Lögberg - 23.06.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.06.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FlftiiUDAGINN 23. JÚNÍ 1932. Bls. 3. SOLSKIN “ÞEGAR DROTNINGIN KOM TIL OKKAR í SKÓLANN.” Eftir Teresw Rowles. ÍSkýring’. — Viktoría, drotning hins brezka veldis,—sem stundum hefir verið nefnd Vikt- oría hin góða—, ríkti í 63 ár, frá 1837 til 1901. Þá andaðist hún, 81 árs að aldri. Meðan hún ríkti, var afmælisdagur hennar jafnan haldinn hátíðlegur um alt hénnar víðlenda ríki, með mikilli viðhöfn. Margir munu enn minnast þess, hversu afmælisdag- nr drotningarinnar, — 24. maí — varð fagn- aðarefni fyrir skólabömin, sem oft sögðu: “24. maí er afmælisdagur drotningarinnar, og ef við fáum þáekki frí, til að halda hann, þá hættum við að ganga á skóla.” Þessari siðvenju, að halda upp á afmælisdag drotn- ingar, 24. maí, er enn haldið við, og er nú nefndur Viktoríu dagur. ið, dansið og verið ætíð glaðar og ánægðar.” Svo spurðum við hana “hvort hún hefði nokkurn tíma leikið sér?” Hún sagði “já”, og svo bætti hún við: “ Eg var nú einu sinni svolítil telpa eins og þið; eg átti brúður, kastreipi og bolta.” Nú vildum við sem mest fá að vita um brúðuna. “Eg nefndi hana Rose; hún hafði yndisfallega, gullna lokka, rósrauða vanga, og blá augu.” — Okkur þótti nú ekki lítið vænt um að hevra þetta, að drotningin hefði átt samskonar brúðu og við sjálfar áttum. Þar næst spurð- um við hana, hvort hún hefði nokkurn tíma dottið, þegar hún var lítil, eins og við gerð- um. Hún kvað svo hafa verið. Greip okkur nú svo áköf löngun til að vita um æsku drotningar, að spumingarnar gengu næst- um úr hófi. En hún svaraði þeim öllum góðlátlega og brosti að sumum þeirra, sem sízt var furða. Dag einn í júní, þegar eg var sex ára skólastelpa í skóla á Skotlandi, þá færði kennarinn okkar okkur þá fregn, að drotn- ingin mundi heimsækja okkur nokkra á undan frítíma, og bað okkur nú, sem oft endrar- nær, að vera nú stilt og háttprúð. Þar sem við vomm því ekki svo óvön, að drotningin kæmi í skólann til okkar — því l>að hafði nokkmm sinnum komið fyrir áð- ur, bæði af því það var reglan og svo hafði hún komið endranær—, þá varð okkur hvergi nærri eins mikið um það, eins og kennara okkar varð. Við vissum af reynslunni, — eg var búin að ganga hálft annað ár á skóla — að þessari gestkomu mundi fylgja ýmis- legt, sem ekki var okkur krökkunum alveg ónýtt — skemtanir, ýms nýbreytni, leyni- ferðir milli skólans og kryddbúðarinnar, böglum hlaðið á gólfið, sem við svo fengum, þegar hún var farin—, og svo frí það sem eftir var dagsins. Það var því síður en svo, að við yrðum áhyggjufull, heldur fórum við að hlakka til þegar drotningin kæmi. Svo kom tíminn, sem hennar var von. Við sáum gegn um skólahússgluggana, hvar drotningar-vagninn kom frá Balmoral kast- ala, sem ef sumarbústaður konungs fjöl- skyldunnar. Þegar drotningin hafði látið ökumennina snúa heim aftur, þá kom hún inn í skólann. Við höfðum farið í sparifötin okkar, og vor- um við látin taka á móti henni standandi, og sögðum við nú í einu hljóði: “Góðan daginn, yðar hátign” “!Góðan daginn, böm” Við stóðum þar til hennar hátign settist niður. títlit drotningar, svipur hennar og við- mót var þannig, að flestum eða öllum veitti jafnan svo létt að þýðast hana, og var þetta einn af hennar mörgu kostum; gleymdum við nú brátt sumu af siðareglunum, og fór- um að tala og jafnvel að hafa dálítið um ökkur, til þess að njóta nú gestkomunnar, eins og hún ætlaðist til. Tókum við nú á því sem við áttum til af leikfimi og íþróttum, svo sem hlaup, stökk, eins og gerist í skól- um, dönsuðum, sungum o. s. frv.. Fórum við nú út á hið mikla og fagra forskygni byggingarinnar, sem p-tóð á skrautlegum, hvítum granít-súlum, og þegar drotningin var sezt þar í stól, með litlu stúlkumar um- hverfis sig, þá virtist hún skemta sér