Lögberg


Lögberg - 20.11.1930, Qupperneq 4

Lögberg - 20.11.1930, Qupperneq 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER 1930. Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jóiisson, Editor f Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. ■ Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. V ——■*—»—-—-—-—■"—-—"—"—"—" "—”—"—■—4* Fundur um Indlandsmálin Fyrir skömmu var stofnað til fundar í Lund- vínum um Indlandsmálin; fundinn setti hans há- tign George Breta-konungur, en megin ræðuna við það tækifæri flutti forsætisráðgjafinn brezki, Mr. Ramsay MacDonald. Tilgangurinn með fundi þessum var sá að ráðslaga um það, með hverjum hætti að helzt mætti hrinda í fram- kvæmd slíkum stjómarbótum fyrir hönd Ind- lands, er til varanlegs gagns mætti verða ind- versku þjóðnmi, sem og brezka veldinu í heild. Að fundi þeim, er hér um ræðir, stóðu allir pólitísku flokkamir brezku, ásamt leiðandi mönnum úr flestum flokkum og stéttum Ind- verja. Við fundarsetninguna voru staddir forsætis- ráðgjafar hinna brezku sambandsþjóða, þeir, er samveldisstefnuna sátu. Oftar en einu sinni hefir Bretum verið lagt þa$ til ámælis, hve fátt þeir hefði látið sér við- víkjandi sjálfstjómarkröfum Indverja. Við nána athugun ástandsins, eins og það í raun og veru er, verður samt tæpast með sanni sagt að slíkar aðfinslur hafi haft við veruleg rök að styðjast; haldgóður þroski er sjaldan hraðfara, og þegar tekið er tillit til þess, hve margvísleg þau öfl era á Indlandi, er stjóm Breta á að etja við, væri engan veginn sanngjamt að kveða upp stranga áfellisdóma yfir meðferð hennar á þeim, þótt vafalaust megi réttilega að hinu 0g þessu finna. Indverska þjóðin er feykilega mannmörg, landið auðugt og víðáttumikið; þjóðin er skift í óteljandi flokka, er að siðvenjum 0g trúarskoð- unum era harla ólíkir; innan vébanda þjóðar- innar, er að finna hámentaða einstaklinga og stéttir, jafnframt því sem svo er þar margt af * ólæsu fólki, að tala þess er legíó; getur ekki hjá því farið að slíkt verði enn um langt skeið, al- varlegur 'þrándur í götu fyrir æskilegum við- gangi lýðræðishugsjónanna með hinni inversku þjóð. Sérhver sá, er fylgst hefir að nokkru með þróunarsögu stjómarfyrirkomulagsins hjá hin- um ýmsu þjóðum, hlýtur að viðurkenna að það sé engan veginn neitt smáræði, sem unnist hefir á í umbótaáttina með indversku þjóðinni síðast- liðin fjörutíu árin. Arið 1882, vora ráðstafanir gerðar í þá átt, að veita ýmsum borgum á Ind- landi réttindi til viðurkends bæjarstjómar fyrir- komulags, með líku sniði og nú gengst við hjá öðram þjóðum innan takmarka hins brezka veldis; leiddi slíkt til mikils góðs og glæddi með þjóðinni metnað og ábyrgðar tilfinningu; þrem áram síðar var stofnuð þjóðsamkundan, Na- tional Congress, en árið 1909 var fyrst tekið til þess fyrir alvöra að rýmkva um kosningarrétt- inn; þó var stærsta sporið stigið í þá átt árið 1929, er innfæddum Indver jum var veittur kosn- ingaréttur í miljónatali; var þá einnig rýmkað næsta mikið til um valdssvið bæja og héraðs- stjóma. Þetta sama ár skipaði stjóm Breta þá hina konunglegu rannsóknarnefnd, undir for- ustu Sir John Simons, er heimsótti Indland, ráðgaðist þar við mætustu menn hinna ýmsu flokka, og fékk að loknu