Lögberg


Lögberg - 03.04.1930, Qupperneq 4

Lögberg - 03.04.1930, Qupperneq 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. APRÍL 1930. Eögíjerg Gefið út hvern fimtudag af The Cnl umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsina: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanaskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfrara. The "LÍSgberg” is printed and publlshed by The Columbia Press, Llmited, in the Columbta Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. hrif, ’bæði innbyrðis og útávið. Það mun ■ eng- an veginn ný bóla í sögu mannkynsins, að lit- ilsháttar sárindi út af eintrjáningslegri sm- gírnis-stefnu í tollmálum, hafi á skömmum t;ma svo magnast og grafið um sig, að leitt hafi fyr eða síðar til styrjalda og stríðs. Það er með tollmálastefnurnar, eins og allar aðrar stefnur manniegra athafna, að þær verða, ef vel á að fara, að grundvallasi á gagnkvæmum skilningi og heilbi igðri réttarmeðvitund. Til eru þeir menn hér í landi, er eigi hafa aðeins talið það réttmætt, lieldur og jafnvel sjálfsagt, að komið skyldi fram af hálfu hinnar canadisku stjórnar, einhverskonar toll-hefnd gagnvart Bandaríkjastjóm, fyrir afstöðu henn- ar til tollmálanna. Fátt gæti verið háskalegri fjarstæða en það. En að gripið yrði til slíkra örþrifráða, nær vitanlega ekki nokkurri átt, og verður að minsta kosti undir engum kringum- stæðum gert, meðan núverandi stjóm situr að völdum í Ottawa. T ollmál Þótt því verði að vísu ekki neitað, að toll- málin séu sérmál hverrar þjóðar um sig, og þá ekki síður nágrannaþjóðar vorrar sunnan landamæranna, en annara þjóða, þá verður því á hinn bóginn eigi móti mælt, að tolLmúrahækk- un Bandaríkjanna hafi, að minsta kosti í ýms- um tilfellum, slcgið óhug á nokkurn hluta hinn- ar canadisku þ.jóðar, og fór það að vonum. Þrengist nú ú: þessu svo mjög um markað fyrir canadiskar afurðir syðra, að á vissum sviðum, mun vel mega segja, að um beina úti- lokun sé að ræða. Ekki verður því neitað, að rimma su, er vf- ir hefi staðið tollmálunum viðvíkjandi í þjóð- þingi Bandaríkjanna, einkum og sérílagi þó í öldungadeildinni, hafi verið hörð og löng, því vitanlega urðu skoðanirnar um málið nokkuð skiftar. Éngu að síður er þó nú svo komið, að flestar þær uppástungur, er í þá átt miðuðu, að hækka tollmúrana, hafa náð fram að ganga, og það jafnvel í sumum tilfellum fyrir atbeina ýmsra þeirra þingmanna úr Demokrataflokkn- um, er áður fyr töldu sig miðlunarmenn á sviði tollmálanna, ef ekki beinlínis lágtollamenn. 1 einstöku tilfellum hafa útflutningstollar á landbúnaðar afurðum amerískum, verið lækk- aðir, svo sem til dæmis á tómötum. Hefir sá ’tollur verið lækkaður úr fimtíu cents niður í þrjú cents á pundið. Að meðaltali kaupir þjóð- in canadiska um tveggja miljón dala virði af amerískum tómötum á ári. Innflutningstollur á eggjum, smjöri, mjólk og rjóma héðan úr lancli og suður vfir landa- ma>rin, hækkar til muna af völdum þeirra nýju tollákvæða, er stjórn Bandaríkjanna hefir sett. Tollur á canadiskum eggjum hækkar um tvö cents á tvlftina, og hefir þó innflutningur slíkrar framleiðslutegundar lækkað um níutíu af hundraði, síðan árið 1922. En það ár lagði Bandaríkjastjórn í fyrsta sinn, innflutningstoll á egg héðan úr landi. Eins og sakir standa, það er að segja áður en þessi nýju tollákvæði nágrannaþjóðarinnar svðra, öðlast gildi, kaup- ir canadiska þjóðin átta sinnum meira af eggj- um frá Bandaríkjunum, en hún selur þangað. Fram að árinu 1921, nam