Lögberg


Lögberg - 02.05.1929, Qupperneq 3

Lögberg - 02.05.1929, Qupperneq 3
LÖGBERG FTMTUDAGINN 2. MAÍ 1929. BIs. t. SOLSKIN VORID KALLAR. v ÞaS er kallaö — Vorið er að kalla. Það er sólskin og blía. Sonnanblærinn strýk- nr vangana hægt og blíðlega. Fölblá blíðviðrismóða beltar sig niður við sjóndeildarhringinn. Á bak við rísa hvítfextar fjallamyndir. Það sjást dimm fjallaskörð, hnúkar og tindar, hjallar og rindar. Þar sjást tröll á ferð. Af Grettistökum er þar nóg. Góðviðrið hrífur hugann til baka á löngu farna braut. Bókin gamla er opnuð. Með feginleik komandi sumars birtast svipir og at- burðir, skráðir í bók æskuáranna. Það er bjart yfir þeim öllum. Þeir líða hjá og birtast á ný, þegar kemur að þeim á ný. 'Snjótitlingarnir, sem þyrluðust umhverfis, sjást nú hvergi. Hið draugalega rökkurvæl náttuglunnar fyrir síðastá hretið, er hætt. Bú- peningurinn hefir létt sér upp og er á rölti út um hagann. Hann gerir sér dægrastytting með því, að jóðla hálfrakar heyviskar. Sumir eru að slafra liálf-frosna sinuna. Hinn bláklæddi boðberi sumarsins, hrafn- inn, hrósar sigri yfir liðnum vetri. Hann kveð- ur sér hljóðs um bygð og bæ. Trjáliöggvarinn hefur starf sitt með sólar- upprás á degi hverjum. Svartfuglinn er kominn. Hann hefir hald- ið sér í fylkingu. Nú er skift liði, og hafin landkönnunarferð, til að velja bústað fyrir sumarið. — Bóndinn hefir farið fyr — konan er rétt ókomin. Heimilið þarf að vera til, þeg- ar hún kemur. Þrösturinn syngur fyrir dyrum. Hann er líka að letia sér eftir heimili. Sumarið er anna- tíð. að þarf nokkuð til, til að geta sett saman bú, séð um aðdrætti og komið upp börnunum fyrir haustið næsta. 'Snjófaldurinn er farin að láta á sjá. Það er orðið autt all-víða. Jarðbyggjar eru á kreiki. Maur sést á ferð. Hann hefir farið orlofs- ferð til nágranna síns og er nú á heimleið með björg sína. Svartur “járnsmiður” fer fram hjá. Hann flytur þann boðskap, að sumarið sé aðeins ó- komið. Ekki er hann spámannlega vaxinn. Þó er hann ekki “poki með pípuhatt“. Líklega fer hann með rétt mál. Fyrsta fiskifluga sumarsins er vöknuð og er að syngja. Fleiri. eru væntanlegar. Það eru að koma dökkir dílar á liinn harða ís-skalla. Bráðum verður skallinn allur ber. Sólin lætur hann mæta liörðu. Hann gefur sig með tímanum. Alt af safnast fleiri í flokk fugla og annara barna náttúrunnar. Bráðum verður hópurinn stór og'fullvel skipður til að geta fagnað til- hlýðilega sumrinu nýja. Bráðum byrjar náttúran kvikmyndasýning sína. Og söngurinn byrjar. s. s. c. EILÍFT RJETTLÆTI. Falk tók dúkinn af myndinni. Hann hafði altaf haldið honum vótum. “Guð almáttugur!” hrópaði þá hinn upp og rak alveg í rogastanz. “Það pr blátt áfram dásamlegt meistaraverk. Ekkert slíkt listaverk hefir verið gert síðasta áratuginn, hvorki hér í Róm eða nokkursstað- ar annarstaðnr. Það er þó ekki alvara þín að telja mér trú um, að þessi ræfils drykkjurútur hafi gert annað eins listaverk?” “Jú, og það svona í hendingskasti. Hann reiddist mér fyrir það að eg skyldi bjóða hon- um að kenna honum að gera frummyndir, svo gerði hann þetta meistaraverk á einni morgun- stund. ” “Ef eg væri þú, ” sagði hinn myndhöggvar- inn, “léti eg höggva