Lögberg - 30.01.1930, Side 2

Lögberg - 30.01.1930, Side 2
Bla. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR 1930. Fréttabréf % Eftir Brl. Johnson. Los Angeles, Cal., 14. jan '30. Kæri ritstjóri Lögbergs! Mig langar til aÖ ónáöa þig með fáum línum héÖan. Það hefir hér ýmislegt borið til tíðinda, er mig langar til að skrifa þér uin. Hér fórust tvær flugVélar með 10 mönnuin, frá Max Gold Studio myndafélagi í Hollywood. Menn þessir voru aS taka hreyfimyndir fyrir utan tanga, er nefnist Point Vicent, og rákust þar flugvélarnar hvor á aðra, á 4000 feta hæð, og hröpuðu þaðan ofan á sjávarbotn, á 327 feta dýpi. Þetta voru alt merkir menn á bezta aldri. Þekt- astir þeirra, er þarna fórust eru taldir aÖ vera þeir Max Gold og Kenneth Hawks, hann'var giftur Mary Astor, hreyfimyndastjörnu, er margir karinast við, og átti hann aÖ sögn mjög rík foreldri í Pasa- dena. Hér hafa gengið undraverÖ- ir þurkar, þar til nú 7. þ. ! m., að þaö kom sæmilegt regn, en j það kom 2)4 mánuði of seint, svo! ýmsir ávextir, eða aldin, hafa liðið | við þurkana, og þar af leiðandi tap- | að gæðum. MikiÖ láta Los Angeles dagblööin yfir árinu sem leið; telja þau margt fram því til sönnunar. Telja þau þaÖ eitt af allra markverð- I ustu undanförnum árum borgar- j innar, í stórkostlega auknum iðnaði og peningaveltu, o. s. fvr. Eitt hiÖ helzta atriðið mun þó vera það, hve j mikið hefir áunnist að bylta frá | völdum, mörgum af hinum illa þokkuöu stjórnar yfirvöldum borg- j arinnar. Sumir af þeim töpuðu : völdum, áður en tímabil þeirra var | útrunnið, og hafa hrept frangelsis- j vist í ofanálag. NokkuÖ sem aldrei hefir komið hér fyrir áður i stjórn- arfari borgarinnar. Hinir nýju, er komið hafa í stað þeirra sýnast að reynast mjög vel enn sem komið er. En hvað lengi það varir, vita menn ekki. Sá, er tók við District At- torney embættinu er maður að nafni Buron Fitts. Hann er vafa- laust duglegt yfirvald og fráhverf- ur því að taka mútur. Hann er afturkominn hermaður, var lengi í skotgröfum á Frakklandi og særð- ist þar, hafði í þá daga engan póli- tískan bakhjarl, til aÖ halda sér í burtu frá voðanum. Hann gengur nú á tréfæti og er víst að sögn, sára heilsulítill maður, þó virðist hann ekki falla í stafi fyrir illa þokkuÖ- um pólitískum valdsmönnum og miljónamæringum, er brjóta lög. Hefir hann nú þegar sýnt það á svörtu og hvítu, með því að gera sér þar engan mannamun. Fyrsta frægðarverk Buron Fitts mun hafa verið að taka upp mál Alberts Morrco. Hann var að sögn mljón- eri, ítalskur að ætt. Hann hafði lengi verið aðal forstöðumaður'þess, félags er nefnist undirveröld funder world), reglulegir þorpari og af- brotaseggur í alla staði, en stóð í skjóli gamals fyrverandi lagaleysis og yfirlögreglunnar. Morrco þessi var alment nefndur Vice Lord, og enginn virtist voga að honum, enda hafði hann stóran flokjc með sér af alls konar illþýði. Lét stela ung- um og saklausum stúlkum, og koma þeim á ýms hús, er hann átti, og sem kölluðust húsin með rauðu ljósunum. ('Rauður litur táknar hættu). Þá átti hann einnig stóran Bark er hann hafði stjórað niður 20 mílur undan landi. Þar mun hann hafa haft sína aðal vínverzl- un. Barkur þessi var nefndur Jo- hanna og f lestir könnuðust við hana. Þar, að sögn, hólt Morrco sínar aðal veizlur, og bauð þangað stór- herrum af sinu tagi. Svo átti hann eitt af þessum stóru gömlu spönsku