Lögberg - 10.10.1929, Page 5

Lögberg - 10.10.1929, Page 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓiBER, 1929. Bls. 5. í meir en þriffjung aldar hafa Dodd's Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. frá eldstöðvunum um miðbik landsins. Líkt má segja um sand- ana á suðurströnd landsins vest- an frá Reykjanesi austur til Hornafjarðar. Mest af þeim sönd- um er framburður ánna frá eld- gosasvæðunum, sem sjórinn ber svo aftur að ströndinni og vind- urinn feykir inn yfir graslendið. Þeir sandar, sem eru þannig komnir frá ám og sjó, eru oftast þvegnir, frjóefnasnauðir og mold- arlitlir. Sumstaðar hafa þó bland- ast saman við þá frjóefni, t. d. jökulleðja úr jökulám, þari eða kalk, verða þeir því stundum furðufljótir til gróðurs, ef þeir eru friðaðir og sáð í þá. önnur tegund sanda er oftast uppi í' sveitum landsins, þar sem uppblástur hefir herjað, sand- hrannir myndast og moldarflög blásið. Víða hafa verið á sand- auðnunum skógar, tún, frjósamar engjar eða beitilönd, og hefir moldin þá oftast blandast saman við sandana. Sandarnir þar eru því ekki svo mjög fátækir af frjóefnum og taka fljótt við gróðri við friðun og sáningu. Slík merki sjást glögglega í sand- græðslugirðingum á Stóra-Klofa og Stóru-Völlum í Landmanna- hreppi í Rangárvallasýslu og í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Vanalegast er það, að moldin fýkur langt, þar sem er upp- blástur (mistur)1, og berst vítt yfir landið, en sandurinn, sem í blæstr- inum er, safnast í hauga, berst yfir graslendið, ónýtir grassvörð- inn og myndar nýtt gróðurlaust svæði, sem blæs; þannig stækka foksvæðin og sandmegnið eykst með hverri nýrri skák, sem blæs á grónu landi. Á eldgosasvæðunum eru nálega allstaðar sambland af ösku, vikri og mold. Moldarlögin hafa mynd- ast milli gdsanna, en vikurinn, eða askan komið yfir landið, þeg- ar gosið hefir. Móbergsfjöllin og sandklappirnar moldna af áhrif- um lofts og vatns, og er því stöð- ug uppspretta af foksandi á eld- gosa svæðunum. Mikið er af slík- um söndum um miðbik landsins t. d. í nánd við Heklu og öskju. Á Norðurlandi í Þingeyjarsýslum fýkur sandurinn mest niður í sveitirnar af suðri, en é Suður- landið er aðal sandfoksáttin af norðri. Árnar, sem koma af sand- foks- og eldfjallasvæðinu bera með sér sand niður á láglendið og vindurinn feykir sandinum frá ánum. Sandsvæðin hafa stækkað. Götur og umferð mynda víða blástursvæði með fram þeim. — Skógarhögg og hrísrif, meljutaka og fénaðarbeit hafa flýtt fyrir eyðileggingunni og uppblæstrin- um. Kalkvistir og dauðar skóg- arrætur hafa verið rifnar til elds- neytis og vindurinn og sauðféð hjálpað til að reita gróðurinn burtu. Býlin hafa lagst í auðn, hreppar hafa lagst í auðn og aðrir færðir saman. Bændur hafa horft á og hinir miklu búmenn hafa brotið heilann, hvað gera skyldi. Málið hefir verið athug- að og dómar upp kveðnir, sem hljóðuðu svo: “Það megnar eng- inn mannlegur máttur að standa móti áhrifum vindsins og sands- ins, hann verður að fjúka og landið að blása, en bændur að flýja.” Þetta var gert, verkin sýna merkin, bæjarrústir, kirkjurústir, gamlir þingstaðir og heil héruð í augn, veggjabrot og grjóthrúgur