Lögberg - 23.06.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.06.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1932. Náman með járnhurðinni EFTIR HAROLD BELL WRIGHT. “George var að segja mér það líka. Þið farið líklega bráðum í aðra herferð gegn úlfunum?” Lizard gerði lítið úr því, en leit glottandi til Saint Jimmy og glottið var alt annað en góðgjarnlegt. “Það er nokkuð annað í þessu nágrenni, sem er mejri þörf að líta eftir heldur en að eltast við þessa úlfa.” Jimmy beið þess, að hann héldi áfram. “Þú segir, að þú hafir ekkert frétt!” sagði Lizard. “Ekkert frétt um hvað?” “Um þennan náunga, sem kom hér í vor og settist að í kofanum þarna hjá félögun- um. ” “Nei,” sagði Dr. Burton seinlega. “Eg hefi ekki heyrt neitt um Mr. Edwards — ekki neitt misjafnt, á eg við.” “Það er þá af því þú hefir ekki farið mik- ið, eða ekki hlustað eftir því, sem þú hefir heyrt. Getur líka skeð, að fólk segi ekki mikið um þetta, svo þú heyrir, því það heldur kannske að þér komi það meira við heldur en flestum öðrum.” Saint Jimmy var ekki lengur hlátur í hug. “Eg held þú ímyndir þér, að mig lang,i meira til að hlusta á slúðursögur, heldur en í raun og veru er,” sagði hann alvarlega og kurteislega. “Eg hefi enga löngun til að hlusta á þær frá þér eða nokkrum öðrum.” “Ekki það?” sagð;i Lizard. “Eg hefði hugsað, að þú vildir kannske vita það, ef einhver væri að taka frá þér stúlkuna þína, eins og þessi nýkomni náungi er að gera.” Saint Jimmy svaraði engu og Lizard hélt áfram. “Hún svo sem hagaði sér ekki of vel áð- ur; en nú er það langt frá öllu skaplegu. Það er engu lagá líkt, hvernig hún hagar sér. Þau eru saman í kofanum hans, eða þá niður við lækinn, þar sem hann þykist vera að vinna, eða þá einhvers staðar. Ef hún fer ekki til hans, þá fer hann til hennar. Eg sá þau þama saman, þegar eg kom hing- að. Hún er of stór upp á sig til að tala við mig, en hún getur ekki litið af þessum ný- komna náunga.” Dr. Burton var staðinn á fætur. “Það er nóg komið af svo góðu,” sagði hann og var auðfundið, að honum hafði rannið í skap. “Þú ert áreiðanlega búinn að afljúka erindinu.” “Það er nú kannske ekki alveg víst,” sagði Lizard með töluverðum hroka. “Það er ekki til neins fyrir þig, að fara að reyna að gera þig merkilegan við mig. Það er þín vegna, að hún hefir engan kunningsskap viljað hafa við mig. Nú er það annar mað- ur, sem hún tekur fram yfir þig. Nú ættum við að vera góðir vinir. En þessi nýkomni náungi ætti að fá makleg málagjöld, og hann fær þau líka og stúlkan sömuleiðis.” “Hvað áttu við?” spurði Jimmy og varð töluvert æstur.” “Eg á við það, að fólk er að tala um þetta, og það verður ekki látið sitja við orðin tóm í þetta sinn. Það hefir alt af ver- ið eitthvað meira en minna grunsamlegt við þessa, stúlku. Enginn veit nein skil á henni, eða neitt um uppruna hennar. Hitt vita nátt- úrlega allir, að þessir karlar eru ekki feður hennar, ekki báðir að minsta kosti, þó hún beri nafn þeirra beggja. Fólk hefii liðið hana hingað til, af því það hefir verið kall- að svo, að þú værir að kenna henni. Saint Jimmy er svo mikill