seglskipum; það hafði hann bundið við aðal bryggjuna í Venice, því það er aðal baðstöð, og um leið stærsta skemtistöð hér við hafið. Þar er í meira lagi mannmargt allan ársins tíma. í því hafði hann reglulegt greiðasöluhús og fékk að því mikla aðsókn af HoIIywood fólki. En svo fóru leikar að Morrco skaut þar mann, er átti heima í Hollywood. Sá maður átti þar góða ættingja, er ásökuðu hann um morðið. Lengi komst hann samt undan því í flæm- ingi, og var látinn dansa laus móti $75,000 dala ábyrgð, þar til Buron Fitts, tókst að fá Albert Morrco dæmdan í margra ára fangelsisvist. Fyrst var hann lengi vel hafður hér í Los Angeles fangelsinu. En svo þegar nýi borgarstjórinn John C. Porter, náði kosningu síðastliðið sumar, fór hann litlu síðar að grenslast eftir ásigkomulagi fang- anna. Fann hann þá Morrco í helzt til of miklum sóma og yfirlæti, því blöðin sögðu að hann hafi haft þar nóg vín og vindla; svo gátu þau þess, að einhver undir vernd lög- gæslunnar hafi þar litla verzlunar- búð í fangahúsinu. Mér datt i hug þegar eg las um þetta, að auming- inn hann Ingólfur Igólfsson okkar, hefði betur verið kominn í svona varðhald, svo hann hefði getað eytt peningum sínum þar, sjálfum sér til gleði og ánægju. ) - ■ 'i" ■ ........... Nú lét Porter borgarstjóri fljót- lega taka þetta frá Albert Morrco, og varð hann að sætta sig við verri vist um tíma, þar til hann var flutt- ur burt til ríkisfangelsisins, og þar er hann nú og er orðinn þar yfir-matreiðslumaður, og er mikið af honum látið. Það er víst á allra vitund, þeirra er lesa hér blöðin, að Buron Fitts hefir gert vel síðan hann tókst á hendur þessa vandasömu stöðu. Hann virðist heldur ekkert kæra sig, }>ótt hann eignist óvini, heldur hugsar hann meira um skyldu sína og réttindi fólksins. Þanig er það líka með Porter borgarstjóra. Hánn hefir bylt mörgum frá, er hafa haft ábyrgðar- stöður hjá borginni og reynst illa, og nú þegar lagað ýmislegt fleira, þó hann hafi ekki enn fengið eins mikið orð á sig, eins og Buron Fitts, er jókst við málaferli Alex- ander Pantages hjónanna. Svoleiðis byrjuðu þau, að frú Pantages var kærð fyrir að keyra bíl drukkin, og varð um leið fyrir því slysi að drepa japanskan garðyrkjumann, er hafði fyrr stórri fjölskyldu að sjá. Buron Fitts hélt því máli fram á hendur Mrs. Pantages, fyrir hina fátæku japönsku ekkju, og vann málið að því leyti að frú Pantages var af kviðdómi dæmd sek, en fyrir henn- ar heilsuleysi var hún samt ekki sett í fangelsi, heldur ráðstafaðist það þannig að frú Pantages borgaði japönsku ekkjunni áttatíu og sjö þúsund og fimm hundruð dali fyr- ir manninn hennar. Svo ef frú Pantages hagaði sér vel framvegis þá fríjaði það hana við fangelsi. Nú næst á eftir þessu, þá kom á hendur Buron Fitts, nauðungarmál á móti Alexander Pantages sjálf- um, er vakti afarmikla eftirtekt, því inaður þessi er grískur að ætterni, kom til þessa lands fyrir 40 árum síðan með ekki neitt. Hann fór til Alaska þegar í byrjun að gull fanst þar, og vann þar fyrst við diska- þvott á matsöluhúsi. Þar komst hann í kynni við ameríska dansmey, er síðar fékk nafnið Klondick Kayte, og hún þénaði þar svo mikla jænnga, að hún hjálpaði Pantages til að koma þar upp hreyfimynda- sýning. Þau dvöldu þar 18 ár, samt giftust þau aldrei og Kayte varð allslaus nokkru síðar og tók þá heimilisréttarland í Oregon-ríkinu, og býr þar enn ógift. Útdráttur