Lögberg - 30.01.1930, Page 6
Bla. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR 1930.
Mary Turner
: Eftir
: MARVIN DANA.
‘ ‘ Guð veri oss næstur! ’ ’ hrópaði hann og af
svip hans mátti auðveldlaffa ráða, að þetta var
nokkuð, sem honum fanst ekki taka nokkru tali,
heldur þvert á móti. Aftur sat hann stundar-
koim þegjandi og hugsaði um þá hlið málsins,
sem Smithson hafði nú lagt fvrir hann, og vit-
anlega gat honum ekki dulist fjarstæðan, sem
hér var verið að fara fram á. Eftir litla stund
réði hann þó við sig, hvað gera skyldi og hon-
um hepnaðist nú, eins og vanalega, að láta
skynsemina ráða, en ekki tilfinnigarar.
“Jæja, Smithson,” sagði hann stillilega,
“það er bezt þér biðjið konuna fyrirgefningar.
Það verður ekki hjá því komist.” En svo glaðn-
aði yfir honum, eins og honum hefði dottið eitt1
hvað verulega gott í hug. “Mér skyldi þykja
verulega vænt um, ef þér vilduð skjóta því að
konunni, að Adam og Stern hefðu jafnvel enn
fallegri kniplinga heldur en við.”
Þ(>gar Smithson var farinn, kallaði Gilder á
stúlkuna til að skrifa bréf, sem hann ætlaði að
senda manni konunnar, sem ekki var þjófur. —
Hann las fyrir:
“J. W. Gaskill, Esq.,
Central National Bank, New York.
Heiðraði, kæri herra: Mér skilst að eg gerði
ekki skyldu mína, ef eg léti yður ekki tafarlaust «
vita, að konan yðar þarfnast nauðsvnlega lækn-
ishjálpar. Hún kom inn í búð vora í dag,
og—”
Hann þagnaði og hug.saði sig um. “Nei,
þetta dugar ekki,” sagði liann eftir svolitla
stund. “Við skulum hafa það svona:
“Við fundum hana í búðinni í mjög æstu
skapi, og í einhverju óráði tók hún um hundrað
dala virði af dýrum kniplingum. Eftirlitsmað-
ur vor þekti hana ekki og hélt hann henni því
fastri í búðinni dálitla stund. Sem betur fór,
gat hún gert grein fyrir hver hún væri og hún
er nú farin heim til sín.
Með einlægri von um, að Mrs. Gaskell fái
fljótan og góðan bata, og öllum beztu óskum,
er eg
Yðar með vinsemd og virðingu.”
Þótt Gilder hefði lokið við bréfið, þó byrj-
aði hann ekki strax á neinu öðru verki. Hann
sat góða stund hreyfingarlaus og var sjáan-
lega að hugsa um eitthvað, sem honum sjálfum
fanst mikið vandamál.
“Sadie,” sagði hann með málróm, sem bar
vott og einskæra einlægni. ‘ ‘ Eg get
ekkert skilið í þjófnaði. Hann er alveg fyrir
utan minn skilning.”
Rétt í þessu kom Smithson inn aftur, og
svndist nú vera í enn meiri vandræðum en
áður.
“Hver ósköpin hafa nú komið fyrir?” spurði
Gildur heldur höstuglega.
“Það erfenn viðvkjandi Mrs. Gaskell,” sagði
Smithson hneddur og hikandi. “Hún heimt-
ar, að þér komið og biðjið sig fyrirgefningar.
Hún segir, að þessi meðferð á sér sé alveg ó-
hæfileg og óafsakanleg, og hún gerir sig ekki
ánægða, þó við hinir biðjum hana afsökunar.
Hún heimtar að þér gerið það líka og hún
heimtar að eftirlitsmaðurinn sé rekinn fyrir
ósvífni sína.”
Gilder varð ail-reiðilegur á svipinn.
“Nei, það kemur nú ekki til nokkurra mála,
að eg láti McCracken fara,” sagði hann og
horfði þannig á Smithson, að honum fór ekki
að lítast á blikuna.
