Lögberg - 23.06.1932, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JtrNÍ 1932.
Bls. 5.
1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd'u
Kidney Pills veriB vlBurkendar rétta
meBaliS viS bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdömum. Fást hj.H
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eöa
sex öskjur fyrir $2.50, eBa beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
Aflraunasteinarnir
á Húsafelli
Kvíahella. Steðjasteinn. Grásteinn.
Eftir Kristleif Þorsteinsson.
í Lesbók Morgunblaðsins hefi
eg nýlega séð grein með fyrir-
söfeninni: “Þrekraun. Fullsterkur.
Hálfsterkur. Aumingi”. Eru afl-
raunir séra Snorra Björnssonar á
Húsafelli gerðar þar að umtals-
efni. Þótt höfundur þessarar
greinar sé vel kunnur fræðimað-
ur, veit hann ekki állan sannleika
í þessu efni. Vil eg því reyna að
gefa hér nokkrar skýringar um
þetta mál.
1923 skrifaði eg grein um Kví-
arnar á Húsafelli og aflrauna-
stein séra Snorra. Þessi grein
birtist í Eimreiðinni það ár, bls.
167. Eg tel nóg að vitna til þess-
arar greinar, því þar er kvíunum
og aflraunasteini þeim, sem við
þær li!ggur, nokkuð rækilega lýst.
En fyrir þá, sem ekki hafa Eim-
reiðina frá því ári, við hendina,
verð eg að fara hér nokkuð inn á
þetta sama efni.
Fyrst vil eg gera hér grein fyr-
ir því hvað góða aðstöðu eg hefi
haft til þess að fylgjast með ýmsu
sögu'legu, sem gerst hefir þar á
Húsafelli alt frá dögum séra
Snorra og til þessa tíma, þar á
meðal steintökum hans og fleíri
íþróttum. Jakob afi minn var elzt-
ur barna séra Snorra. Hann flutt-
ist árs'gamall að Húsafelli 1757.
Þar ólst hann upp með föður sín-
um og bjó þar lengst æfinnar.
Þar dó hafin 1839. Faðir minn var
yngstur af 8 sonum Jakobs, fædd-
ur 1814, dáinn 1868. Hann ól all-
an sinn aldur á Húsafelli. Eg er
fæddur á Húsafelli 1861. Þar var
eg til 27 ára aldurs. — Ástríður
systir mín, f. 1847, d. 1921, var
þar alla sína æfi, og þar er Þor-
steinn sonur hennar f. 1889. Hann
býr nú á Húsafélli.
Með alla ættmenn er það sam-
eiginlegt, að vernda sem bezt frá
glötun alt það, sem geymst hefir
í skauti þessarar jarðar, af forn-
um fræðum, sem falin eru þar í
örnefnum og sölgnum um ýmsa
staði þar umhverfis. Flest örnefni
jarðarinnar, sem eru á fjórða
hundrað, höfum við séra Magnús
Þorsteinsson, síðast prestur í
Patreksfirði, nú í Reykjavík, skrá-
sett, hvor í sínu lagi. Eru 340 í
minni skrá. Hann hefir máske
náð hærri tölu. En báðir höfum
við að eins látið hugann reika úr
fjarlægð um æskustöðvarnar, við
þá talningu, svo ekki er víst hvort
þar hafa komið öl'l kurl til grafar.
Við þessi örnefni hefi eg skrifað
allar þær skýringar sem eg kunni
og taldi nokkurs verðar. Ýmsir
steinar og vörður eiga þar sína
sö!gu, að eg ekki tali um rústir
og tóftarbrot. Eg vil að eins
minnast hér á eitt dæmi því til
sönnunar að Húsfellingar una því
illat að láta neitt af slíku tagi
falla í fyrnsku. Varða ein, há og
gömul, stóð á fjallsbrúninni og
bar við himin frá bænum. Við
hana var nón miðað. í miklu af-
taka veðri fauk hún til grunna.
Það þótti mér skaði mikill, er
varðan var horfin. Fjallsbrúnin
varð fyrir mínum augum svo
eyðileg á eftir. Séra Magnús Þor-
steinsson, sem þá var prestur
vestur í Barðastrandarsýslu, kom
að Húsafel'li einum eða tveimur I
árum eftir það að varðan fauk.
