Lögberg - 29.08.1929, Page 6

Lögberg - 29.08.1929, Page 6
Bls. «5. LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1929 Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. Þegar Saxon var búin aÖ láta heitar baun- irnar á borðdúkinn og Willi var búinn að hita kaffið, stóð hún dálitla stund og yfirvegaði máltíðina, sem þarna var framreidd, svo fátæk- leg og óbrotin sem hún var. “Munurinn er töluvert mikill á þessari mál- tíð og þeirri, sem við höfðum í gærkveldi,” sagði Saxon glaðlega. “Þetta er rétt eins og æfintýri, sem maður les um í bókum. Manstu eftir því, sem eg 'sagði þér um drenginn, sem eg fór einu sinni út á fjörð með að fiska? Hugsaðu þér mismuninn á þessu borðhaldi og því, sem við höfðum í gærkveldi, á þessu dæma- laust fallega heimili. Þó við hefðum verið þús- und ár í Oakland, }>á er vel líklegt, að við hefð- um alderi kynst þar annari eins konu og Mrs. Mortimer er, og aldrei dottið í hug að eins fall- egt heimili eins og hennar væri nokkurst stað- ar til. Þetta höfum við 'haft upp úr ferðalag- inu og enim þó ekki nema rétt liðlega lögð af stað.” Willi vann þarna í þrjá daga. Hann sagði altaf að verkið gengi ágætlega, en kannaðist þó vrið, að verkið væri ekki alveg oins einfalt, eins og hann hafði liugsað. Saxon þótti mjög vænt um, að honum féll verkið vel. “Eg hélt aldrei, að mér mundi falla þetta verk sérlega vel, ’ ’ sagði hann. “En það er á- gætt. Það æfir og styrkir vöðvana, kálfana að minsta kosti. Vanaleg keyrsla gerir það ekki. E'f eg æfði mig nokkum tíma aftur fyrir hnefaleik, þá !held eg það væri ágætt fyrir mig að plægja nokkra daga. Það er undarlegt, að mér finst lyktin af moldinni svo góð og þægi- leg, og það er eitthvað svo gaman að því að sjá moldina altaf 'snúast yfir og hrvnja niður við fæturna á manni allan daginn. Hestarnir eru líka ágætir, og það er eins og þeir viti alveg hvað þeir eiga að gera, alveg eins og maðurinn, sem stvrir þeim. Benson hefir ekki nema góða hesta.” Seinasta daginn, sem Willi vann þarna, skifti um veður. Það þyknaði í lofti og hvesti æði mikið og alt benti á, að haustrigningarnar væru að byrja. Þegar Willi kom frá vinnu, hafði hann með sér segldúk, sem hann hafði fengið lánaðan. Hann bygði í mesta hasti of- urlítið skýli, rétt yfir rúmið þeirra, og breiddi segldúkinn þar yfir, svo ekki rigndi á þau. Hann kvartaði um það hvað eftir annað, að sér væri ilt í litla fingrinum á hægri hendinni. Hann hefði fundið til þess í nokkra daga. en nú væri það miklu betra. Það væri líklega flís í honum, en hann gæti ekki fundið hana. 'Hann sótti nokkur borð, sem voru hinum megin við lækinn, lagði þau hvert við annað undir þessa grind, sem hann hafði búið til og breitt segldúkinn yfir, og ofan á borðin lét hann þur lauf, sem nóg var af þama lækjar- bakkanum, og þarna áttu þau að sofa um nóttina. Saxon varð mjög glöð við, þegar byrjaði að rigna, því það hafði ekki rignt svo lengi, en Willi gaf því lítinn gaum, því honum var svo ilt í fingrinum. Hvomgt þeirra gat gert sér grein fyrir hveraig á því stæði. “Þetta er kannske graftrarverkur, ” sagði