sýna hvar bólstaðir forfeðranna voru. Stöðugur flótti frá einum stað til annars, frá einni jörð til annarar. Gróðurlendið minkaði, auðnirnar stækkuðu. Landið varð fátækara og býlunum fækkaði. Einn djúphygnasti sveitarhöfð- inginn kendi sveitungum sínum “að fá sem mest, en láta ekkert.” Maður kendi manni þessi merki- legu hyggindi. Landið var rænt, en ekki ræktað; rányrkjan hefir nú sýnt, hvert stefnir, og nýr á- hugi og nýr skilningur hafa breytt þeim gamla og skaðlega búmensku anda, “að fá sem mest, en láta ekk- ert.” Nýtt “mottó” er nú að læð- ast inn á hvert heimili, það er að rótfestast í hugum flestra bænda, “'Mottóið” er: “gerðu garðinn frægan.” Bóndinn, börnin, hjúin þurfa að taka höndum saman um að hlynna að býlinu. Frjóefni jarðarinnar þurfa að fá að njóta sín. Ljósgeislar, lífdaggir nátt- úrunnar, megna að vinna á móti eyðandi stormum og sandfoki hér á landi, ef síngirnin er ekki látin ráða. Landið getur ekki fætt ís- lendinga um aldaraðir, ef af því er tekið sem mest og ekkert fyrir það gert. Þá fjölgar rústunum og fækkar býlunum. Þá verður stöð- ugt undanháld og auðnir stækka. ísland ræktað og vel bygt að húsum, og mannað af mentuðu og dáðríku fólki, er það sem skapa á nýja tíma, nýtt framtak, trygga framtíð og traust viðnám. Sá gerir ekki garðinn frægan, sem lifir fyrir síngirnina eingöngu, “að fá sem mest, en láta ekkert.” Sá gerir garðinn frægan, sem vinnur fyrir þá, sem á honum búa á komandi tíma. Þeir vinna fyr- ir landið, sem gera það byggilegt og lífvænlegt fyrir þjóðina í fram- tíðinni. Metum verðmæti .gróðurmbld- arinnar. Heftum sandfokið, græð- um auðnirnar og byggjum upp gömlu höfuðbólin, og höldum þeim býlum við, sem í bygð eru, gott er að fjölga þeim og reisa nýbýli — en mikils er líka um það vert að halda þeim við og bæta þau, sem nú eru bygð. 28. júlí 1929. —Tíminn. G. Kr. Frá Islandi^ Frá Patreksfirði. NýQátinn er Þorsteinn Árnason á Patregsfirði, fyrrum bóndi á Felli í Tálknafirði. Hann fanst örendur skamt frá heimili sínu, hafði orðið bráðkvaddur. Þor- steinn heitinn var 62 ára. Hann var dugnaðarmaður, sem gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sinni sveit. Um miðjan ágúst andaðist á Patreksfirði Anna Helgadóttir.— Hún var gift Guðmundi Þórðar- Byni útvegsbónda. Hún lætur eft- ir sig 9 börn, og eru flest þeirra í ómegð. Anna heitin var gáfuð kona og fróðleiksfús, sem notaði hverja tómstund til þess að lesa blöð og bækur. Hún var stilt kona og prúð, heimilisrækin og vann í .kyrþey að því göfuga starfi, að ala vel upp börn sín. Framkoma hennar vakti traust og virðing allra, sem nokkur kynni höfðu af henni. (úr bréfi.). Siglufirði, 5. sep. Einstök herpinótaskip hafa feng- ið smáslatta síldar þessa viku, helzt í Eyjafjarðarmynni. Lag- netaveiði í Dalvík og ólafsfirði tvær nætur. Reknetaveiði engin. — Þorskafli ágætur. Næg beita. Talsvert af síld hefir verið lagt inn á íshúsin siðustu daga, því ekkert er saltað. Reykjavík 7. sept. í nýkomnum norskum blöðum er skýrt frá því, að í Stafangri hafi nýlega orðið að kasta 150 tunnum af íslenzku saltkjöti, því við skoðun kom í ljós, að kjötið var stórskemt og alls ekki manna- matur. Eigandi kjötsins