, fyrrum þing-
maður fyrir Mýra og Borgarfjarð-
arsýslur, andaðist á Betel á Gimli
þann 4. apríl, kl. 1 e. h.
Vinnukona óskast. Mrs. L. J.
Hallgrímsson, 548 Agnes St. Sími
33 949.
Gefið að Betel í marz.
Mrs. J. Stefánsson, Elfros $3.00
Hafst. Jónsson, Riverton.... 1000
U.F.W, Minerva, Gimli...... 50.00
Mrs. Stgr. Johnson, Kandahar, 10
pund af hreinni ull.
í minningu um Guðmund Hjálms-
sn, Blaine, Wash., frá Mrs. Krist-
ínu Johnson................ $5.00
Mrs. Gúst. Anderson, Pikes
Peak, Sask. (áheit) ...... 5.00
Frá G. S., Winnipeg ........ 5.00
Fyrir þetta er þakkað.
J. Jóhannesson, féh.
675 McDermt Ave., Winnipeg.
WONDERLAND.
Richard Dix og Ruth Elder leika
aðal hlutverkin í Ieiknum “Moran
of the Marines”, sem Wonderland
leikhúsið sýnir síðustu þrjá dag-
ana af þessari viku, en það eru
líka margir fleiri, sem þátt taka
í leiknum og sýna hið mesta á-
ræði og hugrekki. Ruth Elder er
mikil æfintýrakona.
Fyrstu þrjá dagana af næstu
viku sýnir leikhúsið myndina
“Lilac Time”, fjöruga og skemti-
lega mynd, þar sem hin fræga
leikkona, Colleen Moore og ýmsir
fleiri ágætir leikarar sýna list
sína.
Forstöðunefnd íþróttafélagsins
Sleipnis, sem kosin var í maímán-
uði 1928, gerði það sem í hennar
valdi stóð til að halda uppi lík-
amsæfingum og íþróttum og efla
félagið sem bezt hún gat. En á-
hugi félagsmanna o& annara ís-
lendinga hér í borginni fyrir
þessu máli, reyndist ekki meiri
en svo, að félagið varð að hætta
störfum 1. desember 1929, og hef-
ir það ekki verið starfandi síðan.
Nú hefir nefndin boðað til fúnd-
ar í Good Templara húinu kl. 8 á
fötudagkveldið, hinn 12. þ.m. og
vonar nefndin að hann verði vel
óttur og einhver góð ráð fundin
til þess, að þetta félag geti aftur
tekið til starfa. Verður þar
einnig greinilega skýrt, hvers-
vegna nefndin hætti störfum á
síðastliðnu ári.
Skáldkonan góðkunna, Laura
Goodman Salverson, fluti langan
og all-fróðlegan fyrirlestur, hinn
3, þ.m. í Fyrstu lútersku kirkju.
Nefndi hún erindi sitt ‘‘The In-
fluence and Charm of Scandina-
v-an Letters.” Lýsti frúin skáld-
verkum elnna sex síðari tíma höf-
unda norskra og sænskra, aðal-
lega með því, að segja aðalefnið
úr sinni sögunni eftir hvern
þeirra. Fyrirlesturinn var vel
sóttur og skáldkonunni vel tekið,
eins og vænta mátti og hún á vel
skilið. Mrs. S. K. Hall söng nokk-
ur lög, áheyrendum til mikillar
ánægju, eins og jafnan, og allstór
sönglokkur söng tvö lög, undir
stjórn Mr. Björgvins Guðmunds-
sonar.
Rose Leikhúsið.
Kvikmyndin “A Woman of Af-
fairs’”, sem Rose leikhúsið aug-
lýsir i þessu blaði, þykir bæði til-
komumikil og skemtleg. Aðal hlut-
verkn leika þau John Gilbert og
Greta Garbo. Auk þeirra taka
þátt í leiknum Lewis Stone, Hob-
art Rosworth, Dorothy Sebastian,
John Back Brown og Douglas
Fairbanks Jr. o. fl.
WALKER
Bransby Williams leikur enn í
eina viku á Walker leikhúsinu og
byrjar á mánudaginn, hinn 15. þ.
m. Verður þetta í síðasta sinn,
sem hann leikur í Winnipeg á
þessu ári og væntanlega kemur
hann ekki aftur í nokkur ár. —
Leikurinn, sem þessi frægi leik-
ari leikur í þetta sinn, heitir “A
Romanee of the Road”, og er hér
alveg nýr og alþxektur. Leikur-
inn fer fram á Englandi, á þeim
tímum, þegar það var ekki, ótítt,
að stigamenn réðust á ferðafólk
og rændu það og léku oft grátt
að öðru leyti. Er leikur þessi
tilkomumikill og skemtilegur æf-
intýraleikur og prýðilega vel leik-
inn að sögn.í
Nýjar Kvöldvökur
Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson,
Akureyri.