úr æfisögu hennar var hér í blöðunum um tíma. Blöðin hafa einnig get- ið þess, að Pantages hafi verið bú- innað' eignast 45 leikhús, sem hafi verið dreifð alla leið frá New York til Los Angeles, og hér átti hann eitt af hinum allra stærstu leikhús- um, er nefnist Pantages og stendur hér á Hill og Sjöunda stræti. Mál Pantages var þvælt í þrjár vikur, og sagt að það hafi kostað Los Angeles borg þrjátíu og tvö þúsund dali, og verður að taka það út úr skattgreið- endum og eins fyrir mál konu hans. Þó sagt sé að hjón þessi séu 20 miljón dala virði, fóru svo leikar að síðustu að Pantages var fundinn sekur, þó hann játaði aldrei neitt, og heldur því enn fram að hann hafi orðið fyrir röngum áburði. En stúlka þessi er hann þvingaði og smánaði var að eins 17 ára og fyrir það er sekt hans þyngri. Varðar ef til vill 50 ára fangelsisvist. Nú situr Pantages í varðhaldi og unir hag sínum illa. Það er álitið að hann fái ekki mál sitt tekið fyrir á ný. Hann er sagður 56 ára. Hann á þrjú börn og uppeldisdóttir, er fá nú samt að heimsækja föður sinn daglega. Það er álitið að ef Pan- tages hefði verið meðlimur ameríska miljónafélagsins, þá hefði hann á einhvern hátt verið klóraður út úr Jæssum sínum núverandi vandræð- um.— Nú langar mig til að minnast ofur- lítið á hin nýafstöðnu jól. Allir skólar hér tóku sér hvíld hinn 16. desember s. 1. og tóku svo til starfa 2. þ. m., samt var farið að auglýsa jólavarninginn löngu áður. Það er eins og verzlunarvaldið hér, ekki síður en víða annarstaðar ætli alveg að tryllast fyrir jólin; máske nokk- uð i ábataskyni, eins og gengur. Þó virðist ekki vera hægt að neita því, að mikið gerir verzlunarlýðurinn til þess, að gera þau góð og gleðileg. Broadway var skreyttur á löngu svæði. Friðarbogar reistir og lyng- klæddir vírar, ljósastaurar klæddir og annað því um líkt. Alstaðar jóla- tré, í öllum búðargluggum og íveru- húsum, sótt alla Ieið norður í Oregon. Fólk notar hér silfraðan pappír og baðmull í eftirlíking snjós, því hér snjóar aldrei. Nú var tekið til að áminna fólk í blöð- unum, um að koma sem fyrst jóla- gjöfum sínum í póstinn. Eins og nærri má geta, þar sem borgin telur nú íbúa næst um því miljón og hálfa, þá væri ekki þægilegt fyrir pósthúsin að fá flesta þeirra til sin sama daginn. Stóru búðirnar geng- ust víst fyrir því að hafa hér stóra skrúðgöngu. ýEkki man eg hvaða dag það varj. Henni fylgdi skraut- búinn vagna er hreindýrspar gekk fyrir, og hinn gjafmildi Helgi Kláus þar í broddi fylkingar, en hvort Hægðaleysi veldur miklum veikindum Hægðaleysið hefir mikil og ill áhrif á öll líffærin. Pað orsakar meltingar- leysi, nýrna- og blöðru-sjúkdðma, verki I maganum, svefnleysi, megrun og magnleysi. Pað veikir taugakerfið og veldur margskonar fleiri veikindum, en hér eru talin. Nuga-Tone kemur meltingunni fljðtt i gott lag. pað hreinsar ðholl efni úr líkamanum og styrkir taugarnar og vöðvana og öll helztu líffærin. Reyndu Nuga-Tone I nokkra daga og þú munt fljðtt komast að raun um að það er hinn ágætasti heilsu- og orku-gjafi. Nuga-Tone fæst hjá öllum, sem selja meðul. Ef lyfsalinn hefir það ekki við hendina, þá láttu hann útvega þér það frá heildsöluhúsinu. þeir höfðu þar eftirlíkingu af Jósef og Maríu með barnið, veit eg ekki. Þannig og með mörgu fleira var starfað hér að undirbúning að hinni mest elskuðu hátíð mannkynsins. Hér í Los Angeles er flest