maður, og það verður að taka svo mikið tillit til hans! En það er þessi Edwards, sem hefir hana núna, og það—” “Haltu þér saman, og ef þú segir orð meira, máttu reiða þig á, að eg geng næst þínu auma lífi,” sagði Saint Jimmy, og var auðfundið, að hann var orðinn afar reiður. Lizard kom þetta undarlega fyrir, því hann hafði aldrei séð annað en stillingu og prúðmensku til Saint Jimmy. Hann varð hræddur og vildi feginn komast burtu sem allra fyrst og stökk á bak og reið sína leið, en hreytti þó einhverjum ónotum út úr sér um leið og hann fór. Tuttugu mínútum seinna var Dr. Burton á leið til kofans, þar sem Edwards hélt til. Marta sat úti og var að sauma. Hún sá til kennara síns, þar sem hann kom ríðandi og hún sá hvert hann stefndi. Hún hljóp þegar yfir að kofa Edwards og var komin þangað nógu snemma til að gera þessa tvo menn kunnuga. XII. KAPITULI. Marta gat ekki einu sinni gert sjálfri sér grein fyrir því, hvers vegna hana langaði svo mikið til að þessir tveir menn, Saint Jimmy og Hugh Edwards, kyntust. Hún reyndi heldur ekki mikið til þess. Á þessum árum, sem Saint Jimmy hafði verið kennari hennar, hafði hún ávalt litið á liann sem fyrirmynd og leiðtoga í öllum efnum. Alt sem hann sagði og gerði, var í hennar huga, nákvæmlega rétt og eins og vera bar. Þetta gat naumast öðru vísi verið, því hann var hennar andlegi lærifaðir og enginn annar hafði nokkura tíma verið það. Hann hafði sýnt henni framúrskarandi mikla góðvild og umhyggjusemi frá því hún var unglingur, og henni þótti undur vænt um hann. Hún hafði aldrei hugsað um Saint Jimmy og sjálfa sig eins og mann og konu. en hún elskaði hann sem kennara sinn og sem Saint Jimmy. En strax þegar Marta kyntist Hugh Ed- wards, varð hún vör þeirra tilfinninga, er hún hafði aldrei fundið til áður. Þessi mað- ur hafði meiri áhrif á hana, heldur en nokk- ur maður hafði áður haft. En hún hafði aldrei áður kynst nokkrum manni, sem var í manngildi við hann. Eins og hún hafði oft sagt, bar hún hann saman við Saint Jimmy, en samt var hann öðru vísi. Þetta var alt henni svo nýtt, að hún gat ekki áttað sig á því. Vegna þess að Hugh Edwards minti Mörtu æfinlega á Saint Jimmy, langaði hana afar- mikið til að sjá þá báða saman. Hún skildi ekkert í því, hvers vegna kennarinn hennar hefði verið svona íregur til að fara og heimsækja þennan nýja nágranna. Það var alveg ólíkt Saint Jimmy. Það sýndi kannske öllu öðru betur algengt skilningsleysi Mörtu á því, sem ástir er kallað, að hún gat ekkert í því skilið, því Saint Jimmy var svona tregur til að kynnast Hugh Edwards. En nú fékk hún loksins þessa ósk sína uPPfylta, að sjá þessa tvo menn saman. Það leyndi sér ekki, að gleði hennar var mikil. -^na?gjan skein af andliti hennar og hún hló svo einlæglega og hjartanlega. Hugur henn- ar var allur, þá í svipinn, þar sem þessir tveir menn voru. Báðir tóku þeir eftir gleði hennar, sem líka hafði góð áhrif á þá og kom þeim í gott skap. Þegar þeir tókust í hendur, gaf hún þeim nánar gætur og leit af einum á annan, og tóku þeir báðir eftir því og þótti sjáaníega nóg um. “Eg hefði eiginlega átt að koma