hafi þarna beðið um 16 þús. kr. tjón. Hafa blöðin eftir norskum dýra- læknum, að þetta sé ekki í fyrsta skifti, sem íslenzkt saltkjöt hafi reynst illa verkað, þegar það kom til Noregs. Undanfarin tvö ár hafi oft komið saltkjötstegundir frá íslandi, sem kjðtskoðunar- menn í Noregi hafi verið í vand- ræðum með; kjötið hafi verið illa saltað og lögurinn fúll. —' Mgbl. Farsóttir og mannadauði í Rvík vikuna 25. til 31. ág. (í svigum tölur næstu viku á undan). Hals- bólga 62 (77), kvefsót 54 (48)k kveflungnabólga 2 (0\ gigtsótt 2 (1) , iðrakvef 46 (74)k mislingar 1 (2) , hettusótt 2 (4)i, taksótt 9 (1), umferðargula 1 (4), munnbólga 0 (3), impetigo 0 (l)t- Mannslát 2 (6). G- Skýrsla um Ungmennaskólann í Reykjavík er nýkomin út. Skólinn tók til starfa 1. okt. í fyrrahaust og var sagt upp 30. apríl. Skólinn starfaði í 2 stofum Stýrimanna- skólahússins, og var þetta starfs- ár aðeins einn bekkur, sökum þess að fáir óskuðu upptöku í 2. bekk. í skólanum voru 47 nemendur í 2 deildum 1. bekkjar, en í kvöld- deild nutu 17 nemendur kenslu. — Mgbl. Tímarit iðnaðarmanna, apríl— júní heftið, er komið út. Frágang- ur ritsins er sem fyr hinn prýði- legasti. Þar er grein um starf- semí iðnráðsins. Hefir það haft með höndum góða starfsemi í þágu innlendrar iðnverndar. Ráðið hef- ir komið því til leiðar, að tilboð í verk fyrir hið opinbera eru að- eins tekin gild frá fagmönnum. Þá er grein um innlenda leir- brenslu eftir (Björn Björnsson. Grein er um búð iðnaðarmanna á Þingvöllum, er félagið hefir í hyggju að reisa fyrir 1930 og nota síðan til sumardvalar fyrir með- limi. Loks er skýrsla Iðnskólans í Reykjavík. í skólanum voru 239 nemendur í byrjun, en þegar fram í sótti 233 sökum þeirra, er skár- ust úr leik. Milli iðngreina skift- ust nemendur þannig: Járnsmíða- nemar 47, trésmíðanemar 46, mál- unarnemar 33, múrsmíðanemar 32, húsgagnanemar 30, raflagnanem- ar 10, bökunarnemar 8, blikksmíða nemar 5, prentnemar, veggfóðr- unarnemar, skipasmíðanemar, 4 af hverjum, bókbandsnemar, úr- smíðanemar 3 af hverjum, hús- gagnafóðrun, klæðskurður 2 nem- endur og við hitalagnir, móta- smíði, steinsmíði, körfugerð og vélavirkjun einn af hverjum nem- enda. 14 kennarar störfuðu við skólann, auk skólástjóra. Burt- fararpróf var haldið í lok skóla- árs og útskrifuðust 55 nemendur. Hæstu einkunn hlaut Sveinbjörn Gíslason múrsmíðanemi, ágætis- einkunn 5,67. Stjórn skólans skipa hinir sömu ménn og áður. Húsnæðisvandræði eru mikil hér í bænum, um þessar mundir. Sagði byggingafulltrúinn Mgbl. í gær, að venjulega hefðu þeir, sem hús byggja, leigt hverja smugu í þeim um það leyti, sem byrjað er að grafa fyrir grunni þeirra. Elliðaárstíflan við Árbæ verð- ur fullgerð í þessum mánuði. — Með henni stækkar rafveitulónið að mun, afl stöðvarinnar eykst dá- lítið, og minni hætta verður á renslistruflunum vegna kraps og þessháttar, en hingað til hefir ver- ið. Byrjað er að stífla vatnið á Elliðaárvatnsengjunum. — Mgbl. Tvö erlend félög hafa látið þess getið, að þau væru til með að gera tilboð í Sogsvirkjunina, og jafn- vel útvega fé. Eru það Simens og Schuckerts í Berlín og Kampmann, Kjerulff og Saxild í Höfn. Hafa félög þessi haft menn