stórkost- legt; mannfjöldinn mikill og átökin stór, þegar þau, sem sjaldan ber við, verða almenn. Stórar og smá- ar kristilegar stofnanir fmissions) eru hér aöal starfskraftarnir til að hjálpa hinum sjúku og snauðu og eðlilega láta þær sig mestu varða Jtað um J>ær mundir er mest á að minnast þess konungs, er fyrstur kom með það kærleiksljós og rétt- læti. Er heimurinn verður að með- taka að fullu, annaðhvort með illu eða góðu, fyr eða síðar. Undir okkar löngu og erfiðu veik- inda kringumstæðum höfðum við hjónin góð og ágæt og kærleiksrík jól. Tveim dögum fyrir jól, fóru að koma til okkar jólagjafir. Fyrst kom Miss Jennie Johnson, mjög myndarleg íslenzk stúlka, er lengi hefir unniS hjá riku fólki í Pasa- dena, og er þar enn. Hún færði okkur þrjú blómabindi og stóra jólaköku. eins og þær voru búnar til heima á okkar gamla Fróni, nema hvað hún sjálf hafði skrifað á hana gleðileg jól með rauðum kvoðusykri. Síðar komu tvær ís- lenzkar konur til okkar með stóran kassa fullan af kryddsykri og fall- egt jólakort frá kvenfélaginu Ögn. ÞaS félag var víst mestmegnis stofnað af tilhlutun Ingibjargar ekkju G. J. Goodmundssonar á ein- hverju því timabili er þau hjón lifðu hér í Los Angeles. Eftir hádegi á aðfangadaginn kom Guðný dóttir okkar frá vinnu sinni neðan úr að- alborginni. Hún hefir unnið þar á fjórða ár i sömu skrifstofu sem hraðritari. Hún var með fult fang af jólagjöfum enda hafSi henni gefist mikið. Skrifstofustjórnin hafði gefið henni 50 dali og ýmis- legt fleira. Svo gaf eitthvað af samverkafólki hennar henni sjö silfur dali og einn hálfan silfurdal i pinulitlum barnssokk m. fl. Nú fór óðfluga að líða að hátið- inni og þegar klukkan var orðin sex, heyrSist okkur einhver þys úti fyrir húsi okkar. Við höfðum eigi tíma til að aðgæta þaS neitt fyr en einn af drengjum E. J. Shield lyf- sala opnar hurðina hjá okkur og segir við eigum að opna gluggann hjá Þorbjörgu fkonu minni). Eg leit út og sá þá að þar var komin Mrs. Shield og kona með henni, sem mun vera einn af skólakenn- urunum í þessu nágrenni, og langt yfir 20 skólabörn með þeim, og létu þær börnin syngja jólasönginn “Silent Night” sama og “Heims um ból”J o. fl. Fyrir utan glugg- ana. Söngurinn var eins og ein þýð barnsrödd og fanst mér það eiga vel við þessa minningar stund, fæð ingu frelsarans. Jólin voru nú kom- in, og hin helga nótt tók nú völd dagsins í faðm sér, en dimma henn- ar hér hvarf inn í hin mörgu raf- ljós og bjarma þeirra, en eg og allra helzt konan fórum að greiða dögginni tolla sina. En tár hjá geisla gefur frið og ró. Eg leit svo út litlu síðar um kvöldið og sá þá hvar tvær ljósum skreyttar flug- vélar voru á sveimi yfir aðal stór- byggingúnum aS mér virtist, og eitt kastljós, en eg er nú heimskur í samlíkingum að mér fanst þær vel geta táknað Jósef og Maríu og ljósið kenning Jesú Krists. Þetta var tignarleg sjón að nóttu til og ljósbjarminn er hvildi þá yfir þess- ari fögru borg vafði hana að sér eða hún hann. Þessi borg hefir aldrei látið snjókerlinguna frænku veðramannsins breiða hér ábreiðu sína á hennar jörS, en svo ræður hún því ekki sjálf. Og sem sagt, við alt þetta athugað virtist mér að borgin gæti þó lofað hinni helgu nótt kyrð sinni, J>ó ekki væri til meira mælst. En þessar athuga- semdir eiga ekki við í fréttabréfi Á jóladaginn fyrir hádegi færði Mr. Shield jólatré sitt yfir í okkar hús. Það var prýtt með