Þótti honum, sem mér, sjónar-
sviftir að henni. 1 þess stað að
hvíla sig eftir langa ferð, verður
hans fyrsta verk að ganga upp á
f jall og hlaða vörðuna upp í þeirri
mynd, sem hún áður var. Mér
þótti vænt um þetta framtak
frænda míns og var honum þakk-
látur fyrir. Síðar sagði eg Brynj-
ólfi Jónssyni fræðimanni á Minna-
Núpi frá þessu. Þegar hann hafði
hlýtt á sögu mína um fall vörð-
unnar og endurbyggingu, svaraði
hann: “Hafi séra Magnús marg-
blessaður gert þetta. Svona menn
eru að mínu skapi.” Hér var þó
ekki um jafn merkilegar þjóð-
minjar að ræða sem kvíarnar á
Húsafelli og kvíahelluna. Séra
Snorri hlóð þær kvíar, þegar
hann var nýkominn þangað. Eftir
það að hann hafði lokið við kvía-
bygginguna, lagði hann stein við
norðurvegg þeirra, sem menn áttu
að setja þar upp á kvíavegginn.
Þessi steinn hefir síðan verið
nefndur kvíahella. Kvíarnar hafa
nú staðið óhreyfðar 1 meir en 170
ár. En við helluna hafa margir
stritað á hverju ári fram á þessa
tíma. Er henni nú jafnvel mestur
gaumur gefinn á síðustu árum.
fyrir hinar mörgu sagnir, sem við
hana eru tengdar. Sem betur fer.
bendir því ekkert i þá átt, að hún
sé að falla í fyrnsku. Að kvíahell-
unni sé svift af sínum stað, geta
þeir Húsfellingar ekki þolað^ sem
ekki geta séð af einni vörðu, sem
blasti við þeirra bernskuaugum.
Við erum ekki einir um þessa
fastheldni Húsfellingar, sem lifð-
um þar bernskuárin. Merkir menn
úr fjarlægum héruðum hafa skrif-
að mér um komu sína að Húsa-
felli. Þótt þeir kæm-u þar þyrstir
og svangir, möttu þeir meira en
mat og drykk, að ganga á kvíar
og skoða bæði þær og helluna,
sem við þær er kend. S'líkum og
þvílíkum fornminjavinum myndi
bregða í brún, ef svoddan ger-
semar væri þar ekki framar að
finna. En þótt á þeim hvíli nú
full friðhelgi frá þeim sem yfir
Húsafelli ræður, getur þó slíkt
breyzt á ókomnum öldum. Þyrftu
því þessar söguríku minjar að vera
í flokki annara slíkra, sem frið-
lýstar eru eftir ráði fornminja-
varðar.
Ástríður systir mín sagði mér
eitt sinn frá því, að til orða hefði
komið, að kvíahellan væri flutt á
fornminjasafnið. Sagðist hún þá
ætla að, krefjast þess, að kvíarn-
ar væru fluttar þangað líka.
Það vissi hún vel, að gat aldrei
komið til mála. Að hennar dómi
voru það óaðskiljanlegir hlutir,
kvíarnar og kvíahellan. Þeim úr-
skurði vil eg ekki raska. Kvía-
hellan vegur, eftir því sem næst
hefir verið komist, 360 pund. í
Eimreiðargrein minni er hún tal-
in 316 pund, en það er ekki rétt.
Eg skrifaði þyngd hennar ekki
með tölustöfum og hefir það verið
lesið sextán fyrir sextíu. Þau orð
eru lík; ef höndin er ekki vel læsi-
leg.
Ekki vex þessi þungi mönnum
í auga. Margir hraustir menn hafa
valdið meiri þunga. Þá er ekki
stærð hellunnar ægileg, hún er
lítil í samanburði við þungann. 1
lögun er hún slétt á hliðum, og í
þann veg að vera ferhyrnd; þó er
að eins eitt horn hennar nokkuð
hvast. öll er hún jafnþykk og má
deila um það, hvort réttara sé að
kalla það hellu eða stein, sem er
með líkri lögun. Allar randir
hennar eru ávalar, gengur því
flestum illa að festa höndur á
henni, sem ekki þekkja hin réttu
tök.
Það er mér enn þá i fersku
minni, er eg á barnsaldri hljóp
að kvíunum, við hlið föður míns,
þegar gesti bar að garði, sem
vildu reyna krafta sína. Þótti mér
mest í varið þegar það voru ein-
hverjir, sem höfðu á sér orð fyrir
hreysti. Oftast endurtók sig þá
sama sagan. Knáir menn komu
hellunni fljótlega upp á kné, en
flesta vantaði bolmagn til þess
að rétta sig upp. Þó menn væru
stórir, og sterkir í höndum, vildi
bakið bila. Þess má þó geta, að
einstöku maður, bæði fyr og síð-
ar, hefir tekið helluna á brjóst í
fyrstu atrennu, en þeir eru samt
teljandi, og jafnan eru það menn
Eg er þaÖ, og ekkert annað
efst er kemst á sómans tind;
mitt er veldi sýnt og sannað
sorafrítt í hverri mynd.
