Lögberg - 30.01.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.01.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR 1930. Bls. 3. p~ ▼ | Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga SIGLING ÖRLYGS GAMLA. Það þykir oft byljótt við Breíðafjörð, því brött eru fjöllih og vogskorin strönd. Þeir þrengja sér hart fram um hamranna skörð °g hringast sem sveipir um fjarðanna bönd, þar hrannirnar belja við bæði lönd. Þá Örlygur sá fyrst Islands strönd, var ægileg sjónin í norðurátt, því vindurinn blés af Barðaströnd, og bakkinn á fjöllunum þvrlaðist hátt, og sjórinn var hvítur — þar sást varla blátt. Hann ætlaði sér fyrir Öndverðarnes, ef unt væri að komast í lvgnari sjó. En innan af firðinum ákaft blés, og öflugum byljum í seglið sló, og djúpt í röstinni græðir gróf. Og þá var hann Örlygur byrstur á brún, og blautt af drifi hans skegg og hár. Hann skipaði seglið að hefja við hún, og herða sig betur við hverja ár, ef einhver fyndist þar karskur og knár. Hann sjálfur án hvíldar í stafninum stóð og stýrði svo hátt, sem kostur var á. f kringum hann hamaðist kólgunnar flóð, og knörrinn í ldé á borðstokkum lá, og árarnar allar hann svigna sá. Við stjórnvölinn hvítnuðu hnúar hans, og í liug sínum fann hann ei laust við geig, því hér voru ei tiltök að leita til lands. Hann lagði á stefnuna dálítinn sveig — í fyrsta sinn Örlygur undan seig. Og svo þraut dagur og dimdi af nótt, og drifskýin urðu sem rjúkandi sót. Á þvílíkum dögum dimmir fljótt, og dökk voru fjöllin við skýjanna rót, og virtust ei sýna nein vinahót. Þá hrakti af leið, en hjá liðsmannasveit var leiður kurr, þótt hann færi hljótt. Og hver og einn yfir hástokkinn leit, en hvergi sást annað en rok og nótt, og innan rif ja þá engum var rótt. Þá hrópar Örlygur: ‘ ‘ Heyri menn, að liver sá, sem dugar, skal umbun fá. Eg evgi fjöll, það er frelsisvon enn, því fjörður, senl Patrekur benti mér á, hann hlýtur að liggja ekki langt héðan frá. ’ ’ Á vörina höfðinginn hljóður beit, í hvörmum lýsti sem flugeldaglóð. Hann hnyklaði brýr, er á hafið liann leit — hver hrönn eftir aðra á knörinn óð, og annar hver maður í austri stóð. Þá hvarflar hugur hans suður um sjó. Hörg sjóferðin var þar til frægðar gerð. Þá oft til sigurs með hreysti hann hóf — þegar hættan var mest — sitt bjarta sverð. En enga Jiann mundi jafn ferlega ferð Því hvað metur sjórinn þor og þróttí Hvað þekkir hann víkingsins hreystiorð? hver getur barist gegn blekdimmri nótt eg beljandi roki svo langt frá storð, þá dauðin glottir á bœði borð. Hann heyrt hafði messur og mannblót séð, °g niargt við heiðna og kristna átt, en hvorugt það féll honum framar í geð, fóstra síns orðum hann skeytti smátt. nnn var skirður, en trúði á sitt megin og mátt. En nú, J>egar ólgar íslands haf, °S einungis dauðann harrn fyrir sér, e& skip hans og fólk er að færast í kaf, (<flTm ^stra síns. ráð hefir upp fyrir sér: 'Hefn þú minn Guð, ef í nauðirnar ber.” Nú þarfnast eg fulltingis, fóstri minn, ý ferðar þessarar hvattir þú mig, nú heiti’eg á Krist, á kónginn þinn, °S krossinn, sem sagðirðu’ að styrkti þig” — Órlygur víkingur signdi sig. f á lýsandi mynd gegn um löðrið liann sér, hðandi á öldunum færist nær. , ar ’kominn hinn góðkunni öldungur er, 4ns ásýnd er skakleg og hrein og skær. °S rokið um höfuð hans hærurnar slær. sér það í augum hans, anægja fyllir hans blíðu lund. ocf fU V1^ komu hins friðsæla manns, ■pT ram vflr borðstokkinn réttir mund. m 's' nin er harfin á samri stund. ()l^Jffur finnur sér aukast dug, umi a tnr að veðrinu skipinu snýr. nini lmnur sér umskifti orðin í hug, m andvari blæs þar nú mildur og lilýr.