innflutningstollur á canadisku smjöri, suður til Bandaríkjanna, tveimur og hálfu centi á pundið. Yorið ef.tir var sá tollur hækkaður upp í sex cent, en um haustið 1922 var hann kominn upp í tólf cent. á pundið. Ijækkaði þá útflutningur á canadisku smjöri suður vfir landamærin, úr fimm hundr- uð þúsund pundum á mánuði niður í fjórtán hundruð pund. Um þessar mundir kaupir can- aadiska þjóðin um fimtán þús. pund af amerísku 'smjöri um mánuðinn. Á hinn bóginn hefir inn- flutningur jarðepla héðan úr landi suður til Bandaríkjanna, farið nokkuð í vöxt, þrátt fyrir hækkaðan innflutningstoll. Það liggur í augum uppi, að hið nýja toll- málakerfi Bandaríkjanna, hljóti að hafa víð- tæk álirif á canadiskt viðskiftalíf. Yiðskifti canadisku þjóðarinmalr við nlágrannaþjóðina syðra, hljóta að fara stór-þverrandi, og að minsta kosti í sumumrtilfellum, útilokast með öllu. Þrátt fyrir það, er samt engin minsta á- stæða til þess að bera kvíðboga fyrir framtíð- inni, því þótt nokkuð þrengist að vísu um mark- að fyrir canadiskar afurðir í Bandaríkjunum, þá er til nóg af öðrum þjóðum, er sækjast eftir canadiskum framleiðslutegundum, og geta ekki án þeirra verið. Því hefir verið haldið fram, einkum og sérí- lagi þó af mömium og málgögnum, er frjáls- lyndu stefnunni fvlgja, að eðlilegasta skrefið, sem stigið skuli í tilefni af hinum nýju tollmúr- um Bandaríkjanna, sé það, að leggja alt hugs- anlegt kapp á aukin viðskifti innan vébanda þjóða þeirra, er brezku veldisheildina mynda. Ekki blandast oss hugur um það, að slíkt geti til margs góðs leitt, þótt vert sé að sjálfsögðu að það sé fest í minni, hver hætta því getur einnig verið samfara, að binda sig um of við slíka hugmynd. Viðskiftafrelsið er óumræði- lega dýrmætt frelsi-, og þarafleiðandi hljóta sérhverjar þær óeðlilegar hömlur, sem á það er lagt, að koma í baksegl. Það eru enn til í Norð- urálfunni, að Bretlandi ógleymdu, margar þjóðir, er sækjast eftir canadiskum fraöi- leiðslutegundum, auk þess sem vænta má, að með tíð og tíma, fari eftirspurnin eftir canad- iskri vöru hraðvaxandi bæði í Kína og Japan. Stefnur og straumar í tollmálum sérhverr- ar þjóðar, geta haft afar víðtæk og alvarleg á- Góð tíðindi f bréfi til ritstjóra þessa blaðs, meðteknu fyrir fáum dögum, tilkvnnir prófessor Svein- bjöm Johnson oss það, að hann sé í þann veg- inn að gefa út bók eina, allstóra, um sögu Ts- lands og þjóðmenning, yfir tímabilið frá upp- hafi nýlendunáms 874 og fram að þeim tíma, er landið gekk Noregskonungi á hönd, 1262. Sérhver sá, er eitthvað þekkir til prófessor Sveinbjörns Johnson, og veit hve framúrskar- andi glöggur maður og vandvirkur hann er, veit þegar í upphafi hvers hann á von, þá um er að ræða ritsmíð frá þessum mæta manni. Hér er heldur ekki um neitt smáræðis verk áð ræða, því bókin verður, að því er oss skilst, um þrjú hundruð blaðsíður að stærð; prýða hana nokkrir uppdrættir, svo sem af lögréttu, bænda- býlum og fleira, ásamt ljósmyndum af íslenzkri náttúrufegurð. Bók þessi, sem ritin er vitanlega með það fvrir augum, að kynna Island og íslenzka þjóð- menning meðal enskumælandi lýðs, er samin á enska tungu, og um meðferð þeirrar tungu verður ekki efast, þar sem slíkur maður á hlut að máli, sem prófessor Sveinbjörn Johnson. Á ensku máli nefnist bókin “Pioneers of Free- dom. ” Að því er oss, skilst, mun bók þessi flytja ítarlegar athuganir um nýlendunám á Is- landi, sérkenni landnámsmanna, stjórnarfar, löggjöf, aðstöðu kvenna og barna í þjóðfélag- inu, ásamt