Jeg veit alt svo öðrum betur,
enga viðurkenni smæð;
Jeg er alt, því enginn getur
yfirstígið mína hæð.
Jeg á vísdóm æðri öðrum,
æfinlega jeg er fyrst;
lánuðum af líka. fjöðrum
laginn mig að skreyta yzt.
Jeg er alt af jafnt að sýnast,
Jeg hefi enga tilfinning,
þá af angri aðrir pínast,
utan mér í sjálf-hylling.
Jeg æ dæmi alt og alla,
enginn mína. dómgreind frýr;
hlýtur mér að fótum falla
flatur, hver einn ættar rýr.
Jeg með leynd í kampinn kými
kotunganna yfir smæð;
Jeg veit hvoík tóm né tími
tilfært getur mína hæð.
Jóhannes H. Húnfjörð.
á bezta aldursskeiði, milli tvítugs
og þrítugs. Fimtugir menn og
eldri, fara að hægja á sér með
aflraunir. Samt var séra Snorri
á þeim aldri, þegar hann hlóð kví-
arnar og færði helluna á þann
stað, þar sem hún hefir verið síð-
an. Um komu Jóns Espólíns að
Húsafelli og viðureign hans við
kvíahelluna var Jakob afa mínum
vel kunnugt og ekki síður Guð-
nýju systur hans, sem fylgdi
föður sínum að kvíunum í þetta
sinn. Var hún sjónarvottur að
aflraunum Espólins. Sagði hún
bæði foreldrum mínum frá því
og fleiri skilgóðum mönnum. Bar
framburði Guðnýjar alveg saman
við Espólín um það, hvað hann tók
kvíahelluna hátt frá jörðu.
Eg man eftir því, hvað móðir
mín varð undrandi og aðrir aldr-
aðir menn, sem sáu það á prenti
og sjálfur hinn fróði Espólín bor-
inn fyrir því, að steinar þrír, Full-
sterkur — Hálfsterkur — Aum-
ingi, lægi við garð á Húsafelli.
Var það helzt að skilja, að það
væri við túngarð. Þá var kvíanna
að engu getið, sem ber þó ekki
síður vott um hreystiverk séra
Snorra. Steinar með þessum nöfn-
um voru aldrei til á Húsafelli. Það
bendir alt til þess, að það séu
nöfn Dritvíkursteinanna, sem
hafa skolast svona til í meðferð-
inni. 1 Eimreiðargrein minni er
nokkur skýring á þessu. Þar eru
líka tvær ljósmyndir af Snorra-
kvium, sem Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður tók og lét fylgja
greininni.
Aldrei mintist Guðný Snorra-
dóttir á það, í eyru þeirra manna,
sem mig fræddu bezt um þetta,
að faðnr hennar hefði tekið hell-
una upp í það sinn sem Espólín
stríddi við hana. Trúlegt er það
ekki, að 89 ára gamall maður hafi
stritað við steintök og valdið
meiri þunga en Espólín á léttasta
skeiði. Sú frásögn hygg eg að sé
eitthvað bogin. Séra Snorri var
ekkert tröll að vexti, í hærra með-
allagi, þykkur um brjóst og herð-
ar, liðugur í hreyfingum og ekki
síður fimur en hraustur. En löng-
um hefir það viljað verða svo, að
kríta nokkuð liðugt um afburða-
mennina. Er því ekki alt skrum-
laust, sem sagt hefir verið um
séra Snorra, en mikið hefir hann
borið af flestum mönnum að sundi,
stökkfimi og handahlaupum.