smágerðum mis- litum rafljósum og öðru vanalegu jólatrésskrauti og setti Mrs. Shield þaS fyrir aftan rúmgafl Þorbjargar svo hún gæti notið þess að sjá það. Litlu þar á eftir kom hin dóttir Þorbjargar og hún lætur nú ekki viljandi , ganga mikið að móður sinni, og sama er óhætt að segja um mann hennar, Hannes Péturson og Maríu litlu dóttur þeirra. Þau færðu nkkur ýœsar jólagjafir og steikt turkey, eða part af því. Þú sérð nú herra ritstjóri, að eg er ekki að blása sjálfan mig upp af engum ástæðum, því mig langar til að línur ]>essar flytji bæð skyldum og vandalausum, er gáfu okkur jólagjafir og jólakort, og eins til þeirra er hafa litið inn til okkar á þessu 15 mánaða veikinda tímabili okkar, okkar allra innilegasta þakk- læti og við biðjum guð af hjarta að launa þeim J>að í kærleika síns veldis. Sveinn Thorvaldson var hér á ferð og dvaldi hér hjá bróður- dóttur sinni á gamlársdag og fór heim til sín á nýársdag. Hann lifir bæ er nefnist Exeter. Sveinn er skemtinn í viðræðum og fróður um eitt og annað. Hann er bókhaldari fyrir Fruit Co-operation og hefir haft þann starfa á hendi lengi. Hann sýnist halda sér vel og er ávalt myndarlegur á að lita. Hann sagði að sér og sínu fólki liði ágætlega. Raðið, sem móðir hennar gaf henni reyndist ágœtlega Mrs. Irene Dunbar Talar Lofsam- lega Um Dodd’s Kidney Pills. Kona í Saskatchewan, sem lækn- aðist af bakverk, segir nágrönn- um sínum frá Dodd’s Kidney Pills. Saskatoon, Sask., 29. janúar — (Einkaskeyti)i— “Eg þjáðist af verk í mjóhryggn- um,” segir Mrs. I. Dunbar, 1119 Ave. F. North, Saskatoon, Sask. “Móðir mín réð mér að reyna Dodd’s Kidney Pills, og þær reyndust mér undra vel. Eg hefi Dodd’s Kidney Pills í húsinu. Eg get ekki hælt þeim nógsamlega, 0g eg segi öllum nábúum mínum frá þeim.” Þúsundir manna hafa haft það sama að segja um Dodd’s Kidney Pills. Því ekki að færa sér þeirra reynslu í nyt. Dodd’s Kidney Pills hafa engin áhrif á lifrina eða magann. Þær eru aðeins nýrna- meðal. Þær gera aðeins eitt, en þær gera það vel. Vegurinn til að halda góðri heilsu, er að halda nýrunum í góðu lagi og það gera Dodd’s Kid- ney Pills. Fást hjá ðllum lyfsölum og hjá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toroita 2, Ont. Jón Vídalín og postilla hans 11. Næst er þá að athuga grein hr. Bjarna Jónssonar, “Jon Vidalin og hans Postil”, frá 15. maí 1929., i blaðinu Bjarmi. Greinin er um tvð þúsund og sex hundruð orð (taldist 2,605)« og prýðilega skrif- tjóninu, sem þeir bíði, sé ekki að uð. Fyrri partur hennar er frá- gert, er efst á baugi í sál hins sögn um bók dr. Árna Möller og' mannsins, sem um ræðir,’ — þá skýringar á þeim ritum, sem dr. j verður andi fyrra mannsins harla Á. M. kveður Vídalín hafa stuðst! stirður til grips á flugi því, frá við. Seinni parturinn leiðir í ljósjneðsta heimi til hins efsta, sem persónulegar skoðanir Bjama! andríkismaðurinn Jón Vídalín Jónssonar á Vídalín og verkum fer. hans, og koma þar fram sjálfstæð-l--------- iskröfur fyrir Vídalíns hönd. Þær' Skýringar B. J. á kristinni trú byrja á þessum orðum: “En höf. og tilvitnunum hans í Vídalíns brestur eitt skilyrði, að g ætla, postillu á bls. 112 í Bjarma, eru fyrir því, að hann geti að fullu eins nákvæmar og réttar, eins og séð, hvers vegna að Postilla Vída- mér að minsta kosti hefir auðn- líns varð það, sm hún er.