Lögberg


Lögberg - 23.06.1932, Qupperneq 1

Lögberg - 23.06.1932, Qupperneq 1
PHONE: Seven 86 311 Lines itcd Cor UBfr- ;sw For Service and Satisfaction 45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1932 NÚMER 25 Liberal-Progressive stjórnin í Manitoba, undir forustu Mr.Brackens, vinnur glæsilegan sigur í fylkiskosn- ingunum þann 16. þ.m. Tveir Islendingar ná kosningu : Einar S. Jónasson í Gimli, og Skúli Sigfússon í St. George Þó ekki sé enn kunnugt um úrslit í öllum kjöræmum, þá er þó sýnt, að hin nýja samvinnustjórn hefir unnið 35 þingsæti, en íhaldsmenn 10; flokkur óháðra verkamanna 5, og tveir utanflokksmenn náðu kosningu. Eftirgreindir stjórnarflokks- menn, hafa þegar verið kosnir: Hon Dr. L. McLeod, Arthur; A. J. Poóle, Beautiful Plains; Hon. Alb. Prefontaine, Carillon; J. L. Christie, Cypress; R. Hawkins; Dauphin; Hugh McKenzie, Deloraine; Dr. J. A. Munn, Dufferin; N. A. Hryhorczuk, Ethelbert; S. S. Garson, Fairford; A. R. Berry, Gilbert Plains; Einar S. Jónasson, Gimli; Wi'lliam Morton, Gladstone; W. J. Breakey, Glenwood; Thos. Wolstenholme, Hamiota; R. A. Bolvin, Iberville; A. E. Foster, Killarney; D. L. Campbell, Lakeside; Hon D. G. McKenzie, Lansdowne Hon. P. A. Talbot, La Verandrye F. W. Mclntosh, Manitou; Dr. C. W. Wiebe, Morden-Rhineland; Hon. W. R. Club, Morris; Ivan Schultz, Mountain; W. C. Muirhead, Norfolk; W. W. McKinnell, Rockwood; W. J. Wtestwood, Roblin; T. B. Grirffiths, Russell; Hon. R. A. Hoey, St. Clements; M. D. McCarty, Ste. Rose; R. H. Mooney, Viren; Hon. W. J. Major, Hon. J. S. McDiarmid, og Ralph Maybank, Winnipeg. Skúli Sigfússon, Ste. George. í fjórum öðrum kjördæmum, má telja frambjóðendum stjórnarinn- ar vísa kosningu. Þessir íhaldsmenn eru kosnir: J. 0. McLennaghen, Kildonan- St. Andrews; Col. F. Taylor, Port. la Prairie; A. R. Welch, Turtle Mountain; Sanford Evans, J. T. Haig, og H. D. B. Ketchen, Winnipeg; Ralph H. Webb, Assiniboia; George Ðinsdale, Brandon.— í þrem kjördæmum öðrum, má vel ætla, að íhaldsmenn nái kosningu. í Winnipeg náðu fjórir fram- bjóðendur hins óháða verkamanna- flokks kosningu, eða þeir: John Queen? S. J. Farmer, Marcus Hy- man og William Ivens. Þingmanns- efni verkamanna í St. Boniface, náðf einnig kosningu. Stjórnarskifti á Islandi Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra, hefir safet af sér fyrir sig og meðráðherra sína tvo. Orsök- in til þessa, eftir því sem séð verður af blaðafréttum frá Reykjavík, er sú, að stjórnin gat ekki komið fram málum sínum í efri deild. Eru þar jöfn atkvæði stjórnarflokksins og mótstöðu- flokkanna. Neituðu andstöðuflokk- ar stjórnarinnar í efri deild að samþykkja skattafrumvörp og önn- ur nauðsynjamál, sem stjórnin hafði lagt fyrir þingið, nema því að eins, að fyrst fengist úrlausn á kjördæmaskipunarmálinu, sem þeir flokkar teldu viðunandi. Að kröfum andstöðuflokkanna í þessu máli, virðist stjórnarflokkurinn ekki hafa getað gengið, og var samkomulag þar ómögulegt, að því er séð verður. Tók stjórnin þá það ráð; að biðjast lausnar og benti forsætis- ráðherra konungi jafnframt á, að ftela Ásgeiri Ásgeirssyni, fjármála- ráðherra, að mynda ráðuneyti. Konungur samþykti lausnarbeiðn- ina, en bað stjórnina að halda á- fram þangað til ný stjórn væri mynduð. Fól hann jafnframt Ás- geiri Ásgeirssyni að mynda nýtt ráðuneyti. Tók hann því, en ekki var hann búinn að því, þegar út komu síðustu blöð, semLögbergi hafa borist frá Reykjavík, en það er 2. júní. Lausnarbeiðnin mun hafa verið send konungi 26. maí. Þegar þetta gerist, liggur Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra veikur og getur ekki mætt á þinginu, en sendir því boðskap af sínum sjúkrabeð, og