Lögberg - 23.06.1932, Side 4

Lögberg - 23.06.1932, Side 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1932. Högtjerg Gefið flt hvern fimtudag af THE COLXJMBIA PRES8 L, I M I T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögherg” is printed and published by The Columbia. Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 80 327—86 328 Úrslit fylkiskosninganna Fylkiskosningamar fóru, í stnttu máli, þannig, að Liberal-Progressive stjórnin bar langsamlega hærri hlut. Hefir hún nú mik- inn meiri hluta þingmanna fram yfir hina flokkana, og er henni því hægt að ráða úrslit- um allra mála á þingi. Völdin eru nú alger- lega í höndum þessa flokks, án gtuðnings frá öðrum flokkum, en ábyrgðin hvílir líka á hans herðum. Fólkið í Manitoba hefir ótvíræðlega sagt til, hverjir stjórna skuli málefnum þessa fylkis næstu fjögur eða fimm árin, og á þeirra herðum hvílir sú mikla ábvrgð, að gera það eins vel og viturlega og sann- gjarnlega, eins og bezt má vera. Engum dylst, að það verk, sem stjórnin á fyrir höndum, er afar vaxdasamt og erfitt. Allir góðir og trúir Manitobamenn, hvaða stjóm- málaflokk, sem þeir kunna að fylgja, óska þess nú vafalaust af heilum hug, að stjórn- inni megi auðnast að bæta hinn erfiða hag almennings í þessu fylki, á allan hátt, sem í hennar valdi stendur. Kosningabardaginn var aðallega háður milli tveggja flokka, stjómarflokksins ann- ars vegar og íhaldsflokksins hins vegar. Hinir flokkarnir gátu aldrei gert sér nokkra von um það, að ná yfirráðum í þetta sinn. Verkamanna flokkurinn vann dálítið á og græddi nokkur þingsæti, en má sín lítils engu að síður. Sá hluti frjálslynda flokksins. sem ekki vildi samvinnu við stjómina, beið svo algerlega ósigur í þessum kosningum, að hann fékk engan kosinn. Ihaldsflokkurinn gerði vafalaust alt, sem í hans valdi S'tóð, til að vinna þessar kosningar. En í þess stað fóra leikar þannig, að hann tapaði stórkost- lega og hefir nú einum þriðja hluta færri þingmenn heldur en hann hafi5i fyrir kosn- ingamar. Sýna kosningarnar mjög ljóslega, að fylgi íhaldsmanna er afar lítið í Manitoba, nú sem stendur. Þeir fáu íhaldsmenn, sem kosningu hlutu, fengu flest-allir mjög lítinn meiri hluta atkvæða. Þó er ein undantekn- ing, þar sem er W. Sanford Evans í Winni- peg, sem var kosinn með miklu meira at- atkvæðamagni heldur en nokkur anna.r þing- maður í fylkinu. En sú kosning sannar á engan hátt styrkleika, eða veikleika, íhalds- flökksins, ekki einu sinni í Winnipeg, þar sem hann var kosinn. Hún sannar að eins, að þessi maður hefir mikið álit og nýtur mikils trausts hjá samborgurum sínum. Mr. Evans hefir heldur ekki tilheyrt fhaldsflokkn- um síðustu árin. Hann hefir sagt skilið við hann og er óháður íhaldsmaður. öll hans mörgu atkvæði, yfir þrettán þúsund, geta því naumast talist íhaldsflokknum í Mani- toba til beinna inntekta. Orsakirnar til þess, að íhaldsflokkurinn tapaði við þessar kosningar, eins stórkost- lega, eins og raun varð á, era sjálfsagt marg- ar. Vér gátum þess hér í blaðinu fyrir nokkru, að ekki væri hægt að líta öðru vísi á en svo, að ef Manitobafylki kysi íhalds- stjórn, þá væri fólkið þar með að lýsa vel- þóknan sinni á sambandsstjórninni. Þannig munu og flestir hafa litið á málið í raun og veru. En þeir, sem það vilja gera, munu nú heldur fáir í Vestur-Canada. Annað er bardaga aðferðin af hálfu íhaldsmanna. Henni þarf ekki að lýsa fyrir íslenzkum kjósendum, hún er kunnug þeim af íslenzka blaðinu í Winnipeg, sem þann flokk studdi við kosningarnar. Sá vilji kjósendanna í Manitoba, að Lib- eral-Progressive flokkurinn skuli ráða næstu árin, hefir mjög ljóslega komið franj í þess- um kosningum. En jafnvel enn ákveðnara hefir þó sá vilji kjósendanna komið í ljós, að íhaldsflokkurinn skuli ekki ráða. Yfirleitt bera kosningamar það með sér, að kjósendurnir hafi vel gætt stillingar sinn- ar og skynsemi, en ekki látið leiðast af fag- urgala