— nns mnri maður er orðinn sem nýr. Hann finnur í huga sér fóstra síns ráð, pr ram ',au streyma, sem hálfgleymd ljóð. ov 111 man Þa kenning um kross og náð sern iwki jafnt f^r alla þjóð, - m i 0kki þýðast hans víkingsblóð. oó-^hoÍtx'11 n4. keilla’ liann í hugrænum draum, ,' nr úimmraddað undirspil. KS;straDm veit ekki framar um ferð sína ákil. I á lygxiir rokið og lækkar sjór sL Mð birtist með Hgnarleg fjöll, Q m blasa við skipinu brött og stór y? bera eftm nóttina fald af mjöll. rennandi daginn þau roðna öll. Of Örlvgur sér þá, að fer hann inn fjörð, og finst sem sig leitt hafi óséð hönd. Þar hjúpast úr skýjunum hnjúkar og skörð og hlíðarnar brosa og sefgræn lönd. Hann kennir af fóstra síns frásögn þá strönd. Hann reisir þar kross, er liann kemur á land, og kallar bygðina Patreksfjörð. Þá leika þar öldurnar létt við sand og lyftist sól vfir fjallanna börð. — En Patrekur helgi heldur þar vörð. — Samlb. Guðm. Magnússon. HJÁSETAN Þegar Óli Palli sneri sér við fyrir framan hurðina, bilaði mótstöðukrafturinn. Hann hljóp suður fyrir bœjarhólinn, lagðist þar niður í daggrmtt grasið og grét sárt og lengi. En hvað vesalings litla, munaðarlausa dregn- um fanst átakanlega sár einstæðingsskapurinn þennan morgun. Honum fanst það svo sárt, að vera sakborinn alveg saklaus, og það af hús- bónda sínum, sem honum í raun og veru þótti svo undur vænt um og vildi alt fyrir hann gera. Og hugur litla drengsins sveif heim til föð- urhúsanna, heim til mömmu sinnar. “Ó, elsku- mamma mín; Eg vildi að þú værir horfin til mín núna. Eg er svo óttalega einmana og leið- ist svo óskaplega mikið. — Eg tapaði ekki af ánum, mamma mín. Eg er viss um, að þú hefð- ir trúað mér. — Ó, mamma! Eg er svo einn! Mig langar svo til þín.” — Þannig mælti litli einstæðingurinn á milli ekkastunanna. Og Óli Palli grét. Grét, grét, grét. Og— grét sig loks í svefn og <sveif inn á land draum- anna VI. Óli Palli var aftur orðinn smali. Hann stóð uppi á háum hól og litaðist um eftir ánum. Þær dreifðu sér bítandi um gróðursælt láglendið. Hann gat svo vel talið þær þaðan, sem hann stóð. Það vantaði. Hann taldi aftur. aftur, og aftur. Alt af sama talan. Hann taldi mis- litu kindumar líka, því hann vissi hvað þær áttu að vera margar. Jú, það stóð heima. Það vant- aði líka eina mislita. Líklega var það óhræsið hún óþekka iKolla — rás-Kolla var hún oftast nefnd. Hún var svo sem vísust til þess að hafa læðst í burtu með nokkrar kindur með sér. Og Óli Palli hljóp af stað til að leita. Hann leitaði í þá átt, sem liugboð hans gaf honum til kvnna að líklegast væri að leita þeirra. Og Óli Palli hljóp, hljóp, hljóp. Loks kom hann að hæð einni stórri og fagurri. Þaðan sá hann víðs- vegar, og — þarna kom liann auga á óhræsið hana rás-Kollu. Hún branaði fram með hæð- inni, með hinar kindurnar á eftir sér. Nú glaðn- aði yfir Óla Palla. Hann ætlaði svo sem ekki að láta þær sleppa, fyrst liann var búinn að eygja þær. Hann þaut af stað í áttina á eftir ánum og komst bráðlega samhliða þeim, en þá urðu þær varar við eftirförina og hertu sig þá þvi meira í áttina til öræfanna. Og Óli Palli hljóp. En hversu mikið, sem hann lagði að sér á hlaup- unum, þá komst hann aldrei fram fyrir þær, 'því ótætið liún rás-Kolla virtist haga ferð sinni alveg eftir hraða hans. En nú fanst Óla Palla bann nær því vera að uppgefast. Hann hélt sig bráðum ekki komast mikið lengra. En rás-Kolla hélt áfram ferð sinni, engu hægar fyrir það. Og Óla Palla virtist hún líta til sín storkandi glöð yfir því, að hún væri að sleppa, en