til þín fyrir löngu,” sagði Saint Jimmy. “Það er ekki svo mikið af skemtilegum nágrönnum hér, að maður megi við því, að vanrækja þá fáu, sem maður hefir. En annars hefi eg heyrt svo mikið um þig, að mér finst næstum að þú hafir verið hér lengi og eg hafi þekt þig í mörg ár.” Hann leit brosandi til Mörtu. Það leit ekki út fyrir, að Edwards mislík- aði það á nokkum hátt, þó Marta hefði talað um hann. “Eg hefi líka,” sagði hann og leit bros- andi til Mörtu, rétt eins og Jimmy, “heyrt svo mikið um Dr. Burton, að mér finst nú orðið, að eg hafi alt af þekt hann.” Marta var hjartanlega glöð. Henni duld- ist ekki, að þessum tveimur mönnum geðj- aðist strax, hvorum um sig, vel að hinum, eins og stundum getur komið fyrir. Þeir sýndust bara þekkjast og skilja hvor annan alveg strax. Báðum þessum mönnum 'þótti einmitt mjög vænt um, að þetta var þannig. Dr. Burton sá þegar, að þessi nábúi Mörtu var meir en meðal maður að líkams- atgrefi að minsta kosti, og fann einnig, að hann hafði mikinn andlegan þroska. Þá gátu gat hann hins vegar ekki ráðið, eða ekki í svip, að maður með hans atgerfi, skyldi kjósa sér það líf, sem hann lifði, sem hlaut að vera svo gerólíkt því, sem hann hafði alist upp við og vanist um dagana. En Saint Jimmy hafði of víðan sjóndeildar- hring og of mikinn s'kilning á lífinu, til að slá nokkru föstu um það, sem honum var ekki full kunnugt. Hugh Edwards gat vel haft góðar og gildar ástæður til að lifa eins og hann lifði. Útlit hans og framkoma var líka öll á þá leið, að það var naumast hætt við, að nokkur ærlegur maður og sæmilega upplýstur, mundi grana hann um nokkuð misjafnt. Og Hugh Edwards fann þegar í stað, að Saint Jimmy var maður, sem virða mátti og bera traust til — og þeir einir mundu leggja ilt til, sem lægstan og spiltastan hugs- unarhátt hefðu, eins og t. d. Lizard. Þeir settust í forsæluna undir kofaveggn- um og byrjuðu að talast við, svona eins og alment gerist, um daginn og veginn, eins og kallað er, þessir tveir menn, sem Mörtu sýndist svo líkir, en fann samt að voru í mörgu ólíkir. Hún bara hlustaði á þá. Það var enginn vafi á því, að hún hafði rétt fyrir sér. Þeir voru líkir, en samt ólíkir. Hvemig var þessu annars varið? Hún var of einlæg til að dylja það fyrir sjálfri sér, að henni þótti mjög mikið til þessara manna koma, en lífsreynsla hennar var enn of lítil til þess, að hún gæti gert sér nökkra ljósa grein fyrir sínum eigin til- finningum. En hvað sem þessu leið, þá var samt sem áður enginn efi í huga hennar um það, hvorn þeirra hún mundi sjálf frek- ar kjósa. AuÖvitað var hér í raun og veru um ekk- ert val að ræða. Heldur var hér ekki um hugsanir að ræða, heldur um tilfinningar. Þessir tveir menn hugsuðu að vísu meira um það, heldur en stúlkan, að dylja tilfinn- ingar sínar, en þeir reyndu engu að síður, að gera sér sem ljósasta grein fyrir því, hvernig ástatt var. Alt í einu tók Dr. Burton eftir því, að svip- urinn á stúlkunni breyttist, en hún sat gagn- vart mönnunum, svo þeir sáu hana vel. Gleðisvipurinn hvarf og það leit næstum út fyrir, að hún væri hrædd. Hann Var líka alveg viss