og fölskum loforðum. Kirkjuþingið Síðan Lögberg kom út síðast, hefir fer- tugasta og áttunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, haldið verið í Winnipeg. Fólki er full vorkunn, þó það stytti þetta óttalega langa nafn, og kalli félagið bara “kirkjufélagið”, eins og ávalt er gert í daglegu tali. Vér gerum það líka. Þingið var sett með hátíðlegri guðsþjón- ustu í PYrstu lútersku kirkju á fimtudags- kveldið í vikunni sem leið, 16. júní. Dr. Björn B. Jónsson stýrði guðsþjónustunni; séra Haraldur Sigmar prédikaði, en forseti kirkjufélagsins, séra K. K. Olafson, setti þingið. Starfsfundir, tveir á dag, voru haldnir á föstudaginn og laugardaginn, og sömuleiðis á mánudaginn. En það er ekki ætluu vor að skýra hér frá störfum þingsins, nema að litlu leyti, vegna þess að vér geram ráð fyr- ir, að gjörðabók þingsins verði birt, eins og að undanförnu, og sýnist þýðingarlítið að iaka hið sama upp aftur og aftur, enda er kirkjuþinginu ekki lokið, þegar þetta ter skrifað. A sunnudaginn fóra fram tvær guðsþjón- ustur í kirkjunni og vora báðar fjölsóttar og hátíðlegar. Fyrri guðsþjónustan, kl. 11 f. h., fór fram á ensku, eins og vanalega í Fyrstu lútérsku kirkju. Heimapresturinn, Dr. Björn B. Jónsson, stýrði guðsþjónust- unni, en séra E. H. Fáfnis prédikaði. Kveld- guðsþjónustan fór fram á íslenzku. Henni stýrði séra N. S. Thorlaksson, en séra K. K. Olafson steig í stólinn. Við þá guðsþjónustu fór fram prestsvígsla, sem framkvæmd var af forseta með aðstoð ellefu annara presta. Sá sem vígður var, er Jóhann Friðriksson, sem í vor útskrifaðist af lúterskum presta- skóla í Seat'tle, Wash. Séra Jóhann Bjarna- son las æfisögu hins unga manns og sömu- leiðis köllunarbréf til hans frá kirkjufélag- inu, þar sem hann er kallaður til fjögra mánaða starfs, sem heimatrúboðsprestur. Hefir hann tekið þeirri köllun. Séra Jóhann Friðriksson er efnilegur, ungur maður og má mikils góðs af honum vænta. A laugardagskveldið var hinn vanalegi trúmálafundur þingsins haldinn. Flutji hr. Jóliann Friðriksson þar aðal ræðuna, en nokkrir aðrir tóku -til máls. A mánudagskvedið flutti trúboðinn, séra S. O. Thorlaksson, erindi um heiðingjatrú- boð. En kirkjuþingið hefir ekki verið eintómar guðsþjóinustur og starfsfundir. Fyrsti lút- erski söfnuður hefir reynt að gera kirkju- þingsfólkinu komuna til Winnipeg, eins þægilega og ánægjulega, eins og kostur hef- ir verið á. A föstudagskveldið héldu .söng- flokkar safnaðarins samsöng í kirkjunni. Tókst hann ágætlega og var öllum hipum mörgu, sem þar vora viðstaddir, til mikillar ánægju. A laugardagskveldið, veittu kven- félög safnaðarins kirkjuþingsfólkinu mjög rausnarlega máltíð í samkomusal kirkjunn- ar. Og á sunnudag«kveldið eftir messu, buðu þau Dr. og Mrs. Björn B. Jónsson öll- um kirkjuþmgsmönnum og gestum heim til sín. Var það samkvæmi fjölment mjög og einstaklega ánægjulegt í alla staði. Vér verðum að láta hér staðar numið í þetta sinn, þó þessi grein sé ekki nema hálf- gerð, eða minna en það. Kirkjuþingið situr enn, á þriðjudag, en greinin veiður að fara til prentarans ef hún á að geta komist í þetta blað. Næst munum vér reyna að segja nokkuð nánar frá þessu kirkjuþingi. O, B. Burtness Grein sú, sem hér fer á eftir, á ensku, hefir oss borist frá nefnd þeirri, er stóð fvrir hinu stór-myndarlega hátíðahaldi, sem fram fór á Mountain fyrir fjórum áram og sem haldið var til að minnast fimtíu ára afmælis ís- lenzku bygðarinnar í North Dakota. Nefnd þessi getur vafalaust, öllum öðrum fremur talað fyrir munn Islendinga í North Dakota, og sýnir yfirlýsing sú, sem þér fer á eftir, því býsna ljóslega, hvaða álit Islend- ingar þar syðra yfirleitt hafa á Mr. Burt- ness og hve óblandið traust þeir bera til hans. Er það ekki undarlegt þó Islendingar í North Dakota og annars hvar sem er, beri hlýjan hug til Mr. Burtness fvrir afskifti hans af Alþingishátíðinni og fyrir hina afar- myndarlegu