starfi tillögur sínar brezku stjóminni í hendur í vetur sem leið. Svo frjálsmannlegar vora tillögur nefndarinnar yfirleitt, að furðu gengur næst að þeim skyldi ekki vera betur tekið, en raun varð á. 1 tillög- um þessum er meðal annars gert ráð fyrir því, að tala kjósenda skuli þrefölduð verða; að kom- ið verði á fót skipulagsbundnum fylkisstjóm- um, hvar helzt er telja megi víst, að fólk hefði náð þeim þroska, að geta nytfært sér slíkt fyrir- komulag, og að takmarkið, sem stefna bæri að skyldi vera það, að stofna á sínum tíma til fylkjasambands með líku sniði og því, er við- gengst í Canada og Ástralíu, eða með öðram frjálsum sambandsþjóðum Breta. Margir indverskir áhrifamenn, hafa tjáð sig hlynta því fyrirkomulagi, sem hér er um að ræða og þykjast sjá í því svo mikilvægar réttarbætur, að lítt verjanlegt yrði að ganga þær á snið. Á hinn bóginn líta Nationalistar, eða hinir ein- dregnustu málsvarar þeirra þannig á, að með þessu sé ekki nándar nærri gengið nógu langt í sjálfstæðisáttina, og að þarafleiðandi beri þjóð- inni að hafna þeim uppástungum vafningalaust, er í nefndarálitinu felast. Fyrir tíu áram, eða svo, liefðu leiðandi menn Nationalista vafalaust litið svo á, að hér væri um svo margar og mikil- vægar réttarbætur að ræða, að ekki kæmi til nokkurra mála að hafna þeim. En afstaða þeirra nú, frá hvaða sjónarmiði sem skoðað er, hlýtur að teljast talandi vottur um það, hve sjálfstæðisþráin hefir færst í aukana hin síðari árin og hvern kynjamátt vaknandi þjóð hefir til branns að bera. Hver veit nema miklu betur hefði tekist til um árangur Simon-nefndarinnar, ef einhverjir innfæddir Indverjar hefðu átt í henni sætif Fram hjá því var samt sem áður af einhverjum ástæðum gengið, er nefndin var skipuð. Báðir gömlu stjómmálaflokkarnir brezku, hafa veizt allmjög að MaeDonald-stjórninni fyrir afskifti liennar af Indlandsmálunum, án þess þó að hafa, að því er bezt verður séð, upp á nokkuð annað betra að bjóða; ekki þó er ör- grant um, að svo kunni augu þeirra að opnast á mikilvægi málsins, að þeim veitist vitund hægra með að átta sig á sjálfstjórnar kröfum Indverja og réttmæti þeirra, en nú virðist eiga sér stað. Skyldur Breta gagnvart indversku þjóðinni, eru næsta víðtækar, og þær hvíla á herðum allra brezkra stjómmálaflokka jafnt. Indverska þjóðin fómaði miklu fyrir veldis- heildina brezku, meðan á heimsstyrjöldinni síð- ustu stóð, og hún lét þær fórnir fúslega í té. Hún verðskuldar því fylstu samúð brezkra stjómar- valda, sjálfstæðiskröfum sínum viðvíkjandi, og mun slíkt í framtíðinni verða báðum aðiljum fyrir beztu. Stjórn sú, er nú fer með völd á Bretlandi, er á- kveðið lilynt sjálfstæðiskröfum Indverja, án þéss þó að hún sé líkleg til þess að hrapa að nokkra, því henni skilst vitanlega hve vandmeð- farið málið er. Takist henni fyrir viturlegar tillögur fundar þess, sem nú hefir nefndur verið, og með hliðsjón af uppástungum annara beztu manna hinnar brezku þjóðar, að koma Indlands- málunum í viðunandi horf, hefir hún ekki til einkis barist. »---------------------------—-------------1- Einkennileg afstaða 1 Tekjumálaráðgjafi sambandsstjómarinnar, Hon. E. B. Ryckman, er nýlega kominn heim úr fimm vikna ferðalagi um Vesturlandið; fór liann alla leið til