hér til þess að rannsaka staðhættina. Tilboð í útvarpsstöðina hafa komið 5 til landssímastjóra. Gert er ráð fyrir að stöðin kosti alls um 650 þús. kr. Tvær bátabryggjur eru nú í smíð- um í Keflavík; er þeirra mikil þörf, því aðeins ein bryggja var þar fyrir, og þröngt um vertíðina. Von er á tveimur nýjum mótor- þátum til Keflavíkur í haust; eru bátarnir í smíðum í Noregi. Stór karftafla kom upp garði Jóns Pálssonar fyrv. bankagjald- kera við Laufásveg. Var hún 380 gr. — Mgbl. Nýir verkfræðingar útskrifaðir frá fjölvirkjaskólanum (Polytekn- isk Læreanstalt)í í Kaupmanna- höfn s.l. vetúr, voru þeir Helgi Sigurðsson, Jónssonar bókbindara í Reykjavík (heilbrigðisverkfræði) og Jakob Gíslason, 'læknis Péturs- sonar á Eyrarbakka (rafmagns- verkfræði). Helgi ér kominn hing- að til bæjarins og starfar að land- mælingum, en Jakob hefir síðan hann lauk prófi starfað hjá raf- vélaverksmiðjunni Titan í Kaup- mannahöfn. — Mgbl. Hundrað ára afmæli fjölvirkja- skólans í Kaupmannahöfn var haldið háíðlegt síðustu dagana í ágúst. Var í sambandi við það efnt til norræns verkfræðinga- móts. Var forsæti mótsins skip- að fimm mönnum, einum frá hverju Norðurlanda. Hafði Geir Zoega vegamálastjóri forsæti fyr- ir fslands hönd. Þátttakendur mótsins héðan voru auk hans Th. MARTIN & CO. Fyrir konur FUR-TRIMMED COATS $19.75 til $85.00 FYRIRTAKS KJÖR Á ' FUR C0ATS 10% NIÐUR og afgangur í vægum mánað- arafborgunum. Kaupið þau nú og hafið not þeirra allan veturinn. Seal, Muskrat, Persian Lamb, Goat og Wombat. $65.00 til $265.00 KJÓLAR Ur miklu að velja Fegurvta snið, sem á við öll tækifæri. $12.95 til $35.00 EASY PAYMENTS, LTD. Hin mikla EASY PAYMENTS STORE SELUR READYTO WEAR og FURS Með sérstökum kostakjörum Lítil niðurborgun nægir, og af- ganginn má greiða gegn þægi- legum mánaðarborgunum. — Opið á laugardögum til kl. 10 á kveldin. MARTIN St CD, EASY PAYMENTS, LTD. Portage and Hargrave. 2nd Floor Wpg Piano Bldg. KARLMENN! Þér gleymið verðinu en þér minnist lengi góðs sniðs og frágangs á föt- um yðar Yfirfrakkar Barrymores, Chinchillas, og Tweeds, Camel Hair og Pile — $19.75 til $75.00 Alfatnaðir Tweeds, Worsted, Serges, ein- og tvíhnept, vestin tvíhnept ef vill. $24.45 til $49.50 CUNARD LINE 1840—19*9 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. IH53 Juper At*. edmonton 1M Plnder Block SASKATOON 411 Lancaster BldJ. CALGARY 27» Maln St. WINNIPEG, Man. 36 WelIlnRton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. MONTREAL, Qut. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Qqebec. Eitt, sem mælir með því að ferðast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma viS í London, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir NorSurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd- um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnuikonur, eSa heilar fjölskyldur.— ÞaS fer vel um frændur ySar og vini, ef þeir koma til Canada meS Cunard línunni. SkrifiS á ySar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendiS bréfin á þann staS, sem gefinn er hér aS neSan. öllum fyrirspurnum svaraS og ySur aS kostnaSarlausu. Krabbe vitamálastjóri, Helgi F. Eiríksson skólastjóri og Jón Þor- láksson. Heyrst hefir óánægja manna út af því ákvæði lögreglusamþyktar- innar, sem takmarkar útivist barna á kvöldin. Halda sumir því fram, að ákvæði þessi séu of væg. — En hér er við ramman reip að draga, eftir því sem lögreglan segir. 