En þossi meinleysislegi maður hafði oftast
einhvern veg til að koma sfnu fram. Honum
fanst líka, að í þessu máli hefði hann haft nógu
mikla örðugleika og leiðindi, þó ekki væri við
það bætt, og hann sá þann einn veg að komast
út úr þessum vandræðum, að Gilder færi og
bæði afsökunar.
En hvað ætlið þér þá að gera í því að biðja
afsökunar?” spurði hann, hóflátlega að vísu,
en þó þannig, að auðfundið var, að honum var
full alvara.
Það fór hér eins og vanalega, að hagsmun-
ir verzlunarinnar máttu sín meir en tilfinning-
ar eigandans.
“P]g skal fara og biðja afsökunar.” sagði
hann, en svipurinn lýsti því þó ótvíræðlega, að
ekki var hann ánægður með það. “Það jafnar
sig áður en langt líður. Það verður ekki langt
þangað til Gaskill biður mig afsökunar, vegna
konu sinnar.” Með þessum orðum fór hann út
úr herberginu og Smithson fór á eftir honum.
Þegar Sarah var nú orðin ein í skrifstofunni,
fór hún að hugsa um það, sem hún hafði séð og
heyrt þó um morguninn, án þess j>ó að hafa
verið nokkuð að grenslast eftir því. Hún var
ekki gefin fvrir að hugsa vanalega um annað
en það, sem hún þurfti nauðsynlega um að
hugsa, en nú hafði hún orðið vör við tvær and-
stæður, sem hiín gat ekki komist hjá að hug-
leiða. Að svo miklu levti, sem hún vissi, hafði
bláfátæk og umkomulaus stúlka stolið vörum úr
búðinni. Hún hafðí tafarlaust verið tekin föst
og kærð fyrir þjófnað. Mál hennar hafði svo
verið rannsakað, og hún haifði verið dæmd í
fangelsi. önnur kona hafði líka stolið úr búð-
inni, en hún var auðug og háttstandandi. Hér
var ekki um eina hegningu að ræða. Hún var
afsökuð með því, að hér væri veikindum um að
kenna, sem henni væru ósjálfráð. Sú afsökun
hafði verið tekin til greina. Manni konunnar,
sem var voldugur fjármálamaður, hafði verið
skrifað, og^ bréfsefnið hafði í öllum aðalatrið-
um verið ósannindi. Verzlunareigandinn var
jafnvel sjálfur að biðja konuna afsökunar á
J>ví, að nokkuð skvldi hafa verið skift sér af
þessu. Mary Turner hafði verið dæmd til
þriggja ára fangelsisvistar. Sadie hristi höf-
uðið vandræðalega um leið og hún byrjaði að
ur á vinnu sinni. Það var áreiðanlega margt
undarle^a í þessum heimi, og ekki alt með
feldu.
V. KAPITULI.
Þenna sama dag var Sarah frammi í búð-
inni, í einhverjum erindum fyrir Gilder, eins
og svo oft kom fyrir. Gekk þá í veg fyrir hana
ein af stúlkunum, sem Helen Morris hét og
Sarah þekti svona rétt frá öðrum. Þetta var á
afviknum stað f búðinni og þær voru þar nokk-
urn veginn út af fyrir sig. Búðarstúlkan tók
um handlegginn á ritaranum og slepti ekki tak-
inu, þó Sarah sýndi ótvíræðlega, að henni var
ekki um þetta gefið.
“Hvað viljið þér, eiginlega?” spurði Sarah
höstuglega.
Búðarstúlkan kom strax með það, sem hún
liafði í huga.
“Hvað hafa þeir gert við Mary Turner?”
“Nú, það er það sem þér viljið fá að vita,”
sagði Sarah óþolinmóðlega út af því að stúlkan
skyldi tefja fyrir sér, því henni fanst hún hafa
mikið að gera, nú eins og reyndar æfinlega.
“Þið fáið að sjá það fljótlega,” savaraði hún.
“Segið ])ér mér það nú s.trax,” sagði stúlk-
an í bænarrómi og það var auðfundið, að ein-
hverra hluta vegna langaði hana ákaflega mik-
ið til að vita l)vemig þetta mál hafði farið. Og
einhverra hluta vegna gat Sarah ekki staðið á
móti áleitni hennar og skildi hún þó ekki sjálf,
hvernig því var varið.