Saxon, eins og hálf hikandi. “Hvað er það?” “Það veit eg ekki, en eg man að Mrs. Oody hafði hann einu sinni, en eg var þá ósköp lítil. Það var líka í litla fingrinum. Eg held hún hafi haft við hann grautarbakstur. Hún bar á fingurinn einhver smyrsli. Þetta varð gróf- legas læmt og loksins fór nöglin alveg af. Svo batnaði þetta og önnur nögl óx í staðinn. Eg gæti búið til grautarbaxtur við fingurinn á þér. ’ ’ Willi vildi það ekki og hélt að þetta mundi verða orðið gott í fyrramálið. Saxon leið illa út af þessu, en hálf sofnaði samt, en fann að Willi gat ekki sofnað. Hún glaðvaknaði aftur fljótlega, því það var farið að hvessa mikið og regnið buldi á segldúknum, og hún heyrði að M illi stundi töluert. Hún reis upp við olnboga og strauk mjúklega um andlitið á honum og augnahvaramana og hélt, að hann mundi þá frekar sofna. Hún sofnaði aftur og vaknaÖi enn. Það var ekki vindurinn, sem vakti hana í þetta sinn, heldur Willi. Hún sá ekkert, en með því að þreifa fyrir ser, fann hun að hann var kominn út undan ábreiðunni og var þar á hnjánum og lagði ennið við borðin. Hún tók á herðunum á honum, og fann að hann skalf, sem vafalaust kom af kvölunum, sem hann tók út. “Þetta er ljóti verkurinn,” sagði hann, þegar hún talaði til hans. “Þetta er verra en nokkur tannpína. En það er annars ekki mik- ið, bara dúkurinú f júki ekki ofan af okkur. Þetta er svo sem ekki mikið í samanburði við það, sem fólk okkar varð að líða í gamla daga. ” Og svo byrjaði hann að segja henni sögur af svaöilförum föður síns og annara. En það varð endaslept, því nú rak á fevkna byl og feykti skýlinu um koll, og þau urðu undir því, og svo rak á annan hyl og feykti spítunum og segldúknum eitthvaÖ út í myrkrið. Og regnið heltist vfir þau. “Það er ekki nema um eitt að gera,” kall- aði hann í eyraÖ á henni. “Við verðum að taka saman það sem við getum af þessum farangri okkar og reyna að komast inn í gömlu hlöð- una, sem þama er.” Þau urðu að fara tvær ferðir, til að koma farangri sínum yfir lækinn og inn í hlöðuna. Bæði íunnu þau út af stiklunum, sem voru í læknum, og urðu æði rennandi laut upp að hnjám. Hlaðan lak eins og hrip, en samt 'hepn- aðist þeim að finna þuran blett, þar sem þau gátu breitt rúmfötin sín, sem öll vom orðin rennandi hlaut. Willi gat ekki sofið vegna þeirra þrauta, sem hann hafði í fingrinum og Saxon hafði miklar áhyggjur út af því. Köld og hálf-skjálfandi sat hún uppi og reyndi sem bezt hún gat að hlynna að honum og dreifa kvölum hans, því nú, eins og ávalt, vildi hún gera alt, sem í hennar valdi stóð, til þess að Willa mætti líða sem bezt. Saxon vissi ekki hvað tímanum leið, en hún hélt að það mundi vera komið fram yfir miðnætti. Þá sá hún alt í einu dálítið raf- magnsljós í kofadyrunum. Það færðist smátt og smátt nær þeim, þangað til það staðnæmdist rétt yfir þeim og hún heyrði talað til þeirra með hásri og óviðfeldinni rödd: “Svo þama emð þið. Komið þið með mér. ” , Witli settist upp og horfði á Ijósið. En manninn, sem á því hélt og talaði til þeirra, gat hann ekki séð, en röddin var óviðfeldin