bezt. Hún spurði okkur margra spurainga, — svo sem: hvað við myndum taka okkur fyr- ir hendur, þegar við yrðum stórar; hvað við vildum helzt, verða? Það vom nú ekki nema örfáar meðal okkar, sem höfðu þá einurð, að segja eins og var, að við vildum verða prins- essur, — og ekki man eg til að nein áræddi að segjast vilja verða drotning. Hún hlýddi á okkur með alvörasvip, og svaraði hátíðh'ga öllum okkar spurningum. Þegar við svo spurðum hana, hvemig við ættum að fara að því að verða prinsessur, brosti hún blítt, eins og móðir við barn, og sagði, að við gætum “allar orðið prinsessur, hvenær sem væri”; til þess þyrftum við “ökki annað en að vera ávalt góðar, hugsun- arsamar og ástríkar, og miðla öðram þar af” eftir því sem við gætum.” — Mér fanst svo mikið um þetta, að eg spurði í sakleysi: “Varst þú prinsessa fyrir þetta?” Hún brosti stillilega og sagði “nei.” — Svo spurðum við hana, “ef við yrðum prinsess- ur, hvort við þyrftum þá ekki alt af að vera í sparifötunum okkar, og hvort við mættum þá hlaupa, stökkva, stinga okkur kollhnýs og 'þess háttar?” 0g enn man eg svar hennar, eins og það hefði verið í gær: — “Þið getið orðið prinsessur, jafnvel þó þið ættuð ekki skyrtuna til skiftanna, — það er skapgerð ykkar, sem gerir ykkur að prinsessum. Syng- Þó eg ung væri, þá hafði eg orðið að gegn- um ganga það, sem mér fanst stórræði— nefnilega það, að tannlæknir ha.fði orðið að draga úr mér tönn, en það var afar-sárt, því engin deyfandi meðul vora viðhöfð. Langaði mig nú líka til að vita, hvort drotningin hefði nokkurn tíma haft tann- pínu. Hún sagði mér þá að svo hefði verið. Þú spurði eg hvort Shaw læknir hefði ekki dregið úr henni tönn og gefið henni svo spónblað af víni á eftir, svo hún gæti sofn- að? — Þá hló hún og sagði, að sá sem hefði dregið úr sér tönnina hefði ekki verið svona nærgætinn, sér hefði bara verið gefið vatn á eftir. — Sýndist bæði kennaranum og drotningunni falla vel þetta umtalsefni. Því næst sagði drotningin, að því miður gæti hún ekki tekið þátt í útileikjum okkar, en ef okkur langaði til, þá mættum við leika ‘,<hirðdömu”'-leik, hún skyld(i kenna iokkur hann, svo við kynnum hann, þegar við yrðum prinsessur). FýrSt yrðum við ',að nálgast drotninguna til skiftis, heilsa, beygja hné og hneigja okkur; síðan skyldum við færa okkur sín til hvorrar hliðar við hana, og staðnæmast þar; síðan að segja henni helztu viðburði dagsins, og það sem fróttnæmt var. Þetta þótti okkur fyrirtaks leikur og mikla skemtun höfðum v.ið af honum. Okkur veitti furðu létt, að tiltína fréttimar, þó ekki væri mikill undirbúningstími, og hjart- anlega var hlegið að þeim samtíningi. Bezt man eg eftir efninu í fréttapistli einnar telp- unnar, sem var svo hljóðadi: “Þegar Anna gekk yfir brúna, þá fauk af henni hatturinn og herðaklúturinn; vindurinn feykti því út í ána.” — Svo hafði nú einn krakkinn ein- hvern tíma heyrt, að “hirðdömur kystu jafnan fætur drotningar og greiddu og prýddu hár hennar.” Eg vildi nú þegar koma þessu í framkvæmd. En drotning færðist undan með hægð, og sagði “að alla mundi undra, ef hár sitt og hárbúnaður væri úr lagi. ” En telpan, sem var áfram um þetta, sagði: “Móðursystir mín hefir hár- kollu, og greiðir sér liggjandi á hnjánum á hverju kveldi.” Drotning hló mjög hjartanlega, þegar litla stúlkan kom með þessa athuga- semd, en aumingja kennarinn okkar, sem stóð bak við stól drotningarinnar skjálfandi á beinum af ótta fyrir að okkur yrði nú ein- hver skyssan á, var alt af að reyna að þagga niðri í okkur, með ofboðslegum bendingum og skelfingar augnatillit. En það varð á- rangurslaust. Við ætluðum nú að skemta okkur, og það var ekki til neins að reyna að hafa okkur ofan af því. Við vissum að Viktoría drotning mundi heimsækja okkur oftar. Hún hafði stundum áður komið til okkar, og bar aldrei á, að við yrðum henni á nokkum