nokkurri greinargerð fyrir sögu og ljóðagerð þjóðarinnar á tímabili því, sem um er að ræða. Báðgert er, að bók þessi komi á mark- aðinn seinni partinn í næstkomandi maímánuði. Prófessor Sveinbjöm Johnson, er einn í hópi þeirra manna, er hvað mest hafa aukið á veg þjóðbrotsins íslenzka vestan hafs, sem og íslenzku þjóðarinnar í heild. Má það því hik- laust teljast meðal merkistíðinda, að eiga von á bók frá honum á þessum merku tímamótum í sögu íslenzku þjóðarinnar. Fregnir af sambandsþingi eftir L. P. Bancroft, þingm. Selkirk kjörd. | Vafalaust má ]iað með íullum rétti segja, að í vikunni sem leið hafi aðfinslur og ósamræmi stjórnarandstæðinga náð því hástigi, að tæpast verði betur gert, þótt vitaskuhl liafi nú oft ver- ið víða brotinn pottur áður. Meginhluti íhalds- þingmannarína greiddu atkvæði með frumvarpi stjórnarinnar um útilokun vínsmyglunar suður yfir landamærin, þótt margir þeirra andmæltu því í krafti laganna í ræðum sínum. Þeir kröfð- ust þess óðir og uppvægir, að viðskiftasamn- ingurínn við Nýja Sjáland yrði úr gildi num- inn, jafnframt því sem þeir greiddu atkvæði gegn afnámi hliðstæðs samnings við Ástralíu. Ekki voru þoir heldur fáanlegir til þess' með nokkru móti, að gagnger endurskoðun á samn- ingnum við Nýja Sjáland yrði látin fram fara, um leið og þeir heimtuðu endurskoðun Ástr- alíusamningsins. Nú er það samt sem áður á flestra vitorði, að samningar þeir, sem hér er um að ræða, eru svo náskyldir, að innihaldi, að tæpast munar hársbreidd. Verður afstaða þess- ara tnanna þarafleiðandi enn óskiljanlegri. En það er nú svo sem hvergi nærri, að hér sé öll sagan sögð. Á síðasta þingi, lögðust þingmenn haldsflokksins mjög á móti laxveiða- samningium milli Canada og Bandarkjanna. En nú er svo komið, að þeir tjást fúsir að greiða með honum takvæði, er málið kemur til yfirvegunar í þinginu á ný. Vert er og, að þess sé getið, að í seinni tíð, voru ýmsir úr hópi íhaldsmanna næsta háværir yfir því, hve afar-áríðandi það væri, að fyrirbyggja vín- smyglun suður yfir landamærin. Þó voru nokkrir úr þeim flokki, er atkvæði greiddu gegn frumvarpi, er það markmið hafði. Nú hefir frumvarp stjómarinnar um útilokun vín- smyglunar, verið afgreitt í neðri málstofunni, óg er þess að vænta, að jafn byrvænlega blási fvrir því í öldungadeildinni. Ekki verður því neitað, að umræðurnar um frumvarp það, er hér hefir verið gert að um- talsefni, yrðu talsvert fjörugar með köflum, þótt að vísu væri stundum eitthvað hálf-rfpaugi- legt á borð borið. Við aðra umræðu, sætti frumvarpið afar-snarpri mótspyrnu af hálfu stjórnar-andstæðinga, en er til atkvæðagreiðslu kom, að aflokinni þriðju umræðu, greiddu fjölda-margir, er áður höfðu fundið frumvarp- inu flest til foráttu, atlnæði með því, eins og }>egar hefir verið vikið að. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, í því formi, sem það var af- greitt í neðri málstofunni, verður skipum synj- að um leyfi að flvtja áfeng vín inn í Bandarík- in. Hefir með þessu unnist mikið á í áttina til bóta, og stuðlar vafalaust að gleggri skilningi milli nágrannaþjóðanna beggja, en við hefir gengist í liðinni tíð, þótt ekki verði að vísu ann- að sagt, en að samkomulagið hafi verið gott. Auk þe«s, sem nú hefir verið sagt máli þessu viðvkjandi, eru í smíðum samningar milli Can- adastjórnar og Bandaríkjanna, um aukið og endurbætt eftirlit tollgæzlunnar á hinum.