Handahlaup lærði Jakob afi
minn af föður sínum. Margir af
sonum Jakobs lærðu þau af hon-
um. Var það sú eina íþrótt, sem
gekk í arf frá séra Snorra til niðja
hans. Það sagði mér karl einn,
Bergþór að nafni, að á sínum ung-
lingsárum hefði hann eitt sinn
komið að Húsafelli. Var þá Jakob
Snorrason orðinn aldraður mað-
ur, og synir hans á uppvaxtarár-
um. Bergþór sagðist þá hafa
heyrt áður um handahlaup þar á
Húsafelli. Langaði hann nú mik-
ið til þess að sjá hvernig þau
væri. Herðir hann upp hugann
og biður um að þeir bræður sýni
sér þessa list. Jakob kallar þá á
syni sína og segir: “Við skulum
nú sýna drengnum aðferðina.’,
Kastar hann sér þá til hlaups og
synir hans á eftir Runnu þeir út
grundina eggslétta, í beinni línu,
einn eftir annan . Aldrei sagðist
Bergþór gleyma því hve mikið
yndi hann hefði haft að komunni
að Húsafelli í þetta sinn, en þó
sérstaklega af handahlaupunum.
í bernsku minni voru handahlaup
nokkuð æfð á Húsafelli, en nú veit
eg ekki af þeim Borgfirðingum,
sem gæti sýnt þau af leikni.
Þegar séra Snorri var kominn
yfir nírætt, fór hann að verða
kulvís og þoldi illa vetrarfrostin
í hinni ofnlausu baðstofu. Tók
hann þá sama ráðið og Egill
Skallagrímsson gerði í elli sinni,
að sitja í eldaskála og njóta þar
varmans frá loganum. Rann hon-
um þá til rifja hin mikla afturför
frá æsku til elli. Eitt sinn, þegar
hann sat á saltpoka við arinhell-
una, til þess að njóta þar yls’af
eldinum þá kastaði hann fram
þessari vísu:
“Fór ég á lofti fjóra og einn
faðma, nokkru sinni.
Nú ljær rassinn salts- mér seinn
-sess í hlóðamynni.”
Þetta er í það eina skifti, sem
eg veit til að hann hafi brugð-
ið því fyrir sig, að segja frá í-
þróttum sínum eða hreystiverk-
um. Betur trúi eg því, að hann
hafi stokkið þetta langt á léttasta
skeiði, heldur en því, að hann
hafi tekið kvíahelluna 89 ára
gamall, hærra en Jón Espólín, er
hann var á bezta aldri.
Þá vil eg geta hér tveggja ann-
ara aflraunasteina í Húsafells-
landi, sem eru þar nokkuð langt
frá bænum og hafa því aldrei ver-
ið notaðir fyrir gestaþraut. Eru
það því einkum heimamenn og ná-
grannar, sem við þá hafa stritað.
Ekki eru þessir steinar jafn nafn-
kendir og kvíahellan, en samt tel
eg þá merkilega. Þeir heita
Steðjasteinn og Grásteinn. Steðja-
steinn er utanvert við hið forna
tún á eyðibænum Reyðarfelli. Er
hann verulegur forngripur, því
hann var steðjablökk í smiðju
hins gamla býlis. Svarthöfði föð-
urbróðir Harðar Grímkelssonar og
tengdasonur Tungu-Odds, bygði
fyrstur Reyðarfell, og væri eng-
in fjarstæða að geta þess til, að
það séu handaverk hans, sem
steinn þessi ber með sér. Smiðju-
tóft hins gamla býlis, stendur á
háum hóli, nokkuð fjarri bæjar-
rústinni. Þar við smiðjutóftina
stóð þessi steinn óhreyfður fram
á síðari hélming 19. aldar. En
þegar menn voru að reyna afl sitt
á honum, færðist hann smátt og
smátt undan brekkunni, þangað
til hann kominn niður á jafn-
sléttu. Nú er þessi steinn á lít-
illi flöt rétt við veginn. Hann er
af eygðu grjóti og léttur eftir
stærð. Aldrei hefir hann verið
vigtaður. Vegur hann að líkind-
um eitthvað yfir 200 pund. Kná-
ir menn, sem þekkja á honum
tök? lyfta honum tafarlaust á
brjóst, en afsleppur vill hann
verða í höndum þeirra, sem ekki
finna á honum lagið. Það er
holan eftir steðjafótinn, sem ber
órækt vitni um það, til hvers þessi
steinn hefir verið notaður og líka
ber hann þess vitni, hvar smiðjan
á Reyðarfelli hefir staðið.
— Grásteinn stendur rétt neðan
við veginn, litlum spöl fyrir utan
Steðjastein. — Steinar af sömu
tegund eru í Selgilinu, sem er
langt fyrir austan bæinn á Húsa-
felli. Hefir hann verið dreginn
þaðan og til þess staðar, þar sem
hann er nú. Nú veit enginn, til
hvers það hefir verið gert, eða í
hvaða tilgangi. Vel má vera, að
hann hafi verið ætlaður fyrir
minnisvarða í kirkjugarði, en
orðið þungur í vöfum þegar til
átti að taka og strandað á þessum
stað í höndum þeirra, sem með
hann voru. Þessi steinn er af
léttu efni, en hann er svo stór,
að óhægt er að glíma við hann.