British Columbia til þess að kynna sér hag almennings, að því er austanblöð- unum segist frá. Svo kvað hann fólkið í því fylki líta björtum augum á lífið, að það væri jafnvel ófáanlegt til þess að viðurkenna að hart væri í ári. Orðið kvaðst ráðgjafinn hafa þess var, að námamenn 0g bændur í Alberta, væri ekki sem ánægðastir með kjör sín og framtíðar- horfur; þó hefði það fengið sér undranar hve margir væri þar vestra í raun og vera sann- færðir um það, að vissasti vegurinn út úr ógöng- unum væri falinn í tollvernd. Ekki hafa nú samt Alberta bændurnir fengið neitt sérstakt orð á sig fyrir að vera hátollamenn fram að þessu. 1 júlímánuði síðastliðnum málaði flokkur sá, er Mr. Ryckman telst til, ástandið hér í landinu þannig, að ætla hefði mátt að þjóðin væri í raim og vera komin á vonarvöl; og alt sem aflaga fór, átti að vera King-stjóminni að kenna. Ekki er um það að villast, að margt var að þá, en svo er það líka enn. Era líkur til, að svo hafi ástand- ið breyst til hins betra á fáum mánuðum í Brit- ish Columbia, að þar sé nú ekki framar nokkuð að? Þó virðist oss nokkuð kveða við annan tón í ýmsum blöðum þaðan að vestan. Mr. Ryckman telur það undranarvert, hve margir af íbúum Vesturlandsins séu hlyntir há- tolla stefnunni; vera má að ráðgjafinn hafi eitt- hvað fyrir sér í því, með því að slíkir menn era ávalt fleiri en þeir ættu að vera. En haldi hann það í alvöru, að íbúar Sléttfylkjanna hafi svarið hátollafarganinu hollustueið um aldur og æfi, er hætt við að hann kunni að sæta nokkram von- brigðum, 0g það áður en verulega langt um líð- ur. Mætti í þessu sambandi benda á það, að ekki er nú lengra um liðið en síðan í september, er framsóknarmennirair að vestan, fordæmdu á aukaþinginu tollmúrakerfi Mr. Bennetts og hétu lágtollastefnunni óskiftu fylgi. Væri nú svo, sem því miður ekki er, að á- standið í Vesturlandinu hefði batnað eins mik- ið undanfarandi og Mr. Ryckman lætur af, myndi slíkt að sjálfsögðu hafa orðið alþjóð manna hið mesta fagnaðarefni. En skyldi ekki hveitibóndinn og verkamaðurinn hafa nokkuð aðra sögu að segja? Það þarf áreiðanlega meira en fimm vikna ferðalag um Vesturlandið, til þess að kippa því öllu í lið, er þar fer aflaga um þessar mundir, hvort heldur það nú er Mr. Ryckman eða einhver annar, sem ferðast. Eftirtektarvert +—---------------------------------------•+ Nýlega var lögreglumaður í Manitoba fund- inn sekur um manndráp og dæmdur í tíu ára fangelsi. Hann hafði skotið konu til dauðs þeg- ar hann var svo drakkinn að hann kunni ekki fótum sínum forráð. Allskonar slys, morð og sjálfsmorð eru birt í blöðum daglega, sem beint eða óbeint era afleið- ingar áfengisnautnar; 0g þeim er lítill gaumur gefinn. Af því svo vildi til að hér var um einn af embættismönnum þjóðarinnar að ræða, hefir þetta slys vakið meiri eftirtekt en ella. Herra J. H. Riddell, forstöðumaður Wesley skólans skrifar bréf í blaðið Free Press á laug- ardaginn, þar sem hann tekur þetta slys til al- varlegrar íhugunar. Bréf hans er einkar merki- legt, og leyfi eg mér að biðja Lögberg að birta það í íslenzkri þýðingu. “Riddari dæmdur í fangelsi. Til ritstjóransFyrir nokkram dögum var ungur riddari (Mounted Police) kærður 1 Dau- phin fyrir morð, fundinn sekur um manndráp