tjáir frá því hvað hann hafi jgert. Þetta er þá fréttin, eins og hún hefir borist Lögbergi í blöðum frá Reykjavík: Stjórnin hefir beðist lausnar, vegna andstöðu alþingis; konungur hefir veitt henni lausn og falið Ásgeif! Ás- geirssyni að mynda nýja stjórn, en hann er ekki búinn að því 2. júní. — Síðan hefir þó sú frétt borist, þó hún sé ekki úr íslenzk- um blöðum, að stjórnin sé mynd- uð og hana skipi þeir Ásgeir Ás- geirsson, Malgnús Guðmundsson og séra Þorsteinn Briem. Að sjálfsögðu er Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra, en ekki er kunnugt hvernig verkum er skift að öðru leyti. Lítur út fyr- ir, að hér sé um einhvers konar samsteypustjórn að ræða, því á- reiðanlega er Magnús Guð- mundsson ekki einn af stuðn- ingsmönum Framsóknarflokks- ins. Síðan þetta var skrifað, hefir Lögberjgi borist eintak af dagblað- inu Vísir í Reykjavik, dagsett 3. júní. Er þar að finna þá frétt, sem hér fer á eftir, og skýrir hún sig sjálf: NÝ RIKISSTJÓRN. Ásgeir Ásgeirsson sneri sér til þingflokks Sjálfstæðismanna í fyrradag, og mæltist til þess, að flokkurinn tæki þátt í myndun samsteypustjórnar með Framsókn- arflokknum, og nefndi til einn mann í stjórnina. Þingflokkur Sjálfstæðismanna félst á tilboð Ásgeirs og benti á Maignús Guð- Guðmundsson til þess að taka sæti í saipsteypustjórninni. Á fundi í þingflokki Framsóknarmanna var því næst samþykt, að Ásgeir Ás- geirsson skyldi mynda stjórn með þeim Magnúsi Guðmundssyni al- þm., og séra Þorsteini Briem á Akranesi. Að svo búnu' símaði Ásgeir Ás- geirsson til konungs, og mun út- nefning stjórnarinnar væntanleg í dag. Ráðherrarnir skifta þanniig með sér verkum, að Ásgeir Ásgeirsson verður forsætisráðherra, utanríkis_ málráðherra og fjármálarðherra; Magnús Guðmundsson verður dómsmálaráðherra, og tekur einn- ig að sér samgöngumál, verzlunar- mál, sjávarútvegsmál, heilbrigðis- mál og sveitarstjórnarmál, en Þor- steinn Briem landbúnaðarmál, kirkju- og kenslumál. Hoover útnefndur í einu hljóði Á flokksþingi Republicana, því hinu mikla, er háð var nýlega í Chicago, var núverandi forseti Bandaríkjanna, Mr. Herbert Hoover, útnefndur í einu hljóði sem merkisberi flokksins við kosningar þær til forsetatignar, er fram fara í öndverðum nóv embermánuði næstkomandi. Þó hin og þessi á!greiningsmál að sjálfsögðu kæmi fyrir flokks- þing þetta, þá verður þó ekki annað sagt, en að eining og sam- vinna væri yfirleitt góð, að minsta kosti gilti það í fylsta máta um forseta útnefninguna. Ti'llaga kom fram á flokks þinginu um það, að nema úr gildi vínbannslöggjöf Bandaríkjaþjóð- arinnar, en fékk lítinn byr. Á hinn bóginn tjáðu fulltrúar marg- ir hverjir sig hlynta því, að hin- um einstöku ríkjum yrði lagt það í vald, hvers konar lðggjöf þau kysi í sambandi við vinbann eða vinsölumál. í sambandi við tollverndarmál- in, tjáði flokksþingið sig Mynt þeirri tollvernd einni; er að jöfn- um hlutföllum yrði stóriðjunni og landbúnaðinum til hagsmuna. Sir Donald MacLean Látinn er nýlega í Lundúnum, Sir Donald MacLean, mentamála- ráðgjafi þjóðstjórnarinnar brezku og um langt skeið einn af áhrifa- mestu mönnum frjálslynda flokks- ins. NÝR MESSIAS. Indverskur maður, Shri Meher Baba, þykist vera nýr Messías, og skifta lærisveinar hans þúsund- um. 1 sjö ár hefir hann ekki tal- að orð, en gert sig skiljanlegan með því að benda á stafi í staf- rófinu. Um miðjan apríl lagði hann á stað til Englands, og ætl- ar að gera þar ótal kraftaverk, vekja menn frá dauðum, lækna sjúka og gefa blindum sýn. Síðan ætlar hann að fara til Ameríku og þar ætlar hann að rjúfa hina sjö ára þögn og halda fyrirlestra víðs vegar. — Lesb. Flokkasöngur í Mentaskólanum. Björgvin Guðmundsson