Ekki þori eg að neita því, að ram-
efldir menn lyfti honum frá jðrðu.
Sá maður mætti þó kallast full-
sterkur, sem það gerir. Margir
eru búnir að bisa við þennan
stein, en ekki er mér kunnugt um
það, að menn hafi tekið hann upp,
að eins velt honum upp á hinn
stóra stein, sem hann liggur hjá.
Allir þessir þrír steinar, Kvía-
hellan, Steðjasteinn og Grásteinn,
eru á almannafæri, rétt við hina
fjölförnu bifreiðarbraut, sem nú
liggur um Húsafellsland. Nú á
síðustu sumrum hefir fólk farið í
þúsunda tali um þessa leið. Þar
á meðal fjöldi ungra og hraustra
manna. Fari svo, að steintök
verði iðkuð meðal íþróttamanna,
þá er hægur hjá, fyrir þá sem að
Húsafelli koma, að prófa krafta
sína á þessum steinum sem hér er
lýst. Fyrst er að sýna það, hvað
hátt og hvað fljótlega þeir lyfta
þeim frá jörðu, og því næst að
sýna, hve langt þeir geta borið þá
í einni lotu, til dæmis hvað marga
Heilbrigði
augna yðar!
SPURNING: Við hvern ó
eg að ráðfæra mig viðvíkj-
andi augunum?
SVAR: ÞSr skuluB leita ráBa
hja reglulegum augnlækni. Strax
þegar þér finniB eitthvaB aB aug-
unum, og þér ættuS einnig aB láta
augnlæknir skoSa augu yBar
reglulega, meB hæfilegu millibili,
hvort sem þér finniS aS nokkuB
gangi að þeim eða ekki.
Gætið þess, að veikindi I aug-
unum er ekkert hégömamál, því
jafnvel smáveiklun, ef hún er
vanrækt, getur orBiB þrálát og
hættuleg. Augnlæknirinn er fær
um að finna það, sem að er og
fara með það eins og við á. Hann,
sem getur sagt hvaBa meBul skal
nota, ef þeirra þarf við, er llka
áreiBanlega færastur um að velja
yður gleraugu, sem skýra sjón-
ina og gera áreynsluna minni.
Sem gleraugnasalar er fara eft-
ir forskriftum lækna, förum vér
nákvæmlega eftir fyrirsögn lækn-
is yðar og efniB og verkið er hið
bezta og verBiB mjög sanngjarnt.
Ritið "Your Eyes and Your
Health” gefið hverjum sem æskir.
Robert S. Ramsay
Prescription Optician
333 DONALD STREET
WINNIPEG
hringi í kring um kvíarnar þeir
bera kvíahelluna. Það ættu dóm-
bærir og óvilhállir menn að skrá-
setja, sem að því væru sjónar-
vottar. Til þess sýnist mér Húsa-
fellsbændur sjálfkjörnir. Allir
þessir steinar ættu að eiga frið-
lýstan heimilisrétt á Húsafelli
um aldur og æfi. — Lesb.
í forstofunni:
— Gæti eg fengið að tala við
húsbóndann?
— Því miður ómögulegt, þvi
hann er svo önnum kafinn, nema
ef erindið er mjög áríðandi, þá
átti ég að vekja hann.
“BANNER” STÓLPAR
Stólparnir sem endast lengst
Si
Þér sparið peninga með
því að kaupa góðar
girðingar
Sá dalur sem lagður er í góðar girðingar,
sparar yður mikið í framtíðinni. Fyrst
sparast tími og vinna, er þér notið stúl-
stólpa í girðingar. “BANNER” stólpar
eru auðveldir i flutningi, auk þess sem
ekki þarf að grafa fyrir þeim. Stólpum
þessum er þannig komið fyrir í jörð, að
ekki þarf að óttast að þeir losni til. Átta
klemmur fylgja ókeypis hverjum stólpa.
Notið “BANNER” stólpa i girðingar yðar
—sparið og hafið endingargóðar og fall-
egar girðingar.
Búið til í Canada hjá
jgi!SigasigaaiSjngBBg©i5iawAiii8iiisi
limited
TRINITY og LOGAN AVE., WINNIPEG, MAN.