og dæmdur í tíu ára fangelsi. Þessi ungi maður hét------jan, sleppum því, minst gerir til um nafnið. Fáir þektu hann og eg vildi sízt hafa það á samvizkunni að verja nokkurri ögn af bleki til þess að gera dekkri blettina, sem fallið hafa á hann sjálfan og fólk hans. Því vafalaust á hann einhversstaðar ástvini og ættingja með svíðandi sáram, sem engin mannleg hönd á smyrsl til að mýkja eða græða. Þessi ungi maður heyrði til þeim flokki, sem mjög mikillar virðingar nýtur í öllu Vestur- landinu og eftir því að dæma, sem fram kom við réttarhaldið, hafði hann gott álit að öllu leyti. Eftir því sem oss er sögð fréttin vildi það til 3. september á þýðinarmiklu hátíðahaldi að þessi ungi maður skaut til dauðs varnarlausa konu. Hann var tekinn fastur, fékk sanngjaraa réttarfærslu og óhlutdræ^a og var dæmdur í tíu ára fangelsi. Margir lásu fréttina í blöðunum, hrystu höf- uðuð dapurlega og sögðu svo með kæraleysisblæ í röddimii: “Enn þá einn glæpamaðurinn! Veslings ræfillinn! Hann hefir víst ekki átt betra skilið!” Og þegar fangelsisdyi nar lok- uðust þar sem þessi ungi maður var og byrjaði hin löngu einveruár, þá gleymdum vér smátt og smátt þessu atviki. En er það annars mögulegt eða eðlilegt að vér getum gleymt því? Getum vér hrandið úr huga voium þessum hryggilega atburði og verið eins rólegir eftir sem áður? Ætti ekki mann- félagið að spyrja hvemig á því standi að eitt af bömum þess með ekkert ilt í huga, skyldi geta leiðst þannig afvega? Höfum vér fullkomlega gert skyldu vora þegar vér höfum látið þennan unga mann hafa sanngjama réttarfærslu, mælt til hans nokkram hughreystingaroi’ðum og síð- an svift hann og sjálfa oss tíu dýrmætum starfs- og líísárum, og um leið fest við mannorð hans blett, sem aldrei verður að fullu af þveginn ? Mannfélagið ætti sannarlega í minsta lagi að grenslast eftir ástæðum, sem til þessarar voða hörmungar leiddu. Hverju er alt þetta að kenna? Hundrað raddir kalla upp of segja: “Ungi maðurinn er sjálfur valdur að því.” Það er nú svo; en hvenær skyldum vér geta losað huga vom frá þessum voðalegu einstaklings á- kærum, Það að ungi maðurinn hafi sjálfur átt að bera ábyrgð gerða sinna, dettur engum í hug að efa; en er það ekki augljóst að í sambandi við þetta komi til greina félagsleg ábyrgð? Þessi ungi maður var drukkinn, svo drakkinn, að hami auðsjáanlega vissi ekki hvað hann var að gera. Þegar hann rankaði við sér á leiðinni til Dauphin spurði hann í barnslegri einfeldni hvernig á því stæði að hann væri tekinn fastur. Þessi voðalega sýn, sem honum var að birt- ast, var rétt eins 0g skelfilegur draumur, hann vissi bókstaflega ekki að neitt verulegt hefði komið fyrir. Áfengið hafði deyft eða svæft skynsemina og numið í burtu siðferðisþrekið, 0g háðsyrði eða stríðnisorð konu höfðu þau áhrif á hann þegar áfengið hafði svift hann skynseminni, að hann framdi þennan voða glæp. Hér hljóta menn að spyrja: Hver veitti honum fengið? Hvaðan kom það? Stjórnimar bæði í Manitoba 0g Saskatchewan hafa áfengis- sölu. En þær verzla með þessa vöru fyrir þá sök, að þjóðfélagið—fólkið—af ásettu ráði bað þær um það með atkvæðum .sínum. Þegar þannig er ástatt er þaðl þá mögulegt fyrir þjóð- félagið að þvo hendur sínar af allri ábyrgð á því sem eitt af