1 fyrravetur lét lögreglu- stjóri athuga þetta mál, og voru lögregluþjónar látnir hafa tal af börnum, sem seint voru úti á kvöldin. En þeir fengu oft þá skýringu á útivist þeirra, að for- eldrarnir væ'ru ekki heima, og hefðu þau sagt börnunum að vera úti á meðan þau sjálf væru að heiman. — Mgbl. I LOFTINU. Með ári hverju fjölgar því fólki, sem notar flugvél til þess að komast sem fljótast milli stór- borganna í álfunni. Nú er það al- gengt, að menn borði morgunverð í London, miðdegisverð í Berlín og eru komnir aftur til Lundúna að kveldi hins samá dags. Þeir, sem ferðast mikið í flugvélum, reka sig fljótt á það, að erfitt er að hafa eins mikinn farangur með sér, eins og menn eru vanir að hafa, er þeir ferðast á sjó eða landi. Hafa margir því tekið upp þann sið, að skilja eftir alfatnaði og aðrar nauðsynjar 1 gistihúsum ýmsra borga, svo þeir þurfi ekki neitt að hafa með sér, er þeir fljúga á milli. Einkennilegur sið- ur hefir og rutt sér til rúms í Lundúnum, á síðari árum. Þar er eins og kunnugt er, mjög al- gengt, að konur bjóði vinkonum sínUm til tedrykkju síðari hluta dags. En síðan flugvélarnar eru orðnar dagleg farartæki, hafa rík- ismanna konur tekiÓ upp þá venju, að leigja flugvélar fyrir tedrykkjur þessar. Fara þær með vinkonum sínum í bílum út á flug- völl borgarinnar, stíga þar upp, í flugvélina, setjast í þægilega hæg- indastóla að tedrykkjunni, en flug- vélin lyftist til flugs og svífur yfir stórborginni, meðan konurn- ar drekka te, borða kökur og tala um daginn og veginn. — Lesb. SKÓLASKIPIÐ “KÖBENHAVN” hefi farist. Sendiherrafrétt í gær (10. sept.) segir, að nú séu menn úrkulavon- ar um, að hið danska skólaskip, '“Köbenhavni”, sé ofansjávar. 1 alt sumar hafa menn haldið sér við þá von, að vera kynni, að skip- ið hefði hrakist af leið, og kæmi ekki fram vegna þess, að það hefði laskast, strandað eða orðið fast í ís. Þá ^ von bygðu menn, meðal annars á því, að sézt hafði til seglskips frá eyjunni Tristan da Cunha í janúarmánuði, en “Köb- enhavn” fór frá Buenos Ayres þ. 14. desember áleiðis til Ástralíu. | Nú loks er það komið á daginn, að skip það, sem eyjarskeggjar á “Tristan da Cunha” sáu til í jan- úar, var ekki “Köbenhavn”, held- ur finskt skip. Er sú vitneskja var fengin, ákvað stjórn Austur- Asíu félagsins, að láta leitina hætta. Hafði félagið nýlega gert samning við flugmenn að taka þátt í leitinni, en úr því verður ekki. Vélskipið Mexico hefir verið í leiðangri suður í höfum síðan í vor í leit eftir “Köbenhavn”, en er nú kallað heim. Alls hefir nú leitin kostað Austur-Asíu félagið um eina miljón króna. Mælt er, að sjófróðir menn lítí svo á, að “Köbenhavn” muni hafa íarist í hvirfilbyl í Atlantshafi í janúarmánuði. Skipið var eign Austur-Asíu- félagsins. Á því var fjöldi ungra pilta, er voru að læra til sjó- mensku. — Mgbl. Are You Warm? The cold weather will soon be here; in fact the evenings are chilly enough now to make