og hafði strax heldur ill áhrif á skapsmuni hans. “ HvaÖ er um að vera?” spurði hann. ‘ ‘ Það er eg, og þið megið reiða ykkur á, að eg er vakandi.” Sá sem talaði, var nú rétt hjá þeim, en þau sáu hann samt ekki. Ljósið var ýmist að koma eða fara og var eins og -sá, sem á því hélt, gerði það af ásetningi, að hrevfa ljósið þannig. “Komið þið strax með mér,” sagði komu- maður. “Takið þið saman dótið ykkar og flýtið þið vkkur. Heyrið þið það!” “Hvem skollann hefir þú eiginlega hér að gera” spurði Willi og var alt annað en mjúk- ur í máli. “Eg er lögreglumaður. ” “Já, einmitt það, hvað viltu?” “Eg vil auðvitað, að þú komir með mér, og þið bæði.” “Hvrers vegnaf” “Eg tek ykkur föst fyrir flakk. Flýtið ykkur nú. Eg ætla ekki að slæpast hér yfir vkkur í alla nótt.” “Farðu norður og niður,” sagði Willi. “Eg er enginn flakkari. Eg er verkamaður.” “Það getur skeð þú sért það, og getur skeð að þú sért það ekki. En þið getiÖ sagt Neus- aumer dómara alt um það í fyrramálið.” “Heyrðu, lagsmaður! Þú heldur ekki aÖ annar eins kúablesi eins og 'þú takir mig fast- an? Snúðu njósinu á sjálfan þig, svo eg geti séð, hvað ljótur þú ert. Þú að taka mig fastan. Ekki nema það þó. Mig vantar ekki hálfa spönn til að fara á fætur og lúerja þig, svo—” “Nei, fyrir alla muni, gerðu það ekki,” tók Saxon fram í, “því þá lendum við áreiðanlega í tukthúsinu.” “Það getið þið reitt ykkur á,” sagði komu- maður. Það er bezt fyrir þig að fara eftir því, sem stúlkan segir. ” “Hún er kona mín, og ef þú hefir nokkuð um hana að segja, þá gættu þess að tala um hana sem konuna mína. En ef þú veizt, hvað þér er sjálfum hollast, þá er þér langezt að hafa þig burtu héðan og það sem fyrst.” “Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem eg kemst í kast við náunga svipaÖa þér, ” sagði lögreglu- maðurinn. “Eg hefi héma með mér lítinn hlut, sem kennir þér að hlýða.” Nú var ljósinu snúið þannig, að þau sáu mannshönd, sem hélt á skammbyssu. Þau sáu þetta hvað eftir annað, því maðurinn, sem hélt á skammyssunni, gerði ýmist að snúa ljósinu af eða á. En ekki sáu þau framan í hann. “ Nú býst eg viÖ, að þið komið með mér,” sagði lögregluþjónninn. “Þar verður þú fyrir vonrigðum, ” sagði Willi. Rétt í þessu hvarf Ijósið. Þau heyrðu að eitthvað datt á golfið. Bæði Willi og lögreglu- maðurinn reyndu að ná því sem datt, en Willi varð fyrri til. Þetta var ljósáhaldið og hann var fljótur til að snúa á ljósinu. Þau sáu þarna gráskeggjaðan karl, í stórri regnkápu. Þetta var gamall maður og hann minti Saxon á gamla uppgjafa hermenn, sem hún hafði stundum séð. “Fáðu mér ljósið,” sagði hann all grimm- úðlega. illi tók því fjarri. Þá læt eg skotið ríða af ,” sagði lögreglu- maðurinn. 