Mér voru send nokkur eintök af
þe^sum “Kvöldvökum” til sölu
hér vestra. Er þetta ársfjórð-
ungsrit, í stóru postillu formi og
tvídálkaðar blaðsíður. Árgang-
urinn alls um 200 bls. og frágang-
ur mjög sæmilegur. Eg fékk all-
an síðasta árgang (1928).innheft-
an í eina stóra bók, mað húð-
þykkri kápu. Efni ritsins er að-
allega skemtilegar sögur, þýddar
ar og frumsamdar, og margar
þeirra ágætar, en einnig fræði-
greinar, lýsingar á löndum og
borgum og nokkur ljóð af betri
merg. Einnig er ritið prýtt með
allmörgum myndum. — Þessar
“Kvöldvökur” eru nú reyndar ekki
nýjar, því þær hafa komið út í
21 ár og eru þjóðkunnugt og hug-
ljúft rit á íslandi, en eg hygg, að
þær hafi aldrei fyr verið boðnar
fólki hér vestra.
Áskriftarverð hér í Ameríku
verður $1.75 árgangurinn, póst-
gjald meðtalið Gjörið mér að-
vart sem fyrst, því eg hefi mjög
svo takmarkaðan eintakafjölda.
Borgun fylgi pöntun.
M. Peterson,
313 Horace St., Norwood, Man.
Leikfél. Sambandssafn.
sýnir leikinn “Á útleið”, mánu-
dagskveldið þann 15. apríl, kl. 8.
—Aðgöngumiðar 50c. Seldir í
West End Food Market og Sar-
gent Grocery.
TIL LEIGU—nú þegar, ágætt
herbergi með fullum húsgögnum,
að 683 Beverley St., hér í borg-
inni. Aðeins reglusamar, ein-
hleypar manneskjur, koma til
greina.
Eins og auglýst var, hélt Stú-
dentafélagið veizlu á mánudags-
kveldið þ. 8. þ.m. í borðsal Hud-
sons Bay búðarinnar. — Áður en
sezt var að borðum, flutti séra
Rúnólfur Marteinsson borðbæn.
Þegar máltíðinni var lokið, sagði
forseti félagsins, Mr. Sigurdson,
nokkur orð. Mæltist hann til þess
að þeir, sem nú væru að útskrif-
ast, hættu ekki að starfa I félag-
inu. Næst sungu stúdentar nokkra
íslenzka og enska söngva. Þá voru
lesin stutt æfiágrip heiðursgest-
anna og var það hin bezta skemt-
un. Miss Breckman, Miss Bardal,
Mr. Bildfell og Mr. Melsted sungu
þá nokkra af hinum gömlu Stú-
dentafélagssöngvum, og var þeim
tekið með miklum fögnuði. Þar
næst mælti Mr. Siggi Sigmundson
fyrir minni heiðursgestanna, en
Mr. Clifford Hjaltalín svaraði fyr-
ir þeirra hönd. Báðum tókst mjög
vel. Þá voru sungin nokkur lög,
en að því loknu mælti Mr. J. A.
EF ÞÉR hafið í hyggja að byggja, þá tryggið yður hjá oss
TIMBUR
The Mc.Arthur Lumber & Fuel Co., Ltd.
Cor., Princcss &. HigKins Ave., Winnipeg. Simi 86 619
WALKER
Canada’s Finest Theatre
VIKUNA er hefst MÁNUDAG,
15. APRIL
Matinees WED. and SAT
í síðasta pinn
BRANSBY WILLIAMS
og félagar hans frá LONDON
“A ROMANCE
OFTHEROAD”
A. Period Play of Love and Adventure
in England’s Coaching Days,
By A. B. Shirland.
Aðgöngumiðar nú til sölu:
Kveld: $2, $1.50, $1, 75c., 50c.
Miðvd. og Laugd. e. h.: $1, 75c,
50c., 25c. Skattur að auki.
Bildfell fyrir minni kvenna, en
Miss Aldís Thorlakson svaraði.
Ræðum þeirra var vel tekið, enda
voru þær mjög skörulega fluttar.