um, að Edwards hafði tekið eftir hinu sama og gleðisvipurinn hvarf líka þeg- ar af andliti hans. Báðir mennimir litu í kringum sig. Natachee var kominn. Það leið svo góð stund, að enginn sagði orð. En svo færðist bros yfir andlit Indíán- ans, sem ekki kom þó mjög oft fyrir, og hann heilsaði þeim með sínu venjulega kveðjuávarpi: “Sæl!” öll tóku þau kveðju hans vel og Natachee kom nær og settist á stól, sem Edwards bauð honum. Að öllu öðra en hans villimanna- klæðnaði, var hann alveg eins í framkomu, eins og hver mentaður og vel siðaður mað- ur. Um leið og hann settist, hrosti hann aft- ur, eins og það væri honum ánægjuefni, að finna þau þrjú þar öll í einu. Dr. Burton ávarpaði hann vinsamlega, eins og gamlan kunningja. “Hvernig í ósköpunum getur á því staðið, Natachee, að þú getur ekki verið meira lík- ur öðrum mönnum, heldur en þú ert? Þú kemur alt af og ferð þegjandi, og ert meira líkur einhverjum anda, heldur en vanaleg- um manni.” “Eg er eins og guð hefir gert mig,” sagði Indíáninn, en bætti svo við dálítið glettnis- lega: “Að öðra leyti en dálitlum umbótum, sem mennirnir hafa gert á mér. Eg býst við ykkur finnist það dálítið skrítið, að rauði maðurinn, sem skáldin ykkar gera svo mi’kið úr og jafnvel málararair, þarf alt af að ganga á skóla hvítu mannanna til þess að ykkur geti í raun og veru þótt nokkuð til hans koma.” “Það verður víst enginn til að áfellast þig fyrir það, þó þú hafir hlotið mentun og menningu hvítra manna.” “Það vona eg ekki,” svaraði Indíáninn, og sneri sér svo að Mörtu og Edwards: “Þið fyrirgefið, þó við segjum svona hitt og annað. Við viljum vera vinsamlegir, en ekki ruddalegir. Saint Jimmy sýnir mér ekki þessa utan að lærðu, köldu kurteisi, og eg er heldur ekki alveg eins villimannlegur, þegar eg tala við hann, eins og aðra. Þannig er vináttu okkar farið.” “Þú ert gamall bragðarefur,” sagði Saint Jimmy, en þó góðlátlega. “Það er nú oflof,” sagði Natachee. “Kennarar mínir mundu hafa verið stoltir af þeim heiðri. Þeir reyndu ósköp mikið til að menta mig.” Edwards þótti þetta tal nokkuð undarlegt. Hingað til hafði hann aldrei heyrt Natachee tala öðra vísi en mjög alvarlega, og aldrei segja gamanyrði. Hann hafði sjaldan bros- að og aldrei hlegið upphátt. Edwards fanst líka, að hér mundi kannske eitthvað annað liggja undir steini, heldur en það sem fram kom á yfirborðinu. Honum fanst að Nata- chee væri að leika einhvem leik, sem hann skildi ekki. Þegar Edwards var að hugsa um þetta, gaf hann Indíánanum nánar gætur og datt þá aftur í hug, það sem Marta hafði áður sagt við hann, að henni liði alt af illa, ef hún sæi þennan Indíána. En nú vék Natachee orðum sínum til Mörtu. KV ÖLDKLTJKKAN. (Þýtt úr sænsku.) Helgir tónar hjörtum kunnir hreyfa loft um þögult kvöld, ljúfum friðarfaðmi vefja fjáðra hallir, snauðra tjöld; þegar alt um haf og hauður hljóðnar eftir dagsins skraut, lífsstrit vort mér léttvægt sýnist, lág og þröng vor hæsta braut. Himnesk orð mér hljóma niður: “Heiður guði! Jörðu friður! Farsæld mönnum falli ’ í skaut!” S.8J.