0g hann hélt skammyssunni á lofti rétt frammi fyrir Willa og það var ekki annað sjáanlegt, en að honum væri full alvara. “Hvað á þetta annars að þýða?” sagði Willi. “Gamall vesalingur eins og þú hefir ekki einu sinni kjark til að skjóta á dauða hluti, aukheld- ur lifandi menn. Eg þekki þína líka. Þið þvk- ist mestu hetjur og hugrekkið sjálft, þegar þið eigið við hjartveika aumingja, en ef þið erað svo óhepnir, að hitta mann með fullum kröft- um og kjarki, þá leggið þið niður skottið og flýið eins og fæthr toga, og það er eg viss um, aÖ^ þú gerðir, ef eg 'hreyfði mig til að taka á móti þér. ” “Þetta er þitt síÖasta tækifæri,” sagði lög- reglumaðurinn greinilega. “Fáðu mér ljósiÖ og komið þið svo bæði með mér með góðu, eða eg læt kúluna fljúga ígegn um þig.” Saxon var töluvert hrædd um Willa, en þó ekki svo ákaflega. Hún hélt namast, að þessi gamli seggur mundi fara að skjóta og enn, eins og fyr, dáðist hún að hugrekki Willa. Hún sá ekki framan í hann, en hún gerði sér í hug- arlund, að hann mundi líta eins út, eins og þeg- ar hann barðist við írana þrjá fyrsta daginn, sem hún sá hann. “Þú ert engan veginn fyrsti maðurinn, sem eg hefi orðið að ana,” sagði lögreglumaður- iim enn. “Eg er gamall hermaður og eg er ekki hræddur við mannsblóÖ.” “Þú ættir að skammast þín,” sagði Saxon með töluveröum æsingi, “með því að reyna að hræða saklaust fólk og gera því óvirÖingu, þó það hafi ekkert gert af sér.” “Þið hafið gert það af ykkur, að sofa hér, því það áttuð þið ekkert með. Þessi kofi er ekki vkkar eign, og með því hafiÖ þið brotið lögin og þeir, sem brjóta lögin eiga að fara í tukthúsið og þar lendið þið bæði. Eg hefi sent marga í þrjátíu daga fangelsi fyrir að sofa í (þessum kofa. Hann er allra bezta veiðivél fyr- ir mig. Eg sá yrkkur áðan og eg veit, að þið erum misendis fólk.” Hann sneri sér að Willa. “Eg er búinn að eyða alt of miklum tíma við þetta. Æ'tlar þú að gefast upp og koma með mér?” “Það er tvent, sem eg ætla að segja þér,” svaraði Willi. “Fyrst það, að eg ætla ekki að láta taka mig fastan. Hitt er það, að eg ætla að sofa hér þangað til í fyrramálið.” “Fáðu mér ljósiÖ,” sagði lögreglumaður- inn. “Ónei, gamli gráskeggur. Það er ekki til neins að vera að reisa þig við mig. Hafðu þig bara burtu tafarlaust, og þetta áhald þitt muntu finna í forinni fyrir utan dyrnar.” Willi beindi ljósinu á dyrnar og kastaði því svo af hendi út úr dyrunum. Nú var koldimt í ■ ‘kofanum. En þau heyrðu þennan aðkomumann tauta eitthvað óþvegið fyrir munni sér. “Nú er bezt fyrir þig að skjóta, laxmaður, og sjá hveraig fer,” sagði Willi. Saxon tók um hendina á Willa þétt og inni- lega, en lögreglumaðurinn lét út úr sér ein- hverjar hótanir. “Hvað ertu að segja?” sagði Willi. “Ertu ekki farinn enn? HlustaÖu nú á mig, gráskegg- ur, eina mínútu. Eg er nú búinn að umbera þig nógu lengi og ætla ekki að gera það lengur. Gerðu annað hvort, farðu út sjálfur, eða eg kasta þér út, og ef þú asnast hingaÖ inn aftur, þá skalt þú fá fvrir ferðina. Skilurðu það?” Vindurinn var nú svo mikill, að þau heyrðu ekki hvert til annars. Willi kveikti í vindlingi. Við ljósið af eldspýtunni sáu þau, að maðurinn var farinn. “Heyrðu, eg var svo reiður, að eg gleymdi alveg að mér var ilt í fingrinum. En nú er verkurinn að koma aftur.” “Það er ekki til neins fyrir okkur að fara neitt fyr en í fyrramáliÖ,” sagði hún. “Þegar fer að birta, skulum við fara með strætisvagni inum til San José og fá okkur