hátt til leiðinda. Hún var svo móðurleg við okkur öll, að við höfðum aldrei til lengdar neinn beig af henni. Þegar hún var með börnum, kom hún fram eins og henni var eðlilegast, og þá sást það bezt, hversu ástríkt lundarfar henn- ar í raun og vera var. Þýtt hefir: Mrs. Jakobína J. Stefánsson, Hecla P. 0., Man. Skrítlur eftir Wessel. Eitt sinn, er W. sat inni í veitingahúsi og át gæsasteik, kemur maður inn, sem hafði lánað honum peninga, og er hænn sér W. bregst hann reiður og segir: “Þér fáið léða peninga hjá mér W. og sitjið síðan hér og ét- ið gæsasteik.” — “Það er nú svo,” segir W., “þegar eg er peningalaus, get eg ekki étið gæsasteik, og þegar eg hefi peninga, má eg ekki éta gæsasteik. Hvenær finst yður þá, að eð eg eigi að éta gæsasteik? OKEYPIS til Hydro viðskiftamanna sem nota Rafmagns eldavjelar Vér vírum, setjum upp og höldum við 500, 750 eða 1,000 watt rafmagns vatnshitunarvél, í hús yðar ókeypis, ef eigahdi hússins undirskrifar samning, að víringin og vélin haldi áfram að vera eign Hydro. Alt, sem þér borgið, er 10 cents á mánuði auk vanalegs gjalds fyrir raforkuna. Plumbing aukreitis. Kaupið yðar rafmagnsvél nú — og takið þessu fyrirtaks tilboði. PIÍONE 848 132 Gftu of W&mfppá PHONE 848 133 Stœrstu demantsnámu heimsins lokað Hinn 1. apríl s.l. var hinni miklu demantsnámu hjá Kimberley í Suður-Afríku lokað. Er þetta tal- ið meðal helztu stórviðburða þessa árs. Um 1870 var landnám Evrópu- þjóða í Suður-Afríku að eins ræma 50—100 mílna breið með- fram ströndinni. Þar var að eins ein járnbraut um 50 mílna löng. 'En þá fundust demantanámurn- ar hjá KimbeEey og þá dreif þang- að múgur og margmenni frá öllum löndum heims, og annað eins kapphlaup hefir varla þekst um það að ná sér í land, ekki einu sinni í Klondyke. Eftir fá ár var framleiðslan orðin alt of mikil; ýmsum námum varð að loka. Þúsundir manna mistu avinnu og neyð stóð fyrir dyrum. En þá kom Cecil Rhodes fram á sjónar- sviðið. Á árunum 1881—1888 sameinaði hann allar námurnar í eitt fyrirtæki, sem hann nefndi De Beers, í höfuðið á hollenzkum bónda, er numið hafði land þar sem Kimberley námurnar eru. — Rhodes fékk stjórn fyrirtækisins ótakmarkað vald. Hún mátti gera alt, sem henni þóknaðist — nema að eiga í stríði, og þó hefjr hún Igert það. En þetta frjálsræði varð fyrirtækinu til góðs og það varð stórgróðafyrirtæki, sem hefir auðgað Suður-Afríku meira held- ur en nokkurt annað einstakt fyr- irtæki. Áður en De Beers var stofnað, höfðu menn ekki hugsað um ann- að en ausa sem mestum auðæfum upp úr jörðinni, og mun sú starf- semi hafa verið jafn skaðleg fyr- ir landið, eins og hvað hún gerði mikið gagn. En þetta breyttist undir eins og De Beers tók við. Þá komst re'gluleg stjórnsemi á alt, og De Beers varð öflugasta stofnun 1 landinu og réði þar lög- um og 'lofum. Var sagt, að fyrir- tækið hefði þingið algerlega í vasa sínum, en færi þó aldrei illa með það vald sitt. Upp af starf- semi félagsins skapaðist Johann- esburg og Rhodesia og Bechuana lönd voru numin. Og í Búastrið- inu varði fyrirtækið sjálft Kim- berley án aðstoðar Breta. í 45 ár hefir það nú starfað og verið virt af öllum/bæði hvítum mönnum og svörtum. Aldrei hef- ir verið verkfall þar og áldrei nein- ar alvarlegar vinnudeilur. Sýnir það bezt, hvernig fyrirtækinu hef- ir verið stjórnað. Það lét sér mjög ant um heilsu og velferð allra starfsmanna sinna og kostaði of fjár í heilbrigðisráðstafanir. Það fékk sérstakan verkfræðing til þess að skipuleggja Kimberley, löngu' áður en nokkrum manni datt í hug að nauðsyn væri á því að skipuleggja byggingar í bæj- um og borgum. Börn og verkamenn óku ókeypis í sporbrautum bæjar- ins. Og gestrisna félagsins var takmarkalaus. í Kimberley bygði það sérstakt gistihús fyrir gesti sína, og búgarð átti það úti á landi þar sem gestirnir gátu dvalið? o'g aldei var farið í