“Hún fékk þrjií ár,” svaraði hún stuttlega.
“Þrjú ár!” sagði búðarstúlkan, og það var
auðfunclið, að þetta var eitthvað alt annað og
miklu meira, en hún hafði búist við. “Þrjú
ár ?” endurtók hún, eins og hún gæti ómögulega
trúað þessum ósköpum.
-“Já,” sagði Sarah og þótti undarlegt hvað
stúlkan virtist taka sér þetta nærri. — “Þrjú
ár.”
“Hamingjan góða!” sagði Helen í þeim
róm, er lýsti mikilli geðshræringu, sem næstum
viriist ætla að verða henni ofurefli.
Sarah átti bágt með að skilja, hversvegna
búðarstúlkunni varð svona mikið um þetta. —
Það var fjarri liennar skapferli, að láta það
mikið á sig fá, hvort öðru fólki gekk betur eða
ver, ef það snerii ekki hennar eigin hagi. Hún
mintist þess líka, að þetta var ekki í fvrsta
sinn, sem Helen Morris hefði verið að grensl-
ast eftir þessu máli. Hvers vegna var hún að
því?”
‘ ‘ Heyrið þér, ’ ’ sagði hún og leit til Helenar
alvarlega. “Hvers vegna viljið þér endilega
fá að vita um þetta? Þetta er í þriðja sinn,
sem þér hafið spurt mig um þetta Mary Tumer-
mál. Mér þætti gaman að vita, livað yður
kemur það eiginlega við?”
Stúlkan brá enn litum og varð mjög vand-
ræðaleg á svipinn, og það var eins og hún vissi
ekki hvað hún ætti að segja.
“Hvað kemur mér Jietta við?” hafði hún
upp, eins og til að fá meiri tíma til umhugsun-
ar. En svo létti dálítið vfir henni, því henni
datt í hug svar, er henni fanst að ekki væri illa
til fallið. “Mér kemur þetta í raun og vera
ekkert við, en hún var vinstúlka mín, allra bezta
vinstúlka mín. ” En svo dofnaði strax yfir
henni aftur, og það leit út fvrir, að hún liði
hreinar og beinar sálarkvalir. “Þetta er af-
skaplegt,” tautaði hún fyrir munni sér. “Þrjú
ár! Eg skil ekkert í þessum ósköpum! Þetta
er alveg voðalegt!” Með þessum orðum flýtti
hún sér aftur inn fyrir búðarborðið, þar sem
hún átti að vera, en henni leið sjáanlega afar-
illa.
Sarah horfði á eftir henni og vissi ekki
hvað hún átti að hugsa. Hún gat ekki fyrst í
stað gert sér grein fyrir því, hvers vegna stúlk-,
an léti svona, eða því hún tæki sér þetta nærri.
Eftir nokkra umhugsun fanst henni hún þó
finna. ráðning á gátunni.
“Eg er viss um, að það hefir verið reynt
að fá þessa stúlku til að stela, en hún hefir
ekki gert það vegna þess, að hún hefir ekki þor-
að það.” Svo hélt hún sína leið og var fvlli-
lega ánægð með þessa úrlausn. Henni datt alls
ekki í hug, að þessi stúlka hefði haft freist-
ingu til að stela og ekki staðist freistinguna.
Það var út af þessu samtali við búðarstúlk-
una, að Sarah var eingöngu að hugsa um Mary
Tumer þegar hún kom aftur inn í skrifstof-
una, þar sem hún var einsömul um stund, því
Gilcler hafði vikið sér eitthvað frá. Sarah leit
til dyranna, því hún heyrði að þær vora opnað-
ar, og hún gat ekki fyrst í stað áttað sig á því
hver það var, sem inn kom. Hún mundi eftir
Mary Tumer, sem hárri og grannri stúlku, sem
sýndi það í einu og öllu, að hún var hraust og
djörf, og bar í raun og veru af flestum öðram
stúlkum á hennar reki og i hennar stöðu. Þrátt
fyrir það, að hún varð að vinna ógeðfelda
vinnu og hafði litlar tekjur, þá mátti þó sjá
lífslöngunina og lífsgleðina, hvar sem á hana
var litið. Nú stóð hún þama í dvrunum, föl-
leit og vesældarleg. ÍKjarkminni sýndist hún
heldur en áður, og þó bar hún það með sér, að
þrátt fyrir alt, var kjarkur hennar enn ekki
þrotinn.