myndina í marmara. Gal- otti gæti getr það. Hann heggur út eftir fyrir- myndum með frábærri samvizkusemi. Og geti annars nokkur latið þennan óviðjafnanlega listamann koma fram í marmara, þá er bað hann.” Eins og kunnugt er, þá koma falspeningar jafnskjótt, se ný mynt er gefin út. Einn daginn kemur Kana aftur á mynda- stofu Falks og Falk leit. á hann allan sótráuðan í kinnum og au,gum og tryllingslegan, og sá þá, að hann hafði drukkið. Falk ávítaði hann fvr- ir það. “Nei, gamli skröggur,” svaraði Kana, og og horfði fast á Falk, þennan eina mann, sem hafði reynst honum vinur. “Þér skjátlast núna. Það er ekki koníak, er gerir mig svona í bragði. Eg er sjúkur, dauðsjúkur; það leggur inn í me'rg og bein. Eg bið þig nú um það eitt, að eg fái að liggja hérna og deyja hjá þér.” Að þessu sinni sendi Falk eftir lækni og þess var líka þörf nú. Kana hafði fengið “rómversku hitasóttina”, sem kölluð er. Eng- inn sleppur við hana, sem liggur næturlangt ölvaður viti á götum Rómaborgar. Falk hjúkraði nú sjúklingnum, með svo miklu þolgæði og blíðu, eins og hann væri kona. Kana dó þó ekki, eins og hann hafði sjálfur búist við; hann komst aftur á fætur eftir langa legu og var þá ekki annað eftir af honum en svipur einn. (Framh.) LOBBA. Lobba var tveggja vikna, þegar eg fædd- ist, svo við vorum jafngamlar; hún var nú samt fullorðin löngu á undan mér. Fyrst, þegar eg man eftir mér, þá átti hún marga hvolpa; þá var hún búin að lifa af liundapestina, og fékk hana svo aldrei aftur. Lobba var lítil, þrílit; hún hafði fallegan svip, eyrun stóðu beint upp og skottið hring- aði sig. — Yið Lobba vorum mestu mátar og við skild- um hvor aðra. Einn vetur lá Lobba á fimm hvolpum; þeir höfðu allir verið pantaðir, því þá gekk hunda- pest og margir hundar fórust; okkar hundar voru þá líka allir veikir. Það var verið í búri að drekka kaffi einn eftirmiðdag. Piltar þurftu út með féð; þeir kalla á Lobbu. “Lobba liggur á hvolpum,” segi eg. Það var hlegið að mér. Þeir kalla aftur. Eg rauk á fætur og fram göng. Þar mætti eg Lobbu. Við snúum aftur. Lobba fer að hag- ræða sér og sleikja hvolpana. Nú kalla piltar í skipandi róm. Nú fer Löbba að ýlfra.- Eg klappa Lobbu og segi að henni sé bezt að fara, svo hún verði ekki barin fyrir ógegndina. Lobba lítur biðjandi augum til mín og eg lofast til að passa ungana. Nú kallar mamma. Eg læzt ekki heyra. Hún kemur þá og skipar mér inn í baðstofu, þar sem sé hlýtt. \ Það suðaði í rokknum og alt var hljótt. Mömmu syfjar, hún lagðist út af og sofnar. Eg átti lítinn kodda. Eg átti hann sjálf, því liún Helga hafði sent mér hann áður en hún fór til Ameríku. Nú tók eg koddann og fór til hvolpana liennar Lobbu. Eg legst sem líkast því, sem Lobba gerir og raða hvolpunum á koddann; svo breiði eg kjólinn minn ofan á þá. Eg fóstra livolpana þar til móðir mín kem- ur að kveikja upp eldinn og sér mig. Það gengur alveg fram af henni. Og með koddann úr rúminu! Hann var nú tekinn og viðraður. Nú kom ljós og svo kom Lobba öll snjóug. Hún verkaði sig áður en liún fór til hvolpanna. Eg hjálpaði henni. Hún fékk svo graut og heita mjólk; en hún hafði þá enga lyst. Lobba skalf. Eg fékk þá poka, sem hafður var á hlóðarsteininiun, og