mann- greinarálit með tilliti til þess, hvort fyrirtækið gæti haft gagn af komu þessara gesta, eða ekki. Nú er þetta mikla fyrirtæki hætt, að minsta kosti í bráðina. Ástæðan til þess er heimskrepp- an. Nú kaupa ekki aðrir demanta en þeir, sem telja þá tryggari eign en peninga. — Lesb. — Það er sorgleg staðreynd, mælti prófessor, að nú þykjast allir hafa hæfileika til þess að stunda háskólanám. Það var öðru máli að gegna á mínum lærdóms- dögum. Þá fór ekki hver asni í há- skóla — eg var t. d. sá eini úr minni borg. — ^ PROfESSIONAL CARDS - DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta Bldg Cor. Qrahaun og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 HelmlU 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipef, Manltoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. ttlenmkwr lögfraðinpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildln*, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONBS: 16 34* oc 36 34« DR. O. BJORNSON 216-220 Medlc&l Arta Bld*. Cor. Qrahajn og Kennedy Sta. Phone: 31 834 Office tlmar: 2—3 HeimUl: 764 VICTOR 8T. Phvne: 27 186 Wlnnipeg, Manltoba Drs. H. R. & H. W. Tweed TannUahnar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDINQ Cor. Portage Ave. og Smith St. FHONE: 26 545 WINNIPBX3 W. J. LlNDAL of BJÖRN STEFaNSSON ialenaMr IðgfrœOinpar á Ö8ru gölfi 125 MAIN STREET Talaiml: 24*62 Hafa elnnl* akrlfatofur a8 Lundar o* Glmli o* eru þar o8 hltta fyreta mið- vlkuda* I hverjum mtnuðL DR. B. H. OLSON 316-220 Medical Arts Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sta. Phone: 21 234 Offlce Umar: 3—< HelmlU: 6 ST. JAMES PLACK Wlnnlpeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœkntr 602 MEDICAL, ARTS BLDQ. Sími 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. ttlenakur IðtfratHngur Skrlfat.: 411 PAJRIS BLDQ. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Qraham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka elúkdðma.—Er aO hitta kL 10—12 f. h. og 2—6 e. h. HelmiU: 373 RIVER AVE. Talalml: 42 6*1 DR. A. V. JOHNSON ltlentkur TannlaknW 212 CURRT BL.DQ., WINNIPEQ Qegnt pöathúeinu Simi: 23 742 Helmilla: 33 323 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaOur 606 Electric Railway Chambera Wtnalpe*. Canada Slmi 21 082 Helma: 71763 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arta Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21 144 HelmlU: 403 675 Winnipeg, Man. 1 A. S. BARDAL 341 8HERBROOKE ST. Selur Ukklatur og annaat um út- farir. Allar útbúnaöur aA beati Ennfremur aelur hann allakonar mmnlavarða og legeteina Skrlfetofu talaimi: 86 607 Helmllia talalml: 66 361 G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LögfrœOinffur Skrlfatofa: 701 CONFEDERATON LIFH BUILDINQ Maln St. *e*nt Clty Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arta Building Stundar aérataklega kvenna og barna sjökdöma. Er a6 hitta frk kL 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Offlce Phone: 22 2*6 HeimiU: 806 VICTOR ST. Síml: 28 180 A. C. JOHNSON #07 Confederation Llfe Bld*. WINNIPEQ Annast um fastelgnir manna. Tekur a8 eér a8 Avaxta aparlfé fölka. Selur eldakbyrgB o* blf- relða AbyrgBir. Skriflegum fyr- lrapurnum avarað aamatundla. Skrlfatofua.: 24 263—Heimaa.: 13 13* E. G. Baldwinson, LL.B. ítUmukur tögfraOinffur 808 PARIS BLDQ., WINNIPEQ Residence Office Phone 24 206 Phone 89 9*1 Dr. S. J.JOHANNESSON atundar laeknin*ar o* yfiraetur G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir J. J. SWANSON & CO. LIMITl’D 601 PARIS BLDO., WINNIPBQ Tll viStala kL 11 f. h. tll 4 e. h. 41 FURBY ST. Faatelgnaaalar. Leigja húa. Ot- o* frá kl. 6—8 a8 kveldinu Fhone: 16 137 ve*a pentngalán o* eldaábyr*8 af öllu tagi. $1* 8HERBURN 8T SlMI: 30 377 | SfmiS og semjið um samtalstfma Phone: 36 84*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.