Óli PalU að örmagna af þreytu. Og óli Palli hljóp, reyndi að hlaupa. Loks mistu fæturnir hans máttinn. Hann slagaði áfram nokkra faðma og svo datt hann. Hvað eftir annað reyndi hann til að rífa sig á fætur, en fætur hans neituðu að bera hann og máttur hans þvarr. Hann fór að gráta, því hungur, þreyta og þorsti þvingaði liann. Hann las bænirnar sínar, allar sem hann kunni. Hann las þær aftur, aftur, aftur. Og hann bað, “góða guð sin að hjálpa sér. ’ ’ — Ekkert svar, og eng- in vin birtist honum um hjálp. Hann var úr- ræðalaus, allslaus og fjarri öllum, — langt, langt í burtu. Hann vissi ekki einu sinni sjálf- fur hvar liann var. “Ó, mamma mín! Elsku bezta mamma mín! Hvar ert þú nú? Því kem- ur þú ekki til að hjálpa litla drengnum þínum? Þú ert þó ekki reið við mig, líka, mamma! Ó, mam-ma!” — 1 þessum öngum sínum verður Óla Palla lit- ið fram undan sér. Sér hann þá litla stúlku ganga, eða öllu heldur líða í áttina til sín. Hún er þegar komin til hans. Nú staðnæmdist hún rétt fyrir framan lmnn. Litla stúlkan er svo töfrandi fögur og elskuleg, að Óli Palli gleymdi óðara allar sorgir, svengd og þorsta. Hann gat ekki haft augun af þessu yndislega bami, sem birtist honum svo óvænt mitt í hörmungunum. Þau horfðust þegjandi í augu nokkur augna- blik, svo brosir litla stúlkan undur yndislega til óla Palla og tekur til máls: V “Mamma þín sendi mig til að lijálpa þér, Óli Palli. Það er henni að þakka, að eg er hér v hjá þér. Hún er alla tíð að biðja guð að varð- veita litla elsku drenginn sinn, sem hún ann öllu framar. Of bænir hennar eru svo heitar og hjartnœmar, ástríkar og einlægar, að guð hefir bænheyrt hana. Guð ætlar ávalt að vaka yfir þér, og eg á að vera með þér til þess að reyna að leiðbeina þér og hugga. Guð sá að þér leið illa núna, þess vegna er eg líka hér komin til þess að bæta úr raunum þínum. ” Meðan litla stúlkan talaði, gat Óli Palli ekki haft af henni augun sín, né dáð hana nógsam- lega með sjálfum sér. Slíka fegurð og yndis- þokka hafði hann aldrei nokkru sinni dreymt um. Hún var klædd hvítum skrúða, sem alsettur var dýrindis, sjálflýsandi perlum. Andlit hennar var undur vel lagað og fallegt. Augun hennar voru svo djúpblá, sem himinlivolfið í heiðríkju sinni, og svo ylrík og heillandi, sem fyrstu ársólargeislarnir að morgni dags., eftir langvarandi dimmviðri og drunga. Bros lienn- ar var svo töfrandi fagurt og elskulegt, að Óli Palli hafði aldrei séð eða hevrt getið um annað eins bros, ekki einu sinni í skáldsögunum. Og svo var málrómur hennar mjúkur, liressandi og laðandi, að Óli Palli gat. ekki ímyndað sér, að englar guðs mæltu fegur en hún. Hann liélt fjrrst, að hún væri engill. En hann hafði hevrt mömmu sína tala um það, að mennirnir gætu ekki séð englana, af því að þeir væru hjá guði. En þessa stúlku sá liann og talaði líka við hana, enda var hún alveg eins og aðrar stúlkur að út- liti, nema svo miklu, miklu fahegri og elsku- legri. Þegar svo Óli Palli náði sér eftir undran þá er greip hann við sýn litlu stúlkunnar og skildi það, að hún ætlaði honum að segja eitthvað, þá mælti hann: “Mér þótti svo fjarska leiðinlegt, að ná ekki ótætinu henni rás-Kollu. Eg herti mig eins og eg gat, þangað til að eg varð svo uppgefinn, að eg komst ekki lengra. Og nú er hún líklega al- veg töpuð. Svo þegar eg kem heim, þá fæ eg refsingu fyrir að haifa tapað af ánum.” 