börnum þess hefir aðhafst í því sam- bandi? Var það ekki í raun réttri þjóðfélagið, sem veitti eitrið, sem orsakaði það, að þessi ungi maður framdi glæp, sem hann hefði allsgáður ekki látið sér til hugar koma, hvað þá heldur unnið? Ungi maðurinn var sekur, sorglega sekur, en sekt hans á sér orsakir, sem þjóðfélagið hlýtur að bera hlutfallsábyrgð á—meðbræður hans era meðsekir honum. Ábyrgðin er félagsleg, ekki einungis einstaklingsábyrgð. Eg er ekki að afsaka þennan unga mann; eg er ekki að halda því fram að honum sé ranglega hegnt, en eg er að reyna að gera það skiljanlegt að mannfélagið beri mjög ákveðna ábyrgð á þessum glæp og ætti að minsta kosti að spyrja sjálft sig hvers vegna það veitti þessum unga manni drykkinn, sem varð bein orsök til þess að eyðileggja hann. En hvenær skyldum vér annars vakna til meðvitundar um vora félagslegu ábyrgð? Vakna til fullrar meðvitundar um þýðingu orðanna : ‘Enginn lifir sjálfum sér eingöngu.’ ” Sig. Júl. Jóhamiesson þýddi. I % Frá Hensel, N. Dakota 17. nóv. 1930. Mánudagskveldið þ. 10. þ. m. leið fljótt með gleði, söng og ræð- um, hjá Mr. og Mrs. S. T. Björn- son, þegar nálega 40 bílar komu aðvífandi kl. 8V2. Það var reglu- lelgt “surprise party” eða “house- warming”, eins og við köllum það á ensku, það er ekki vel gott að þýða það á íslenzku með jafnfá- um orðum, en auðvitað er mein- ingin sú að koma að fólki óvöru, heimsækja það án þess að það hafi hugmynd um slíka heimsókn. Svo sýndist það og í þetta sinn; þrátt fyrir það tóku húsráðendur vel á móti þessum mannfjölda. Þegar fólk hafði farið úr yfir- höfnum og jafnað sig dálítið, voru sungin tvö erindi úr kvæði Jón- asar Halllgrímssonar “Hvað er svo glatt?” Næst flutti séra Stein- grímur Thorlaksson bæn. Þá sagði A. M. Ásgrímson nokkur orð, gat þess, að ástæðan fyrir þessan heimsókn væri, að samfagna heim- ilisfólkinu með nýja, vandaða í- búðarhúsið, sem bygt var síðast- liðið sumar, og sem er eitt af allra myndarlegustu húsum hér í bylgð, og sérstaklega frábrugðið því, sem maður á að venjast, þarl sem það er steypt að utan, en það er afar vandaður og endingar- góður byggingarstíll, en um leið býsna dýr. Séra H. Sigmar stýrði dag- skránni, sem var eins og vanalega er við slík tækifæri, ræðuhöld og söngur.. Er séra Sigmar ágætur fram- sögumaður á slíkum skemtimót- um, fyndinn í orðum og kátur, en það er einmitt það sem þarf, til þess að allir séu í góðu skapi og með létta Innd. Ræður manna verða ekki birtar hér, þess að eins getið, að auk séra Sigmars og séra Thorlaks- sonar, sem báðir héldu ræður, þá töluðu einnig: Tryggvi Ander- son og Jósef Einarsson; hefðu sjálfsagt margir fleiri viljað taka til máls, en ein kvöldstund er fljót að líða. Mrs. B. S. Thorwaldson sagði brot úr ferðasö'gu sinni til íslands og annara landa í Evrópu síðastliðið sumar; var það ágæt- lega flutt, að því er mál og fram- burð snerti. í lok dagskrár afhenti séra Sig- mar þeim hjónum vandaðan stól að gjöf, frá þessum vinum þeirra, sem ofurlítinn þakklætisvott fyr- ir það, hvað þau hefðu verið þess- ari bygð og fólkinu, sem í henni býr. Þakkaði Mr. Björnson fyrir heimsóknina og vináttuna, sem þeim væri sýnd með þessu. f meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. er mest