ýmsu öðrum sviðum. Talsvert veittust stjórnarandstæðingar að núverandi tollmálaráðgjafa, Hon. W. I). Euler, fvrir afstöðu hans til þessa máls; töldu liann hiafa söðlað um, án þess að gera fulla og sæmi- lega. grein fyrir sinnaskiftunum. Samt revnd- ist það nú Mr. Euler ekkert ógnar átak, að skýra afstöðu sína til hlítar í málinu. Hann kvaðst vera öldungis sömu skoðunar og í fyrra, þótt hann að sjálfsögðu, sem ráðgjafi í þing- ræðislandi teldi það skyldu sína, að lúta vilja meiri hlutans. Og getur í raun og veru nokkur ráðgjafi tekið viturlegri og heilbrigðari stefnu en þá, að grandskoða eftir föngum almennings- álitið, eða vilja fjöldans, og hegða sér þar eftir? Tillaga til þingsályktunar kom fram um það, að nema úr lögirm viðskiftasamninginn við Nýja Sjáland; héldu stjórnarandstæðingar því fram, að sá samningur hefði meðal annars til þess leitt, að atvinna þeirra manna, er smjör- gerð og mjólkurframleiðslu stunduðu, hefði beðið .hnekki. t þessu sambandi bar stjórnin fram breytingartillögu, er út á það gekk, að samningurinn sl^yldi endurskoðaður verða, og var sú tillaga samþykt með miklu afli atkvæða.. Að lokinni þeirri atkvæðagreiðslu, var tillagan um afnám samningsins í heild borin upp og feld. Næst gerðust þau tíðindi, að þingmenn hins sameinaða bændaflokks frá Alberta, báru fram tillögu til þingsályktunar þess efnis, að sainn- ingurinn við Ástralíu skyldi numinn úr gildi; gerði þetta íhaldsmönnum alt annað en hægt um vi’k. Þeir höfðu hvað ofan í annað krafist þess, að samninginn við Nýja Sjáland bæri að nema úr gildi, en nú vildi svo til, eins og áður hefir verið getið um, að Ástralíusamningurinn var, að heita má, gersamlega hliðstæður að innihaldi, og bygður á sama grundvelli. Nú var þeim að sjálfsögðu kunnugt um það, að þeirra eigin vinir, engu síður en aðrir, höfðu stórkost- lejía hagnast af Áetralíusamningnum. Þeir sáxl sér því ekki fært, að leggja því lið, að samningurinn skyldi úr gildi numinn, en gerðu í þess stað uppástungu, er fram á það fór, að hann vrði vandlega endurskoðaður að nýju, og þeim breytingum hrundið í framkvæmd, er nauðsynlegar þættu. Skýrði Mr. Bennett mál sitt þannig, að eins og ástandinu í Canada væri farið, teldi hann .ekki æskilegt, að nokkur þau spor yrðu stigin, er miðað gætu til takmörk- unar á erlendum markaðsskilyrðum, eða auk- ið atvinnuleysi innanlands. Hinn nýi fjármálaráðgjafi, Hon. Charles A. Dunning, benti á þá ómótmælanlegu staðreynd, að á þeim fimtíu og þremur mánuðum, er liðn- ir væru frá því er Ástralíusamningurinn öðlað- ist gildi, liefði Canada selt Ástralíu $69,000,000 virði af vöram* en ekki keypt þaðan á sama tímabili nema $20,900,000 af varningi. Að því er viðskiftin milli Canada og Nýja Sjálands á- hrærði, sagði Mr. Dunning, að frá því er við- skiftasamningurinn, milli þessara tveggja þjóða gekk í gildi, hefði Canadaþjóðin selt íbúum ]>ess lands vörur fvrir $70,000,000, um leið ogj/ vörukaup ])aðan hefðu ekki hlaupið upp a nema $40,000,000. Innanríkis ráðgjafinn, Hon. Charles Stew- art, hafði hreint ekki svo fátt að athuga við framkomu stjómar-andsstæðinga á þingi. Benti hann meðal annars á það, hve háskaleg kórvilla það væri, að halda því fram, að vernd- artollarnir væru eina úrlausnin landbúnaðin- um til viðreisnar. Búnaðarafurðir sunnan landamæranna, nyti drjúgum hærri tollvernd- unar, en canadiskar landsafurðir, og þó væri hagur amerískra bænda um þessar mundir drjúgum þrengri, en canadiskra bænda. Auk þess væri þó nokkru meira um atvinnuleysi í Bandaríkjunum en r Canada, þrátt fyrir toll- múrana syðra. Vitnaði Mr. Stewart til bænd- annna