breiddi ofan á Lobbu. Næsta morgun spurði eg strax um Lobbu. Hún hafði þá haft góða matarlyst og leið vel. Mér leið þá líka betur. Hildnr hárlanga. LOBBA OG LATA MOSA. Lata Mosa var mórauð rolla. Hún var líka vinkona mín og mitt tannfé. Hún bar nafn með rentu. Hún gekk æfinlega öftust, nema þegar liún átti von á mat. Hún át mestu und- ur og bar baggana; enda mjólkaði hún betur en nokkur önnur ærin í kvíunum. Lobba og lata Mosa voru engar vinkonur. Lata Mosa var óheimsk; hún kunni marga klæki, hún stöð framan í öllum hundum og stundum elti hún þá. Lobba var eini hundurinn, sem sá við henni, sagði oft til ferða Mosu, þegar hún læddist inn um bæjardymar og alla leið inn í eldhús, til að stela sér brauði; þá gelti Lobba svo ákaflega, að auðheyrt var, að ekki var alt með feldu. Lata Mosa kunni illa við þetta reglubundna líf, sem mjólkuræmar höfðu á sumrin, svo hve- nær sem hún sá sér færi, tók hún sér frí og lét sig vanta í mörg dægur. En svo kom hún alveg lieim að bæ og blaðraði þar þangað til búið var að mjólka hana, því núvar júfrið hennar orðið óþægilega stórt. Við Lobba sátum yfir ánum; það var mál að fara heim, svo nú rek eg ærnar í hnapp til að telja þær. Fjömtíu og fimm, þær voru allar. Þá kem eg auga á þúfu alveg kröka af berj- um; mátti til að tína nokkur. Lobba lagðist fram á lappir sínr á næstu þúfu. Hún liafði augun opin. Það urraði lítið eitt í henni, en nú var eg að tína ber og leit ekki upp. Æ'mar biðu í hóp. Nú fóm sumar að leggj- ast. Svo fer eg á siað, en þá tekur Lobba til að gelta, pg fer nokkur spor til baka. Eg varð hálf-vond; en Lobba sýndist að verða alveg hissa og sest niður. Eg lít til baka og kalla á Lobbu, og klappa henni, því við máttum aldrei vera reiðar, okknr leið þá illa: Nú tekur Lobba aftur til og geltir, liún ríf- ur í mig með framlöppunum og fer svo á stað og eg á eftir. Eg hinkra við, en hún liélt áfram nokkurn spöl, því Lobba er áköf. Við komum að grafningi. Eg hoppa ofan í hann og sé ekkert. En nú er Lobba komin alla leið niður og rífst með miklum þjósti og ákafa. * Nú fer eg ofan í grafninginn og inni undir bakkanum er lata Mosa í felum. Hún stappaði fótunum framan í Lobbu og ætlaði ekki að láta undan. Eg tók nú liríslu, en þá kom hún und- an bakkanum. Nii þóttist Lobba góð, en lata Mosa var sneypt. Lobba reyndi að narta í hælana á Mosu, en þá sneri Moisa sér við og rendi á Lobbu. Lata Mosa gekk ekki öftust heim þetta kvöldið. Hún vildi vera sem lengst frá Lobbu. Lobba vissi vel að liún hafði sigrað; hún kom aftur og aftur til mín til að láta mig klappa sér. Eg pantaði nóga mjólk handa Lobbu um kvöldið. Hildur hárlanga. BID OG STARFA. Thomas Jones, nafnkunnur prédikari, hélt einu isinni tölu um það, að böm guðs ættu alt- af að hafa hugfast hið nána samband milli bæn- ar og starfs, og skýrði það með sönnu dæmi úr sínu eigin lífi. “Skip, sem eg tók far með yfir hafið, strandaði langt undan landi. Þegar eg var að velkjast í sónum, þá bað eg guð hálpar. Þá bárust að mér spænir úr skipinu, og eg skreið upp á planka. Eg þakkaði guði. En þurfti eg þá ekki framar á hjálp hans að halda ? Jú — eg bað guð, þar sem eg sat á plankanum'. En gerði eg þá ekkert annað ? Sat eg kyr og beið eftir því, að drottinn mundi umsvifalaust leiða mig heilan á land? Nei, eg litaðist um eftir einhverju til að róa með, og þá sá eg brot úr siglutré fljótandi svo nærri mér, að eg gat náð í það. Með þessari ár fór eg svo að róa mig áfram af öllum kröftum. Eg sat ekki aðgerðalaus, eins og sá, sem sýnist vera lifandi, en er þó dauður; eg reri af kappi, og meðan á róðrinum stóð, þá var eg stöðugt að biðja, og þannig tókst mér að lokum að ná landi.” Á sama hátt vill guð, að við biðjum, en jafn- framt vill hann, að vér störfum, en bíðum ekki eftir því, að hann geri þann hlutann af verk- inu, sem við getum isjálf int af hendi. Ef við gerum það, sem við getum, þá gerir hann vissu- lega hitt sjálfur. — Hmbl. TIL KIRKJU. Er klukkumar liljóma með hátíðablæ og hringingin ómar um land og um sæ, þá vaknar oss í huga svo heit og barnsleg þrá, og hjartans andvörp stíga úr’djúpinu þá. Nú hringingin dynur í hátíðisblæ, °g hóparair koma frá sérhverjum bæ, Og senn verður hin fáskreytta sveitakirkja full, en sólin hana prýðir; hún Íjómar sem gulí. Og svo verður loftið af samhljómum fylt, er sálunum lyftir til upphæða milt. Og hver fær lýst þeim unað og andans djúpa frið á alkærleikans faðmlögum Guðs hjarta við! Ó, hlustaðu’ á klukknanna hljómþrungna mál á lielgidagsmorgni, þú leitandi sál! Og sorgum þínum drektu í söng og bænagjörð og svífðu glöð í anda til himins frá jörð! (Lausl. þýtt úr norsku) V. Sn. — Hmbl. KÆRLEIKURINN ER GLÖGG'SKKYGN. Lestarstjóri einn gaf einu sinni lítilli stúlku, sem liann átti, lítið flagg rautt; hún átti að leika sér að því. En jafnframt sagði hann henni, að með járnbrautarþjónum ætti þetta flagg að tákna: h á s k á. “Áttu þá að stöðva lestina, pabbi, ef þú sér þetta rauða flagg dregið upp?” spurði litla stúlkan. “ Já, það á eg vissulega að gera,” svaraði pabbi liennar, “annars gæti orðið slys.” Skömmu síðar gekk faðir hennar að sínu starfi, en stúlkan fór út í eldhúsið til móður sinnar. En móðir hennar sat þá þar og var að gráta. Litla stúlkan varð s'teinhissa á því og spurði: “ Af hverju ertu að gráta, mamm ? ’ ’ En móðir hennar svaraði engu. Þá kom litla stúlkan auga á flösku, sem stóð á borðinu fyrir framan móður hennar. Hún fann af henni leiða brennivínsþefinn og kallaði upp: “Nú veit eg af hverju þú ert að gráta, mamma. Pabbi hefir verið að drekka brennivín, áður en hann fór.” Móðir hennar kinkaði kolli við því. “Pabbi drekkur alt af meira og meira, elsku barnið mitt; hann verður víst bráðum rekinn frá starfinu sínu; hann lieldur, að enginn taki eftir því, en það er ekki hægt að leyna því.” Hvað átti nú litla stúlkan að gera, til að bjarga pabba sínum og heimili sínu? Hún hugsaði um þetta fram og aftur. Þá sannaðist það, að kærleikurinn er glöggskygn og verður ekki ráðafátt. Morguninn eftir ætlaði lestarstjórinn að taka •sér eitt glas af þessum skaðvæna drykk. En þá kom hann auga á furðulega sjón. Litla stúklan var þá búin að vefja rauða flagginu sínu utan um brennivínsflöskuna hans pabba síns, og hann skildi fljótt, livað það átti að merkja, — háski var búinn, ef hann drykki úr flöskunni. Þessi viðvörun frá barninu hansi varð lion- um til bjargar. “Frelsaðu þá, sem leiddir eru til lífláts, og haltu þeim aftur, sem ganga skjögrandi út í dauðann” (Orskv. 