tón- skáld, sem starfað hefir sem söng- kennari við Mentaskólann og Barnaskólann í vetur, gaf, á sum- ardalginn fyrsta og sunnudaginn fyrstan í sumri, bæjarbúum kost á að hlusta á tvo flokka, karlakór og blandað kór, er hann hefir æft í Mentaskólanum í vetur. Hvort- tveggja varð honum og Mentaskól- anum til mesta sóma. í karlakórn- um eru eingöngu Mentaskólasvein- ar, um 16—18 að tölu. Tókst söng- ur þeirra ýkjulaust ljómandi vel, stórvel, má segja, þegar litið er til þess, að úr fáum er að velja til söngs,—þótt margir séu í skóla,— þar sem allur f jöldi skólasveina er i mútum eða nýskroppinn úr þeim. Bæði er þarna að ræða um all- mikla og hljómfagra tenóra, og djúpa o!g mjúka bassa, eftir fylstu vonum. En bezt er þó, hve vel samstiltar raddirnar voru og söng- urinn allur fágaður og lýtasnauð- ur, með svo stuttri þjálfun, sem hér er um að ræða. Benti öll fram- koma flokksins á það, að furðulega mikils megi vænta af sveinum þessa skóla, þegar fram í sækir og flokkurinn eflist að röddum og þjálfun. Meginhluti blandaða kórsins var skipaður skólameyjum og sveinum, en allmargt aðstoðar- fólk, sérstakle'ga sópranraddir, fengið víðsvegar úr bænum, þar á meðal ýmsir nemendur Björg- vins úr Barnaskólanum. Söng flokkurinn ýms lög, en langmest kvað að tveimur, eftir Björgvin sjálfan, öðru, Brennið þið, vitar” úr hátíðarljóðum Davíðs Stefáns- sonar, er Björgvin bjó til söngs, hinn, “Bára, þegi þú,” úr “Streng- leikum,” er Björgvin einnig bjó til söngs álla, áður en hann hafði lært af öðrum en “andanum,” eins og Sigurður okkar Sigvaldason segir. Bæði lögin eru ákjósanlega vel bygð, enda mun hæfileiki Björg- vins til þess að byggja fögur og stórkostleg verk fyrir blandaðan kór, flestum, ef ekki öllum íslenzk- um samtíðarmönnum sínum fram- ar — ag þeim annars ólöstuðum — tæplega verið lengi leyndarmál fyrir þjóð hans. Flokknum tókst mæta vel að fást við þessar erfiðu tónsmíðar, og má sérstaklega nefna til sópran- raddirnar. Er engin ástæða til þess að efast um, að hér séu jafn góðar raddir að finna meðal kvenna sem karla. Má þá um leið geta þess, að fyllilega er kominn tími til þess, að vér íslendingar eignumst a. m. k. einn blandaðan kór, er staðið gæti árinu lengur og tjáð oss og túlkað sum mikilfeng- legustu verk vorra eigin og er- lendra tónskálda. Og ekki gæti það skaðað, líkt og maðurinn sagði í prófinu, að vér Akureyringar rið- um á vaðið til úrslitalendingar. Raddirnar höfum vér. Söngstjóra höfum vér. Og hvað þarf þá frekar, annað en svo lítið af vilja, þrautseigju og metnaði, að sízt er ofætlandi jafn stóru bæjarfélagi. En þökk mína og mar'gra ann- ara, er hlýddu, vildi eg með þess- um línum tjá Björgv. Guðmunds- syni og Mentaskólaflokknum, fyr- ir hina ánægjulegustu skemtun þessa tvo daga. Og þá líka Her- manni Stefánssyni, íþróttakenn- ara, og íturvöxnum stúlkum og piltum úr Mentaskólanum, er á sunnudaginn styttu oss hlé milli söngvanna með fögrum líkamsæf- ingum, sjálfum sér og kennaranum jafnt til sóma. S. H. f. H. —Dagur. Vinnur hæátu verðlaun LILLIAN GILLILLAND. Stórblöðin í borginni Minnea- polis fluttu þá frétt nýverið, að þessi unga og gáfaða íslenzka stúlka hefði unnið hæstu verð- laun í mælsku samkepni (The Pillsbury Oratorical Contest) við æðri háskóla Minnesota ríkis. — Það er eins og hin íslenzka þjóð- armeðvitund glæðist í bili við af- burða gáfur hinna ungu á náms- skeiði. Það er eins og lýsi sól hinnar fyrri sögualdar, er íslend- ingar voru jafnokar allra annara þjóða. Námsferill Lillian Gillilland hefir verið hinn glæsilegasti, því verðlaun hefir hún unnið áður og í eitt skifti hlaut hún gullmedalíu. Þeir sigrar hennar öðlast sérstakt gildi við það, að námið