a fire necessary for real comfort. Select a stove or heater now, get one that will þe economical and efficient in this timely SALE OF STOVES and HEATERS Any Stove or Heater to your home at once. The balance conveniently spread over many months if you wish. “GOOD CHEER” RANGE Iliglily nickeled, ncatly deslgned range with enamcl liigli closct, Iwtck and door and oven door. Tlie four-holo top is beautifully polislied and eosily kept cletin. The snioke pipe is at tlie back of the high closet, giving tlie maximum eooking space on top. Guaranteed in every respect. Special Sale Price ...... $64.50 COOKSTOVES Inexpenslve hut constructed along the same lines as the larger stoves. This four-hole “Good Cheer” stove is a perfeet baker. Tlio stecl body and dup- lex rollcr grates are features in this special value. Special Sale Price . $29.75 PILOT RANGE An excoptionally largc six-liole range fnlly nickel trimmcd with cnamel high closot oven door. It has a pollshcd stcci top, large oven, pouch fecd door anrt burns any klnd of fuel. Complete with reservoir. Only a few to clear. Regtilar S115.00 value. Special Sale Prioe $79.50 “GOOD CHEER” RANGE A quality range reasonably priced with a nickel trim- med higli closet. This most popular sized range necds no introduction from a servioo standimlnt. Takes a minmum spaoe hut amplc room for baking and cooking. Not a fancy rango but bullt to give satistaction. Special Sale Price $49.85 i’hoí'jr TRADK 1N YOIJIS OLD STOVE OR HEATER ON 86 667 ONE OF SPECIAL Sl'EClALS “GOOD CHEER” CABINET CIRCULATOR A Sturdy, well propórtioned style wlth largc circu- lating flues, the top surfaoe being flat provides more radiating surfaoe and has two lids and nickeled stands. Tliis most modcrn design draws tlie cold air from the floor into the flues and will give better ser- viee tlian the ordinary style. Aiiotlier\feature is the open grate miea doors wltli spark guard. No. 65—Special Sale Price................$45.00 No. 55—Special Sale Price ...............$39.75 OPEN GRATE HEATER Ncat in appearance the squnre IxKly gives inore radlating surfaoe than tlte round style. Good draft control roller grates, and foldiug opening grate doors add economy and api)ear«nce to this splendid heater., Special Sale Price ... $29.75 “GOOD CHEER” SQUARE HEATERS Kconomical and cfficient heaters that will compare with highcr priced styles in servioo ivnd fuel savers. Duplex rollcr grates, two oooking llds at top, square body, good draft control are featurcs of merit. Made in four sizes: No. 710—Special Sale Price .................$19.75 No. 712—Special Sale Prioe .................$22.75 No. 714—Special Salc Price..................$27.95 No. 716—Spocial Sale Prioe .................$33.25 Tlic same hcater as above with cxtrn nic.kcl decora- 10 p.m. No. 714—Special Sale Price .................$35.00 No. 716—Special Salo Prioe .................$39.75 Trade in Your Old Fashioned Furniture for New—See Our Exchange Department “The Reliable Home Furnishers" 492 Main Street - Phone 86 667 Storo Hours: 5.30 a.m. to 6 p.m. Satnrdays: 8.30 a,m. to 10 p.m.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.