Við hlið hennar stóð stór og sterklegur mað-
ur og hélt utan um annan úlnliðinn á henni.
Han hafði harðan hatt á höfðiu og sérstaklega
stóra og sólaþykka skó á fótuum.
Þetta var maðurinn, sem nú í bili leit eftir
Mary Tumer, Cassidy lögreglumaður. Mál-
rómur hans var dimmur og sterklegur og sam-
svaraði vel öllu útliti mannsins
“Mér var sagt að koma hér við með þessa
stúlku, um leið og eg færi með hana í fangelsið,
J>ar sem hún á að vera.” I
“Mr. Gilder kemur rétt s'trax,” sagði Sarah.
‘ ‘ Gerið þið svo vel, að koma inn og bíða á með-
an.” Hana langaði til að segja eitthvað meira,
segja eitthvað vinsamlegt við stúlkuna, sem
henni fanst nú eiga bágt, en einhvern veginn
gat hún ekki látið sér detta í hug, hvað liún
ætti að segja, og stóð því þama þegjandi með-
an lögreglumaðurinn gekk inn eftir gólfinu og
leiddi stúlkuna, eða öllu heldur liálf-clróg hana
með sér. Þegar þau voru komin inn á mitt
gólfið, var Sarah búin að átta sig á því, hvernig
hún ætti að láta hluttekning sína í ljós.
“Mér þykir fjarskalega mikið fyrir því, að
þetta skyldi koma fyrir, Mary,’ sagði hún, en
þó hálf hikandi. “Eg tek mér það ákaflega
nærri.”
“ Þér takið yður það nærri,” sagði hún. “Eg
vissi það ekki. Ekkert af fólkinu hefir komið
nærri m’ér síðan eg var tekin föst.”
Sarah fyrirvarð sig, þó hún reyndi að láta
ekki á því bera. Hún vissi sjálf, að í raun og
veru 'hafði hún enga meðlíðan haft með þessari
vesalings stúlku, sem sat einmana í fangelsi.
Samt vildi líún reyna að sannfæra hana um, að
samverkafólk hennar hefði meðlíðan með henni
og til sannindamerkis gat hún þess, að Helen
Morris hefði hvað eftir annað verið að spyrja
éftir henni og hún tæki :sér ólán hennar ákaf-
lega nærri. En þessi tilraun mistókst alger-
elga.
“Hver er Helen Morris?” spurði Mary, en
þannig, að manni skildist að henni stæði rétt
á sama hvort hún fengi nokkurt svar eða ekk-
ert.
Sarah varð alveg forviða, því hún mintist
þess, hve Helen hafði orðið afarmikið um, þeg-
ar hún heyrði, að Mary hafði verið dæmd í
þriggja ára fangelsi, og hún hafði meira að
segja sagt, að Mary væri allra bezta vinstúlka
sín. Hún skildi ekkert í, hvernig á þessu gæti
staðið, en í þetta sinn var ekki tækifæri til að fá
ráðningu á þeirri gátu, því Gilder kom inn rétt
í þessu. Hann gekk rösklega inn gólfið og um
leið og hann settist í stólinn hjá skrifborðinu,
sagði hann:
“Þér megið fara, Sarah; eg hringi, þegar eg
þarf yðar.”
Það var dauðaþögn í herberginu aftur litla
stund. Ritarinn var farinn og Mary opnaði
vitanlega ekki sinn munn, þagað til Gilder
. þóknaðist að tala. En honum var óvanalega
erfitt um að taka til rnáls. Sú hrygðaimynd,
sem þarna var fjnrir framan hann, liafði meiri
áhrif á hann heldur en hann sjálfur var ána*gð-
ur með. Hann var ekki viss um, að tilfinning-
ar sínar yrðu ekki skynseminni yfirsterkari,
en það var nokkuð, sem að hans áliti mátti ekki
koma fyrir.