'Og ÓIi Palli stundi þungan yfir því, sem hann bjóst við að eiga í vændum, þegar liann kæmi heim. “Láttu þetta ekki á þig fá, litli drengur,” sagði stúlkan. “Þú gerðir þína skvldu og ert góður drengur. Reyndu alt af að vera svona tnir, ötull og sannsögull, þrt þá munt þú verða nýtur og góður maður. Og þó þér stundum finnist þú vera uppgefinn og yfirgefinn, eins og nú, þá láttu aldrei bugast langt frá því rétta og sanna, því það má sín ávalt meira áður en lýkur. Nú skalt þú ekki, Óli Palli, bera meiri áhyggjur út af henni rás-KoHu. Eg skal sjá um, að hún komi aftur til skila.” Að svo mæltu gekk hún til Óla Palla og kysti hann á ennið. Þá varð Óli Palli svo gagn- tekinn af elsku hennar og vndisleik, að hann ætlaði að láta sig falla í fang hennar og faðma hana að sér, eins og hann gjörði svo oft áður við mömmu sína. En — þá opnaði Óli Palli augun og sá, sér til mikillar sorgar, að hann lá í dúnmjúku grasinu sunnan í bæjar-hólnum, umkringdur af angan blómanna og geislum sól- arinnar, er þerrað liafði tárin af kinnum hans, sem döggina af blöðum og stráum. Óli Palli gat fyrst í stað ekki vel áttað sig á öllu þessu, sem komið hafði fyrir hann. Hann strauk hendinni um ennið. Honum fanst hann enn finna koss litlu stúlkunnar á enni sér. — Þegar hann fór að átta sig á öllu betur, komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann hefði sofið. “Þetta hefir þá alt saman verið draumr,” liugsaði liann, “og litla stúlkan mín fallega hlýtur því að hafa. verið engill.” Óli Pallli brosti. “Ó, að eg fengi einhvern tíma aftur að sjá litlu stúlkuna mína fallegu. — Engilinn minn.” sagði hann. VII. Síðari hluta þessa sama dags, kom Láfi frá Hvarfi að Sveiná og barst þá í tal ærtapið frá deginum áður. Kom það þá í ljós, að ærnar hafði vantað í nær því tvo sólarhringa. Þær höfðu sézt frá Hvammi niður við Skollahvamm, daginn áður en Óli Palli sat hjá ánum, svo það gat ekki komið til mála, að hann hefði tapað ]>eim. Þrt verður ekki með orðum lýst, hve óli Palli varð glaður, er honum barst þessi frétt. að var sem heilu fjalli væri varpað frá brjósti hans, og tvöfaldrar gleði fékk það honum, að Jón skyldi fá vitneskju um það, að hann hafði sagt honum satt. “Hvernig líður þér, óli minn?” spurði Jón í næsta skiftið, er þeir sáust eftir fundinn í smíðahúsinu. “Vel,” sagði Óli Palli. “Það er gott, góði minn. Vertu alt af góð- ur drengur,” sagði Jón og lagði hendina á koll- inn hans. Meira varð ekki minst á þessa hjásetu Óla Palla eða viðskifti hans og húsibóndans í smíða- húsinu. Og Óli Palli var vel ánægður með endalykt þessa máls, en vænst þótti honum um það, að Jón tók hann aftur í fulla sátt. En lengi var það, sem eyran hans óla Palla mintu hann á þennan atburð. En—enn þá lengur hélzt þó í huga hans minningin um litlu stiilkuna fallegu, sem birtist honum í draumnum. “Hún er og verður verndarengillinn minn,” hugsaði hann. Davíð Björnsson. BERGÞÓRS II VOLL. Bergþórshvoll logandi blasir við sýn, blossinn við himininn dinunbláa skín. Njáll þar og Bergþóra bíða með ró; þeim boðin var útganga en neituðu þó. Drengur þar stendur við afa síns arm, öruggur hallast að spekingsins barm. Horfir hann forviða eldsglæður á, alvara og staðfesta skín af hans brá. Gellúr þá rödd ein við glymjandi há: “Gakk, litli drengur, út voðanum frá”. Með alvöru sveininn þá ansar, og tér: “Ó, afi, mig langar að vera hjá þér.” “Oaktu út, rtnur minn,” Bergþóra bað, Barnið þó ei vildi samþykkja það. “Gráttu’ ekki, amma mín,” gegndi hann skjótt, ‘ ‘ ég get ekki skilið við ykkur í nótt.- ’ Heill sé þér, Þórður, því hrein var þín dygð, hrein var þín saklausa, bamslega trygð. Með hugrekki leiðst þú hið logandi bál. Nú lifir þín minning í barnanna sál. —Saml.b. — Ingibjörg Bencc 'óttir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.