—-Hann ast að skilja þau atriði. Telur þekkir ekki til hlítar eðlisfar hann auðsjáanlega, að Vídalín þeirrar þjóðar, sem hafði Vídalínjhafi tekið bækurnar í sína þjón- að kenniföður um hundrað ára skeið, eða lengur.” Bendir höf. (J. B.) þá á drög- in, sem legið hafi til þess, að Vída- lín varð það sem hann var, að ustu, af því þær dugðu svo vel til svipunnar, þarfarinnar sem um ræddi, en að hann sjálfur hafi átt sjálfstæða trú, þar sem dr. Árai Möller virðist halda fram, að .T. minsta kosti nokkur af þeim, svo V. hafi verið “smitaður”( I!!) af að sjá má, að hann skilur vel, að annara skoðunum og það svo, að Vídalín var fæddur með sérstaka flest alt, sem hann segir, er bygt sál og sérstakar lyndiseinkunnir,; á þeirri “smitun”, fremur en sál- svo víða, og Ieggja allan þann skilning ,,í sem vér vitum beztan. Má vera, að hér vaki skifting á trú og siðgæði í huga hans og honum finnist sem áherzlan legg- ist meir á það fyrra en það síð- ara, þar sem um J. V. ræðir, verði enn sterkari á trúnni. Yngri tíminn tekur siðfræðina að á- herzluatriði. í engu tilfelli sann- ast, að það síðara gagni, nema bygt sé á því fyrra, en það virðist vera í samræmi við gildandi þroska mannkynsins, að ■ haga tíðum þannig. Mannsálin fær þá sjálf að þreifa á hvað gildir og hvað ekki. Höf. kann því að finnast, að Vídalín hafi prédikað stóru at- riðin fremur en þau smáu. En nú virðist svo, sem öllum beri saman um það, að meðtöldum greinarhöf., enda augljóst af bók- inni, að Vídalín prédiki trú og siðgæði svo samhliða, -að vart er hægt að ætlast til þess af dauð- legum manni, að hann geti það fremur. Mér finst hann því vera trúar- vakningarmaður ekki síður en þjóðlegrar. íslendingar sem kirkjumenn, eru fremur hákirkju- menn en missíónarmenn. Mæt ís- lenzk kona sagði um þá einu sinni, að það væri vandfarið með þá í kirkjumálum. Margir miklir kirkju- menn sjá marga galla á þjóð- kirkju fyrirkomulaginu. Þeir eru þar, því miður, en það eru líka gallar á fríkirkju fyrirkomulag- inu, sem seint munu að fullu yf- irstignir. Persónuleg tilfinning mín, með kirkjuhaldi hjá kristn- um mönnum, þar sem ein þjóð er í landinu, er með þjóðkirkjufyrir- komulaginu, með nægu frelsi fyr- ir heilbrigða strauma utan að. Það mun sannnast, að annað reynist, t. d. íslendingum, ekki betur. En kennimenn þeirra þurfa að vera trúfastir lærisvein- ar Jesú Krists. Svo marga ágæta menn., sem þeir hafa eignast á andlegu sviði, munu þeir né þjóð- in vart eiga prédikara, í hvera þeir geti sótt meiri trú, meiri þrótt, meiri andans eld, en Jón Vídalín. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. sem svo lífið umhverfis hjálpaði til að móta, með hinum hörðu kröfum sínum á hendur þeirri sál; heimtar af henni“ það, sem Vída- lín átti bezt og mest til af og sam- tíðin þarfnaðist mest. Ætti hver maður, sem ann ís- lenzkri þjóð og Jóni Vídalín, að lesa grein Bjarna Jónssonar og í- huga vei, því þó ótal fleiri at- riði megi finna, en þau, sem grein- arhöf. tekur fram, þar sem hægt er að sýna, að Jóni Vídalín, eða postillu hans, er ekki nekt um hársbreidd með öllum vísindum ‘dr. Árna Möller, þá verður fátt fundið, sem sannar það betur en nú staðhæfing, sem B. J. gerir um sína hyggju þar um: “Hann þekk- ir ekki til hlítar eðlisfar þeirrar þjóðar, sem hafði Vídalín að kenniföður” — Það er ein stóra útskýringin á málinu, að dr. Arai Möller þekk- ir hvorki þjóðina, sem Vídalín ritaði fyrir, né Vídalín