þar herbergi og svo heitan morgunmat og svo skulum við fá okkur eitthvað við fingrinum á þér í lvfjabúS- inni. ” “En hvað er um Bensons?” sagði Willi. “Eg skal síma honum frá bænum. Það kostar bara fimm cents. Eg sá, að símalípa liggur upp að húsinu. Þú getur ekki plægt hvort sem er vegna bleytunnar, jafnvel þó þér væri ekki ilt í hendinni. Okkur verður vonandi báðum batnað, þér í fingrinum og mér í fætin- um' þegar upp styttir, svo við getum haldið á- fram ferðinni. ” V. KAPITTJLI. Þrem dögum seinna, það var á mánudags- morgun, fóm þau Willi og Saxon með strætis- vagninum eins langt og hann fór og lögðu nú af stað í annað sinn til San Juan. Vatnspollar vom á brautinni til og frá eftir regnið, og þau tóku eftir því, að grasið var miklu grænna og fallegra heldur en það var, þegar þau voru þar þrem dögum áður. Saxon beið við brautina meðan Willi for heim til Bensons til að fá þessa sex dali, sem hann hafði unnið fyrir. “Hann var æfur út af því, að eg hætti að vinna,” sagði hann þegar 'hann kom aftur. “Hann vildi ekki einu sinni hlusta á það fyrst, þegar eg sagði honum, að eg væri hæittur. Hann vildi láta mig keyra fjóra hesta og sagði að það væri erfitt að fá menn, sem gætu gert það 'Svo vel væri og hægt væri að trúa fvrir þvf. ’ ’ “Og hvað sagðir þú?” “Eg sagði honum, að eg yrði að lialda á- fram, og þegar hann gerði ekkert úr því, þá sagði eg honum, að konan mín væri með mér og að hún vildi endilega halda áfram.” “Þú vilt það nú líka, Willi.” “Auðvitað, en ekki eins ákaft eins og þú. Mér var farið að falla verkið býsna vel og nú er eg ekki lengur hræddur um, að eg geti°ekki unnið þesaa bœndavinnu eins og hver annar. Að minsta kosti get eg plægt eins vel og aðrir. ” Þegar þau höfðu gengið svo sem þrjár míl- ur, kom bíll á eftir þeim og þau fóra úr vegi, svo hann gæti komist fram hjá þeim. En bíll- mn fór ekki fram hjá, heldur stöðvaði ferðina, og maðurinn, sem keyrði, var Benson, og hann var einn í bdnum. “iHvert ætlið þið að fara?” spurði hann og leit sem snöggvaat á Saxon. “ Til Montrrey, ” svaraði Willi. “Þið getið komið með mér til Watsonwille. Það myndi taka ykkur nokkra daga að ganga þangað með alt þetta, sem þið hafið að bera. Komið þið bara upp f bílinn. Vilt þú sitja í framsætinu?” sagði hann við Saxon. Saxon leit til Willa. “ Já, seztu þar,” sagði 'hann. “Þar fer vel um þig. Þetta er konan mín, Mr. Benson ______ Mrs. Roberts.” Svo það varst þú, sem tókst manninn þinn burt úr vinnunni frá mér,” sagði Benaon um leið og hún steig upp í bílinn. K.AUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: Bth Floor, Sank of HamlltonOhftinbert Saxon kannaðist við, að svo væri, en hafði liugann rið það, hveraig hann færi að korna þessari maskínu á stað, því hún var óvön bíl- um. Eg væri smábóndi, ef eg ætti ekki meira land en alt það land, sem þú hefir plægt,, áður en þú komst til mín,” sagði Benson og leit aft- ur fyrir sig til Willa. “Eg hafSi ekki snert á plógi fyrri á æfi minni, nemabara einu sinni,” sagði Willi. “En hvem af þessum miklu búmönnum til að borga “Læra, og fá tvo