“Stúlka mín,” sagði Gilder góðlátlega og í
óvanalega mjúkum málróm, “stúlka mín, mér
þykir dæmalaust slæmt, að þetta skyldi koma
fyrir.”
“Yður ætti að þykja það,” .svaraði hún hik-
laust, en þó Jiannig, að þess voru engin merki,
að hún segði þetta í nokkurri geðshræringu.
Hún sagði þetta þvert á móti, rétt eins og hún
væri að bera fram auðsæjan og ómótmælanleg-
an sannleika, sem tilfinningar hefðu ekkert við
að gera. En þetta hafði alt annað en góð áhrif
á skapsmuni Gilder og varð til þess, að koma
honum í það ,skap, að meðlíðanin hvarf úr huga
hans, en í þess stað fyltist hann gremju og mót-
þróa gegn stúlkunni.”
“Þetta kemur vður að engu gagni,” sagði
hann. “Það er ekki til neins að tala í þessum
tón við mig.”
“Því ekki? í hvaða tón ætlist þér til, að
eg tali?” spurði hún, og var nú eins og meira
líf færðist í hana alt í einu.
“Eg bjóst við, að eins og á stendur, mund-
uð þér að minsta kosti tala við mig kurteislega,
en ekki með neinum hroka, ’ ’ og það kendi tölu-
verðrar þykkju í röddinni.
Nú var eins og stúlkan lifnaði við alt í einu.
Hún rétti úr sér og horfði djarflega á mann-
inn, sem til skamms tíma ihafði verið hús-
bóndi hennnar.
“Myndi það gera yður auðmjúkan,” sagði
hún skýrt og djarflega, “ef þér væruð dæmdur
í þriggja ára fangelsi fyrir glæp, sem þér hefð-
uð ekki drýgt?”
Hún sagði þetta á þann hátt, að það hafði
meiri áhrif á Gilder, heldur en honum sjálfum
hefði getað dottið í hug að fyrir kæmi. Hann
komst í hrein og bein vandræði og vissi ekki
hvað hann átti að segja, en lögreglumaðurinn
hjálpaði honum út úr vandræðunum í bráðina.
“Kærið þér yður ekkert um hvað liún .segir,”
sagði Cassidy. “Allir glæpamenn segja þetta
sama. Þeir eru alllir saklausir, eftir því sem
þeim segist sjálfum frá. Þeir segja það allir,
en það kemur þeim ekki að miklu haldi, en samt
segjast þeir vera saklausir. Þeir halda því
alt af fram til hins síðasta, hvað augljósar
sannanir, sem era á móti þeim.”
Þegar Mary Turner tók aftur til máls, var
svo mikill alvöraþungi í röddinni og svo mikið
sannfæringar afl fylgdi orðum hennar, að þau
munclu hafa komist langt í að sannfæra hvern
þann, sem þau iheyrði og ekki hafði fyrirfram
myndað sér fasta skoðun á máli. í sjálfu sér
vora orðin samt svo einföld, að hver algengur
glæpamaður hefði vel getað sagt þau.
“Eg segi yður satt, eg gerði það ekki.”
Jafnvel Gilder komst ótrúlega nærri því að
láta sér finnast, að stúlkan hefði rétt að mæla,
þó hann vildi ekki einu sinni við það kannast
fyrir sjálfum sér, aukheldur öðram. Hugarfar
hans. var slíkt, að hann gat nuamast gert sér
grein fyrir, hve afar mikla þýðingu það hefði
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlco: 6th Floor, Bank ofHamiltonChambers
fvrir vesalings stúlkuna, sem stóð þarna fyrir
framan hann. Hitt var þa'r á móti ríkt í huga
hans, að hér eins og jafnan yrði hann að fylgja
sömu stefnu, sem hann hefði jafnan fylgt og
sem smátt og smátt hefði leitt hann til meiri og
meiri auðlegðar og meiri áhrifa og valda.