sjálfan. Að svo miklu leyti sem honum er augljóst, gefur hann sjálfsagt areldi mannsins sjálfs. Hjartamál þessarar varnar, tel eg vera þrjár málsgreinarnar á bls. 112, er svo hljóða: (a) | “Eru líkindi til, að verka- réttlætismenn hefðu fengið Vída- lín á sitt mál Eg trúi því ekki.” (b) Síðustu orð Vídalíns voru þessi: “Eg á heimvon góða,” Sagði hann það af því, að hann væri þess fullviss, að hann hefði rækt allar skyldur, stórar eða smáar, við Guð, sjálfan sig og og náungann? Eg trúi því ekki, því það væri sama sem að spyrja: “Hver yðar getur sannað á mig synd?” Þau orð hefir enginn dauðlegur maður getað gert að sínum orðum.” (c) “Nei, það er sannfæring mín, að “heimvon góða-’ hafi hann haft fyrir trúna á Drottin Jesúm Krist.” Vörn þr. Bjarna Jónssonar er einlæg og föst Og þó mikið beri á virðingu fyrir skrifum dr. A. M., mun B. J. það ávalt til heiðurs, Islendingur segir að vínbannslögin séu ekki vinsœl Vídalín allan bókstafsrétt, en að hann lyítir hendi hinum látna andans rétt getur hann ekki gefið þjóðskörungi til varnar og sæmd- honum allan, sökum þess, að ar- Þegar svo mikið lá við — tap- hann er honum ekki nógu skyld-l aði sér ekki sv°. Þó hann sæi ^t ur, elskar hann ekki nógu vel til mikið frá Dönum, að hann gæfi þess. Danir og íslendingar eru, and- lega talað, mjög ólíkir menn. Þeir fyrri eru praktiskir, sanntrúaðif; veraldarmenning þeirra þífst al- veg aðdáanlega. Trú þeirra, skyldurækni og verklegar fram- kvæmdir, krefja þeim pláss í röð trúarvaloiingarmaður, fremstu menningarþjóða. Gallar hann Þ® að mínum alt varnarlaust í hendur þeirra. Eitt atriði er eg ekki alveg sam- dóma hr. B. J. um, en það er, að Vídalín hafi ekki verið trúarvakn- ingarmaður, samb.: “En þótt Vídalín auðnaðist ekki að verða þá varð skilningi “frumherji frjálslegrar vakning- ar.” Enn fremur segir hann: “Eftir daga hans eignast þjóð vor svo marga sonu, sem heldur létu lífið, en að þeir ræktu ekki skyld- ur sínar við þjóð sína.” Mér er það lítt skiljanlegt, að nokkur maður vilji láta lífið fyr- náð hæstu marki I viðureign við ir þjóð sína, en sé ekki vakandi sjóinn, því það stærsta í lund á skyldum sínum á öðru sviði. þeirra nær sér þar bezt á strik. —| Trúarfesta er undirstaða allrar Gallar þeirra, eða vorir eru:|annarar festu. Sá sem er laus í drotnunargirni og drambsemi, er trú sinni, mun laus reynast víðar. Danir gætu svo aðdáanlega vel Sé trú hans föst og hrein, er þeirra eru harka og skilningsleysi á þeim, sem ekki eiga sama sálar- líf og þeir. íslendingar eru góðhjartaðir draumóramenn, höfðinglyndir, ó- praktiskir, trúa til hálfs því sem trúa ber, sí-Ieitandi um alla veru. Veraldlegar framfarir þeirra hafa íslendingar stofnuðu fyrsta ló'g- gjafarþing, fundu Ameríku og ortu beztu Ijóð á Miðöld- unum. Eftir N. H. G. London, England. — Hvað vita Englendingar um ísland? Ekkert. Mr. Árni Pálsson frá Reykjavík á íslandi, Ihefir komið alla leið frá föðurlandi sínu til að dvelja mán- aðartíma í Leeds.. lEg spurði Mr. Pálsson, hvers vegna hann eyddi frídögum sínum í Leeds, og svaraði hann á þessa leið: “Því ekki? Eg á von á að það verði mjög skemtilegt.” “Við hö'fum milda vetra og hlý sumur,” sagði hann. “Hér er bæði kuldi og úrkoma. Á Islandl er vanalega þurt, þegar kalt er.” Þar eru þrjú kvikmyndahús, eitt leikhús, 12 lögregluþjónar, 20 bíl- ar, eitt tugthús, þar sem eru þrír fangar. En fallegar konur eru