í Sléttufylkjunum canadisku, og kvað það mundu eiga ærið langt í land, að þeir gleyptu við hylliboðum hátollamannanna. Frá efri málstofunni' er fátt að frétta, enn sem komið er,— aðeins fáir fundir verið haldn- ir. Þó var fundur haldinn þar í vikunni sem leið, í isambandi við frumvarp stjómarinnar um launakjör heimkominna hermanna, og má því óhætt treysta, að framvarpið sæti þar góð- um undirtektum og fái fljóta afgreiðslu. « Formaður þingnefndar þeirrar í neðri mál- stofunni, sem um eftirlaunamál hermanna fjall- ar, er Major Powers, einn af þingmönnunum frá Quebec, en vara-formaður Mr. Ewan Mc- Pherson, þingmaður fyrir Portage la Prairie kjördæmið í Manitolm. Breytingar þær, er í ráði er að gerðar verði á launakjöram heimkominna hermanna, hníga allar í mannúðaráttina, og verður þeim því vafalaust vel fagnað af canadi.skum almenn- ingi. . ’ Canada framtíðarlandið Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að því er útmæling áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkjalínu Bandaríkjanna. Hin stærri útmældu svæði, er aection, eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,000 ekr- ur. Spildum þeim, er sections kallast, er svo aftur skift í fjórð- unga, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjóm- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er hafa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjóm- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum \ almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæmt lög- giltri reglugjörð eða grundvallar- lögum. — Bæjum er stjórnað af bæjarstjóra og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmönnum. — Lög þau, eða reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The Village Act. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs — samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjómað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum, og er for- maður þeirra nefndur sveitarodd- viti. Sv^itarfélög, sem eru að byggj- ast en haifa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjóraarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjun- um, er að finna í Alberta allar nútíðar-menningarstofnanir, svo sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Eru barna og unglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar- eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar; enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að láta böra sín sækja skóla, þar til þau hafa náð fimtán ára aldri. Heimilað er og sam- kvæmt lögum að láta reisa íbúð- arhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauðsynlegt þyk- ir vera. Skólaháruðum fer fjölgandi jafnt og þétt, og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðarskólunum nema bændaefnin vísindalegar og verk- legar aðferðir í búnaði, en stúlk- um er kend hússtjórn og heimilis- vísindi. Réttur minnihlutans er trygð- ur með sérskólum, sem standa undir eftirliti fylkisstjórnarinn- ar, enda verður auk hinna sér- stöku greina, að kenna þar allar hinar sömu námsgreinir, sem eru kendar í skólum þeim, sem eru fylkiseign. 1 borgum og bæjum eru gagn- fræða og kennaraskólar og í, sum- um þorpum einnig. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrír kennaraskólar eru í fylkinu: í Edmonton, í Calgary og í Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- skeið, þar sem kend eru undir- stöðuatriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu hins opin- bera. f fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum tilsögn í grundvallarat- riðum lan'dbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er við kemur heimilis- 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, Olds, Claresholm, Ray- mond, Gliechen og Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. Þeir gusa mest sem grynst vaða . Þegar ritstjóri Heimskringlu skrifaði hinn afburða hrottalega ritdóm, sem birtist í blaði hans I. janúar síðastl., um samsöng þann er söngsveit hr. Halldórs Þórólfs- sonar efndi til io. desember s. I. Óskuðu margir eftir því að eg léti álit mitt i ljósi um réttmæti ritdómsins. Undan því færðist eg af ýmsum ástæðum. I fyrsta lagi fanst mér sjálfsagt að doka við, þar til ritstjóri rit- dæmdi eitthvað annað á sviði hljómlistarinnar, svo mér gæfist kostur á að kynnast því, hvort þessi ofboðslegi berserksgangur stafaði af hinni hátt stefndu lista-kröfu, sem ólgaði og brynni á sálu rit- stjórans, eða aðeins tilraun til þess að lítilsvirSa söngstjórann og söng- flokkinn í heild sinni. Nú hefir annar ritdómur fram gengið af munni ritstjóra, nefni- lega um karlakór Björgvins Guð- mundssonar. Eg skal taka það hér fram, að eg var staddur á báðum þessum samkomum, sem til urnræðu liggja, og fer því ekkert eftir annara sögu- sögnum. Einn ber eg því fulla á- byrgð á því, sem í línum þessum verður sagt. Tæplega er sanngjarnt gagnvart Heimskringlu, sem nú er að verða svo “afburða listræn,” að geta ekki um hinn stórmerka ritdóm, sem birtist siðastliðið haust um vin minn: Tryggva Björnsson píanó- leikara. Blaðinu ber jafnt að þakka þó ritdómurinn væri föður- laus, og enginn vildi kannast við faðernið. Margt hefir ólíklegra skeð, en að ritdómur sá verði feðr- aður á næstunni, og þar með aukið listgildi hans. Bkki myndi það rýra “listgildið,” þó að um fleiri en einn föður væri að ræða. Heimskr. er, eins og kunnugt er, frjáls- sinnuð, og þar af leiðandi ekki knúð að vera við eina fjöl feld. Eg sný mér þá að ritdómunum um hina áðurnefndu tvo söngflokka. En geta verð eg þess, að mér dettur ekki í hug, að eltast við öll smá- atriði í sambandi við samsöngvana, heldur aðeins heildar-áhrifin. Það er naumast ofmælt, þó mað- ur segi að fólk hafi staðið steini lostið þegar þessi reiði-þruma rit- stjórans dundi yfir Þórólfsson og sönglið hans. Engu líkara, en að hér hafi skeð eitt hið ógurlegasta stórhneyksli, sem aldrei gæti orðið afmáð., Sönglistin svivirt, og hin- ar hárfinu og viðkvæmu taugar ritstjórans og “hring” hans kubb- ast í sundur af angist og hugar- kvöl yfir hinni hræðilegu meðferð á sönglistinni, sem hann og fylgi- fiskar hans hefðu helgað Starf sitt og lif. Svo er æðið og ósköpin mik.il, að maður getuír næstum heyrt þetta sármædda úrvals-lista- lið raula fyrir munni sér: “Tára- lækir lauga, Limi mína neðri.” Helzt virðist sem ritstjórinn sé að teygja og toga móðurmálið eftir sem flestum niðrandi og litilsvirð- andi orðum um söngstjórann og flokk hans. Þar er talað um níst- andi glerskurðar-raddir, sem smjúgi í gegnum merg og bein, angurmæðujarm, kvala-lkreisting, blæbrigðalausa bunu, o s. frv. Einn- )g er þess getið, að lögin hafi drattast út úr söngfólkinu, eins og verið væri að toga þau út úr dauð- þreyttu vinnufólki, sem alveg væri að sofna yfir rokkum og reiptögl- um seint á kvöldvöku. Bnnfremur getur ritstjórinn þess að sVo nauðalítið gott sé hægt að segja úm söngfélagið, að nærri liggi að segja ekkert. Samt leggur

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.