dali á dag fyrir aS læra?” “Því ekki þaÖ, ef maður getur fengið ein- hvem af þessum miklu búmnnum til að borga sér það?” sagÖi Willi. Benson liló. “En þú ert fljótur að læra, það má eg segja þér. Eg sá strax, þegar þú byrjaðir, að þú varst þessu verki alveg óvánur, en á þriÖja degi varstu orðinn svo góður, að það era ekki nema einstöku menn, sem maður nær í, sem gera eins vel eins og þú. En það sem hjálpar þéf mest af öllu, er það, að þú kant ágætlega að fara með hesta og þar að auki ert þú reglulegur liestamaður að eðlisfari.” “Hann fer vel með hesta,” sagði Saxon. , “Það er meira en, það,” sagði Benson. “Hann skilur þá og þeir skilja hann. Hann er reglulegur hestamaður. Hann getur látið þá gera það sem hann vill. Taumhaldið er einhvem veginn þannig, að hesturinn er öruggTir og vinnur hiklaust það scm honum er ætlað og tek- ur á því, sem hann á til. Hesturinn er kannske lieimskur, en liann er ekki al-heimskur. Hest- urinn veit þegar góður hestamaður stjórnar lionum, en hvemig hann veit það, er fvrir utan minn skilning.” Benson þagnaði sem snöggvast og leit framan í Saxon til að taka eftir því, hvort hún eiginlega tæki nokkuð eftir 'því, sem hann var að 'segja, og þóttist hann ganga úr skugga um, að svo mundi vera. “Eg er hestamaður sjálfur og hefi meiri skemtun af hestum, heldur en nokkru öðru. Þú þarft ekki að efast um það, þó eg keyri bíl. Eg hefi miklu meiri ánægju af að keyra hesta. Það er mikill munur á blessuðum skepnunum, glæsilegum og fullum af fjöri, eða dauðri og tilfinningarlausri vélinni. En, bíllinn kemst á- fram miklu fljótar en hesturinn og þrevtist aldrei. ” Þau keyrðu hverja míluna eftir aðra og það leið ekki á löngu áður en þau Benson og Saxon fóru að tala um búskap og ýmislegt, er að lion- um laut. Hún hafði nú þegar lært svo mikiÖ, að hún gat talað all-skynsamlega um þessi efni, þó hún talaði um það, sem hún hafði lært, en ekki reynt. A sína eigin 'hagi mintist hún ekki fyr en Benson spurði hana hreint og beint um ])á, og sagði hún honum þá eins og var, að lnín og Willi hefðu alla æfi verið í Oakland, en hefðu nú yfirgefið borgina og ætluðu að vera í sveit- inni það sem eftir væri æfinnar, og Willi ætl- aði að verða bóndi. Hún varð alveg hissa, þegar hún sá, að eftir dálitla stund vora þau komin tuttugu mílur, eða alla leið til Morgan Hill, en þeim hafði aldrei dottið í hug að komast svo langt þann daginn. En alla þessa leið hafði bíllinn farið á minna en klukkustund og það bar ekki á því, að liann væri neitt að draga úr ferÖinni. “Eg skildi ekkert í því, að eins mvndarleg- ur maÖur eins og maðurinn þinn, skyldi vera vinnulaus og á svona ferÖalagi, eins og mér virtist hann vera.” “ Já, hann sagði mér, að ])ú hefðir sagt við sig, að hann hlyti að vera kominn út á ein- hverjar villigötur,” sjigði hún brosandi. Brewers Of COU NTRY *C LU B*’ BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT BREWEBV OSBORN E A M ULVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 4H04S6 PROMPT delivery TO PERMIT HOLDERS

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.