i þúsundataki í Reykjavík. “Þeir eru þrír núna.” “Konurnar á fslandi eru yndis- legar,” sagði Mr. Pálsson. “Já, það má nú segja, að þær séu það, íslenzku börnin eru elskuleg líka.” Það er vínbann á íslanui, en I en það gengur ekki sem bezt. ÍJ llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll SAX í HÖNDUM, FROSTBÓLGA, KULDASÁR Vetrarkuldinn veldur sár- indum f andliti ok höndum. Fólk fær sprungur í var- irnar og hann veldur líka kuldabólgu og ltuldablöðr- um. Auk þess, sem þetta er bæði ljótt og veldur sársauka, þá getur það orðið stórhættulegt ef gerl- ar komast inn í opin sárin og geta þar valdið eczema og jafnvel blóðeitrun. Kina örugga ráðið er að nota Zam-Buk, sem hefir að geyma þau jurtalyf, sem græða öll slík sár fljótt og vel. Zam-Buk er bezta meðalið við öllum kulda- sárum. Græðir fljótt og vel og gerir skinnið mjúkt og fallegt. Við brunasárum allskonar og öðrum sárum & Zam-Buk ekki sinn lfka hvar sem leitað er. Ókeypis sýnishorn frá Zam-Buk Co. • Toronto, fyrir lc frfmerki. f I “Þegar vínbannslögin gengu í gildi,” sagði Mr. Pálsson, “þá byrjuðum við að drekka. Vín- bannið hefir aukið glæpi á ís- landi. Áður en vínbannið komst á, voru bara tveir í tugthúsinu, nú eru þeir þrír.” Spánarvín eru þau einu vin- föng, sem löglegt er að flytja til íslands. Var leyft að flytja þau inn vegna þess, að Spánverjar hótuðu að tolla saltfisk frá ís- landi, ef þeir mættu ekki flytja vín til íslands. “Eg man eftir fyrstu whiskey- flöskunni, sem kom til fslands,” sagði Mr. Pálsson. “Það var ár- ið 1890.” Það eru engar járnbrautir á íslandi, og engir morðingjar. — Vinnufólkið nýtur jafnréttis við húsbændurna. Það situr við sama borð og fjölskyldan, og bofðar hinn þjóðlega rétt, reykt sauða- ket með mustarði. “Hvaða land hafði fyrsta lög- gjafarþing?” spurði Mr. Pálsson. ‘Ængland,” svaraði eg. “Ekki var það nú,” sagði Mr. Pálsson. “Það var ísland. Næsta ár (1930) höldum við þúsund ára alþingishátíð.” “Hver fann fyrst Ameríku?” spurði Mr. Pálsson. “Christophe'r Columbus,” svar- aði eg. “Ekki var það,” sagði Mr. Páls— son. “Það var Leifur Eiríksson, íslenzkur vikingur. Hann fann Ameríku árið 1000.” “Hver skrifaði sögurnar? spurði Mr. Pálsson næst. Eg gerði ráð fyrir, að Edgar Wallace hefði gert það. “Ekki var það nú heldur,” sagði Mr. Pállsson. “Það voru íslenzk skáld.” Grein þessa höfum vér þýtt úr blaðinu “Ottawa Journal”, og seljum vér það, sem þar er sagt, ekki dýrara en vér keyptum. Það er vandálaust að sjá, að það sem rangt er með farið, er greinarhöf- undinum að kenna, en ekki Árna Pálssyni. — Ritstj. átt með oss. Það er því eðlilegt, að þegar grundvallaður í sál hans vissasti vegurinn fyrir næmleik fyrir hinn praktiski maðurinn fer að.skyldum. Orki sú taug ekki skoða verk hins, sem ekki á prakt-' að stýra manninum á skyldu- isku að fyrsta einkenni sálar sinn- braut, ar, og finnur, að þar er síður en orka. svo öllu raðað í bókstafsröð, held- ur andanum beitt á það að tína saman það, sem bezt má bjarga því, er hann elskar,—því tilfinn- þá mun annað ekki Mér finst því, að Jón Vídalín hafi. vakið þjóð sína til trúar fyrst og fremst, og að af henni hafi skylduræknin sprott- ið. Þetta virðist hr. B. J. skoða ingin fyrir meðbræðrunum og, sömu augum framar í greininni, Rosedale Kql Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 Ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.