24, 11). “Eg er orðinn öllum alt, til þess að eg að minsta kosti geti bjargað einhverjum” (1. Kor. 1, 22). — Hmbl. |oor-r>o< ^o< >o<— >o<—t->o< ->n< vr>. >nt S j Professional Cards 0 -->Q<->Q^-->Q<—-vq<->r><-->n<-->n<->n. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Wlnnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögfrseBingar. Skrifatofa: Room tll McArttnr Buildlng, Pert&ge Ave. P.O. Box 165« Pbonea: 26 849 og 21 «4« DR 0. B.TORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—3 Heimill: 764 Victor St., Phone: 27 686 Wlnnipeg, Manitoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNSON talenzklr lögfræöingar. S56 Maia St. Tala.: 24 MS peir h&fa einnlg akriíMofur al Lundar, Riverton, Gimli og PlMC og eru þar aö hltta & eftirfylgj- andl tlmum: Eundar: Fyrsta miövikudag, Riverton: Fyrata flmtudag, Gimli: Fyrsta miövikudag, Piney: Príöja föetudag 1 hver)um niAnuði DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Rsgnar Jotinson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaður. 704 Mining Exchange Building 356 Main St. Winnipeg Símar: Skifst. 21 033 Heima 71 768 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyma nef og kverka sjökdöma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Helmlli: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great W»t Permanent Building Main St. south of Pertage. PHONE: 22 7«8 DR. A. BLONDAL Medleal Art* Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er a8 hitta frá. kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 G. S. THORV ALDSON, B.A., LL.B. Lðgfræðingur 700 Electric Chambera Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON •07 Confederatlon Llfa Bidg WINNIPKG Annast um faateignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgö og bifreiða ábyrgö- ir. Skriflegum fyrirspurnum svaraö oamstundls. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimaslmt: 33 328 Dr. C. H. VR0MAN Tannhaknir 605 Boyd Building Phone 2« 1T1 WINNIPEG. A. S. BARDAL 84S Sberbrooke 8t Selur llkkistur og annast um «t- farlr. Allur útbúnaöur aá. beatt. Ennfrvmur selur hann siialnwr minniervaröia og legatetna. Skrifstofu tals. 86 607 Hebnllla Tals.: M Ml Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg SIMPS0N TRANSFER Verzla meö egg-ú-dag hænsnaföBur. Annast einnig um allar tegundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 8—5 d. h. ÍSLÉNZKIR FASTEIGNA- 1 SALAR ■ Undirritaðir selja hús og lóðiri ; og leigj a út ágæt ihús og íbúðir,; ' hvar sem vera vill í bænum, Annast enn fremur um allskon-i ar tryggingar (Insurance) o«; veita flj-óta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664! * * DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg Föwler Qptical Sr 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið aem þeaal borg beflr nokkom tím* haft inm.n vébanda slnna. Fyrlrtaka máltlölr, ekyr, pönnu- kökux, rullupyttsa og þjööræfcnla- kaffl — Utanbæjarmenn tk mé ÚvalV fyrst hreasingu 1 WKVEIj CAFE, 191 Sargent Av» Stanl: B-S197. Rooney Stevens. etgandi.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.