og ágætu þátttöku Bandaríkj- anna í þessum merkis viðburði hinnar ís- lenzku þjóðar. Er enginn efi á, að Mr. Burt- ness átti þar meiri hlut að máli, heldur en nokkur annar einn maður. Mr. Burtness er Congressmaður fyrir North Dakota ríkið. Hefir hann reynst hinn nýtas'ti maður í þeirri stöðu og verðskuldar langsamlega að vera endurkosinn. Má með sanngirni vænta þess, að Islendingar í North Dakota geri alt sem í þeirra valdi stendur, til þess að Mr. Burtness hljóti út- nefningu fyrst og fremst, sem þingmanns- efni og síðar kosningu, þegar þar að kemur. RESOLUTION OF APPRECIA- TION AND GRATITUDE TO HON. 0. B. BURTNESS, Congressman from North Dakota: WHEREAS, the members of the Golden Jubi'lee Committee of Ice- landic settlement in North Dakota, and, indeed^ the people of Icelandic extraction in the State of North Dakota, are deeply grateful for, and justly proud of the way in which the United States of Ame- rica honored the Icelandic nation. on the occasion of the Millennial of the Icelandic Althing in 1930, by presenting to Iceland a statue of Leif Ericson, the first discov- erer of America, AND, WIHEREAS, this statue is now being comp'leted and erected in Iceland on a site selected by the Icelandic government, AND, WHEREAS, the afore- mentioned people are cognizant of the fact that Honorable 0. B. Burt- ness, Congressman from North Da- kota, was instrumental, more than anyone else, in bringing about the Act of Congress which authorized this gift, AND, WHEREAS, the aforemen- tioned peop'le realize that Honor- able 0. B. Burtness expended a great deal of energy and accom- plished a large amount of work to bring this matter to such a suc- cessful issue, and showed much tact, diplomacy and ability in con- nection therewith, BE IT THEREFORE RESOLVED that we, members of the Executive Committee of the Golden Jubilee of Icelandic settlement in North Dakota, in meeting assembled, ex- tend to Honorable 0. B. Burtness the sincere fratitude and the deep appreciation of the Golden Jubilee Committee and the people of Ice- landic extraction in the State of North Dakota, for his outstanding altruism, his untiring energy and his signal success in connection with the arrangements for this gift of our nation to the Icelandic nation. Dated at Mountain, North Da- kota, this 13th day of June, A. D. 1923, on behalf of the Executive Committee of the Golden Jubilee. H. SIGMAR, Chairman. C. INDRIDASON, Secretary. Allir treysta œfðum skipstjóra f síðastliðin 60 ár hefir The Royal Bank of Canada staðið af sér alla ágjöf, sem af uppskerubresti, æsingi og ofveltu hafa stafað. Þegar ilt er í sjó er þeim skipstjóranum bezt treyst, er bezt hefir var- ist stórsjóunum. Banki þessi byrjaði með lítil efni, en hefir stöðugt fært út kvíarnar, unz svo er komið að hann er á meðal tólf voldugustu banka í heimi. I dag eru 881 útibú þessarar stofnunar, er vinna Canada gagn bæði utan lands sem innan. The Royal Bank of Canada Höfuðstóll og varasjóður Allar eignir yfir $74,155,106 $750,000,000 Fróðleg skýrsla Þar eð íslendingar höfðu ekki verið skrásettir sem sérstakur þjóð- flokkur í manntalsskýrslum Bandaríkjanna, en taldir með Dönum, fór eg fram á það í bréfaviðskiftum við Hon. O. B. Burtness, í júní 1929 að koma því til leiðar að þeir væru taldir sem sérstakur þjóðflokkur i næsta manntali. Hon. O. B. Burtness fór fram á þetta við Hbn. William M. Stewart, forstöðumann manntalsdeildar stjórnarinnar í Washington, D.C. og fékk því til leiðar komið að þeir væru sérskráðir. Nú er þessu verki lokið, og hefi eg nú fengið fullkomna manntalsskýrslu, sem Hon. O- B. Burtness sendi mér og munn mörgum þykja fróðlegt að sjá hve vítt Islendingar eru deifðir yfir öll Bandaríkin. í þessu sambandi vil eg geta þess að Hbn. O. B, Burtness sækir um útnefning sem þingmaður í neðri deild þingsins í Wáshington, D.C. Fjórir aðrir sækja um útnefningu, nefnil. Thomas