Séra Rúnólfur Marteinsson sagði
síðan nokkur orð. Hann kvaðst
viss um, að Stúdentafélagið myndi
halda áfram að starfa að málum
íslenzkra stúdenta og sagðist
vona, að aldrei andaði kalt úr
þeirri átt til íslands eða þess, sem
íslenzkt væri. Var þá staðið upp
frá borðum oð þjóðsöngurinn “O,
Canada” sunginn að endingu. —
Um 90 manns sátu veizluna og
munu allir hafa skemt sér ágæt-
lega. H. Th.
Frá Islandi
Heimför Vestur-lslendinga
Frú Thorstína Walters (áður
Jackson), kona Emile Walters
listmálara, hefir dvalið hér í bæn-
um um skeið, ásamt manni sín-
um. Frú Thorstína er hér í er-
indagerðum fyrir sjálfboðanefnd-
ina í heimferðarmáli Vestur-ls-
lendinga, til þess að undirbúa
heimför þeirra manna, sem verða
á vegum þeirrar nefndar. Frúin
flutti fyrirlestur um heimförina í
Nýjabíó á sunnudaginn var fyrir
fullu húsi. Lagði hún mikla á-
herzlu á, að ágreiningur sá, er
orðið hefði vestanhafs út af und-
irbúningi heimferðarinnar mætti
eigi ná til sjálfrar fararinnar eða
viðtakna hér heima. Lýsti hún á-
takanlega ættjarðarþrá margra
íslendinga vestra. Mun fyrirlest-
ur frúarinnar auka skilning fólks
á gildi heimfararinnar fyrir
frændur okkar vestra, sem svo
margir hafa tekið sér í munn orð
St. G. St. skálds: “Eg á orðið,
einhvernveginn, ekkert föður-
land.” Heimkoma Vestur-íslend-
inga 1930 verður einhver merk-
asti þátturinn í hátíðinni. Skift-
ir mjög miklu að viðtökurnar
heima verði ástúðlegar og nær-
gætnislegar. — Tíminn.
Reykjavík, 20. marz.
Bílar voru hér á landi alls 753
síðastliðið ár, auk 67 vélhjóla.
Af bílunum voru 453 vörubílar,
en 300 fólksbílar. Flestir bílar
eru í Reykjavík, 450, í Hafnar-
firði 50, í Gullbringu og Kjósar-
sýslu 68, á Akureyri og Eyjafirði
49 í Vestmannaeyjum 25, í Ár-
nessýslu 24, í Mýrasýslu 23, í
Þingeyjarsýslunum 13, í Húna-
vatnssýslu 10. Bílategundirnar
eru margar, 32 af fólksbílum og
ROSE
Thurs. Fri. Sat. (this week)
DOUBLE PROGRAM
i fii
9 9
‘RILEY THE COP
An All Star Cast
Also
TIM McCOY in
"BEYOND THE SIERRAS”
and “TERRIBLE PEOPLE”
Mon. Tues. Wed. (next week)
JOHN GILBERT
GRETA GARBO
“II WOMANIIF AFFAIRS’’
loith SOUND
A Picture You Cannot
Afford to Miss
COMEDY - - NEWS
15 af vörubílum og er helmingur
þeirra Fordbílar. Af fólksbílum
voru flestir Chevrolet, nokkru
minna af Buick og þá af Ford.
Af Snæfellsnesi er skrifað 3. þ.
m.: “....Heilsufar gott og tíðin
ágæt, svo að elztu menn muna
ekkert líkt því. Frost hefir orð-
ið hér hæst 10 stig og það aðeins
þrjá daga; hiti komist upp í 10 til
11 st. Snjór hefir aldrei legið á
jörð til lengdar og sjaldan fent.
Nú er alautt upp á hátinda, allar
ár auðar og vötn. Hrossagaukar
hafa sézt hér í keldum og við læki
í allan vetur. Flutningsbíll fór
nýlega yfir Kerlingarskarð, og er
slíkt einsdæmi, að svo snjólétt sé
á þeim fjallvegi á þessum tíma
árs, því þar er oft lítt fært með
klyfjaða hesta.”
• Af inflúenku v^iktust alls á
landinu 3,987 manns í febrúar,
flestir í Reykjavík, 2,182, og veik-
in að mestu fallin niður hér, seg-
ir landlæknir.
Sandakalli í Dýrafirði hefir
séra Þórður ólafsson sagt lausu
og sækja um það prestarnir Sig.
Haukdal í Flatey og Sig. Z. Gísla-
son í Staðarhólsþingum.
—Lögrétta.