—Kvistir. Kvöld Kyljan faðmar kvöldið blíða, kyrð og friður hauðrið víða, blómin vagga’ í blænum þýða, býr þau skarti döggin tær, þegar sólin sígur skær. Hópar fugla’ um loftið líða, léttum vængjum blaka. Ótal raddir upp’ í geimnum kvaka. Þegar heyri’ ég þessa rómíi, þráir sál mín helga dóma, er með söngvum svif þýtt hljóma, samstiltir við lífsins óð verða bæði lag og ljóð, eiga sólaryl og ljóma alt að verma’ og hlýja, — vekja þreyttum von og krafta nýja. Æ, ég kysi yndi’ að dreyma, áhyggjum og þreytu’ að gleyma, seiða fram um hugarheima hverja stund, sem mér var kær. — Sorg á kvöldum sumum hlær—. Lífið væri sælt að sveima, sár þótt færði dagur, yrði svona aftanroðinn fagur. Hugur ber mig langar leiðir. Liðnir dagar birtast heiðir. Margt, er friðsælt faðm sinn breiðir falið bak við minnistjald brosir nú með björtum fald’. Minning ylhýr meinum eyðir, megnar hörmum svala, sé ég ein við sjálfa mig að tala. Lengst þótt svíði lífsins undir, létta söknuð þessar stundir. Daggarperlum glitra grandir, geislaflos við sjónum hlær. — Vin minn finn ég nú mér nær. Era’ ei bráðum endurfundir? Á ég lengi’ að þreyja? — Eg á slíku kvöldi kysi’ að deyja. — Alt er vafið yl og rósum, augun bljúg af söng og ljósum. Jeg vil leggja’ úr lífsins ósum loksins inn í trygga höfn, eftir volk um æfidröfn. Hygg ég allir helzt vér kjósum heiminn þann veg kveðja. Von um það má grættan huga gleðja. Blærinn andar, áin niðar, unaðsröddum loftið kliðar. Sál mín nýtur sælu’ og friðar, svífur ofar hugur minn. Guð í hinzta geisla’ eg finn. Síg þú, blessuð sól ,til viðar sveipuð ljósdýrðinni. Glitskrúð þitt ég geymi’ í sálu minni. HALLA LOFTSDÓTTIR, — Mgbl. frá ScmcUæk. Gæt þú mín (Eftir W. H. Lyte.) Ó, vertu hjá mér, drottinn, dimma fer og dagur þrýtur — vertu guð hjá mér. Þá önnur hjálp og huggun öll mér dvín, ó, hjálparlausra vörnin, gæt þú mín Minn æfidagur óðum nálgast kvöld, mér unað lífsins hylja skuggatjöld, og breyting, hnignun, þoka þreytir sýn, í hrygð og gleði, drottinn, gæt þú mín! Hvert augnablik til stuðnings þarf ég þig og þú einn megnar falli’ að verja mig; mun nokkuð geta hlíft sem höndin þín? 1 hrygð og gleði, drottinn, gæt þú mín! Eg hlæ að hverri ógn, ef á ég þig, þá engin þraut né sorgir buga mig, og grafar vald og Hel með sverðin sín eg sigra, ef þú, drottinn, gætir mín. Og sálu minni’ á dánardægri lýs frá dauðans myrkri inn í paradís, þar skuggar hverfa, ljós hjá ljósi skín. I lífi ’ og dauða, herra, gæt þú mín! S.J.J.—Kvistir. HELDUR GAMLA LAGIÐ. Einu jsiniii kom söngkennari Friðriks mikla með lærisvein sinn inn til hans, er hann hafði kent að leika á hljóðpípu. Varð • konungur mjög hrifinn og þótti mi'kið til listar sveinsins koma. Síðan sneri hann sér að söngkennaranum og mælti: “Þú hefir kent drengnum betur að leika á hljóðpípu en mér.” “Yðar hátign!” mælti kennarinn. “Eg hefi haft annað lag við hann. ” “Nú, hvaða lag er það?” Kennarinn bar þá hendina upp að eyranu, svo að gjörla mátti skilja, hvað það átti að tákna. Þá hló konungur og mælti: “Nú þykist eg skilja, hvernig í öllu liggur. Þá kýs eg fyrir mitt leyti heldur gamla lagið.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.