“Til hvers er að tala um þetta meira?”
sagði hann byrstui-. “ Réttarhöldin vora á all-
an liátt lögleg og sanngjörn og þar með er
þetta útkljáð.”
Jafnvel þótt stúlkan sýndist svo veikburða,
að liúii yrði að stvðja sig við lögreglumanninn.
sem hjó henni stóð, og sem stöðugt hélt um úln-
liðinn á henni, þá talaði hún samt með svo mik-
illi einurð og kjarki og svo skýrt og ljóst, að
það var alveg furðulegt. Það var ' naumast
hægt að efast um, að hún hefði rétt að mæla.
“Nei, það var ekki því líkt,” sagði hún
þannig, að ekki var um að villast, að hún talaði
af isannfæringu. “Ef réttarhaldið hefði verið
rétt og sanngjarnt, þá væri eg ekki hér.”
Aftur fanst Cassicly, að hann þyrfti að koma
að dálitlu af sinni embættisreynslu.
“Þetta er nokkuð, sem þeir segja allir.”
Stúlkan gaf því engan gaum, sem Cassidy
sagði, en horfði beint á Gilder og talaði tii
hans og hélt enn fyllilega einurð sinni og sann-
færingarafli.
“Kallið þér það réttlátt, að skipa ungling
til að verja mitt mól, sem aldrei áður hafði sótt
eða varið iiokkurt mál fyrir rétti, mál, sem svo
var þýðingarmikið fvrir mig, að þar var öll
mín framtíð undir komin? Þessi lögmaður
minn var þarna bara til að fá dálitla reynslu, á
minn kostnað.” Það var eins og hún hefði tek-
ið of nairri sér og leit út fyrir, að hún mundi
hníga niður. Cassidv tók fastar um úlniiðinn
á henni.
Nú varð alger þögn í herberginu fáein
augnablik. Gilder reyndi að losna undan Jiví
fargi, sem honum fanst að á sig hefði lagst, og
honum hepnaðist ])að að einhverju leyti.
“Kriðdómurinn fann yður seka,” sagði
hann í alvarlegum og hátíðlegum róm.
Aftur fann Mary ástæðu til að mótmæla
og húu hvesti augun á manninn, sem talaði liinu
megin við skrifborðið og gekk svo sem tvö fet
nær honum og dró lögreglumanninn með sér.
“Já, kviðdómurinn fann mig seka,” sagði
hún. ‘ ‘ Vitið þér livers vegna ? Eg get sagt yð-
ur það. Kviðdómaramir voru búnir að sitja í
þrjá klukkutíma án þess að komast að nokkurri
niðurstöðu. Sumum þeirra fanst, að það væri
engin sönnun fyrir því, að eg væri sek. Þá
hótaði dómarinn að loka þó inni alla nóttina.
Mennina langaði til að komast heim. Þægileg
asti vegurinn var að koma sér saman um að eg
væri sek, og láta þar við sitja. Var þetta rétt-
látt? Finst yður ])að virkilega, Mr. Gilder?
En þetta er ekki hér með búið. Var það réttlátt
af yður, að fara í morgun á fund dómarans og
krefjast þess af honum, að hann clæmdi mig til
fangelsisvistar öðrum til viðvörunar?”
Gilder varð eldrauður í andliti. Hann fann
til þess, að þungar sakir voru á hann bomar og
hann forðaðist að líta framan í stúlkuna. Hann
gat ekki algerlega varist þeirri hugmynd, að
hann liefði kannske ekki verið alveg sanngjam
í garð stúlkunnar.
“Eg heyrði til yðar, þegar eg sat í réttar-
salnum,” sagði hún. “Eg var ekki langt frá,
þar sem þér sótuð og töluðuð við dómarann
um þetta mál. Já, eg hevrði til yðar. Það var
ekki umtalsefnið, hvort eg væri sek. Nei, alls
ekki. Umtalið var alt um ]>að, að nauðsynlegt
væri að dæma mig hart, öðrum til viðvörunar.”
Brewers Of
COUNTRY CLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BREWERV
OSBORNE &. MULVEY- Wl N NIPEG
PHONES 41-111 47-304-S-6
PROMPT DEUVERY
TO PERMIT HOLDERS’