Hali, U. L. Burdick, William Lemek og J. H. Sinclair. Þeir tveir sem hæst atkvæði fá ná útnefningu og verða skrásettir á kjörseðlunum fyrir kosningarnar í haust. í þessum kosningum ættu Islendingar að muna eftir því hve mikinn sóma Hjon. O. B. Burtness hefir sýnt íslandi og íslendingum. Hann kom því til leiðar að stjórn Bandaríkjanna veitti $50,000 fyrir myndastyttu af Leyfi Eiríkssyni, sem hún afhenti íslandi á þjóðhátíðinni 1930 og var hann einn af fulltrúum Bandaríkjanna á þeirri hátíð. Eftir að hafa farið til Islands og kynst íslenzku þjóðinni, hefir hann aldrei slept tækifæri að hæla íslenzku þjóðinni og telur hann hana í fremstu röð menningarþjóða heimsins. Sem þingmaður er hann í miklu áliti hjá embættisbræðrum sínum, og er án efa sá mikilhæfasti maður sem Norður Dakota ríkið hefir sent á þing í síðastliðin 25 ár. Kæru íslendingar. Það er áríðandi að allir greiði atkvæði þann 29. júni. Borgararétturinn er sá verðmætasti réttur, sem nokkur stjórn getur veitt manni. Notið þann rétt, bæði menn og konur, vinnið öll aS því að enginnn atkvæðisbær sitji heima, og munið eftir því að greiða atkvæði með Hon. O. B. Burtness. J. J. Erlendson. Vorvísur Eftir Guðm. Elíasson. Vík ég enn á vinafund, verð að endurnærast. Ó, þú blíða árdags stund, yndishnossið kærast. Leyfðu mér að finna frið fjarri heimsins prjáli, ljúfan viður lækjarnið, laufum prýddi skáli. Hér af lotning hneigi é!g mig, hugar bundinn dvala; ársins drotning, enn við þig eins og barn ég hjala. Trú og ást úr augum skín, er við saman ræðum. Upp er ljómuð ásýnd þín árdags geislaslæðum. Gráta tár um glæstar brár, glóir á hárið bjarta. Döggin gárar liljulár; lauf á bárum skarta. Blessuð smáu blómin þín, bernsku sælast gaman: Örlög þeirra og örlög mín eru tvinnuð saman. Litla stund er lánuð bið lífsins stríð að heyja. Þegar haustar verðum við visna fljótt og deyja. Þín er móður verndin væn veikt og lágt að styðja. Heyrðu mína hjartans bæn, himinborna gyðja. Léttu öllum lúnum spor, lindin svala og hreina. ó, þú blíða, blessað vor! bótin lífsins meina. Hér er æfi endar spor, og aldan fleyið brýtur. Gef mér allra vona vor, vor, sem aldrei þrýtur. POPULATION OF ICELANDIC ORIGIN, FOR THE UNITED STATES, 1930. Division and State UNITED STATES New England: Maine .............. New Hampshire ...... Vermont ............ Massachusetts ...... Rhode Island ....... Connecticut ........ Middle Atlantic: New York ........... New Jersey ........ Pennsylvaniia ...... East North Central: Ohio ............... Indiana ............ Illinois ........... Michigan ........... Wisconsin .......... West North Central: Minnesota .......... Iowa ............... Missouri ........... North Dákota ....... South Dakota ....... Nebraska ........... Kansas ............. South Atlantic: Delaware ........... Maryland ........... District of Columbia. Vlrginia ............ West Virginia ...... North Carolina ..... South Carolina ...... Georgia.............. Florida ............ East South Central: Kentucky ............ Tennessee............ Alabama ............. Mississippi ........ West South Central: Arkansas ........... Louisiana ........... Oklahoma ............ Texas ............... Mountain: Montana.............. Idaho ............... Wyoming ............. Colorado ............ New Mexico .......... Arizona.............. Utah ................ Nevada .............. Pacific: Washington .......... Oregon .............. California .......... 7,413 4 2 1 107 3 15 188 115 13 17 18 279 86 179 990 30 29 2,269 60 62 12 1 22 12 13 1 1 9 4 6 4 4 4 23 82 44 5 24 2 10 393 20 1,513 157 680 2,764 2 1 61 2 7 114 48 4 6 3 123 32 63 266 9 10 724 15 19 2 1 13 6 7 1 5 1 3 1 1 11 16 12 1 1 4 97 6 741 49 276 4,649 2 2 46 1 8 74 67 9 11 15 156 54 116 724 21 19 1,545 45 43 10 9 6 6 1 4 4 5 1 3 3 12 66 32 4 23 2 6 296 14 772 108 304

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.