sungið, — en þetta er nú dálítill útúrdúr. Það var fleira haft til skemtun- ar þetta kveld, en búið er að minnast á; það var hlegið, þegar einn ræðumaður sagði, að unga fólkið gæti fengið að dansa í gamla húsinu. Eg hygg að það hafi verið næsti ræðumaður þar á eftir, sem vildi snúa þessu við, og láta gamla fólkið dansa þar, en hvernig sem fólki talaðist til um það, þá varð niðurstaðan þessi, að bæði ungir og gamlir dönsuðu í gamla húsinu, en þeir, sem ekki tóku þátt í dansinum, þéldu áfram að skemta sér í nýja húsinu. Þegar prógramið var búið, báru konurnar fram kaffi með nógu brauði og ísrjóma; þær eru nú alt af samar við sig, alt af jafn-dug- legar og ósérhlífnar. Þær áttu sinn skerf í því að þetta sam- sæti varð skemtilegt, og þó þeim sé sjaldnast þakkað, þá vita þær það og skilja, að þakklæti er í huga okkar allra. , Að öðru leyti sýndist alt hjálpa til að gera kvöldið ánægjulegt; veðrið var eins yndislegt og bezt getur verið um þetta leyti árs, skafheiðríkt, glaða tunglsljós og blæjalog, og allir vegir þurrir, enda mátti svo segja, að öll bygð- in væri saman komin þarna, eða um 150 manns. Sýnist það vera nokkuð margt, fyrir eitt heimili, en þó að vísu væri hvert sæti skip- að, sem kallað er, þá bar að öðru leyti ekki svo mjög mikið á, að þröngt væri, og eg held að öllum hlutaðeigendum verði kvöldstund- in efirminnileg. A. M .A. Þá sagði samkomustjóri, að söngflokkurinn, sem eiginlega var nú mjög fámennur, að minsta kosti í byrjun, væri orðinn svo góður, að hann gæti sungið “Ó, guð vors lands”. Annars var mikið sungið hjá Björnsons fólk- inu þetta kvöld af hinum gömlu íslenzku lögum og kvæðum, sem engin þjóð í heimi á önnur eins kynstur af. Það er eins og skáld- in hafi kent í brjósti um gömlu eyjun’a, að vera sett svona norð- arlega á hnöttinn; það Iítur út fyrir, að þau hafi kept hvert við annað um að yrkja sem fegurst og ódauðlegast um hana, sbr. kvæði Kristjáns Jónssonar: “Norður við heimskaut í svalköldum sævi, svíf- andi heimsglaumi langt skilin frá”, og ótal fleiri. Sem sagt, séra Sigmar lét syngja mörg þessi ís- lenzku lög; sjálfur er hann ágæt- ur söngmaður og þau hjón bæði; hann er einnig Þingeyingur að ætt, og þar veit ég mest fjör og gleði á öllum mannfundum, þar eru beztar ræður fluttar og þar WONDERLAND. “Call of the Flesh”, kvikmynd- in, sem Wonderland leikhúsið sýnir á fimtudaginn og föstudag- inn, mun mörgum þykja skemti- leg. Á laugardaginn og mánudag- inn sýnir leikhúsið myndina “Sonð 0‘ My Heart”. Þar syngur hinn ágæti tenór söngvari John Mc- Cormick. “Anybody's War”” verð- ur sýnd á þriðjudaginn og mið- vikudaginn. Moran og Mack vekja mikinn hlátur hvar sem þeir sjást og heyrast. Banatilræði Hinn 14. þ. m. var forsætisráð- herra Yuko Hamoguchi 1 Japan teýnt banatilræði. Var hann stadd- ur í járnbrautarstöð í Tokio, er maður skaut á hann og særði hann miklu sári og hættulegu. Maður- ir.n, sem morðtilraunina gerði, var þegar tekinn fastur. Ekki er kunnugt, hvers vegna hann vann þetta verk. I Kjósið Fred. H. Davidson sem bæjarfulltrúa fyrir 2. kjördeild. Hann er yður að góðu kunnur sem fyrverandi bæjarfulltrúi og borgarstjóri. Setjið töluna 1 gengt nafni Davidson FRED. H. DAVIDSON

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.