Tímaritið “Cunarder”
09s hefir rétt nýlega 'borist Apríl
heftið af hinu stórmyndarlega tíma-
riti “Cunarder,” sem Cunard linan
gefur út. Þetta hefti er eingöngu
helgað Norðurlöndum og flytur nokkr-
ar ágætar greinar, eftir vel þekta höf-
unda, sem færa lesendum mikinn fróð-
leik um þessi lönd og upplýsingar við-
víkjandi ferðalögum um þau. Er ein
af þessum greinum um Island, og er
hún eftir .Thorstínu Jaekson. Þá flyt-
ur og tímaritið fjölda af ágætum
myndum og eru tvær þeirra frá ís-
landi. Einnig (er í ritinu fróíðleg
grein um skáld og listamenn Norður-
landa eftir Estelle H. Ries og er þar
sagt frá I'bseri, Strindberg, Björn-
son Selmu Lagerjöf, Sigrid Undset
og Anders Zorn. Ekki þarf að efa,
að rit þetta vekur löngun margra til
að ferðast um Norðurlönd.
Eins og kunnugt er, gefur Cunard
línan, þeim sem með henni ferðast til
Norðurlanda, tækifæri til að koma við
í London og sjá þá miklu heimsborg,
án þess það kosti ferðafólkið nokk-
urt aukagjald.
Þeir, sem sigla með Cunard línu
'skipinu “Loncastria” til Helsingfors
29. maí, geta lent í Holtenau. Þaðan
er mjög þægilegt að komast til allra
staða á Norðurlöndum, því á hverj-
um degi fara fjórar járnibrautarlestir
frá Kiel til Kaupmannahafnar og
tvær lestir daglega frá Kiel ti,l Málm-
eyjar.
Auðugtsem smjör,
sætt eins og hnetur
MÆÐUR KREFJAST handa börnum sínum
, \
Brauðs sem er lystugt, nœrandi, gott og ódýrt
1 Það er það sem þœr fá, þegar þœr kaupa
Canada Bread
Kaupið Butternut Brauðið
Hringid upp • 33 064 Portage & Burnell St.
Continuous
Daily
2-1 1 p.m.
Telephone 87 015 Saturday
Wonderland starts I p.m.
THURSDA Y, FRIDAY, SA TURDA Y—(THIS WEEK)
RICHARD DIX
in
“MORAN ofthe MARINES”
With RUTH ELDER A ‘Paramount ‘Picture
Comedy and last Chapter of “The Mystery Rider”
MONDAY, TUESDAY, WEDNESDA Y-APRIL 15-16-17
COLLEEN MOORE
;in her first great super-special
LILAC TIME
VITH CARY COOPER
J. NICOLSON, Manager
BRANSBY WILLIAMS
1 leiknum “A Romance of the
Road”, í Walker leikhúsinu vik-
una sem byrjar 15. apríl.
Electrically
Hatched
BABY
CHICKS
“Fyrir afurðir, sem eg hefi selt
og það, sem eg á óselt hefi eg feng-
ið $125.00 ágóða af þeim $18.00, sem
eg í apríl 1 fyrra borgaði yður fyr-
ir 100 Barred Roqk unga,” skrifar
oss Mrs. C. B> Denny, Milden, Sask.
pessi vitnisburður, eins og margir
aðrir, sem oss berast án þess við
biðjum um þá, er oss sönnun þess.
að það borgar sig vel fyrir bændur
að fá eitthvað af vorum kynbættu
varphænum. Bók, sem er 32 bls. og
með litmyndum fáið þér gefins.
Hún gefur yður allskonar upplýs-
ingar um hænsni og hvernig með
þau á að fara. 10% afsláttur á öll-
um pöntunum fyrir 1. marz.
Hambley \Vinds°r Hatcheries, Ltd.
601 Logan Ave., Winnipeg, Man.
Fishermen’s Supplies Limited
Umþoðsmenn fyrir—
Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co.
Brownie kaðla og tvinna.
Vér höfum í Winnipeg birðir af
Tanglefin Fiskinetjum, með lðgákveðinni möskvastærð.
Maitre kaðla og tvinna.
Kork og blý.
Togleður fatnað.
Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif-
is oss og vér skulum snda yður verðlista og sýnishorn.
FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD.
401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071
DBEWRYS
STANDARD
LAGrER
■o
P0
FIMTIU ARA STÖÐUG
FRAMSÓKN HEFIR
GERT ÞENNA DRYKK
FULLKOMINN.
Biðjíð um hann með nafni.
The Drewrys Ltd
Winnipeg
Phone 57 221
9
|
I
í
h
é
h
/