við ríkis- háskólann hefir hún eiginlega stundað í hjáverkum sinum. Alt námsskeiðið í gegn hefir hún starfað á skrifstofu fyrir laun- um. Slíkt útheimtir frábæra iðni og andlegt atgerfi á háu stigi. Síðasti sigur hennar hlaut um- getningu stórblaðanna, eins og að ofan er sagt. Þá fékk þessi unga stúlka verðlaun, er námu $100 í gulli. Umræðuefni hennar vakti sérstaklega athygli: “Fimm hundr- uð ára framtíðar þroskaskeið mannkynsins”. Því örðuga við- fangsefni gerði hin íslenzka skóla- mær svo góð skil, að hún hlaut hæstu verðlaunin. Nú á hún eftir eitt ár við ríkisháskólann, útskrif- ast á komanda vori. Hún hefir tekið öflugan þátt í skólalífinu o'g víða hefir hennar verið getið. Ljóð hennar, frumleg og sérstæð, hafa birzt í tímaritum skólans. Fögur framtíð blasir við þeim sann-áslnezku gáfum. Móðir hennar er íslenzk, Guð- laug Kristín Þorkelsdóttir, er á ætt að rekja til séra Jóns Þor- lákssonar, prests og skálds, á Bæg- isá í Hörgárdal í Eyjaf jarðarsýslu. Foreldrar Guðlaugar komu frá Is- landi árið 1875, og dvöldu í Win- nipeg um tvegígja ára bil, en fluttu þaðan til Bandaríkjanna og sett- ust að í Minneota; þar er Guðlaug fædd. Hún hefir notið góðrar skólamentunar og stundaði um hríð sólakenslu. Giftist hún hér- lenzkum manni, Bernard Gillilland að nafni, og eignuðust þau hjón fjðgur börn: John? Elizabeth, Isa- bell og Lillian. Mann sinn misti Mrs. Gillilland, er öll börn henn- ar voru í bernsku. Flutti hún þá frá Denver, Colorado, til Water- town, S. D., og með sérstökum dugnaði og fyrirhyggju fékk hún séð sér og börnum sínum far- borða. öll hafa börnin hlotið gott uppeldi og notið æðri mentunar. — Þá móður, er öðru eins dags- verki aflýkur, má telja til stór- kvenda íslenzkrar þjóðar. Þessi kona á fáa sína líka. Eg tel barna- lán hennar eins dæmi, og langar mig til að minnast slíks í fáum orðum. John Gillilland er elzta barnið. Hann hefir staðið við hlið móður sinnar af mestu snild. Skömmu eftir að hann útskrifaðist af mið- skóla í Watertown, gerðist hann starfsmaður á stjórnarskrifstof- um í Washington, höfuðborlg Bandaríkjanna Þaðan fór hann til Minneapolis, um það bil að móðir hans flutti þangað. Tók hann þá að gefa sig við verzlun- arstörfum, og er nú ráðsmaður við stóra verzlun. — Um eitt skeið stundaði hann fluglist í hjáverk- um sínum, og var þá fenginn til að stýra “motionless” flugvél á ríkissýningum í Minnesota og víðar. Flu'gvél sú hófst hátt frá jörðu og virtist svo nema staðar í lofti uppi. Hlaut sú raun umgetn- inugu í mörgum af stórblöðunum. Jafnframt öllu þessu hefir þessi ungi maður stöðugt stundað nám * við kvöldskóla og hyggur að ganga mentaveginn. Elizabeth, næst-elzta barnið, innritaðist við ríkisháskólann og útskrifaðist þaðan með heiðri. Hlaut hún mörg verðlaun á náms- skeiði fyrir afburða námshæfi- leika, og tók röskan þátt í skóla- lífinu. Lét hún sér þetta eigi lynda, heldur náði meistaragráðu (M.A.), og staríar nú sem há- skólakennari við Occidental Col- lege 1 Los Angeles, California. — Isabella, systir hennar, er sömu- leiðis útskrifuð af ríkisháskólan- um. Námsskeið hennar var einnig hið glæsilegasta, og hlaut hún mörg verðlaun fyrir ástundun og j námshæfileika. Hún starfar við verzlun í Minneapolis. Hér var eigi um auð að tala eða allsnægtir. öll hafa þessi mann- vænlegu systkini orðið að vinna fyrir sér sjálf meira og minna. Oftsinnis hafa þau því orðið að stunda námið í kvöldskólum, að afloknu dagsverki. öll hafa þau tekið góðan þátt í sínu skólalífi og getið sér þar hins bezta orðstírs. En móðirin, rösk og íslenzk, stóð við hlið þeirra og var hinn sanni leiðtogi. O. T. Johnson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.